Ísafold - 10.02.1910, Síða 2
30
ISAFOLD
ir fyrir meðferð þess á sambandsmál-
inu á síðasta þingic
Samþykt með 418 atkv. gegn 17.
Loks talaði ráðgjafi nokkur orð.
Kvaðst ekki sjá ástæðu til að ræða
dagskrána að þessu sinni, þar eð búið
væri að greiða atkvæði um málin, en
kvaðst mundu taka tii máls á næsta
fundi. Ráðgjafi þakkaði að endingu
fundinum traustsyfirlýsinguna og aðr-
ar málaundirtektir.
Fundurinn lauk með því að þing-
hreimur laust upp ferföldu, íslenzku
htirra fyrir ráðgjafa.
Mikill rómur var gerður að máli
allra fundarmanna, nema Lögrétturit-
stjórans.
Annar fundur
mánudag 7. febr. fyrir hinn hluta
bœjarins.
Fyrstur tók til máls ráðgjafi Bj'örn
Jónsson. Ræða hans stóð yfir eina
klukkustund og var á meðan stein-
hljóð í salnum. Ræða hans er prent-
uð á öðrum stað í blaðinu.
Mikill rómur var gerður að máli
ráðgjafa.
Jón Þórðarson kaupm. talaði næstur.
Hann flutti ráðgjafa þakkir fyrir af-
skifti hans af bindindismálinu yfirleitt —
og nú síðast aðflutningsbanninu. Hann
vítti harðlega þá svívirðu, er einstakir
óvandaðir minnihlutamenn vinna þjóð
vorri með einlægum rógburði um
æðsta mann landsins og aðra góða
menn þjóðarinnar úr meirihlutanum.
— Vítti framkomu minnihlutans í
bankamálinu. Að lokum kom hann
fram með traustsyfirlýsingu til ráðgj.
Þá talað Þórður Sveinsson geðveikra-
læknir. Hann taldi það tákn siðspill-
ingar, að þessi bær skyldi kosið hafa
Tryggva Gunnarsson í bæjarstjórn í
þetta sinn.
Flokkurinn hefði ekki viljað notast
við hann við síðustu alþingiskosning-
ar, ekki heldur bæjarstjórnarkosning-
amar seinustu.
En nú — nú væri hann fyrstur á
blaði. Hvað væri fram komið síðan ?
Tryggvi hefði elzt og væri nú
kominn á þau ár, er hvorki vitsmunir
né starfsþrek ykist — og vitnast
hefði, að stjórn Tryggva á bankanum
hafi bakað bankanum, sem svarar
25000 króna tjóni á hverju ári með-
an hann var við hann. Það hefði
vitnast, að Trgggvi hefði bakað þess-
arri þjóðstofnun tjón, sem svaraði 5
kr. nefskatti á hvert mannsbarn á
landinu.
Þetta væri framkomið síðan!
Það gæti verið álitamál, hversu hart
bæri að refsa fyrir svona aðgerðir —
en að heiðra manninn fyrir þær —
það væri óafmáanlegur sið-
spillingarblettur.
Nú voru bornar upp sömu tillög-
umar, sem á fyrsta fundinum.
Traustsyfirlýsing til ráðgjafa var sam-
þykt með 382 atkv. gegn 4.
Mótmœlin gegn aukaþingi með 379
gegn 8.
Þakkir tii alþingis 1909 fyrir með-
ferð sambandsmálsins með 380 atkv.
gegn 5.
Nokkrir menn greiddu ekki atkvæði.
Þá tók til máls alþingismaður dr.
Jón Þorkelsson.
Skýrði hann frá, að þann 6. þ. m.
hefði félagið Fram samþykt vantrausts-
yfirlýsingu til þingmanna Reykjavíkur.
— Kvað sig ekki undra það, þar sem
hann hefði ekki getað búist við að
fá traustsyfirlýsingu frá pólitískum
andstæðingum sínum. Skýrði hann
frá ástæðunum til þess, að meirihl.
hefði boðaðtil almennra kjósendafunda.
Því næst las Þórður Sveinsson upp
mótmæli úr Hraunhreppi í Mýrasýslu,
sem prentuð eru annarsstaðar í blað-
inu.
Þá kom fram svohljóðandi tillaga:
Fundurinn lýsir fullu trausti á þing-
mönnum Reykjavíkurbæjar, dr. lóni
Þorkelssyni og Magnúsi Blöndahl.
Hún var samþykt með öllum greidd-
um atkvæðum.
Þeir ráðgjafi Björn Jónsson og alþ.m.
