Ísafold - 13.01.1912, Blaðsíða 2

Ísafold - 13.01.1912, Blaðsíða 2
6 ISAFOLD Vefnaðarvöruverzíun Tf).Tf)orsteinsson, tngóífsf)voíi Verzlunarstjóraskifti. Vefnaðarvöruverzlun minni í Ingólfshvoli veitir forstöðu frá 15. janúar hr. Haraldur Árnason, er áður var rekandi verzl. Dagsbrún, í stað hr. Geirs Thorsteinsson; eg vonast til að heiðraðir viðskifta- vinir sýni þessum nýja manni sömu velvild og sýnd hefir verið verzluninni undir fyrverandi verzlunarstjóra. Sökum breytinga á búðinni hefir hún verið lokuð undanfarna viku, en verður aítur opnuð miðvikudag 17. þ. m. Virðingarfylst Tf). Tfjorsfeinsson, Ingóífsfjvoíi. Eins og sjá má á ofangreindri yfirlýsingu hefi eg tekið við stjórn Vefnaðarvöruverzlun Th. Thorsteinsson að Ingólfshvoli. — Eg vonast til að hinir gömlu viðskiftamenn þessarar verzlunar sýni mér þá sömu velvild og fyrirrennara mínum. Auk þess vonast eg til að sjá þar mína mörgu og góðu viðskiftavini frá fyrri tímum. Virðingarfylst Jfaraídur firnason. Vefnaöarvöruverzfun Tl).Tf)orsfeinsson, lngóífsí)voíi Bókaraskipunin enn. Ingólfur læzt enn vera að færa rök fyrir því, að lagabrot ráðherra við bókaraskipunina hafi ekki verið laga- brot. Vér sýndum fram á það í síð- asta blaði, að 18. okt. þ. á. gaf ráð- herra reglugjörð þá, er um ræðir í 3. gr. landsbankalaganna frá 9. júlí 1909, sem tekur af tvímælin um það, að þegar um er að tefla slík málefni sem tillögu um bókaraskipun, hlýtur að ráða tillaga bankastjóranna, ef þeir eru á einu máli, en ekki tillaga gæzlu- stjóranna. Reglugjörðin er gefin sam- kvæmt boði laganna frá 1909, og þvi jafngild lögum. Rök Ingólfs, sem eiga að hnekkja voru máli, eru þessi: Reglugjörð, sem ráðherra setur, getur eigi breytt lögum; ef reglugjörðin fer í bága við lögin, gilda lögin, en ekki reglu- gjörðin; hér sé reyndar eigi ósamræmi milli laganna og reglugjörðarinnar, því reglugjörðin nái eigi til bókaraskip- unarinnar. Vér skulum ganga inn á þá kenn- ingu, að reglugjörð sett af ráðherra verði að lúta lögunum, ef hún fer beint í bága við þau. En hér liggur eigi slíkt fyrir; þvert á móti. Nú segir Ingólfur: Reglugjörðin nær ekki til bókaraskipunarinnar aj því að í i.gr. laganna segir: »í stjórn landsbankans eru tveir bankastjórar ... . og tveir gæzlustjórar . . .« En i 4. gr. laganna segir, að ráðherra skipi bókara eftir tillögum banka- stjórnar. Vér þræðum röksemdaleiðslu Ingólfs hér, svo lesendurnir geti hjálp- að oss til að finna heila brú i henni — ef hægt er. Vér getum það ekki. 3. gr. bankalaganna hljóðar svo: »Bankastjórar annast dagleg störf bankans og annast þau tneð aðstoð1) gæzlustjóra. — Nákvæmari fyrirmæli um satnbandiðJ) milli bankastjóra sín í milli og bankastjóra 0% gcezlustjóra verða ákveðin í reglugjörð1), er ráð- herra setur*. Lítum nú á röksemdaleiðsluna. 1. gr. segir að 2 bankastjórar og 2 gæzlustjórar séu bankastjórn, en banka- stjórn (þ. e. 2 bankastj. og 2 gæzlu- stjórar) leggur til um bókaraskipun samkvæmt 4. grein laganna. í þess- um bókstaf hangir Ing., en tekur ekki afleiðingarnar af að hanga í bókstafn- um; þvi þær hljóta auðvitað að verða, að samþykki allra 4 þurfi til þess, að bankastjórn geti lagt nokkuð tÚ, netna eitthvað sé ákveðið um, hvernig vilji bznkzstjórnar á að koma fram, ej ágreiningur er, og hverir ráði þá. En um þetta siðasta atriði stendur ekkert beint ákvæði i lögunum; í stað þess vísar 3. grein laganna til reglugjörðar, er ráðherra setji. Þessi reglugjórð á að ákveða