Ísafold - 04.05.1910, Blaðsíða 2
104
láAFOLD
7/7- fermingarinnar
og fjvítasunnunnar
eru nýkomnar feiknamiklar birgðir af alls konar skófatnaði, þar
á meðal margar nýjar tegundir, t. d.:
Kvenstigvél skinandi falleg á kr. 7.00 og 7.50.
Karlm.stígvél, sem »Zeppelin« heita, afarvönduð og falleg aðeins kr. 8.00.
Unglinga- og barnaskófatnaður, óþrjótandi úrval.
Strigaskór og brúnn skófatnaður handa fólki á öllum aldri.
Legghlífar (Gamascher) af 12 tegundum, verð frá 2.25.
Munið að hjá mér er
úrvalið stærst, gæðin mest, verðið lægst!
Lárus 6. Lúðvígsson
f>ingf)oltssfræti 2.
hann vissulega fær um að leggja
jafnmikið fé til öruggrar hafnar.
Höfnin mundi gjörbreyta suðurlands
undirlendinu miklu fyr en járnbraut.
Einkum vegna fossanna. Viðskifta-
veltan ykist miklu meir á Eyrarbakka
fyrir höfnina en i Reykjavík fyrir
járnbraut. Viðskiftin við útlönd gælu
landssjóði meiri tekjur en viðskifti í
Reykjavík. Landssjóður fengi því fyr
endurgoldin kostnað við hafnargerð
en járnbraut — bæði með tollum og
sköttum.
Sé það álitið, að landssjóði sé fært
að bjóða 3 lf2 milj. kr. til járnbrautar,
því er þá ekki þorandi, að bjóða i viilj.
kr. til hajnarvirkis ?
Jafngott væri að spyrja fossafélögin
hvað þau gerðu, ef þeim yrðu í lófa
lagðar á sínum tíma 2 milj. kr.
Sennilega gerðu þau ekki minna en
það, að láta skoða og rannsaka á sinn
kostnað. Og gæti það verið betra en
ekki neitt fyrir tilboð að eins.
Hvar á höfnin að vera.
Sökum verzlunarmagns og vega,
væri höfnin bezt sett á Eyrarbakka.
Þar næst á Stokkseyri eða þar á milli.
A þeim stöðum mætti hafnarvirkið
vera, að eg hygg, helmingi dýrara en
í Þorlákshöfn. Svo er hún langt út
úr vegum og samgöngum öllum.
Þar er engin verzlun, og þaðan yrði
að leggja braut langa og kostbæra,
því brautarstæði er afleitt í köflum,
nema þá með stórkostlegum krókum.
Braut sú yrði að liggja alla leið að
Olfusárbrú og niður á Bakka, því
ekki munu vera nokkur tök á því,
að brúa ána neðar. Dýrt yrði það
og erfitt fyrir Eyrarbakka og Stokks-
eyri að ná vöru þaðan, eftir svo
langri braut.
Kostnaðaraukinn við braut þessa,
flutningurinn, erfiðleikarnir og óþæg-
iiidi á margan hátt, mundi sjálfsagt
jafna sig á móti miljónum króna.
Og auk þess verða héraðinu til hnekk-
is: draga úr framkvæmd og framför-
um, móts við höfn á hentugri stað.
Þegnskylduvinnan.
IV.
Hermann Jónasson hefir haldið því
fram, í sambandi við þegnskylduvinn-
una, að með henni mundu menn hér
á landi læra hlýðni og stjórnsemi.
Okkur íslendingum hefir verið borið
það á brýn, bæði fyr og síðar, að
vér kynnum hvorki að hlýða eða
stjórna.
Jafnvel þó þetta kunni að sumu leyti
að vera ofmælt, þá verður því þó ekki
neitað, að oss er að ýmsu leyti ábóta-
vant í þessu efni.
Það er haft að orðtæki, að sá, sem
ekki kunni að hlýða, kunni heldur
ekki að stjórna. Eftir þessu er þá
hlýðnin fyrsta skilyrði góðrar stjórn-
semi.
En eru nú íslendingar í raun og
veru óhlýðnir?
Það verður naumast sagt með sanni
um menn alment. Langflestir, sem
eg hefi unnið með, hafa verið gegnir
og unnið sæmilega.
En annars fer hlýðni manna og
hversu þeir vinna vel, mjög eftir því,
hvernig þeim er stjórnað. Óhlýðnin
á því oft rót sína að rekja til þess,
að verkstjórnin hefir ekki verið í svo
góðu lagi, sem skyldi.