Magnús Blöndahl þökkuðu fyrir
traustsyfirlýsingamar.
Þorst. Gíslason var enn á þessum
fundi og reiddist svo mjög fundar-
samþyktunum, að hann mddist fram
og tók að mótmæla. Bað þá enn
jakob Möller fundarmenn minnast
þess, að Þ. G. væri sýnilegt tákn
þess, að fundurinn væri ekki flokks-
fundur.
Lauk svo fundinum með margföld-
um húrrahrópum fyrir ráðgjafa og al-
þingismönnunum.
Þriðji fundur
þriðjud. 8. febr. fyrir vesturbæinn
og miðbæinn.
Ráðgjafi talaði fyrstur. Ræða hans
hneig að sama efni og á öðrum
fundinum og vísum vér til þeirrar
skýrslu.
Þórður læknir Sveinsson mintist á
botnvörpuveiðalöggjöfina í sambandi
við samning þann, sem fyrv. ráðh.
H. Hafstein hefði á sínum tíma gjört
við fjárlaganefnd ríkisþings Dana um,
að 2/3 hlutar botnvörpusekta skyldu
renna i ríkissjóð Dana. Vítti hann
harðlega það gjörræði H. Haf-
steins og þann ódrengskap, að hann
skyldi hafa leynt þjóð og þing þeim
samningi og reynt með því að gera
hann að fótakefli fyrir næstu stjórn á
eftir. — Vítti hann og rógburð manna
úr minnihlutanum í eyru Dana. —
Jón kaupm. Þórðarsou mintist á
»Thore«-samninginn. Kvað hann samn-
inginn mjög svo hagfeldan og mikla
samgöngubót, bæði meðfram strönd-
um íslands og landa í milli. — Enn
drap hann á þær miklu bætur, er Thore-
félagið nú væri að koma á innflutn-
ing á fiski til Spánar (sjá grein um
það annars staðar í blaðinu). —
Dr. Jón Þorkelsson vítti lögleysu og
og gjörræði fyrv. ráðh. H. Hafsteins
i botnyörpuveiðamálinu eða ráðstöfun
um sektaféð. Kvað núverandi ráð-
herra hafa komið hyggilega fram i
því máli við Dani, þá er fjárlögin lágu
fyrir konungi til staðfestingar. —
Þá vék hann að sambandsmálinu.
Sýndi fram á, hversu langt tillögur
minnihl.nefndarinnar í sambandsmál-
inu á síðasta alþingi lægju frá réttri
leið, sbr. álit og umsögn dr. Knúts
Berlín um það mál eftir alþing.
Kvaðst vona, að íslendingar héldu
fast fram réttindum sinum.
Jakob Möller, cand. phil. vítti harð-
lega, en þó með hógværum og rök-
studdum orðum samning H. Haf-
steins um botnvörpusektirnar. Vitti
einnig framkomu meirihl. islenzku
nefndarmannanna í millilandanefndinni,
sérstaklega ranga skýringu þeirra á
ýmsum ákvæðum í hinum danska
texta frumvarpsins. —
Kvað hann hina fráviknu banka-
stjóra hafa sannað réttar sakargiftir á
hendur sér með hinum villandi og ó-
nýtu vörnum, er þeir hefðu fært.
Guðm. Hannesson héraðslæknir taldi
skamt milli öfganna hjá báðum flokk-
um, þegar talað væri um hvatirnar til
mótstöðunnar; mintist á fjárhaginn og
framkomu fyrv. og núverandi stjórn-
ar í fjárhagsmálinu. Taldi núv. stjórn
hafa farið hyggilegar að í því máli,
heldur en gömlu stjórnina, en samt
ekki nógu hyggilega.
Þá mintist hann á sambandsmálið.
Kvað þing og stjórn hafa réttilega
fylgt fram vilja þjóðarinnar, fram-
komnum við síðustu kosningar í því
máli. Kvaðst vilja greiða atkv. með
traustsyfirlýsingu til núverandi stjórn-
ar, af því hann ekki treysti andstæð-
ingunum til að gjöra eins vel og nú-
verandi ráðherra.
Að ræðum þessum loknum voru
bornar upp tillögurnar sömu og á
fyrri fundunum.
Fór atkvæðagreiðsla svo, að
traustsyfirlýsing til ráðgjafa var
samþykt með 397 atkv. gegn 6,
mótmæli gegn aukaþingi með 409
gegn 3 og traustsyfirlýsing til þing-
manna Reykjavikur með 406 atkv.
gegn 2.
Nokkrir greiddu ekki atkvæði.
