Ísafold


Ísafold - 04.11.1911, Qupperneq 3

Ísafold - 04.11.1911, Qupperneq 3
ISAFOLD 867 Látið ykkur þykja vænt um Suniight-sápuna. Hún mætir ykkur á miðri leið. Hun styttir vinnu ykkar uni helming og hefur helmingi minni kostnað i för með sjer en grænsápa. SUNLIGHT SÁPA Vetrarfrakkar á fullorðna og unglinga, hæstmóðins enskt snið. Brauns verzlun Hamborg. - n n D - Vefraríjúfur, sfórf úrvaí, íjæstmóðins snið og íag. Brauns verzí. Jiamborg. □i ÍD Lúðraféíag Keykjavíkur ætlar að fyatcfa f) l u t a v e 11 u 2. og 3. desember 1911, og treystir fét. þeim bæjarmönnum, sem unna túðra- spiti, að styrkja það d ýmsan þátt. Tétagið tjefir ákveðið að spila úfi öðru íjvoru fram- végis, þegar veður leyfir. Sfjórnin. nú, að Guðjón eigi sína kosningu að þakka engu öðru en kúgun Kristjáns ráðherra — farbanninu alræmda. Verð- ur það hið veglega verk Kr. J. sjálf- sagt metið að verðleikum af beggja hálfu, sjálfstæðism. og heimanstjórnarmanna. 3 seðlar voru ógildir í Strandas/slu. Á einum stóð milli nafna þingmanna- efnanna: Sitt að hvorum. — Á öðrum stóð í hringnum 8 í tölu, en á hinum þriðja var krossað mitt á milli beggja þingm.efnanna. ---—---------- Eftirmæli. Þorsteinu heitinn E g i 1 s s o n kaupm. var fæddur á Breiðabólsstöðum á Álftanesi 5. jan. 1842. Foreldrar hans voru hinn ágæti málfræðingur Sveinbjörn Egilsson rektor (d. 1852), og Helga Benediktsdóttir (Gröndals yfir dómara). Þorsteinn heit. útskrifaðist úr latínuskólanum 1860, úr prestaskól- anum 1862, en tók aldrei vígslu. Hon- um var tvívegis veitt brauð, Staðarhraun 1865 og Sandar 1867, en tók aldrei við þeim, heldur gerðist kaupmaður í Hafnarfirði kringum 1870 og rak þar æ BÍðan verzlun fram til seinustu ára. Þríkvæntur var hann, 1. sinni Arndísi Ásgeirsdóttur (Finnbogasotiar bókbindara á Lundum), 2. siuni Elísabetu Þórar- insdóttur (prófasts Böðvarssonar í Görð- um), 3. sinni Rannveigu Hansdóttur Sivertsen og lifir hún mann sinn. Af börnum Þorsteins heit. eru á Iífi 4 syn- ir: Sveinbjörn verzlunarm. í Viðey og Jóu verzlm. í Ólafsvík, báðir af fyrsta hjónabandi, ennfr. af miöhjónabandi: Gunnar ritstjóri Ingólfs og Þórarinn, verzlunarm. í Hafnarfirði. Þorsteinn heit. var fjölhæfur gáfu- maður, svo sem hann átti kyn til. Haun hefir ritað margt og mikið. Þar á meðal nokkur leikrit, sem náð hafa mikilli alþýðuhylli (Utsvarið, Prests- kosningin). Blaðagreinar ritaði hann margar, einkum í ísafold, þarflegar hugvekjur um verkleg efni, þilskipaút- veg, fiskiveiðar yfirleitt o. fl. og lika á stundum ádeilugreinar. Síðustu árin var Þorsteinn heit. farinn að heilsu. Hann veiður grafinu í dag að Görð- um á Álftanesi. Sigfús Eymundsson f. bók- sali var fæddur 24. maí 1837 austur í Vopnafirði. Tvítugur kom hann til Reykjavíkur og fór að stunda bókbands- iðn. Sigldi svo til Khafnar og dvaldist þar þangað til árið 1861. En hélt þá til Noregs og lærði þar ljósmyndagerð. Heim kom hann aftur 1866 og dvald- ist síðan alla æfi hér í Reykjavík, rak hér bókband um hríð, sömuleiðis prent- smiðju, en lengst af ljósmyndagerð og bókasölu. Sigfús heit. var dugnaðarmaður mik- 111, fjörmaður til framkvæmda og fylg- inn sór. Hann átti fyrstur þátt að gufubátaferöum hér á Faxaflóa. Sigfús heit. var tvíkvæntur. Síðari koua hans Solveig Daníelsdóttir, lifir