Ísafold - 06.09.1911, Blaðsíða 3
ISAFOLD
215
Jón Sigurðsson
og skilnaðurínn.
---- Niðurl.
Það má nærri geta, að dr. V. G.,
svo kappgjarn sem hann er og í
annan stað margfróður og bókvís,
hefir ekki legið á liði sinu að telja
og tína fram öll þau rök, sem til eru
fyrir því, hve »f]arstæð« skilnaðarhug-
myndin var Jóni Sigurðssyni. Það
má telja víst, að ekkert sé sparað og
engu gleyml, því er sýnt geti og
sannað þennan megna óhug hans á
skiínaði við Dani;svo mikið er dokt-
ornum urn að gera að láta hann
lyrirdæma þá stefnu og þá menn, er
henni kynnu að fylgja, fyr eða síðar.
Og hvaða ummæli hefir þá doktor-
inn fyrir sig að bera1 Hvert er rök-
semda-safn hans 1 umræddri Eimreiðar-
grein ?
Aðallega einar tvcer tilvitnanir.
Hina fyrri er að finna á bls. 220
(sbr. bls. 21S), þar sem höf. lætur
Jón fyrirdæma skilnaðarstefnuna sem
ihreinasta barnaskap* — á hverjum
tíma sem er og hverju sem framfer
um stjórnmál vor að öðru leyti. En
sá galli er hér á gjöf Njarðar, að um-
mælins, em vitnað er til, eru alls ekki
ejtir Jón SiqurÖsson, þó að svo liti út
hjá doktornum, heldur eru þau tekin
úr »Vikverja« (I, 31) — þau eru urn-
sögn blaðsins um það, er gerðist á
Þingvallafundinum 1873, en ekki orð
Jóns. Blaðið var alls ekki hans mál-
gagn, heldur íhaldsliðsins, að vísu ekki
honum óvinveitt, og þótti gott alt
hvað hægt var að bera hann fyrir í
miðlunarátt.
Ummælin verða því ekki tekin sem
væru þau Jóns eigin orð, og þá er
tilvitnunin marklaus.
Hin tilvitnunin (bis. 220—21) er
til Nýrra félagsrita VIII, 18—19.
En par er ekki vikið að skilnaði né
honum anclajt einn orði — og vísa eg
til ummælanna sjálfra, því til sönn-
unar.
En á þessu byggir doktorinn for-
dóm þann og fúkyrði, er hann lætur
lón Sigurðsson beina í garð þeirra
manna, er á skilnað hyggja: Þeir
eru y>skilnaðargosari: — ekki teljandi
»/ flokki ærlegra íslendinga«—tósjdlj-
rdðir pjóðjjendur, stórhcettulegir sjdlj-
stceði landsins« — hafandi ekkert *vit
á stjórnmálum« — o. s. frv.
Vafalaust munu allir samdóma um
það, að hvergi sé að finna réttari og
sannari lýsing skoðana Jóns Sigurðs-
sonar en i bréfum hans; í engum
ritum hans korni þær betur i ljós —
eins og hann bar par í brjósti, þó að
hvarvetna ræddi hann og ritaði af
frábærri hreinskilni.
Það horfir sem sé einatt svo við i
»erjum dagsins*, að ekki þykir hlýða
að segja opinskátt allan hug sinn —
fylstu kröfur og ítrustu óskir. Hitt
byrvænlegra í baráttunni, að beitast
af afli fyrir því, sem von er að vinn-
ist í þeim og þeim áfanga.
En i einkabréfum til vina og vanda-
manna þaif ekki að draga dulur á
vilja sinn og óskir — frekar en í al-
úðlegum vina-viðræðum. Þar kemur
hugurinn hömlulaus í Ijós.
Litum þá á, hvernig Jóni Sigurðs-
syni farast orð um skilnaðinn i bréf-
um sínum. — Eg set hér nokkra
smákafla úr þeim, sem eg hefi rekist
á við mjög fljótlegan yfirlestur —
kafla, sem meira og minna ákveðið
steyta við staðhæfingum doktorsins
og kollvarpa þeim1).
Bréf nr. 76; Khöfn 29. sopt. 1850, til
Páls amtm. Melsteds. Þar er tilrætt nm
hertogadæmin og væntanlega sundnrliðnn
þeirra frá Danmörkn. Þar segir svo: »Alt
getur skeð, og því held. eg sé þess hetra,
sem við vœrum lausari við garðana þar
» Gröf«.
