Ísafold - 16.07.1910, Blaðsíða 1

Ísafold - 16.07.1910, Blaðsíða 1
Komui út tvisvar l viku. VerÖ árg. (80 arkir minst) 4 kr., eriendiB 6 kí eða 1 x/» dollar; borgiat fyrir mibjan júli (erlendis fyrir fram) ISAFOLD Cppsðgn (strrifleg) bnndin við Aramót, er ðgild nema komln sé til útgefanda fyrir X. okt, eg aaapandi skoldlans vift blaðib Afjjreibsla: Anstnrstrioti 8. XXXVII. árg Reykjavík laugardaginn 16. júlí 1910. 46. tölublað Ráðuneytisskiftin í Danmðrku. ----- Khöín, 7. júlí 1910. Nýja ráðuneytið er nú loks fullskipað eins og símað hefir verið — en enginn spáir því langlífi. Úr Christensensflokki eru ekki nema einir 2 menn í ráðuneytinu, sem sé þeir Anders Nielsen og Thomas Larsen, en hinir allir miðlunarmenn eða að minsta kosti ósamþykkir Christensen i hervarnamálinu- Efsta röð frá vinstri til hægri: N. Neergaard, Biilow, Anders Nielsen Miðröð: Ahlefeldt-Laurvigen, Klaus Berntsen, Jensen-SönderupJ Neðsta röð: Thomas Larsen, Jacob Appel, 0, B. MunsJ Þetta þykir benda í þá átt, að ráðuneytinu verði umturnað innan skamms, og þangað komið fleiri umbótamönnum — og jafnvel Christensen sjálfum. Það hefir vakið mikla athygli, að fyrv. varnarráðgjafi, Christopher Krabbe, var gerður að kammerherra af konungi, um leið og ráðuneytið fór frá, og tók hann við þeirri tign. Hefir hann nú sætt ámæli miklu af gerbótamönn- um, og hefir hann nú afsalað sér þingmensku og sagt sig úr flokknum Ráðgjafarnir í Berntsens-ráðuneytinu taka upp einkennisbúninginn aftur og hágöfgistitla. I. O. O. F. 917229 FornKripasaf'n opiD hvorn virkan dag 12—2 íslandabanki opinn 10—21/* og 51/*—7. K. F. U. M. Lestrar- og skrifstofa frá 8 árd. til 10 síðd. Alm. fundir fsd. og sd. 8 V* siMegis Landakotskirkja. öuðsþj. 91/* og 6 á helgum Landakotsspitali f. sjúkravitj. 101/*—12 og 4—5 Landsbankinn 11-21/*, ö1/*^1/*. Bankaatj. vib 12-2 Landsbókasafn 12—8 og 6—8. Útlán 1 8 Landsbúnabarfólagsskrifstofan opin trá 12—2 LandsféhirMr 10—2 og 6—6. Landsskjalasafnib á þrd. fmd. og ld. 12 1 Ltekning ók. i lœknask. þribjd. og föstd. 11—12 Náttúrugripasafn opiö l1/*—21/* á sunnudögum Tannlækning ók. Pósth.str.14, 1. og B.rnd. 11—1 Lárns Fjeldsted vfirrétt.irmálafærslumaður j Lækjargata 2 Heima kl. n—12 og 4—$. Faxaílóagufubáturinn Ingólfur fer til Borgarness 20. og 26. júlí. - - Keflavíkur og Garðs 22. júli. Traustsyflrlýsing til ráðherra. Aukaþingi mötmælt. Úr kjðrdæmi Hannesar Hafsteins. Á fundi sjálfstæðismanna á Siglu- firði sem haldinn var 3. júlí, var samþykt svcfeld yfirlýsing gegn auka- þingi: Vér undirskrifaðir kjósendur til al- þingis í Hvanneyrathreppi mótmælum hér með eindregið að aukaþing verði haldið á þessu sumri, því það er svo langt frá, að oss virðist nokkur minsta átylla til þess út af hinu svonefnda bankamáli, heldur finst fundinum þvert á móti, að ráðherra hefði verið ámæl- isverður, ef hann hefði látið hræða sig frá að láta rannsaka hag bankans og vikja stjórn hans frá, er á hana sannaðist megn óregla í störfum henn- ar við bankann. En allur vaðallinn um skerðing á rétti alþingis viðvikjandi gæzlustjóra- störfunum sýnir aðeins, að alþingi ætti alls ekki að kjósa neinn gæzlu- stjóra, heldur hafa fleiri fasta starfs- menn í bankanum, sem altaj væru viðstaddir, en ekki hafa menn, sem hafa gæzlustjórnina í hjáverkum og má því fara margvíslega í kringum. Fundurinn lýsir yfir fullu trausti sinu á ráðherra og vonar, að íslenzk- ir