rneðal antiars hvernig jratti eigi að kotnavilji bankastjórnar, ej ágreiningur er. Um þetta atriði ákveða lögin í 3. grein, að reglugjörð, er ráðherra setur, skuli vera lög. Hver eru nú orð reglugjörðarinnar? í fyrstu grein stendur: »Bankastjórarnir skulu annast dag- leg störf bankans og stýra þeim; störfum skifta þeir milli sín eftir því sem þeir álíta hagkvæmast fyrirbank- ann. Gæziustjórarnir eiga að hafa um- sjón með, að lögunum um Lands- bankann og veðdeild hans sé fylgt, og farið sé eftir ákvörðunum þeim, sem settar eru í þessarri reglugjörð; er þeim því eigi aðeins heimilt, hvenær sem er, að vera viðstaddir f bankan- um til þess að hafa eftirlit með störf- unum þar, heldur einnig skylt, svo oft sem þörf er á, og sérstaklega þeg- ar bankastjórarnir annar eða báðir, kveðja þá á fund með sér, til þess að ræða þau málefni sem snerta bankann og bankastjórar óska álits þeirra um«. I áttundu grein stendur: »Bankast|órarnir útkljá báðir í sattt- einingu pau tnálejni, sem varða bank- ann, en greini þá á, ræður at- kvæði þess gæzlustjórans, er fyr var kosinn, sé hann viðlátinn, annars at- kvæði hins gæzlustjórans«. Hér er enginn vafi. Enda ræðst Ingólfur eigi í að »skýra« reglugjörð- ina. *) Letarbrtyt. vorar. Er nú líklegt að að sá maður sem, þá er hann ekki er í ráðherrasætinu, skipar æðsta lögfræðisembætti í land- inu, skilji ekki svona einfalt mál? Vér trúum því ekki. En hví er þá ráðherrablaðið að flytja slíkt rugl, sem »rökin« i Ingólfi? Hví getur ráðherra ekki kannast við brot sitt? Hví þarf hann að sýna hér meiri feimni en þegar hann beitti valdi sínu til að hindra það að æðsti dómstóll landsins dæmdi í hans eigin sök? í 3. gr. laganna er það og ákveð- ið að starf gæzlustjóranna er að eins aðstoðar-starf við bankastjórana. En bankastjóramir bera aðallega ábyrgð á allri stjórn bankans og hljóta því um leið eðlilega að ráða því, hverir séu starfsmenn hans. Ingólfur hefir sjálfur fundið það á sér, að rökin voru veik. Þvi hann slær varnaglann með því að koma nú með þá kenningu, að full heimild sé fyrir ráðherra að skipa bókara tnóti tillögum þeirra, sem tillögurétt hafa. Þegar blaðió er komið i ógöngur, ætlar það að grípa til þeirra öþrifa- ráða, að halda því fram, sem það áð- ur þorði eigi, og enginn skynberandi maður mun fallast á. ** Frá Hafnarfirði. HaJskipabryggja. Bæjarstjórnin hefir samþykt að gera eknli hafskipabryggjn i Hafnarfirði á þessn 4ri, fram af Gesthnsa- klöpp innan við vitann vestan til í firðin- nm að norðanverðn. Uppráttnr og mæl- ingar hafa verið gerðar af palli fyrir vör- nr og vörnhúshyggingar npp af bryggjunni. Þessi vörnpallnr hefír verio nndirbúinn í vetnr, með því að mikið grjót hefir verið rifið npp og flntt á staðinn, og mun það vera rúmir 700 teningsfaðmar; hefir pallnr mikill verið bygðor fram í sjóinn, er á að steypast npp með vorinu þeim megin, er veit að sjónnm. Hefir almenningnr haft stöðnga vinnn við það, það sem af er vetr- innm. Sjálf á bryggjan að vera úr stanr- nm, sem á að reka niðnr. Uppdrættir ern þegar gerðir af hryggjnnni og maðnr ráð- inn til að standa fyrir smiðinni, og útboð hefir verið gert á efni til bryggjunnar. Skólarnir. í skólnnnm ern: i barna- skólannm 150 börn og í alþýðn og gagn- fræðaskólannm í Flensborg 72 nemendnr, ern 30 úr Hafnarfirði, 3 úr Beykjavik, en hinir úr 14 sýslnm af þeim ern 28 i heima- vist. Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkanpstaðar 1912. Tekjnr: 1. 