Ísafold - 07.10.1911, Side 1

Ísafold - 07.10.1911, Side 1
KemTU út tvisvar l viku. Verö árg. (80 arkir minst) 4 kr. erlenúia 6 ki. eða 1 */* dollar; borgist fyrir mibjan júli (erlondis fyrir fram). ISAFOLD Dcpsðgn (sbrifleK) bnndin vib iramót, ei óglld nem. komln Bi til útgefanda Jfyrir 1. okt. eg aaependi sknldlaas vib blabib Afgreibsla: Anstnrstreeti S. XXXVm. árg. Kcykjavík 7. okt. 1911. 62. tölublað l. O. O. F. 926109 Bókasafn Alþ. lestrarfél. Pósthússtr. 14 5—8. Þjódmenjasafnið opib & sd^ þrd. og fmd. 12—2 íslandsbanki opinn 10—21/* og 51/*—7. K. P. U. M. Lestrar- og skrifstofa frá 8 árd. til 10 sbd. Alm. fundir fsd. og sd. 81/* sibdegis. Landakotskirkja. Guösþj. 9*/* og 8 á helgum Landakotsspitali f. sjúkravitj. 10*/*—12 og 4—5 Landsbankinn 11-2‘/a, öVí-B1/*. Bankastj. vib 12-2 Landsbókasafn 12—8 og 5—8. Útlán 1—8 Landsbúnabarfólagsskrifstofan opin trá 12—2 Landsféhirbir 10—2 og 5—6. Landsskjalasafnib á þrd. fmd. og ld. 12—1 Landsiminn opinn virka daga 8 árd. — 9 siðd. helga daga 8—11 og 4—6. Lækning ók. i Þingholtsstræti 23 þribjd. og föstd. 12—1 Náttúrugripasafn opib l1/*—21/* á sunnudögum Ókeypis eyrna-, nef- og hálslækning Pósthús- stræti 14 A mánud. 2—8. Ókeypis augnlækning i Lækjargötu 2 miöviku- daga 2—3. StjórnarráÖ8skrifstofurnar opnar 10—4 daglega. Sýning gripa Jóns Sigurössonar i Safnahúsiuu opin kl. 12—2 hvern dag. Tannlækning ók. Pósth.str. 14 Ð mánud. 11—12 Vifilsstabahæliö. Heimsóknartimi 12—1. Taxafíóagufubáí. Itigóífur Til Borgarness io., 13., 18., 24. og 29. okt. Til Sandgerðis 15. okt. Til Garðs 21. okt. Gjalddagi Isafoldar var 15. júlí. Jón Sigurðsson og sambandið. 11. Villigötur Valtýs. í síðasta hefti Eimreiðarinnar ritar Dr. Valtýr þrjár greinar um Jón Sig- urðsson. Tvær þessara greina, »J. S. og jarlsstjórnin« og »J. S. og sam- bandið*, eru mjög athugaverðar, sér staklega hin síðari. Jarlsstjórnarhug- myndin liggur ekki fyrir nú sem stendur, og er því óþarft að ræða það mál. En sambandsmálið, eins og það hefir legið fyrir tveim síðustu þing- um, liggur enn fyrir, og grein Valtýs um J. S. og sambandið er rituð i þeim tilgangi, að fá menn til að trúa því, að uppkastið sæla hafi uppfylt allar óskir Jóns Sigurðssonar og er því nauðsynlegt að athuga hana ná- kvæmlega. Samband það, sem Jón Sigurðsson vildi koma á milli íslands og Dan- merkur, segir Valtýr að hafi verið veldissamband, sem hann í svigum kallar »Statsforbindelse«. Hann segir ennfremur á bls. 216, að samband það, sem stöðulögin stofnuðu til, hafi verið veldissamband, en sá heljargalli hafi verið á þeim lögum, að þau hafi aldrei verið samþykt af fulltrúaþingi íslendinga. Það er nú víst öllum ljóst, að þennan »heljargalla« stöðulaganna hefði Jón Sigurðsson vel getað gert að engu, með því að koma því ti leiðar, að fulltruaþing íslendinga sam- þykti lögin, en i þess stað lætur hann þingið mótmœla þeim. Jón taldi sem sé stöðulögin örgustu innlimunarlög, og það er harla ólíklegt, að hann hafi viljað þess konar samband, sem þau stofnuðu til. »Samband« það, sem stöðulögin stofnuðu til, var alls ekki veldissam- band, heldur innlimun, sem vel má kalla »Statsforbindelse«, eins og upp- kasts-»sambandið«, sem ráðgert var a: millilandanefndinni. Valtýr segir að innlimun detti nú engum manni i hug, en þetta er ann- aðhvort vísvitandi rangt eða Valtýr veit bara ekki hvað innlimun er. - Það er víst alveg rétt, að um eitt skeið hefir Jón Sigurðsson hallast að veldissambandi, en það samband heitir á dönsku »StatsforéiíMÍ«. Það er samskonar samband