Ísafold - 16.07.1910, Blaðsíða 2

Ísafold - 16.07.1910, Blaðsíða 2
178 ISAFOLD Hljómleikar Arthurs Shattucks. Hljómleikar hr. Arthurs Shattucks i Bárubúð í fyrra kvöld voru mætavel sóttir af bæjarbúum og mikil ánægja að heyra hann leika á hljóðfæri sitt. Má með sanni segja, að þar kyntust Reykvíkingar sannnefndum meistara í sinni grein. Undirritaður hefir áður hlýtt á er- lenda snillinga í píanóleik, en verður að játa, að hr. Skattuck ber af þeim sem gull af silfri. Leikur hr. Shatt- ucks er svo látlaus, smekklegur, inni- legur og fimur, að með orðum verður ekki lýst, svo að lýsingin verði á nokkurn hátt nákvæm og svo sann- gjörn sem hann á skilið. Til einskis er að fara nokkuð út í efnisskrána og tala um einstaka liði hennar, með- ferðin á því öllu á þar alt jafnt lof skilið og aðdáun. Þó get eg ekki stilt mig um að nefna sérstaklega »Fuga* eftir Brach, lögin eftir Chopin, Sinding og tilkomumikið preludium eftir Rússann Rachmaninoff, en eins og áður er drepið á, er engin leið að gera upp á milli einstakra liða efnisskrárinnar — þar var meistara- bragurinn á öllu. Það var gæfustund fyrir okkur, þegar hr. Shattuck datt í hug að ferðast hingað, og vildi eg óska, að honum litist svo vel á sig hér og áheyrendur sína, að hann eins og viss tegund himinstjarna hyrfi hingað til lands aftur einhverntíma eftir ekki alt of langan umferðartima. Hr. Arthur Shattuck er sannnefnd stjarna á músikhimni vorum. J. Th. Landar erlendis. Heimspekisprófi hafa þeir lokið ný- lega, Halldór Þorsteinsson úr Mjóafirði með ágætiseinkunn, Teódór Jakobsson frá Svalbarðseyri með I. einkunn og Símon Þórðarson frá Hóli með II. einkunn. Ólafur læknir Þorsteinsson Tómas- sonar, sá sem undanfarið hefir lagt stund á eyrna- háls- og neflækningar, er væntanlegur heim til íslands i næsta mánuði. Sem stendur gegnir Ólafur starfl kennara síns, Schmiegelows pró- ferssors, á klinik haus. Prófessorinn er fjarverandi og hefir trúað Ólafi fyrir læknisstarfi sínu á meðan. Er Ólafi þar sýnt traust mikið, því að Schmiege- low er, sem kunnugt er, frægasti og fjöllsóttasti læknir á Norðurlöndum í sinni grein. Páll Egilsson er sem stendur læknir á Sundby-spítala í Höfn. Ásgríinur Jónsson og Þórarinn Þorláksson málarar eru hoðnir til Noregs í haust af Listamannafólaginu þar til þess að halda s/ningu á verk- um sínum. Er þetta að þakka Bjarna Jónssyni viðskiftaráðunaut. Viðskiftaráðunauturinn hefst við í Höfn um þessar mundir og dvelst þar fyrst um sinn út þennan mánuð. Skipaferðir: Sterling kom hingað miðvikudags- kvöld, 13. þ. m. Farþegar: prófessor Schoffield frá Harvard, viðskiftaráðunauts- frú Guðlaug Magnúsdóttir, frú Ólafsson (kona Sigurj. Ól. sn.), frú Guðrún Wat- hne, Henriksen kaupm., Chr. F. Nielsen umboðssali, frk. Hemmert, dr. Rannone, Mendelssohn blaðamaður, Haraldur Sig- urðsson hljómleikari (frá Kallaðarnesi), Júlíus Havsteen stud. jur., Vigfús Einars- son cand. jur. (frá Kirkjubæ) Mc. Donald, frú Anua Bjarnason (Nic. Bj.), frú Rig- mor Ófeigsson (kona J. Óf.), frú Helge- sen með dóttur, bankastjórafrú Sigurðs- son með börnum sínum, stórkaupm. LeonH. Tang, o. fl. (útlendingar). Biskupsvigslan á Hólum. Hún íór