Ísafold - 01.06.1910, Síða 2

Ísafold - 01.06.1910, Síða 2
134 ISAFOLD Nýkomið í verzl. DAGSBRÚN Haröir hattar frá 2,45—645. kr. tn., því mikið kom meira en unt var að selja út um bæinn, og kaup- menn bættu að kaupa þau. Liggja enn miklar birgðir óseldar hjá kaup- mönnum, bæði af innlendum jarðepl- um og útlendum. — Minka mun hvötin til að rækta jarðepli og flytja þau langt, ef niður fyrir 8 kr. fer tn. Eggin. Likt mun segja mega um fram- leiðsiu eggjanna. Þó lítið sé af þeim innlendum á haustin og veturna — meðan nálega engin hæna verpir hér á landi — þá eru svo miklar birgðir til af útlendum eggjum, að viðogvið er fúleggjunum varpað í sjóinn. Og varla held eg að borgaði sig fyrst um sinn, að gera járnbraut til þess að flytja eggin á henni. — Annars er hænsa- ræktin lítil tekjugrein á flestum stöð- um. Sé nokkuð til muna keypt af kornvöru til hænsafóðurs, þarf mark- aðurinn fyrir eggin að vera góður og viss, ef hæns á að vera meira en mat- vinnungur, sem ekki verpir nema 100 eggjum á ári, þó að þau verði flutt kostnaðarlaust á markaðinn. Mjólkin. Hvernig er honum varið þessum »ágœta nýja markaði Jyrir mjólk á óll- um tímum árs« ? Margir hafa kúabú í Rvk, sumir stór, t. d. Vilhjálmur á Rauðará, um 20 kýr. Svo er líka flutt til bæjarins nú orðið mjólk úr meginhluta þriggja hreppa: Seltjarnaneshr., Bessastaðahr. og Mosfellssveit. Auk þess var í sum- ar flutt daglega mikil mjólk afKjalar- nesi; einnig í vetur annan daginn oft- astnær. Nú er líka orðið öðruvísi en var, þegar mjólk í Rvk vantaði nálega árið um kring. Svo var mjólkin mikil er á leið júnímán. og í júlí, að illa gekk að selja hana. Var gert talsvert af skyri, og farið með dálítið heim aftur. I ágúst fór hún að seljast tregðu lítið og mun þá hafa verið nægilega mikil. í september og oktober varð mjólkin of lítil, og varð þá allmikil eftirspurn eftir henni. Þegar kom fram i nóvember kom aftur fullmikið, tregt að selja og talsvert gert af skyri. Því tregara í desember, meira gert af skyri, mysu helt niður og nokkuð af mjólk sent heim aftur. Lækkaði hún þá í verði. í janúar, febrúar og marz hefir ver- ið almenn umkvörtun um, að illa gangi að selja mjólkina. Sumir sögðu mér (í janúar og febrúar), að þeir gætu ekki selt nærri alla mjólk, er þeir mættu missa, jafnvel ekki meira en helming- inn, stöku maður. Ef komið hefði nú í viðbót mjólk úr Flóanum, sem nokkru nam, fyrir bændur þar alment, t. d. úr 500 kúm, sé eg ekki hvað hefði orðið úr henni — annað en að þvo göturennurnar i sumar og gera skautafæri í vetur •—. Eða, ætli Flóamenn vildu borgaflutn- inginn heim aftur fyrir skemda mjólk: súra eða gaddaða? Átján aura, var verðið í sumar og haust, sem framleiðendur fengu alment fyrirnýmjólkurpottinnfluttantilRvíkur. En nú er það 16 a. og niður að 13 a. pt. Útsalan í smámælum er 2 a. hærri. Flutningskostnaður á mjólk- inni er mjog misjafn eftir vegalengd o. fl. ástæðum. Svo er hann mikill hjá þeim, er lengst flytja, að þeir fá nú minna en 10 a. jyrir pt. aj ný- mjólk. Það er einkum flutningskostnaður- inn, sem er og verður altaf dýrari hér en í flestum öðrum löndum. Líka