Ísafold - 24.02.1912, Blaðsíða 2

Ísafold - 24.02.1912, Blaðsíða 2
40 ISAFOLD Landsyfirdómurinn. Stórkostleg sparnaðartillaga. Fult ár hefir hr Kristján Jónsson getað notast við það, að setja skrifstofu- stjóra sinn einn dómara í landsyfirdóm- inum, þann skrifstofustjórann sem ann- ars á að hafa eftirlit með dómsmalum landsins og dómum skrifstofustjóranna á 1. skrifstofu stjórnarráðsins. A þessari skrifstofu eru gerðar tillögur um það, hvort höfða skuli sakamál, hvort veita skuli gjafsóknarleyfi eða gjafvarnar, leyfi til uppreistar, þótt liðinn sé afrýjunarfrest- ur eða þótt dómshæðin nemi ekki lög- skipaðri upphæð o. s. frv. Á þenna liátt dæmir skrifstofustjórinn fyrst um málið í stjóruarráðinu, sem ernbættis- maður umboðsvaldsins, og síðan í landsyfirdóminum, sem dómari. Yerð- ur hann þvi' tvöfalt kunnngri mál- inu en ella rr.undi hann. Stjórnarskrá- in vill að vísu láta dómara yfirdómsins vera sem óháðasta stjóruinni, og býst því fráleitt við, að skrifstofustjórar stjórnar- ráðsins verði settir um ótiltekinn lang- an tíma til að gegna dómstörfum í yfir- dómi. En um þetta tjáir ekki að hirða. Hr. Kristján Jónsson hefir með heiðri og sóma gegnt dómstörfum hér og hlot- ið álit allra fyrir — nema a ð e i n s hæstaréttar. Hann veit því, hvað er bezt í þessu efni. En fyrst nú þetta hefir gefist vel, að setja embættismenn stjórnarinnar í yfir- dóminn nú um fulls árs tíma, og fáum hefir fundist það aðfinsluvert, þá er einsætt, að mikinn sparnað mætti af því hafa, að leggja yfírdóminn niður í þeirri mynd, sem hann er nú í. Mætti þá vel láta stjórnarráðsmenn hafa dóms- störf þessi sem aukagetu við önnur störf sín, og til uppbótar við laun þeirra mætti veita þeim nokkra þóknun fyrir dómstörfin. Landritari ætti að vera formaður dómsins, skrifstofustjóriun á fyrstu skrifstofu stjórnarráðsins og að- stoðarmaður í þeirri skrifstofu ættu að vera meðdómendur. Húsnæði, ljós og hita svo og sendiboða mætti og alveg spara. Magnús Yigfússon gæti itit þann starfa af hendi. Hvað sparaðist með þessu ? Landsyfirdómurinn kostar nú : Laun dómstjóra kr. 4800.00 Laun 1. dómara ... — 4000.00 Laun 2. dómara.... — 3500.00 Ljós, sendiboði o. fl. . . — 150.00 Samtals kr. 12450.00 En ef störf þessi væru falin stjórnar- ráðinu, þyríti kostuaðurinn að verða að- eins þessi: Þóknun til landritara 45 kr. á máu- uöi........................kr. 540.00 Þóknun til meðdómanda (skrif- stofustjórans 35 kr. á mán. — 420.00 Þóknun til aðst. manns á 1. skrifstofu 25 kr. á mánuði — 300.00 Samtals kr. 1260.10 Sparast rnuudu kr. 11.199.00 — ell efu þúsund eitt hundrað og níutíu krón- ur. Ur því að vel má notast við að setja skrifstofustjóra úr stjórnarráðini} í yfir- dóminn alla ráðherratíð hr. Kristjáns Jónssonar, þá má vel eins skipa liaun æfilangt, meðan hann gegnir skrifstofu- stjórastöðunni. Og ekki getur það ver- ið til óprýðis að fá sjálfan landritarann í dóminn. Ef rótt er að skipa iaudrit- ara í mílliþinganefndir til að undirbúa lög, sem stjórnarráðið á svo að »kriti- sera« á eítir, hversu miklu er þá ekki nær að skipa hann í yfirdóminn, svo aem upp á var stungið, og spara lands- sjóði með því rúm 11 þús. kr. árlega ? Stjórnarráðið verður þá eins og »kan- cellíið« sáluga var einu sinni : bæði stjórnarskrifstofa og d ó m s t ó 11 . Menn skyldu ekki ætla að það væri leiðum að líkjast. Og umfram alt: Ekki aðgleyma sparnaðinum. Jesuita. Landsbankamálið. Samkvæmt hinu fengna leyfi ráð- herra Kr. Jónssonar, væntir Isafold þess, að geta haldið áfram i næsta blaði að birta aðalgögnin í gjaldkernmáli Landsbankans, pað ef^réttasta leiðin til þess, að almenningur fái skýra og sanna hugmynd um hvernig í málinu liggur — og er því vel farið að ráð- herra skuli bafa tekið svo vel undir að leyfa að birta gögnin, Skýrsla iim störf Alþýðufræðslu StMentafél. 1910 og 1911 Fræðslumálanefndin hefir bæði árin verið hin sama. Var hún kosin í janúar 1910 og endurkosin 14. jan. 1911: Jón Þorkelsson skjalavörður, for- maður; Guðm. Magnússon prófessor, gjaldkeri; Bened. Sveinsson alþingism.; Matth. Þórðarson þjóðmenjavörður og Þórður Sveinsson læknir. 1910 voru alls haldnir 38 fyrirlestrar. Af þeim voru í Reykjavík haldnir 20, í Vík í Mýrdal 1, við Þjórsárbrú 1, á Bjarnastöðum á Álftanesi 1, í Mýr- arhúsum á Seltjarnarnesi 1, í Reyk- holti 1, á Hvítárvöiium 1, á Akranesi 1, á Kálfatjörn 1, á Reynivöllum 1, á Akureyri 1, í Húsavík 1, í Hafnar- firði 2, í Keflavik 5. Alls 38. Af þessum fyrirlestrum voru í al- mennri sögu 2, í sögu íslands (alm. sögu, kirkjusögu, verzlunarsögu, bók- mentasögu) 20, i búnaðarsögu lands- ins að fornu og nýju 5, um íslenzkan kveðskap í fornöld 2, í eðlisfræði 1, draumar og hulduvísindi 3, um Leo Tolstoj 1, ýmislegs efnis 4. Alls 38. Árið 1910 fluttu þessir erindi fyrir Alþýðufræðsluna: Árni Pálsson 8, Jón sagnfræðingur 8, Sigurður Sig- urðsson 5, Guðbrandur Jónsson 4, Guðmundur Hjaitason 4, Einar Hjör- leifsson 3, Matthías Þórðarson þjóð- menjavörður 2, Benedikt Bjarnason (á Húsavík) 1, dr. Ólafur Daníelsson 1, Sighvatur Gr. Borgfirðingur sagnfr. 1, Matthías Jochumsson 1. Alls 38. Árið 1911 lét Alþýðufræðslan flytja álls 32 erindi. Af þeim votu í Reykja- vik flutt 14, á Hvanneyri 8, í Hafnar- firði 5, í Stykkishólmi 4, í Mýrarhús- um 1. Alls 32. • Af þessum fyrirlestrum voru: um réttarstöðu íslands 3, bókmenta-efnis 7, í efnafræði 2, um Þingvöll 2, i nátt- úrufræði 1, i heimspeki 1, um við- skifti íslands og annara landa 1, um rétt kvenna á Islandi að íornu 1, ým- islegs efnis 12. Alls 32. Ýmsir af þeim, sem flutt höfðu er- indi 1910, héldu einnig íyrirlestra 1911. En auk þeirra fluttu þessir erindi: Ágúst prófessor Bjarnason 1, Andrés cand. Björnsson 2, Ásgeir efnafræð. Torfason 2, Bjarm frá Vogi 2, Einar prófessor Arnórsson 3, dr. Helgi Jóns- son 1, mag. Sigurður Guðmundsson 1, aðrir áður taldir (þar á meðal Einar Hjörleifsson 8) 20. Alls 32. Starfsemi fræðslunnar hefir verið nær helmingi meiri hvort þessarra ára að meðaltali móti því, sem áður var en þessir nefndarmenn tóku við for- stöðu hennar. Erfiðast hefir reynst að ná með fyrirlestra út i héruð landsins sökum ferðakostnaðarins. Þó hefir það tekist þessi árin miklu frem- ur en áður, með því að sæta lagi á ýmsan hátt. ------------------- Pistlar úr sveitinni. Svæðið frá Skagatá og öt að Kolbeinsdalsárósi. í fehrflar 19)2. Talsverðar jarðabyltingar