Ísafold - 15.01.1910, Blaðsíða 3
Í8AÍ OLD
9
Leiðrétting*.
í Þjóðólfi 14. þ. m. er gefið í
skyn, að landsstjórnin hafi kveðið upp
úiskurð um það, að herra Tryggva
Gunnarssyni bæri að greiða eftirlaun
úr Landsbankanum með fyrirvara, sem
þar er nefndur.
Þetta er misskilningur, því lands-
bankastjórarnir hafa einir og á eigin
ábyrgð ákveðið að greiða lífeyri þenna
fyrir janúarmánuð, með fyrirvara.
Reykjavik 15. janúar 1910.
Björn Kristjánsson. Bjórn Sigurðsson.
Blöðin.
Mikil breyting hefir orðið nú
um nýárið í blaðastjórn bæjarins.
Rvikin er losnuð við 100 daga rit-
stjórann, J. Ól. sem ábyrgðarmann.
Víð þvi starfi er tekinn Stefán Run-
ólfsson, áður ritstj. Hauks Fjallkonan
flytur hingað til bæjarins úr Hafnar-
firði. Hana hefir hr. alþm. Benedikt
Sveinsson keypt og tekur nú við rit-
stjórn hennar. Fyrsta blaðið kemur
út á morgun (sunnud.). — Þá hefir
loks Þjóðólfur skift um ritstjórn — og
stjórnmálaskoðanir um leið. Hinn nýi
ritstjóri er Pétur Zóphóníasson, áður
bankaritari. — Væri það til of mikils
mælst, að hinn nýi ritstjóri Þjóðólfs
léti heimildarinnar getið, er hann prent-
ar fréttir orðréttar upp úr öðrum blöð-
um, eins og hann hefir t. d. gert í
blaðinu í gær. Þar er langmestur hluti
fréttanna prentaður orðrétt upp úr mið-
vikudagsblaði ísafoldar.
Slys.
Tveir menn í Borgarfirði eystra
fórust þ. 9. f. mán. í snjóflóði: Sveinn
Gunnarsson frá Húsavik og Björgvin
Guðnason, austfirzkur. (Norðurl.).
Trier konungkjörinn.
(Simfregn frá Khöfn 14. jan.),
Herman Trier var lengi fólksþing-
maður í Danmörku, en féll við sein-
ustu kosningar. Nú er hann orðinn
konungkjörinn þingmaður í stað H,
N. Hansens konferenzráðs, sem er
nýdáinn. Konferenzráð Hansen var
einn Dananna í millilandanefndinni
og sat í undirnefndinni, er bjó Upp-
kastið úr garði, með þeim Lárusi og
Jóhannesi og Chr. Krabbe. Hann var
áður lengi borgarstjóri í Kaupmanna-
höfn og nokkur ár forseti landsþings-
ins. Hann varð 74 ára.
Botnvöi pungarnir
Jón forseti og Mars seldu seinasta
fiskfarminn allvel, hinn fyrri á nær
91/2 þús., en hinn síðari á rúm 7 Va
þús. — enda er hann allmiklu minni.
— Mars fór í gær vestur á fjörðu til
veiða, og fer að likjndum þaðan beina
leið til Bretlands.
Paulhan loftfari
hefir nýlega komist hærra í loft-
skipi en nokkur annar sem sé 4600
fet, hermir símfregn frá Khofn í
gærkveldi.
„í krÍDgum bæinn minn“.
Hugleiðingar um ræktunarfyrirtæki
ungmennafólaga.
Enginn getur neitað því, að áhugi
manna fyrir ræktun landsins hefir
aukist mikið á síðari árum. Meira
mun rætt um skógrækt garðrækt og
túnyrkju en áður, og leiðir þær, er
menn fara til þess að auka þetta hvert
fyrir sig eru margar nýjar, áður ó-
kunnar oss Islendingum. Hætt er þó
við að mörgum fari sem þeim, er
er staddur er á vegamótum og veit
eigi hverja leið honum er bezt að
halda. Ef til vill ratar hann af hend-
ingu á rétta leið. Ef til vill á aðra,
sem liggur að vísu að takmarkinu, en
er lengri og örðugri. Ef til vill kemst
hann inn á braut, sein liggur í öfuga
átt við þá, sem honum var bezt að
halda, og þegar hann eftir langan og
erfiðan gang kemst að sannleikanum,
þá leggur hann máske árar í bát og vildi
helztað hatin hefðialdreilagtafstað, þótt
tími væri nægur til nýrrar farar.