Bréf nr. 95; Khöfn 30. sept. 1853, til
Gísla Hjálmarssonar læknis: »Ekki lizt
þeim hér á þessa pólitísku hlikn, sem þeim
þykir draga npp með »Heelstaten«. Það
gildir líka einn, ef við bara gœtum los-
ast svo, að við gœtum sem mest verið
sjdlfráðir um okkar mál og gilt einu
hvað Danir gjörðu«.
Bréf nr. 192: Khöfn 1. jan. 1865, til
sira Þorgeirs Guðmundssonar.a) Þar er að
ræða nm grein i norsknm blöðnm, »sem tvi-
mælalanst heldur fram skilnaði Islands< (frá
Danmörkn) og var sú grein gerð að nm-
ræðnefni i danska blaðinn >Fædrelandet«.
Um það segir J. S.:2) »Eg veit ekki hvort
það er í alvörn, að »Fæðrelandet« eignar
oss grein þessa, en það er ljóst, að ráðlag
blaðsins gegn oss likist mjög þvi, er það
beitti Slésvikinga, og er þvi ekki óliklega
til getið,að málalokin verði hér hin sömu,
svo að næsti limurinn, sem Danmörk
missir, verði ísland, eingöngu vegna hins I
frámunalega skorts á frjálslyndi þjóðræðis- I
flokksins danska«.
Bréf nr. 197: Khöfn 13. mai 1865, til ,
Gisla læknis Hjálmarssonar: . . . >Fyrir
manna sjónnm er ekki annað likara en að
Danmörk losni i snndur; en þetta hefir I
reyndar fyr átt sér stað á likan hátt, og !
getnr enginn sagt annað, en að ástandið þá |
hafi verið i sumn verra en nú. Það vœri
þvi tími fyrir okkur nú í þessari tíð að
manna okkur upp\ en mér lizt tvisýnt
hvernig gengur, þvi mér skilst að delerinm
tremens (áfengis-brjálsemi) sé nú farið að
verða conditio sine qua non (einkaskilyrði)
til þess að geta heitið skynsamnr maðnr á
voru landi«.
Bréf nr. 211: Khöfn 17. april 1866, til
sama: . . . »Eftir minn áliti er það vit-
lanst, að reyna að hlífast sem mest og i-
mynda sér að Danir fyrir eðallyndi sitt af-
standi alt hvað þeir sjái okknr fyrir beztu.
Þeir eru að minni þekking fult eins harðir
og ósveigjanlegir eins og hverir aðrir og
verri, þar sem þeir hafa maktina, og það
er ekkert annað ráð, en að koma sér svo
fyrir, að þeir sjái það eina bezta fanga-
ráð að sleppa okkur. Þetta getum við,
og þetta œttum við að gera«.
Bréf nr. 250 ; Kvlk 10. ágúst 1869, til
Sighvats Grimssonar Borgfirðings : . . . .
»Það er nú að visn satt, að frelsisvon vor
af hendi Dana er ekki mikil, en það mun
svo lengstum verða, að þeir mnnu vilja hafa
á oss tangarbald, sem mest þeir geta; en
það erum við sjálfir, sem verðum að
sýna þeim, að þeir geti ekki haldið okk-
ur öðruvísi en okkur semur til, og þetta
vona eg að landar okkar læri smámsaman,
hvort sem eg lifi lengnr eða skemur.«
Bréf nr. 287: Khöfn 25. sept. 1872, til
Torfa Bjarnasonar skólastjóra: Þar ræðir
nm væntanleg ráðgjafaskifti i Danmörku:
»En þó svo yrði, þá mundi ekki vera svo
sérlega mikil von nm, að okkar mál kæm-
ist áfram; eg er lika á þeirri trú, að við
fánm það hollast, sem við spennum út smá-
saman, með þvi að reyna að ná framför og
velmegun og samtökum hjá okkur sjálfum,
l) Ekki er ástæðulaust að geta þess til,
að við útgáfn bréfanna knnni að hafa fall-
ið úr þeim einmitt þan nmmælin (fleiri eða
færri), sem hér værn þyngst á metum —
sbr. útstriknn kvæðis Þ. Erlingssonar úr
Skirni fyrir þá sök, að þar var nefndur
» Land varnarhólmi«.
s) Bréfið er ritað á dönskn.