og er á milli þýzku sambandsríkjanna. Valtýr seg' ir nú, að í veldissambandi sé að eins ann- ar (einn) sambandsaðilinn ríki en hinn eða hinir) aðeins rikishluti eða veldis- hluti. í þessu er annað orðið rétt en hitt vitleysa. í veldissambandi eru annaðhvort allir sambandsaðilarnir ríki eða eng- inn þeirra. Þeir eru allir hlutar úr því veldi, sem þeir til samans mynda, en enginn þeirra er (ríkis-) hluti úr neinum hinna. Það var nú hugmynd Jóns, að ís- land, Danmörk, Holsetaland og Lau- enborg mynduðu veldissamband. Þjóðfuudurinn 1851 lýsti þvi yfir, að íslendingar fyrir sitt leyti væru fúsir að ganga í þetta samband, og skyldi að sjálfsögðu konungur og konungserfðir vera sameiginleg mál, en önnur mál gátu orðið sameiginleg með sérstökum samuingi. Hver þess- ara veldishluta áttu siðan að hafa sína sérstöku löggjöf fyrir sig, en fyrir al- mennu málin vildi Jón að sett yrði eitt sérstakt sameiginlegt fulltrúaþing. (Sbr. tillögur Þjóðfundarins og tilvitn- un Eimreiðarinnar í N. F. XVI, 91— 92, á bls. 211—212 í Eimr.). Dr. Valtýr kemst svo að orði í Eimr. bls. 208—209: »Var lengi vel svo til ætlast, að íslendingar skyldu senda fulltrúa á ríkisping Dana1) til að taka þátt í löggjöf um sameiginleg mál og þá jafnframt leggja fram fé til almenura ríkisnauðsynja (N. F. VIII, 18; IX, 61; XII, in; XVI, 91), en seinna var frá því horfið um sinn og íslendingum að eins geymdur réttur til hluttöku í þessari löggjöf, enda skyldu þeir þá heldur ekki gjalda, meðan svo stæði. En svo að íslend- ingar færu þó ekki á mis við alla hluttöku í meðferð hinna sameigin- legu mála, vildi Jón Sigurðsson, að einn af hinum íslenzku ráðherrum skyldi jafnan sitja í Kaupmannahöfn, og eiga sæti í rikisráðinu, til þess þar að vera erindreki og svaramaður íslands . . Ef þetta væri alt rétt meðferð hjá Valtý, þá gæti væntanlega engum dulist það, að Jón hefir verið gall- harður innlimunarmaður. Að senda fulltrúa á ríkisþing Dana hafa engir aðrir viljað en þeir, sem álitu, að ís- land væri og ætti að vera innlimað. Valtýr vitnar í Félagsritin á fjór- um stöðum til þess að sanna, að Jón hafi haldið fram þessari innlimunar- kenningu, en fletti maður upp þess- um tilvitnuðu stöðum, þá sést: að í N. F. VIII, 18 er ekki minst einu orði á að senda fulltrúa þing Dana, að í N. F. IX, 61 er Jón að rita á móti grein, sem komið hefir í Reykja- víkurpóstinum, en í peirrigrein hefir einmitt verið stungið upp á pvl, að senda menn á ríkisping Dana, og ræðst Jón mjög eindregið á móti þeirri tillögu, að í N. F. XII, iii er það eitt sagt um þetta efni: »að i málefnum þeim, sem kynni að verða sameig- inleg fyrir þjóð vora við Dani eða menn í öðrum hlutum veldis konungs vors, verði þess gætt, að vér í afgreiðslu þeirra mála höf- um fullkomið jafnrétti við þá«, og getur hver maður sagt sér sjálfur, hvert jafnrétti væri, þótt vér hefð' um nokkur atkvæði í ríkisþinginu að í N. F. XVI, 91 segir Jón: »En í öllum almennum rlkismálefnum ætti hann (þ. e. ríkishlutitin ísland) hlutdeild í hinum tilvonandi full- trúaþingum*. En rétt á eftir er talað um rikisþing Dana sem verandi til, og er því auð- sætt, að tilvonandi fulltrúaþing geta ekki verið sama sem rikisþing Dana, sem þegar er til, heldur væntanleg sambandsping fyrir alla Sambandsríkis- hlutana, sem Jón gerði ráð fyrir að yrði: ísland, Danmörk, Holsetaland og Lauenborg. Og á bls. 103 er þetta þing nefnt allsherjarþing, og þess getið, að stjórnin (þ. e. Danir) vilji ekki leyfa, að ísland sendi fulltrúa á ?að, og vita þó