Ísafold - 24.02.1912, Blaðsíða 1

Ísafold - 24.02.1912, Blaðsíða 1
Komui dt t visv» r 1 viku. Vero Arg. (80 arkir minst) 4 kr. erlendia 6 ki e^a 1 >/a dollar; borgist fyrir miAjan iúli (erlendia tyrír fram). SAFOLD Onpsðf j (ilfrifletT) bundin vift Arai >t sz ógild nema konun sé tii ÚtKifenða Hfyrix 1. okt. <eg »ar,pau ií gkuldlaoi tío blaðio Afgreiosla: .4.u*tnratnsti 6. XXXIX. árg. Reykjavík 24. febr. 1912. 12. tölnblað I. O. O. F. 93139 Alþýoufél.bökasaín Pósthússtr. 14 kl. B-8. Augnlœkning ókeypÍR i Lækjarg. 'i mvd. 2—3 Borgarstj6raskrifstofan opin virka daga 10—3 Bsejarfðgetaskrifstofan opin v. d. 10—2 og 4—7 Eyrna-,nef-og hálalækn. ófe. Pósth.str.UA fid.2—3 íslandsbanki opinn 10—2>/« og 6>/«—7. K.F.U.M. Lestrar- og skrifstofa 8 Ard,—10 söd. Alm. fundir fii. og sd. 8 >/« siodegis. Landakotskirkja. Guosþj. 8 og 8 a helgum Landakotsspltali f. sjúkravitj. 10>/«—12 og 4—5 Landsbankinn 11-2 >|j, 6>/»-6>/«. Bankast.j. vio 12-2 Landsbókasafn 12—3 og B—8. Útlán 1—8 LandsbúnaSarfélagsskrifstofan opin trá 12—2 Landsfóhiröir 10—2 og 5—tf. Landsskjalasafnio á þrd. fmd. og ld. 12—1 Landsiminn op. v. daga 8-«, h. d. 8—11, 4—8. Lœkning ðkeypis Þingh str. 23 þd.og fsd. 12—1 Nattúrugripasftfn opio l>/i—2>/j á sunnudögum Stjórnarráosskrifstofurnar opnai 10-4 daglega. Tannlækning ókeypis Póstb.str. 14B md. 11—12 Vifilsstaoahœlio. Heimsóknartimi 12—1. Þjóðmenjasaínio opiö á sd„ þrd. og fmd. 12-2 Einkasala á kolum. Ekki er við því aö búast að öllum landsbúum komi saman um það, hve mikið fé þjóðarbúið þurfi að hafa til umráða árlega, til þess að fullnægja sanngjörnum og réttmætum kröfum um íramfarir í landinu. Raddirnar um sparnað á fé landsins eru hér stund- um nokkuð háværar, og það voru þær lika fyrir skömmu: jafnvel um það talað að spara mætti að skaðlausu svo hundruðutn þdsunda skifti af því fé, sem veitt var í síðustu fjárlögum, Hér skal enginn dómur á það lagður að hve miklu leyti þessar raddir kunna að hafa rétt eða rangt íyrir sér, en víst er um það, að þegar á þingin kemur verða þingmennirnir harla lítið varir við sparnaðarkröfurnar. Úr hverju einasta kjördæmi landsins berast há- værar kröfur um fjárframlög til kostn- aðarsamra framfarafyrirtækja. Þingið hefir, af eðlilegum ástæðum, ekki getað fullnægt þessum kröfum, nema að nokkru leyti, en varla verður annað með sanni sagt en að það hafi full- nægt þeim eftir þvi sem kostur var á. A siðasta þingi virtust báðir flokk- ar vera íullkomlega sammála um það, að nauðsyn bæri til þess að sjá land- inu fyrir nýjum tekjum, þótt það að hinu leytinu gæti ekki nema að litlu leyti orðið sammála uin, í hverju þessi aukning ætti að vera fólgin. Þinginu var það fullljóst, að fyrir næstkomandi fjárhagstímabil yrði að sjá fyrir tekjuauka og að mjög litlar líkur væru til þess, að hjá því yrði komist að auka tekjur landsins þegar á aukaþingi því, er nu fer í hönd. Aðalverkefni fjármálanefndar þeirrar, er skipuð var í lok síðasta þings, með samkomulagi beggja, eða allra flokka, átti það að vera, að kom fram með tillögur um þenna tekjuauka han.da landssjóði. En hinsvegar vakti það all-ríkt fyrir ýmsum þingmönnum, að hugsanlegt væri að íara, að einhverju leyti, aðra