Nýkomið í verzl. DAGSBRÚN Silki í svuntur svart og mislitt frá 5,45—14,25 í svuntuna. mun fóður kúnna dýrara en utanlands, í Rvík og þar í grend — meðal ann- ars vegna gífurlegrar verðhækkunar á landinu eftir framleiðslunni. — Inni- staða lengri, heyskapur seintekinn og kostnaðarsamur, og allur fóðurbætir útlendur miklu dýrari. Það er því hvorki okur né óskiljan- legt — eins og sumum virðist — að mjólkin er og verður að vera dýrari í Rvík en öðrum löndum. (Nl.). Helztu fyrirhugaöar vegabætur sumariö 1910. Þær eru sem hér segir, er lands- sjóður kostar að öllu leyti eða nokkuru og lætur framkvæma þær: Mesta vegabótamannvirkið verður brúargerð á Norðurá, á flutningabraut- inni upp Borgarfjörð. Til hennar eru ætlaðar 30,000 kr. Verkstjóri við stöplahleðsluna verður Guðjón Bach- mann, með tilsjón landsverkfræðings- ins (J. Þ.). Grímsnesbraut, upphaf hennar, frá Sogsbrúnni, er þar næst, með 10,000 kr. tilkostnaði og verkstjórn Erl. Zakaríassonar. Þá verður byrjað í sumar á Hún- vetningabraut, vestur á leið frá Blöndu- ós, fyrir 4,500 kr., og stendur fyrir því verki Páll Jónsson frá Akureyri. Fjórða flutningabrautarvinnan verður í Þingeyj’arsýslu, upphaf Reykjadals- braútar, frá Húsavík, fyrir 10,000 kr. Þar er verkstjóri Árni Zakaríasson. Enn á að verja í sumar 5000 kr. til umbóta á Holtavegi, með stjórn Tómasar Petersen. Að viðhaldi flutningabrauta verður unnið: á Fagradal fyrir 3000 kr., verkstjóri Jón ísleifsson frá Eskifirði; að Austurbrautinni fyrir 5000 kr., aðallega á kaflanum frá Reykjavík upp undir Sandskeið, með stjórn Tómasar Petersen, og að Þingvallabrautinni fyrir 2000 kr., verkstj. Guðjón Helgason frá Laxnesi. Þetta voru nú flutningabrautirnar. Þá koma þjóðvegirnir. Þar er efst á blaði brúargerð á Laxá í Hornafirði með vegarspotta að henni. Kostnaður áætlaður 10,000 kr. Verkstjóri Jón Jónsson frá Flatey í Suðursveit. Þá er Mosfellssveitarvegur með 6000 kr. Verkstj. Skúli Guðmunds- son. Skaftárhraunsvegur með aðrar 6000 kr. Verkstj. Þorvaldur Jónsson frá Hemru. Stykkishólmsvegur enn með 6000 kr., aðallega brú á Kaldá. Verkstj. Pétur Þorsteinsson. Þessu næst eru ætlað^r 4000 kr. til Lagarfljótsbrúarvegar, frá brúnni að byrjun Fagradalsbrautar. Verkstj. Jón ísleifsson frá Eskifirði. Geysisveg á að umbæta, frá Þing- völlum, fyrir 3000 kr. Verkstj. Guð- jón Helgason. Sömu fjárhæð á að verja til vegar milli Gilsfjarðarbotns og Hrútafjarðar- botns. Verkstj. Ingimundur Magnús- son. Til að varða Þorskafjarðarheiði verð- ur varið 2000 kr. Verkstj. Ingim. Magnússon. Utan þjóðvega er fyrirhuguð brú á Sandá í Þistilfirði, sem á að kosta 10,000 kr. Verkstj. Árni Zakaríasson. Loks er vegur fyrir Múlann, frá Hvammstanga í Miðfirði, réttast nefnd- ur Línakradalsvegur. Hann á að kosta 10,000 kr., er landssjóður leggur til helminginn. Verkstj.DaníelHjálmsson. Bókafregnir. Um verzlun fslands heitir bækling- ur nýútkominn, og er það erindi, sem hinn fjölfróði sagnfræðingur S i g h v. Gr. Borgfirðingur fluttiíReykja- vík þ. 20. febr. 1910. Erindið er mjög fróðlegt og n/tilegt fyrir þá, er gaman hafa af fróðleik úr sögu lands síus. — Bókin