Ísafold - 23.12.1909, Qupperneq 2
338
ISAFOLD
Nýtt falsskeyti
tii
dðnsku mðmmu.
Höfuðið bitið af allri skömm.
Það var allmikil nýlunda, er höíuð-
tíðindalindin á Norðurlöndum, Ritzaus
tiðindaskrifstofa í Khöfn, tók e k k i
hér um daginn simskeyti frá tíðinda-
manni sinum(?) hér í Reykjavík um
þetta, sem gerðist 28. nóv. þ. á., at-
förina frægu að ráðgjafanum, þessa,
sem hér varð hraklegasta sneypuför
til handa þeim, er fyrir henni réðu,
en mestu fagnaðaratlot við ráðgjafa.
Kunnugir munu fara nærri um, að
þar muni sannleiksástin(l) hafa náð sér
almennilega niðri, úr því að skeytið
var ekki einu sinni hirt eða birt í
þeirri stofnun.
Þeir vita, að alla tíð frá því er ráð
gjafaskiftin urðu i vor hefir verið lát-
laust í hana ausið úr pyttinum hérna,
í hinum herbúðunum, sama leginum,
útvöldum »skáldskap« um nýja ráð-
gjafann og alt sem hann kemur nærri,
sem sé: ómenguðu níði hér um bil.
Það er engu líkara en að fengið
hefði verið allra-háfleygasta »skáldið«
í þeirra liði til þeirrar iðju.
Stofnunin, Ritzaus Bureau, á að
vera áreiðanlegasta og missagnaminsta
tiðindalindin á Norðurlöndum, svo
sem fyr segir, og skal sízt neitt af
henni dregið yfirleitt. En un; oss hér
á hólmanum, sem er svo nauðalitill í
slíkra stórvelda augum, mun við eiga
um hana hið fornkveðna:
Sú vitleysa er ekki til, er til vor
kemur, íslendinga, sem eigi sé hægt að
teija Dönum trú um.
Þeir virðast hafa rent niður öllum
þeim fjarstæðum og bábiljum, öllu
því níði og öllum þeim rógi, er þeim
hefir verið h j á 1 p a ð um á þá lund,
sem nú var mælt.
Fréttaskeytið, sem hér segir frá og
Ritzau hafði þó ekki fulla lyst á, er
svo látandi: *
Ovationerne for Ministeren, som Re-
geringskontoret(l) omtaler, indskrcenker
sig til Spetakler Jra en Samling Gade-
drenge, som havde samlet sig paa Mi-
nisterens Trapper Jor at overdöve Taleren
paa Torvet.
Þetta er á íslenzku (ieturbreyl. eftir
ritstj.):
Fagnaðaratlotin við ráðgjafann, sem
stjórnarskrifstofan(?) talar um, voru
ekki annað en ólœti úr gðtu-
strákahóp, sem höfðu safnast
saman á dyrariðinu hjá ráðgjafanum,
til þess að taka yfir róm ræðu-
mannsins á torginu.
Þarna komast þeir að, en ekki
lengra, mun mega gera ráð fyrir úr
þessu.
Þetta, um ræðumanninn á torginu,
sem götustrákarnir við dyrnar hjá
ráðgjafanum hafi ætlað að bæla niður,
kæfa það, sem hann sagði, láta það
ekki heyrast — það er harla forkostu-
legt.
Eftir reglunni, að alt má segja Dön-
um, gerir skeytið ráð fyrir, að hægast
verði þeim að hugsa sér ráðgjafabú-
staðinn við höfuðtorg bæjarins, og
því hafi það verið þjóðráð af götu-
strákunum, að safnast þar saman með
ópi og óhljóðum og reyna þetta: að
láta ekki heyra til ræðumannsl
Það er kunnugra en frá þurfi að
segja, að það vissi sama sem öll
Reykjavík, hvað gerðist þenna sunnu-
dag, 28. nóv., og aðdragandann að
því.
Almenningur vissi um tilraunirnar
undanfarna daga að koma á almenn-
um mótmælafundi út af bankastjórnar-
afsetningunni, — hve herfilega þær
fóru út um þúfur.