mann sinn. Þau áttu ekkert barn. Síöustu árin var heilsa Sigfúsar heit. biluð Og hann að mestu seztur i helg- an stein. Lá við Htrandi. Saltskip tii miljónarfélagsins, Klar, kom hingað á mánudagskvöld og sigldi upp á granda. Hafði rekið sig á sker í Skerjafirði yzt, svo að gat kom á og setti þvi viljandi upp á granda til þess að bjarga skipinu frá að sökkva. G«V,björgunarskipið, tæmdi svo sjóinn úr því og gat lappað svo upp á það, að það er nú komið inn í Viðey og er að afferma þar. Júbilprestur. í haust, 29. sept., átti síra Jakob Björnsson í Saurbæ í Eyjafirði 50 ára prestsvígsluafmæli. Hann er elzti prestur landsins að embættisárum. Með ári hverju fer hún vaxandi, tala botnvörpunga, á islenzkum hönd- um. Nú virðist samskonar bylting vera að gerast í fiskiveiðum vorum eins og fyrir 15—20 árum, er lands- menn sneru huga sínum frá bátunum opnu að þilskipunum. Aðeins eru það nú þilskipin, sem missa sina kórónu í hendur botn- vörpungunum. Það er mikilsverð framþróun i því arna. Nú t. d. eru ekki færri en 6 botn- vörpungar á leiðinni yfir á íslenzkar hendur til eignar eða umráða. Tborsteinssonsbræðurnir, Pétur og Th. Thorsteinsson, eru að láta smíða sér tvo nýja botnvörpunga, sem hing- að koma í febrúar. Forsetafélagið er að kaupa sér nýj- an botnvörpung, Skúla fógeta, eins og. getið er annarsstaðar í blaðinu. Pétur Ólafsson konsúll er í þann veginn að kaupa sér botnvörpung. Loks er félag manna, undir for- ustu Elíasar Stefánssonar, i undirbún- ingi um, að taka tvo botnvörpunga á leigu á vettarvertíðinni. Fjárbakjarlinn þessara fram- kvæmda, er eftir því sem ísafold hef- ir grenslast eftir, annar bankinn hér, íslandsbanki. Þessi breyting á fiskiútvegnum, þessar tiltekjur útgerðarmanna vorra til að vinna meira úr sjávarauðnum kringum strendur vorar, ber sannar- lega ekki vott um neinn kyrking í framkvæmdarlifi þjóðar vorrar, svo sem svartsýnismennirnir láta óspart klingja. Þetta sem hér er að gerast, ber óneitanlega á sér framsóknarinnai mark. í þessu felst auknins> Jramleiðslunn- ar — en á henni veltur, eigi hvað sizt, þjóðþrif vor. Höldum beint, en hóglega í þetta horfið — og mun oss vel farnast. —------------ t Moritz Halldói H.son læknir í Norður-Dakota, sonur Hall- dórs heitins Friðrikssonar, er nýlega látirín (20. okt.). Hann varð 57 ára gamall. Hafnarlánið og kosningarn- ar. Reykvíkingar hafa gott af þvi, er kosningaólgan er horfin úr blóð- inu, að átta sig á þvi, hverjum með- ulum heimanstj.mennirnir beittu í kosninga-undirróðrinum hér i bænum. Eitt með öðru var það, að sjálfstæðis- menn ætluðu sér að ræna atvinnu- leysingja brauðinu með því að hafna láni því til hafnargerðar, sem til boða stæði í Danmörku — af því að það væri danskt. Ekki finst nokkur minsti flugufót- ur eða átylla fyrir þessum staðhæf- ingum. Ekkert orð i þá átt. Tilhæfulaus uppspuni frá rótum — búinn til í því einu skyni að blekkja þá, sem eigi þektu til málsins. Sjálfstæðismenn höfðu ekkert af fyrirhuguðu hafnarláni að segja. Bæjarstjórnin og enginn annar á- kveður hvar þetta lán skuli tekið. Þess má geta um leið, að heyrst hefir, að hafnarlánið muni fáanlegt hjá 6 bönkum alls. í þeirri tölu er bæði íslandsbanki og Landsbankinn. Skúli fógeti. Tveggja alda afmæli hans fer í hönd. Það er 11. des. næstk. Þá