þangað til við sprengjum af okkur smokk-
inn, og þá getum við farið úr því, sem
við viljum sleppa, eins og úr reiðsokkum
eða skitnum reiðbuxum. En til þess þarf
töluverðan snerpumnn* . . .
Á þvi sem hér hefir sagt verið og
sýnt, er það hverjum manni augljóst,
að Jón Sigurðsson hefir haft skilnað
i huga, engu siður en »skilnaðargosar
vorra daga* — farið um hann nokk-
urn veginn jafn-ákveðnum orðum og
nokkur hefir síðan gert.
Álit hans er með öðrum orðum
hið sama sem Sjálfstæðisflokkurinn
lýsir á Þingvelli 1907 og gerir að
sinni stefnuskrá: að svo framarlega
sem eigi náist samningar um það, að
ísland verði frjdlst sambandsland með
Danmörku — í reyndinni sama sem
Jrjdlst og Jullvalda riki með konungi
sameiginlegum með Dönum — þá sé
eigi annað Jyrir höndum en skilnaður.
»Annað virðist naumast af orðum
hans ráðið«.
Hún er harla fávísleg sú kenning
innlimunarmanna, að Jón Sigurðsson
stæði í stað í stjórnmálunum, þótt
lifað hefði til þessa dags — stæði i
sömu tröppunni enn, þeirri er hann
náði hæst; — að hann hefði látið
þar staðar numiðl
Nei, það er enginn efi á því, að
landið, sem þá vakti i huga hans sem
Jrjdlst sambandsland — það væri nú
orðið Jrjdlst og Jullvalda ríki, ef hann
hefði enzt til og mátt ráða.
Ingvar í Dal.
Straumferju Helga. Valtýs-
sonar á nú að reyna á Brúará i
Biskupstungum. Straumferjan er smið-
uð i Hafnarfirði i sumar. Stærð: 7
álna löng, 3 al. br. og 20 þml. á
hlið ; en þar fyrir ofan tekur við x/2
alinnar járnhandrið. Ber um 4000 pd.
eða 5—7 hestpunga, en rútnar að eins
2—3 hesta auk ferðamann eða um 20
fjár, enda var sú stcerð áætluð i sam-
ráði við stjórnarráðið. — Ferjan er
mjög sterk, öll tvöföld með þéttum
plankabindingi og eikarstefnum.
Ferjan var flutt austur yfir fjall á
vagni og sett á Brúará milli Reykja-
ness í Grimsnesi og Skálholts í Bisk-
upstungum. Eru þar frekir 40 faðm-
ar yfir ána.
Var ekið austur Hellisheiði og Flóa-
braut, upp Skeið alt að Stóru-Laxá,
og var ferjan sett þar á flot, róið
niður Laxá og út í Hvitá, farið fram
hjá Iðu og fram fyrir Skálholtstung-
ur, siðan »siglt« upp Brúará gegn all-
miklum straumi — upp að Reykja-
nesi. Fór fullur dagur í vatnaferð
þessa, og reyndist ferjan vel, bæði
fyrir árum og undir seglum í allúfn-
um straumsjó, t. d. í ármótum Hvít-
ár og Brúarár í stinnum vestanvindi.
Ferjan var reynd þar eystra, með-
an á uppsetningunni stóð, ferjað yfr-
um fólk og hestur og gekk alt mjög
vel.
Verður hún sýnd almenningi þar
eystra í sláttarlok og siðan afhent
hreppsnefnd til fullra nota.
Landakotsskólinn byrjar 1. sept.
»Landakotsskólinn byrjar i. septem-
berc, stendur i ágústblöðunum á hverju
ári.
»Landakotsskólinn byrjar i. sept-
emberc, segja börnin við þau, sem
ganga i barnaskóla Reykjavíkur.
»Hann byrjar þó i. september
Landakotsskólinn«, segir fullorðna
fólkið, »og hættir þó siðat en hinn;
eg læt börnin mín þangað«.
Þetta er satt. Hann byrjar i. sept-
ember.
Okkur þykir nú vænt um skólann
okkar, barnaskóla Reykjavíkur; við
trúum honum fyrir börnum okkar, og
ávextirnir af skólastarfinu, skólagöng-
unni reynast ákjósanlega góðir ár eftir
ár, að dómi merkra manna, sem sett-
ir eru til að dæma um frammistöðu
barna okkar að vorinu.