væntanlega allir, að )anir höfðu ekkert á móti því, að vér sendum fulltrúa á ríkisþing þeirra. En framan af þessum ummælum um allsherjarþingið (efst á bls. 103 í N. F. XVI,) hefir Valtýr klipið tilvitnun, sem er neðst á bls. 102 (bls. 212 í Eimr.) og er því alveg óhugsandi, að íann hafi ekki séð þar, að alls ekki var átt við að senda fulltrúa á ríkis- ping Dana, og það er alveg óskiljan- legt, að jafnkunnugur maður ritum Jóns og Valtýr er, skuli dirfast að slá því fram i opinberu riti, að Jón hafi baldið fram slíkri kenningu. Og ef Valtýr hefði ekki áður unnið sér til óhelgis i stjórnmálum, þá ætti slíkt samvizkuleysi í riti, sem hér að fram- an er lýst, að gera hann óalandi og óferjandi. Þegar útséð var um það, að Holt- setaland og Lauenborg yrði í sam- bandinu, er líklegt að Jón hafi fallið frá því að hafa þetta sambandsþing, en það er tilbúningur Valtýs, að Jón hafi gert sig ánægðan með, að íslandi væri aðeins »geymdur réttur til hlut- töku« i löggjöfinni um sameiginlegu málin. í ritgerð sinni í Andvara I, um stjórnarskrá íslands, segir hann á bls. 114: »í frumv. alþ. 1873 var það tekið fram um þessi mál, líkt og á Þjóðf., á alþ. 1867 og á þingvallafundi 1873’), að ísland skyldi hafa konung og kon- ungserfðir saman við Danmörku, og að nokkrar tilteknar greinir úr grund- vallarlögum Dana, sem snerta kon- unginn, skuli vera lögl. á íslandi, en það skyldi vera komið undir sam- komulagi, hver önnur mál ætti að vera sameiginleg, og á hvern hátt ís- land skyldi taka pátt í peim. Hér er bent á samband við Danmörku með jafnréttishugmynd «. Á bls. 116: »Það lítur hlífðarlega út, þar sem lofað er, að ekki verði krafist af ísl., að það leggi neitt til hinna almennu þarfa ríkisins . . . . en þess ber þó að geta, að með þessu er ísland svift atkvæði í merkilegum málum«. Á bls. 117: » . . . en það mætti ekki minna vera, heldur en að vér fengjum að hafa ýrjálst alkvaði um þann hluta af hinum svokölluðu al- mennu ríkismálum, sem beinlínis snerta ísland*. — Þetta frjálsa atkv, segir hann að megi ekki virða hlut- fallslega við fólksfjölda, því það sé ekkert jaýnrétti, og hann endar grein- ina á þvi, að petta purfi að laga sem Jyrst. Af þessu sést berlega, að hann vildi að vér takjum pátt í hinum al- mennu ríkismálum, þótt það hefði kostnað í för með sér, og að hann vildi að vér hefðum jajnt atkvæði í þeim málum og Danir, frjálst atkvæði, jafnrétti. í þessu skyni vildi hann að ísland hefði erindreka (ekki ráðherra), er ætti aðgang að ríkisráði Dana og hefði fult atkvæði um öll sameiginlegu mál in, þannig að lög um þau næðu því að eins fram að ganga, svo bindandi væri fyrir ísland, að hann gæfi þessu samþykki. (Samanber ályktanir þjóð- fundarins). Það er mjög svo eftirtektarvert, að þessi erindreki átti að bera ábyrgð fyrir alþingi íslendinga og vera einn af ráðherrum landstjórans, en i ríkis ráðinu átti hann ekki að vera sem ráðherra, heldur erindreki íslands. Með þessu fyrirkomulagi var það fylli- lega trygt, að ekkert gæti orðið að lögum, sem alþingi vildi ekki vera láta — hvorki í »sérmálunum« né f »sameiginlegu« málunum, en á hinn bóginn var erindrekinn algerlega óháður öllum dönskum lögum, þótt hann sæti i ríkisráðinu, vegna þess að hann átti þar ekki sæti sem ráðherra konungs og í krafti grundvallarlaganna dönsku, heldur sem erindreki íslands i krafti sambandssáttmála íslands og Danmerkur. Rikisráðsseta sú, sem Jón Sigurðs- son taldi svo heppilega, að hún væri »meira virði en 7 þingmenn«, var þannigalt önnuren »stássstofusnobberi« Valtýs og Heimastjórnarmanna fyrir dönsku valdi. Valtýr byggir mikið á þessum um- mælum Jóns: «Island verður ekki neitt ríki eftir þessu (tillögum þjóðf.), heldur sérstakur ríkishluti. . .