1 sjóði við árslok . . kr. 5000 00 2. Tínnd af fasteign og iansa fé —- 80 00 3. Hreinsnnargjald . . . — 1100 00 4. Sótaragjald — 250 00 5. Hundaskattur .... — L50 00 6. Tekjur af vatnsveitunni — 3150 00 7. Tekjur af rafljósastöðinni — 3794 00 8. Tekjur barnaskólans (úr landsjóð & Thorkilliis. — 1200 00 9. Lóðaleiga — 1100 00 10. Óvissar tekjnr .... — 150 00 11. Niðurjöfnunargjald . . — 9767 00 Samtals kr. 25741 00 Gjöld: 1. Lann starfsmanna: a. bæjarstjóra kr. 600 00 b. bæjargjald- kera... — 450 00 c. lögreglnstj. — 800 00 d. ljósmóðnr . — 100 00 e. sótara . . — 250 00 f. salernahr. . — 110000 — kr. 3300 00 2. Götulýsing — 600 00 3. Tii barnaskólans . . . — 5547 00 4. Húsnæði fyrir bæjarstj. — 150 00 5. Vextir 0g afborganir af lánum — 2000 00 6. Til fátækraframfærslu . — 4000 00 7. Til viðhalds vegum . . — 1100 00 8. Til vatnsveitunnar: a. árlegur rekst urskostn.. , kr.3150 00 b. aukning . . —100000 — 4150 00 9. Til rafljósastöðvarinnar — 3794 00 10. KoBtnaður við fasteignir bæjarins — 100 00 11. óviss útgjöld .... — 1000 00 Samtals kr. 25741 00 Er þvi jafnað 9767 kr. á 435 gjaldendur, af þeim bera 352 frá 2 kr. að 20 kr., 61 frá 20 kr. að 45 kr,, og aðeins 21 gjald- andi 50 kr. og þar yfir. Hæst útsvar hefir i krónnm: Edinborgarverzlnn 1400, P. J. Tborsteinsson & Co. 500, Bookless Bros & Co 500, Eisar kanpm. Þorgilsson 425, Ágúst kanpm. Flygenring 400, Kanp- félag Hafnarfjarðar 230, Magnús Jónsson sýslnm. 186, Þórðnr Edilonsson læknir 165, Sigfús Bergmann kanpm. 160, G. Jónasson og Halldórsson verzlnn 140, Jörgen Hansen kanpm. 90, Þórarinn Egilson 65, Ögmnnd- ur Signrðsson 65, Hafliði Þorvaldsson verzl- nnarstjóri 60, Jón Jónsson frá Langnm 60, Bergur Jónsson skipstjóri 55, Finnnr Gisla- son seglsanmari 55, Janns Jónsson Præp. hon. 55, Evanger útgerðarmaður 50, Haf- steinn Jónsson verzlnnarm. 50, Ólafnr V. Daviðsson umboðsmaður 50. Alþýðufræðsla stúdentafél. Á fundi stúdentafélagsins i gær- kveldi var kosin nefnd til að sjá um alþýðufræðslu stúdentafélagsins þetta ár. Kosnir voru : dr. Jón Þorkelsson (endurk.), Guðm. Magnússon prófess- or (endurk.), Matth. Þórðarson þjóð- menjavörður (endurk.), Þórður Sveins- son geðveikralæknir (endurk.)og Guðm. Finnbogason dr. phil. Afmælissjóður Heilsuhælis- ins. Tiilögunni i síðasta blaði um að nota afmæli sín til að minnasl Heilsuhælisins hefir verið mæta vel tekið bæði í orði og verki. Þann 9. jan. kom ónejnd kona og færði ritstj. ísafoldar 10 kr. afmælisgjöf og í dag kom 2 kr. gjöf frá Valgerði Guðna- dóttur í Breiðholti og mun von á fleirum bæði í dag, á morgun og á mánudaginn. Væntanlega láta menn nú eigi sitja við byrjunina eina góða — heldur gæta þess, að framhaldið verði að sama skapi. Fróðleikssafn ísafoldar. 1. Panama-skurðurinn. Heimsins langmesta mannvirki. Snemma var tekið til að s k r afa um að gera skipaleið yfir um grandann milli Norður- og Suður-Ameríku, úr Atlanzhafi 'vestur í Kyrrahaf, og kom- ast hjá hinni afarmiklu lykkju á leið skipa, er ætla héðan úr á!fu og t. d. á austurströnd Kyrrahafs norðar- lega, eða í gagnstæða átt, og verða að fara fyrir suðurodda Ameríku. Það lengir að mælt er leið skipa, er ætla frá Liverpool til San Francisco, um hvorki meira né minna en fullar 1100 mílur danskar eða 9,700 rastir, um- fram hitt, ef komast mætti gegnum nýnefndan granda þar sem hann er mjóstur, en það er þar sem stendur á grandanum bærinn Panama Kyrra- hafsmegin, en Colon hinum megin. Það var að afloknu öðru