Ísafold - 04.05.1910, Síða 3
ISAFOLD
105
Raddir hvaðanæfa.
Austur-Húnavatnssýslu, 22. marz 1910
Eg minuist ekki a(5 hafa heyrt nokkra
rödd, i blöðunum úr Húnavatnssýslu lengi,
og kann eg illa við það, þar eð flestir láta
nú til sin heyra og vaða herserksgang um
vígvöll stjúrnmálanna. Óvist þykir mér, að
Húnvetningar bafi þeim mun minni áhuga
á landsmáluin, sem þeir fara hægar i þeim
efnum en margir aðrir. »Kemst þótt hæg-
ara fari húsfreyjat, sagði Njáll forðum, og
finst mér það geti mjög vel átt hér við.
Eigi vil eg bregða út af þeim gamla og
góða sið bréfritara, að minnast fyrst með
fáeinum orðum á tlðarfarið og hag almenn-
ings, áður en farið er út i stjórnmálin.
Síðastliðið sumar var heyafli bænda hér
í sý8lu, eins og viða annarstaðar, með lang-
mestu móti. En mikið af útheyinu verkað-
ist ii!a og hefir þvi þurft æði mikið af
því í vetur. Veturinn einhver harðasti,
sem komið hefir tengi. Víða algerð inni-
staða á sauðfé siðan í árshyrjun og nú er
svo komið að viða eru öli hross komin á
gjöf. Alltilfinnanlegt er slikt, þar sem
þessi sýsla er ein hin hrossauðgasta sýsla
landsins. Yfirleitt hygg eg þó, að menn
hræðist ekki heyleysi, verði vorið ekki því
harðara, þar eð hey voru mikil síðastliðið
haust, eins og áður var drepið á. Sauðfé
mun hér vera með flestu móti i vetur.
Hagur bænda yfirleitt allgóður, þótt verð
á allri útlendri vöru sé nú geypihátt.
Allsvæsin taugaveiki hefir gengið á
Blönduósi í vetur, en fremur litið borist
út um sveitirnar. Að Hnsusum barst veik-
in þá og lagðist þar 13 manns. Slíkt mun
fremur fáheyrt. Samt dó þar enginn og á
Blönduós að eins einn maður, og má það
heita ve) sloppið. Nú er viðast huið að
sótthreinsa.
Miklum tiðindum þótti það sæta er fra-
vikningartilkynningin frá raðherra barst
hingað i vetur. Margir áttu hágt með að
trúa mikilvægum sökum á hendur þeim
Kr. Jónssyni og E. Briem. En menn átt-
uðu sig fljótlega á því, að hið mesta óvit
væri að kveða upp nokkurn dóm í því
máli, að bvo stöddu. Allar upplýsingar
vantaði til þess. En vonum bráðar fóru
að drífa hingað undirskriftarskjöl, frá
»Heimstjórnarhöfðingjunum« i Rvik. Það
á.tti svo sem að gripa menn glóðvolga, og
reyna að bin'da þá áður en unt væri, að
þeir gætu áttað sig á málinu. En þar
brást bogalistin. Minnihlutamenn treystu
um of á gamla taumhaldið á Húnvetning-
um, en þeir voru fyrir alllöngu búnir að
smeygja beizliau fram af sér og »létu því
ekki að stjórnc Nauðafáir »forskrifuðuc
ei? og í ýmsum sveitum fengust engir til
að sýna sneplana.
Húnvetnsku bændurnir skildu vel, hviiik-
ur háski var að segja við stjórnina: »Ef
þú skerðir eitt hár á höfði embættismann-
anna — ekki sizt þeirra, sem hæst eru sett-
ir — hverjar svo sem sakirnar eru, þá er
mér að mæta«. Auðvitað þyrði engin
stjórn, upp frá því, að hagga við nokkrum
embættismanni, þótt þeir á engan hátt væru
vaxnir þeim störfum, er þeim hefði verið
trúað fyrir, eða þá vanræktu þau háska-
lega. Hafa annars þeir alþýðumenn, sem
dæmt hafa frávikningu gömlu bankastjórn-
arinnar »óalandi og ófei'jandic, áður en
málavextir voru kunnir, gert sér það
fyllilega ljóst, að með því voru þeir að
tryggja sér algert réttleysi gagnvart
embættismönnunum? Var það tilætlunin?
