Ísafold - 06.09.1911, Blaðsíða 2

Ísafold - 06.09.1911, Blaðsíða 2
214 ISAFOLD Gtsti Sveinsson og Vigfús Einarsson yfirdómslögmenn. Skrifstofutími II1/,—11 og 5—6. Þingholtsstræti 19. Talsimi 263 Eftir þessa yfirlýsingu lýsti Rose- bery lávarður, erkibiskupinn af Kant- araborg og fleiri andstæðingar frutn- varpsins yfir því, að þeir yrðu að láta sér lynda að styðja frumvarpið. Einn lávarður, Hugh Cecil, kallaði það landráð að ráða konungi til slíks sem útnefningu nýrra peers til þess að útvega frumvarpinu fylgi, og krafð- ist þess, að höfðað væri sakamál gegn Asquith forsætisráðherra. Halsbury og Salisbury lávarðar börðust gegn frumvarpinu fram á siðustu stundu. Áfengissala á Sigluflrði. Lögreglustjórinn á Siglufirði, Vig- fús Einarsson, hefir gengið röggsam- lega fram gegn ólöglegri áfengissölu þar í kaupstaðnum. Hann hefir nýlega sektað Þorvald Atlason um ioo kr., auk málskostn- aðar fyrir ólöglega áfengissölu. Ennfremur hefir hann sektað bryt- ann á Watresskipinu »Courierc um 300 kr. fyrir ólöglega áfengissölu. 3 aðrir eru undir ákæru sömuleiðis fyrir ólöglega áfengissölu. Nokkrir menn grunaðir um tollsvik. (Eftir símskeyti). Látnir eru nýlega í Danmörku tveir merk- ismenn, Peder Madsen Sjálandsbiskup og P. G. C. Jensen hæstaréttarmála- flutningsmaður og landsþingsmaður (hægrimaður). Síldarverksmiðjur á Siglu- flrði. Norðurland skýrir frá þvi, að settar hafi verið á stofn á Siglu- firði í sumar' 4 síldarverksmiðjur, allar útlendar. Þá minstu á Norðmaður, að nafni Thormod Bakkevig; stendur hún á kaupstaðarlóðinni. Austan fjarð- arins er Evanger, einnig norskur mað- ur, að reisa afarstóra verksmiðju, sem eigi verður fullger fyr én í vetur; til hennar leggur þýzkur auðmaður, Mor- gan að nafni, mikið fé. Hinar tvær verksmiðjurnar eru á sjó úti. Heitir önnur »Arktisk Fiskeoliefabrik«, danskt hlutafélag, og er Goos sildarútgerðar- maður forstjóri þess félags. Hin heitir »Ægir«, hlutafélag með norsku og amerísku fé. Um 40,000 tunnur höfðu verið saltaðar um 20. ágúst af 100,000 tunnum alls, sem þangað til höfðu veiðst á Siglufirði. Gefa verksmiðj- urnar 3—4 krónur fyrir tunnuna. — Verksmiðjurnar vinna úr síldinni lýsi og eggjahvítuefni. Eggjahvituefnið er notað annaðhvort í fóðurmjölskökur eða blandað öðrum efnum og búinn til úr því áburður. Óefað gera verksmiðjur þessar gagn. Þær kaupa síld þá, sem veiðist fram yfir það sem seljanlegt er til mann- eldis. En þeirri sild hefir áður orðið að fleygja í sjóinn. Það sem af er þessu sumri hafa þannig verið greidd- ar á 3. hundrað þúsund króna fyrir sild, sem annars hefði verið fleygt í sjóinn. 31 orðuð séu sem leyfi. Til þess var skipuð 3 manna nefnd — verkið fljót- legra fyrir 3 heldur en 1 eða 2. í nefndina voru skipaðir 3 valinkunnir sæmdarmenn og eins fróðir um pen- ingamál og frekast var kostur á hér. Út af þessu var þá undir eins vakinn geysiþytur á þingi, margar ræður haldnar, mörg digurmæli töluð og skáldleg orð. Mikið talað um háska þann, sem bankanum væri stofnað í með þessu, o. s. frv. Atti með þessu að bæla niður rannsóknina með þing- legu ofríki og láta hætta við hana. Því hefir verið haldið fram hér i