Meinið er, að vér eigum svo fátt
af mönnum, er kunna þá list, að stjórna
og segja öðrum fyrir, svo vel sé. Og
væri nauðsyn að ráða bót á þvi.
Hér mætti nefna mörg dæmi þess,
að mönnum er ósýnt um, að stjórna
verki og leiðbeina öðrum í verklægni.
En það er ekki ástæða til að þreyta
menn á slíkri upptalningu. Þó verð
eg að nefna eitt dæmi:
Maður nokkur hafði verkstjórn á
hendi. Verkmennirnir voru misjafnir
og sumir fákunnandi í þvi, sein þeim
var sagt að gjöra. Verkstjórinn leit
yfir hópinn og sá hvað hver gerði.
Gekk hann þá til þeirra, er honum
þótti vinna annaðhvort laklega eða
klaufalega, tók af þeim verkfærin og
fór að sýna þeim, hverniq peir ynnn
og gerði gaman að verkum þeirra.
En honum kom ekki til hugar að
sýna þessum mönnum um leið hvern-
ig peir ættu að vinna, eða leiðbeina
þeim í því, sem þeir voru að gera.
Og þessi maður var þó kallaður góð-
ur verkstjóri. Hann sá um það, að
menn héldu áfram að vinna og slórðu
ekki. En að öðru leyti var verk-
stjórnin ekki á marga fiska.
Það er því að mínu áliti mest kom-
ið undir verkstjórninni, hvernig menn
leysa verk sín af hendi. Ef hún er í
góðu lagi og verkstjórinn vaxinn stöðu
sinni, þá ber ekki á öðru en að menn
hlýði og geri skyldu sína.
Eg heyri oft kvartað yfir því, eink-
um hér- í Reykjavík, að menn séu,
ekki ýkja óhlýðnir, en dæmalaust svik-
ulir. Það megi aldrei af þeim líta
þessum verkamönnum, því þá séu
þeir undir eins vísir til að svíkjast
um.
Væri nú þessi ásökun á rökum bygð,
þá er hér að tefla um eina tegund
óhlýðni, og hana eigi sem bezta.
Upp til sveita heyri eg miklu sjaldn-
ar kvartað yfir þessu. En þar er þess
að gæta, að húsbóndinn fylgir oftast
fólki sínu að verki og er með því frá
morgni til kvölds.
Þetta hefir þau áhrif, að fólkið vinn-
ur betur, og það vinnur um leíð með
meiri ánægju, þegar húsbóndinn eða
verkstjórinn er í verki með því.
Hér í Reykjavík er nokkuð öðru
máli að gegna. — Mönnum er skip-
að til vinnu, en eftirlitið með vinn-
unni er oft nauðalítið, og verkstjórn-
in oft ófullkomin. Þetta vekur óá-
nægju hjá þeim, sem vinna, og freistar
þá éf til vill til þess að fara sér hægt.
En hitt er satt, og þess verður mað-
ur daglega var, að menn eru, margir
hverir að minsta kosti, seinir til lengi,
að snúa sér við, og ekki stundvísir.
Og seinlætið getur stundum verið svo
mikið hjá sumum, að það eigi skylt
við óhlýðni.
En þetta seinlæti og mók er mjög
hvimleitt, og getur valdið skaða og
slysum. — Kemur það sér því oft illa,
þegar menn eru lengi að búa sig til
að hlýða, og þurfa að hugsa sig um,
áður en þeir gegna.
Þetta seinlæti og sinnuleysi sprett-
ijr sjaldnast, að eg hygg, af meðfæddri
tilhneiging til óhlýðni. Hittmun sönnu
nær, að um sé að kenna hirðulausu
uppeldi og óvana.
En þennan óvana þarf að uppræta.
Það þarf að kenna mönnum að vera
fljótir til, gegna skipunum á sama
augnabiikinu og þær eru gefnar, og
venja þá við að vera kvika og snara
1' öllum hreyfingum.
Með þegnskylduvinnunni vænti eg
þess, að ráðin verði bót á þessu og
mönnum kend þar þessi augnabliks
hlýðni og stundvísi, sem okkur er svo
áfátt í.
