Ísafold - 27.01.1912, Blaðsíða 2

Ísafold - 27.01.1912, Blaðsíða 2
18 A-listinn er listi sjálfstæðismanna ISAFOLD bæta glímuna íslenzku og aðrar is- lenzkar íþróttir. Enn fremur á íþróttasambandið að fara með umboð íslands gagnvart öðr- um þjóðum. Ef félagsskapur þessi rækir vel það, sem hann í lögunum setur sér að marki, mun hann reynast íslenzkum iþrótt- um hin bezta og þarfasta lyftistöng. Bæjarstjórnarkosningarnar. 12 listar. Þeir eru ekki færri en 12 listarnir, sem bæjarbúar hafa úr að moða við bæjarstjórnarkosningarnar i dag. Afleit er sú misbeiting á listakosn- ingum, sem lýsir sér í þessu. Ein- hverjum manni dettur í hug, að »það væri nógu mikið grín að smella upp lista«. Hann þarf ekki að fá, nema 4 með sér. Þá er kominn löglegur undirbúningur I En svo getur farið, að ekki fái listinn einu sinni 5 atkv. Það kom fyrir við kosningarnar 1908. Á einum listanum var Tiyggvi Gunn- arsson efstur og hlaut sá 4 — fjögur — atkvæði. Lík forlög eiga sumir þessara 12 lista sjálfsagt fyrir sér. Til fróðleiks lesendum ísafoldar birtum vér hér listana alla. A-listi s 1. Sveinn Bjþrnsson yfirdómslöqmaður 2. Hannes Hafliðason skipstjóri j. Pétur Hjaltested úrsmiður 4. Samundur Bjarnhéðinsson lœknir j. Samúel Ólaýsson sóðlasmiður. B-listi: r. Þorvarður Þorvarðsson prentsm.stj. 2. fóhannes Hjartarson verzlutrarm. 3. Magnús Helgason kennaraskólastj. 4. Sigurður Sigurðsson ráðunautur 5. Samúel Ólafsson söðlasmiður C-listi: * 1. Guðrún Lárusdóttir, Asi 2. Bríet Bjarnhéðinsdóttir 3. Ragnhildur Pétursdóttir 4. Ragnheiður Bjarnadóttir D-listi: 1. Sveinn Björnsson yfirdómslögm. 2. Páll Halldórsson skólastjóri 3. Pétur Hjaltested úrsmiður 4. Sæmundur Bjarnhéðinsson læknir 5. Samúel Ólafsson söðlasmiður. E-listi: 1. Knútur Zimsen verkfræðingur 2. Jón Ólafssou skipstjóri 3. Guðmundur Asbjörnsson trésm. 4. Þorvarður Þorvarðsson prentsm.stj. 5. Jóhann Jóhannesson kaupmaður F-listi: x. Bríet Bjarnhéðinsdóttir 2. Guðrún Björnsdóttir 3. Guðrún Lárusdóttir Asi 4. Ragnhildur Pétursdóttir 5. Ragnheiður Bjarnadóttir G-listi: 1. Jóhannes Jósefsson trésmiður 2. Sveinn Björnsson yfirdómslögm. 3. Pétur Hjaltested úrsmiður 4. Sæmundur Bjarnhéðinsson læknir 3. Samúel Ólafsson söðlasmiður. H-listi: 1. Hannes Þorsteinsson aðst.skjalav. 2. Pálmi Pálsson kennari 3. Gísli Finnsson járnsmiður 4. Einar Helgason jarðræktarfræð. 5. Guðm. Guðmundsson, Vegamótum I-listi: 1. Guðmundur Hannesson prófessor 2. Guðjón Sigurðsson úrsmiður 3. Ragnhildur Pétursdóttir húsfreyja 4. Jón Brynjólfsson kaupmaður 5. Jón Gunnarsson samábyrgðarstj. J-listi: t. Sigurður Jónsson barnaskólakennari 2. Pétur Hjaltested úrsmiður 3. Jón Brynjólfsson kaupmaður K-listi: 1. Þorvarður Þorvarðsson prentsm.stj. 2. Jóhann Jóhannesson kaupmaður 3. Jón Ólafsson skipstjóri 4. Knútur Zimsen verkfræðingur J. Guðmundur Asbjörnsson trésmiður L-listi: 1. Pétur Hjaltested úrsmiður 2. Knútur Zimsen verkfræðingur 3. Sveinn Björnsson yfirdómslögm. 