Og svo loks þetta, að ekki fyr en
undir morgun sunnudagsnóttina (kl. 4)
tókst forsprökkunum loks að etja
veslings Knúti út á foraðið, láta hann
krönglast upp á pípnahlaðann á Lækjar-
torgi og garga þar upp úr sér ræðu-
stúf, sem ónefndur dánumaður auð-
sjáanlega hafði í hann látið, fyrir á
að gizka 70—80 svo nefndum »fund-
armönnum*, en konum og börnum
og ýmsum fleiri standandi álengdar
og horfandi á þetta eins og einhvern
skripaleik, án þess að heyra nokkurn
skapaðan hlut né vita, hvað var urn
að vera.
Og þá »herförina« suður Tjarnar-
brekku með »drenginn« í fararbroddi,
hverfandi þar með alt sitt lið inn í
mannþyrpinguna, sem fyrir var suður
við ráðgjafabústaðinn, og geta engan
skapaðan hlut gert annað en rekið
upp skræk við og við, sem átti að
vera óbænir yfir ráðgjafanum, en kafn-
aði alveg innan um fagnaðaróp mik-
ils meiri hluta þeirra, er létu málið
til sín taka. Liðsmunur að ráðvandra
manna dómi viðstaddra einhverstaðar
milii 5 móti t eða 10 móti 1, sem
fleiri voru ráðgjafa megin en hinna,
og það sízt lakara mannval, þ ó a ð
sjálfur »húsbóndinn« og hans þægustu
fylgiliðar (j. Ól. og Múla-Jón) væru
hinna megin, þ. e. minnihlutans.
Og loks hreystileg framganga Zölln-
ers-agentsins, sem gera skyldi grein
fyrii erindinu: honum margboðið inn,
og hjálpað til að komast inn, en fer
ekki, er til kemur, og fær svo bágt
á eftir hjá »húsbóndanum«, og biður
loks lögreglustjóra fyrir skjal til af-
hendingar, svo greiðlegasem það tókst,
og öllu hinu hlægilega bauki daginn
eftir að koma því af sér, í stað þess
að láta aðra eins markleysu ganga
rétta boðleið: alvanalega póstbréfaleið.
Því líkt endemi! Því lík lokleysa!
Því lík sneypuför!
Og þessu öllu, öllum þessum óför-
um, hyggja þeir félagar sig munu geta
leynt fyrir »d ö n s k u m ö m m u«
og láta hana ímynda sér að alt annað
hafi gerst en var, með því að láta
einhvern ófeimnasta bófann, er þeir
gátu í náð, síma henni fyrgreint
skeyti!
Hvenær skyldu þessir piltar vita sig
hafa bitið höfuðið af allri skömm?
Haukur.
Vedrátta
vikuna frá 12. des. til 18. des. 1909.
Rv. íf. Bl. Ak. Gr. Sf. Þh.
Sunnd. 0,8 0,0 -1.0 -4,0 -4,f -0,2 3,1
Mánud. 4.8 8,0 6,0 7.0 2.0 7,0 8,8
J*ri<Vjd. 7.4 58 9.2 10.8 7.0 133 7,0
Miðvd 8.1 2.6 6,2 8,0 9 2 7,7
Fimtd. 1,0 -2,2 -0,1 -08 -4.0 3,4 6,8
Föstd. —6.0 —4.7 —6,5 -5,0 -10 5 —6,8 —1,4
Lans:d. -9.0 —9.0 -9.9 -9.0 -12,0 -A8 -7,8
Rv. == Reykjavík ; íf. = Isafjörður;
Bl. = Blönduós; Ak. = Akure.yri;
Gr. = Grimsstaöir; Sf. = Seyöisfjöröur;
Þh. »= Þórshöín i Færeyjum.
Um verzlunarsamband
milli Svíþjóðar og íslands hef-
ir hinn ágæti talsmaður vor í Upp-
sölum, dr. Ragnar Lundborg ritstjóri,
ritað mikið laglegan bækling og fróð-
legan.