alþýðumenn virði starfsemi hans í þarfir þeirra, gegn embættismönnum þeim, er sýna vilja oss alþýðumönn- um stórmensku sína í því, að ráðast á ráherra vorn, sökum þess að hann fer ekki eftir þeirra skoðun og er ekki af þeirra sauðahúsi. Siglufirði, 3. jvili 1910. Gttðtn. Bildahl, Þormóður Eyjóljsson, (fundftrstjóri.) (ritari). Sigfiis Bergmann h. Siglunesi. Björn Sölva- son verzl.m., Sigarjón Benediktsson járnsm., Kjartan Jónsson trésm., Jón Þorláksson b. Siglunesi, Ólafnr Magnússon skipstj. Siglu- nesi, Ásgrímur Einarsson b. Siglunesi, Bald- vin Jóhannsson b. Siglunesi, Sæm. Jónsson form. Siglufirði, G. S. Th. Guðmundsson póstftfgr.m., Stefán Björnsson b. Yik Héð- insfirði, Sigurður Guðmundsson b.Vatnsenda Héðinsfirði, Jón Jónsson b. Vík Héðinsfirði, Gnnnlangur Sigurðsson útv.m. Siglufirði, Sig- urður Sveinsson b. Siglufirði, Sigf. Vorms- son tómth.m , Einar Halldórsson utv.m., Stef- án Ólafson tómth.m., Sig. Jónsson tómtb.m. Siglufirði, Lárus Jónsson, Gísli Bjarnason b. Skarðsdal, Bessi Þorleifsson skipstj., Þórður Þórðarson vitav., GaribaldiEinarsson b.Engi- dal, PálL Sveinsson bræÖBlnstj., Jakob Þor- kelsson b. Dalbæ, Friðrik Hermannsson skipstj., Þorleifur Þorleifsson b. Staðahól, Einar Eyólfsson tómth.m., Jón Sigurðs- son tómth.m., Guðm. Sigurðsson útv.b. Siglu- firði, Jón Brandsson frá Oddeyri, Steinn Einarsson, Þorbergur Guðmundst. tómth.m., E. V. Hermannsson b. Hóli, Jón Jónssonb. Skútn. Krítarblikan. Öllu skotið á frest. --- Khöfn, 7. júlí. Það er síðast að frétta af Kritar- málinu, að nú eru öll stórveldin orð- in sammála — England lika — eða hafa réttara sagt gert bræðing úr mörg- um skoðunum, um að senda herskip til eyjarinnar til þess að halda öllu i gamla horfinu, cn um lausn Kríteyjar- málsins er öllu skotið á frest fyrst um sinn, en virðist þó vera i hag Tyrkja. Tyrkir hafa til þessa með samtök- um lýst griskar vörur og kaupmenn í kaupbann og bakað Grikkjum með því stórtjón, og þessu halda þeir áfram þrátt fyrir bræðing stórveldanna. Nú eru Grikkir að snúa sér til stórveld- anna út af þessu fargani til þess að biðja þau að hefjast handa. Á Kritey er hið mesta uppþot og óánægja og Venizelos á fult í fangi með að bæla niður hreyfingu þá, sem hann hefir átt mestan þátt í að vekja. Hann hefir beðið kristna þingmenn um að greiða nú atkvæði með því, að Múhameðsmönnum sé eigi meinað að sitja á þjóðfundinum, þó að þeir vilji eigi sverja Georg konungi hollustueiða, en hann hefir eigi getað trygt sér meirihluta fyrir þessu og þvi er þjóð fundi frestað til óákveðins tíma. Grikkjum hafa gersamlega fallist hendur út af þessu samkomulagi stór- veldanna og hvetja þeir Krítarmenn til þess að hafa hægt um sig og hlíta úrskurði stórveldanna. ^=Ny==r- Rússland og Japan. Varnarsáttmáli. — Iíhöfn, 7. júlí ’IO. Rússar og Japanar hafa nýlega gert sáttmála mikinn sin á milli og er hann fullkomið varnarsamhand fyrir hag beggja ríkjanna i Mantsjúríu — gegn hverjum sem vera skal, Kínverjum líka. Japanar mega fyrir Rússum gera hvað þeir vilja við Kóreu, en Rússar hinsvegar látnir afskiftalausir i Mon- gólíu. Bandaríkin höíðu stungið upp á þvi í vetur, að járnbrautirnar i Mantsjúríu yrðu gerðar alþjóðlegar framvegis, og er sagt að þetta hafi mjög flýtt fyrir sáttmála þessum. Mælt er að bæði rikin muni hafa mikinn hagnað af þessu sambandi. Mannalát. ---- Kh. 7. júlí 1910. Látinn er nýlega hinn heimsfrægi