standa til innan hóraðs. Sigurjón óðalsbóndi Markússon í Eyhildarholti hefir selt nefnda jörö, sem teljast má meðal höfuð- bóla Skagafjarðar, Jóni bónda Póturs- syni á Nautabúi, mági Olafs alþingism. Briem. Söluverðið er sagt: 11000 kr. Eyhildarholt hefir flesta kosti til að bera. Þar eru vor- og sumarhagar góðir með afbrigðum, heyskapur í bezta lagi og vetrarbeit ótvílug, er jarðar n\:tur, sem oftast mun vera; befir fé stundum gengið þar nær sjálfala á vetrum. Ey- hildarholt er vel hýst jörð, og útsýni er þar svo fagurt, að fegurra getur tæp- lega í Skagafirði. Heyrst hefir, að Sig urjón bóndi flytji sig á næsta vori á Sjávarborg, sem einnig er kostajörð; er þar æðarvarp og reki allmikill á stund- um. Markaðshross eru og geymd þar á sumrum þar til skip koma, og hefir geymsla og árlegt hagagjald numið frá 600—800 kr. Þar fá og Sauðárkróks- búar haga fyrir kýr og hesta, og nemur hagatollurinn ei alllitlu. Komið hefir til tals, að Lýtingsstaða- hreppsbúar g i r t u í fólagi fyrir af- róttarsvæðiö frá Mælifellshnjúk að Stóra- Vatnsskarði, sem er mjög langur vegur. Hafa fundir verið haldnir um mál þetta, en ei mun enn þá fullráðið, hvort úr því verður, þvl aö girðing þessi hlýtur að verða mjög dýr. Nái girðing þessi að komast á, þá girðir hún fyrir, að fó geti runnið á sumrum úr afrótti í heima- haga og engi, og komist á flæking í sveitinui. Búnaðarfélög eru hér í flestum hreppum. Hafa þau unnið allmikið að jarðabótum síðastliðin ár, en um dags- verkatölu er mór ókunnugt. Gadda- vírsgirðingar fara mjög í vöxt; eru tún og engi nú víða girt, og á nokkurum oæjum hafa bændur girt beitilönd sín, svo að skepnur eru sjálfgeymdar alla hluta árs. Ekki er ólíklegt, að öll heimalönd flestra jarða verði þannig girt, er stundir líða fram. Litið kveður hór að garðrækt. Nokkurir bændur hafa -arðholur á bæjum sinum, er þeir sá í tíl gulrófna og jarðepla. Seiluhreppur hefir þó gengið betur fram. Þar stofn- nðu 20 manns fólag fyrir nokkurum ár- um undir forustu kaupm. Chr. Popp á Sauðárkróki. Tóku þeir land á leigu af landssjóði umhverfis hinar svokölluðu Reykjarhólslaugar, og brutu þar land, að ummáli um 6 dagsláttur. Ekki hefir enn verið sáð í alt það svæði, því að jarðvegur er rætinn og seigur og enn þá ekki orðinn nægilega myldinn á sum- um stöðum. Hiti er þar í jörðu víðast, en þar sem hann vantaði, hefir hann verið leiddur um garíjinn í lokræsum. Stundum hefir uppskera orðið allgóð og talsverður hagur, en stundum hefir upp- skeran eigi borgað kostnaðinn, enda hafa sumur verið köld og stutt oftast síðan fyrirtæki þetta var stofnað. Þó mun hitt hafa ráðiö meiru, aö menn hafa ei haft næga kunnáttu á hirðingu garðsins, en nú er fengin reynsla. Er auðsætt, að garðurinn getur orðið hið mesta gróða- fyrirtæki, er fram h'ða stundir, ef vel er á haldið, því að uppskera úr honum er stórmikil á sumum blettum, þar sem hiti er nægur. Hluthafar eru því enn þá vongóðir, og munu færa sér aukna Jpekkingu og reynslu í nyt. Hér í sýslu eru 2 kynbótastöðv- ar, önnur fyrir hesta hjá Valdimar bónda Guðmundssyni í Vallholti í Hólmi, eu hin fyrir sauðfé hjá Jóni bónda Péturs- syni á Nautabúi, er fyr var nefndur. Enn