dag með óskiljanlegu áræði, að bank- anum hafi verið stofnað í háska með þessari ráðstöfun, bæði utan lands og innan, en á það hefir ekki verið minst einu orði, hvaða háski hefði getað stafað af þvi, ef bankinn hefði verið látinn óskoðaður, ekki betra orð en fór af stjórnseminni og reglunni þar. Eg leit svo á, að það væri einkaskil- yrði fyrir því, að bankinn kæmist í gott álit aftur, að svona skoðun færi fram. Reyndist þessi orðrómur um ólagið á ónógum rökum bygður, þá var betra að það kæmist upp, heldur en að óorðið héldi áfram. Hvernig sem á þetta mál var litið, þá var það / Miðstjörn Sjálfstæðisflokksins leyfir sér, eftir að hafa ráðfært sig við ýmsa kjósendur í hlutaðeigandi kjördæmum, að mæla með og biðja menn um að greiða atkvæði þessum frambjóðendum, og skorar á flokks- menn að bjóða sig ekki fram á móti þeim. . í Reykjavík: fón Þorkelsson dr. phil., Magnús Blöndahl. í Gullbringu og Kjósars.: Björn Kristjánsson bankastj., Jens Pálsson prófast. í Borgarfj.sýslu: Einar Hjörleifs- son rithöfund. í Mýrasýslu: Harald Nielsson pró- fessor. I Snæfellsn. og Hnappadalss.: Sig- urð Gunnarsson próf. í Dalasýslu: Bjarna Jónsson frá Vogi. í Barðastr.sýslu: Björn Jónsson fyrv. ráðherra. í Vestur-ísafj.sýslu: síra Kristinn Daníelsson. í Norður-ísafj.sýslu: Skúla Thor- oddsen ritstjóra. í Strandasýslu: Ara Jónsson cand. jur. í Húnavatnssýslu: Björn Sigfússon umboðsmann og Hálfdan Guðjónsson prófast. í Skagafj.sýslu: Jósef Björnsson bónda og Ólaf Briem umboðsmann. A Akureyri: Sigurð Hjörleifsson ritstjóra. í Norðurþingeyjarsýslu: Benedikt Sveinsson ritstjóra. í Norður-Múlasýslu: Björn Halls- son bónda á Rangá og Jón Jónsson bónda Hvanná. í Suður-Múlasýslu: sira Magnús Bl. Jónsson Vallanesi og Sveinn Ólafsson umboðsm. Firði. Á Seyðisfirði: Kristján Kristjáns- son lækni. í Austur-Skaftafellssýslu: Þorleif Jónsson bónda Hólum. í Vestur-Skaftafellss.: Gísla Sveins- son yfirdómslögmnnn. Seinna verður auglýst um framboð i kjördæmum, sem hér eru ótalin. --------------- Bréfdúfa. Kr. Gíslason kaupmaður á Sauðár- króki símaði 24. þ. m. til »Norður- lands«, að föstudaginn 4. þ. m. hefði svört bréfdúfa komið að Fjósum í Svartárdal í Húnavatnssýslu. Dúfan hafði hringi á báðum fótum. Á hægri fæti hennar var málmhringur með þess- ari áletrun upphleyptri: N. U. R. T.-S. 11 < 96 03. Á vinstri fæti var gúttaperkahringur með áletrun: 191. Málmhringurinn situr fastur á fætinum, en gúttaperka- hringurinn var svo víður, að honum mátti ná af fætinum. Dúfan er kyr á Fjósum og gerir ekki tilraun til að fara þaðan. (Norðurl.). 32 sjálfsagður hagur fyrir bankann, að þetta væri gert, enda var fjöldi manna og allir óvilhallir, sæmilega greindir menn á því. Auðvitað urðu nánustu vinir og vandamenn bankastjórnarinn- ar óðir og uppvægir, töluðu um, að þetta væri póhtísk hlutdrægni af mér og að eg væri að steypa bankanum í óálit utan lands og innan. Mótstaða þessi var að sjálfsögðu að vettugi virt, enda sýndi það sig, að engin vanþörf var á þessari skoðun. Niðurstaða rannsóknarnefndarinnar sýndi það bezt. Það fór líka svo, að ekkert vantraust kviknaði á bankanum, hvorki utan lands né innan, nema