Stundum hættir mönnum og við að
hlaupa í gönur Þeir halda að þar
sé eitthvað, sem ekkert er. Öðrum
hættir við að gera sér i hugarlund að
leiðin að ákveðnu takmarki sé svo stutt
og greiðfær, að hún verði farin á
nokkurnm vikum eða mánuðum. Þeir eru
sprettharðir fyrst í stað, en þegar
lengra líður frá, og vegurinn fram-
undan þeim er enn jafnlangur og í
upphafi eða jafnvel orðinu lengri í
augum þeirra, þá dregur úr þeim og
þeim þykir það ekki svara kostnaði
að halda áfram.
Æskumönnunum er einkum brugð-
ið um það, að þeir fari svona að, og
það eigi sízt síðan Ungmennafélögin
fóru að láta bera á sér hér á landi.
Eg, sem þetta rita er Ungmennafélagi
og er mér vel kunnugt um álit ýmissa
manna á félagsskap vorum. »Þið
ætlið að rækta tún, gera skíðabrekkur og
matjurtagarða og viljið vera alt í öllu
en eruð ekkert i neinu. Og segðu
mér svo eitt. Hvað ætlið þið »að
hrúga« upp miklum skógi fyrir þess-
ar 2000 kr. sem þið fenguð hjá þing-
inu í fyrra?« Þannig fórust ein-
um kunningja minum orð eigi alls
fyrir löngu og svona veit eg, að fleiri
hugsa. Eg fann að misskilningur
manns þessa var meiri en svo, að eg
gæti leiðrétt hann þá í svip, en urð
hans urðu mér umhugsunarefni —
aðdragandi þessarar greinar. Gat ekki
etthvað verið satt í því, sem hann
sagði ? Eg vissi ekki og veit ekki
enn. En mig langar til að segja þér,
samfélagi góður, hvað eg held, að
við ættum að gera til þess að leið-
rétta misskilning þann, er margir hafa
á starfi okkar, einkum einum lið þess,
skógrcektinni.
Þú hefir heyrt þessi orð: Island
SKÓgi vaxið tnilli fjalls og fjóru á pess-
ari öld. Það á að vera heróp cesku-
lýðsins. Þau eru aftan við bækling-
inn um skógrækt, er formaðurinn
okkar gaf út. Stór orð og mikill
kjarkur er á bak við þau. En láttu
þér ekki verða bilt við, þótt eg hafi
þá skoðun, að þau séu ofstór, þótt
eg segi blátt áfram og hiklaust: ís-
land verður ekki skógi vaxið milli
fjalls og fjöru á þessari öld, þótt það
sé heróp æskulýðsins. Mér er kunn-
ugt um, að þessi orð eru nær sanni
en orð formannsins. Eg veit, að það
þarf miklu lengri tíma til að rækta skóg
milli fjalls og f]öru á íslandi en
heila öld, Eg held líka, að við höfum
enn sem komið er svo litla reynslu
í skógrækt að við getum ekki í raun-
inni byrjað á henni i ríkum mæli nú
þegar. Við eigum og verðum fyrst
að afla okkur reynslunnar, þeirrar
reynslu, sem við getum örugg bygt á
og hana fáum við með þvf að byrja
í smáum stíl f kringum baina okkar.
Má eg nú áður en við höldum
lengra út í þetta mál spyrja þig um
eitt: Er nokkur matjurtagarður heima
hjá þér? Ef svo er ekki þá reyndu
umfram alla muni að koma honum
upp. En sé hann nú til, þá skaltu
fá pabba þinn til að stækka hann eða
gera það sjálfur, ef þú ert búandi.