stjarnfræðingur Giovanni Schiaparelli í Milano í ítaliu. Hann hefir meðal annars fundið Marsskurðina svonefndu, gert mikils- verðar uppgötvanir um hlutfallið milli halastjarna og stjörnuhrapa, sannað að Merkur og Venus snúa altaf sömu hlið að sólunni, eins og tunglið að jörðunni o. s. frv. Látinn er í Khöfn Ferskv etazráð, eigandi blaðsins »Nationaltidende«, og ýmsra fleiri hægriblaða, er kallast hafa einu nafni »Ferslevsblöðin«. Oceana, skemtiskipið þýzka, kom hér sum- arferð sína fyrri 12. þ. m. með mörg hundruð farþega, langflest Þjóðverja. Skipið stóð við einn dag, er farþegar notuðu sér til að skoða bæinn og grend. Þeim voru haldnir hljómleik- ar i Bárubúð, er þeir skemtu sér vel við. En kappreiðar fyrir þeim á Mel- unum voru íslenzkum reiðar-orðstír til vansa. Skipið hélt norður á leið til Spitzbergen, kemur hér aftur 11. ágúst. jFlugið yfir Eyrarsund. ---- Kh. 7. júlí 1910. Á Smáravöllum (Klövermarken) á Amakri við Khöfn hafa 5 flugmenn vélarhús (Hangar) sín, og eru allir, eða að minsta kosti 4 þeirra albúnir til flugs yfir Eyrarsund. Þessir menn eru Svíinn Carl Cederström, barón, og Danirnir Alfr. Nervö, Svendsen og Thorup. 5. maðurinn er Ellehammer verkíræðingur, danskur maður lika, sem sjálfur hefir smíðað og fundið upp vél sína — sá hinn sami er fyrstur flaug Evrópumanna í flugvél fyrir nokkrum árum. Nú biða menn þessir eftir gæítum. Það verður að vera blæjalogn eða því sem næst til þess að þeir geti flogið eða þori að hætta sér og vél sinni. Undanfarna daga hafa þeir flogið daglega þar um völlinn, en ekki lagt út í sjóförina — fyr en i gærkvöldi. Þá gerði blíðalogn og ládeyðu skömmu fyrir sólarlagið og þá fóru 4 af stað, Cederström, Svendsen, Nervö og Tho- rup. Það hefir ekki leynt sér undan- farin kvöld, að Cederström hefir flogið bezt og hæst allra þeirra, er reynt hafa, og þar næst Svendsen. Hinar vélarnar hafa allar verið í ólagi. Þegar eg kom niður á flugvöllinn i gærkvöldi voru 4 vélar komnar út úr byrgjunum og eftir fjórðung stund- ar fór fyrsta vélin af stað. Cederström barón og hinir 3 á hælunum á hon- um. Cederström hóf sig brátt hátt í loft og flaug fyrst í hring yfir mannþyrpingunni og síðan burt — áleiðis til Svíþjóðar. Svo er þar flatt, að hann hvarf brátt úr augsýn manna og var nú talið víst, að hann væri kominn til Sviþjóðar. Svendsen var þá farinn á eftir honum og flaug all- vel, þó hægra færi og lægra. En þegar hann var kominn skamt út á sund, sáu menn, að hann sneri snögg- lega við og nú flaug hann inn á völlinn aftur og lenti. Kvað hann svo mikinn storm úti á sundinu, að hvorki hefði rekið né gengið fyrir sér. Nervö og Thorup komust eigi nema fá fet í loft upp og urðu að hætta við svo búið. Nú var eftir að vita um afdrif Cederströms — og nú þyrptist fólkið í þéttri kös utan um talsímakofann þar úti á vellinum. Eftir hálfa stund kom loks fregnin: Cederström hafði lent á Salthólminum, smáey, sem liggur kippkorn úti í sund- inu. Hafði bilað hjá honum vatnsílátið i vélinni, svo að ógjörningur var fyrir hann að halda áfram ferðinni. Þá hrópuðu menn langt og mikið fagnaðaróp og segja blöðin í dag, að það hafi verið vegna þess, að Ceder- ström var ómeiddur, en hitt mun sannara, að Danir fögnuðu óförum Svíans, því að metnaður er í hvorum- tveggja, Svium og Dönum, út af þessu sundflugi. Auk þess fær sá, er fyrstur flýgur yfir um 12,000 kr. alls, verðlaun af sænsku og