Við getum ekki verið án skólans,
hann er hægri hönd heimilisins, hann
er gróðrarstöð æskumannanna. Við
getum ekki einir leiðbeint börnunum,
ekki gróðursett einir. Skólinn verður
að hjálpa okkur.
Og hann verður að standast sam-
kepni annara skóla hér. Það gerir
hann að vísu, nema hvað stutt er
kensluárið hjá honum í samanburði
við aðra skóla hér.
Einnig kvað Landakotsskólinn vera
að vinna lofstírinn i hannyrðum.
Og skólakrílið hans Ásgríms er
farið að byrja i. sept.
Ásgr.skóli ogLandakotsskólinn gætu
engan veginn kept við barnaskólann,
ef barnaskólanum væri stjórnað vel.
»Er skólanefndin dauð eða sefur
hún«?, hugsa margir. Hún er það
sem á að halda uppi virðingu og áliti
skólans út á við. Hún á að láta
skólann keppa. Hún á að láta skól-
ann verða okkur að sem mestu liði,
sem notum hann.
Við barnamennirnir erum í vand-
ræðum með börnin okkar, einkum
þau yngri, bæði haust og vor.
Hvað við vildum fegnir leggja fram
eyrisvirði til þess að börnin okkar
mættu vera lengur í skólanum á vor-
in og fengju að koma fyr á haustin.
Eg þekki til dæmis, að Landakots-
og Ásgrímsskóli eru notaðir af mörg-
um vegna þess, að þeir taka við börn-
unum svo snemma og skila þeim seint.
Og þó þessum skólum sé í mörgu
áfátt, móts við barnaskólann, vinna
menn til að láta börn sín þangað
vegna lengdar skólaársins.
Tilgangurinn með línum þessum
er sá, að benda skólanefnd barnaskól-
ans á það, að hér í bæ eru fjölmargir,
sem óska lengdar skólaársins.
Vildi skólanefndin hreyfa þessu
máli innan nefndarinnar og koma fyrir
bæjarstjórn með tillögur um lenging
skólaársins, þá er tilgangi mínum náð.
Bæjarskólinn á að vera á undan í
öllu. Enginn skóli á að geta kept
við bæjarskólann. Þannig á skóla-
nefndin að hugsa.
„Klúbbarnir“.
Tveir yfirréttardómar.
Á síðastliðnu hausti risu upp hér í
bænum svokallaðir »klúbbar«. Þeirra
voru tveir mestir. Nefnast þeir
»Borgarklúbburinn< og »Skemtiklúbb-
ur Reykjavikur*. Formaður hins fyr-
nefnda »klúbbs« er Emil Strand,
Norðmaður að uppruna, en hinn A.
P. Bendtsen, danskur maður. Sam-
kvæmt félagslögutn »klúbbanna« áttu
þeir að hafa opinn samkomustað fyrir
félaga sina þar sem þeir gætu komið
saman sér til skemtunar, til blaða-
lesturs og tímarita m. m.; skyldi
jafnframt vera veitingar á samkomu-
staðnum fyrir félagstrenn og vissa
gestatölu, sem hver félagi mætti taka
með sér.
Var svo talið af ýmsum, að hér
væri verið að fara kringum áfengis-
löggjöfina, »klúbbarnir« væri í raun-
intii ekki annað en opinberir veitinga-
staðir þar sem áfengisveitingar væri
um hönd hafðar af formönnum
»klúbbsins«, enda svo ákveðið í fé-
lagslögunum, að allur arður og halli
af veitingunum skyldi lenda hjá þess-
um formönnum. Kærðu nokkrir
Good-templarar svo stjórnir »klúbba«
þessara fyrir ólöglegar áfengisveiting-
ar. Urðu málaúrslit þau fyrir lög-
reglurétti, að Emil Strand og með-
stjórnendur hans voru sýknaðir.
Bendtsen var aftur dæmdur í 250 kr.
sekt fyrir ólöglegar áfengisveitingar,
Báðum þessum dómum var skotið
til yfirréttarins. Féll dómur yfirrétt-
arins í báðum málunum síðastliðinn
mánudag. Úrslitin urðu þar þau, að
báðir »klúbb«-formennirnir, Strand og
Bendtsen, voru sektaðir fyrir ólögleg-
ar áfengisveitingar, Strand um 100
kr., Bendtsen um 150 kr., en með-
stjórnendur þeirra sýknaðir.