leið til fjárafla handa landssjóði en þá, að leggja útgjöldin beint á landsbiía,' annað hvort með sköttum eða tollum. Þeir litu svo á, að einkaréttur til inn- flutnings og útsölu á ýmsum vöru- tegundum gæti orðið álitlegur tekju- stoín fyrir landssjóðinn og var nefnd- inni falið sérstaklega að íhuga, hvort ekki væri tiltækilegt, að landssjóður tæki sér einkarétt til innflutnings á tóbaki, kolum og steinoliu. Hinsvegar mátti líka heyra þær raddir á þinginu, að þessi hugmynd um einkarétt á ýmsum vörutegundum v*ri fjarstæða ein. Bent var á þær hormungari serii gamla einokunarverzl- unin leiddi yfir Iandið; og pingmenn voru spurðir, hvort það væri tilgang- ur þeirra, að fara að bnleiða hér nýja verzlunaremokun. Líkar spurningar neyrast enn við og við, jafnvei ur ymsum áttum. Óhætt er að fullyrða að sá ótti, sem spurningar þessar ]ýsa, er bygður á fullkomnum misskilniugi. Engum manni hefir komið til hugar að inn- leiða gömlu einokunarverzlunina. Til hennar var stofnað og henni stjórnað með þeirri vanhyggju og vanþekkingu á þörfum og högum landsmanna, að allir eru sammála um áfellisdóminn yfir henni. En auk þess hafði hún það einkennið, sem hér gæti sízt verið um að tefla, að tekjurnar af einkaleyf- inu runnu í þann sjóð, er landsmenn höfðu engin umráð yfir. Einkaleyfismálið er svo margbrotið og umfangsmikið, að ekki verður mikið um það sagt í einni blaðagrein. Því að- eins mun 'mega búast við heppilegum úrslitum þess, að ekki sé of hart af stað farið og i engu rasað fyrir ráð fram. Tilgangurinn með þessum lín- um er aðeins sá, að minnast lítillega á eitt af þeim einkaleyfum er fjár- málanefndin hefir til íhugunar, en það er einkaleyfið til innflutnings á kolum til landsins. Innflutningur á kolum til landsins fer vaxandi hröðum fetum ár frá ári. Veldur þar mestu um hin stór- kostlega aukning á gufuskipum, er stunda fiskiveiðar hér við land, sum- part innlendum, sumpart útlendum. Á þessu ári mun mega áætla þennan innflutning um 80 þúsund smálesta, og eftir því sem við horfir sýnist ekki ósennilegt, að þessi innflutningur fari mikið vaxandi á næstu árum. Nálægt helmingur af þeim kolum, sem flutt eru til landsins, gengur til útlendra gufu- skipa, annara en vöruflutningaskipa, sem hingað sigla með fastri ferða- áætlun. Flest þessara skipa eru notuð til þess að ausa upp fiskinum á fiski- miðunum kringum landið, svo að veru- leg hætta stafar af því fyrir framtíð fiskiveiðanna hér við land. Við þessu geta landsmenn ekki gert, meðal ann- ars af því, að mörg af fiskimiðunum liggja utan hinna þröngu landhelgis- takmarka. En óneitanlega væri landið vel að því komið, að fá nokkrar tekjur af kolaverzlun þessarra skipa hér við land. Því ekki mundu skip þessi geta án þess verið, að kaupa hér mikið af kolum árlega. Þótt kol yrðu hér nokkru dýrari en t. d. í Færeyjum, mundi það alls ekki geta svarað kostn- aði fyrir þessi skip að fara þangað til þess að sækja kol, hvað þá ef um meiri vegalengd væri að tefla. Oss Islendingum mundi því stafa lítil hætta af því, þótt t. d. einkaleyfishafi hefði rúmar hendur með útsöluna til þess- arra skipa; mætti taka fyrir kolin það verð, sem samkepnin við aðrar þjóðir leyfði