fram eins og til stóð síð- astliðinn sunnudag, að viðstöddu miklu fjölmenni, um iooo manns. Þrjátíu prestar sóttu vigsluna. Sira Arni Björnsson á Sauðárkrók lýsti vígslunni, en sira Bjarni Þorsteinsson tónskáld stýrði söngnum. Athöfnin hafði að öllu leyti farið prýðilega fram. (Simfr. frá Sauðárkrók). Heilsuhælisgjaíir og áheit. Aíhent Sighv. Bjarnasyni féhirði Heilsuhælisfélagsins: Frá N. N..................kr. 16.00 Samskot frá Bárðdælum árið 1900 .... — 118.75 Gjöf frá Hans Guðmunds- syni, Bakkast. ... — 3.00 Frá ónefndum á Vatns- leysuströnd .... — 22.00 Frá Súgfirðingum (sent af sr. Þorv. Br.) ... — 15.00 Gjafir frá Hvanneyri (afh. af Stef.kenn. Baldvinss.) — 56.75 Aheit frá ón. Reykvíking — 10.00 Gjöf frá ónefndum . . — 5.50 Gjafir frá Víðivöllum. . — 11.50 Gjafir frá Miklabæ . . — 5.00 Áheit frá Gunnari Hall- dórssyni í Vigur . . — 5.00 Ennfr. æfitillag frá Halld. Danielssyni yfirdómara — 200.00 Samkv. skýrslu frá Jóni Rósenkranz lækni: Safnað af ljósmæðrum Ölfushrepps . . . . kr. 126.67 Samskot úr Árneshreppi í Strandasýslu ... — 53-oo Húsfrú Steinunn Bjarna- dóttir, Rvík . . . . — 5.00 N. N. áheit .... — 1.00 Frá Vestmannaeyjum. . — 5.00 N. N. — 2.00 J- J........................— 2.00 L. G. Laxdal .... — 5.00 Frú Ágústa Bjarnason, Rv. — 10.00 N. N........................— 2.00 kr. 211.67 í Ártíðaskrá hælisins voru i júní- mánuði skráðir 13 manns af 16 gef- endum; stærst gjöf kr. 30.00. Alls á mánuðinum kr. 111.50. j Týndi drengrurinn. Kvittur gaus upp um það hér í bæ snemma i vikunni að Stefán litli Kolbeinsson úr Hafnarfirði væri fundinn — hafi komið sjálfur austur að Nesjavöllum. — Eitt blað hér (Lögrétta) sagði þetta fullum fetum. En því miður reyndist þetta alger- lega tilhæfulaus uppspuni — ein af þessum sögum, sem enginn veit hvað- an stafa, en fá þegar í stað þúsund fætur að labba á. Sýslumaðurinn í Hafnarfirði sendi austur til að fá hið sanna að vita og reyndist það þá svo, að enginn hafði neitt spurt til drengsins. Guðm. á Geithálsi biður þess getið að Runólfur bóndi hafi komið þang- að kl. 1 á sunnudaginn og ætlaði að síma til Hafnarfjarðar, en síminn þá verið lokaður. En því hélt hann þá ekki beint til Hafnarfjarðar — úr því að hann gat ekki símað? Gassýning. Síðastliðinn þriðjudag var gastöðin opnuð til afnota — og síðustu fjögur kvöldin hafa gasljós og notkun suðu- gass verið sýnd í Goodtemplarhúsinu — fyrir almenning. Ljósin eru falleg — hvít og róleg og af þeim hin bezta birta. Enn hefir fólki gefist kostur á að HVERFISGÖTU 4 REYKJAVÍK Nýjar vörur með s/s Sterling Blúsur kr. 2.25 til 19.45 úr sirzi, ull, og blúnduefni. Hálsskraut úr blúnduefni o. fl. Vasaklútar fyi ir dömur og herra Sokkar, mikið úrval af öllum stærðum og verði. Drengjafatnaður. Karlmannsfatnaður. Nærfatnaður fyrir konur, karla og börn. Stormslæður í mörgum litum. Nýjir Mótor-hattar í mörgum litum á 1.85. Miklar birgðir af VEFNADARVÖRU góðri og ódýrri. Hálslin, Regnkápur, Höfuðföt o. m. m. fl. er bezt að kaupa í verzl. Dagsbrún. sjá gasljósin í dómkirkjunni við hljóm- leika herra Foss. Þar var ljómandi bjart, en ekki laust við suð dálítið frá ljósunum. Iþróttamót var haldið við