Ísafold - 21.01.1911, Síða 2

Ísafold - 21.01.1911, Síða 2
14 ISAFOLD Gísfi Sveinsson og Vigfús Einarsson y f i r d ó m 8 I ö g m e n n. Skrifstofutfmi II1/,—I 0| 5-6. Þingholtsstræti 19. Talsfmi 263 Ráðherra erlendis. Gróusögur Heimastjórnarliða. Það má heita brent fyrir, að nokk- uð sé rétt af þvi, sem Heimastj.(l)- ' blöðin hafa látið síma sér handan um haf um orð ráðherra vors og athafnir erlendis. Bein ósannindi, ranghermi eða hár- toganir. Á þá bókina er það lært alt. Enn hefir andófsblöðunum orðið býsna skrafdrjúgt um erindi, er ráð- herra flutti við 2 józka lýðháskóla, og lagt honum i munn ýms stjórnmála- ummæli, sem engin er tilhæfa fyrir. Það er satt í þessum fréttaburði, að ráðherra flutti erindi við háskólann í Askov eftir tilmælum Jacobs Appels kenslumálaráðherra. En erindið var alls eigi stjórnmálalegs efnis heldur um: Da$legt líj á íslandi, og má af því ráða sannleiksgildi Heimastj.(l) símskeytanna. — Annað erindi flutti ráðherra við lýðháskóla þann, er Arne Möller veitir forstöðu (í Veilby hjá Árósum), sama efnis, og notaði tæki- færið þar til að þakka Möller fyrir hlýleg afskifti hans af íslandsmálum. — Þá er upp talið. Af Atlanzeyjafundinum hefir ísafold herriit hið helzta. Ráðherra kom þang- að eftir boði Árna Möllers lýðháskóla- stjóra, til að hlýða á erindi hans um ísland; varð ófyrirsynju fyrir heimsku- legri árás af háifu Stórdanans Schacks höfuðsmanns og svaraði þeirri árás svo sem vera bar og skýrt hefir verið frá hér f blaðinu. Skýrslur danskra blaða um fundinn eru misjafnlega ná- kvæmar, en ýms blöð skýra þó all- nákvæmlega og rétt frá. Einu danska blaðinu segist svo frá, að Schack hafi fengið »en velfortjent Dukkert* hjá ráðherra, og bendir það til, að hann hafi eigi feitum gelti riðið frá þeirri viðureign. Viðtal það, er ráðherra átti við blaðið Politiken, hefir verið mjög ranghverft i skeytunum, svo sem vænta mátti. Til þess að alþjóð gef- ist kostur á að sjá hve mjög þar hefir hallað verið réttu máli, þýðum vér orðrétt það sem þar er eftir ráðherra haft og stjómmál snertir: Þjóðkunnur danskur blaðamaður og velmetinn, Kr. Dahl, sem hér kom konungssumarið, hitti ráðherra að máli, skömmu áður en hann lagði á stað frá Khöfn og beiddist viðtals. Ráðherra svaraði, að hann hefði raunar gert sér að reglu að synja öll- um dönskum blaðafréttasnötum viðtals vegna þess, að dönsk blöð misskildu eða rangfærðu það sem upp væri látið við þau; en með þvi að Dahl væri kunnugri íslenzkum högum en alment gerist og skilorðari mundi hann láta tilleiðast í það sinn. Blaðamaður spyr: — Viljið þér svara mér því: Hvað er hið sanna um Lösrivelses-flokkinn (skilnaðarfl.) ? — Að hann á lítið sem ekkert und- ir sér. Ef fólk hér í landi lítur öðru- vísi á, þá er það um að kenna sam- vizkulausum fréttaburði í dönsku blöðin. — Frá íslendingum? — Já. íslendingum heima og hér. Bogi Melsteð cand. mag. hefir t. d. komið ranghermum í Berling. Hann er nú sjálfsagt gramur út af þvi, að íslandssögustyrkurinn loksins er strik- aður út i fjárlögunum. — En er meiri hluti þings enn á því, að rýmka svo sambandið við Danmörku, að eigi verði nema kon- ungssamband (persónusamband). — Að því stefnum vér. En þareð danska stjórnin hefir eigi tekið álykt- un síðasta alþingis til greina og ekki komið fram með neina miðlunarttillögu — lít eg svo á, að það mál eigi helzt að liggja milli hluta fyrst um sinn. Eg