Ísafold - 09.03.1912, Blaðsíða 3

Ísafold - 09.03.1912, Blaðsíða 3
ISAFOLD 53 Verzíutiin Björn Krisfjánsson hefir nú fengið með Sterling1: Langsjöl og Trefla HÚfur barna, telpu og karla Silki svört. Slifsi mjög góð Náttkjóla. Borðdúka hvíta Morgunkjólaflúnel. Millipils. Feiknin öll af nýjum vörum væntanleg með Ask. Verzlunin Björn Jirisfjánsson arnir Ari Jónsson og Kr. Linnet. — Settur sýslumaður, um stundarsakir, frá i. marz er Magnús Blöndal hrepp- stjóri i Stykkishólmi. Pistlar úr sveitinni. Raugárvallasýslu, 17. febr. Nú erum við ánægSir við forsjónitia út af tíðinni. Að eins þorrakastið núna fyrripart þessa mánaðar gerði talsverðan skugga. Nokkrar jarðir á Landi og Rangárvöll- um skemdust til muna af sattdfoki, og fjártap varð lítilsháttar. Mest á eitium hæ um 20 kindur. Þá (7. þ. m.) urðu einnig tveir ferða- menn úti á veginum rótt hjá Varmadal. Lágu þar saman helfrosnir a berangri. Það voru harðt'rískir og efnilegir bræður unnins dagsverks hennar, gleð mig á aftni Hfsins við ávexti þess til heilla þjóðfélaginn — uppeldi mannvættlegra barna o. fl. — minnist hennar mestu gleðistunda — að líktta bágstöddum — með því að senda þessa litlu afmælis- gjöf líknarstofnun á þessum hennar fá- tíða afmælisdegi. ”/, 1912. Þ. Þetta er stórmyndarleg og falleg gjöf. Mundu eigi til vera fleiri, sem minnast vildu látinna ástvina sinna með gjöf til Heilsuhælisins á afmæl- um þeirra ? í næsta blaði verða birtar fleiri af- mælisgjafir. á bezta aldursskeiði frá Grund í Vestur- Eyjafjallahreppi, Sveinbjörn og Gísli Brynjólfur Guðmttndssynir Sveinbjarnar- sonar prests frá Holti. Við landsstjórnina erunt við aftur á móti ekki ánægðir. Læknir okkar er skipaður til að gegna hóraðlæknisstörf- um í Reykjavík, Hann hefir fengið setta hór nýlærða og ekki fulllærða lækna, hvern eftir annau, sem að vísu, máske af tilviljun, reynast allir vel nýtir og líkleg læknisefni. Um þetta var þó lítið að tala, meðan læknir okkar vai ytra á annað ár til að fullnuma sig í læknis- listinni, einkum ef við hefðum notið hans á eftir. En nú þegar hann er faritin, sýnist mörgum ntiður að læknir Reykja- víkur haldi einnig Rangárvallahéraðið sem hjáleigu um lengri tíma. Það b ú n a ð a r m á 1 var til umræðu á fundi í gær, í Þykkvabænum, sem utn i 40 menn sóttu: að hlaða í Djúpós. Hantt ' fellur úr Rangánum báðum og Þverá, þar sem þær koma saman út með Safa i ntýri sunnanverðri og út í Þjórsár-útfall. \ Djúpós hefir runttið þannig í nær 100 ár. Hann gerir mikinn skaða með sínu > mikla vatnsmegni, en líka nokkurn vinn- ing. Hattn hefir átt mestan þátt í því að gera Safamýri fræga. Loforð er fengið fyrir laudssjóðsláni til að hlaða í Djúpós alt að 30 þús. kr. A fundinum ttrðu skiftar skoðanir um árangur íhleðslunnar. Nokkrir töldu það mikinn vinning, þar sem upp kæmi stórar lattdspildur, sem nú eru óvinnandi fyrir vatni. Marg- ir álitu vinninginn tvfsýnan, og surnir töldu tapið vísara. Ástæður þeirra, sem daufastir voru með verkið voru þær, að erfitt mnni reynast að hlaða í ósinn, þar sem hann er um 150 faðma breiður með lausum sandbotni, og ekkert efni nærlendis nema sendin grasrót. En einkum þó hitt, að komi stífla í óslnn, þá hljóti vötnin að arjóta sór farveg annarsstaðar þess í stað og geti það þá orðið þar sem ver gegn- ir t. d. á Safamýri, Þykkvabæinn eða Landeyjarnar frekara en orðið er. Smærri ástæður þeirra voru minna gras á engjum, en erfitt með áveitu eink- um á bala, sem nú eru helzt slegnir. Sandfok á Vestur-Þykkvabæinn, eins og úr Fjarkastokks-farveginum og missir veiði. Ennfremur bann frá Landeying- um að hlaða í Ósinu, en það kom þó ekki fram fyr en í fundarlok. Sa,mþykt var með miklum meirihluta að eiga ekkert við verkið að svo stöddu. Rausnar-afmælisgjöf til Heilsuhælisins. 