Þjórsárbrú 9. þ.m. Þar talaði fyrstur Heigi Valtýsson kennari, Einar Hjörleifsson skáld o. fl. Glím- ur fóru fram og hlutu þessir verð- laun: 1. Haraldur Einarsson frá Vík í Mýrdal, 2. Ágúst Andrésson frá Hemlu í Landeyjum, 3. Bjarni Bjarna- son frá Auðsholti í Ölfusi. Grísk- rómverska glímu sýndu þeir Haraldur Einarsson og Sæmundur Friðriksson frá Stokkseyri. Hörmulegt slys vildi til í Vetleifsholti í Holtum þ. 30. júní. Barn á öðru ári brendi sig til bana. Heiðurssam sæti var Þórði Guðmundssyni hreppstjóra og fyr alþingism. haldið laugardaginn 2. þ. mán. Hann lætur nú af hrepp- stjórn, vegna heilsubilunar (augnveiki), eftir 35 ára starf. Fjörutíu manns voru í samsætinu, og var Þórði flutt kvæði, er ort hafði Þorsteinn Erlings- son, og ennfremur honum og konu háns færðar góðar gjafir. Kir kj uh 1 j ómleik ar herra Júlíusar Foss fóru fram í dómkirkjunni í gærkveldi við mesta fjölmenni. Herra Foss er óefað mjög dugandi orgelleikari og því mjög þess verður, að hlustað sé á orgelspil hans. Nánari dómur í næsta blaði. GLIMUFOT (Trícot), gérstaklega til báin fyrir islenzka glimn, falleg að lit, vel vöndnð. verð kr. 7.95 Þeir sem panta vilja ntan af landi sendi brjóst- og innanfótarm&l. Verzl. DAGSBRÚN, Revkjavík. Kviknað í húsi. Undif kl. 10 árd. í dag kviknaði í vinnustofu kaupm. Jónatans Þorsteins- sonar, en varð slökt samstundis eða þvi sem næst, án þess til þyrfti að kalla slökkviliðið. Glerloft var í stof- unni og sprakk víða, og féll í höfuð kaupmanni, svo að hann meiddist til skemda. Upptök eldsins ókunn. Hákarlaskip ferst. 12 menn drukna. Hákarlaskipið »Kjærstine«, eign Gránufélagsins á Oddeyri, sem lengi hefir þótt uggvænt um að hafi farist, er nú talið vist að hafi týnst í veðr- inu mikla 7. júui, þegar öðrum skip- um nzrðra var hætt og tveir menn druknuðu af einu (á Siglufirði). Skips- báturinn hefir fundist, talsvert brotinn. Skipshöfnin var þessir 12 menn: 1. Jóbann Jónsson, Litla-Árskógi (sbipstj.) 2. Arngrímur Jónsson, Jarðbrú. 3. Q-nnnl. Jóbannsson, Litla-Arskógssandi. 4. Jakob JónSBon, Birnunesi. 5. Jóh«.nn Jóhannsson, Litla-Árskógssandi. 6. Jóhann Þorvaldsson, Árbakka. 7. Jón Friðriksson, Tjarnargarðshorni. 8. Jón Sk&rphéðinsson, Litla-Árskógssandi. 9. Ólafur Jónsson, Litla-Arskógi. 10. Sigurbjörn Gissursson, Hjalteyri. 11. Sigurpáll Guðmundsson, Hauganesi. 12. Stefán Hansson, Hauganesi (stýrim.) Þúsund ára hátíð Svarfdæla. Svarfdælir héldu hátíð mikla 26. júuí 1910, í minniugu þess, að nú hefir sveit þeirra verið bygð i 1000 ár. Vestri fór þann dag aukaferð frá Akureyri og kom til Dalvíkur með hátt á annað hundrar farþega. Hátíðarsvæðið var á slóttum velli nær Böggversstoðum, hliðið á svæðinu skreytt og áletruð nöfn landnámsmanna, frum- byggja dalsins. Stundu eftir hádegi hófst skrúðganga af vestanverðum Böggversstaðasandi og inn á hátíðarsvæðið. Hornaflokkur Akur- eyrar lék l broddi fylkingar. Syslu- nefudarmaður (Gísli Jónsson á Hofi) sté fyrstur í ræðustólinn og setti hátíð- ina, þá flutti síra Stefán Kristinsson á Völlum guðsþjónustu, þá mintist síra Kristinn E. Þórarinsson Svarfaðardals, þá Sigurjón læknir frá Ásgerði íslands. Þá flutti Kl. Jónsson landritari