kostar 30 a. Hennar verður nánar minst síðar hér í blaðinu f sambandi við önnur ritstörf þessa fræðimanns. Vefnaðar- vörur Léreft, Flannelette, Tvisttau, mjög fjölbr. úrval, verð afarlágt. Klæði í peysuföt frá 2.48—5.48. Falleg Kjólatau, ull og baðmull, frá 0.38—3.10. Góð Gardínutau frá 0.32—0.75. Handklæða- og þerru-dregill frá 0.10—0.45. Alls konar Fóðurtau í kven- og karlmannsfatnaði. Leggingar, mjög smekkl. úrval, o. m. m. fl. gott og ódýrt í verzlunina DAGSBRÚN. Ritstjóri Ingólfs og bannmálið. Ingólfur hefir fengið nýjan ritstjóra, sem »skipar sér undir merki »Sjálf- stjórnar«mannaf, þó með nokkrum samvizkunnar mótmælum af því að það kunni að vera »nokkuð nærgöng- ult við heiður þjóðarinnar, að reyna að fá hana til þess að taka aftur það, sem hún hafði sagt«. Hann hefir þó friðað samvizkuna með því, að ef einstaklingar eigi leiðrétting orða sinna og gjörða, þá eigi heil þjóð ekki að vera réttlægri, Og með því, að í þingræðislöndum sé minni hlutinn sí og æ að reyna að sannfæra meiri hlutann um það, að hann hafi rangt fyrir sér og eigi að skifta um skoð- un og fáist enginn um það. En þessi samvizkufriðun er ekki annað en sjáifsblekking ritstjórans, og vil eg reyna að opna á honum augun. 1. Þjóðin er ekki réttlægri en ein- staklingar þó að hún verði að vera seinni á sér en einstaklingar að taka aftur orð sín. Orð hennar er þeim mun merkara og gildara en einstaklinga, að hún getur ekki talað það og það með atkvæða- greiðslu sérstakri (plebiscit) eftir þriggja ára undirbúning, svo að henni sé vansalaust að taka það aftur. Hverjum einstakling er það og nauðugt að verða að taka aftur orð sín, og eg geri ráð fyrir, hvaða álit sem ritstjórinn hefir á þessu vel undirbúna þjóðaratkvæði, þá sé hann hér ekki að bera það saman við það, er einstaklingar leiðrétta flapurmismæli sín. Kæmi það samt fyrir, að þjóð yrði að taka aftur orð sitt, og bera heldur kinnroða fyrir fljótræði en að gera það ekki, þá yrði nauðsynin á því að véra orðin augljós, svo augljós, að varla þarf að eyða orðum að því, að slík nauðsyn getur ekki í bannmálinu augljós orðið að óreyndum bannlögunum. Það mun ekki ritstjóranum né Sjálfstjórn takast að telja neinum trú um, að tilraun til að útrýma þjóðartjóni, sem er alheimsböl, sé ekki þess verð að gera hana og sjá, hvort af þeirri útrýming staf- aði annað tjón álíka eða meira. Færi svo ólíklega, þá væri sjálf- sagt að taka orðið aftur og met- ast ekki um heiðurinn, enda væri þá orðið vansalaust, þótt svo sé ekki að óreyndu. 2. Hér getur ekki neinn samanburð- ur átt sér §jað við það, er minni hluti reynir að sjálfsögðu að verða meiri hluti við kosningar og að beina stefnu í þjóðmálum alment i þá átt, er honum geðjast bezt. Hér er um það að ræða, að þjóðin hefir sjálf með sérstakri atkvæða- greiðslu um ákveðið mál ráðið til lykta, hver vera skuli úrslit þess máls. Og þótt úrslitin hefðu ekki orðið svo viturleg, sem eg hygg þau hafi verið, þá var sjálf- sagt að hlíta úrskurði þjóðarinnar, þá hefði þingið engin bannlög sett. Nú er það orðið að til- hlutun þjóðarinnar, að þingið hefir sett lögin, og það stendur