50 kr. voru ritstjóra ísafoldar af- hentar í gær til Heilsuhælisins og fylgdu þessar linur með: 1 æðingardagur dáinnar konu minnar 29. febr. 18.. tel eg mesta happadag æfi minnar, minnist með ánægju vel Suðurpóífinn fundinn. Khöfn, “/, ’12 kl. 4 siOd. Koald Ammundsen símar frá Nýja-Sjálandi til Krist- janíu, að hann hafl fnndið suður-pólinn 14.—17 des- ember. — öllum suðurpóls- förunum líður vel. Lofaðu einn, svo þú lastir eigi annan. Hinn 17. þ. m. ritar hr.. Jóh. Jóhannes- grein i „Isafold<, og er sú grein afj mörgu leyti ágæt. Þó er sá einn hluti hennar, er mér virðist gjarna hefði mátt vera nokkuð á annan veg. Það er þá hann minnist á Grindvlkinga og >hinn ókrýnda konung þeirra«, er bann nefnir svo. TJmmæli hans um þá eru raunar afsakandi, sökum þess, að hr. Jóh. Jóhannesson mun vera alveg ókunnur sálarlifi þeirra, Grindvíkinganna. Þau minna mig á ummæli sumra útlend- inga i garð vorn íslendinga, sem eigi virð- ast bygð á mikilli sérþekkingu á oss. Mér virðist t. d. ekkert undarlegt, þó að fátækir sjómenn, sem verða fyrir þeim skaða að missa skipin sin — einu áhöldin, sem þeir hafa til að afla daglegs branðs handa sér og sínum, — >harmi þau mjög«, eins og Jóh. Jóhannesson kemst að orði. Þeim veitir ekki eins létt að bæta sér skaðann og kanpmönnunum hérna i Reykjavik, þótt þeir yrðu fyrir álika fjártjóni. Abur á móti hefi eg alls ekki orðið þess var, að skipamissirinn hafi dregið úr þakklætistil- finningu þeirra til lifgjafa sinna. Þeir hafa að visu, þvi miður, eigi minst þeirra opin- berlega, og enginn þeirra hefir orðið svo svangur, að hann langaði til að eta i minn- ingu lifgjafa sinna, ein- og siður er orðinn hér i Reykjavik. Ástraliunegrar eta vini sfna 1 virðingarskyni; flna fólkið etur minn- ingu vorra beztu manna i likum tilgangi. Það heldur llklega eins og negrarnir, að minningin geymist hezt í maganum. Grind- vikingar eru enn ekki orðnir svo >evrop- eiskir«. Þér fyrirgefið! En þótt þeir hafi ekki látið heyra til sín i blöðunum, — þá veit eg samt, að þeir geyma minningu lif- gjafa sinna i hjartanu — ekki i maganum — og saga lifgjafanna mun um ókomnar aldir lifa i hjörtum niðja þeirra manna, sem hr. Ólafur Ólafsson og skipverjar hans hrifu úr greipum heljar. Saga hetjanna mun lifa — en ekki i maganum. Hver >hinn ókrýndi konungur* á að vera veit eg eigi með vissu, en hitt veit eg, að Grindvikingar hanga ekki i stéli neins >Grindvikinga konungs*. Sannar það bezt, að ekki lita þeir allir sömu augum á lands- mál; en sú myndi eðlileg afleiðing and- legs einveldis. Eg veit heldur eigi voair )ess manns 1 Vikinm', sem eigi sé af hjarta lakklátnr llfgjöfnnum. Að öðru leyti er grein hr. Jóh. Jóhann- essonar ágæt, og eg hefði verið bonum mjög lakklátur fyrir nana, ef hann hefði alls kostar fylgt hinni gullnu reglu: »Lofaðu einn, svo þú lastir eigi annan«. Með innilegasta þakklæti og beztu fram- tiðaróskum til sæhetjanna hr. Olafs Olafs- sonar og skipverja hans. Reykjavik 20. febr. 1912. Ouðm. R. Ólafsson. ----------- Reykjavikur-annáll. Alþýðufrreðslan: Á morgun kl. 5 flytur Jón prófessor Helgason alþýðu-erindi um náltúrulögin og kraftaverkin. Dánir. Guðmundur Kláusson ekþjum., 60 ára. Dó á Lækjarbotnum 26. febrúar. Klara Gisladótt.ir, 12 ára, Bergstaðastr.36. Dó 3. marz. Jensína Eyvindsdóttir ym. Hverfisg. 