Þú skalt reyna að koma svo ár þinni
fyrir borð, að heimilið þitt hafi nóg
af jarðarávöxtum alt árið og geti auk
þess selt jarðarávexti til kaupstaðanna
og notið góðs af sölunni. A þenna
hátt eykur þú framleiðsluna á afurð-
um landsins vinnur þarft verk. Svo
skaltu líka fá bændurna í kringum
þig til að gera það sama. Þú verður
að sýna þeim fram á, hversu mikil
smán það sé fyrir oss íslendinga að
kaupa t. d. jarðepii fyrir margar þús-
undir króna árlega frá öðrum lönd-
um, þar sem full vissa er fengin
fyrir því, að þau geta eigi síður vax-
ið hér, en víða annarsstaðar í heim-
inum. Þú verður að benda þeim á
það, að takmarkið, sem þjóðin á að
keppa að í þessu efni er það, að fram-
leiðsla jarðepla í landinu sjálfu aukisl
svo, að flytja megi a. m. k. eins mik-
ið út af jarðeplum með tímanum og
nú er flutt inn. Minna má það alls
ekki vera. Og þú skalt benda þeim
á búdrýgindin, sem jarðeplaræktin t.
d. hefir í för með sér og ágóðann, sem
hún gefur af sér að cðru leyti. Svo
skaltu að lokum sýna þeim landið,
sem ónotað er í kringum bæina þeirra.
Vilji þeir nú ekki láta sannfærast um
að það sé rétt sem þú segir, eða séu
þeir sannfærðir um það, en vilji ekk-
ert vinna til að auka framleiðslu jarð-
arávaxta i landtnu og þá um leið
dugnað og framtakssemi, þá verður
þú að fá félaga þína til þess, að sýna
þeim það í verkinu, að þú hafir á
réttu að standa.
Við megum ekki hætta fyr en við
höfum sannfært alla góða bændur og
vonda líka um það, að það sé gróða-
vegur að rækta meira af jarðarávöxt-
um hér heima í landinu okkar, og að
hitt sé smán að þurfa að flytja þá inn.
Og þetta getum við með þvi að taka
saman höndum mörg í hóp, fá okk-
ur land, og byrja að rækta þar jarð-
arávexti. Svo seljum við bændum af-
urðirnar,eðakaupmönnum, og njótum
góðs af sölunni. Ef einhver skyldi
segja, að við séum ekki fær um þetta,
þá svara eg því svo, að við séum þá
ekki fremur færir um að leggja út í
skógrækt. í henni höfum við enga
reynslu, en í þessu höfum við
reynslu margra manna á undan okkur
og getum því óhikað byrjað og haldið
áfram. Eflaust munu fleiri á eflir fara,
ef vel tekst. Svo getum við lika geng-
ist fyrir því, að meiri samvinna komist
á, meðal þeirra manna, er rækta vilja
jörðina á þenna hátt. Einkutn getum
við í kaupstöðunum sumum, þar sem
nóg er landrýmið, en lítill vilji, feng-
ið menn til að leggja meira af mörk-
um til garðræktar, stofnað hlutafélög,
er vinni að því o. s. frv.
Á þenna hátt gætum við unmð
ómetanlegt gagn, þvi að þannig er
því farið um oss Ísíendinga, að það
er oft ekki nema litið eitt, sem þarf
til þess að koma einhverju af stað
— ofurlítil samtök — dálitill kraft-
ur — og sá kraftur getur komið
frá okkur. Eg er viss um, að árang-
urinn af þessu starfi okkar yrði mikill
áður en mörg árin liðu, og auk þess
gæti ágóðinn af matjuitasölunni gert
okkur miklu greiðari gönguna, er við
leggjum út á löngu brautina, sem
framundan okkur er — skógræktar-
brautina, þvi að á þenna hátt gætum
við breytt bæði vinnu okkar sjálfra
og félaga okkar i peninga — aflið
sem okkur vantar svo tilfinnanlega.
En nú skulum við aftur vikja að
skógræktinni. í kringum flesta bæi á
landinu okkar eru tún. Þér þykir
prýði að þeim og innilega þykir þér
vænt um túnið heima hjá þér, ef þar
er tún. En þegar þú horfir heim á
islenzkan sveitabæ, þá finst þér þó
eitthvað vanta, þrátt fyrir blessuð tún-
in. Þetta, sem vantar, eru fagrar hrísl-
ur, þéttir runnar, sem gætu dregið úr
næðingunum og veitt skjól i storm-
um og hríðum. Hefir þú aldrei séð
eins og i hillingum hríslur og runna
eða jafnvel stór tré í kringum bæinn
þinn? Langar þig ekki til þess að
það yrði með timanum ? Veiztu hvað
eg vildi gera að herópi, sem mér fynd-
ist fullsæmilegt? Það er svipað her-
ópi formannsins okkar og hljóðar svo:
>Skógur í kringum hvern islenzkan
sveitaba á pessari öldt.