hvað nokk- urir menn, sem eg hefi áður sagt um, að hafi verið flokksmenn andstæðinga minna, reyndu að gera hræðsluaðsúg að bankanum með því að bera út mestu öfgar um, hvað mikið væri tekið út úr honum og fá menn til að taka fé sitt úr honum. Nokkurir fóru ef til vill sjálfkrafa, það skal eg ekki um segja, en yfirleitt reyndust Htil brögð að úttekt úr bankanum. Einn mikilsháttar embættismaður úr andstæðingaflokknum sagði fyrsta kveldið eftir nefndarskipunina, að bú- ið væri að taka úr bankanum 90 þúsund krónur. En það var ekki Tryggvi Gunnarsson gefur skýrslu. Hann fann sig knúðan til þess karl- inn, að hroða inn í nefndarálit minni hluta Landsbanka-rannsóknarnefndar neðri deildar aðdróttun til nýju banka- stjóranna um, að þeir hefðu gefið falska skýrslu. — Þessi aðdróttun hans hefir nú verið rekin aftur og ónýtt, honum til litillar sæmdar, sem og »Norðlending« þeim, sem tranaði henni fram í Lögréttu á dögunum og sagt er að sé Halldór Jónsson banka- gjaldkeri.1) I þessu sama nefndaráliti, sem er með þeim ósköpum fætt, að annar nefndarmaðurinn, sem undirskrifar, þorir ekki að ábyrgjast að undirstað- an undir því sé rétt, og skrifar undir með þeirri athugasemd, að sú ábyrgð hvíli að öllu leyti á Jóni Ólafssyni, í því er skýrsla frá Tryggva Gunnars- syni, um <Ólafsvíkurlánið«. Skýrsla þessi er í aðalatriðum ekki sérlega merkileg, en sýnir þó það, að aðalástæðan til lánveitingarinnar var sú, að fyrri lánardrotnar lántakandans höfðu svo ilt álit á hag hans, að þeir ætluðu að gefa honum eftir helm- ing skuldarinnar við þá, ef þeir fengi hinn borgaðan! — Og bankastjórnin var öll sam- mála um að veita þetta lán og átti það að vera til þess að bjarqa tveim sveitum. — Það er einkennileg aðferð til þess að bjarga tveim sveitum, að flækja þeim inn í ábyrgð fyrir stór- láni til fyrirtækis, sem var dauða- dæmt. Ef lánið hefði ekki verið veitt, þá er 'mjög efasamt, að hinir erlendu lánardrotnar heíðu séð það til nokk- urs að fara að ganga að einstökum mönnum i verzlunarfélaginu, enda al- veg óvíst að þeir hafi borið nokkra ábyrgð gagnvart þeiro lánardrotnum. Og til þess að bjarga þeim úr þess- um óvissa voða, leiddi bankastjórinn þá í þann vissa voða að takast á hend- ur ábyrgð á 30 þúsund króna láni við Landsbankann, og þetta gerði banka- stjórnin af eintómri mann-gæzku og viti. Þetta eru nú aðalatriðrskýrslu þess- arar, sem Tryggvi gefur bankastjórn- inni til afsökunar í þessu máli. . En aukaatriði er það, að Tryggvi lætur það skína í gegn, að það hafi verið óhyggilegt af núverandi banka- stjórn að bjóða ekki í húseignir þessa félags, er þær voru boðnar upp. Hann segir að húseignir þessar hafi ver:ð lagðar út íslandsbanka fyrir 4500 kr. sem hafi verið hæzta boð »af því stjórn Landsbankans hafði enga ráð- stöfun gert til að sjá um ha% bank- ans«.2) En afleiðingin hafi verið sú, að ís- landsbanki hafi getað gert þeim mun hærri kröfu í búið ! En nú var svo ástatt með þetta bú, f>að þykir rétt að geta þessa orð- róms til þess að H. J. geti borið hann til baka, ef ósannnr skyldi vera. ’) Letnrbr. min. að það var alt veðsett Landsbankan- um, ýmist með fyrsta veðrétti eða