held eigi, að fitjað verði upp á því á næsta þingi. Raunar mundi líklega mega koma á einhverri miðl- un ef gerð fengist hin og þessi til- slökun frá Dana hálfu í konungssam- bandssáttina. En það er eins og eg sagði, bezt verður að láta mál þetta liggja í þagnargildi fyrst um sinn. Að öðru leyti vikur viðtalið ein- göngu að lagafrumvörpum (stjórnar- frv.), sem leggja á nú fyrir þing og getið er annarsstaðar í blaðinu. — Og hvenær megum við eiga von á að sjá yður aftur hér í Khöfn? — í maímán. eða júnfmán. Ef fjandmenn mínir verða þá ekki búnir að sálga mér áður, bætti ráðherra við hlæjandi. t Loks hefir minnihlutabl. orðið tið- rætt um viðtal ráðherra við ritstjórnir nokkurra danskra blaða — yfirlýsingar af hans hálfu um »þegnskap og holl- ustuc o. s. frv. Það er hæft í þessum skeytasögum, að ráðherra hafði dagana áður en hann fór frá Khöfn hitt að máli ritstjóra nokk- urra blaða þar í Khöfn eða þeir hann, og þá barst á góma eitthvað um lát- laus ranghermi og markleysuhjal danskra blaða um hvað eina, sem gerðist hér og til stjórnmála tæki, eða raunarhvertheldur væriþað eða annað, oghafðihanntjáðþeim,að ef þeir vildu fara með rétt mál væri þeim iíman handar að leita sér frétta hjá öðrum eins manni og Jóni Krabbe skrifstofu- stjóra, einkar vönduðum manni og að allra kunnugra dómi jafnvinveittum Dönum sem íslendingum, og því sizt hætt við að halla mundi í hverra garð sem væri. Það var vissulega eigi ófyrirsynju, að ísafold brýndi það fyrir góðum mönnum, að leggja eigi að órannsök- uðu máli. trúnað á símfregnir þær, er Heimastj.(l)bl. pantafrá Khöfn. Þetta sinni, sem ella, hefir reyndin orðið sú, að ekki er heil brú í frétta- burðinum. Alt verið til þess unnið að þjóna Heimastj.(l)-lundinni og hlýða fyrsta og æðsta boðorðinu í barna- lærdómi Heimastj.(!)manna: Hvað sem öðru líður þer að smána stjórnina og atyrða, botnlaust og endalaust, hvernig sem hún vinnur verk sitt, vel eða miður vel, viturlega eða óhyggilega, samvizkulega eða ódyggilega. -----1----- Gjafir og áheit til JReykja- víkurdeildar Heilsuhælis- félagsins árið 1910. Frá kennaraskólanum . . . kr. 70.00 — A. Sorvig............•— 10.00 — Mr. R.................— 4.50 — ón. stúlku í Reykjavík — 5.00 — sjómanni..............— 5.00 — ón. i Reykjavík .... — 5.00 — N. N..................— 2.00 — ónefndum..............— 10.00 — ónefndum..............— 1.00 — Þórði Erlendssyni, Hverfisgötu 58 .... — 10.00 — Sveinbirni Sveinssyni, Sveinskoti.............— 3.00 Reykjavík 10. jan. 1910. Eggert Claessen, p. t. gjaldkeri. Búnaðarnámsskeiðin. Að Þjórsártúni var haldið búnaðar- námsskeið í síðustu viku frá 9.—14. jan. Búnaðarráðunautarnir Einar Helga- son og Sig. Sigurðsson fluttu þar er- indi um ýms búnaðarefni. Ennfremur fræddu þeir Einar E. Sæmundsen skógræktarmaður og Jón Jónatansson búfr. nemendur um marga hluti. Síðasta daginn var haldið afarfjöl- ment samsæti með ræðuhöldum og hvers konar fagnaði. 200 manns voru þar. Bandaskólanámsskeið það, sem halda á um mánaðarmótin (30. jan.