Ísafold - 04.05.1910, Síða 1

Ísafold - 04.05.1910, Síða 1
Ki'fflci út. tvisvar l viku. Vorð Arg. (80 arkir minst) 4 k>\, erlondio 5 k> ofta 1 x/a dollar; bovgist fyrir miðjan júli (erleniis fyrir frara). ISAFOLD DppBögn (skrifleg) bundin vifi dramót, er ógild nema komln sé til útgefnnda fyrir 1. ofet. eg uaupandi akuldlaue vib blaöib Afrroiösla: AueturatrKti 8. XXXVII. árg, Reykjavík miðvikudaginn 4. maí 1910. 28. tðlublað I. O. O. F. 91568Va_____________________ Forngripasafn opið sunnud., þrd. og fmd. 12—2 íslandsbanki opinn 10—21/« og 6l/*—7. K. F. U. M. Lestrar- og skrifstofa frá 8 árd. til 10 siðd. Alm. fundir fsd. og sd. 8 */• síðdegis Landakotskirkja. öuðsþj. 91/* og 6 á helgum Landakotsspitali f. sjúkravitj. 101/*—12 og 4—5 Landsbankinn 11-2 »/*, 61/*-??1/*. Bankastj. við 12-2 Landsbókasaín 12—8 og 5—8. Útlán 1—3 Landsféhiróir 10—2 og 5—6. Landsskjalasafnið á þrd. fmd. og ld. 12—1 Lækning ók. i læknask. þrihjd. og föstd. 11—12 Náttúrugripasafn opiö l1/*—21/* á sunnudögum Tannlækning ók. Pósth.str.14, 1. og 3. md. 11—1 Lárus Fjeldsted yfirréttarmálafærslumaður Lækjargata 2 Heima kl. n—12 og 4—5. Úrskurður fógeta Og dómur landsyfirréttarins. Hinn 25. apríl hefir landsyfirdóm- urinn staðfest úrskurð fógeta frá 4. jan. 1910, er veitti gjörðarbeiðanda Kristjáni Jónssyni sem gæzlustjóra »að- gang að Landsbankahúsinu og bókum bankans og skjölum*. Deiluefni er það, hvort ráðherra íslands hafi hnft vald til þess að lög- um að víkja gæzlustjórum landsbank- ans frá, til fulls, um stundarsakir og þá til hve langs tíma, eða alls ekki. Flestir, þeir sem um þetta mál hafa rætt eða ritað skynsamlega, hafa litið svo á, að heimild ráðherra til frávikn- ingarinnar væri alveg vafalaus, fyrst og fremst samkvæmt ákvæðum stjórn- arskrárinnar um greining valdsins, í öðru lagi samkvæmt lögum um stofn- un Landsbanka 18. sept. 1885 og í þriðja lagi samkvæmt hlutarins eðli. — Samkvæmt stjórnarskránni fer ráð- herra með framkvæmdarvaldið í land- inu sem umboðsmaður konungs; hann hefir eftirlit með öllum opinberum starfsmönnum og embættismönnum og getur vikið þeim frá, öllum, nema þeim, sem sérstaklega eru undanteknir með lögum. — En lög um stofnun Landsbanka 1885 gera enga undan- tekningu að pessu leyti um gæzlustjóra Landsbankans. Þvert á móti verður ákvæðið í 20. gr. nefndra laga urn frávikningarvald landshöfðingja um stundarsakir, ekki skilið öðruvisi en svo, að með því sé gefið tvímælalaust til kynna, að um þessa menn gildi alveg sömu reglur sem aðra opinbera starfsmenn, sem háðir eru eftirliti landsstjórnarinnar. — Ákvæðið um það, að gæzlustjórarnir skuli kosnir af alþingi eru undantekning frá þeim reglum, sem annars gilda um verksvið alþingis og tná pví alls ekki leiða aj pví ákvœði neitt annað en pað, sem orðin beint til segja. Alþingi hefir því ekki vald til þess að víkja þeim frá né neitt yfir þeim að segja, um frant réttinn til að kjósa þá. — Loks er þess að gæta, að hversu viðtækt, sem vald alþingis yfir þessum mönnum væri, þá hlyti ráðherra þó að hafa vald til að víkja þeim frá, ef honum þætti þess við þurfa, því að hann er sjálfkjörinn til að fara með vald al- þingis á milli þinga. Þannig munu flestir hafa litið á málið og rökin sýnast ekki veigalítil. En fógetanum sýndist annað. Hann virdst álita, að heimild ráðherra til að víkja gæzlustjórunum frá, lægi ein- göngu í frávikningarákvæðinu í 