Ísafold - 13.03.1912, Side 1

Ísafold - 13.03.1912, Side 1
út fcvisvnr l viku. Vorh Arg. (80 arkir miust) 4 kr. ericmdi& 5 k>. eOa 1 */» doilar; borgist- fyrir mibiaix júlf (erienðis t'yrir íram). Uppsögn (skrifleg) bundin yib Aramót, ei óglld nema komm só til útgefanda [fyrli 1. okt. og aaepandi skuldiaus rib blabib AfgreiDsla: Austurstrs&ti 8. XXXIX. árg. I. O. O. F. 931539 AlþýDufél.bókasafn Pósthúastr. 14 kl. 5—8. Augnlækning ókeypis i Lækjarg. 2 mvd. 2—8 Borgarstjóraskrifstofan opin virka daga 10—3 Bæjarfógetaskrifstofan opin v. d. 10—2 og 4—7 Eyrna-,nef-og hálslækn. ók. Pósth.str.l4A fid.2—8 íslandsbanki opinn 10—2 */■ °8 51/*—7. K.F.U.M. Lestrar- og skrifstofa 8 árd,—10 sDd. Alm. fundir fid. og sd. 8 V* siDdegis. Landakotskirkja. öuDsþj. 9 og 6 á holgum Landakotsspitali f. sjúkravitj. 101/*—12 og 4—5 Landsbankinn 11-2‘/a, 6»/i-8»/«. Bankastj. viD 12-2 Landsbókasafn 12—3 og 5—8. Útlán 1—3 LandsbúnaDarfélagsskrifstofan opin trá 12—2 LandsféhirDir 10—2 og 5—6. LandsskjalasafniD hvern virkan dag 12—2 Landsiminn opinn daglangt [8—9] virka daga, helga daga 10—12 og 4—7. Lækning ókeypis Þingh.str. 23 þd. og fsd. 12—1 Náttúrugripasafn opiD 1»/«—2»/« á sunnudögum StjórnarráDsskrifst.ofurnar opnar 10—4 daglega. Tannlækning ókeypis Pósth.str. 14B md. 11—12 VifilsstaDahæliD. Heimsóknartimi 12—1. ÞjóDmenjasafniD opiD á sd., þrd. og fmd. 12—2 Jliðurjöftnmarskráin 1912 fæst hjá bóksölum. Verð: 25 a. Bæjarskrá Reykjavíkur er ómissandi handbók fyrir hvern mann. Fæst hjá bóksölum. Verð kr. 1.50. Eitt ár. í dag er liðið eitt ár frá þvi að ráð- herra var hafinn i valdasessinn fyrir fulltingi»heimastjórnar« manna, en þvert ofan i allar þingræðisreglur — með þeim hætti, sem lengi mun í minn- um hafður (sbr. »símskeytið góða« o. s. frv.) Því var þá spáð hér i blaðinu, að mánudagurinn sá mundi reynast: mdnu- dagur til mœðu. Þeir munu flestir vera í þessu landi, sem telja það nú komið á daginn. Þeim mundi vant um svör fylgis- mönnum ráðherra,ef spurðir væru, hvað landsstjórnin hafi nýtilegt gert á þessu ári. Það er ilt að benda á það, sem ekki er til. En siður mundi á svörum hörgull ef spurt væri um það, sem miður hefir farið í stjórn landsins á þessu ári. Skyldu þeir t. d. margir vera í þessu landi, sem eigi telja miður farið, að svo skyldi traðkað pingrceðinu, sem gert var, er Kr. ). þurfti að setjast í stólinn ? Skyldu þeír margir vera, sem eigi telja það ósvinnu mikla, hvernig lands- stjórninni fórst, er hún beitti valdi sínu til þess að stemma stigu fyrir því, að bankamálið yrði dæmt af réttum aðila d: hæstarétti? Skyldu þeir margir vera, sem eigi telja hneykslis-atferli verið hafa, hvernig stjórnin hagaði sér í Rúðumdlinu f haust? Skyldu þeir margir vera — síðast en eigi sizt —, sem eigi telja aðfarir stjórnarinnar í gjaldkeramálinu með öllu ótækar? Hér er að þessu sinni að eins gripið á nokkurum kýlum, rétt til þess að tilfæra dæmi, sem eigi verður móti mælt, um það, hversu Kr. J. hafa verið frámunalega mislagðar hendur — við stjórnvölinn. En í raun og veru væri full ástæða til, við þessi stjórnar-áramót, að leggja vandlega niður fyrir sér það, sem gerst hefir á þessu eina stjórnarári Kr. J. og benda rækilega á afturkipp þann, sem orðið hefir til hins lakara í stjórnarfari landsins þenna tíma _______ afturkipp, sem Kr. J. í orði kveðnu ber ábyrgð á, en aðrir hafa þó mestu um ráðið, þ. e. þeir stjórnmálamenn, sem Kr. ). hefir hallað sér upp að og látið nota sig sem verkfæri. Ef til vill sný eg að því efni bráð- lega. Karl i koti. Innieign Landsbankans