þá er ei komin fullkomin reynd á kynbótastofnanir þessar, en vonandi er, að þær geri gagn, er fram líða stundir. Þótt ólíklegt megi þykja, er á það er litið, hve vel Skagafjarðarsýsla liggur við verzlun, hve hóraðið er frjótt og vörumagn mikið, þá er þó veizlun hér ill og óhagstæð. Erlendar vörur eru í afarháu verði, má t. d. nefna, að kaffi- pundið er nú selt á Sauðárkróki ál.10, sykurpundið á 0.40, rúgur (200 pd.) á 20.00, hrísgrjón 36.00, bankabygg 26.00 og hveiti (100 pd.) 20.00. Kaupfélag var sett á stofn fyrir rúmum 20 árum. Stóð hagur þess um tíma í miklum blóma, og varö það til þess að bæta verzlun þessa héraðs stórkostlega, en fyrir fáum árum kom í þaö afturkippur. Honum olli það, að stjórnarnefnd fó- lagsins kom á fót söludeild á Sauðár- króki, er eigi gat borið kostnað sinn. Til að reka hana þurfti að byggja nýtt og mikið hús, er kostaði offjár. Fólagið komst þá í miklar skuldir við stórkaup- mann L. Zöllner. Verzlun þessarri tók þá að hraka, er vaxtasúpa mikil lagðist á vöruverðið og margir hinna ríkari bænda hættu að skifta við félagið. Nú eru skuldir fólagsins óðum teknar að minka, og munu bændur hverfa að fé- laginu á ný og efla það, er dýrtíð er svo mikíl í fastaverziunum. Hið afar- háa hrossaverð síðastliðið ár hefir hjálp- að bændum stórmikið, því að hrossa- fjöldi er allmikill í Skagafirði, er gengur oft sjálfala á vetrum. Allir skynsamir og sanngjarnir Skagfirðingar þakka eðli- lega viðskiftaráöunaut vorum, Bjarna Jónssyni, hið hækkaða verð hrossanna, því að þegar hann kom til sögunnar, fór fyrst að stinga í stúf við þaö, er áður var. Fyrir fáum árum fekst ei hærra verð fyrir þróvetur tryppi eu 55 kr., en si'ðastliðið ár voru þau borguð með 85 kr. að meðaltalh Þróvetur tryppi hafa því hækkað í verði um 30 krónur síðan Bjarni tók til starfa, og er ekki unt að sjá neina aðra sennilega ástæðu, er hækkun hrossaverðsins verði þökkuð, en starf hans. Það er því staklega leitt að heyra þær raddir berast úr Skaga- firði, er telja laun viðskiftaráðunautsins eftir, ekki sízt, þegar þessar raddir koma frá þeim mönnum, er mörg hross selja árlega og hafa stórgrætt á starfi hans. Enginn efi er á því, að Bjarni hefir margborgað þjóö vorri laun þau, er hann hefir þegið. Nú er það ósk vor, að hann snúi sér að kjötsölunni, og reyni að greiða fyrir henni; ætti hann að geta útvegað oss markað fyrir salt- kjötið hjá Svíum og ef til vill víðar. Taki fleiri þjóðir en Norðmenn og Danir að neyta þess, hlýtur það að hækka í verði. Hann ætti og að freista að hafa þau áhrif á brezka stjórnmálamenn, að aðflutningsbanni á lifandi fé til Englands og Skotlands yrði lótt af. Útflutningur saltkjöts mundi þá minka, er sauðum yrði hleypt upp, er flyttust út á fæti, og markað yrði þá auðveldara að fá fyrir kjöt. Lestrarfélög eru víðast 1 hrepp- um og eru flest heimili í þeim. Lestrar- fýsn alþýðu er mikil, og eigi munu bæk- ur látnar mygla í bókaskápum félags- manna. Eru þær stöðugt á hringferðum, og nýjar bækur látnar ganga mann frá manni til lestrar. Hitt er fremur agn- úinn, að eigi kemur árlega út nóg af fræðibókum, er haft geti sannmentandi áhrif á alþýðu. Flest er þetta skáld- sagnarusl, er