honum. Hann hlyti þar ætíð að lita á sinn hag, reyna að komast hjá því, að nokkur arðvænleg verzlun gengi úr greipum honum, auk þess sem búast mætti við, að hin ríku fiskiveiðafélög erlendis, er hingaðsendu gufuskip til fiskiveiða, mundu ná við hann samningum um kolasölu um ákveðinn tíma. Óneitanlega væri það djarft að hugsa sér, að landið fengi, segjum 2y/2 kr. gjald af hverri kolasmálest sem selt væri til slíkra útlendra skipa. Væri árlega salan til þessarra skipa 40,000 smálesta, eins og áður er gert ráð fyrir, hefði landið af þessu árlegan tekjuauka, ernæmi 100,000 kr., án þess landsmönnum væri fyrir það iþyngt á nokkurn hátt. Mjög öðru máli er að gegna um þau kol, sem notuð eru af landsmönn- um sjálfum, annaðhvort til hitunar, til gasframleiðslu, á innlendum fiski- skipum eða þeim skipum, er færa okkur útlendan varning og sigla hing- að með fastri ferðaáætlun. Auðsætt er, að það er hagur landsmanna að þessi kol séu sem allra ódýrust. Jafn- vel þótt vonin um 100,000 kr. árs- tekjur af kolasölu til útlendra fiski- skipa væri annars vegar, gæti sá gróði orðið nokkuð dýrkeyptur, ef kolaverðið til innlendra nianna þyrfti fyrir það að hækka til verulegra muna. Senni- lega er það landsmönnum til . mikils skaða, allstaðar á landinu þarsem að- flutningar eru greiðir, að brenna bezta áburði sínum, sauðataðinu, og kaupa ekki ko! i stað þess eldsneytis. Þvi síður verður þeim illa óvana af komið, ef kolin þyrftu að hækka í verði hér innanlands. Auk þess virðist ástæða til þess að hafa í huga, að sú tíð nálg- ast þó líklega, að járnbrautir verði lagðar hér á landi, og enn eru kolin líklega ódýrari til þess en rafmagnið, að knýja afram islenzkar vagnlestir, þótt breyting geti á því orðið síðar- meir. Sýnilega nær það engri átt að gera kröfur til jafnmikils skattgjalds i lands- sjóðinn af þeim kolum, sem seld væru hér til innlendrar notkunar, eins og þeim, er seld væru til útlendra skipa. Hinsvegar mætti gera sér von um nokkurt afgjald af þessarri verzlun, ef einn maður færi með. Það af gjald virðist þó alls ekki mega áætla hærra en i'/2 kr. fyrir hverja smálest og yrðilaglegurskildingur, er saman kæmi, ef seldar væru 40,000 smálestir innan- lands, eða 60,000 kr. á Ari. Sú viðbára er eðlileg gegn þessum einkarétti til kolasölu, að kaupmanna- stétt landsins mundi tapa allmiklu fé, ef verzlunin með þessa vöru gengi úr greipum hennar. Við því er það svar, þótt í fám orðum sé, að þar sem sala a kolum er mikil, t. d. í Reykjavík, þar er kolaverðið líka lágt, samanborið við innkaupsverð og tilkostnað, verzl- unargróðinn því mjög lítill, en þar sem salan er litil, þar er tilkostnaður- inn líka mikill og þótt útsöluverðið sé þar töluvert hærra, er hagnaðurinn af sölunni alls ekki að því skapi mikill. Að öðru leyti mundi kolaverzluniu veita landsmönnum líka atvinnu, sem áður, þótt um einkaleyfi væri að tefla. Öll kolavinna verkamanna yrði óbreytt og einkaleyfishafi þyrfti að hafa um- boðsmann til kolaverzlunar nálega í hverju kauptúni landsins og ættu þeir kaupmenn að sjátfsögðu að sitja fyrir þeirri atvinnu, er helzt hefðu haft kolasölu að einkaatvinnuvegi sínum. Þegar litið er á verzlunarskýrslur landsins síðan um aldamót, eða um árin 1901 —1908, þá hafa kolin kost- að á þessum árum í útsölu að meðal- tali 25 kr. hver smálest. 