20. gr. bankalaganna 1885. En það ákvæði var felt burt í lögum siðasta alþingis um breyting á bankalögun- nm, sem komu í gildi 1. jan. s.l. og þvi álitur hann, að frávikningarvald ráðherra hafi pá verið á enda. Hitt tók fógetinn ekki með í reikninginn, sem getið er um hér að ofan, að ákvæðið um kosning þessara manna af alþingi er undantekningarákvæði, sem ekkert verður leitt af um stöðu þeirra að öðru leyti eða eftirlit með þeim, og því hljóta þeir að vera í öllu jafnháðir valdi landsstjórnarinnar sem aðrir sýslunarmenn, nema skýlaus heimild sé fyrir í lögum. En það verður ekki talin skýlaus heimild fyr- ir undantekning að þessu leyti, þó að frávikningarákvæðið, — sem í raun- inni var alveg óþarft i eldri lögunum — hafi ekki verið tekið upp i nýrri lögin. Enda verður ekki séð, að neitt slíkt hafi vakað fyrir þinginu 1909. Má því til stuðnings benda á, að þá mætti alveg eins segja, að þingið hafi ætlast til, að ráðherra mætti ekki skipa menn til bráðabirgða i gæzlu- stjórastörf, þegar gæzlustjórar forfall- ast, sem vel getur komið fyrir um þá báða á milli þinga. Þar stendur alveg eins á. Þetta var tiltekið i gömlu lögunum, en felt burt í nýju lögunum. En allir sjá, að slik álykt- un væri hreinasta fjarstæða. Fógetinn leit nú samt sem áður svona á málið og Kristján Jónsson háyfirdómari sjálfsagt lika, því að hann hefði ekki beðið til nýárs með að leita aðstoðar fógeta, ef hann hefði álitið frávikninguna ógilda frá upphafi. En svo kemur dómur landsyfirrétt- ar með lausn á málinu, sem engum hafði áður dottið í hug, eða að minsta kosti enginn hafði látið í ljósi opin- berlega það eg til veit. Þar sem fógetinn hafði skoðað frávikning gæzlu- stjóranna 22. nóv. s.l. gilda til nýárs, sem frávikning um stundarsakir, en ógilda eftir nýár vegna nýju laganna, þá fór landsyfirréttur svofeldum orð- um um röksemdir fógeta: að »þær geti eigi eins og málið liggur fyrir komið til álita hér«, því að frávikn- ingin hafi aldrei verið gild, ekki einu sinni til nýárs. — Þetta sá ekki fó- getinn og ekki Kristján Jónsson; þetta hafði enginn séð nema landsyfirrétt- urinn. Landsyfirréttur byggir á því: 1. Að ráðherra hafi aldrei haft vald til að vikja gæzlustjórunum frá nema um stundarsakir samkv. lögun- um frá 1885. Ráðherra hafi aldrei haft víðtækara vald i þessu efni en Iandshöfðinginn. Þvi til stuðnings vitnar hann til niðurlags 20. gr. lag- anna og segir, að þar sé »ekki gert ráð fyrir, að svo geti borið undir, að landshöfðingi þurfi að setja mann í stað bankaforstjóra, sem vikið er frá til fullnaðar«. Þetta er nokkuð tor- skilið, því að í endi greinarinnar, sem til er vísað, er einmitt ákvæði um það, hvernig fara skuli að »ef sæti verður autt í forstjórninni«. Er þá ekki sæti autt i bankafor- stjórninni, þegar gæzlustjóra hefir ver- ið vikið frá til fullsf 2. Að hér sé um fullnaðarfrávikn- ing að ræða. — Það byggir dómur- inn víst á því, að í frávikningunni var ekki tekið fram, að hún ætti að- eins að gilda um stund, og málsvari stjórnarinnar fyrir réttinum skoðaði hana sem frávikning til fullnaðar. Dómurinn útskýrir hvað hann skilji við »frávikning um stundarsakir«; hann segir, að lögin frá 1885 hafi veitt »landsstjórninni vald til að víkja forstjórum bankans frá um stundar sakir, þangað til fullnaðarúrskurður væri lagður á málið af alþingi, eða ef svo bæri undir, af dómstólunum*.1) — Þetta er vafalaust rétt skilið, en þá verður torskilinn munurinn á fulln- aðarfrávikning og frávikning um stund, því að frávikning um stund gildir þá til næsta alþingis og ekki lengur, en um hve mikla fullnaðarfrávikning, sem er að ræða, þá gildir hún ein- mitt líka til næsta alþingis og ekki lengur. Því að alþingi getur altaf kosið hinn frávikna gæzlustjóra aftur og á þann hátt íelt frávikninguna úr gildi. Yfirrétturinn gerir samt feiknamik- inn mun á þessu, svo mikinn mun, að vegna þess, að frávikn. 