dönsku fé. En vél Cederströms er sama sem óskemd og verður hann líklega til taks aftur í dag. í morgun snemma, í bliðuveðri, lét Thorup i loft og virtist vél hans vera í bezta lagi. En þá er hann var kominn um 70 stikur í loft upp, datt vélin skyndilega lóðrétt niður til jarð- ar og mölbrotnaði og meiddist mað- urinn eitthvað. En bifvélin er heil og hygst hann munu verða flugfær aftur eftir rúmlega vikutíma. »Spenningurinn« eykst með hverj- um deginum og daglega streyma margar þúsundir manna út á Smára- velli til þess að horfa á — og er þó inngangseyrir 1 kr. á mann. Samábyrgðin hefir enn fengið tvo nýja umboðs- menn: Carl Proppé faktor á Þingeyri og Bjarna Benediktsson á Húsavík. Framhaldsnámsskeið Kenn- araskólans. Framhaldsnáms- skeið fyrir kennara, stóð í kennara- skólanum í vor frá 17. maí til júní- loka. Þar voru 30 barnakennarar: 4 úr Reykjavik, 1 — Gullbringusýslu 1 — Borgarfjarðarsýslu, 3 — Barðastrandarsýslu, 5 — Isafjarðarsýslu, 3 — Strandasýslu, 3 — Húnavatnssýslu, 5 — Skagafjarðarsýslu, 2 — Eyjafjarðarsýslu, 1 — Suður-Þingeyjarsýslu, 1 — Norður-Múlasýslu, 1 — Austur-Skaftafellssýslu, Námsgreinar voru 13 alls, en sjálf- ráðir voru menn um að sleppa þeim er þeir vildu. Kenslustundir voru 8 á dag, og nokkrir fyrirlestrar aðauki, sem Guðmundur kennari Hjaltason flutti. Auk kennara kennaraskólans fjögra kendu þau: Laufey Vilhjálmsdóttir kenslukona, lestrarkensluaðferð; Sig- fús Einarsson söngkennari, söng; Þór- arinn Þorláksson málari, teikningu; Björn Jakobsson leikfimiskennari, lík- amsfræði og leikfimi. Vélarbátur farist, Austur í Mjóafirði fórst vélarbátur 6. þ. m. í róðri með F)órum mönn- um á: Hallgrlmur Jönsson Baldi, Þing- eyingur, Möðruvallastúdent, kvæntur, og átti þrjú börn; Sigurður Ólajsson úr Garði; Þorsteinn Sigurðsson, Skaft- fellingur að ætt, átti konu og.þrjú börn; Guðlaugur Sigurgíslason unglings- piltur. Laudsímastjórinn byrjaði á helginni eftirlitsferðir austur um land og norður í þarfir sím- ans. Hann fer fyrst austur að Eystri- Garðsauka, þaðan um Rangársand austur að Vík í Mýrdal að kynna sér landslag á þeirri leið og kringumstæð- ur til símalagningar, þá austur yfir Skeiðarársand um Hornafjörðog Djúpa- vog til Fáskrúðsfjarðar, þá meðfram símanum til Eskifjarðar, þaðan sömu- leiðis upp á Hérað og til Seyðisfjarð- ar, en frá Seyðisfirði upp að Fossvöll- um, og rannsakar því næst, hvort eigi muni mega fá betri og tryggari leið fyrir símann á svæðinu milli Foss- valla og Grímstaða, með því að leið- in, sem valin var þar að upphafi, hef- ir reynst afarilla, enda gert af frámuna- lega lítilli ráðdeild og fyrirhyggju. Frá Grímsstöðum ætlar símastjórinn að fylgja símanum til Húsavikur og Ak- ureyrar, fara þaðan vestur Heljardals- heiði til Vatnsleysu og þá út í Siglu- fjörð, en þá leið er nú verið að leggja nýjan síma, og að velja þar hent- ugar símastöðvar m. m. Eftir það fer hann sem leið liggur vestur sveitir og suður — kemur við á Sauðárkróki, Blönduósi, Borðeyri, Grund og i Borg- arnesi. Maður druknar í brunni. Sunnudaginn 3. júlí fanst bóndinn í Hvannakoti í Möðruvallasókn, Guð- varður Guðmundsson, druknaður í brunninum þar á bænum. Um morg- uninn var ekki annað fullorðinna manna á bænum, en þegar fólk kom heim, var hanu horfinn og fanst eftir langa leit í brunninum, þá löngu örendur. Hann var maður um sextugt.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.