stendur til að honum verði reistur bautasteinn í Viðey. Ennfremur munu verzlunarmanna- félög hér á landi hafa hug á því að heiðra minningu hins helzta frömuð- ar innlendrar verzlunar — með há- tíðahöldum, og ef til vill stofnun minningarsjóðs. í höfuðstaðnum stendur það næst verzlunarstéttinni, félögum hennar að gangast fyrir þvi, að tveggja alda af- mælis hins mikla þjóðskörungs verði minst að verðleikum. Forsetafélagið — útgerðarfélag fóns forseta — heldur hátiðlegt tveggja alda-afmælið með því að bæta við sig nýjum botvörpung, er hingað mun von undir miðjan des. Hann á að heita: Skúli fóqeti. Síminn slitinn. Sem stendur er ekki símasamband lengra norður en að Lækjamóti — en hvorki við Akureyri né Seyðisfjörð. Verið sambandslaust við Seyðisfjörð og þar af leiðandi útlönd í nokkra daga. Ófundið hvar símslitin eru. Reykjavikur-annáll. Brunabótavirðingar samþ. á síðasta bæjarstjórnarfundi: kr. Húseign Guðm. Egilssonar, Lv. 42 50,824 — H. J. Hansens bakara, Lv. 61 15,555 — Magn.Guðmundss.,Skólv.st. 16 5,740 Fjós og hlaða Eggerts Briem, Fólagsgarði....................15,052 Viðauki við hús Ingim. Ogmunds sonar, Túng. 50................ 8,513 Dánir. Karen Emilía Klemenzdóttir (landritara) 18 ára. Dó 28. október. Þórkatla Olafsdóttir, Bygðarenda við Frakkastíg, 61 árs. Dó 24. október. ísleifur Axel Þorvaldsson, Hverfisgötu 37, 8 ára. Dó 27. október; Fisksalan. M a r z hefir selt afla sinn nýverið fyrir 428 pund sterling (7704 kr.), Nelson sinn afla fyrir 374 pd. sterl. (6800 kr.) og loks Jón F o r s e t i fyrir 220 pd. sterl. (4960 kr.). Flokksfundur Sjálfstæðismanna átti að verða í kvöld, en fórst fyrir vegna þess, að hvorki var hægt að fá Bárubúð nó Iðnaðarmannahúsið til fundarhalds. Verður væutanlega í staðinn á manu- dagskvöld. Frakkneski konsúllinn, hr. Blanche, brá sór snöggva ferð til Frakklands með Botníu í gær. Gnðsþjónusta í dómkirkjunni á morg- un: Kl. 12: síra Jóhann Þorkelsson (altarisganga). Kl. 5: síra Bjarni Jónsson. í fríkirkjunni kl. 12: síra Ól. Ól. Hjúskapnr. Páll Magnússon járn- smiður og Guðfinna Einarsdóttir, Skóla- vörðustíg 5. Gift 27. október. Kristján Helgi Bjarnason og Marta Finnsdóttir, Laugaveg 18 C. Gift 3. nóv. Guðmundur Sigurðsson bóndi á Hellu- hóli undir Eyjafjöllum og Jóhanna Ól- afsdóttir, Miðstræti 5. Gift 3. nóvbr. Hjörtur Guðbrandsson, Klapparstíg 14 og Ólafía Sigríður Þorvaldsdóttir. Gift 27. október. Einar Einarsson trósmiður, Lindargötu 34 og Sigurlína María Sigurðardóttir. Gift 27. október. Jarðarför. Sigf. Eymundsson var graf- inn á þriðjudag — við mikið fjölmennl. Jón Jónsson docent byrjar fyrir- lestra í Islandssögu upp úr þessu. í dag kl. 7^/4 biður hann þá, er sækja ætla, að koma til viðtals við sig í háskólan- um — sbr. augl. hans hór í blaðinu. Lúðrafélagið ætlar að leika á lúðra á Austurvelli á morgun (sunnud.) kl. 2, ef veður leyfir. Pétur Ólafsson konsúll frá Patreks- firði kom hingað til bæjarins á Botníu í fyrradag og hólt áfram til Englands í gær. Hann ætlar að kaupa þar botnvörpung og hefja botnvörpungsút- veg á Patreksfirði í vetur. Skipaferðir. Botn ía kom að vest- an á fimtudag og fór út í gær. Meðal farþega: Pótur Á. Ólafsson konsúll, Ólafur Þ. Johnson kaupm., Halldór Þor- steinsson skipstj., Herman Stoll, kaupm.: Björn Guðmundsson, Guðm. Böðvarsson, Garðar Gíslason og Chr. F. Nielsen. Sigfús Bjarnason konsúll með frú, jung- frú Ásta Ásmundsdóttir o. fl. Tangaveiki hefir gert vart við sig á nokkrum heimilum hór í bænum — svo megn á einu heimilinu (hjá Thor Jensen), að hertekið hefir 13 manns. Hvenær Kvenblaðið franska »Fe- verða miua« hefir borið þessa karlmenn spurningu undir lesendur gamlir? sína: »Hvenær verða karl- menn gamlir?