Ísafold - 27.01.1912, Blaðsíða 3

Ísafold - 27.01.1912, Blaðsíða 3
ISAFOLD 19 Það er með öðrum orðum, að til sveita hér á landi fletta allir smiðir með flettisög, en í kaupstöðum með -— rófuskotti! Eg hefi fjölyrt um þetta ómerkilega smíðatól til pess, að sýna fram á, hver munur verður margsinnis á, að pýða orð af öðrum málum, eða skapa Þau af sjálfs síq hyggjuviti: neyta þeirrar margsinnis einu réttu aðferðar, ef ekki á úr að verða hinar verstu ambögur, íjarstæður og hröngulyrði. Því er oft varpað íram til varnar þeirri frámunalegu flónsku, að úr því að sá eða sá hlutur heiti svo og svo á öðrum málum eða 'óllum málum, — segja þeir margsinnis, stundum af tómri vanþekkingu, — því megi þá ekki nefna þá sama nafni á íslenzku. Meðal annarssé»metrakerfið« svo nefntkomið um allan heim og þar með nöfnin á því, þótt frönsk séu. Hvað sé oss þá vandara um en öðrum þjóðum. En er þetta rétt? Eg held nú síður en svo. Heimsins fjölmennasta stórveldi, Bretaríki, fullur fjórði hluti alls mann- kynsins,eða meira eti 400 milj.manna, notar enn alt annað »kerfi« (yards °- s- ffv.); Kínaveldi, nær annar 4. hluti, sömuleiðis. Fjórða ríkið í fjöl- mennis-röðinni, Bandaríkin i Vestur- heimi, með 90 milj. manna, notuðu brezka »kerfið« fyrir fám árum að minsta kosti og nota sjálfsagt enn. Nærri má geta, að þessi stórveldi öli saman hafa ekki frönsk nöfn á hlutum, sem þau nota ekki eða hafa ekki lögleitt hjá sér. »Metrakerfið« svo nefnt var lögleitt í Danmörku og þar með hin frönsku nöfn ckki fyr en eftir aldamótin síðustu; en það er pað, sem verður í margra landa vorra munni sama senr að það sé komið á um allan heim, og nöfnin á því, hin frönsku, sömuleiðis. Danaveldi, — dinska stórveldið -— er 1 þeirra augum og þeirra munni sama sem allur heimurinn hér um bil, og einber ósvinna af oss að haga sér ekki eftir því: að feta ekki í fótspor »dönsku mömmu« þar sem annars- staðar. Eg man eftir frá mínum æskuárum, fyrir hálfri öld, gamalmenni á níræðis- aldri, sem lýsti uppeldis-aga þeim, er hann hefði att við að búa á sinum tima, a ofanverðri 18. öld, þannig vöxn- um, að hann hefði átt snoppung vísan hvað lítið sem hann brá út af hátt- semi húsbónda síns, í smáu sem stóru. Til dæmis gekk hann einu sinni heim frá sjó aðra leið en hann, húsbónd- inn, stytti sér leið og varð honum nær jafnfljótur, þótt lagt hefði siðar á stað. Húsbóndinn beið hans á hlað- tnu og rak honum rokna kjaftshögg fyrir það, að hann hafði ekki íetað í fótspor hans, húsbóndans, heirn frá sjónuml Eins þykir sumum mönn- um vor á meðal, einkum heldri mönn- um svo nefndum, vér hafa unnið til snoppungs, ef vér fetum eigi í fót- spor Dana i smáu sem stóru. Þeir segja dönsku mömmu óðara eftir, ef út ai því ber. Svo sjálfsagt finst þeim að»dependeraaf þeim dönsku«, svo sem Sveinn heit. Sölfason vildi vera láta. Segi Danir riieter og liter og kíló- %ram, er í þeirra manna augum óþekt- arósvinna af oss, að gera það ekki líka! Þeir flýta sér »að segja eftir«, ef vér Islendingar erum með þær eða því um likar firrur, — sjálfstæðisútúrdúral