Ísafold - 16.03.1912, Blaðsíða 2

Ísafold - 16.03.1912, Blaðsíða 2
60 ISAFOLD Ofsóknar-stagl Lögréttu gegn Landsbankastjórunum. Lögrétta heldur áfram ofsóknar- stagli sinu gegn bankastjórunum — og segist hafa fengið þakklæti ein- hverra fyrir það. Það er líklegast gott, að einhverir verða til að gleðja hana. Ekki mun af veita, eftir þvi sem afstaða blaðsins hefir orðið í þessu nýja bankamáti, og eins og hugum manna er háttað um þessar mundir út af því máli. Minst skal hér á nokkur atriði í síðustu ofsóknargrein blaðsins. Lögr. finst, að einhver vörn hefði átt að koma gegn þeim áburði Tryggva Gunnarssonar, studdum í einu þing- skjali af þeim Jóh. Jóhannessyni og Jóni Ólafssyni, að bankastjórarnir hafi gefið þinginu »falska skýrslu*. Eins og blaðið viti ekki, að vörn hefir komið fram í þvi máli, vörn, sem ekki hefir einu sinni verið gerð nein tilraun til að hagga við með ástæðum. Þessi áburður hefir verið margtættur sundur, en rækilegast i blaðinu Ríki í sumar. Auk þess hafa bankastjórarnir farið í mál við Tr. G. út af þessum áburði. Þingmönnunum geta þeir ekki stefnt. Og einmitt um þessa »fölsku skýrslu*, sem Lögr. er að stagast á, tekur meiri hluti banka- rannsóknarnefndarinnar í neðri deild, þeir Benedikt Sveinsson, Hálfdan Guð- jónsson og Jón Jónsson frá Hvanná, það fram, að hún hafi reynst rétt. Og þetta segir Lögr. sjálf, að sé npyngstn sakirnar«,, sem hún hafi á bankastjórana borið í grein þeirri, sem ísaf. var að svara! Hinar eru, að dómi blaðsins sjálfs, enn léttvægari. í þessu sambandi virðist ekki ástæðu- laust að minna á það, að annar maður er nú við Landsbankann riðinn, sem orðið hefir fyrir þeirri ásökun, að hafa ekki farið sem göfugmannlegast með skjal það, sem honum var trúað fyrir. Þar virðist fremur vera um »falska skýrslu* að tefla en hjá bankastjór- unum. Maðurinn er Landsbanka-gæzlustjóri Jón Ólafsson. Meiri hluti bankarannsóknarnefnd- arinnar í neðri deild kveður meðal annars svo að orði um þetta í niður- lagi nefndarálits síns (þgsk. 974): »Þess skal getið, að Jón Ólafsson tókst á hendur að skrifa útdrátt úr gerðabók nefndarinnar, og fékk i því skyni bókina til afnota fram á siðustu stundu. Vér höfum nú séð próförk af miklu af útdrættinum, en hann er víða ajbakaður, aukinn og villandi og ber vitni um hlutdrcegni. Og þar sem nefndin hefir ekki átt kost á að at- huga þennan útdrátt á fundi, finst oss skylt að geta þess, að vér berum enga ábyrgð á honum eins og hann er«. Þetta er alvarleg ásökun. Lögr. ætti heldur að snúa sér að því að verja J. Ól. í þessu máli, en að vera að stagast á ásökunum á saklausa menn, ásökunum, sem hún getur ekki með neinu móti réttlætt. Þá eru sakargiftir Einars Jónassonar gegn Birni Kristjánssyni, þær er minst var á i dómsforsendunum. Lögr. er enn að þvæla um þær. ísaf. skýrði frá því, að mál út af þeim væri fyrir dómstólunum. Lögr. ber ekki á móti því; enda væri það engin tiltök. Sömu- leiðis skýrði ísaf. frá þvi, að E. J. hefði sett sakargiftir sinar fram í kæru til stjórnarráðsins, en stjórnarráðið vísað henni frá. Þessu neitar Lögr., segir, að ekkert hafi verið ákveðið um kær- una enn, kveðst hafa fengið