« Af 3743 svörum segja 2696, að karlmenn verði ekki gamlir fyr en sjötugir, 339 uefua 65 ára aldur, 276 milli 75 og 80, 259 segja 60 árin vera takmarkið. Flestar gera konurnar greinarmun á orðunum »gamall« og »öldungur«. Ein kona segir t. d.: »Karlmaður er gamall um sextugt, en verður ekki öldungur, fyr en hann er sjötugur«. Önnur kona segir: »60 ár eru for- garður ellinnar«. »Femina« veittl verðlaun fyrir beztu svörln. Fyrstu verðlaunum var sklft milli tveggja kvenna, sem þóttu segja vel og frumlega skoðanir flestra manna. Fyrra brófið er svolátandi: »Það er hægt yfirleitt að kalla mann gamlan, þegar hann neytir bragða til þess að villa fyrir alsjáandi mönuum um aldur sinn. Ungum stúlkum finst fimtugur mað- ur vera öldungur, af því að þær sjá, að hann getur verið faðir þeirra. Með árunum skifta þó konur um skoðun. Þegar kona er orðin 35 eða 40 ára, finst heuni naumast sextugur maður gamall, ef hann gerir sór enn far um að slá gullhamra, og lætur hana skiija á sór með vel völdum orðum, að hún eigi í hans augum engan hættulegan jafningja. Dálæti hans á henni, hvort sem það er uppgerð eða ekki, yngir hann í henn- ar augum«. Hin af þeim, sem verðlauniu hlaut, segir: »í mínum augum er fimtugur maður ekki öldungur, en hann er ekki heldur á blómaskeiði lífsins. Á þeim aldri skil eg við orðið »gamall« ekki aunað eu piparsvein. En eg segi: Um sextugt er hver maður gamall, og hann má þá ekki leugur vera gamall spjátrungur eða gamall maður, sem getur ekki elzt og reynir að vera á sömu skoðunum og næsta kynslóð«. Kona ein í París segir af mikilli kurteisi: »Karlmaður verður aldrei gamall«. Önnur er jafnkurteis og segir: »Maðurinn er ungur, meðan hann er ungur í anda«. Ein vitnar í vísu eftir Alfred de Musset: »Menn eru altaf tvítugir einhverstað- ar í einhverjum kima í hjartanu«. Ein segir loks og vlll engan særa: »Karlmaður er ekki framar ungur þegar hann er orðinn sjötugur. Hann Kensla. Undirritaður kennir börnum, yngri sem eldri, einnig ung- lingum: íslenzku, dönsku, ensku (byr- 1 jendum) o. fl. Þorst. Finnbogason, I Vesturgötu 17. Jarðarför Köru döttur minnar fer fram þriðjudag 7. nóvember kl. 12 á hádegi. Reykjavik 3. nóv. 1911. Kl. Jónsson. ALsvartur hvolpur, stór, hef- ir tapast. Sá, er kynni að vita um hann, er beðinn að gjöra viðvart á Vesturgötu 29. Ásta Árnadóttir málarameistari tekur að sér alt, sem að málaraiðn lýtur, alls konar skrautmálun á her- bergjum og húsgögnum eftir nýjustu tízku, skilti o. fl. o. fl. Vinnustofa Miðstræti 10. Heimili Grundarstíg 15. Reynið Boxcalf-svertuna ,Sun‘ og þér brúkið ekki aðra skósvertu úr því. Fæst hvarvetna á íslandi hjá kaup- mönnum. Buchs litarverksmiðja Kaupmannahöfn. er gamall þegar hanu er orðlnn 75 og þegar hann er áttræður, stærir hann sig af því«. -----»K----

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.