Menn lásu biöðin með áhuga, en gekk
hálfílla að átta sig. Moldviðrið var svo
mikið, að illa sá til sólar. En fljótlega
fór flesta að gruna, að ekki mundi »alt
með felduc, við stjórn bankans. Svo kom
»Rauðabókin«, sem menn hafa kallað svo
og stuttu siðar »Athugasemdir og andsvörc
gömlu bankastjórnarinnar. Ohætt mun að
fullyrða að fáar bækur, hér um slóðir, hafa
verið lesnar með meiri vandvirkni. Og
hver er svo niðurstaðan ? TJm það er anð-
vitað ekki gott að segja með óyggjandi
vissu þegar um heildina er að tefla, þvi
engin atkvæðagreiðsla hefir farið fram um
málið, enda stundum ekki mikið á slikum
atkvæðagreiðslum að byggja. En eg hefi
ekki átt tal við einn einasta mann, um
bankamálsfarganið, sem ekki hefir viður-
hent, að óregla gömlu bankastjórnarinnar
hafi verið »megn« og eftirlitið »frámuna-
lega lélegt*. Og mér vitanlega hafa þing-
menn sýslunnar alls engar áskoranir fengið,
um að halda pólitiska fundi, út af
þessu máli. Mönnum hefir fundist það
óþarft. Aukaþing mun óhætt að fullyrða,
að heildin vill alls ekki hafa.
Mörgum verður fyrir að Bpyrja hvafJ
valda mum öllum ópum og óhljóðum minni-
hlutamanna, á hendur ráðherra, og hvort
þeir sjálfir trúi þvi nú, að hann sé »fól og
fantur«, vitske tur o. s. frv., sem þeir stöð-
ugt eru að klifa á, með einhverjum þeim
strákslegasta ritthætti, er sést hefir á (s.
lenzkri tungu? Nei, og aftur nei. Þessum
söguburði slnum festa þeir sjálfir, sumir
hverir, alls ekki trúnað á; það er min sam-
færing. Þeir ætla hann þeim, er ekkert
þekkja til. Hver mun þá orsökin til alls
gauragangsins? Jú, hún er tiltölulega auð-
fundin, þvi það vill svo vel til, að minni-
hlutamennirnir hafa sjálfir komið upp um
sig. Það er hin brennandi þrá þeirra að
ná aftur fullum yfirráðum yfir »kjötkötl-
unum«, til að missa engan einasta af
feitu bitunum. Góð sönnun fyrir þessu
er það, að i vetur þegar Lögrétta hafði
kveinað og kvartað yfir missi »kjötkatl-
anua« var það tekið til bragðs að draga
upp mynd af »kjötpott landsins« — hugðu
málverkið áhrifameira — og þeim, sem að
honum sætu, til að reyna að vekja með-
aumknn landsmanna með sér, yfir að hafa
mist þenna góða grip úr sfnum höndum.
Þeir þektu kosti ilátsins.
Leitt mun mörgum þykja, að Hannes
Þorsteinsson skyldi hætta ritstjórn, og láta
Þjóðólf af hendi. Og það hygg eg, að
mörgum hér um slóðir, þyki það blað ekki
hafa skift um til hins betra.
Eg er gamall Good-Templar og eindreg-
inn aðflutningsbannsroaður; hugði því frem-
ur gott til Péturs Zophoniassonar, sem rit-
stjóra Þjóðólfs. En eitthvað annað varð
uppi á teningnum og verulega hissa varð
eg, þegar eg las grein i 5. tölubl. Þjóðólfs
þ. á. með yfirskriftinni »Loftskeytin og
ritstjórinn Björn Jónsson«. Greinin er tek-
in atbugasemdalaust, og verður maður þvi
að álita, að ritstjórinn sé henni samþykkur
i öllum aðalatriðunum. Þar segir meðal
annars: »Annars er það raunalegt, að lita
til baka á æfi B. J. síðan 1895 eða 189ti.