« (N. F. 1856 bls. 98—99). En þegar þess er gætt, að þessar tillögur (þjóðf.) gera ráð fyrir þvi, að rikið yrði að eins eitt sambandsríki: Ísland-Holsetaland- Lauenborg-Danmörk, að þessir sam- bandshlutar væru allir jafn réttháir og að þeir hefðu eitt sameiginlegt sam- bandsþing annað en ríkisþing Dana, fyrir sameiginleg mál, þar sem réttur einkis þeirra yrði fyrir borð borinn, að ekkert einstakt pessara landa yrði kallað ríki, og að þau öll væru jafn- fullvalda«, þá er það augljóst, að ríkisnajnið hefir litla þýðingu. En að J. S. hafi ætlast til þess, að Danmörk yrði heldur ekki ríki, sést af ýmsum tilvitnunum Valtýs í rit Jóns, t. d.: á bls. 212 i Eimr. tilvitn. í N. F. XVI, 102, 110 og XXI, 33, þar sem hann nefnir Danmörk »einn part rík- isins og ríkishluta« alveg eins og ís- land. — Sú staðhæfing Valtýs, að J. S. hafi viljað þannig lagað »samband«, að annar sambandsaðilinn (Danmörk) væri »ríki«, en hinn að eins ríkis- hluti eða veldishluti*, eins og hann kemst að orði i Eimr. bls. 214, er því rakalaus tilbúningur, gerður í því skyni, að telja mönnum trú um, að J. S. mundi hafa sætt sig við upp- kastið sæla, sem, eins og allir vita, stofnaði til slíks sambands. En þessi ósannindasamsetningur Valtýs er svo klaufalega úr garði gerður, að óhugsandi er að hann verði til annars en að auglýsa hina riku löngun hans og uppkastsmanna til þess að sigla undir fölsku flaggi, er þeir vinna það til, að rangfæra svo mjög orð J. S. og meiningar, að svo geti litið út sem þeir séu samherjar hans. Kvenréttindin og Heimanstj órnarmennirnir. 1) Leturbr. mín. 1) Það litur ekki út fyrir að hann hafi talið gerðir þess fundar eintóma markleysu, þótt Yaltýr og Heimastj.m. haldi þvi fram, annars mundi hann varla setja hann jafn- hliða Þjóðf. og þinginu 1867. Blöðin síðustu hafa flutt ávarp »til íslenzkra kvenna* frá »Sambandsstjórn Kvenréttindafélags íslands*, þess efnis, að skora á kvenþjóðina að beita á- hrifum sínum á næstu kosningar i þá átt, að þeir einir þingmenn verði kosnir, sem vissa er fyrir að sam- þykki stjórnarskrárfrumv. síðasta þings óbreytt. í þessu frumv. er, sem kunn- ugt er, kvenfólki veitt Jult jajnrétti við karlmenn i^ pólitískum málum, kosningarréttur og kjörgengi, svo það er eðlilegt að þær stuðli að því, að þeir menn einir verði kosnir, sem treysta má að samþykki það án breyt- inga. Þessi ótti kvenfólksins fyrir þvi, að frv. verði breytt, eða það tafið á einhvern hátt, á sjálfsagt rót sína að rekja til þeirra háværu radda, sem nú eru farnar að heyrast úr »Heiman- stjórnar«herbúðunum, um að sam- þykkja ekki stjórnarskrána óbreytta. Og kvenfólkið má vissulega vera verulega hrætt við þessar raddir úr pessari átt, því þaðan á það litils góðs að vænta. Oftast þegar það hefir ein- hversstaðar komið opinberlega fram, eða verið opinberlega með, t. d. í samsætum eða á mannfundum, þá hafa Heimanstjórnarblöðin farið um það lítilsvirðingar orðum, sagt, að »þar hafi verið samankomið mest af kven- Jólki og börnum« o. s. frv. Með öðr- um orðum skipað því á bekk með ó- vitum eða hálfvitum. Eg fór að at- huga í alþ.tíð. nýju framkomu þing- manna i sambandi við kvenréttindin stjórnarskránni. Einna fyrst varð þar fyrir mér hin makalausa kven- frelsistillaga Jóns frá Múla, þar sem farið er fram á, að að eins fertugt kvenfólk fái réttinn þegar