Gjört hefir verið ráð fyrir því, að
í sambandi við þegnskylduvinnuna
yrðu hafðar um hönd æfingar í íþrótt-
um og leikfimi. Það mundi og hafa
mjög góð áhrif og auka gildi þegn-
skylduvinnunnar og gera hana vin-
sælli.
En æfing í íþróttum og leikfimi
mundi að öðru leyti vinna mjög í þá
átt, að kenna mönnum hlýðni og
stjórnsemi. Æfing með leiðbeining í
þessum greinum venur menn á stund-
víslega hlýðni og reglubundnar hreyf-
ingar.
Það vita og allir, er tekið hafa þátt
í þessum æfingum, hve hollar þær eru
og hressandi. Þær auka einnig áhuga
manna og tjör, stæla vöðvana og þroska
menn líkamlega og andlega.
Iþróttir þær, er komið geta til greina
í þessu sambandi, eru meðal annars
glímur, stökk, hlaup, sund o. fl.
Á sundið legg eg einna mesta á-
herzlu af þeim íþróttum, er hér voru
nefndar, enda ætd að vera auðsætt að
koma því við á flestum stöðum. Víð-
ast hvar er auðið að ná i vatn, jafn-
vel uppi á heiðum og fjöllum, til
sundæfinga. Vitanlega mundi það oft-
ast vera kalt vatn, en það skiftir minstu.
Kalt vatn er holt og herðir líkamann.
Á þennan hátt yrði þegnskylduvinn-
an annars vegar verklegur skóli, þar
sem menn lærðu ýmsar vinnuaðferðir
og handbrögð, og hins vegar fengju
þeir þarna æfingu í líkamsíþróttum og
leikfimi. (Nl.)
Aðflutningsbannið.
Á fjóðnngsþingi U. M, F. Norðlendinga,
Bem haldið var á Akureyri 8., 9. og 10.
marz var gerð svo hljóðandi ályktuo:
»t>rátt fyrir það, þó að sumum knnni að
virðast það vafasamt, hvort lög þau um
aðfiutning8bann áfengra drykkja, sem sam-
þykt voru af alþingi 1909, hafi verið heppi-
legasta úrræðið til þess að leysa þjóðina
undan oki vinnautnarinnar, telur fjórðungs-
þingið það skyldu hvers góðs drengs, sem
vill styðja heill þjóðarinnar, að vinna að
þvi á allan hátt, að þeim lögum verði sem
bezt hlýtt i hvivetna. Þess vegna skorar
það á öll ungmennafélög innan fjórðungs-
samhandsins að beita sér fyrir málið á þann
hátt að vernda lögin, að svo miklu leyti,
sem þau geta, gegn óheilbrigðum árásum,
sem gerðar kunna að verða á þan, og einn-
ig gagnvart brotum á þeim, er þan koma
t.il framkvæmda.« Samþykt með þorra at-
kvæða.
Tvær frakkneskar skútur,
Martha og Perseverance hafa nýlega
verið dæmdar ósjófærar fyrir fúa sakir
og leka. Þriðja skútan var talin þess
megnug, ef að henni væri dyttað hér,
að staulast til Frakklands. — Hinar
tvær verða líklega höggnar upp og
seldar hér í Rvík.
Sex þrotabú
voru gerð upp hér í bænum á
mánudaginn. Síður en ekki glæsileg
voru úrslitin. Eitt þeirra skuldaði
17000 kr., en átti einar 344 kr. upp
í þá skuld, annað skuldaði 81 n kr.
og átti rúmar 37 kr. upp í það. Þriðja
búið gat borgað 4 kr. 32 au. upp í
hverjar 1000 kr., sem á því hvíldu.
Langbezt stóð sig eina dánar-þrotabú-
ið, sem sé Sig. heit. frá Fjöllum. Það
gat borgað 15,41 °/0 af skuldunum.
Gjaldþrot virðast orðin langmesti
gróðavegurinn hér um slóðir. Að
skulda 17000 kr. og sleppa við 16636
kr. af því — það er gróði í lagi.
Roosevelt forseti
kom til Khafnar í gær og var tekið
þar með ódæmafögnuði, er oss símað
i gærkveldi seint. Hann dvelst í Kaup-
mannahöfn þangað til í kvöld. Býr
í konungshöllinni Chr. VII. Palæ. —
í dag á að halda honum dýrindis-
veizlu í ráðhúsi Kaupmannahafnar. —
Á morgun um hádegi kemur hann til
Kristjaníu og þaðan heldur hann til
Stokkhólms.
Vita-leysið hjá oss.