Það er ekki einleikið, að i öllum stjórn-
málum landsins, sem rædd hafa verið frá
þeim tima, er ekki eitt einasta þeirra, nema
ef til vill1) bannlagamálið, sem hann hefir
ekki tekið i þá hliðina, sem ver gegndi og
var til óbeilla fyrir landið, að flestra áliti,
og það með slikum ofsa og ólátum, að alt
átti undan að láta«. Er nú svo komið að
P. Z. sé farið að þykja vafasamt, hvort
ráðherra Björn Jónsson, hafi tekið i þá
hlið aðflutniugsbannsmálsins, er betur
gegndi? Hinn 23. sept. f. á. færði þó P.
Z. ásamt embættisbræðrum sínum i Stór-
stúku íslands, ráðherra þakklætisávarp fyrir
starf og dugnað hans í því máli og er þar
réttilega tekið fram, að Good-Templarar eigi
honum, framar nokkrum einum manni öðr-
nm, sigur sinn að þakka, í bindindismálinu.
Þetta hélt eg, að yrði þungt á metum hjá
öllum sönnum Good-Templurum. Og hlægi-
lega vitlaus er sú fullyrðing, i áðurnefndri
Þjóðólfsgrein, að ráðherra Björn Jónsson
hafi að flestra dómi tekið i þá hlið sam-
bandsmálsins, er ver gegndi. Hvað sagði
atkvæðagreiðslan 10. sept. 1908?
,Betra er að vita rótt,
en hyggja rangt‘.
Það er sjálfsagt mikinn fróðleik að finna
í »Landshagsskýrslum« þeim, er stjórnarráð-
ið gefur út, og margt á þeim að græða
fyrir þá, sem kynua vilja sér hagi lands
0g þjóðar i ýmsum greinum, en þá er lika
nauðsynlegt, að skýrslnr þessar séu gjörð-
ar sem bezt úr garði, og svo réttorðar og
áreiðanlegar, sem framast eru föng á, ann-
ars geta þær gefið almenningi rammskakk-
ar hugmyndir um margt, og jafnvel varpað
óverðskulduðum skugga á saklausa menn.
Eg býst við, að menn hafi víðsvegar um
land veitt þvi athygli, sem stendur i Lhsk.
1908, um fjárskoðanir um áramótin 1906
—7 (113—124. bls.) með athugasemdum við
þær: að langflest sé af sauðfénaði í
Austur-Skaftafellssýslu (120. bls.) aðþar
hafl verið mest fjölgun sauðfjár á þrigg-
ja ára timabilinu frá 1903—4 til 1906
—7 (121. bls.) og að undandrátturinn í
búnaðarskýrslunum sé þar langmestur
(124. bls.). Sé litið á fjártöluskýrsluna,
eins og hún er prentuð i Lhsk. (113—116.
bls.), kemur það í ljós, að ályktanir þessar
stafa allar frá einni tölu, en það er tala
skoðaðs fjár i Bæjarhrepp (Lóni) sera er
7787, og er það svo geysi-há tala í saman-
burði við fólk-tölu breppsins (202 manns
alls við árslok 1906), að hún hefði átt að
vekja grunsemd hvers gætins þjóðmegunar-
fræðings. Það er að visu ekkert lagt út
af ástæðum þessa hrepps sérstaklega i at-
hugasemdunum, en allir geta séð, hvar á-
mælið fyrir undandrátt hlýtur að koma
harðast niður, þótt það sem tilgreint er
undandrættinum til skýringar, eigi þar fylli-
lega heima (almenn fjáreign vinnuhjúa) og
jafnvel fleiri orsakir (t. d. hefi eg frétt um
fóðrafé úr öðrum hreppi þenna vetur á ein-
um bæ hér i Lóni, 50 tals). Þessi sveit er
hin fámennasta hér i sýslu og þótt lengra
sé leitað, og þó ætti sauðfé í henni, eigi
aðeins að vera miklu fleira en i nokkurri
annari sveit Austur-Skaftafellssýslu, heldur
jafnvel fleira en i nokkrum öðrum hreppi
á landinu, að fráteknum þremur fjölmenn-
um hreppum i Árnessýslu (Grimsness, Bis-
kupstungna og Hrunamannahreppum). Á
hinu afskekta, strjálbygða og vanrækta
suðurhorni landsins hefði þá búið (og leynst)
langfjárríkasti mannflokkur á landinu, og
hefði þá sannast á oss málshátturinn: »Oft
er það í koti karls, sem kongs er ekki i
ranni«.