í stað, en hitt svo smámsaman á næstu 15 ár- um. Um þessa tillögu urðu ærið skiftar skoðanir, og það raunar nokk- uð af báðum flokkum, en feld var hún, sem betur fór, þó ekki »í einu hljóði«, svo sem Skúli Thoroddsen sagði að hún ætti skilið. Þeir þingmenn, sem fastast mæltu móti því, að kvenfólk fengi jafnrétti við karlmenn, voru: Jón Ólafsson, Jón frá Múla, Eggert Pálsson og Sig- urður Sigurðsson. Þrír rammir Heiman- stjórnarmenn, og Sigurð mun nú einnig mega telja til þeirra, að minsta kosti þykist hann nógu lengi búinn að vera Sjálfstæðismaður. Kristján Jónsson ráðherra er einnig mjög veill í þessu atriði, þó hann kinnokaði sér að ganga beint á móti. Segir að það felist »rétt hugsun* á bak við tillögu Múla-Jóns o. s. frv. Og allir vita hvar »Ingólfur«, berg- mál Kr. J., stendur í þessu máli. Þeir þingmenn aftur á móti, sem töluðu hvað eftir annað mjög ákveð-, ið og einarðlega máli kvenfólksins, voru: Bjarni Jónsson frá Vogi, Skúli Thoroddsen, Sigurður Gunnarsson og Björn Sigfússon. Alt ákveðnir og einlægir Sjálfstæðis- menn. Það væri nógu fróðlegt og eftir- tektarvert fyrir kvenfólkið að lesa ræð- ur þessarra manna, er mæltu með og móti réttindum þess. Eg set hér að eins örfá sýnishorn á víxl, rúmið leyfir ekki meira. Bjarni frá Vogi: »Á breytingartil- lögu á þskj. 264 (það er breytingartil- lögu Jóns frá Múla) furðar mig mest. Þar er stungið upp á þvi, að konur fái fyrst kjörgengi (og kosningarrótt) fert- ugar, og þær, sem nú eru yngri, verði að bíða akveðinn tíma. JafnsjálfsögS mannróttindi og kosningarrótt hafa kon- ur altaf í sjálfu sér haft jafnt og karl- menn, og að skila þeim ekki þeim rótti þegar, og öllum í einu, í þvi er engin sanngirni nó róttlæti. .......hór er um skýlausan rótt kvenfólksins að ræða, þótt við höfum ekki viðurkent hann fyrr en nú, þótt þær að sjálfsögðu hefðu átt að vera búnar að fá hann fyrir löngu.(( Jón Ólafsson: »Um tillögu háttv. samþingismanns míns (J. J.) er það að segja, að eg tel hana skynsamlega, ef á það er' litið, hvernig kvenþjóðin notar þennan rótt sinn, sbr. bæjarstjórnar- kosningarnar hór í Reykjavík síðast. — Það hlýðir ekki að konur fái þennan rótt hvort sem þær eru færar um að hafa hann eða ekki, og því er róttast að veita þeim hann smámsaman. Og þótt eg só kvenhollur, þætti mór ekkert gam- an að því, að mega búast við einum 20 konum á þing alt í einu«. Skúli Thoroddsen: Honum farast svo orð um tillögu Jóns frá Múla. »Þessi tillaga ætti að falla hór í einu hljóði. Það eru nú milli 20 og 30 ár síðan fyrst var farið að hreyfa þessu máli í blaði mínu, og á þingvallafundinum 1888. 1891 var borið upp frumv. um þetta á þingi. Síðan hafa komið fram áskoranir um þetta mál hvaðanæfa, fyrst frá ísa- fjarðarkaupstað. Raddirnar um þetta mál hafa æ orðið háværari, svo að líta verður svo á, að þetta só alment áhuga- mál........Það er engin ástæða til að fresta þessu máli, allir játa, að hér er kvenþjóðinni óróttur ger í pólitískum skilningi, og þótt hið sama viðgangist annarsstaðar, þá er það ekki betra fyrir það. Það er því brýn skylda að bæta úr þessum órótti nú þegar, og það til fulls, eins og konur eiga heimtingu á.« Jón Jónsson frá Múla: . . ... eg tel kosningarrótt og kjörgengi kvenna vera til ills, heldur en til góðs.... Eg hafði talið mór skylt að styðja hverja þá tillögu, sem frestaði eða drægi úr þessu gönuhlaupi með útfærslu kosn- ingaróttarins, ogþá einkum að því, er tekurtilkvenfólksins^.1) ‘) Leturbreyt. hér.

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.