Mér hefir æfinlega fundist skógana
vanta ikringum islenzku sveitabæina, og
eg hefi hugsað mér, að gera mitt ítr-
asta til þess að rækta skóg i kringum
bæinn minn, þegar eg fer að búa í
sveit. Þetta skaltu líka gera. Þú get-
ur byrjað smátt. Fáðu þér í vor
nokkrar plöntur af trjátegundum þeim,
sem vissa er fyrir að lifa hér, t. d.
ribsi, furu, reynivið, birki og víði.
Settu þetta niður á góðum stað við
bæinn þinn. Þú getur haft leiðarvísi
formannsins til hliðsjónar. Fáðu
fleiri til að gera það sama. Svo get-
ur þú líka fengið þér falleg íslenzk og
útlend blóm og gróðursett þau. En
þú mátt ekki missa kjarkinn, þótt
eitthvað deyi af þessu hjá þér. Það
kemur svo oft fyrir. Og veldu umíiam
alt harðgerðar jurtir og bráðþroska.
Svo skaltu jafnan hafa vakandi auga
á þessu og áhugi þinn verður að fara
vaxandi, en ekki þverrandi. — Sjáðu
hvernig blessuð trén teygja sig upp i
ljósið og breiða út limið, þótt lítið
sé, og eg segi þér það alveg satt, að
þú fagnar hverju smáblaði, sem kem-
ur út á vorin, eins og það væri góð-
ur vinur þinn, og líf jurtarinnar verð-
ur smámsaman þáttur úr lífi sjálfs
þín.
Þú getur nú haldið þessu áfram
unz þú hefir gróðursett í kringum
allan bæinn, og vertu alveg viss um
það, að þótt vöxturinn sé lítill fyrstu
árin þá er eigi að síður undurmikil
gleði fólgin í því að vita, að jurtirnar
lifa.
Þegar þú og félagar þinir hafa far-
ið þannig að í nokkur ár, þá hafið
þið fyrst og fremst fengið fé af sölu
jarðarávaxta, reynsfu fyrir því að sam-
vinnan má sín mikils, dálitla reynslu
i skógrækt og enn meiri löngun til
þess að vinna að henni en áður. Þá
getið þið byrjað i ríkum mæli að
gróðursetja tré, allir'og öll saman í
einum hóp, og þið skuluð æfinlega
hafa það hugfast að ísland á að verða
skógi vaxið milli fjalls og fjöru.
Þegar þú svo litur heim að bæn-
um þínum ofan úr hlíðinni eða utan
af túninu, finst þér þá ekki fegurra,
skjólbetra og eitthvað svipmeira í
kringum hann? Stærri eru matjurta-
garðarnir og trén, sem eru farin að
teygja sig upp með veggjunum, breiða
út blöðin sin eða barrið og blómin
brosa við þér. Jú. Þar er miklu feg-
urra umhorfs.
Einhver sælurik tilfinning hrifur
þig, þú brosir með sjálfum þér og
hugsar: »Þótt eg lifi naumast svo
lengi, að þau verði jafnhá mér, þá
þykir eftirkomendum minum vænt
um mig fyrir þau, því að jafnvel nú
þegar er fegurra en áður í kringum
bæinn minn.«
Óskar.
Reykjavíkur-annáil.
Bæjarstjórnarkosningarnar: Kjörskráin
liggur frammi i bæjarþingstofunni til at-
hugunar þangað til á laugardaginn kemur.
Munið eftir að gœta að hvort pér eruð
d skránni. Þar eigið þér að vera, ef
þér eruð 25 ára eða verðið það fyrir
29. jan., hafið búið hér i Rvik minsta
kosti siðan 29. jan. 1908, hafið óflekkað
mannorð, eruð ekki öðrnm háð sem hjú og
standið eigi í skuld við sreitasjóð — og
gjaldið eitthvað til bœjarsjóðs. Konnr
kjósenda þurfa eigi að vera fjár sins ráð-
andi (stafi það af hjónabandinu) né greiða
neitt i bæjarsjóð. Gætið vel að og kærið
til borgarstjóra fyrir kl. 12 þ. 24. jan.