ræðu, og bar Svarfdælum kveðju ráðfférra ís- lands. Þá flutti ræðu H. Hafstein bankastjóri. Glímur og kapphlaup voru s/nd, en sund ekki, með því að veður var kalt og hvast. Þá var sungið. Og enn töl- uðu Vilbjálmur Einarsson bóndi á Bakka, Matth. Jochumsson og Normann Han- sen, augnlæknirinn danski, nokkur hl/- leg orð til landsins og um hátíðina. Þá var dans með lúðraþyt. S/ndur fyrst þjóðdansins íslenzki, v i k i v a k i. Hátíðin stóð fram undir miðnætti. Landsyfirréttaryiðureignin. Til ritstjóra ísafoldar. I grein með fyrirsögn »Landsyfirrétt- arviðureignin« í síðasta tölubl. ísafoldar I 2. þ. m., segist þér, hr. ritstjóri, hafa heyrt alveg nyverið, að eg hafi í vetur tekið þátt í Fram-æsingafundinum einum, og meira að segja greitt þar atkvæði með tillögu, er byrjaði á þessum orðum: »Af því að nú er e k k i 1 ö g I e g gæzlu- stjórn starfandi í Landsbankanum«, og sé þetta satt, hafi eg bundið mig opin- berlega í máli, sem eg hafi vitað, að eg ætti að gefa úrskurð um í dómarasæti skömmu síðar, — gert það á ð u r en eg var búinn að heyra ástæður þær, er fram voru færðar fyrir réttinum. Þessi söguburður, sem yður finst eigi rétt að dylja lesendur yðar, er rangur, og þá auðvitað einnig þær ályktanir, er þér leiðið af honum. Eg hefi ekki verið á neinum Fram-fundi í vetur og ekki á neinum æsingafundi. En eg var á kjós- endafundinum í Templarahúsinu 8. febr. í vetur; sá fundur var eigi boðaður af félaginu Fram og ekki boðaður sem flokksfundur, en allir kjósendur í mið- bænum og vesturbænum, hvort sem þeir voru í nokkrum flokki eða ekki, áttu kost á að koma þar, og eg er einn af þeim kjósendum. Fuudurinn fór fram með stillingu og alvöru, og eg sá þar engan mann æstan ; það er því rangt að kalla fundinn œsingafund, því að það eitt, að þar var samþykt ályktun, er gekk á móti ráðherranym, getur eigi réttlætt það að velja honum þetta nafn. Þá er það og rangt, að eg hafi greitt atkvæði á fundi þessum, því eg tók eng- an þátt í umræðum þar, nó atkvæða- greiðslu. Þessa leiðréttingu verð eg samkv. til- skipun um prentfrelsi 9. maí 1855, 11. gr., að krefjast að þór birtið í öðru af tveimur næstu tölublöðum ísafoldar. Reykjavík 5. júlí 1910. Halldór Daníelsson. Athugas. Ekki þarf neinum blöðum um það að fletta, að sami er fundurinn, sem ísafold á við og hr. H. D. Hann kallar hann aðeins öðru nafni. Vór höldum fast við, að fundur sá hafi verið æsingafundur, sem til var stofnað af Fram-liðinu, hvað sem nafninu líður. Og vér höldum þvl einnig fram, að viðkunuanlegra hefði verið, að hr. yfirdómarinn stöðu sinnar vegna hefði eigi s/nt sig í þeim fólags- skap. Hinn yfirdómarinn, hr. Jón Jens- son hélt sig alveg fyrir utan fundahöld þessi. En hr. H. D. afsakar sig með því, að hann hafi eigi tekið þátt í atkvæða- greiðsluuni. Vór sögðum og um það atriði, að vér tryðum því naumast. En sögumaður vor hermir svo frá, að hr. H. D. hafi ekki greitt atkvæði móti fundartillögunni, sem byrjaði á orðunurn: Af því að nú er eigi lög- leg gæzlustjórn starfandi f Landsbank- anum .... Eri Fram-menn töldu alla þá með tillögunni þar á fundunum, sem ekki greiddu atkvæði móti þeim, eða eigi lótu sórstaklega getið