Gert að umtalsefni í parlamentinu.
Einn af þingmönnum frjálslynda
flokksins á Bretlandi, Wing mintist á
það í ræðu, er hann hélt í neðri mál-
stofunni brezku þ. 19. apríl, hversu
illa suðurströnd íslands væri skipuð
vitum. Skoraði hann á utanríkisráð-
gjafann Sir Edw. Grey að fara þess á leit
við stjórnarvöldin íslenzku, að reist
yrði vitakerfi á suðurströndinni Enn
mintist hann á, hve nauðsynlegt væri,
að gerð yrðu nokkuð víða smáskýli
með vistum, sem skipbrotsmenn gætu
leitað hælis í.
Einn undirráðgjafanna, Mc. Kinnon,
svaraði áskorun Wings. Sagði, að
stjórninni brezku nefði borist vitneskja
um, að íslenzk stjórnarvöld hefðu á
prjónunum að láta gera vita á Ingólfs-
höfða. Hann bætti því við, að stjórn-
arvöld hér hefðu ekkert á móti því, að
útlendir útgerðarmenn létu gera
skýli eins og Wing hefði talað um.
Kvað hann og stjórninni ant um, að
svofeld skýli kæmust upp, en enga
peninga fyrir hendi, sem leyfilegt
væri að nota í þessa átt. En hann
kvaðst mundu láta rannsaka ítarlega
þetta mál og vinna að því, að skýlin
með einhverju móti yrðu reist.
Skipaferðlr.
Botnía kom á rnánudagsmorgun, 2. þ.
m. frá Khöfn. Farþegar: Philipsen stein-
olíufólagsstjóri með fjölskyldu sinni, Jón
Laxdal tónskáld með sinni konu, And-
rós Björnsson cand. phil. ; ennfremur
Böving yfirróttarmálfl.m., sonur Bövings,
er eitt sinn var sýslumaður Snæfellinga
og konu hans Krist/nar Magnússen frá
Skarði. Hann er kominn hingað í kynnis-
ferð og verður hór mánaðartíma. Richard
Braun stórkaupmaður frá Hamborg, Frið-
þjófur Thorsteinsson o. fl. Frá Yest-
manneyjum: Gunnar alþm. Ólafsson.
Sterling kom til Khafnar 1. maí um
morguninn.
Lawoissier frakkneska varðskipið kom
hingað á sunnudaginn síðdegis.
Spítalaskipið frakkneska kom á
mánudaginn.
Bókafregnir.
Á guðs vegum (paa Guds Veje), hin
heimsfræga skáldsaga Björnstjerne Björn-
sons, kemur út í íslenzkri þýðingu í
sumar eða undir haustið. Bjarni Jóns-
son frá Vogi hefir þýtt.
Reykjavikur-annáll.
Aðkomumenn : Sig Þórólfsson skólastjóri
frá Hvltárvöllnm.
Aflabrögð : Tveir botnvörpungar islenzk-
ir, nýkomnir inn, Valnriun með 5000
og Freyr með 12000. Á sunnudag kom
inn þilskipið Hildur (eign Jóns Laxdals)
og hafði aflað 10.000. Hildur hefir aflað
alls á vertiðinni 32000 og er það óvenju-
mikill afli.
Guðsþjónusta. Á morgun verður aðeins
ein messa i dómkirkjunni, á hádegi. Dóm-
kirkjupresturinn fermir. — í Fríkirkjunni:
hádegismessa.
Hjálpræðisherinn minnist 15 ára afmælis
sins á morgun (uppstigningardag). 1 mai-
mánuði 1895 komu þeir hingað, Chr. Erik-
sen og ÍBÍendingurinn Þorsteinn Davlðssou
og hófu hjálpræðisstarfið. Síðan hefir her-
inn og starf hans aukist að miklum mun
og breiðst út um land alt. — Liknarstarf-
semi hersins hefir verið mikil og ýmislegt
annað þarft hefir unrið verið af hersins
hálfu t. d. stofnun ferðamannahælis o. fl.
Kl. 4 á morgun verður kaffisamkoma fyr-
ir gamalmenni, og enn 2 samkomur kl. 6
og kl. 8.
Sumarfagnaðurinn á laugardagskveldið
var afarilla sóttur, enda veður svo bölvað
og ósumarlegt sem verða mátti. Sumt var
skemtilegt á að hlýða, en annað voðalegt.