4. Jóhann Jóhannesson kaupmaður 5. Sæmundur Bjarnhéðinsson læknir Slíkt er nú lista moldviðrið. Um D-listanu er það að segja, að á honum eru allir sömu mennirnir eins og á A-listanum — nema Páll Halldórsson skólastj. í stað Hannesar Hafliðasonar. En Páll Halldórsson hefir lýst yfir pví, að sér sé með ótlu ókleijt að sitja i bœjarstjórn — og er þá síður en ekki vel gert að ætla að þröngva honum til þes_s. Það liggur því beinast við fyrir þá, sem helzt hefðu viljað kjósa þann listann að kjósa A listann í staðinn. Þá er I-listinn. A honum er efst- ur Guðm. Hannesson prófessor. Svo ágætur ir.aður sem hann væri í bæ- jarstjórn er sá hængur á, að hann vill með enqu móti sjálýur ýara í hana. Og hví að vera að nauðga mönnum, sem ekki vilja taka að sér starfið, þegar völ er á nægum dugandi mönn- um, sem eru færir um að taka það að sér, Enn eru listar með nöfnum Péturs Hjaltesteds og Jóh. Jósefssonar efst. Lítil eða engin líkindi eru til þess, að þessir listar eigi sér svo mikið fylgi, að af þeim geti komist að nokk- ur maður. Þeirra eina verk verður því að dreifa, að tvístra atkvæðum frá A-listanum. Bezta ráðið fyrir þá, sem ant er um að koma að Pétri Hjaltesteð er að sameina sig óskiftir um A-listann. Þá er von um að koma honum að, öðruvísi ekki. Svo er sem sé varið listakosning- unni nú, að ef t. d. 2000 manns koma á kjörfund til að kjósa þessa 3 bæjarfullrrúa — munu þeir einir listar, er fá ekki minna en ca. 300 atk. koma nokkurum manni að. En þá atkvæðatölu munu naumast aðrir listar, sem hafa sjálfstæðismenn efsta, geta fengið en A-listinn. Það eru því öll líkindi, ef ekki vissa fyrir þvi, að öllum þeim atkvæðum, sem gefin eru öðrum listum — með sjálfstæðis- mönnum efstum — er beint kastað í sjóinn. * Rétt er og að leiðrétta þann mis- skilning, að atkvæði manna séu talin saman á öllum listum, t. d., að þeim manni, sem er á 4 listum, séu talin atkvæðin, sem öllum þeim listum eru greidd. A-listinn er beztur. A-listinn er efsti listinn. A-listinn á að sigra alla hina. A-listinn gerir það, ef sjálfstæðis- menm og aðrir góðir menn, sem sjá að hann er bezt skipaður — telja ekki eftir sér að skreppa niður í barna- skóla og gera við hann X eða annan, spyr eg aldrei hverrar skoðunar hann sé í stjórnmálum — þetta er mín pólitík —. Lögrétta íer með helber ósannindi þar sem hún skýrir frá tölunum, en þó þykist hún vera svo nákvæm, að tilfæraþær upp á eyrill Reyni blaðið að hrekja þetta ef það getur. 21. jan. 1912. Jóh. Jóhannesson. Harður vitnisburður fyrir veslings Lögr. að fá frá einum flokksmanna sinna og erfiður að kingja ofan á ó- nýting stjórnarráðsins á silfurbergs- kærunni. En sannast hér sem ella: Sjá, ná hve illan enda 0. s. frv. Ritstj. Afmælissjóður Heilsuhælisins. Svofelda orðsending fekk ritstjóri Isa- foldar í gær: Hr. ritstjóri ísafoldar. Eg hefi eigi verið vanur að minn- ast afmælisdags míns undanfarið. — Byrja á því nú á þann hátt, að gefa afmælissjóði heilsuhælisinsmeðfylgjandi 25 krónur og heita þvt' jafnframt, að minnast sjóðs þessa eftirleiðis á af- mælisdegi mínum, meðan eg lifi og er aflögufær. Rvík 25/j ’12. N N. Þetta er langstærsta gjöfin, sem enn hefir borist afmælissjóðnum og fara væntanlega fleiri efnamenn að dæmi þessa gefanda. Þá hafa enn borist þessar gjafir: Os- vald Heilmann (8 ára 6. jan.) 3 kr., Árni Eiríksson kaupm. 