'Hæst hefir þeita meðalverð verið kr. 28,56, en lægst kr. 23,36, en eftir þessum reikn- ingi eru þær villur numdar burt úr skýrslunum, er bersynilegastar voru. En eins og áður er bent til, mættu kolin með engu móti verða lands- mönnum dýrari en áður vegna einka- leyfisins. Sæmileg vissa fyrir því, að svo mundi ekki verða, virðist fengin, ef samningar næðust um það, að lagt væri til grundvallar markaðsverð á kolum á tiltekrium tíma og þau farm- gjöld, er þa voru á kolum, og ef kolin (heimflutt í öllum kaupstöðum lands- ins) kostuðu ekki nema 20 kr. smá- lestin í flestum helztu verzlunarstöðum á meðan markaðsverðið og flutnings- gjaldið væri óbreytt, þó verðið hækkaði aftur að því skapi sem markaðsverð og flutningsgjald kynni að hækka. Mestu líkur virðast vera fyrir því, að með þessu móti mundi því fara svo fjarri, að útsöluverðið hækkaði, að langlík- legast væri, að það lækkaði til muna, einmitt fyrir þetta einkaleyfi. Lengra skal þá ekki út í þetta farið að sinni, en því að eins viðbætt, sem þó er mergurinn málsins, að fyrir milligöngu fjármálanefndarinnar standa landinu til boða samningar á þeim grundvelli, sem hér hefir verið lýst, við einkar velmetið erlent kolanámu- félag. (Þesai grein, sem send hefir veriS ísafold frá manni, seni er vel kunn- ugur starfi fjármálanefndarinnar birtist hór almenningi til athuganar. Hvort það sé bezta leiðin, sem nefndin hefir hór farið inn á — skal ósagt látið að svo stöddu. í>að mál þarf nánari at- hugunar en ísafold hefir onn átt kost á að veita því). Eitstj. Nýfundið spendýr. Okapí-dýrið. Okapi heitir spendýr eitt, sem vísindin hafa eigi þekt fyr en nú fyrir skömmu. Þetta dýr, sem er líkt hirti, hesti, zebradýri og gíraffa, á heima í miðri Afriku, í frumskógunum miklu i Kongo og Uganda. Dvergnegrarnir hafa þekt það og veitt i margar aldir og hjá þeim heyrði Stanley það fyrst nefnt í Afríkuför sinni. Hann ........ _____ trúði þó trauðla á þetta frekara en margir aðrir. Ensknr maður, John- stone að nafni, sem heyrði frá þessu sagt, gerði út leiðangur mik- inn (síðan hafa rnargir farið i sömu erindum) árið 1907 til þess að leita að dýrinu. Dyrið fanst þó eigi þá og Johnstone varð að snúa heim við svo búið. En nokkru siðar tókst sænskum liðsforingja, Karl Erikson, sem þá var í þjónustu Belgja, að finna heilt skinn af dýrinu og hauskúpu. Skinnið var troðið út og er nú á náttúru- gripasafninu«í London. Nú var fullvíst að dýrið var til og að þetta. var ekki venju- legt hjátrúar-skrímsli. Nú var eftir að ná i dýrið lifandi. Það tókst ítala einum loks eftir langa mæðu og mannraunir. Hann náði í mánaðargamlan kálf. Siðan tókst þýzkum leiðangri alveg nýlega að ná í fullorðið dýr — en þó með því að drepa það, því að dýr þetta er Ijónstygt. Vísindin eiga eftir að fást við þetta dýr lengi enn, komast að uppruna þess og ætterni. í raun og veru er illhægt að skipa ]>ví í sérstaka dýraætt. Það virðist einna helzt vera einhverjar fortiðarleifar frá gamalli jarðöld, þegar dýraríkið var öðru vísi en nú. Vonandi er að vísindin gæti þess vel að dýrið deyi