Veðrátta. Ekki batnar enn. Seint geng-
ur sumrinu að ná tökum á landi voru.
Snjór fallið i nótt, alhvit jörð í morgnn.
Fádæma-afleitar horfur til sveita.
Bankaóreglan á Akureyri.
Sighvatur Bjarnason bankastjóri hef-
ir tjáð ísafold, að það sé mishermi í
síðasta blaði, að ekki hafi neitt verið
gert af hálfu lögrelgustjórans á Akur-
eyri út af hvarfi Friðriks útibústjóra.
Lögreglustjóri hafi símað til sýslu-
mannsins á Eskifirði og beðið hann
rannsaka, hvort Friðrik væri um borð
í skipinu »Ingolf«, sem kom til Akur-
eyrar rétt um sama leyti og Friðrik
hvarf og hélt þaðan austur um land.
En um önnur skip en Ingolf og Láru,
er strandaði fám dögum síðar, hafi
naumast getað verið að tefla.
ísafold hafði fregnina um afskifta-
leysi lögreglustjórans eftir manni
norður á Akureyri, nákunnugum, svo
að par hafa fáir vitað af þessum ráð-
stöfunum lögreglustjórans, enda sagði
og Sighv. bankastjóri, að það hefði
verið á fárra vitorði.
Skýrsla um útibúsóregluna mun
verða lögð fyrir bankaráð Islandsbanka
í sumar á undan aðalfundi og verður
það þess að skera úr hvort og hvern-
ig birta skuli.
Mark Twain.
Hann var jarðaður í New-York þ.
25. apríl og viðhöfnin ákaflega mikil.
— Myndin þessi tekin af honum í
fyrra.
Stutt og laggott.
Af gnlli er hvergi framleitt eins mikið
og í Transvaal í Suður-Afríkn. í fyrra
nam framleiðslan 556 miljónum króna.
Bvenær náum vér íslendingar svo miklu
gulli úr jörðu?
Dómur var ónýttur fyrir skömmu i Paris
vegna þess, að nokkur vitni höfðu svarið
eið — með hanzka á höndnnum.
Seinustu kosningarnar á Englandi kost-
uðu 22’/2 miljón króna.
Elzti maður á Norðurlöndum á heima i
Lofoten í Noregi; bann er 113 ára gamall.
Jarðarför átti að fara fram i bæ einum
á Frakklandi fyrir sköramu, en hætti i
miðjum klíðnm. Likið spurði sem sé:
Hversvegna er s ona margt fólk hérna?
Barón nokknr, v. Muller var nýlega hand-
samaður. Hann hafði á einu ári átt 30
konurl
Páfinn hefir 35 skrifara til að sjá um
bréfaskriftir sinar.
í Málmhaugum og Kristjaniu verða heims-
sýningar 1914.
í Berlín eru 1256 miljónamæringar. Einn
af þeim á 43 miljónir, tveir 42 milj., o. s. frv.
Byggingar og lóðir i New-York voru i
fyrra virtar á 8400 miljónir dollara (rúmar
30000 miljónir króna).
Heimssýningin sem haldin er i Briissel
þetta ár, hófst 23. f. mán.
Rússneska rikið hefir einokun á brenni-
vlni. Tekjurnar af þeirri einokun nema
75°/0 af öllum tekjum ríkisins.
Það er verið að byggja skip eitt i Belfast,
sem verður langstærsta skip veraldarinnar.
Það á að heita The Olympic og White-
starlínan á það. Það verður 4.000 smá-
lestir. Lusitania og Mauretania, sem ganga
næst þessu, eru ekki nema 31000 smálestir.
Nýjasta uppgötvun í Ameriku: barna-
vöggur, sem gangtól eru I, er hreyfa vögg-
una og leika vögguvisnalög i senn.
1200 skip farast á ári hverju — eða
3—4 á dag að meðaltali.
í unglingaskólum Gyðinga á Spáni eru
veitt á ári hverju 200 kr. verðlaun fyrir
sannsögli.
Morð á Frakkjandi hafa á slðustu 30 ár-
um aukist úr 176 upp i 318 á ári.
Tveir ítalir eru um þessar mundir að
fara kringum hnöttinn — í tunnu. Þeir
búast við að verða 12 ár á leiðinni.
Stjörnufræðingum í Cambridge hefir tal-
ist svo til, að halinn á halastjörnunni, er
hér sást i janúar mundi vera 9.000.000 mílna.