í Landmandsbankanum. Eins og lesendur vorir muna, var það eitt af ákæruatriðum »Lögréttu< gegn Landsbankastjórunum, sem ísa- fold gerði að umtalsefni síðast, að Landsbankinn ætti stórfé inni hjá Landmandsbankanum á lágum vöxt- um, og héldi því fyrir mönnum i allri peningaeklunni hér. Þá vanst ekki timi til að gera svo nákvæma grein málsins, sem ísafold hefði viljað. Fyrir því bætum vér hér við eftirfarandi skýringum. Lögrétta segir, að Landsbankinn hafi um siðustu áramót átt inni í Landmandsbankanum um 800 þús. krónur. Það er rétt. Blaðið segir ennfremur, að Lands- bankinn hafi af þessu fé ekki þurft að nota nema unr ?oo þús. kr., svo að hálfri miljón kr. sé haldið þar fyrir mönnum. I þvi eru ósannindi blaðsins fólgin. Landsbankinn verður, eins og aðrar verzlanir, að gera áætlanir um útborg- anir sínar á tilteknum tímum. Af- borgana-gjalddagi Landsbankans eða veðdeilda hans er 2. jan. og i. júlí. Og vaxtagjalddagi er 2. jan. og 1. júlí. Peningar, sem safnast í Landsbank- anum síðustu mánuði ársins, október, nóvember og desember, eru að meiri hluta afborganir af veðdeildarlánum og vextir. Þetta fé er ekki unt að lána út hér á landi; það væri ekki komið inn aft- ur á þeim tíma, sem óhjákvæmilegt er að nota það. Ekki er heldur til- tök að kaupa fyrir það seinseljanleg verðbréf. Og ekki er heldur neitt vit í því að láta það liggja arðlaust hér í bankanum, þar sem Landmands- bankinn greiðir af þvi 4 °/0 ársvöxtu, þótt um háar fjárhæðir sé að tefla, og féð megi taka út hvenær sem vill. Þá fer mönnum væntanlega að skiljast, hvernig á því stendur, að fé frá Landsbankanum safnast saman i Landmandsbankanum fyrir nýárið. Það fé er ætlað til þess að mæta óhjákvæmilegum kröfum á bankann um það leyti. Nú skulum vér benda á helztu kröf- urnar. 1. Að innleysa útdregin veðdeildarbréf um . . 250,000 2. Að greiða l/t árs vexti, 4 7i °/o) af veðdeildar- bréfum í umferð um . 150,000 5. Að greiða árs vexti af 2 miljónum í banka- skuldabréfum .... 45,000 4. Aætlað til innlausnar Landsbankaseðlum . . 100,000 5. Accreditivlán . . . . 135,000 6. Greiðsla á innheimtufé 60,000 7. Greiðsla af víxlafé . . 75,000 Þetta er samtals 815,000 Loks hafði Landsbankinn skuld- bundið sig til þess að sjá hafnargerð- inni hér fyrir 200 þús., og enginn vissi, hvað fljótt yrði kallað eftir því að meira eða minna leyti. Auðvitað má segja, að þó að megnið af 1. og 2. kröfunni ætti að greiða ytra, þá hafi samt ekki átt að greiða þær þar að fullu. En það kemur ekk- ert málinu við. Þetta varð að greiða. Og féð, sem til þess átti að nota, var ekki unt að lána mönnum hér. Þess vegna lá það á vöxtum í Land- mandsbankanum. Að svo miklu leyti sem hér ætti að nota það, var ekki annað en sima eftir þvi. Eins og allir skynsamir menn hljóta að sjá, veltur í þvi efni, sem hér er Reykjavík 13. marz 1912. um deilt, alls ekkert á því, hve mikið fé Landsbankinn átti í Landmands- bankanum um áramótin, heldur á þvi einu, hvort unt var að Idna pað jt hir d landi. Og þar sem nú er ómótmælanlega sannað, að svo var ekki, þá er ekki heldur neinum blöðum um það að fletta, hve staðlaust þetta ofsóknarefni blaðsins er — eins og önnur of- sóknarefni þess á hendur bankastjór- unum. -----f----- Dönsk blöð og gjaldkeramálið. Símfregn frá Khöfn. Einkaskeyti hafa Isajold borist um sitt af hverju, sem dönsk blöð segja um Landsbankagjaldkeramálið. — Er auðséð á skeytunum, að talsvert er um þetta mál talað i blöðum Dana. Stjórnarblaðinu danska, Riget, þykir þetta gjaldkeramál ekki bera vott um sérstaka