Eins og þegar vér gátum á sínum Bma t. d. ekki notað orðið teleqraj, eldur tókum upp á þeirri tiktúru, að alla það shna, ritsíma, talsíma. Þeir stór-hneyksluðust á því, á þeirri hús- bónda-óhollustu. Það gekk ekki lítið á, þegar tekið 7r,uPp á þeim óvanda, að segja tdegraj. Það var danska arókin frá 4896, sem tók það upp. 1 1 x ^ ^ um einhvern hinn há- ,ær a,Sta emSættismann vorn, að hann ,.n7 s'a^tst á því og reiddist þvi svo a e£a’ hann grýtti bókinni í ^ ’ er hann fletti henni upp í yrsta skifti og rak sig á það nýyrði. «ann sagði sjálfur frá þvi, svo setn vott um smekkvísi sína. Kvað hafa egi við, að hann yrði að borga bók- P ,110 hefði skemst það hjá sérl n nu er svo komið, jafnvel fyrir honum, hvað þl ö6ronii að elt/ e, borið við að nota annað orð en shni um það áhald, fréttafleyginn, sem einu sinni var svo nefndur, fyrst i stað. Síminn hefir steindrepið tele.grafinn. Af hverju r Af því að sími er miklu fallegra orð, miklu þýðara, miklu hæfara til samsetninga. Eg ætla það hafa verið sama smekk- visis-spekinginn, sem þoldi ekki að heyra nefnda r'öst i r.tað kilómeters. Kaus miklu heldur það fjórkvæða orð en hitt, sem er ekki nema einkvætt. Það var islenzkt, en hitt fransk-danskt og þvi miklu »fínna«. Auk þess kannaðist hann ekki við rastar heitið á öðrum hlut en straumamótum i sjó, fyrir annesjum. Og þó hefir Fritzner orðabók nær 20 dæmi um vegalengd- armerkinguna á orðinu röst, lesin sam- an úr Fornmannasögum, — ekki ómerkari ritum (mörgum bindum), — Fagurskinnu, Flateyjarbók, Gulaþings- lögum o. m. fl. Hún er ósmá, auðsveipnin við Dani ogeftirbreytnis-auðmýktin, er þeir eru annars vegar. Eg man eftir því um einhvern meðal helztu höfðingja lands, er bind- indishreyfingin var að komast á hér fyrir 20—30 árum, og fjöldi manna gerðist templarar, að hann kvað sér ekkert þykja fyrir þvi, ef ekki væri dönsku sjóliðsforingjarnir á varðskip- inu danska, sem hann mætti til að hafa samneyti við -og mundu una áfengisleysinu afarilla, jafnvel skopast að því; pað fanst honum vera óbæri- leg tilhugsun! (Niðurl.) B. J. Tíðindasmælki handan um haf. — Blaðið Politiken í Khöfn veitti aðfangadagskveld jólaglaðning 1500 fátæklingum i bænum. Allur sá mann- sægur fekk góða máltíð, með kaffi á eftir og kökum, og ennfremur ein- hverja nytsama jólagjöf lítils háttar, svo sem peysu, trefil, vetlinga, jóla- bók eða leikfang. Hátíðarhaldið fór fram í Oddfellowhöllinni (samsöngva- höllinni). Tólf þús. (11,000) kr. hafði Poli- tiken reitt saman handa fátæklingum og sjúklingum í Khöfn fyrir jólin. — Þýzkur rektor og dóttir hans létust í jólaföstunni úr sulti, að dómi læknis, er skoðaði líkin. Þetta var í Tokewitz skamt frá Dresden. Skömmu siðar fanst undir rúmi hans vindla- kassi, er í voru verðbréf, er námu 300,000 rm., sama sem 270,000 kr. og höfðu þau feðgin arfleitt dýra- verndunarfélag í Berlín og Breslau að því sem þau áttu eftir sig. — Það hefir orðið að færa frelsis- styttuna á Vesturbrú í Khöfn spöl- korn austur á við í götunni (3 r/10 stiku) vegna brautarstöðvarinnar nýju, og var