Fundi þessum lauk eins og hinum
fyrri með miklum fagnaðarópum fyrir
ráðgjafa og þingmönnum kjördæmis
ins.
------eee------
Ræða ráðherra
á þingmálafundum í Reykjavík
7. og 8. febr.
Ráðherra (B. J.) tók til máls fyrstur
manna á síðari þingmálafundunum í
Iðnaðarmannahúsinu og talaði að miblu
leyti hið sama bæði kvöldin, með því
að áheyrendur voru ekki hinir sömu.
Þetta er stutt samsteypuágrip af báð-
um ræðunum.:
Hann kvað minni hlutann i eldri
stjórnarbaráttunni (hina konungkjörnu
þingmenn þá m. m.) hafa verið það
ólíka minnihlutanum nú, að varast
hefði hann yfirleitt að heyja hildi
öðruvísi en hér í sinna landa hóp,
þar sem nú skipaði minni hlutinn sér
beint undir merki þeirra, er vér ætt-
um í höggi við, og berðist í þeirra
liði, með látlausu níði og rógi í þeirra
blöðum, Dana, um sína eigin þjóð,
meiri hlutann í sambandsmálinu, og
þann mann einkanlega, er forustu
hefði fyrir honum, þ. e. ráðherrann
— espaði Dani af öllum mætti til
fjandskapar við oss og hlífðist hvergi
við, þótt stjórtjón ynnu með því sínu
landi. Hefði verið þeirra megin róið
að því öllum árum, að fjárlaganna frá
síðasta þingi yrði synjað konungs-
staðfestingar, og notað til þess tvö
atriði í frumvarpinu: afnám hlutdeild-
ar Dana í botnvörpusektunum m. m.,
og skipun viðskiptaráðunauts. Þeir
vissu það sem var, að þá hefði ráð-
herrann hlotið að fara frá völdum,
en við að taka maður úr þeirra liði,
minni hlutans, með því að enginn
meirihlutamaður mundi fengist hafa
til að skrifa undir með konungi fjár-
lagasynjun. En henni hefði orðið að
fylgja aukaþing í haust sem leið, til
þess að samþykkja ný fjárlög og fá
þau staðfest fyrir áramót, — með þeim
mikla kostnaði, er þar af leiddi. Þeir
hefðu talið sér alveg víst, minni hluta
höfðingjarnir, að þetta mundi takast,
og fengu naumast afborið vonbrigðin,
er hingað barst fregnin um, að fjár-
lögin væri staðfest (9. júlí). —
Nýmælið um skipun íslenzks við-
skiftaráðunauts fengu þeir Dani til að
fjandskapast við með því að skrökva því
í þá, að þar með værum vér að koma
oss upp íslenzkum konsúlum hjá utan-
ríkisþjóðum og brjóta þar með lög á
Dönum, ganga á einkarétt konungs
og utanríkisráðherrans danska til að
skipa konsúla fyrir alt ríkið; og tókst
ráðherra með mestu naumindum að
fá þann misskilning upprættan i ríkis-
ráði, og sannleikann tekinn trúanlegan,
þann, að viðskiftaráðunauturinn ætti ekki
og mætti ekki ráðast inn í landareign
konsúlanna né beita undirróðri gegn
Dönum út af sambandsmálinu, að
viðlagðri heimkvöð hans. Mintist í
því sambandi á nýleg bréfaskifti við
utanríkisráðherrann út af lítils háttar
umkvörtun, sem stafaði af rangfærðri
frásögn í norsku blaði um það, er
ráðunaut B. J. hefði átt að verða að
orði í garð Dana; og hefði því máli
lokið vel og vænlega, án nokkurra
þeirra örþrifráða, er gefin hefði verið
í skyn i skeytum til minni hluta blað-
anna.