En allar slikar auðlegðar-ofsjónir hverfa
eins og reykur eða vatnsbóla, þegar það
kemur upp, að talan 7787 er komin til af
mislestri eða misritua, þótt eigi sé auðráð-
ið, hvernig það hefir atvikast. Samkvæmt
frumriti af fjárskoðunarskýrslunni frá ára-
mótunum 1906—7, er eg hefi fengið hjá
hreppstjóra Bæjarhrepps, var fjártala i þeirri
sveit við þá skoðun 4787, en 4 virðist hafa
verið lesið fyrir 7 og með þeim hætti bætt
3000 við sauðfjáreign Lónsmanna.
Stafafelli 26. nóv. 1909.
Jón Jónsson.
') Leturbreytingin gerð af brófritaranum.
SMstofa Kvenréttindafélagsins.
Kvenróttindafólagið hefir n/lega opn-
að skrifstofu hór í bæ. Þar er konum
veitt góð ráð og leiðbeiningar, einkum
lögfræðislegs efnis.
Þetta er nýtt hjá okkur en altítt
með erlendum þjóðum. Stjórnmála-
flokkar, fólög og forgöngumenn nyrra
hreyfinga hafa þráfaldlega slíkar skrif-
stofur. Þykja þær gefast vel, sumpart
til að bjálpa í bili umkomulitlu fólki,
sem verður fyrir óhöppum eða yfirgangi,
sumpart til að útbreiða nytsama þekk-
ing meðal þeirra, sem annars mundu
fara hennar á mis.
Einmitt í þessu efni er þörfin ákaf-
lega brýn. Staða kvenna í þjóðfélaginu
er óðum að breytast og batna, breytist
meira nú á einum áratug, heldur eu
fyr á heilli öld. Áður náði verkahring-
ur kvenna ekki út fyrir heimilið, en nú
opnast þeim skyndilega aðgangur að
mentastofnunum, að ýmsum sjálfstæðum
atvinnugreinum, að kosningarrétti, þótt
hann só takmarkaður enn. í stuttu
máli: þeim opnast margir nýir vegir,
róttindi og skyldur leggjast á herðar
þeirra; mikið er undir því komið hvort
róttindin eru notuð til gagns, og skyld-
urnar uppfyltar. Þar er undirbúningur-
inn nauðsynlegur og sjálfsagður, og hór
er, að eg vona, stigið spor í rétta átt.
Samt er þetta sú hliðin, sem ekki
ber sýnilegan ávöxt fyr en eftir all-
langan tíma. Hin hliðin, sú sem meira
ber á nú þegar, er engu ónauðsynlegri.
Löggjöfin og almenningsálitið hefir í
margar aldir sett konur skör lægra en
karlmenn. Og af slíku eimir lengi eftir,
og verður orsök margs konar ranglætis,
sem kemur fram við þær í daglegu lífi.
Þetta finna frjálslyndir menn í öðrum
löndum mjög vel. í Danmörku vekja
gjörbreytingamenn oft máls á, að kon-
urnar hefðu langmestan hag af, ef lög
gjöf landsins í heild sinni væri hreinsuð
og endurbætt, Lögin stafa nefnilega
frá þeim tímum, er mismunurinn á að-
stöðu karla og kvenna í lífsbaráttunni,
var miklu tilfinnanlegri en nú. En
meðan leifarnar af þessum gömlu hindr-
unum eru enn til, að nokkru leytl, þá
þurfa konur að vera á verði, gæta þess,
að róttur þeirra só ekki fyrir borð bor-
inn, ef unt er að sporna við því.
Kvenróttindafólagiö hefir þannig að
mínu áliti gert þarfaverk með því að
opna konum aðgang að slíkum leiðbein-
ingum, þótt ekki só hart á stað farið.
Eg veit, að sumir telja þessa tilraun
hégómann einberan, en þeir sem sjá —
og muna, vita að hór er nóg verkefni.