Höf. ber þar fyrst saman viðskifta-
veltuna íslands og annarra landa þeirra
í milli annars vegar og Svíþjóðar hins
vegar við önnur lönd 20 ára tímabil-
ið 1887—1907, og sýnir fram á, að
vöruútflutningur frá Sviþjóð hefir lítið
meira en tvöfaldast og aðflutningur
orðið 2l/z sinnum stærri; en á íslandi
hafa þær sömu tölur nær f i m f a 1 d-
a s t — hækkað úr rúmum 3 og tæp-
um 4 milj. kr. upp í 14^/2 milj. og
20 milj. Hann segir, að útflutning-
ur á innlendum varningi hafi 1907
verið tiltölulega um 87 af hdr. stærri
en Svíþjóðar og innfl. um 97 af hdr.
umfram það er gerðist þar: voru á ís-
iandi 181 kr. á mann hinar útfluttu
móts við 97 kr. á mann í Svíþjóð og
innfluttar 250 kr. á mann hér móts
við 127 kr. f Sviþjóð.
Af vörum þeim, er ísland fær frá
Svíþjóð kveður langmest að trjávör-
um — þær námu rúmum 88.000 af
rúmum 300.000 alls árið 1907. En ísl.
vörui, er til Svíþjóðar fara, eru nær
eingöngu fiskur, sem sé fyrir 1605400
kr. af alls 1608000.
Lundborg blöskrar, að af hinum miklu
vörum, sem íslendingar hafi að miðla
öðrum þjóðum, skuli ekki meira en
sem svarar tæpum ^/so hluta eða ekki
fullri Vs milj. flytjast til Svíþjóðar;
en aðfl. vörur til Svíþjóðar eru alls
frá öðrum löndum um 682 milj. kr.
Höf. mælir mjög fastlega með þvi,
að Svíar komi sér upp heimansend-
um konsúl á Islandi, eins og Norð-
menn hafi gert og Frakkar þar áður.
Telur það vera stórmikils vert til að
auka viðskifti Svía við ísland, er hann
vill láta róa að öllum árum.
Jólabókin.
1.
Útg. Árni Jóhannsson og
Theodór Árnason. önten-
berg. Rvlk 1909.
Að líkindum fyrsta »jólabókin«
á islenzku, að fráskildum »jólablöð-
um« einstöku blaða og tímarita. Kver
þetta, 47 bls., er sjálfstæð jólabók,
með »jólaefni«, d: efni, er vekur
djúpar og alvarlegar hugsanir í sam-
ræmi við jólin og jólsendurminning-
arnar, sem »eru mörgum hinar allra
kærustu, og Jólabókin á að stuðla að
því að varðveita þær og auðga«, segja
útg. í formálanum. — Tilraun þeirra
með bók þessari er því lofsverð mjög,
og takmarkið fagurt. Hér á landi er
því miður ekki gert mikið i þá átt
að vekja jólahugsun og veita jóla-
gleði. Enda er jólagleði fjöldans fólg-
in í mat og drykk einum og margra
i ofáti og ofdrykkju, veizlum, gleði
og glaum, er svæfir hug og hjarta,
en veitir hvorki gleði né frið. Og
þó er enginn tími ársins eins vel
fallinn til að vekja djúpar hugsanir og
hreyfingar i mannshjarta og einmitt
um jólin, lyfta huganum yfir daglegt
starf og strið á þær brautir, er manns-
andinn þráir og verður að fara, ef
sæll á að verða.
Erlendis er mesti urmull af jóla-
bókum á ári hverju, stórum og smá-
um, skrautlegum með fjölda mynda
og fjölbreyttu efni bæði fyrir börn og
unglinga og fullorðna. Fjöldi þeirra
eru algerð skrautrit og hin bezta jóla-
gjöf,
I jólabók þeirra feðganna A. J. og
Th. A. eru að eins tvær sögur eða
réttara jólaajintýri, og bæði þýdd ; eru
þau eftir tvonafnkunna höfunda danska,
Ingeborg Marie Sick og Carl Ewald,
og eru bæði gullfalleg og auðug af
diúpum og fögrum hugsunum, óvaua-
lega fögrum hér á landi, svo eg býst
jafnvel við, að margir njóti þeirra eigi
til fulls, einmitt þess vegna. Eru þau
þó ljós og skýr. Það' er fagur og
djúpsær skáldskapur í báðum, og sterk-
ur jólablær. Glögg og skilningsrík
lýsing á þrá mannlegs hjarta eftir
friði og sælu, er heimurinn eigi getur
veitt.