—6. febr.) á Hvanneyri, fá færri að sækja en vilja. Ekki hægt að koma fyrir fleir- um en 5°- Þingmálafundir í Reykjavík. í næstu viku verða haldnir 4 þing- málafundir hér í höfuðstaðnum, sem þingmennirnir, þeir Jón Þorkelsson dr. phil. og Magnús Blöndahl boða til. Út af fundum þessum hafa orðið bréfaviðskifti milli Fram-félagsins og þingmannanna, er oss þykir rétt að birta orðrétt. Stjórn Fram reit þingmönnum 14. jan. á þessa leið: Vér nndirritaðir stjórnendur heimastjórn- arfél. »Fram« leyfum oss að vænta þess að háttvirtir alþingismenn hagi þingmálafnnd- um þeim, er væntanlega verða haldnir hér í Reykjavík, áður en alþingi kemur saman i næsta mánuði, þannig að skoðun kjós- enda i fnndarmálum, hver sem hún er, geti komið sem bezt fram. En til þess að nokkur von geti orðið um það, teljum vér nauðsynlegt, úr þvl að ekkert fundarhús er til, er nándarnærri taki kjósendur, að minni hlutanum eða Heima- stjórnarfélaginu »Fram* fyrir hans hönd verði gefinn kostur á jafnræði við meiri hlutann, um skiftingu kjósenda niður á fundinn, um afhendingu aðgöngumiða að fundunum, verði slikir miðar notaðir, um dyragæzlu i fundahúsunum og málfrelsi á fnndnnum og atkvæðateljara. Skyldi skiftingin á kjósendum milli fund- anna takast svo, að þröngt yrði um ræðu- menn meðal þeirra, er sókn eiga að til- teknum fnndi, teljum vér rétt, að hvor flokk- ur um sig tilnefni jafnmarga málsvara, hvor af sinni hendi. Vér leyfum oss að vænta svars fyrir 19. þ. m. Virðingarfylst Lárus Bjarnason, Jón Jónsson, Pétur Zóphoniasson, Sveinn Jónsson, Pétur Þorsteinsson. Þessu bréfi svöruðu þingmennirnir svo: Til heimastjórnarfélagsins »Fram«. Bréfi yðar frá 14. þ. m. til okkar leyf- um vér okkur að svara á þessa leið: Við munum sjálfir sjá um, að kjósendnm bæjarins verði skift sem jafnast niður á þingmálafundi þá, er i hönd fara (þing- málafundardeildir), án alls flokksgreinar- álits. Við munum sjálfir láta sjá um afhend- ing á aðgöngumiðnm að fundunum — ef aðgöngumiðar verða notaðir — og leggja rikt á um, að þeir verði afhentir öllum kjÓ8endum réttvislega og jafnt án allrar flokksgreinar. Við munum sjálfir ráða þá eina menn til dyragæzlu á fundunum, er við teljum þar vel til fallna, og réttvÍBÍr sé og llkleg- ir til þess að halda á reglu. Málfrelsi hala á fundunum auðvitað all- ir kjósendur jafnt af báðum flokkum, hver í sinni fundardeild, með þeim takmörkun- um, sem timans vegna og góðs skipulags kunna að verða settar. Við sjáum ekkert á móti þvi, að tilnefndir sé i hverri fundardeild (fundi) atkvæðatel- jarar af báðum flokkum, þyki þess þörf. Við teljum það rétt, að hver fnndardeild hjálpist við þá ræðumenn, er hún hefir á að skipa meðal þeirra manna, er sókn eiga þangað, og sé málsvarar jafnmargir af báð- um flokkum. Reykjavik 17. janúar 1911. Jón Þorkelsson, Magnús Blöndahl. Þingmálafundir. í A.-Skaftafellssýslu hefir Þorl. Jónsson alþingismaður i Hólum haldið 2 þingmálafundi í síðastliðnum mánuði, annan í Nesjum, hinn að Stafafelli. Vér höfum fengið ágrip af fundar- skýrslunum. Á Nesjafundinum var í sjáljstceðis- málinu samþyktar eftirfarandi 2 til- lögur: Sjáljstceðismálið: a. Fundurinn er samþykkur gjörðum siðasta alþingis í sambandsmálinu. (Samþykt með 22 atkv. gegri 3). b. Fundurinn vill ekki að neitt spor sé stigið, er geti orðið fullu sjálf- stæði landsins til hnekkis i fram- tiðinni. — Viðurkennir ekki stöðu- lögin sem réttargrundvöll stjórnar- skipunar vorrar, og vill að ráðherra íslands sé óháður ríkisráði Dana. (Samþykt með 27 samhljóða atkv.). Ráðherraskifti. Þór. Sigurðsson bar fram svolátandi tillögu: Vegna þess að fundurinn lítur svo á, að ráðherra hafi misbeitt valdi sínu, með afsetning á gæzlu- stjórum Landsbankans frá 1. jan. 1910, og eins að nokkru leyti