lítiö erindi virðist eiga inn á heimilin, Ungmennafólög hafa verið stofnuð í flestum breppum, en lítið hafa þau aðhafst enn þá, er til nytsemi má telja. Þó hafa nokkur þeirra æft glím- ur og leikfimi, og ekki er enn þá með öllu fyrir sóð, að þau síðar kunni að taka sér eitthvað þarflegt fyrir bendur. R j Ó m a b ú var sett á stofn við Reynistaðará fyrir fáum árum og annað austan Héraðsvatna á Gljúfráreyrum fyrir austursýsluna. Gljúfráreyrabúið dafnar vel, en hitt miður, því að vestan Héraðsvatna færa fáir frá ám, og stafar það meðfram af hjúaskovti. Mjög er áhugi manna á húsabót- u m að færast í vöxt, og hugsa bændur mest um það, að byggja traustlega, svo að til frambúðar megi verða. Þó eru fá steinhús bygð enn þá, en margir bændur munu hafa í hyggju að byggja úr stein- steypu, er þeir taka að húsa upp bæi sína. Steinsteypuhús til íbúðar mikil og vönduð hafa þessir látið gera: Árni bú- fræðingur Jónsson í Vík, Gísli bóndi Björnsson á Skíðastöðum og Sigurður hreppstjóri Ólafsson á Hellulandi. Fjós mikið og vandað úr steinsteypu yfir 20 nautgripi hefir Sigurður bóndi Jóusson áReynistað látiðsmíða og nú hefir Magnús bóndi Gíslason á Frostastöðum fjárhús og hesthús í smíðum, er rúmar fjölda fjár og hesta. Síðastliðið sumar gekk heyskapur fremur örðuglega. Að vísu varð gras- spretta allgóð á endanum í miðsveitintii þótt seint sprytti, en sumar mjög rign- ingasamt og nýting því eigi í meðallagi. En nú hefir veturinn bætt úr skák, það sem af er, stöðugar blíður og frostleysur og gekk fénaöur allvíða gjafarlaus frant að jólum. Tryppi öll eru enn í haust- holdunt og leika hross sér í högum sem á sumardegi. Lítið er nú minst á stjórnmál síðan um kosningar. Fyrir kosningar var hitinn svo mikill, að eðlilegt er, þótt lygni á eftir. Yfirleitt held eg að Skagfirðingum hafi líkað kosninga- úrslitin illa í flestum kjördæmum, ett þeir tala fátt um, enda hafa þeir ekk- ert að víta sig fyrir í þeim efnum. H e i 1 s u f a r er gott hér unt slóðir, enda hopar sérhver krankleiki á hæli fyrir Jónasi lækni. Má um hann kveða það, er eitt sinn var ort um Hjaltalín sál. landlækni: »Hrökkva fyrir þér, hetjan rakka, heljarsveitir, er landið kvelja«. Jónas er skjótur til ferða, hvers manns hugljúfi og hefir þá kosti til að bera, er lækni megi prýða. Hann hefir gert margar undralækningar hinn stutta tíma, er hann hefir dvalið hór. Skagfirðitigar hafa jafnan verið svo hepnir, að fá hina nýtustu embættismenn. Þeir hafa valið úr beztu læknum landsins, og lögfræð- inginn hafa þeir fengið hvern öðrum snjallari, enda er Skagafjörður fögur sveit og skemtileg. Læt eg svo hór við lenda að sinni, en mun sendaísafold síðar línu. Hólmkell. Vopnafirði 29. janflar 1912. Þór hafið, herra ritstjóri, beðið um smá fréttapistla. Skal hér eitthvað til tínt, þótt fátt só að segja. Llfið er fremur byltinga- og tilbreytingalítið hór á útkjálkunum, og þótt mörgum, sem því kynnast, verði það vel ljóst, aö ýmsu þyrfti að breyta og bæta úr, þá verða þær hugsanir annaðhvort frækorn, sem aldrei er sáð, vegna þess að eitt- hvað af skilyrðum virðist vanta, eða þá að þau falla við veginn og verða fótum troðin. En eftir því sem þekkingin