Fyrra æfintýrið, Jólastjarna Edessu-
borgar, er skrautbúið mjög, orðskrúð
og hugsjónafegurð mikil, sem aust-
rænu æfintýri sæmir, og er því þýð-
ingin fyrirtaks góð, hvern veg sem á
hana er litið. — Eg hefi margt fag-
urt jólaæfintýri lesið um dagana, og
þó var þetta æfintýri mér meiri and-
leg nautn en fjöldamörg önnur, — ef
til vill af því, að búningurinn var ís-
lenzkur.
Hitt æfintýrið Jólin eftir Ewald er
hugðnæmt mjög og þrungið af djúpri
kristilegri hugsun — þó hún komi ef
til vill eigi heim við skoðanir trú-
bragba.flokkanna. En »kentiing« æfin-
týrsins er fögur og heilbrigð og eftir-
breytnisverð fyrir alla trúbragðaflokka:
Allir leita að lokum »meistarans«,
jólagestsins ókunna. Allir prá hann
og verða að finna hann aftur. í
þeirri prá og þeirri leit mætast allir
og verða jafningjar. Biskupinn (þjóð-
kirkjan), presturinn (heimatrúboðið),
lögregluþjónninn, drykkjumannsræfill-
inn, hefðarkonan, sem var þjófur o.
m. fl. Þá höfðu allar kirkjukiukkur
sameginlegan boðskap að færa þeim
öllum, hvers flokks sem þeir voru.
------— Það er kristindómur!-----------
Þetta mun nú annars þykja alllang-
ur ritdómur um »litla« bók. En þó
vildi eg, að eg gæti haft hann enn
lengri, því að eg hefi fundið fegurra
og meira efni i þessum tveim æfin-
týrum, heldur en í mörgum þykkum
skáldsögum og ritverkum.
Helgi Valtýsson.
Mlspreutast i fáeinnm eintölum af
þessu blaði, i öðrnm dálk 12. línu n. —
stjórnarandstæðinga, á að vera andstæðing-
ana.
Hátíðamessurnar. Sd breyting verð-
nr á hátiðamessunum i frikirkjunni, að i
stað frikirkjuprests prédikar á aðfangadags-
kvöld cand. theol. Brynjólfur Magn-
ú s s 0 n.
Utanáskrift viOskiftaráðunauts-
ins er Jungfernstieg 25. Hambnrg, e k k i
Jnngferm — eins og misprentast hafði í
síðasta blaði.
Fundnr
Hafnardeildar Bókmentafélagsins.
Ársfundur deildarinnar var haldinn
mánudaginn 29. nóvbr. 1909. For
seti lagði fram endurskoðaðan reikn-
ing fyrir árið 1908. Tekjur deildar-
innar höfðu verið á árinu kr. 6522 90,
útgjöld kr. 5565.72. í sjóði voru
við árslok kr. 23477.04. Reikning-
urinn var samþyktur umræðulaust.
Þá skýrði forseti frá bókaútgáfu fé-
lagsins á liðna árinu. Reykjavíkur-
deildin hefði gefið út Skírnir 82 ár,
Islenzkt fornbréfasafn VIII. 3 og
Sýslumannaæfir Boga Benediktssonar
III. 4 Hafnardeildin hafði gefið út
Lýsingu íslands eftir Þorv. Thorodd-
sen I. 2, Safn til_ sögu íslands IV. 2
og Æfisögu Jóns Ólafssonar Indiafara I.
í ár væri gefið út af Reykjavíkurdeild-
inni: Skírnir 83. ár, ísl. fornbréfa-
safn IX. 1 og Sýslumannaæfir Boga
Benediktssonar IV. 1, af Hafnardeild-
inni: Lýsing íslands eftir Þorv. Thor-
oddsen II. 1, Safn til sögu íslands
IV. 3, Æfisaga Jóns Ólafssonar India-
fara II. og Islendingasaga eftir B. Th.
Melsted II. 3. Bókaútgáfan hefði
verið mun meiri en undanfarin ár.
Næsta ár yrðu hér í deildinni engin
ný rit gefin út, en einungis framhald
áður samþyktra rita.