Hálla á hellu hefði, legið við að
yrði út af botnvörpusektunum vegna
þess, að vitnast hefði það, sem þing-
ið varði alls ekki, er þaðsamþykti að láta
ekkert af þeim renna í ríkissjóð. En
það var, að hinn fyrri ráðherra, H. H.,
hafði gert á sinni tíð (1905) að oss
fornspurðum beinan samning við fjár-
laganefnd fólksþingsins og yfirráðgjaf-
ann danska (J. C. Chr.) um, að a/g
sektanna m. m. rynnu í ríkissjóð. Hér
var því um samningsrof að tefla í
Dana augum, og hlaut ráðherra að
vinna það til sátta um það atriði, að
heitasinniliðveizlu til að koma því fram
á næsta þingi, að það mál, um með-
meðferð botnvörpusektanna, yrði tek-
ið til nýrrar íhugunar og reynt að
koma á einhverju því fyrirkomulagi
eftirleiðis, er hvorutveggju sættu sig
við, — en e k k i hinu, sem hermt
væri í falsfrétt til minni hluta blaðanna,
að Danir skyldi fá 2/g sektanna þetta
fjárhagstímabil, þótt fjárlögin segðu
annað I Það hefði verið eina ráðið
til að forða þvi, að þjóð og þing hér
stæði frammi fyrir Dönum sem það
úrþvætti, er ekki mætti treysta til
að efna orð og eiða. — Hingað sím-
uð ummæli yfirráðgjafans nýja, er
ræðum. skýrði frá, þess efnis, að þetta
væntanlegt samkomulag ætti að vera
sama skifting sektanna m. m. sem
undanfarið, hlyti að vera af misskiln-
ingi sprottin eða mishermi fyrirrenn-
ara hans um það, er gerst hafði þá
er fjárlögin voru staðfest; og væri
það fyllilega sannanlegt.
Um bankamálið hélt ræðum. þvi
fram, að ekki mundi hafa verið neitt
um það fengist, þótt bankastjórninni
hefði verið vikið frá, ef ekki hefði
þótt bera vel i veiði að sæta því
færi til að koma fram hefnd fyrir af-
drif »uppkastsins« sæla, sbr. Borgar-
nesfundinn, og annað hitt, að i hlut
áttu meiri háttar menn, sem þjóðin
er orðin afvön að gert sé ekki hærra
undir höfði en almúganum. Að öðr-
um kosti mundi afsetningin eigi hafa
þótt neitt tiltökumál, svo margfaldlega
sem til hennar hefði þeir unnið, hin-
ir fráförnu bankastjórar, með hverju
lagabrotinu öðru hættulegra, ogfrámuna-
legri vanrækslu á skyldum sínum við
bankann, svo sem þeir hefðu i raun
réttri sjálfir játað i öðru orðinu, þótt
þræta gerðu í hinu. En synjun sak-
borinna manna væri markleysa talin
ella, ef engin rök fylgdu. Allir vissu,
hvað við lægi, ef nauðstöddum fátækl-
ing yrði á að taka í heimildarleysi
eitthvert lítilræði til að svala hungri
sínu. En hér væri ætlast til, að það
hefði engin eftirköst þeim til miska,
er valdir væri með tnargföldu lagabroti
þúsundfalds tjóns, þótt ekki væri um
almenna óráðvendni að tefla, og það
fyrir það eitt, að í hlut ætti hátt sett-
ir menn í mannfélaginu. Það væri
óverjandi í alla staði, að gera þann veg
upp í milli þeirra, er lög ættu jafnt
yfir þá alla að ganga. Sú þjóð væri hætt
komin, er misþyrma vildi á þá lund
einni hinni göfugustu hugsjón mann-
kynsins, réttlætishugsjóninni.
Hvar skyldi staðar numið með slíkt
misrétti eftir mannvirðingum ? Næsta
stig gæti orðið það, að stórbrotamenn
þyrftu engin eftirköst að óttast sinna
misgerða, ef mikil metorð hefði og aflað
sér nógu öflugs flokks, er vildi ekki
þola lög, ef þeim væri ógeðfeld. En
það er sama sem að hætta að lifa lög-
skipuðu þjóðfélagslífi og skipa sér vís-
vitandi á bekk með siðlausum villi-
þjóðum.
Botnvörpusektirnar.
V iðskiftaráðunauturinn.
Símað er frá Khöfn 5. þ. m., að
þingtíðindin dönsku hermi sem hér
segir ummæli Zahle yfirráðgjafa um
það mál:
Það er ástæða til að gera sér von
um, að íslandsráðherra muni gera sér
far um að koma þeirri skipun á, að
sektunum verði skift eins og áður.
Hann las upp bréfaviðskiftin milli
ráðherranna [utanríkis og íslands] um
viðskiftaráðunautinn. Tjáði sig full-
ánægðan.
Nánari skýring á þessu simskeyti
má lesa í þingmálafundarræðu ráð-
herra hér í blaðinu.
t
Páll sagnfr. Melsted,
öldungurinn þjóðkunni, lézt í fyrrinótt
á 98. aldursári. Hans verður nánar
minst síðar.
Látinn
er á mánudaginn Kristján Jóhannesson,
kaupfélagsstjóri á Eyrarbakka, kominn
undir fimtugt. Mesti reglu- og dugn-
aðarmaður.
Nýlofuð
Óli Blöndal póstþjónn hér í bæn-
um og jungfrú Hedvig Bartels.