Og það er konum, ásamt þröngsýnum
karlmönnum að kenna, ef þessi nýopn-
aða skrifstofa verður ekki vel notuð.
Hugmyndin snýr í rótta átt, og fram-
boðnir kraftar góðir.
K.
Stærsta hænsnabú Eitthvert stærsta
heimsins. hænsnabú á Eng-
landi er Orpington
House í suðurhluta landsins. Þar eru
oft samankomin 10.000 hænsni í einu,
af öllum kynjum og ættum. Eigandi
hænsnahússins hefir þrásinnis selt hana
sína, þá er fágætastir eru og beztir til
undaneldis fyrir 50 sterlingpund hvern
eða 900 krónur og við hliðlna á skrif-
stofu eigaudans er herbergi, sem notað
er eingöngu til þess að syna í því heið-
urspeninga þá, er hænsnin hans hafa
fengið á sýningum víðsvegar um heim.
í fyrra voru flutt út mörg þúsund
þessara methænsna út um öll lönd; sum
fóru til Indlands, Ceylon, Kína og Jap-
an, önnur til Suður-Afríku, Ástralíu og
Bandaríkjanna. Mönnum telst svo til,
að þarna só ungað út um 5000 kjúkl-
ingum aðra hverja viku alt árið í þar
til gerðum klakvólum. í fyrra voru
rituð 18.250 bréf á skrifstofu hænsna-
hússins, eða um 50 á dag að meðaltali.
Svo eru viðskiftin mikil og víðtæk.
Hænsnahús þetta er víðfrægt orðið og
þykir mesta fyrirmyndarstofnun, og
þangað koma menn að úr öllum álfum
heims til að kynna sór nýjustu og beztu
aðferðir við hænsnarækt.
Jólagjafir London er sá bær, sem
miljðnamanna. mest er heimsóttur af
auðmönnum, sem ráð hafa
á að kaupa hvern þremilinn, sem vera
skal — og því eru þar dýrastar og
glæsilegastar jólagjafir. Fyrir síðustu
jól hafði verið sórstaklega dýrlegt að
horfa í gluggana á stórbúðunum. Þar
voru barnaflugvólar, sem kostuðu frá
400—5000 kr., járnbrautir frá 1000—
10.000 kr. og herskip fyrir sama verð.
Það er alt nákvæm stæling á þessrim
samgöngufærum og þvf ekki dýrt í sjálfu
sér. Handa telpum eru brúðurnar altaf
beztu gjafirnar. En það er altaf að
verða erfiðara og erfiðara að gera dætr-
um auðmannanna til hæfis. Brúðuhús
eitt, sem pantað var af dóttur banka-
eiganda eins vellauðugs, vakti mikla at-
hygli. Húsið er 7 fet á lengd en 51/,
á hæð og er fjórloftað. í því eru 14
herbergi auk eldhúss og kjallara og bað-
Próf
yfir öllum börnum á skólaskyldum aldri, er notið hafa heimakenslu á
iðnum vetri, verður haldið i barnaskólanum þriðjudaginn þ. io. þ. m. —
Þann dag kl. 8. f. h. verða því öll þessi börn að koma til prófsins ásamt
kennurum þeirra. Ef út af er brugðið varðar það sektum eftir fræðslulögunum.
Reykjavík, 4. maí 1910.
Fyrir hönd skólanefndarinnar.
Páll Einarsson.
herbergis, sem í er vatnsleiðsla. Her-
bergin eru að öllu vel búin og 1 mat-
arskápnum í borðstofunni er borðbún
aður handa 48 manns. Húsgögnin í
dagstofunni hafa kostað 200 krónur, í
borðstofunni jafnmikið og f svefnherberg-
inu 140 krónur. Brúðufólkið, sem heima
á þarna, húsbændurnir með þrem börn-
um, sjö vinnukonum, þremur þjónum
og fimm gestum, hefir kostað 500 kr.
En alt hefir þetta kostað 2600 krónur.
Þess skal getið til gamans, að mörg ensk
börn eiga brúður með tveim höfðum.
Ánnað er sólskinsbjart af kæti og á að
nota á virkum dögum; hitt er sorgbit-
ið og er ætlað sunnudögunum. Þá bið-
jast sem só Englendingar mikið fyrir,
sem kunnugt er.