þess, að ]>eir eigi greiddu atkvæði. Gerði hr. H. D. það? Ef ei — þá hefir hann m e ð þ ö g n- i u n i samþykt tillöguua. Ritstj. ------•*----- Heimsmeistari i hneíleiknm. Sigur Svertingjans. Víg og óeirðir. ----- Kh. 7. júlí 1910. í fyrra dag fór fram bardagi í Ameríku milli Svertingjans Johnsons og hvíts manns Jeffries að nafni — og var þar verið að berjast um hvor meiri væri i hnefleikum. Johnson þessi er sem stendur heimsmeistari i þeirri íþrótt, en hinn hafði verið það áður, en var hættur fyrir nokkr- um árum að fást við hnefleika, án þess að vera sigraður af nokkrum. Seinna varð Svertingi þessi heims- meistari og nú var Jeffries fenginn til þess að fást við hann með því móti, að hann fengi stórfé hvort sem hann ynni eða tapaði. Sú glima fór fram í fyrra dag og henni lauk svo, að Svertinginn bar hærra hlut. Út af þessum sigri hafa orðið skærur miklar viðs vegar í Ameríku og Af- ríku, milli hvítra og svartra manna, og hafa hvítir menn oftast átt upp- tökin, þótt leitt sé til að vita, og ráðist á saklausa Svertingja, ofsótt þá og drepið. í ýmsum borgum í Ame- ríku, jafnvel í New-York, hefir slegið í bardaga á götum úti milli hvitra manna og svartra og heiftin verið geisileg á báða bóga. Hafa hundruð manna fallið af hvorumtveggja og fangelsin fylst af óróaseggjum. í Suður-Afríku hefir lika horið á þessum óeirðum milli kynflokkanna— og víða hefir verið bannað að sýna lifandi myndir af viðureign þeirra Johnsons og Jeffries til þess að æsa eigi upp fólkið. Reykjavikur-annáll: Arthur Shattuck, pianésnillingurinn, fer heðan úr bænum á morgun og ætlar að ferðast til Geysie og Gullfoee og eiðan norður Kjöl til Aknreyrar. Þaðan fer hann svo á skipi til Kaupraannahafnar. — Með hr. Shattuck er vinur hane einn, Rogers að nafni, organisti frá Albany i Bandarik- junum. Hann fer og norður með honum. Oánir: Guðfriður Ólafsson, 66 ára. Dó i L&ndakotsnpitala 2. júli. Hólmfriður Kr. Signrðardóttir, ekkja frá Bíldudal, 50 ára. Dó i Landakotsspitala 9. júli. Margrét Einarsdóttir sjúklingur á Kleppi, 43 ára. Dó 9. júli. Helgi Jónsson þurrahúðarm. Lindarg. 16, 53 ára. Dó 11. júli. Guðsþjónusta: 1 dómkirkjunni: kl. 12 sira B. J. Kl. 5 dómkirkjuprestur. í frikirkjunni: hádegismeesa. Hjúskapur: Jón Ófeigsson cand. mag. og ym. Rivmor Julie Frederikke Schulz. Gift 14. júli. Hljómleikakonurnar frú Ásta Einarsson og frú Yalborg Einarsson fara til Jsafjarðar með Flóru í dag og ætla að efna þar til hljómleika. Prófessor Schoffield, íslenzkukennari við Harvardháskólann, kom hingað á Sterling, og ætlar að ferðast eitthvað um landið 1 sumar. Skautafélag Reykjavikur ætlar i skemti- ferðalag á morgun upp að Mógilsá. Lagt verður af staðfrá Lækjartorgi kl. 9 árdegis. Launakrafa Kristjáns Jónssonar, sem hann hefir gert gagnvart bankastjórum Lands- bankans um útborgun á gæzlustjóra- launum frá nýári, var útkljáð fyrir yfirrétti síðastliðinn mánudag, og þann veg, að honum bæru launin. Við öðrum úrslitum var ekki að búast eftir dómsúrslitin í úrskurðar- málinu um daginn. Úr því að yfir- dómur taldi manninn löglegan gæzlu- stjóra, hlaut hann einnig að dæma

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.