öðrum, svo það var ekki til neins fyrir íslandsbanka að gera kröfu. — Að minsta kosti gerði það Landsbank- anum ekkert til, því að sú krafa hefði altaf orðið á eftir kröfum hans sem veðhaja. Tryggvi skýrir sjálfur fráþvííþess- ari sömu skýrslu, að allar eignir bús- ins hafi verið veðsettar bankanum, en það er til þess að sýna hve vel lánið hafi verið trygt. Um hitt getur Tryggvi ekki, hvað mikil skuld hafi hvílt á húseignum þessum, sem seldar voru, til íslands- banka, og mætti ætla að því væri slept til þess að menn gætu ráðið þvi hvað þeir hugsuðu sér þá upphæð stóra. — En það voru með vöxtum alt að 22,000 kr., svo að til þess að sleppa skaðlaus hefði Landsbankinn orðið að bjóða einmitt þá upphæð, sem íslandsbanki seldi eignina fyrir, og hefði þá Landsbankinn að eins gert sig að innheimrumanni fyrir ís- landsbanka. Þar sem allar eigur búsins voru veðsettar Landsbankanum og krafa ís- landsbanka í þrotabúið því ekki gat skaðað Landsbankann neitt, þá hefði það verið bláber heimska að fara að bjóða í þessar húseignir i kapp við íslandsbanka, nema því að eins að þær hefðu verið eitthvað talsvert meira virði en skuldin til íslandsbanka — en það reyndist ekki að vera. En auðvitað hefir Tryggvi Gunn- arsson ekki orðað skýrslu sína á þennan hátt til þess að gefa falska skýrslu, þótt framsetningin óneitan- lega gefi tilefni til að skilja skýrsl- una sem aðdróttun til nýju banka- stjórnarinnar um hirðuleysi á hags- munum bankans. Annars er lítið að græða á skýr- ingum þeim, sem þeir Tryggvi og Eiríkur hafa gefið á því að ýms lán bankans tapast. •— Eða hvað segja menn um annað eins og þetta: »Lánið var veitt til að gera út fiskiskip. Eigendur svikust um að borga af skuldinni og ábyrgðarmenn urðu gjaldþrota.* — Þetta er útskýr- ing þessara herra á því hvernig standi á því, að eitt 5000 króna lán tapað- ist (sbr. alþ.t. Á., bls. 1473). Mundi nú ekki á þenna sama hátt mega gefa skýringu á því, að jafnvel 400 þúsundir hafi tapast, ef það á að vera fullgild afsökun fyrir bankastjórn- ina að lántakendur hafi svikist um að borga og orðið gjaldþrota. — Slíkt má öllum gera meina þeir Eiríkur og Tryggvi. — -----B®6---- Smjörsalan. Skýrsla J. V. Faber & Co. i New- castle 22. ágúst segir svo um smjör- markaðinn, að verð á smjöri nafi verið hærra þá en nokkurntíma ; ágústmán- uði síðustu 30 árin. Ástæðan til þessa er mjög mikill þurkur í lönd- um þeim, sem framleiða smjör, svo þau þurfa sum, t. d. Þýzkaland, sjálf að ftytja inn smjör. Frá íslandi hefir eigi komið neitt smjör þó nýlega nema lítil sending frá Norðurlandi í vikunni þar á undan; naut það að nokkru góðs af verðhækkuninni. Búist við að sendingar sem von var á með Sterling og Botníu mundu ná í góða markaðinn og seljast háu verði, líklega meira en 1 kr. 10 au. á skipi (fob). Gott útlit næstu vik- urnar, því áríðandi að senda nú sem mest smjör. Misminni ráöherra. Á fundi, sem haldinn var að Stein- dorsstóðum í Reykholtsdal laugard. 