Einkennílegir I París var nýlega haldið
uppboðsmunlr. uppboð mikið og þar selt
meðal annars fjöldi muna
frá dögum stjórnbyltingarinnar miklu.
Þar var t. d. seld ein blóðöxi (Guillo-
tine), ein af þeim, sem notuð hafði ver-
ið til að hálshöggva með í þann tfð.
Þessar axir höfðu annars verið ónýttar
flestar eftir byltinguna og því seldist
lessi ærnu verði. Sýslumaður einn úti
á landsbygðinni, hafði pantað hana árið
1791 og notað hana óspart.
Mannslát
Hinn 10. febrúar siðastliðinn, andaðist
að heimili sinn, Brekku i Gufudalssveit Hall-
dór Hallgrímur Bjarnason Hann var
fæddur á Kvennabrekku í Dölum 27. ágúst
1839. Foreldrar hans voru: síra Bjarni sið-
ast prestur í Garpsdal Eggertsson Bjarna-
sonar landlæknis, og Guðrún Grímsdóttir;
hann ólst upp hjá foreldrum sinnm þar til
hann kvongaðist Rannveigu Þorsteinsdóttur
prests frá Gufudal, sem er dáin fyrir 12 ár-
um. Haltdór sál bjó fyrst f Garpsdal eitt
ár. Þaðan fluttist hann að Gautsdal i sama
hreppi, og bjó þar 7 ár, flutti svo vestur
1 Gufudalssveit og bjó þar í 28 ár lengst
af á Gróunesi. Þau hjón eignuðust 3 börn;
2 dóu ung en eitt er á lifi: Guðrún gift
ÁndréBÍ Ólafssyni, og var Halldór sál. hjá
þeim eftir að hann misti konuna. Halldór
sál. og þau hjón ólu upp nokkur börn vanda-
laus. Hann var mesta ljúfmenni, ástrikur
eginmaður, faðir og fósturfaðir, gestrisinn
og góður heim að sækja. Mun því minn-
ing hans lengi kær fleirum en vandamönn-
um haus.
S. G.
Á uppboðinu var og seldur hringur
með nokkrum höfuðhárum af Lúðvíki
XVI, fyrir 1000 frk. Helgríma Mirabeaus
var seld sama verði. Ruggustóll, sem
Rousseau hafði átt, fór á 400 franka,
tjaldsæng Moreaus hershöfðingja á 225
franka, o. s. frv., 0. s. frv.
Hrottaleg Dómari einn í Norður
uppástunga. Dakota f Ameríku, Charles
Amudon að nafni hefir ný-
lega flutt ræðu í borginni Fargo og lagt
það til, að líflátnir sóu allir verulegir
glæpamenn og geðveikir, þeir sem ekki
verða læknaðir. Hann hólt því fram,
að það væri ósanngjarnt að kosta jafn-
miklu til glæpamanns í fangelsi eins og
æskumanns við háskóla, einkum vegna
þess, að nærri enginn verulegur glæpa-
maður yrði að manni nokkurn tíma.
Þessvegna ætti að lífláta þá og sömu-
leiðis geðveika, sem ekki yrðu læknaðir,
sjálfra þeirra vegna.
Bumannsvit Leopold Belgíukon-
Leopolds konungs. ungur, þótti bú-
hyggjumaður hinn
mesti og framúrskarandi hagsýnn bæði
fyrir land sitt og sjálfan sig.
Stjórnmála maður einn hefir ritað grein
um Leopold í tímarit eitt og segir þar
nokkrar smásögur um það hver refur
konungurinn var. Höfundurinn fór eitt
sinn til Brússel og átti að semja við Leo-
pold um ákveðið málefni. Konungur tók
honum einstaklega vingjarnlega óg mað-
urinn varð frá sór numinn af öllum þess-
um konuuglegu atlotum. Síðan sá hann
þó eftir þvf, að hann hafði látið bera
svo mikið á aðdáun sinni, því að hann
frétti að konungurinn hefði ætlað að gefa
sór vindlingahylki úr gulli, en hætt við
og látið hylkið kyrt í vasanum og sagt
sem svo út í frá á eftir: »Hví skyldi
eg vera að gefa þessum unga manni
gjafir úr því að hann er svona hrifinn
af viðtökunum einum ?«. Allir aðstoðar-
mennirnir hjá enska sendiherranum í !