26. jan. 5 kr. Þá fer afmælissjóðurinn senn að nálg- ast hundraðið og má það heita góð byrjun á hálfum mánuði í Reykja- vík einni. Gleymið ekki afmælissjóðnum á fæð- ingardeginum ykkar — og munið vel, að m a r g a r gjat’ir smáar, gera fúlgur háar! Islenzk stjórnmál. löguð að hvergi væru glufur á milli fellingar, (upp þarf að vekjast annar Njáll). Hvernig eru lögin nú? Þann- ig, að menn eru í vafa um, hvort aðsti lagavörður landsins: stjórnarjo? - maðurinn — ráðgjafinn — hafi vald til að víkja lagabrots og óreiðumönn- um frá embættum. — Voru íslend- ingar löghlýðnir til forna? Svo voru þeir löghlýðnir og vandir að virðingu sinni, að alþjóð hlýddi eins manns at- kvæði, er upp var kveðið á alþingi árið 1000. — Úlfljótslög voru sam- þykt, þvi hinir vitrustu menn sáu, að sameinaðir stöndum vér, en sundraðir föllum vér; þjóðin, sem eining gat varist árásum erlendrar drotnunar; af- leiðing vináttumála höfðingja og kon- ungs á Sturlungaöld urðu sundrung og svik við heildina! Snorri vildi ei utanferðir höfðingja. — Hvern klepp báru fundir höfðingja og Hákouar konungs í hala sér? — Dauða Snorra og afsal þjóðréttinda. Lesið söguna, hún endurtekur sig hjá Islendingum og öllum þjóðum. — Nútíðarleikurinn: Danir blásaaðsundr- ung og flokkadrætti, styðja þá menn til valda er þeim eru leiðitamastir. — Já, lesið og lærið söguna, svo þið sjá- ið og vitið á hvaða skerjum þjóð- in hefir við höggið; aðalskerið er, sker sundrungarinnar; hefðu íslend- ingar verið öruggari í fylgd, allir sem einn, við Jón Sigurðsson forsetann fræga, hefði honum fljótar unnist starf sitt. Tyrir fám árum var ísland hið eina land í Norðurálfu, er innstæðufé átti í hirzlu sinni, stjórn fyrsta ráð- gjafa sóaði því og steypti landinu í voða, skuldir og einokunar-hlekki. Með upphafi þeirrar stjórnar virðist svo, sem embættis-mannavald og lögmanna- ánauð hafi spent þjóðina heljar greip- um; með upphafi þeirrar stjórnar hverfa hinar siðustu minjar orða Þor- geirs : Ef vér brjótum lögin, þá brjót- um vér fríðinn«. Sú stjóin valt úr stóli, en önnur á laggir sett. — For- maður þeirrar stjórnar er af hinni ráförnu lagður í einelti, utan lands sem innan, allar stjórnarathafnir hans lagðar á verri veg. Sá maður — virðist mér — hefir frá æskuárum barist fölskvaiaust fyrir heill og hag þjóðarinnar; hann barðist fyrir Ioft- skeytum, það var tortrygt, hann barð- ist fyrir endurreisn fjármála — tortrygt, hann barðist fyrir bjargráðum Lands- bankans, tortrygt, svívirt og eyðilagt að miklu leyti, hann barðist fyrir að lög gengjti jaýnt yfir