56, 15 ára. Dó 4. marz. Föstuprédlkun flytur sira Jóh. Þorkels- son i dómkirkjunni miðvikud. 13. þ. m. kl. 6. Guðsþjónusta á morgun: í dómk. kl. 12 sira Bj. J., kl. 5 sira J. Þork. í frikirkjunni kl. 12 slra Ól. Ól. Hafnarnofnd ný var kosin á siðasta bæjar- stjórnarfundi — innan bæjarstjórnar þeir JónÞoriáksson, Klemenz Jónsson og Tryggvi Gunnar8son; utan bæjarstjórnar: Ásgeir Sigurðsson kaupm. og Jón Olafsson skipstj. Hjdskapur. Einar Helgason lausamaður frá Ásbjarnarstöðum i Hvitársiðu og ym. Helga Jónsdóttir frá Þorgautsstöðum i Hvítársiðu. Gift 2. marz. Vilhjálmnr Geir Gestsson frá Mýrarhús- um i Hafnarfirði og ym. Jónina Jónsdótt- ir. Gift 3, marz. Kvöldskemtun vur haldin i Bárubúð i fyrrakvöld til ágóða fyrir Barnauppeldissjóð Thorvaldsensfélagsins. Skemtiskráin var ágætlega úr garði gerð. Þarna fekk fólk að heyra hinn nýja hljóðfæraflokk, sem Oscar Johansen hefir komið á fót, og naut hann sin miklu betur i Báruhúainu en i veitinga- sal Hotel íslands. Hljóðfæraflokkurinn lék BÍðast Eldgamla ísafold. Það verður enn sem komið er að telja aðal-þjóðlag vort. Aðrar þjóðir hafa svo mikið við þjóðlag sitt að hlusta á það standandi, sýna fivi svo mikla virðingu fram yfir önnur lög. Þann góða sið höfum vér eigi lært enn, Islendingar. Eins og drumhslegar klessur, er klindu sér sem fastast við bekkina — þannig hagaði áheyrendahópurinn í Báru- búð sér fyrsta sinni, sem þjóðlag okkar heyrðist ieikið af reglnlegum hljóðfæraflokk. — Ætli það væri óhugsanlegt að koma kvikasilfri i fólkið næsta sinni? En sá liðurinn á skránni, sem mestum tiðindum sætti og rnestan vakti fögnuðinn með áheyrendum, var planóleiknr hr. Jóns Norðmanns. Bæjarbúar hafa eigi af þvl vitað fyr, að mitt á meðal vor er svo einkar-efnilegt snillingsefni á planó. Hr. Jón Norðmann er kornungnr (16 ára), en er þegar búinn að ná svo mikilli leikni á hljóðfæri, að aðdáanlegt er. Hann lék þetta sinni tvö lög, annað eftir Liszt (Friska), en hitt eftir norska tónskáldið Sinding (Marche grotesque), sem Shattuck lék hér um sum- arið. Pianóleik Jóns Norðmanns var tekið með svo dynjandi iófakiappi af áheyrend- um, að mjög er fátitt hér. — Yonandi gefst þessum unga einkar-efnilega listamanni færi á að fulikomna sig i list sinni. Hitt væri synd, að svo gott pund væri i jöröu grafið. Einsöngva sungu þau ennfremur fröken Anna Klemenzdóttir (landritara) og Einar Indriðason. Eru þau bæði orðin kunn bæjarbúum fyrir söng sinn. Frk. Anna hefir kvenna hezt hljóð hjá oss, og þetta sinni naut hún sin óvenjuvel — annars hagar hana stundum feimni —, og Einar ætti að syngja miklu oftar einsöngva, svo vel fer hann með það, sem hann fæst við. Eiin stóð á skránni: Upplestur, dr. G. Finnbogason. (Upplestur er raunar orð- skrípi hið versta, þvi ekki eins m'áurlestur, einkum þegar sá er les stendur herra en áheyrendur!!). En þetta var nú raunar alls eigi upp- eða niðurlestur hjá dr. G. F., heldur fróðlegt erindi heimspekilegs efnis — sem þó eigi átti heima á þessum stað, heldur t. d. i alþýðufræðslu-erindi. Húsið var fullskipað áheyrendum, og þykir oss mjög liklegt, að takast myndi að fylla húsið annað sinni með svo ágætri skemtiskrá — og gott hefði Barnauppeldis- sjóðurinn af þvi. Pianóleikur