fast, að það væri of nærgöngult við heiður hennar, ef nokkur ætlast til, að hún ónýti úrslit þau, er hún sjálf hefir ráðið og slái svo eigið þing sitt á munninn fyrir að hafa gert það sem hún sagði því að gera. Enda munu yfirleitt góðir menn þjóðarinnar ekki hyggja á slíkt, þótt þeir persónulega séu efablandnir um gagnsemi bannsins. Og auðvitað hefir fyrir komið, að þjóðaratkvæði hefir reynst misráð- ið, en ekki mun ritstjóri geta bent á dæmi þess, að það hafi verið látið óframkvæmt. Vel er mælt af ritstjóra, að bjóða fram og biðja um kurteisi og vil eg mæla með því og skjóta til ýmsra, er hafa ritað um mál þetta, sem ekki er flokksmál og ætti að vera óþarfi að hleypa í flokksbeiskjunni. Eg vona, að tnér hafi tekist að rita svo kurt- eislega og halda mér við málið, að einu gildi um nafn mitt og nefnist Klangur. Veðrátta vikuna fr& 22.-28. mai 1910. Kv. if. Bl. Ak. Gr. Sf. Þh. Sunnd. 8,6 4.1 2.0 4,0 8,6 4,6 9,6 Mánud. 8,0 7,1 4,9 12,0 9,0 9.1 8,7 Þridjd. 8,8 9,0 10,9 12,6 18,0 6.1 8,0 Miðvd. 9,0 8.3 10 2 12.0 11,6 12,5 98 Pimtd. 6,2 7,0 6,1 8,0 8,6 6,4 10,0 PöBtd. 8,6 5,2 6,7 9,0 7,2 6,7 b, 4 Laugd. 6,8 5,0 6,0 9,0 6,6 6,2 8,0 Bv. = Reykjavik; íf. =*= IsafjörOur; Bl. = Blönduós; Ak. = Akureyri; Qr. = Qrimsstaöir; Sf. = SeyöisQöröur ; í»h. = Þórshöfn i Fœreyjum. Landbúnaðarnám í Danmorku. Hið konunglega danska Landbúnaðar- félag hefir ákveðið að taka að sér að útvega unglingum, sem landbúnað vilja nema, vinnumensku á góðum bónda- bæjum í Danmörku — fyrir i. nóv. hvert ár. Þessir menn eiga að vinna 2 ár — á vegum félagsins — sitt árið á hvorum stað. Launin eru 175 kr. fyrir fyrra árið, 200 kr. hið síðara. Nemendur eiga að halda dagbók. Ungir íslendingar geta komið til greina, ef þeir kunna dönsku og hafa verið eitt ár við landbúnaðarnám í Danmörku. Þenna undirbúning vill félagið taka að sér að útvega með hæfilegum kjörum. Þeir nemendur, er óska að fá vinnu- mensku 1. nóvember 1910, verða að vera 17 vetra, og eiga að senda umsókn- arskjal, er þeir sjálfir hafi ritað, til félagsins (Vestre Boulevard 34, Köben- havn B), innan loka ágústmánaðar, og láta fylgja með því 1. skýrslu um fæðingarstað, fæðing- arár og foreldranöfn, 2. vitnisburð um hegðun, siðgæði og skólalærdóm, 3. læknisvottorð um vöxt og heilsufar, 4. vottorð frá fyrri húsbændum um, að pilturinn sé vel vinnufær, 5. ef umsækjandi er ekki fullra 18 vetra, verður vottorð um samþykki frá föður hans eða iögráðanda að fylgja með. Nemandinn verður að hlíta hinum dönsku vinnuhjúalögum. Eitt af mörgum? Um sjálfskuldarábyrgðarlán eitt í Landsbankanum er Norðurlandi ritað úr Siglufirði: Maður þar í kauptúninu hafði fyrir liðugum 4 árum gengið í sjálfskuldar- ábyrgð fyrir annan mann fyrir 500 kr. láni. Allan þennan tíma frétti ábyrgðarmaðurinn ekkert af láninu og bjóst við, að það væri borgað, eða þá i góðum skilum hjá bankanum. En í vetur fekk ábyrgðarmaðurinn alt í einu stefnu til þess að mæta í Reykja- vík vegna þessa láns. Það var sem sé alt óboigað, en ekki nóg með það. Af láninu höfðu aldrei verið borgaðir vextir frá því það var tekið og var þvf skuldin komin hátt á 7. hundrað