alla — tortrygt, hann barðist fyrir útrýming vínnautn- ar — tortrygt. í stuttu máli, hann hefir barist fyrir framþróunarþroska allra þjóðþrifa, en hlotið í staðinn öf- und og tortrygni, og þó er þessi maður þjóðarinnar mesti stjórnmála- maður, hennar ráðhollasti og einlæg- asti af öllum leiðtogum, en öfund, rógur, valdafíkn, flokkadrættir, em- bættismanna kúgun, undirlægju- og aumingjaháttur hefir svo lamað dóm- greind almennings, að hann kastar á glæður sínum beztu mönnum. Hver er afleiðing sundrungar I — Eyðilegging! Þjóðin þarf að samein- ast, fylgjast að málum fast og í bróð- erni. Það er lífsskilyrði hennar. Hún er svo fámenn, að hún þolir ei til lengdar þenna flokkadrátt. Svo er sagt að þjóðin hafi stigið fram til þroska og í ýmsu tilliti verð- ur því víst ekki neitað, en það hefir líka veikst og lamast hin tryggasta ástöðu hella hennar, sem er landbún- aðurinn; sjávarútvegurinn hefir aukist, en að sama skapi hefir landbúnaður- inn rýrnað, fólk hefir dregist að gullkistu sjávarins, en frá tlem- antskistu hinna fögru dala og sveitai Það er óhrekjanlegur sann- Ieikur að sjávarfólk og algengir verka- menn eru óábyggilegri flokkarnir, — til þess liggja eðlisfræðisleg rök, sem hér yrði of langt mál að útskýra, enn bænda og iðnaðarmanna- flokkarnir hinir traustustu, skarpskygn- ustu og vitrustu; — í fjölgun sjó- mannaflokksins liggur andleg afturför þjóðarinnar; sjómannaflokkurinn er nauðsynlegur, en hann má ekki veiða yfirgnæfandi heild. Sem dæmi um afturför landbúnað- ar vil eg tilfæra sögu, er gamall Vopn- firðingur sagði mér nýlega, erJiljóðar svo: »Hof í Vopnafirði, þar sem margir göfgir menn, altfrá lnndnáms- tíð, hafa búið stór-blómabúum, er nú leigt tveim umrenningum«, sagði hann. Hvernig munu þá smákotin setin ? Nú er af sem áður var, á dögum þeirra prófastanna Guttorms og Hall- dórs, þá er flestar jarðir Vopnafjarðar voru setnar blóma búi, þá var »glað- værð í grænum dölum«, glímufundir, dansleikir og aðrar skemtanir — eta hvað er nú ? Tveir búeridur l öllum Selárdal-! Hvað veldur? Spursmál fj’rir stjórnmálamennina að svara. Vopnafjörður er sá sami nú, sem hann hann var áður, einn af fegurstu fjörð- um landsins og búsælastur, — en, hví er fólkið flúið? S. M. S. Askdal. Tugamalið. m. Það er góðra gjalda verð tilraun, sem iandiæknirinn (hr. G. B.) hefir gert nýverið, að fara að dæmi Frakka og búa til íslenzku á tugamálsheitin meðtómumforskeytum við aðalnöfnin, sem hann vill bæta við íslenzk, hækk- andi og smækkandi forskeyti. En þ.tð sýnir bezt, hve ókleift það verk er, að honum, jafn-óvenjuhögum rnanni á íslenzka nýgervinga, hefir alls ekki tekist það, svo að viðunandi sé; enda urðu Frakkar að nota til þess 2 önn- ur tungumál en sitt, sem sé: bæði grísku og latínu. Annað þeirra er móðurtunga frönskunnar og henni því vcl samþýðanlegt, og hitt, griskan, henni miklu samþýðanlegri en ís- lenzku. |§Það getur ekki kallast viðunandi, er lítt verður hjá komist að ruglast á stór og hár eða smár og lágur (lár), er hann notar. Háskóli merkir æðsti skóii, og hástúka er hin æðsta stúka í G.