eftirlitshæfileika hjá ráðherra Kr. J., með því að fjárdráttur hafi átt sér stað frá 1909. Þykir blaðinu furðu- leg ákefð heimastjórnarmanna að koma Kr. ). i ráðherratign. Ennfremur segir blaðið, að allir telji nú illa farið, að ákefð heimastjórnarmanna í að koma Kr. J. í valdasess skuli hafa því vald- ið, að bankamálið var afturkallað við hæstarétt. Flokkur Björns Jónssonar hrósi nú sigri að því leyti, að nú sé á það færðar sönnur, að frávikning Kr. Jónssonar hafi eigi verið órétt- mæt. Ráðherra Kr. J. virðist valtur í sessi. Politiken telur svo geta farið, að al- þingi verði stefnt saman fyrir 1. júlí og þá horfur á ráðherraskiftum. Skipströnd eystra. Spurst hefir til tveggja skipstranda við suðausturströnd íslands í síðari hluta febrúarmánaðar. Kringum 20. febrúar strandaði frakk- nesk fiskiskúta, Aurora, á Skeiðarár- sandi. Sira Jón á Sandfelli hitti fyrst- ar skipbrotsmenn og veitti þeim beina. Þeir eru nú, 26 talsins, á leið hingað. Hitt skipbrotið bar að 24. febr. á Þykkvabæjarfjöru. Það var frakknesk- ur botnvörpungur, Corsaire, frá Bou- logne. Allir komust af, nema einn maður. Auk þess meiddist annar skipverja nokkuð. Eftir þvi sem ísafold hefir sann- spurt, var það hepni mikil, að skips- höfnin af þessum botnvörpung skyldi eigi deyja drotni sínum hjálparlaus á eyðisöndum, og má skipshöfnin þakka það Helga bónda Þórarinssyni í Þykkva- bæ, að svo varð eigi. Skipið braut aðfaranótt hins 24. febr., en þann dag reið Helgi bóndi á fjöru að vitja reka, svo sem oftar. Sér hann þá mikla mannaferð austan Skajtáróss og verður fljótt áskynja, að skipbrotsmenn eru þar á ferð. Hafði skipið brotið vestan óssins, en skipverjar tekið sig til og vaðið austur yfir ósinn, en þar taka við eyðisandar og firnindi hin óvist- legustu, ef fram hefði verið haldið i þá stefnu, og eigi annað sýnna en skipverjar hefðu þá orðið til þar. Fekk Helgi með bendingaleik snúið skip- verjum vestur yfir ósinn aftur og komið þeim í timburskýli, sem hann hefir gera látið þar á fjörunum, og er svo myndarlegt, að allir skipverjar (29) fengu innivist. Reið síðan heim og sótti mannhjálp. Skipverjar höfðust svo við í Þykkvabænum hjá þeim Helga Þórarinssyni og Páli Sigurðs- syni vikutima í góðu yfirlæti, og héldu þá suður til Reykjavíkur. Hingað komu skipbrotsmenn á mánudagskvöld. Þeir voru 29 alls og höfðu með sér 14 fylgdarmenn austan 16. tölublað Suðurskautsfundur Amundsens. Þau stórtíðindi bárust símaleiðina á föstudagskvöld, að suðurskautið væri fundið, að Roald Amundsen, hinn norski landkönnuður, hefði þangað komist um miðjan desember síðastliðinn, hafst við á suðurskauti dagana 14.—17. des. Enn barst oss símskeyti á laugardaginn, er svo hljóðar: Skýrslan um suðurskautsýör Amundsens birtist í dag (laugard. 9. marz) í brezka stórblaðinu Daily Chronicle. Amundsen reisti Norðmannajána á suðurskautinu. Vísindadrangur jararinnar mikill. Að því hafa hugir stefnt um langt árabil, að komast á suðurskaut jarðar. Bretar (James Ross) og Vesturheimsmenn (Wilkes) voru á sveimi í suðurhöf- um fyrir 2—3 mannsöldrum til rannsókna og leita suðurskauts. Og á sið- asta áratug 19. aldar fer hugsunin um suðurskautsleit verulega að þróast í hugum landkönnunarvikinga. Undir aldamótin komst Borchgrevinck all-langt suður eftir í Rossflóann, sem gengur inn að heimsskautinu. Tveim árum síðar komst Bretinn Scott á 821/* stig suðurbreiddar og 1909 komst einn af Fram. helztu förunautum Scotts, Shackleton liðsforingi, á 88,23 stig suðurbreiddar og átti þá eigi eftir nema 24 mílur til sjálfs suðurskauts. Hann