Jóns Norð- manns einn ætti að geta fylt húsið. Málshðfðun. Landsbankastjórarnir eru búnir að stefna Tryggva Gunnarssyni fyrir á- burð hans á þá um falskar skýrslur og enn íremur hefir Björn Kristjáns- son stefnt Lögrittu fyrir svívirður í sinn garð í síðasta blaði. Nokkrir starfs- menn bankans hafa og gert Lögréttu sömu skil. Mitt inniíegasta ástarþakklæti sendi eg öllum, sem hugsuðu til mín þann 6. Eg hefi yngst um 80 ár. Anna G. Sigurvegarinn ,VEGA‘ á að komaSt inn á hvert einasta heimili á landinu, fyrst og fremst af því að Vegaskilvindan er staöreynd að því að vera sú fullkomnasta og bezta og í öðru lagi af því, að verksmiðjan frá því i dag hefir fært útsöluverðið niður um 10 krónur á hverri vél. Vega nr. x, sem skilur 78 pt. á klst. kostar nú að eins 80 kr. Vega — 2, — — 130 — - — — 100 kr. 'ragtfritt á alla viðkomustaði strandferðaskipanna, gegn því að peningar fylgi pöntun. Einka umboðssala í verzlun B. H. Bjarnason. r^\r^ r^ r^ n ri r^ ki'ki ki Wi ki ki w A fflaaagaaa Nýkomið! Nýkomið! Nýkomið! til Árna Eirikssonar mikið af nýjum vörum. Þar á meðal Flúnell margar teg., fiðurhelt Léreft — og margt fleira. Feiknin öll til viðbótar með Botníu. kiíki ki r^ r^ r^ r-’v r^ r^ r^ ki ki kilki kA ki k.A Til kaups eia ábúðar frá næstu fardögum fæst hin dgata jörts Björk í Grímsnesi. Jörðin er hérumbil 20 hundruð. Tún nær alslétt gefur af sér ca. 250 hesta af töðu, engjar nálægt túngarði 4—500 hesta. Ágæt hagbeit i Lyngdalsheiði. farðarhús í góðu lagi. Engar kvaðir; laus við ágang. Verð sanngjarnt. Menn snúi sér til Sveins yfirdóms- lögmanns Björnssonar í Reykjavík. Saumastofa Arna Einarssonar saumar karla og kvenna fatnað eftir uýjustu tízku. Vönduð vinna. — — Sanngjarnt verð. Víravirkisnál fundin. Vitja má í Bókverzlun ísafoldar. Innileg þökk til allra, sem á einhvern hátt hafa sýnt hluttekningu við andlát og jarðar- för stjúpdöttur mínnar, frk. Sigriðar Melsteð. Thora Melsted. Hjartanlega þökkum víð og biðjurn guð að launa öllum þeim, sem sýndu okkur hluttekn- ingu við fráfall okkar elskuiega sonar. Ingibj. Danivalsdöttir. Samúel Guðmundsson. Verzl.B.H.Bjarnason fékk með »Sterling« flest allar þær vörur, sem áður voru uppseldar, t. d. Strausykur, Karamelur, Konfektrúsínur, Sveskjur, Semolíugrjón, Telaut, Eggjapúlver, Sago stór, Terpentínu pt. á 90 a. Gull- og Nikkelbronce, Maliognibejtse, Vagnáburð g ó ð a n og ó d ý r a n. Rottugildrur, . Pottar email., Kaffibrenuarar, Hrákadallar, IVIjólkurbrús- ar og margsk. Járnvörur m. m. fl. Verðið er að vanda hið lægsta í borginni. Ágætt hús í miðbænum fæst til ieigu frá 14. mai n, k. — 8 herbergi og eldhús, kjallari, pakkhús m. m. — Skemtilegur garður fyrir sunnan húsið. — Upplýsingar gefur Sig. Thoroddsen Frikirkjuveg 3. Telef. 227. Stúlka óskast í vist frá 14. maí. Gott kaup. — Upplýsingar á Frakka- stig 4. Öllum þeim, sem heiðruðu útför Guðm. sáluga Kláussonar með nærveru sinni, og á annan hátt sýndu okkur hluttekningu og hjálp- fýsi, vottum vér innilegt þakklæti. Ættingjarnir. Leikféí. Heifkjavíkur Ræningjarnir eftir Schiller verða leiknir sunnudag 10. þ. m. í Iðnaðarmannahúsinu kl. 8 síðdegis. Alþýðnfræðsla Stúdentaíélagsins Jón Helgason prófessor flytur erindi um Náttúrulögin og kraftaverkin í Iðnaðarmannahúsinu sunnudaginn 10. þ.m. kl. 5 síðd, Inngangur kostar 10 aura. Reikningseyðublöð hvergi ódýrari en í Bókverzlun ísafoldar.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.