ekki út — gangi ekki svo geyst að veiðunum. Á öldinni sem leið urðu margar fágætar dýrategundir aldauða og það yrði sómi tuttugustu öldinni, ef henni tekst að varðveita þetta undur. Hér birtist mynd af okapí-kálfinum, sem ítalinn náði lifandi. Eins og sézt á myndinni er okapí-dýrið mjóslegið, en óreglulega skapað. Afturfæturnir eru stórir og þreklegir og allir fæturnir óreglulega röndóttir. Dýrið er kollótt og höfuðið einkennilega stórt. Ceres hlekst á. I gær barst afgreiðslumanni Samein- aða félagsins hér í bæ, hr. Chr. Zims- sen konsúl, símskeyti um, að póst- skipinu Ceres hefði hlekst ávið Orkaeyjar á fimtudag- inu, rekist á rif. Ekki hafði samt komið gat á skipið, og farþegar höfðu getað hafst við á skipsfjöl. Simskeytið hermir að dráttarbátar séu að hjálpa til með að ná skipinu af grunni, og er þvi von um, að eigi tefjist það nema örfáa daga. í morgun kom nýtt símskeyti um, að Ceres væri enn eigi komin^á flot, og höfðu farþegar farið á land í Kirk- wall á Orkneyjum. Ceres rakst á rif við Greenhohn í einu Orkneyjasundinu, þvi er liggur næst fyrir norðan Pentlandsfjörð. Eigi getur þess í símskeytunum með hverjum hætti þetta óhapp hafi orðið. Mótorbátur ferst. Mánudagsmorguninn 12. þ. m. lögðu 2 mótorbátur á stað frá ísafirði, áleiðis til Vestmannaeyja, til að stunda þar fiskiveiðar. Komu þeir við á Bíldu- dal til þess að taka þar beitu, en fóru þaðan sama kvöldið. Fengu þeir bezta veður til þess er þeir komu á Faxa- flóa; tók þá að hvessa á austan, og á þriðjudagskvöldið var komið rok, þegar fulldimt var orðið. KI. ioVs voru bátarnir skamt hver frá öðrum, en þá dó ljósið á öðrum þeirra og gátu þeir eftir það ekki haldið saman. Um kl. 11 kom leki að sama bátn- um og jókst svo, að 3 menn höfðu ekki við að dæla með 2 dælum, og virtist þá lítil von afkomu. 6 menn voru á bátnum, og lagði hver sitt fram til þess að halda honum á floti. Nál. kl. 2 um nóttina sást Ijós á botn- vörpung skamt frá. Var þá brugðið upp olíukyndli á bátnum til þess að vekja athygli botnvörpungsins. Tókst það, og komst báturinn að honum á hléborða. Vélarrúmið var þá orðið hálffult *if sjó og vélin því stönsuð. Komust bátsmenn með naumindum og allslausir upp í skipið og fengu þar beztu aðhjúkrun. Skip þetta var frá Grimsby. Fór það með bátsmenn til Keflavíkur og setti þá þar á land á fimtudagsmorgun (15. þ. m.); þaðan gengu þeir til Reykjavíkur. Komu þeir við A Auðnum og náðu til Hafn- arfjarðar um kvöldið. Höfðu þeir þá ekki bragðað mat frá því kvöldið áður í skipinu, því peninga sina höfðu þeir mist með bátnum eins og annað. Báturinu var eign Jóhannesar Pét- urssonar frá Isafirði. Formaður á hon- um var Hreggviður M. Hansson, en hásetar Jón Kristjánsson, Sigurgeir Sigurðsson, Knut Jakobsen (Norðmað- ur), Guðm. Kristjánsson og Páll B. Pálsson. Allir frá ísafirði. Botnvörpunga 3 að ólöglegri veiði hefir Valurinn þegar handsamáð við Vestmannaeyjar, hafði þá með sér þangað og lét sekta. Mannalát. Augúst Flygeriring kaupmaður í Hafnarfirði misti Býlega mjög efnileg- an son (10 ára), Olaf Hauk að nafni. úr heilabólgu. c£vö ðíöð koma út af ísafold í dag (V, og t/i).

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.