22. nóv- *) Hér er auðvitað átt við dóm um til- efni frávikningarinnar, en ekki dóm um »oompetanee« ráðherra i þvi efni. er skoðuð fullnaðarfrávikning, er hún algerlega ógild frá upphafi, — ekki einusinni gild um stundarsakir. Þetta er höfuðatriðið í forsendum dómsins og jafnframt það atriði, sem langerfiðast er að skilja. — Ráðherra hafði vald til að víkja gæzlustjórunum frá um stundarsakir, en hann tók það ekki fram, að frávikningin ætti aðeins að gilda um stundarsakir og þessvegna er hún ekki gild, hvorki um stundar- sakir eða til fullnaðar. Þetta sýnist alveg óskiljanlegt, jafn- vel þótt gengið væri út frá, áð ein- hver tímalengdar-mismunur væri á frávikning til fullnaðar og frávikning um stundarsakir, sem alls ekki er hér til að dreifa, eins og sýnt hefir verið að ofan. Tökum dæmi, sem virðist alveg samskonar: Eg hefi mann í þjónustu minni og samningar eru svo okkar á milli, að eg má segja honum upp vistinni þeg- ar mér sýnist, en frá 14. maí n. k. er hann ráðinn hjá mér fastur vinnu- maður. Nú mislíkar mér við mann- inn, segjum 1. febrúar og rek hann úr vistinni. En mér láist að taka það fram, að burtreksturinn gildi ekki nema til 14. maí, eða jafnvel hefi það á orði (eg sjálfur eða ráðsmaður minn), að þetta sé fullnaðar burtrekst- ur af heimilinu. Þessa meðferð þarf maðurinn ekki að láta sér lynda. Hann getur samstundis fengið sig »settan inn« á heimili mitt með fógetagjörð og mundi sennilega krefjast þess, að sér væri heimilaður t. d. aðgangur eða meðnotkun að húsum mínum, mat- vælum og rúmfatnaði eða þvíumlíkt.* Hann gæti haldið sér við það, að slík- ur burtrekstur væri algerlega ógildur ekki aðeins frá 14. maí næstkomandi, heldur einnig til þess tíma. — Eða þannig mundi landsyfirréttur íslands líta á málið, í samræmi við dóminn 25. apríl. — Niðurstaða landsyfirréttar sýnist vera sú, að frávikningin hafi verið ógild vegna formgalla, af því að orðin »um stundarsakir« vantaði. Þá sýnist liggja beint við fyrir ráðherra að árétta frá- vikninguna og sneiða hjá formgallan- um. Eftir skoðun landsyfirréttar gæti hann nú sjálfsagt vikið háyfirdómara Kr. J. burtu frá húsi, bókum og skjöl- um bankans »um stundarsakir«. Það eru mörg fleiri eftirtektaverð atriði í dómi þessum, en einhvern- staðar verður að nema staðar. Ann- ars gæti vel orðið úr þessu heill bækl- ingur í stað stuttrar blaðagreinar. Verður þessi dómur nú til þess að auka traust manna á landsyfirréttin- um eða til þess að rýra það — »um stundarsakir* ? Tertius. Jarðarför Björnsons fór fram í gær í Kristjaníu, auð- vitað með mestu viðhöfn. (Símfregn 4/b. írá Khöfn). Paulhan flugineistari, hinn frakkneski, hefir flogið í flug- vél þessa dagana frá Lundúnum til Manchester, segir símskeyti frá Khöfn í morgun, eða með öðrum orðum þvert yfir Stóra-Bretland. Það mun nærri láta að flug hans í þetta sinn hafi numið vegalengdinni frá Stykkishólmi til Seyðisfjarðar. Skipstrand