Fasteignasaia. Eggert Claessen yfirrétt-
armálfærslumaður fær uppboðsafsalsbréf fyr-
ir Yatnsmýrarbletti nr. 2 fyrir 2125 kr.
Dags. 23. nóv. 1909.
Jón Magnússon bóndi i Krisivik selur
Jóni Jónssyni bónda i Hliðsnesi hús og
landeign á Grimsstaðaholti, nefnda Eyvik,
með tilheyrandi, fyrir 4000 kr. Dags. 16.
nóvbr. 1909.
Markús Þorsteinsson söðlasmiður selur
Kristófer járnsmið Sigurðssyni húseign nr.
9 við Frakkastig með tilh. fyrir 4000 kr.
Dags. 12. jan.
Oscar Johansen, fiðluleikarinn, efnir til
hljómleika með aðstoð fröken Kr. Hall-
grimsson, næstkomandi þriðjudag. Bæjar-
búar mega vera vissir um að fá það kvöld
að njóta betri fiðlulistar en kostur hefir
verið á áður hér í bænum. — Verkefnin,
sem hr. O. J. hefir valið sér þetta kvöld,
eru og að fróðra manna dómi ágætar heims-
frægar lagasmíðar eftir m. a. Hándel, Beriot
og .Tohan Svendsen). Bæjarbúar, er unna
hljómlist ættu ekki að láta þetta tækifæri
ónotað.
Skautakappför Skautafélagsins, sem átti
að verða 22. og 23. jan. verður að iikind-
um frestað vegna hinnar óhagstæðu veðráttu.
------9S&--------
Misprontast hefir í siðasta blaði i
greininni um tugamálsheitin i 10. 1. n. frá
greinarlokum: 10, á að vera 100.
Geta dýr 1 skýrslunum um jarðskjálfta
sagt fyrir Þanrb er eyddi hóraðinu Hel-
jarðskjálfta. á Grikklandi árið 373 f.
Kr., er sagt fraþví, að mys,
moldvörpur og ánamaðkar, með öðrum
orðum d/r, sem hafast við undir yfir-
borði jarðarinnar, hafi komið fram 1
dagsljósið 5 dögum fyrir jarðskjálftann.
Þegar jarðskjálftinn var á Sikiley árið
1783 komu jafnvei sjódýr fram og það
dýr, sem lifa eingöngu á miklu dýpi.
Húsdýr virðast einnig vera næm í jarð-
skjálfta. Árið 1825 flýðu allir hundar
burt úr borginni Tolcahuano í Chile
löngu áður en íbúarnir höfðu minsta
grun um landskjálfta þanti, er í vænd-
um var. Um jarðskjálfta þann, er
eyddi franska bænum Savigne árið
1868, var spáð löngu áður af máfum og
öðrum sjófuglum, sem flugu gargandi í
löngum fylkingum yfir meginlandið. 1
apríl 1905 skildu íbúar indversku borg-
arinnar Lahore ekkert í því, að felmtur
mikill kom upp á meðal fílanna. Það
kom þá jarðskjálfti nokkrum t/mum
seinna og þá fór þetta að vera skiljan-
legt. Náttúrufræðingurinn Humbolt tók
ennfremur eftir því, að krókódílar fóru
burt úr Orinocofljótinu á undan jarð-
skjálftum. Hvernig stendur nú á þessu,
að dýrin finna þetta á sórt Sumir
halda að rafmagn eigi einhvern þátt í
þessu, aðrir trúa á sjötta skilningarvit ið
ellegar þá að þetta stafi af góðri heyrn
og ótrúlegum skjálftanæmleik.
84
»Var það ekki þetta, sem eg sagði
altaf, fröken Falbe«, hrópaði madama
Spáckbom f sárum róm í aðra röndina,
en bældist þó um í hina; »hún
verður hjá mér þangað til hún hress-
ist, en ekki stundinni lengur — sagði
eg — því að eg þekki blóðið — það
geri eg — og nú er mér þar að auki
sagt —, að hann — strékurinn henn-
ar af tataraættinni; ef mig hefði rent
nokkurn grun í það, hefði hann svei
mér aldrei fengið að fylgjast með henni
óheillakvöldið á dögunum«.
•Verið gæti, að hún kæmi aftur«,
maldaði fröken Falbe í móinn.
»Já, hún ætti nú að reyna það!«
hrópaði madama Spáckbom ærið þung-
búin.