Þá skýrði forseti frá ástæðum fyrir
fresti ársfundar. Hann gat þess, að
stjórnin hefði sent í haust fyrirspurn
til félaga í deildinni viðvíkjandi heim-
flutningsmálinu. Meiri hluti deildar-
manna hefði verið heimflutningi mót-
fallinn, í Ameríku hefðu 21 verið með
heimflutningi, 22 á móti, í Danmörku
10 með, 25 móti, í öðrum löndum
1 með, 21 móti,_ alls 32 með, 68
móti. Félagið Argalinn í Ameríku
hafði sent skriflega fundarályktun gegn
heimflutningi, sem forseti las upp.
Þá fór fram stjórnarkosning. Stjórn-
in var endurkosin: Forseti próf.
Þorvaldur Thoroddsen, féhirðir GIsli
Brynjólfsson læknir, skrifari Sigfús
Blöndal undirbókavörður við konungl.
bókasafnið, bókavörður Pétur Bogason
stud. med. & chir. í varastjórn voru
kosnir: Varaforseti mag. Bogi Th.
Melsted, varaféhirðir Þór. E. Tulinius
stórkaupmaður, varaskrifari Stefán G.
Stefánsson cand. jur. og varabóka-
vörður Vernharður Þorsteinsson stud.
mag. Endurskoðunarmenn voru kosnir
þeir Stefán Jónsson stud. med. & chir.
og Jónas Einarsson stud. polit. — 30
nýir félagar voru teknir inn á fund-
inum.
Ofanritaða skýrslu hefir ísafold
fengið senda frá stjórn Hafnardeildar-
innar. En úr privatbréfum frá Höfn
er sagt svo frá kosningunum, að Þor-
valdur prófessor Thoroddsen hafi beitt
allmegnri hlutdrægni. Hann hafði ó-
gilt einn atkvæðaseðil fyrir þær sakir,
að ekki stóð nafn kjósanda aftan á
honum. En það ákvæði var ekki
gert heyrinkunnugt fyrr en nefndur
kjósandi var genginn af fundi. Því
næst leyfði forseti einum manni, er
á fundinn kom, eftir að atkvæðaseðlar
voru hirtir, að kjósa, en neitaði öðr-
um að kjósa, er kom ofboð lítið
seinna, en þó, áður en atkvæði voru
upplesin. En, segir í bréfunum,
báðir mennirnir, sem ekki fengu að
njóta atkvæðis síns, veittu Gísla
Sveinssyni fylgi til forsetakosningar,
en sá eini, er fekk það, Þorvaldi
prófessor. Með þessari aðferð náði
Þorvaldur jafnmörgum atkvæðum og
Gísli og úrskurðaði þá, að hann sjálfur
\ æri kosinu. En fylgismenn Gísla segja,
að hann hefði, ef hlutdrægnislaust
hefði verið farið í sakirnar, haft 2
atkvæðum fleiri en Þorv. og því að
réttu lagi átt að verða forseti félags-
ins.
Skræiingjafélagið.
Stjórn Skrælingjafélagsins sendi 21.
þ. mán. svofelt símskeyti til ísafoldar:
Fundarályktun íslenzkra stúdenta
röng og villandi. Nákvæm skýrsla
seinna.
Stjórn Atlantseyjafélags.
Þess ber að geta, að fundarályktun
sú, er ísaf. birti í seinasta blaði var
frá almennum íslendingafundi, en ekki
stúdentafundi. Ef til vill á símskeytið
því við einhverja ályktun, sem ekki
hefir borist hingað enn.
— Vér skulum að öðru leyti eng-
an dóm leggja á þetta mál. íslend-
ingar í Höfn gera óefað hreint fyrir
sínum dyrum, þegar þar að kemur.
Svar til blaðsins Iugólfs.
Úr því Ingólfur sýnist ekki ætla að
halda því til streitu, að eg hafi verið
samtímis á tveim stöðum suður við
ráðgjafahúsið þ. 28. f. m., meðan
mannfjöldinn vnr þnr, þá tel eg mér
nægja það svar til blaðsins, að birta
nokkrar yfirlýsingar um það, sem fram
fór á tröppunum og mér kemur við,
frá mönnum, sem voru þir allan tím-
ann við handriðið og tröppurnar og
voru sjónar og heyrnarvottar að öllu,
sem fór fram, frá því er fólkið kom
þangað og til þess, er það fór þaðan
aftur.