Brussel, fengu að gjöf vindlingahylki úr
gulli þá er þeir voru í áheyrn í síðasta
sinn hjá konungi — segir höf. frá enn-
fremur. En þegar þeir voru komnir
heim til sín, kom þjónn frá kon-
ungi og bað um hylkin aftur og kvað
konung hafa gleymt að láta grafaáþau
fangamark sitt. Þjóninum voru fengin
hylkin og eigendurnir sáu þau aldrei
framar. Sennilega hefir farið á sömu
leið fyrir sendiherrum aunara ríkja.
Höfundur skýrir frá, að Leopojd og
Franz Jósef Áusturríkiskeisari hafiverið
hatursmenn miklir og segir það hafa
verið alt frá því er Rúdolf krónprins
var jarðaður. Óðara en Leopold var
kominn til Wien, gerði hann boð eftir
utanríkisráðgjafanum f Austurríki. Hann
kom og bjóst við að hitta konung sorg-
mæddan út af afdrifum tengdasonarins
— og varð því forviða, er konungur lék
við hvern sinn fingur eins og ekkert
hefði í skorist. »Eg vil láta skrá hlut-
ina í stálfólagi Belgfu í kaupmannahöll-
inni í Vínarborg. Eg á sjálfur hluti í
fyrirtækinu, svo að þer getið skilið að
mór er umhugað um þetta.« Utanríkis-
ráðherrann sagði Franz Jósep keisara frá
þesBU, en hann stórreiddist og og vildi
eftir þetta ekkert eiga við Leopold saman
að sælda.
Mmni Vísindamenn vorra tíma hafa
mannanna. ótrúlegt minni á ýms fræði-
orð, sem notuð eru oft í vís-
indagrein þeirra. Asa Gray prófessor
sagðist t. d. muua nöfn á hérumbil 25.
000 jurtum og Theodor Gill prófessor
sagði hið sama um fiskanöfn.
Minni á orð er miklu þroskaðra held-
ur en menn halda alment. Tveggja
ára gamalt heilbrigt barn hefir um 200
orð á valdi sínu, en faðir þess venjulega
um 20,000 orð. í hinni helgu bók Ind-
verja, »Rigveda«, eru um 10.000 vers;
þau hafa geymst í minni landsmanna í
5000 ár og enn í dag eru til margar
þúsundir af Indverjum, sem geta haft
þau yfir orðrétt. Mörg hundruð þús-
undir Múhamedstrúarmanna kunna allan
kóraninn reiprennandi utanbókar og allir
mentaðir Kínverjar kunna kínversku
gullaldarbókmentirnar upp á tíu fingur.
Polynesiskir höfðingjar kunna mörg
hundruð þúsund orð og tölur úr ættar-
tölum sínum og það fara í það margir
mánuðir að þylja þær upp. Ýmsir hljóð-
færaleikarar geta leikið á hljóðfærið marga
heila daga f röð eftir minni eingöngu.
Verkfall Konur þær, sem vinna á
I Pittsburg. talsímastöðinni í Pittsburg
hafa nýlega gert verkfall
og sú er ástæðan þessa, að yfirmaður
þeirra hafði bannað þeim að láta skrýfa
hár sitt eða vera í Ijósleitum fötum.
Þeim þótti þetta ilt sem von var og svör-
uðu með brófi til símastjórans, þar sem
þær fóru fram á það við hann, að hann
keypti sór annan hálsklút, því að sá sem
hann væri með, væri ekki fallegur á lit-
inn. Þeim var svarað aftur með því að
færa niður laun þeirra og þá svöruðu
þær enn — með verkfalli.
Ritstjóraskifti
eru að verða við bannfjendablaðið
Ingólf. Konráð Stefánsson látinn —
af ritstjórn, en Andrés Bjornsson cand.
phil. tekur við.
Til allskonar^O
leimltis-notkunar.
rviöi við fcvott og
jtingu á heimilunum
ður helmingi minna*,
gar Suntight sápan,J
er notuð.
1696