hyrningarsteinninn undir hana á nýja staðnum lagður 14. f. m., með mikilli viðhöfn. Hún verður komin upp aftur i marzmánuði. Það eru 120 ár síðan hún var reist upphaflega til minja um bændalausnina þá, á of- anverðri 18. öld. — Nýverið hefir tekist að korna á loftskeytasambandi milli Karlskrona í Svíþjóð og Eiffelturnsins í Paris, Massilíu suður við Miðjarðarhaf, Pola í Istríu við Adriahaf og Sebenic 1 Dalmatíu. í fyrra átti það að vera ókleift milli Reykjavíkur og Vest- manneyja. Lítið i gluggana á sunnudaginn Lítið í gluggana á sunnudaginn Brauns verzlun Talsimi 41 ^HðHlbOV^ Aðalstræti 9 Hin árlega stóra 3 daga vildarkaupa- útsala stendur yflr aöeius mánudag 29., þriðjudag 30. og miðvikudag 31. janúar. 10l-50°|o afsláttur. Aðeins 3 daga á ári hverju liafa skiftavinir mínir tækifæri til þoss að njóta þessa dæmalausa kostaboðs. JIB. Útsötudagcma 2r búðitt opitt frá M. 9—3 og 4—S. Brauns verzlun ^ Hamborg'' Aðalstræti 9. Talsimi 41. Lítíð í gluggana á sunnudaginn Litið i gluggana á sunnudaginn Finnbogason hafði yfir, eftir Selmu Lagerlöf heitir: Peningakista k e i s a r a f r ú a r i n n a r og er suildar- falleg. — Þá flutti Sigurjón Pétursson brennheitt ’nvatningarerindi til fólks um að fara heilsusamlega með sig og temja sór fimleika (Mín aðferð), og gæta hófs í mat og drykk, en e k k i í því að teyga í sig hreint loft. S/udu þeir Sig urjón og Benedikt Waage síðan M í n a ð f e r ð. Ef alþingi vildi einusinni verja vel fó landsins, ætti það að gera þessa tvo ungu menn út til þess að sýna 5>Mfna aðferð« í hverri sveit lands- hornanna milli. Það fé mundi vaxta sig vel. Það er uuun að sjá svo fallega skrokka, sem þeirra Benedikts og Sigur- jóns. Er annar (Bened.) ímynd lipur- leiks og mýktar í öllum hreyfingum, hinn (Sigurj.) styrkleikans ímynd — þrótts í hverjum vöðva. Að lokum var sýndur smá-gamanleikur danskur, sem skólapiltar lóku fyrir 10 —12 árum, og þá var nefndur »Volmer í Sórey«. Leikendur voru systkinin 3 frá Laufási: Dóra, Björn og Tryggvi, jungfr. Soffía Siemsen, jungfr. Sigurbjörg Ásbjarnardóttir, Guðbrandur Magnússon prentari og Magnús Tómasson verzlm. — Þótti áhorfendum auðsjáanlega gaman, enda farið með leikinn fjörlega og feimnis- laust, ekki sízt af Tryggva Þórhallssyni. Hefirðu heyrt það fyr ? Reykjavikur-annáll. Bíó. í kvöld og næstu kvöld verður sýnd mynd af gömlum kunningja Reyk- víkinga. Það er frænka Charleys, sem hefir verið leikin hór í leikhúsinu kvað oftir annað og fólki þótt ákaflega gaman að. Englandsfiskurinn. í síðasta blaði hefir misprentast um söluverð á fiski »Skúla fógeta« 18034 pd. sterl, í stað 10 3 4 pd., en villir þó engan, með því að rótt er snúið í íslenzkt krónutal. Guðsþjónusta. í dómkirkjunni kl. 12 síra Bj. J. (altarisganga), kl. 5 síra Jóh. Þork. (sjómannaguðsþjónusta). - í fríkirkunni kl. 12 síra 01. Olafsson. Ungmennafélagsskointunin til ágóða fyrir Sundskálamj (og Skíðabrautina) í fyrrakvöld var ágætlega sótt og tekið með miklum fögnuði. í bændaglímunni gekk Sigurjón af öllum dauðum og stóð einn uppi að lokum. — Sagan, sem