með samningi við gufuskipafélagið Thore, óskar fundurinn að ráðherra Björn Jónsson viki úr embættinu, helzt í byrjun næsta þings. Tillaga þessi var Jeld með 22 atkv. gegn /. Kom þá fram önnur tillaga svolát- andi: Fundurinn telur heppilegast, eftir atvikum, að engin ráðherraskifti verði hér á landi fyr en nýjar kosn- ingar hafa fram farið og eftirlaun ráð- herra eru afnumin. Sampykt með 23 samhlj. atkv. Af Stafafellsfundinum er oss ritað um 2 mál, er þar komu fyrir: 1. Um stjórnarfar: a. Fundurinn viðurkennir ekki stöðu- lögin sem réttargrundvöll stjórnar- skipunar vorrar og vill að ráðherra vor sé óháður ríkisráði Dana. Ný sambandslög milli íslands og Dan- merkur telur hann sjálfsagt að sæli sömu meðferð og breytingar í stjórn- arskránni (þurfi samþykt tveggja þinga, og sé hið síðara nýkosið). Samþykt með öllum greiddum at- kvæðum. b. Verði breyting gjörð á skipun efri deildar vill fundurinn að aílir með- limir hennar séu eldri en 40 ára, hafi þingsetu í 12 ár, og séu kosnir með hlutfallskosningum um land alt. — Samþ. með 5 atkv. gegn 1. c. Fundurinn telur heppilegast eftir atvikum, að engin ráðherraskifti verði hér á landi fyr en nýjar kosn- ingar hafa fram farið og eftirlaun ráðherra eru afnumin, sem hann telur mjög mikilsvert atriði. Samþ. með 12 samhljóða atkv. 2. Skattamál: Fundurinn er algjörlega mótfall- inn eignaskatti eftir mati skatta- nefndar og yfirleitt nýjum sköttum beinum ínema aukning erfðafjár- skatts), en hneigist fremur að því, að auka tekjur landssjóðs með toll- um og einkaleyfum. Samþ. með 18 samhljóða atkv. í Norður-Þingeyjarsýslu hafa verið haldnir 4 þingmálafundir og þar sam- þyktar ágætar tillögur í sambandsmál- inu á 3 fundunum — en á 1 inn- limunartillaga. Var það langfámenn- asti fundurinn. Ein 8 innlimunarat- kvæði voru greidd alls á öllum fundunum. Snæfellsnessýsla. í Stykkishólmi var þingmálafuudur haldinn 10. þ. m. Nákvæm skýrsla af honum kemur i næsa blaði. Aðeins skal þess getið, að óánægjuyfirlýsing sú, út af gerð- um ráðherra í bankamálinu, sem minni- hlutablöðin guma svo mjög af, var þá fyrst borin upp, er Jullur priðjungur Jundarmanna var jarinn aj Jundi þá er fundurinn hafði staðið i2lf2 klst. Fundarmenn þessir, sem eigi voru við- staddir, er bankamálstillagan var upp borin hafa eftir fundinn mótmælt til- lögunni skriflega — og tjáð sig mundu hafa fylgt tillðgu þingmannsins. Eru þeir 19 alls er skriflega hafa mótmælt tillögunni, en á fundinum greiddu at- kvæði móti henni 15 manns, en 22 greiddu atkvæði með henni. Að réttu lagi hafa því á fundinum verið 22 atkv. með óánægjuyfirlýsingunni, en 34 móti henni. Þeim mun þvi ráðlegast að pegja um Stykkishólmsfundinn, virðulegum andófsblöðum. Borgarfjarðarsýsla. Þingmálafundir nýverið haldnir í Hálsasveit og Reyk- holtsdal; — fylgdu fram ákveðnum sjálfstæðistillögum. ísafjörður: í gær haldinn fundur á ísafirði af Sigurði alþm. Stefánssyni. í sambandsmálinu samþykt tillaga um að kvika i engu frá stefnu þeirri, er ofan á varð á siðasta þingi. í stjórnarskrármálinu samþ. ítarleg tillaga um margar breytingar — þar á meðal það nýmæli, að kjósa skuli 3 e n d u r s k o ð e n d u r lands- reikninganna með hlutfallskosn- ingum 1 sameinuðu þingi. í bankamálinu var svofeld tillaga samþykt með 31 atkv. gegn 16. Jafnframt þvi að lýsa yfir, að fund- urinn telur rannsókn d hag Landsbank- ans hafa verið nauðsynlega og