»Hvað segið þér • |>ór ætlið þó ekki
alveg að sleppa af henni hendinni.«
»Fari eg í sjóðandi — fröken Falbe
— ef eg ekki geri það eins og eg heiti
Karólína Spackbom ! |>að væri mesta
háðung að vera að hjálpa svona mann-
eskju, sem ekki kann gott að þiggja;
það eru nógir aðrir, sem eiga bágt.«
»Já, en þeir, sem ekki kunna gott
85
að þiggja, eru einmitt mest hjálpar-
þurf.«
»Nei, heyrið þér nú fröken Falbe! I
þessu er ekkert vit; það hendir yður
stundum, að þér eruð altof lærð og klók
— alveg eins og doktor Bentzen; það er
að segja, þór eruð auðvitað tíu þÚBund
sinnum betri í öllum greinum — mað-
ur lifandi — það er enginn samanburð-
ur — bætti madama Spackbom við,
full skelfiugar, yfir því, að hún skyldi
hafa orðið til að bera ágætismanneskjuna
fröken Falbe saman við jafn fyrirlit-
jegt kvikindi eins og doktor Bentzen.
Veturinn var harður, fanst að minsta
kosti fátæklingunum. f>að reið á að
koma sér í mjúkinn við einhverja kon-
una frá góðgerðafélögunum. f>ær veittu
mörgum hjálp, sem kom sér vel.
Sumir voru það, sem ekki báru gæfu
til að höndla hjálpina, og aðrir, sem
hjálpin vildi ekki koma nálægt, þvi að
þar, sem syndin og eymdin lágu í faðm-
lögum, mátti eins búast við að hjálpin
yrði til bölvunar — og synd væri það
að taka brauðið frá hinum bágstöddu,
sem þess eru maklegir og þakka með
tárum og blessunarorðuml
88
sfzt hjá góðgerðakonunum, er voru að
miðla fátæklingum.
Fröken Falbe átti ekki að sér að
vera önnum kafin um jólin, því að
hún var vön — það var ein af hinum
rangsnúnu, undarlegu fyrirtektum henn-
ar — að geyma það litla sem hún
hafði af að miðla þangað til eftir jól-
in. En þenna aðfangadag var hún eigi
að sfður á þönum frá þvi snemma um
morguninn.
Hún leitaði um bæinn þveran og
endilangan; hún var alráðin í því að
hafa upp á Elsu.
í rúman mánuð hafði hún ekki heyrt
Elsu né séð. En þenna dag, er allir
voru glaðir og reyndu að gera sér líf-
ið sem ánægjulegast, gat hún ekki slit-
ið Elsu úr huga sfnum. Hún leitaði
hennar þvi i öllum krókum og kym-
um fátæklingahverfisins
Undir kvöld, er hún var farin að ör-
vænta um að finna Flóna, rakst hún
alt í einu á hana á göruhorni.
Oft hafði Fröken Falbe veitt því
eftirtekt, hversu fijótt fegurð yndi og
æska fer forgörðum hjá þeim, er þræða
81
Hún var svo ung og svo léttlynd,
að hún var ekki að syrgja það lengi,
að barnið fæddist andvana. Og er
hún komst á fætur og fór að vera dá-
lítið á ferli, fanst henni lifið brosa við
sér bjartar, en Ianga hríð áður. Feg-
urð sinni náði hún aftur; augun urðu
gljáandi og útlitið þrifiegt.
Kvöld eitt, rétt eftir að madamau
var farin út að vitja sjúklinga, kom
Sveinn.
Elsa varð dauðhrædd, þvi að ma-
daman hafði haft skýlaus aftök um,
að hún mætti taka á móti honum, fyr
en hún sjálf væri búin að hafa tal at
honum.
En ekki gat hún rekið hann burtu;
ekkert viðlit heldur, að hann hefði hlýtt
henni; nú var orðið svo langt síðan
þau höfðu sézt. Flóin friðaði samvizk-
una með þvi að ásetja sér að segja
madömunni frá öllu, er hún kæmi
heim; það yrði þá að hafa það.
En hún gerði það ekki, þegar á átti
að herða brast hana huginn; og Sveinn
hélt áfram heimsóknum sínum, þetta
tvisvar i viku — helzt á laugardags-
kvöldum.