Mér hefir heldur verið ráðið frá,
að eiga þessar yfirlýsingar undir ráð-
vendni ritstjóra Ingólfs og bið eg því
Isafold fyrir þær:
Við undirritaðir vorum staddir við ráð-
hciraliúsið þ. 28. uóv. og stóðum þar við
tröppurnar allan þann tíma, sem mann-
fjöldinn var þar i kring og sknlum við lýsa
yfir því, að við heyrðum Þorstein Erlings-
sou hvorki tala þar þan orð, sem blaðið
Ingólfur hermir eftir bonum, né neitt ann-
að 1 þá átt. Við heyrðum það eitt, að
hann mæltist til, að fá að komast með barn
sitt nr þrönginni.
Reykjavik, 15, desember 1909.
Guðmundur Jakobsson. Sigurj. Péturss.
P. J. Torfason. Jón Thorarensen.
Eg undirritaður var staddur við ráð-
herrahúsið, á tröppunum þar eða við þær,
allan þann tíma, sem mannsöfnuðurinn var
þar þ. 28. f. m. Eg varð var við það, er
Þorsteinn Erlingsson gekk npp tröppnrnar,
og var það eftir, að mannfjöldinn hafði
margsinnÍ8 fagnað ráðherra Birni Jónssyni
með húrrahrópnm. — Eg heyrði Þorstein
Erlingsson aldrei segja þau orð, sem blaðið
Ingólfur hermir upp á hann þ. 9. þ. m.,
né neitt i þá átt, né neinn annan fara
bónarveg að mönaum um, að fagna ráð-
berranum.
Reykjavik, 15 desember 1909.
Jakob Möller,
stud. med.
Út af ummælum bl. Ingólfs um Þorstein
Erlingsson, finn sg ástæðu til að votta
það, að eg var sjónarvottur að þvi, þegar
Þoríteinn Erliugsson gekk inn til ráðgjafa
úr mannþrönginni 28. f. m., og var það
eftir að ráðgjafi var tvibúinn að koma út
á svalirnar og tala til fólksins og bjóða
því tvivegis góða nótt.
Reykjavik, 20. desember 1909.
Ben. S. Þórarinsson.
Rvik 21. desember 1909.
Þorsteinn Erlingsson.
Nýr íiðluleikari.
í veitingasalinn í Hótel Island er
nýkominn fiðluleikari erlendur h r.
Oskar Johansen. Hann er bú-
inn að leika þar nokkur kvöld og
hefir jafnan verið húsfyllir þar síðan
— og meira en það. Maður þessi er
og miklu betur að sér í þessari list,
en vér eigum að venjast hér á landi
og því margfaldlega þess verður, að
á hann sé hlustað'. Oss brestur sér-
þekkingu til þess að dæma með rök-
um um listfengi hans, getum að eins
svona frá »almennu sjónarmiði« sagt,
að það nr mikil unun að hlusta á
hann. Máske Linbúi(!) vilji leiða oss
í allan sannleika um þessi efni ?
Jungfrú Kristrún Hallgrímsson leik-
ur undir fiðluspilinu — smekkvíslega,
eins og hennar var von og vísa.
Hr. Oskar Johansen býður kensiu
í fiðluspili. — Það ættu bæjarbúar að
nota sér.
Sakamálsrannsókn
er nýhöfðuð gegn manni á Akur-
eyri, Birni Líndal málaflutningsmanni
og ritstjóra. Hann hafði verið sett-
ur þar sýslumaður um tíma sumarið
1907, meðan sýslum. Guðl. Guðmunds-
son var á þingi, farið ferðir til að eiga
við landhelgisseka Norðmenn m. m.
og látið borga sér býsnavel úr lands-
sjóði, eftir fylgiskjalalausum reikningi.
Nú hefir komið kæra fiá formanni á
gufuskipi (Perwie), er flutti hann og
menn með honum eitthvað út Eyja-
fjörð og hann lézt hafa greitt vel
fyrir, bæði fargjald og annað, um
að sá reikningur muni vera til
búinn alveg út i loftið; hann hafi
verið fluttur ókeypis og þeir félagar.
Og orð leikur á, að eitthvað muni
hafa verið fleira miður hreint í þeim
reikningum, sem kallað er.