26. f. mán., lót eg þess meðal annars getið, að konungsvaldíð hefði tvívegis n/lega unnið þann sigur hór á landi, sem það hefði ekki átt að vinna. Annað skiftið, þegar hr. Kristján Jónsson varð ráðherra. Það hefði verið ósigur fyrir þingið, þar sem meiri hluti þess — að minsta kosti þjóðkjörinna manna — hefði bent, á annað ráðherra- efni. E11 það hefði verið sigur fyrir konungsvaldið; hr. Kr. J. hefði orðið ráðherra fyrir þá sök eina, að hann var konungi hugþekkari en hitt ráðherra- efnið. Hitt skiftið hefði konungsvaldið unnið meiri sigur en æskilegt hefði verið, þegar konungur hefði neitað um frest- un síðasta þings, jafn-bersynilegt og það virðist vera, að konungkjörnum mönn- um væri ekki ætlað að sitja fleiri en 3 regluleg þing. Ráðherra vófengdi það, að fram á þingfrestun hefði verið farið við konung. Benti á, að fyrverandi ráðherra, hr. B. J., hefði ekkert uppi látið um það efni. Eg kannaðist við það, að fyrv. láð- herra hefði enga grein þess gert; það væri ekki siður ráðherra, ef þeir hefðu orðið nauðbygðir til þess að láta undan þoka fyrir konungsvaldinu, að kæra konung fyrir þinginu. En mér virtist það bersynilegt, að þessa hefði verið leitað við konung, því að þingflokkur fyrv. ráðherra hefði beint falið honum með flokkssamþykt á þinginu 1909 að fá þingfrestuninni framgengt. Þessa frásögn mína kvað ráðherra með öllu ósanna; engin slík flokkssamþykt hefði verið gerð. Hann hefði borið sig saman um þetta við síra Sigurð Stefáns- son á þinginu í vetur, og þeir hefðu, að mór skildist, fengið óyggjandi vitn- eskju um það, að þessi flokkssamþykt væri engin til. Eg gat ekki sannað mitt mál á fund- inum. En eg geri það nú. í flokksfundabók Sjálfstæðisflokksins (bls. 25) stendur svolátandi samþykt, gerð á fundi 6. maí 1909 : „Samþykt með öllum atkvœðum gegn 1 að fela rdðherra að fœra þingttmann 1911 þannig, að þingttmi hinna konung- kjörnu vœri útrunninn er þing byrjar«. Þessi samþykt er gerð á fundi, sem allir óforfallaðir flokksmenn hafa að sjálf- sögu sótt, því að á þessum fundi var, auk þessar ályktunar, ákveðið, hver verða skyldi forseti sameinaðs þings í stað Björns Jónssonar og varaforseti sameinaðs þings í stað Skúla Thorodd- sens, hverja kjósa skyldi í verðlauna- nefnd Jóns Sigurðssonar, hver verða skyldi endurskoðunarmaður Landsbank- ans, hverja kjósa skyldi í bankaráð ís- landsbanka og yfirskoðunarmenn lands- reikninganna, og loks, hvern kjósa skyldi gæzlustjóra Landsbankans í efri deild. Að endingu skal eg geta þess, að fundargerðin er með rithendi síra Sig- urðar Stefánssonar, og að hann hefir skrifað undir hana sem ritari flokksins. Mig furðar á því, að hæstvirtan ráð- herra skyldi geta mismint svona. En hvað sem því líður, er það bersýnilegt, að hann hefir í þessu efni farið með rangt, en eg með rótt mál. Eg heyrði það á eftir fundinum, að sumum kjósendum lók hugur á að fá að vita, hvor okkar ráðherra hefði sagt þeim satt um þetta. Fyrir þvf bið eg ísafold fyrir þessar línur. 1. sept. 1911. Einar Hjörleifsson. 