stórmikils háttar samgöngumannvirki, nú fyrir rúmum 40 árum, Súez-skurði, úr Mið jarðarhafi yfir í Rauðahaf, er þjóðin, sem það afrek hafði unnið og mikl- aðist af, Frakkar, létu sér ekki i aug- um vaxa að ráðast í að gera Panama- granda sömu skil sem Súezeiði. Þeir tóku til starfa fyrir réttu 31 ári, með forgöngu einmitt sama mann- virkjameistarans, sem stóð fyrir Súez- skurðargreftinum og Ferdinand Lesseps hét. En þeir höfðu ekki athugað eða úr því gert sem skyldi, hve afarmiklum mun örðugra var að fást við Panama- eiðið, vegna þess, að þar þurfti að saga sundur fjöll eða töluverðar mis- hæðir, á einum stað jafnvel 300 feta, en hvergi minna en um 200 fet yfir sjávarmál; en hitt eiðið, við Súez, marflatir sandar, vötn eða fen. Súezskurður kostaði um 300 milj. kr. I fyrstu gerð og umbætur á hon- um löngu slðar fjórða miljónahundr- aðið. Þeir höfðu áætlað kostnaðinn til Panamaskurðarins miklu lægri en nokkurt vit var i, eða tæpar 600 milj. kr., en voru svo bráðlátir, að þeir réðust I að byrja, er reittar höfðu verið saman að eins 400 milj. kr. Það voru farnar í skurðgröftinn að sögn um 1000 milj. kr., er Frakkar gáfust upp að miklu Ieyti, eftir 8 ár (1889),að minna en hálfnuðu verki — að meðtöldu þó því, er óráðvandirféglæfra- menn höfðu haft af félagi því, er verkið hafði að sér tekið. Út úr þeim að- förum öllum urðu hin mestu hneykslis- málaferli og stórskemdir á mannorði margra frægra stjórnmálamanna IParís. Að nafni tii var þó haldið áfram við skurðgröftinn nokkur ár enn. En ekki var það nema gagnslítið kák; og árið 1902 urðu Frakkar fegnir að selja alt saman Bandaríkjamönnum fyrir tæpar 150 milj. kr., að meðtöldum einkaréttinum til skurðgraftarins og öðrum hlunnindum, er Frakkar höfðu fengið sér veitt hjá þjóðhöfðingjum og löggjafarþingum, þeim er löndum réðu á grandanum. Tveimur eða þremur árum síðar tóku Bandarikjamenn til að lúka við skurðgröftinn. Þeir höfðu þá fám missirum áður fengið nokkurn veginn full umráð yfir landinu beggja megin skurðarins, með þeim hætti, að þeir studdu fylkið Panama í Kólúmbíuríki til uppreistar, er lánaðist svo vel, að það gerðist sjálfstætt riki haustið 1903, og nefnist siðan Grandinn eða Granda- lýðveldi (Republica del Isthmo), og fengu að launum liðveizlu sinnar full- veldi yfir væntanlegum Panamaskurðiog bökkum hans vel breiðum um aldur og æfi, auk þesssem þeir greiddu hinu ný- dubbaða riki 10 milj. dollara eða 3 6 milj. kr. í peningum. Það kom sér vel fyrir frumbýling. Það var hæðin yfir sjávarmál, með miklum mishæðum, er mestum olli örðugieikum við Panamaskurðargröft- inn, ásamt straumhörðum elfum og gljúfróttum beggjavegna á grandanum. En eigi voru Frakkar lítilhugaðri en það, að þeir ætluðu sér fyrst að gera skipaleið um hann þveran marflata. Þá þurfti fyrst að höggva eða saga skarð í landið um mjóddina með öll- um þess mishæðum alt niður að sjáv- arfleti, og þá að dýpka mararbotn um 20—30 fet, til þess að gengt yrði stærstu hafskipum. Þá var áætlað, að um 500 milj. kr. tnundi þurfa til að fullgera skurðinn og það mundi takast á 9 árum. Nú er mælt, að kostnaðurinn muni sjálf- sagt nema 1000 milj. kr. Hér má segja, að skifti um hver á heldur. Nú er fullyrt, að skurðurinn muni fullger jafnvel nokkuru fyr eða á miðju ári 1913, að 3 missirum liðn- um héðan í frá. Það var nærri því eins og Frakkar hugsuðu sér væna stórviðarsög, tví- skeftu, og stæði annar sögunarmað- urinn í bænum Panama, en hinn i Colon, Atlanzhafsmegin