Hvort þeir hlíta úrslitum yfirrétt-
arins eða ei er ókunnugt. En ef
þeir sætta sig við dóminn mun það
vera sama sem að »klúbbar« þessir
hætti — að minsta kosti undir því
formi, sem nú er.
Bæjarfógeti innsiglaði þegar á mánu-
daginn allar þær birgðir, sem fund-
ust í »klúbbunum«; höfðu þær verið
eigi alllitlar í öðrum »klúbbnum«.
---------------------
Einar skáld Hjörleifsson
byður sig fram til þingtnensku í
Borgarfjarðarsýslu móti Kr. J. ráð-
herra.
Atvinna. Frá byrjun október til
miðs maí vantar duglegt fólk, 2 karl-
menn og 2 kvenmenn, á heimili í
nánd við Reykjavík. Gott kaup.
Upplýsingar gefur Þórður L. Jóns-
son kaupm., Þingholtsstræti 1, Rvík.
Stofa með húsgögnum til leigu
(sérinng.) Uppl. Frakkastig 12 (uppi).
Kven^jal hefir tapast á leið til
Reykjavíkur frá Lögbergi. Skilist í
Þingholtsstræti 11.
36
37
38
Borgari.
39
40
ið lengi nokkuð, að fyrir mörgum ár-
um var einum sýslumanni hér á landi,
merkismanni að öðru leyti, vikið frá
embætti fyrir peninga vanskil, og stóð
sú frávikning um tvö ár. Það getur
því ekki verið nein óhæfa þó frávikn-
ing gæzlustjóranna standi á annað ár.
Eg skýrði frá þvi á fundi í Ed. fyrir
nokkrum dögum, hverjar voru ástæð-
urnar til þess að stjórnin hvarf frá
því áformi, að setja hina fráviknu
gæzlustjóra inn um áramótin. Vitan-
lega hafði traust stjórnarinnar til þeirra
ekki vaxið, hún vissi að þeir myndu
halda uppteknum hætti, en um nýárið
áttu að verða bankastjóraskifti, og var
þá nokkur trygging fyrir því, að þeir
mundu ekki vinna bankanum tjón,
enda myndi rannsókninni þá að mestu
lokið. Var það þvi áform stjórnar-
innar að láta þá aftur taka til starfa
um nýár, en frá því var horfið eftir
ráðum dönsku bankamannanna. Sumir
hafa legið bankastjórninni á hálsi fyrir
að taka við þessum bankamönnum og
leyfa þeim að rannsaka bankann. En
það var ofur eðlilegt, að Landmands-
bankinn í Khöfn, sem átti um eina
miljón hjá Landsbankanum, vildi sjá
það með eigin augum, ef svo mætti
segja, hvort bankinn, eftir margra ára
meingallaða stjórn, væri eigi orðinn
svo illa staddur, að réttast væri að
slíta sambandinu við hann. Það var
ekkert vit í því að amast við þessum
mönnum. Hefði stjórnin neitað þeim
um að rannsaka bankann, þá gat litið
svo út, sem stjórnin áliti ástandið svo
slæmt, að ekki væri rétt að þeir fengju
að kynna sér það, og þá hefði Land-
mandsbankanum auðvitað orðið tífalt
annara um að senda mennina, og jafn-
vel fleivi. Samt gera andstæðingar
mínir það að dauðasök, að eg leyfði
þetta. Það hefði verið miklu fremur
dauðasök, ef eg hefði neitað um það,
og líklega hefðu andstæðingar mínir
legið mér á hálsi fyrir það, þó þeir
segi annað nú. Bankanum gat staðið
hætta af þvi, ef rannsóknin hefði ekki
verið, og var því sjálfsögð skylda
stjórnarinnar að leyfa hana. — Ástæð-
an til þess að stjórnin hætti við að
setja gæzlustjórana að aftur um nýár,
var sú, að er þessir dönsku banka-
menn heyrðu að það var í ráði, þá
sögðu þeir, að ef það yrði gert, yrðu
þeir að leggja það til við umbjóðend-
ur sína, að slitið væri þegar í stað
viðskiftasambandi Landmandsbankans
við Landsbankann, og þetta merkti það,
að láninu hefði verið sagt upp fyrir-
varalaust og gengið eftir skuldinni.