réttmœta — skorar hann d þingið að athuga sem vandlegast og óhlutdrœgast alla með- ferð á fé bankans og rdðstafanir stjórn- arinnar honum viðvíkjandi, en gjora ekkert, sem rift geti dbyrgðartilfinningu þeirra, sem þar eiga yfir að rdða. í Jánamálinu samþ. tillaga um stað- arfána. Landsreikningurinn 1908/1909. Kýrin sú, landskýrin, þ. e. lands- sjóðstekjulindin, hefir orðið furðu-nyt- há árin þau, ekki minna en fjórðungi mjólkurhærri en við var búist. Fjárlagavaldið hafði áætlað tekjurn- ar 2 milj. 163 þús. kr., en þær urðu hátt upp í 3 milj., eða 2;milj. 889 þús. Tekjuliðirnir flestir farið til muna fram úr áætlun, sem hér segir: Fiski- og lýsistollur var áætlaður 200 þús., en varð 396 þ. Pósttekjur 120, en urðu 201. Símatekjur 100, en urðu 152. Áfengistollur 330, en varð 372. Tóbakstollur 280, en varð 313. Tekjuskattur 36, en varð 70. Aukatekjur 90, en urðu 125. Ábúðar og lausafjárskattur 86, en varð 105 þ. Hlutdeild landssjóðs í gróða íslands- banka varð 28 þús. — Gjöldin urðu hius vegar óviða hærri en við var búist. Hlutdeild ríkissjóðs í fiskilagasektum og önnur óviss útgjöld höfðu verið ráðgerð að eins 10 þús., en sá liður varð 127 þ. Alþingiskostnaður m. m. 67 þús., en varð 100 þús. Póstgjöld 181, en varð 214. Kenslumál 312, en urðu 343. Tekjuajgangur eftir fjárhagstímabilið (1908/09) 306 þús., í stað þess að búist hafði verið við 25 þús. kr. tekju- halla. Eign varasjóðs var í árslok 1909 rúm D/s milj. kr. (1,538,000). Og peningajorði landssjóðs nam þá 300,000 kr. Víst er það furðu-góður búskapur. (Þetta er lesið saman úr reiknings- lagasamþyktarfrumvarpi því, er stjórn- in leggur fyrir alþingi f vetur). Fjárlögin næstu. Af f)árlagafrumvarpinu stjórnarinnar um árin 1912—1913 eru þau góðu tíðindi að frétta, að eftir þvf á f árs- lok 1913 að eins að vanta 11 */2 þús. kr. á að tekjur hrökkvi fyrir gjöldum. Hvort þingið skilur nú eins við þau lög, er vant að vita. Gjöldin, sem eru gjörð mjög lik því sem þau voru árin 1908—1909, eða rúmlega 2 milj. 900 þús., fara mjög óviða fram úr þvf sem nú ger- ist, þetta fjárhagstimabil. Nýr kostnaður er ráðgerður 25 þús. kr. styrkur handa heilsuhælinu á Vífils- stöðum, og 10 þús. hvort árið til þessara 5 flutningsbrauta: Borgarfjarð- ar, Húnavatns, Skagafjarðar, Reykja- dals og Grimsness. Þá eru og ætl- aðar 6 þús. hvort árið til framhalds Mosfellssveitarvegi og 7^/2 í Kefla- víkurveginn, en 12 þús. síðara árið til að brúa Hverfisfljót og Brunná i Skaftafellssýslu. Nýrra síma er ekki ætlast til að kostað verði annarra en talsíma frá Borðeyri til Búðardals 14 þús. og frá Borgarnesi til Stykkishólms 38 þús. Tekjur landssjóðs 1912—1913 eru áætlaðar yfirleitt eftir reynslu 5 ára undanfarin, eins og siður er, og getur það ekki óvarlegt heitið. Nema áfengis- tollur búist við að hverfi alveg úr sögunni 1913. Fjáraukalög árin 1908/1909 og 1910/1911. Nokkurn ábætir þarf landsbúið þau ár, eins og það á vanda til, fram yfir vandlega gerðar fjárhagsáætlanir. Hann er nú áætlaður um 187 þús. kr. öll árin þau 4, eða tæp 50 þús. hvert þeirra, og eru aðalfjárhæðirnar fyrri árin tvö rúm 20 þús. í flutningabrautir, 15 þ. handa geðveikishælinu á Kleppi (fjós og vatnsveita), 13 þús. i póst- göngur og 12 þ. i nýjan vita á Reykja- nesi. Síðari árin tvö er aðalkostnaðurinn 40 þús. i loftskeytasamband milli Vest*

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.