króna. Hafi likt staðið á um mörg sjálf- skuldarábyrgðarlán bankans, virðist ekki ofsagt, að þau hafi verið »herfilega vanrækt*. Mótmæli gegn aukaþingi. ísafold hafa enn borist mótmæli gegn aukaþingi úr Landhreppi í Rang- Nýkomið í verzl. DAGSBRÚN Karlmannafataefni frá 12,25—39>5° í fötin. árvallasýslu, samhljóða þeim, er birtust í næstsíðasta blaði. Þessir alþingiskjósendur hafa undir- ritað þau: Guðmundur Árnason bóndi í Vatnagarði, Sigurður Magnússon bóndi á Leirubakka, Eyólfur Finn- bogason, Galtalæk, Ólafur Ólafsson bóndi í Ósgröf, Finnbogi Höskulds- son bóndi í Skarfanesi, Jón Höskulds- son bóndi á Irjum. Er oss skýrt svo frá, að h v e r einasti kjósandi í þessum hreppi hafi nú mótmælt a u k a þ i n g i; mótmæla kvað og von víðar að úr sýslunni. Er það trúa vor, að skamt verði þess að bíða, að meirihlutinn á Stórólfshvolsfund- inum verði remmilega kveðinn í kút- inn. \Týr hvalabátur. Ellefsen kom laust fyrir miðjan maí til landsins á nýjum hvalabát, sem hann hefir látið smíða til viðbót- ar við flota sinn. Báturinn heitir S n o r r i. Islandsglíman. Hún verður háð þ. 12. júní. Auk margra glímukappa héðan úr bænum munu taka þátt í henni 3 glímumenn norðan af Akureyri. Þeir koma þ. 6. þ. mán. á Austra. Ennfremur er von um, að úr Stykkishólmi komi glímu- maður og loks einnig af ísafirði. Professor Olsen. norrænufræðingur norskur og kenn- ari við háskólann i Kristjaníu kom hingað á Botníu síðast. Hann ætl- ar að dvelja hér á landi i sumar til þess að kynna sér mál vort. Dakkarskeyti barst ráðherra nýlega, frá Björn- sonsfjölskyldunni á Aulestad fyrir sam- úðarsímskeyti það, er hann, fyrir lands- ins hönd sendi ekkjunni, eftir fráfall skáldkonungsins. Segir þar m. a.: »Okkur þótti öllum vænt um að fá vitnisburð um, að minning Björnsons er í heiðri höfð og hlýlega minst hjá frændum vorum á íslandi.« Börn drukna.jj Á Þorbraúdsstöðum í Vopnafirði varð það hörmulega slys 17. þ. m., að 3 börn bóndans þar, Þórðar Þórðar- sonar, bróður síra Einars heitins frá Desjarmýri, — druknuðu í krapablá skamt frá bænum. Börnin voru öll á likum aldri, hið elzta á n. eða I2; ári. (Austri). Skipaferðir. Botnía kom hingað á sunnudaginn 29. þ. mán., um miðjan dag. Um 25 farþegar. M. a. kaupmennirnir Pótur Olafsson, Ásgeir Ásgeirsson, Árni Riis, Michael Riis, Lefolii. Verzl.m. Þorvald- ur Benjamínsson. Guðm. Thoroddsenstud. med. Frá Vestmanneyjum kaupm. P. J. Thorsteinsson og Árni Sigfússon. Botnía fer vestur í dag og fara vestan- kaupmennirnir allir með henni o. fl. Austri kom að austan á sunnudag síðdegis með strjáling af farþegum, t. d. Gísla Johnsen konsúl úr Vestmanneyj- um. Austri fór aftur hringferð um landið í gærmorgun með um 80 farþega. Meðal þeirra : Frú Ragnheiður Hafstein, konsúll Klingenberg, Schou bankastjóri, kaupm. Philipsen, Braun, Obenhaupt, Gísli Johnsen, Árni Sigfússon. Ennfr. Árni Zakaríasson með fjölda verkmanna til vegavinnu, frú Þórunn Vilhjálmsdótt- ir frá Munkaþverá, Metúsalem Jóhann* esson snikkari o. s. frv. Nýkomið í~verzl. DAGSBRÚN Mótorhufur á 1,10—1,78.

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.