Landsbankinn hefði þá óhjákvæmilega
orðið gjaldþrota. Það var til að af-
stýra þessari hættu, að gæzlustjórun-
um var ekki hleypt að bankanum aft-
ur. Er eg skýrði frá þessu í Ed. reis
upp annar gæzlustjórinn, þm. Borgf.
(Kr. J.), og lýsti þetta ósannindi. Það
er leiðast hans vegna, því eg get
sannað, að hann ber mér saklausum
ósannindabrigzl. Eg hefi hér vottorð
þriggja manna um það, að þetta er
satt, og skal eg leyfa mér að lesa það
upp fyrir háttv. deild. Það er á þessa
leið:
»Vér undirskrifaðir vorum heyrnar-
vottar að þvi, að hinir dönsku banka-
stjórar, er hér komu í fyrra vetur til
að rannsaka ástand landsbankans, send-
ir af stjórn Landmandsbankans í þess-
um erindum, sögðu svo rétt áður en
þeir sneru heimleiðis, að ef hinir
gömlu gæzlustjórar, er hafði verið
vikið frá um stundarsakir 22. nóv.
1909, yrðu látnir taka við því starfi
aftur eftir áramótin, svo sem heyrst
hefði ávæningur um, þá teldu þeir,
hinir dönsku erindrekar, sér skylt að
leggja það til. við sína umbjóðendur,
stjórn Landmandsbankans, að slitið
væri þegar í stað viðskiftasambandi
hans, Landmandsbankans, við lands-
bankann í Reykjavík.
Reykjavik 23. febr. 1911.
Ó. G. Eyjólfsson. Björn Kristjánsson.
Björn Sigurðsson«.
Þetta, að Landmandsbankinn vildi
kynna sér ástand þessa viðskiftanauts
síns, stafaði meðfram af því að því
hafði verið komið í dönsk blöð, að
frávikningin væri sprottin af pólitisk-
um fjandskap ráðherra við bankastjór-
ann fyrverandi, að ráðherrann væri
hatursmaður hans út af stjórnmálum.
Hinir dönsku bankamenn sannfærðust
undir eins um það, að þetta væri al-
gerlega ósatt; að í þessu máli hefðu
engar pólitiskar hvatir ráðið, heldur
hefði frávikningin verið alveg nauð-
synleg. — Hér lifðu andstæðingar
stjórnarinnar lengi á þvi, að dönsku
bankamönnunum hefði verið lagt svo
fyrir, að tjá eingöngu umbjóðendum
sínum, hvernig ástand landsbankans
væri. Þetta var satt, enda ofur-eðli-
legt. En fyrir því var það, að þó
mér og öðrum væri kunnugt um nið
urstöðu þá, er þeir komust að með
rannsókn sinni, þá var oss meinað að
gera hana heyrinkunna ; við urðum að
þegja og þagað hefi eg ril þessa dags,
þó oft hafi verið mikil freisting til að
tala. Bankamennirnir komu til Hafn-
ar í janúar og var skýrsla þeirrasam-
in í þeim mánuði og send stjóru
Landmandsbankans. Er hún hafði les-
ið skýrsluna var hún stjórninni hér
algerlega samdóma um, að frávikning
bankastjóranna hefði verið nauðsynleg
til að forða bankanum frá því að
sökkva enn dýpra niður í fenið. Síðan
var skýrslan lokuð niður, nema hvað
nokkrum dönskum fjármálamönnum
meiri háttar var leyft að sjá hana í
trúnaði.
Það hefir verið borið fram hér, að
stjórnin hafi með aðgerðum sínum í
bankamálinu spilt trausti bankans er-
lendis. En þetta er gersamlega rangt.
Traustið á bankanum varð einmitt
meira eftir en áður, og er það meðal
annars skoðunargerð hinna dönsku
bankamanna að þakka. Hitt mun og
sannara, að veila hafi verið orðin á
trausti til bankans, meðan hin gamla
bankastjórn réð fyrir honum. Því
eyddi hin nýja landsstjórn með þvi
að vera röggsamleg, að skipa nýja
stjórn við bankann. Hitt er annað
mál, að verið getur að kaupmenn
einkum smákaupmenn hafi haft minna
traust í Daumörku hin síðustu miss-
iri en áður, en það stendur ekkert í
*