Mótmæli
gegn Borgarnesfundinum
Mýramenn þeir, er ekki gátu á
Borgarnessfundinn sæla komist vegna
ófærðar o. s. frv., hafa ekki látið
dragast úr hömlu að mótmæla hneyksli
því, er tilviljunar-meirihluti samþykti
þar.
ísafold hefir borist mótmæli þau,
er hér fara á eftir úr einum hrepp,
Hraunhreppi. Undir standa 32 kjós-
endur — en kváðu vera alls í hreppn-
um 36 eða svo — minsta kosti fyrir
innan 40. Hafði ekki enn náðst til
allra til þess að undirskrifa mótmælin
— en talið víst, að allir kjósendur
þessa hrepps — nema ef til vill 1 —
einn — sem sé hreppstjórinn —
muni á einu máli.
Samskonar mótmæla mun og von
mjög bráðlega úr öðrum hrepp sýsl-
unnar, sem ekki gat sótt fundinn —
og verði tala mótmælenda eitthvað
lík þar — er þegar sýnilegt, að meiri-
hlutinn á Borgarnessfundinum er i
miklum minnihluta í sýslunni.
Sama mun útreiðin verða um mest-
alt landið.
Mótmæli Hraunhreppinga.
Vér undirritaðir lýsum því hér með
yfir, að vér mótmælum tillögum meiri
hlutans á Borgarnessfundinum 31.
janúar þ. á. Enda er það skoðun
vor, að um bankamálið geti ekki al-
þýða manna dæmt, að svo stöddu.
Andrés Guðmundsson, Anastöðum.
Guðmundur Jónsson, Hindarstapa.
Benedikt Guðmundsson, s. st.
Bencdikt Þórðarson, Hólmakoti.
Jón Jónsson, Seljum.
Eggert Magnússon, Hjörsey.
Jón Jónatansson, Hjörsey.
Helgi Guðmundsson, Hjörsey.
Eiríkur Agúst Jóliannesson, Hamrendum.
Gísli Gíslason Skálanesi.
Guðmundur Runóljsson, Skálanesi.
Árni Bjarnason, Vogi.
Sigurbjörn Jónsson, Laxárholti.
Jón Sigurðsson, Ökrurn.
Helgi Jakobsson, Isleifsstöðum.
Sigurður Jóhannsson, Ökrum.
Eirikur Kúld Jónsson, Ökrum.
Jón Einarsson, Homrum.
Jóhann Kr. Sigurðsson og
Sigurður Sigmundsson, Skíðsholtum. •
Sigmundur Guðmundsson, Stóra-Káljakek.
Pétur Þórðarson, Hjörsey.
Sigurður Þorsteinsson, Stóra-Káljalcek.
Pétur Runóljssou, Litla-KálJaUk.
Jón Jónsson bóndi, Skiphyl.
Jón Sn. Norðjjörð, Lækjarbug.
Bogi Helgason, Brúarjossi.
Stefán Jónsson prestur, Staðarhrauni.
Guðmundur Runóljsson, Mel.
Sigurður Jósejsson, Einholtum,-
Sigurður Jónsson, Fíflholtum.
Guðmundur Eyóljsson, Einholtum.
(5 nndirskrifendur geta þess við nöfn
sín, að þeir mótmæli aukaþingi, sem sé:
Pétur i Hjörsey, síra Stefán á Staðarhranni,
Pétur Runólfsson, Jón Jónsson og Jón
Norðfjörð).
Auk ofangreindra mótmæla hefir
ísafold borist svofeld yfirlýsing.
Vér undirskrifaðir, sem höfum orð-
ið í minni hluta á svokölluðum þing-
málafundi í Borgarnesi í dag, lýsum
því hérmeð yfir, að við lítum svo á
bankamálið, að það sé enn ekki upp-
lýst svo frá öllum hliðum, að hæfilegt
sé, að þjóðin hefjist handa með kröf-
um um aukaþing o. fl. Vér höfum
haldið því fram gagnvart meiri hluta
fundarins, að enn vantaði svo mikið
til, að alþýðu væri málið svo kunn-
ugt, að hún gæti myndað sér fastar
skoðanir um það, og væri því réttast
að bíða enn, frekari upplýsinga. Þessu
höfum vér haldið fram án þess að af-
saka eða áfella nokkurn aðila banka-
málsins.
Hins vegar lýsum vér því yfir, að
vér efum það mikillega, að tillaga
meiri hlutans innihaldi sannan vilja
fleirtölunnar af kjósendum í Mýra.