-T.-félagiuu, en stórstúkan miðstig í stúkuriminni-. En hann notar stór og hár þvert á móti. Eins er um lágur og smár. Hann er að reyna að þræða Frakka t stigagreiningunni, og það er góðra gjalda vert. En tilraunin sýnir, að það er ókleift, og sú aðjerð eiu er rétt, sem hér hefir verið haldið fram, nátt- úruaðferðin. Hún ein er eðlileg. Ekki að pýða heitin á íslenzku, held- ur að skapa þau. Búa þau til af sjálfs sín hyggjuviti, eftir t. d. einhverju sérkenni á hlutnum eða hugmynd- inni, — eftir því, til hvers hann er notaður, og þar fram eftir götum. Þetta sést glögt á einu dæmi, og vitaskuld mörgum fleiri, ef leitað er. Eitt alkunnugt og algengt smíðatól heitir á íslenzku flettisög. Tilbúið sýni- lega eftir því, til hvers sögin er notuð: að fletta viði, borðum o. fl. Stund- um kölluð einskefta, af pví, að til er önnur sög, sem er einnig höfð til að fletta, en er svo stór, að 2 menn þarf til að ráða við hana, — nota hana — og því er hún kölluð tvískefta. Og öðru nafni stórviðarsög. Það látið nægja, fyrir stórviðarflettisög. Hugsum oss nú, að á litlú fletti- söginni algengu væri ekki til neitt nafn á íslenzku, og því væri farið að leita að því á öðrum tungumálum, í því skyni, að snúa pví á islenzku. Hvað verður þá fyrir leitanda? Hann færi vitaskuld í skemmu til hennar »dönsku mömmu« að vanda. Þar er athvarfið í öllum þess kyns tiauðum, og fleiri þó. Þar finnur hann nafnið á henni, litlu flettisöginni. Það er orðið Puchssvands. Það er fljótfundið, með því að það mun vera notað af flestum eða öllum trésmiðum í öllum kaupstöðum lands- ins, — vitanlega af mörgum í þeirri í- myndun, að nafnið sé orðið íslenzkt, orðin íslenzka. Og sjálfsagt ritað á islenzku Júks- svans! Það eru sveitamenn einir, að eg ætla, er kunna hið rétta íslenzka nafn á þessu smíðatóli. En þá vitnast það, fyrir fulltingi málfróðra manna, að svo er ekki, heldur er þetta alútlent orð, komið frá Þýzkalandi, Fuchsschwanz, fengið þar að láni af Dönum, alveg hrátt, eins og það leggur sig. Og hvað merkir það að réttu lagi eða upphaflega? Það merkir rófuskott! Og það má drottinn vita, með hverjum atvikum það hefir hlotið fletti- sagarmerkinguna, Magnús Th. Blöndahl og Völundur. 10474 kr. 75 aurar. Með þessarri íburðarmiklu yfirskrift er greinarstúfur í Lögréttu í gær um peningaviðskifti M. Bl. og h/f Völund- ar. Grein þessi á án efa að vinna ákveðið hlutverk, og vil eg gjöia mitt til að aftra því. Mér hefði sízt til hugar komið, að blaðið færi að nota sér einkaviðskifti M. Bl. til að blanda þeim inn í silfur- bergsmálið. Þessi aðferð Lögréttu er, að eg vona frá sjónarmiði allra sann- gjarnra manna alveg óþolandi, þótt hana kunni að hungra og þyrsta í að bletta M. Bl. í almenningsaugum. Það sem kemur mér til að þola ekki með þögninni áreitni þessa, er I. að eg aldrei geng inn