Guðm. — Hröðustu jdrnbrautarlestir hér í álfu hafa komist að jafnaði 80 rastir á kl.stund. Það er sama sem n»r 11 ll3 míla. En í Bandarikjum hafa þær komist 210 rastir á kl.stund á fremur stuttum kafla. Það er Bama sem 29 milur. Þá væri ekki verið lengur en ‘/4 (fjórðung) stundar héðan upp að Þingvöllum. Hér í álfu þykja 4 mílur á kl.stund fullgóður járnhrautarhraði. Þá þyrfti nær 2 stundir austur að Þingvöllum. — Pöntunarfélög hafa verið til full 60 ár á Englandi. Tala félagsmanna i þeim er nó sögð 2,600,000, í 1000 félögum. Hluta- eign i þeim er 618 milj. kr. Siðasta ár seld- ust i þeim vörur fyrir 1984 milj. kr. Gróð- inn nam 217 milj. kr.. og var það fé greitt hluthöfum út í hönd i félagsárslok. Sam félag allra fyrnefndra 1000 félagsdeilda rekur 40 verksmiðjur, er veita vinnu 19,000 manna. — Lifgjöfin. Jón Yidalin, er sumir kölluðu Indíafara og var bróðir Geirs biskups Vidalin (t 1823), kvaðst eiga lifið i honum. Hann gerði þá grein fyrir því, llppboð. Opinbert uppboð verður haldið á Korpúlfsstöðum í Mosfellssveit, fimtudaginn 1. febrúar næst komandi, kl. 1 eftir hádegi, og þar selt: 5 kýr. nokkur þúsund pd. af heyi og nokkur búsáhöld. Langur gjaldfrestur gefinn. Öllum þeim sem heiðruðu minningu og út- för móður okkar sál. iórunnar Magnúsdóttur, með nærveru sinni, vottum víð alúðar þakkir. Einnig vottum við öllum þeim hjartans þakk- læti er hjúkruðu henni i veikindunum. Börn og tengdabörn hinnar látnu. Harmóníumskólinn (Stapfs) kominn aftur í Bókverzlun Isafoldar. að sömu nóttioa, sem Geir fæddist, i Lauf- ási — þeir voru synir Jóns prófasts Jóns- sonar Vidalíns, — hefði kýr alið kálf þar á búinu, sem hefði verið skorinn eftir nokk ura daga. En eg bað hann föður okkar svo vel að gera það fyrir mig, mælti hann, að láta ekki skera hann Geir. Ug hann gerði það fyrir min orð, að láta hann lifa. Þvi á eg í honum lifið og enginn annar. Espólín segir svo um Jón þenna Vfdalin, aö hann hafi verið maður gildlegur og lengi stýrimaður á Iadiaförum, og marg- an straum vaðið, verið sundmaðnr mikill, og knálegur að öllu. Hann átti dóttnr, er Sigríður hét, og giftist Sigurði Thorgrims- sen landfógeta. — Pdll Ólafsson kvað þessa stökn um fjörð eiun á Austurlandi, er hann mun hafa haft litlar mætur á, eða mannfólkinu þar: Það er eklci þorsk að fd i fiessum firði. Þurru landi eru þeir d, en einkis virði. Tilkynning. Hér með gefst almenningi til vit- undar að eg hefi keypt trésmíðaverk- smiðjuna á Laufásveg 2, og rek hana hér eftir undir mínu eigin nafni, og vona eg, að hinir heiðruðu viðskifta- vinir mínir láti mig njóta viðskifta sinna eins og áður. Reykjavík 25. janúar 1912. Eyvindur ÁrnaKon. Hús og tún. Hið svo nefnda Brynjólfshús við Laugaveg fæst leigt eða keypt á næstkomandi vori. Húsinu fylgja 4 dagsláttur af erfðafestulandi. Þar af rúmar 2 dagsláttur ræktaðar i tún. Upplýsingar gefur kaupm. Björn Ouðinundsson, Rvík. Nokkrar stúlkur geta enn fengið tilsögn í að taka mál og sniða kjóla hjkSigríði OlaJsdóttnr, Ingólfsstrý.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.