35 farið; vinir bankastjórnarinnar hefðu safnað liði í skjaldborg umhverfis bankann og aftrað afsetningunni. Einn ódæmavirðulegur þingmaður kvað hafa raupað af því nýlega, að hann gæti fengið skarlanat. til að gera alt sem vera vildi, jafnvel að ráða núverandi ráðherra af dögum. Ef slíkur maður hefði verið viðstaddur þann dag, mundi hafa verið fylkt liði í kring um bank- ann og aftrað því, að skipanir stjórn- arinnar væru framkvæmdar (um frá- vikning bankastjórnarinnar um stund- arsakir). Að frávikningin hafi verið um stundarsakir, sést í tilvitnaðri laga- grein í bréfi stjórnarráðsins; það var látið duga að vísa til hennar. Þetta segi eg af því, að mér hefir verið borið á brýn, að eg hafi látið mála- færslumann lýsa því yfir í sóknar- eða varnarskjali, að frávikningin væri fyr- ir fult og alt. Eg hefi aldrei haldið öðru fram en að frávikningin hafi verið um stundar sakir. Og úr því að ekki var gert það sem fyrirhugað var um eitt skifti, að hleypa gæzlu- stjórunum að um nýárið, þá hlaut frávikningin að standa um ótiltekinn tíma, jafnvel fram til þings. Eg skal geta þess til dæmis um, að frávikning um stundarsakin getur stað- 33 nema sem svaraði 9—10 þús. Þessar taumlausu ýkjur áttu auðvitað að ýta undir almenning til að taka fé sitt úr bankanum, og ef þessu hefði verið trúað, mátti mynda hræðsluaðsúg að honum. Jafnvel einn af bankaþjón- unum, sem fylti flokk andstæðing- anna, var á þönum út um bæinn í bankatímanum með frásögur um það á strætum og gatnamótum hvaða ó- hæfu verið væri að gera, hvilíka ósvífni hinn nýi ráðherra væri að fremja og að verið væri að steypa bankanum á höfuðið. Og þetta var hann að gera í miðjum starfstíma bankans. Eg býst auðvitað við, að það hafi verið að fornspurðri bankastjórninni, en hún hefði átt að hafa eftirlit með því, að bankaþjónarnir væru ekki burtu í starfstímanum. Og það lægi því miklu nær að ímynda sér, eg segi ekki að svo hafi verið, að þetta væri gert með ráði einhvers úr bankastjórninni — manninum hafi verið gefið frí í því skyni. Þetta starf var svo rekið ó- sleitilega í nokkra daga, þangað til tókst að bæla niður og eyða allri hræðslu. Það hefir verið sagt hér í dag, að andstæðingarnir hafi líka gert sitt til að girða fyrir að aðsúgur yrði gerður að bankanum. Eg trúi vel, að 34 það sé satt um þá suma hverja, en það er ekkert til að hrósa sér af. Það j hefði verið ósæmilegt og ósvífið, ef þingmenn hefðu stutt að því, að að- súgur væri gerður að bankanum; til i þess urðu nógir aðrir menn og þeir unnu óspart. En árangurinn varð ; minni en ráð var fyrir gert. Einhver þingmanna sagði það ný- lega, að ráðherra hafi verið knúður til þess af sínum flokki, að gera yfir- lýsingu á þinginu síðast til að bæla niður aðsúginn. En þetta er bara I venjulegur skáldskapur, eins og vant ! er úr þeirri átt. Eg skal nú fara fljótt yfir sögu og j víkja til dagsins, sem bankastjórninni i var vikið frá um stundarsakir. Margir hafa talað um það, að það hafi verið gert mjög sviplega. Sú skröksaga jafnvel búin til, að bankastjóranum hafi ekki verið leyft að ljúka við að skrifa undir útgjaldaskipun að víxli. Það hefir líka verið talað um það, að | þeim hafi ekki verið gert viðvart um það, að það ætti að víkja þeim frá. En það er ekki vanalegt, að starfs- I mönnum og embættismönnum sé gert j viðvart um það áður. Það þykir ekki hlýða að ónýta þannig ráðstafanir 1 stjórnarinnar. Allir vita hvernig hefði

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.