á grandanum, og söguðu milli sin skarð í grandann. Fullar 55 rastir hefði sagar ögnin sú þurft að vera á lengd, eða nokkuð á 8. milu, og sögunarmenn það tröll- auknir, að verið hefðu þeir mörg þús- und manna makar hvor. Að því búnu þurfti svo að fá væna pála og járn- karla að pæla upp botninn þar til er komið væri 20—30 fet niður fyrir sjávarmál, ogloks dávænar rekur til að moka burtu öllu þvi, er losað var. Það hefðu þurft að vera til muna vænni rekur en tröllkvennanna, sem segir frá í Heljarslóðarorustu að Napóleon keisari lét moka frá fólk- inu af götunum í Paris, til þess að keisarahjónin kæmist leiðar sinnar við- stöðulaust, og »tvístruðu öllu i háa lofit yfir húsog hallir, eins og þegar maður mokarúr hlössum á haustdegi og dreifir mykjunni út yfir þúfur og hóla«. Að öllu gamni sleptu skal þess getið, að Frakkar sáu brátt, að ekki var nokkurt viðlit að gera skurðinn öðru vísi en með flóðgáttum og fleytikvi- um, með því að lyfta þarf skipum ekki minna upp frá sjávarmáli en áttatíu og fimm fet; og hafa Banda- ríkjamenn auðvitað haldið því lagi áfram. Og segir hér nokkuð af fleyti- kviunum og flóðgáttunum eins og þær verða þegar umferð hefst um skurð- inn. Hver fleytikví er í 2 hólfum, 1000 feta löngum og 110 feta breið- um. Fleytikviahólfin má fylla sjó á fjórðungi stundar. Þá þarf að hleypa meira en 80,000 tunnum (120 potta) út eða inn á þeirri stuttu stund. Um- búnaðurinn.sem til þess þarf, er gerður af geysimiklu hugviti og með gifurleg- um kostnaði. Þegar lýkur flóðgáttunum og fleyti- kviunum á eystri helming leiðarinnar, tekur við stöðuvatn af manna hönd- um gert og þó ekki minna en 10 fermílur. (Stærsta vatn á Islandi, Þing- vallavatn, er rúmar 2 fermilur). Með því mikilfenglega mannvirki er unnið tvent i einu: skipum gerð þægileg farleið um töluverðan kafla af allri vegariengdinni yfir grandann og los- ast við skemdir af mjög illri og straum- harðriá,Chagreselfi;hennier veitt í þetta vatn. Vatnsstæðið er enn þurt, ekki annað en dalur, af manna höndum ger með- fram. Þegar hann er orðinn að stöðu- vatni, verða í honutn fagrar eyjar og hólmar hingað og þangað, viði vaxnir og öðrum geysifrjómiklum jarðargróðri, með þvi að þetta er nær miðju hitabelt- inu. En eyjar þær og hólmar eru fjalla tindar eða fella, er uppi standa úr stððuvatninu. Fyrir vestan vatnið tekur skipaskurð- urinn við aftur, og liggur þar gegn- um 300 feta hátt fjall og 2 mílná breitt, er kiofið hefir í verið skarð fyrir hann með svo mikilfenglegum spreng- ingum, að farið hefir til þess 1 miijón punda af sprengitundri (dynamit) á hverjum mánuði 3 árin siðustu. Þá fer að halla undan fæti vestur af, og taka við af nýju flóðgáttir og fleytikviar alla leið til sjávar. Öll er leiðin yfir grandann 5 5 rastir eða rúmar 7 mílur danskar, og er talið að fara muni mega hana á gufuskipi á 12 stundum. En af þeim tíma fari 3 stundir i fleytikvíarnar. Af þessu mun mega marka, að Panamaskurðurinn verði hið langmikil- fenglegasta mannvirki í heimi, þegar hann er fullgerður. Leiðr. I blaðino 23. des. hefir misprent- ast i greininni Hufðingleg gjuf: 40 fyrir 4. í siðasta blaði stóð, að lúðrasveit Eiriks Bjarnasonar hafi leikið á lúðra upp við latinuskóla á gamlaárskvöld, en átti að vera lúðrasveit Ungmennafélaganna. sem tekið hefir sér nafnið Harpa. Aliiance Francaise, félag það, er stofnað var í haust hér í bænum til þess að vinna að

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.