verð- ur alment betri á því sem ábótavanter í hverjum landshluta, því meiri líkur eru til, að ráðist verði í að græða meinin og bæta úr brestunum, en aftur á móti getur reynsla og dæmi þeirra, sem vel gengur, orðið hagnýtt. Nú er eg víst að fara nokkuð langt frá efninu, því þetta átti að vera frótta pistill. — Ekki man eg eftir neinum merkismanni, sem dáið hefir hér um slóðir nýlega, nema V i g f ú s i bónda J ó n s s y n i á Vakursstöðum. Hann var orðinn gamall maður og hafði dvalið allan sinn aldur hór í Vopnafirði, verið mjög riðinn við sveitarmál, og þótti merk- ur maður í hvívetna. — Lítið um jarða- kaup og ábúendaskifti síðastliðið ár. -— Verzlunarstjóraskifti urðu við verzlunina »Framtíðiu« á Vopnafirði; fór Elis Jóns- son til að taka við stjórn verzlunar á Djúpavogi, eign sama félags, en í stað- inn kom Marteinn Bjarnarson frá Húsa- vík. Báðir mennirnir merkir og vel látnir. Ennfremur eru nú að verða prestaskifti í Hofsprestakalli; var söfnuðinum mjög mikil eftirsjón í hinum ágæta presti síra S. P. Sívertsen, sem orðinn er dooent við háskólann íslenzka. Nú þjónar brauð- inu aðstoðarprestur hans — efnilegur maður. Um Hofsbrauð kvað nú að eins sækja einn prestur, og mun það eins dæmi í sögu þess, en nú eru brauðin orðin jöfn hvað laun snertir, Óhagræði er hór að óhentugri byggingu á prests- setrinu og láni, sem á því hvílir. Um störf fólaga og almennar fram- kvæmdir læt eg bíða að skrifa, því að eitthvað kann að lifna yfir þessu með vordögunum. Sem stendur hafa bænd- urnir nóg að starfa við að hirða fénað- inn, því nota þarf útbeitina eins kost- gæfilega og hægt er, með því að hey- fengur var fremur rýr sfðastliðið sumar og svo getur ísinn komið þegar út á líður, eins og í fyrra. Tíðin hefir verið góð í vetur, þó fárra vikna áfelli um nýjársleytið. í kauptúnunum er mjög lítið hægt að starfa frá því sláturtíð er úti á haustin og þangað til vora tekur, aldrei mögulegt að róa hór á vetrum og enginn iðnaður eða atvinnurekstur. Sjó- menn og aðrir þurrabúðarmenn verða því að lifa alt árið á því litla, sem hægt er að vinna inn á suntrinu, sem hefir verið af skornum skamti síðustu sumur, sökum aflaleysis. Hagur almennings því ekki góður í sjóþorpunum og mikið hvað fleytist með þessu móti. — Þarft verk gerði hver sá, sem sóð gæti ráð við þessu vetraratvinnuleysi. Þilskip eru hór eng- in og lítið um vólarbáta, enda hafa þeir ekki reynst vel hér. Það eru því aðal lega smáu róðrarbátarnir, einkum í stórri fiskiveiðastöð hér í nágrenninu, Bakka- firði — þaðan halda út ca. 30 bátar nokkurn kafla sumarsins, sumir þeirra frá Fæteyjum og jafuvel frá Noregi. Hefir útgerð oft hepnast vel við Bakka- fjörð. Hvað mentamál sriertir Jiá er hér í Vopnafjarðarkauptúni bæði barnaskóli og unglingaskóli, fremur vel sóttir og í góðu lagi. Sömuleiðis eru kennarar í sveitum og börnin prófuð á vorin eftir kunstar- innar reglum. Um 8tjórnmál heyri eg lítið talað nú, — ekki heldur gott að vita hvaS segja skal, allii dauðþreyttir fyrir löngu á að rífast um kosningar og bíða menn nú eftir að heyra eitthvað nýtt, t. d. um skipun konungkjörnu þingmanuanna,. milliþinganefndartillögur, og svo hvað aukaþingið segir, þegar