á að þessi aðferð sé pólitík, sem nokkrum manni sæmi, 2. að mér er mál þetta vel kunnugt, þar sem Völundur bað mig að gjöra sáttatilraun við M. Bl. um það, sem honum var til skuldar talið. Þetta verk tók eg að mér, þar sem mér duldist ekki, að málið hefði orðið erf- itt og umfangsmikið, ef það héTði farið dómstólaleiðina, og þar að auki eins og oft vill verða tvísýnt, hver sigra mundi. Sjálfur hafði eg gott eitt til M. Bl. að segja. Án þess að tilfæra fleiri atvik úr sögu þessa máls eða viðureign okkar M. Bl. varð end- irinn sá, að eg útkljáði allan misskiln- ing þannig, að M. Bl. og Völundur bundu enda á öll sín viðskifti og það svo, að eg veit ekki betur en báðir málspartar séu ánægðir eftir kringum- stæðunum. Eg hefi siðan þetta gerðist fengið hnútur íyrir að afstýra málaferlum á milli M. Bl. og Völundar, en þær hafa komið frá þeim ofstækisfullu mönnum, sem ætla M. Bl. ilt eitt og geta ekki sætt sig við, að hann finn- ist ærlegur i neinu. Þessutn sjón- döpru mönnum hefi eg svarað því einu, að þegar eg á viðskifti við einn Rödd vestan um haf. Herra ritstjóri ísafoldar. Yður þykir máske litlu máli skifta hvernigfjarverandiíslendingar — þeirer annara landa þegnar eru — líta á stjórn- málaleik hinnar islenzku þjóðar og hugsið sem svo, að hægra sé að ákveða misfellur mála en að þola eldraunina og ráða fram úr þeim, og að óvið- komandi mönnum sé bezt að þegja, þeir hafi flúið land sitt og þjóð, met- ið annað meira en þjóðheill sína. — Sannarlega hafið þér fullan rétt til að hugs.i svo og mæla, — en það er íslenzkt eðli að erjast og það er líka íslenzkt eðli að unna þjóð og landi. Keltneska eðlið sýður enn í æðum íslendingsins, hvert sem hann fer og hvar sem hann dvelur þvinga þjóð- böndin huga hans til baka að fornum stöðvum æsku og foreldris; sú spurn- ing ónáðar huga hans, hvernig farið sé nú með þær stöðvar er áa beinin hvíla í, hvort verið sé að hlúa að þeim, eyða þeim, eða selja í hendur öðrum. íslendingurinn er i fjarlægð situr og horfir á hinn íslenzka þjóð leik, rennir huga sínum, yfir söguna og ber saman líkingar sögunnar fyr og nú; hann spyr sjálfan sig: því sendu íslendingar Ulfljót utan ? Gátu þeir ei búið við stjórnleysingja-þjóðform ? Svarið er: »Með lögum skal land byggja«. — Einar sagði: »Gefið ei konungi gjafir þær er til skattgjalda mega teljast«. Snorri mælti: »Óráð- legt tel eg, að þeir höfðingjar er mest ráða málum manna h: á landi fari allir utan á fund konungs. Hvernig breyta íslendingar nú eftir ráðum þess- ara spekinga? Landsfé sóað langt um þörf fram, svo hundruðum þúsunda kr. nemur í heimboðsveizlur fyrir Danakonungl — Þingmenn voru send- ir utan. Hver varð árangur fararinn- ar? — Sundrung — sundrung, illindi, mannhatur og flokkadræjtir — (mann- dráp ef hug ei brysti). — Nú er end- urvakin öld Sturluuga! Njáll eyddi máium manna. Til hvers? Til að sýna þeim að lögin yrðu að vera svo

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.