komst og í þeirri för á suður-segulskautið. — Shackleton komst upp á ísbreiðu afarháa (10,000 fet) og kvað hann breiðu þá fara smáhækkandi upp að suðurskauti. Gerði Shackleton margar æðimikilsverðar athuganir um ásigkomulag landsins við suðurskaut. Verður nú fróðlegt að vita, hvort þeim ber saman, Roald Amundsen og honum. Roald Amundsen hélt í suðurför sína fyrir rúmu i1/^ ári (í júní 1910), en lét þá í veðri vaka, að hann ætlaði sér eingöngu til hafrannsókna, fyrst í norðurhöfum og síðar suður á bógnum. En seint á árinu 1910 kom fregn um það frá San Francisco, eins og skrattinn úr sauðarleggnum, að nú væri Amundsen lagður á stað að leita suðurskautsins. Var það talið kænsku- bragð mikið af Amundsen, að láta eigi af för siuni vita, með því að Bretinn Scott var einnig í undirbúningi um suðurskautsför sumarið 1910. Roald Amundsen er Norðmaður, svo sem kunnugt er. Hann gat sér mikla frægð árið 1906, er hann á smáskútu sinni Gjöa við 6. mann fór norðvesturleiðina svonefnda (Nordvestpassagen) — og nú hefir hann getið sér orðstír, er aldrei dvín, með þessum frækilega leiðangri. Amundsen hafði til þessarrar farar skip Nansens Fram, sem hér birtist mynd af. Norðmenn hafa drjúgan skerf lagt til rannsókna kringum heimsskautin og annarra landfræðisleiðangra, en drýgstur mun þó talinn löngum þessi hinn síðasti, og nafn Amundsens æ ljóma í landfræðisögu heimsius — vita- skuld að því tilskildu, að hann hermi rétt frá um komu sína á suðurskaut, og að eigi komi upp úr dúrnum, að Scott hinn brezki hafi orðið honum fyrri til suðurskauts, svo að upp komi af nýju annað eins hneykslismál og Cook- Peary þrætan i hitt eð fyrra. Fyrir þessu þarf þó naumast ráð að gera, því Amundsen hefir á sér almenningsorð fyrir áreiðanleik í orðum og athöfnum. að undir forustu Lárusar Helgasonar í Kirkjubæjarklaustri og Páls Sigurðs- sonar, sem að ofan getur. Hafði alt föruneytið 88 hesta; þar af 30—40 til flutninga. „Enskur botnvörpungur“. í síðastliðnum mánuði var sagt frá þessu í blöðunum: Mótorbátur frá ísafirði, á leið til Vestmanneyja, hrepti ofviðri, fyltist af sjó og sökk, en enskur botnvörpungur frá Grimsby bjargaði mönnunum. Enginn nefnir nafnið á botnvörp- ungnum né skipstjóratium, sem bjarg- aði þessum mannslífum fyrir okkur. í vikunni sem leið kom enskur botnvörpungur hér inn á höfnina með frakkneska fiskiskútu í eftirdragi; hafði hitt skútuna stórskemda af ofviðri, bát- lausa og ósjálfbjarga 50 mílufjórðunga suður og vestur af Vestmanneyjum. Bjargaði hann skipinu og þeim 20—30 mannslífum, sem á því voru. Þessi botnvörpungur heitir »Escallonia< frá Grimsby, skipstjóri George Mudd. Eg átti tal við skipstjóra útaf þessari björg- un. Maðurinn var mjög yfirlætislaus; i viðtalinu kemur það af tilviijun í ljós, að það var einmitt hann, sem einnig bjargaði mótorbátsskipshöfninni um daginn. Er það vansalaust fyrir okkur íslendinga að »þegja í helc slík sæmdarverk, þótt »enskur botnvörp- ungur« eigi í hlut ? Þessi sami maður hefir nu á einum mánuði bjargað 6 mannslífum fslenzk* um og 20—30 frakkneskum hér við land. Hefir hann eigi til þess unnið, að honum sé einhver sómi sýndur af stjórnarvöldunum ? Er eigi ástæða til þess að stjórnin sendi honum aÖ minstakosti þakklætisorð fyrir tilvikið? Þeir sem völdin skipa hér á landi daufheyrast altof oft við slikum sæmd- arverkum (sbr. m. a. grein Jóh. Jóh. í ísafold um daginn um björgun Grind- víkinganna). Ætti þó frekar að hvetja en letja til svo drengilegra verka. S.

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.