að því kemur; sjálfsagt finst mönnum að vera vongóðir og blða þantiig átekta. Heilsufar gott hór um bygðir og eng- in farsótt, slysfarir engar né skaðar svo teljandi só. NærÍDgargildi ýmissar íæðu Þar er smjör og smjörlíki langefst á blaði. Þá kemur flesk, og þar næst sykur. Sykur er nær hálfdrættingur á við smjör og flesk nær næringardrýgra en sykur. Baunir ganga næst sykrinu; þær eru að eins nær rýrari til næringar en sykur. Þá er rúgbrauð að eins rífur hálf- drættingur á við flesk, en egg nær hálfu rýrari til næringar en rúgbrauð. Jarðepli (kartöflur) hafa ekki meira en þriðjungs næringargildi á við rúg- brauð. Það eru áhöld um kartöflur og kálfs- kjöt. Kartöflur þó ívið drýgri til nær- mgar. Lífeðlisfræðingar meta gildi fæðu eða næringarafl eftir því, hve líkami manns hljóti úr lienni margar hitaeindir eða kalóríur. Og má sjá það harla glögt á þessari töflu, eftir danskan vísindamann, dr. phil. Edvard Mackeprang, Jiar sem tölurnar merkja hitaeindir í vog hverri, þ. e. 2 þundum: Smjörlíki . . . . . 7800 Flesk . 4700 Sykur . 4000 Baunir .... . 3300 Rúgbrauð . . 2400 Egg . 1300 Jarðepli 800 Kálfskjöt . . . 780 Því mun margur fu ða sig á, að smjör og smjölíki er talið jafnt að næringar- gildi. Gæðamunurinn stafar þá af öðr- um ástæðum. Það sóst og á þessari töflu, að smjör hefir nákvæmlega 6 sinnum meira nær- ingargildi en egg, og að kálfskjöt er enn rýrari fæða en kartöflur. Eigi er síður fróðlegur samanburður, er sami höf. hefir gert um dýrleik áminstrar fæðu eftir næringargildi, og sýnir nann, að kálfskjöt er nærri því 25 sinnum dýrara en rúgbrauð og egg nálægt 18 sinnum dýrari. Og er þar auðvitað farið eftir verði á þeirri fæðu 1 Danmörku. En mjög verulegu mun það ekki skakka frá því sem hór gerist. Þessi er samanburðurinn, og sýnir, hve marga aura 1000 hitaeindir kosta í hverri þeirra matartegunda, sem þar eru nefndar: Rúgbrauð Kartöflur Sykur Baunir . Smjörlíki 6 a. 8 - 10 - 12 - 18 - Flesk 28 a, Smjör . . 29 - Egg . . . 110 - Kálfskjöt . 140 - Þá gerir sami höf. grein fyrir því, hver ókjör sykur hefir lækkað i verði á síðustu 100 árum, og sykureyðsla farið eftir því vaxandi. • En því mælir hann bót, Hanu segir, að á Englandi hafi sykur- eyðsla sexfaldast á öldinni sem leið; en jafnframt hafi sykur verið orðið þar 6 sinnum ódýrra árið 1900 en það var árið 1800. Þetta gerðist smámsaman: eyðslan óx um helming á fyrra helming aldarinnar, 1800—1850, enda lækkaði í verði um helming. Þtí næst tvöfaldað- ist eyðslan af nýju á næstu 25 árum, frá 1850—1875, enda lækkaði sykrið í verði um helming o. s. frv. Bretar eru nú á tímum allra þjóða eyðslusamastir á sykur. Það ganga upp 85 pd. á mann um árið á Englandi. Næstir eru Danir með 75 pd. á mann; Jiá Svissar, Norðmenn og Svíar með 50 pd.; þá Þjóðverjar, Hollendiugar, Frakk- ar og Belgir tneð 25—35 pd. Aðrar þjóðir eru þar langt fyrir neðan, Rússar t. d. með að eins 18 pd., Spán- verjar 10 pd., ítalir 7 pd. — Það er kent bæði fátækt alþýðu og tollum. (Fróðlegt væri, ef einhver Islendingur því verki vaxinn vildi gera samkynja samanburð um íslenzkan mat og matar- verð o. s. frv.).

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.