I Selvogi. Frakkneskt skip, Ondine frá Pain- poul í Bretagne strandaði í Selvogi, skamt frá Strandakirkju, síðastliðinn laugardag. Það var á leið hingað til Rvíkur og átti að birgja fiskiskipin frakknesku með salti og cðrum birgð- um og taka fiskinn úr þeim. Farm- urinn ónýttist algerlega og sjálft fór skipið í spón. — Allir menn kom- ust af. — Þoka var mikil þenna dag, hvast og ólga í sjóinn. Halastjarnan. Algerlega hættulaus jarðarbúum. Halleys-halastjarnan er sem stend- ur á leiðinni í námunda við jörð- ina — og fer allhratt yfir. Eigi minna en 190000 rastir hendist hún á hverjum klukkutíma. — Hinn 18. maí kemst hún næst jörðu. Þá verð- ur hún ekki nema 24 miljónir rastir frá jörðunni! En það er eigi að síð- ur dálagleg vegalengd! Af stjörnunni sjálfri fáum vér lítið að segja, en hali hennar verð- ur þá orðinn svo langur, að hann lykur um jörðina. Þessi faðmlög halans og jarðarinn- ar hafa margir orðið æði smeikir við; ekki trútt um, að til sé fólk víða um lönd, er taiið hefir víst, að halinn myndi drepa jarðarbúa með eiturefn- um þeim, sem í honum eru. Svo ramt hefir kveðið að hræðslu fólks, að mýmargir foreldrar suður um Sviss og Frakkland hafa kvatt fjarlæg börn sín heim, svo öll fjölskyldan gæti í sameiningu gengið í greipar glötuninni. í Austurríki hefir hræðslan sum- staðar meðal almennings orðið svo megn, að fólk hefir selt eignir sínar fyrir sama sem ekki neitt — til þess að geta »lifað hátt« það sem eftir væri jarðlifsins — til 18. maí! — Stjórnin þar vaið meira að segja að taka það ráð að skipa öllum klerkum að fræða fólk af stólnum um hættuleys- ið — og kennurum öllum var og boðið að gefa börnunum fræðslu um halastjörnuna. Þessi beigur við stjörnuhalann e r sem sé ástæðulaus með ö 11 u, segja stjörnufræðingarnir — og þeir vita hvað þeir syngja. Stjörnufræðingarnir eru þegar bún- ir að atliuga nokkrar stjörnur, meðan stjðrnuhalinn lukti um pœr og komust þeir að raun um, að ljósmagn þeirra rýrnaði nauðalítið meðan þær voru í halanum. Þetta sannar, að efni hal- ans er mjög létt og gagnsœtt. Hefir talist til, að halinn mundi vera 6—7.000.000.000 (miljarðar) voga (kílógramma) eða 12—14 miljarðar punda, en það er aðeins Viooooooo af þyngd loftsins á jörðunni. Það er því ekki meiri líkur fyrir því, að eiturefni í halanum komist inn í jörðina en að sagögn geti þrengt sér inn i tré. En — segjum nú svo, að eitthvað af efnunum í halanum komist inn í loftið hjá okkur! — Mundi það eigi geta orðið oss skeinuhætt? Nei, nei, svara vitringarnir. — Mennirnir anda að sér 4 vogum (8 pd.) af lofti á hverjum sólarhring, en í þessum 4 vogum getur eiturefnið úr halanum ekki einu sinni numið l/t ögn (milligrammi). — Eiturefnið er: blá- sýrugas. Hálf ögn af því samsvarar blásýruefninu, sem er í einu litlu glasi af kirsiberjalikör. — Það er alt og sumt. Þurfa menn því engu að kvíða daginn, sem halastjarnan heim- sækir okkur. Halastjarnan er að fyrirferð 16000 sinnum stærri en jörðin. — Sem stendur mun halinn vera nál. 12 miljónum rasta, en á eftir að verða meira en helmingi lengri. H. 18. maí kl. ^/s um morguuinn "verður halastjarnan næst jörðunni. Úr því fjarlægist hún óðfluga. Jörðin hefir áður lent í halastjörnu- hala. Síðast þ. 30. júní 1861. En ekki bar neitt óvenjulegt við þann dag. Engin breyting á loftinu, svo að hægt væri að finna. Sama máli verður að gegna 18. og 19. maí næstkomandi. ísafold hafa borist margar, miklar og ferlegar sögur af hræðslu fólks hér í bænum við halastjörnuna. Fólk á að vera lagst í rúmið vegna hræðslu, selja af sér spjarirnar, o. s. frv., af því það býst við heimsenda. Það mun pví ekki vanpörý á pví að brýna pað rækilega ýyrir ðllum, að pað eru ekkert annað en verstu bábiljur, að oss geti staýað nokkur hin minsta hcetta aý halastjörnunni. Þeir er annað segja, fara með fjar- stæður og vitleysu. Járnbraut austnr í Árnessfsla, Eftir Vigfús Guðmundsson. Hvað mætti höfnin kosta? Það er vandi mikill að svara þeirri spurningu, og þörf enn meiri að hnýsast í svarið. Líklegt er, að alt smjör rjómabú- anna austan fjalls yrði flutt af Bakk- anum, ef þar væri höfn. Á því spar- aðist þá að fnestu leyti flutningskostn- aður suður yfir fjall. Eftir járnbraut- arverði, nær því 2000 kr. Verðhækk- un útlendrar vöru og verðlækkun innlendrar vöru stafaði af því að kostnaður sparaðist. Óvanalega er dýrt að leigja seglskip á Bakkann vegna hafnleysis, og einatt er ómögu- legt að fá gufuskip til að bíða þar, ef ekki verður á vetfangi náð í vörurnar. Þetta getur stundum dregist viku til hálfsmánaðar, og væri dýrt að láta gufuskip bíða svo lengi. Seglskip eru mest notuð þar. Ábyrgðargjald er hátt, og uppskipun dýrari þar en á flestum stöðum öðrum.' Alt þetta yrði gagnólíkt, ef góð höfn yrði gerð. Hve mikið þá spar- aðist, get eg ekki sagt. En ekki þætti mér ólíklegt, að það næmi 6% til jafnaðar bæði á aðfluttri vöru og útfluttri. Sjálfsagt drægist verzlun Árnessýslu að höfninni, hvar sem hún væri, og ykist fljótt vöruflutningur þangað. Ef að eins væri að tala um Eyrarbakka eða Stokkseyri, þyrfti höfnin í öðrum kauptúnum ekki að eyðileggja hitt kauptúnið. Samband gæti verið milli þeirra, t. d. með vandaðri braut og oliuvagni (motor). Á öflugum vagni mætti flytja marga tugi smálesta á dag. Sennilegt að höfnin sparaði samt á fjarlægri stöð- um svo sem 3 °/0. Áætlun eftir þessu: 1907 aðfl. vörnr og útfl. 4 Eyr- arbakka kr. 686.000 6 % = . kr. 41160 S. ár aðfl. vörur og útfl. 4 Stokks- eyri kr. 538,000 3 °/0 = . . — 16140 Viðbót við aðfl. vörur og útfl. fyrir hafnv. kr. 33,333 6 °/0 = — 2000 Sparnaður 4 flutningi rjómabú- smjörs gerður að eins ... — 700 Sparnaðurinn þá kr. 60,000 Jafnt vöxtum og afborgun 6 °/0 af i milj. króna. Mætti ná þessu fé inn með hafnargjaldi og tolli á aðfl. vör- um að miklu leyti eða öllu. Varan yrði samt ekki dýrari en verið hefði áður. Sparnaðinum yrði varla varið betur til annars en að eignast gott hafnvirki, ef þess væri kostur. Því miklum hagnaði og margskonar fram- för mundi höfnin fá til vegar komið. Sérstaklega má nefna aýl ýossanna þar í sýslum, sem yrði miklu aðgengi- legra og arðvænlegia, fyrir höfnina. Nú stranda ef til vill samningar um fossana við útlend félög á hafnleysinu. Ef við hefðum ráð á að bjóða i—2 milj. kr. til hafnarvirkis, er ekkert ólíklegt að fossafélögin fengjust til að gera höfnina úr garði að öllu öðru leyti á sinn kostnað. Og braut legðu þau frá höfninni. Færi áætlun mín ekki mjög langt frá lagi, sé eg ekki betur en sýslurn- ar tvœr, gegnum verzlunina i Árnes- sýslu, gœtu staðið straum af i rnilj. kr. Ekki skaðlaust sér að eins, heldur með stórum ábata, því stærri, sem meira yrði framleitt og meira verzlað. Sé landssjóður fær um það að leggja mikið fé til járnbrautar, þá er

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.