vitneskju um það í stjórnarráðinu. Nú er sannleikurinn sá, að úr- skurður var kveðinn upp út af kæru E. J. 23. ág. siðastl. En sú kæra, sem Lögr. er að tala um, kemur alls ekk- ert málinu við. A sakargiftirnar, sem í henni eru fólgnar, var ekki minst einu orði í dómsforsendunum, né heldur í Lögréttu-grein þeirri frá 6. þ. mán., sem ísaf. gerði að umtalsefni. Viti blaðið þetta ekki, þá ætti það ekki að vera um þetta mál að bulla. En sé því kunnugt um þetta, þá — er óþarft að Iýsa samvizkusemi þess frekara. En reyndar þarf ekki að lýsa þeirn samvizkusemi, hvað sem þvi líður, sem nú hefir verið minst á. Ekki þarf annað en að athuga það sem blaðið segir um skýrslu þeirra Halldórs yfir- dómara Daníelssonar og Schous banka- stjóra. Hún hefir ekki verið birt. Stjórn- arráðið hefir neitað ísafold um að sjá hana. Það hefir líka neitað hinum þingkjörna endurskoðanda bankans um það. Ekki kemur oss til hugar, að það hafi þá sýnt Lögr. hana. Schou bankastjóri hefir neitað þvi við ísafold, að Lögr. hafi nokkura vitneskju feng- ið frá þeim rannsóknarmönnum. Með öðrum orðum: Lögrétta veit alls ekkert um skýrsluna. Samt segir blaðið: »Menn þykjast vita, að álitsskjal þeirra hljóti að hafa inni að halda ótvíræðar sannanir íyrir svo stórvægilegum embættisvanræksl- um hjá bankastjórunum, ap afsetning þeirra ætti að vera sjálfsögð*. Af hverju ræður blaðið þetta — i máli, sem það veit ekkert um? Hafi rannsóknarmennirnir borið sakir á Landsbankastjórana, þá ætti að mega ganga að því vísu, að ráðherra hefði sent þeim þann sakaráburð til umsagn- ar. En ekkert slíkt hafa þeir fengið. Ekkert bendir á, að rannsóknar- mennirnir hafi neinar sakir á banka- stjórana borið. Getur Lögr. þá ekki séð, að það sé skömm að því að tala svona ? Lögr. hefir ekki fundið ásökunum sínum nokkurn stað. Allur þessi stór- yrða og blekkingavefur hennar hefir verið tættur sundur. Bankastjórarnir hafa alls ekkert til saka unnið. Samt er blaðið svo ósvífið að segja: »Ætla bankastjórarnir að bera gjald- keramálið fyrir sig til varnar gegn öll- um sökum ? Ætla þeir að lafa á því? Ætla þeir að nota það til þess að verjast afsetningu?« Bankastjórarnir hafa ekki notað, og ætla sér fráleitt eftirleiðis að nota neitt sérstakt mál til þess að verjast afsetningu, þeir hafa reynt og reyna sjálfsagt enn að verjast henni með því móti að vinna af sem mestri trú- mensku og óhlutdrægni að hag þeirr- ar stofnunar, sem þeir eru yfir settir. Annað geta peir ekki gert sér til varnar. En allar horfur eru á því, að allri alþýðu, islenzkri þjóð, sé nú orðið það ljóst, að hún þarf líka að verjast. Hún mun hugsa sér að láta það að minsta kosti ekki ganga alveg orðalaust 'og þegjandi af, ef farið væri að æsingnm Lögr. og samvizkusömum embættis- mör.num yrði hegnt með afsetningu fyrir það, að þeir hafa, sair.kvæmt embættisskyldu sinni, komið upp þeim misfellum um einn heimastjórnarfor- ingjann, sem valda sakamálsrannsókn, þrátt fyrir hneykslanlegar tilraumr til þess að kæfa málið. Hún sér, hvert réttlætið stefnir hér á landi, ef annað eins yrði látið líðast. Það er skiljanlegt, af þeirri reynslu, sem menn hafa af Heimastjórnarfor- ingjunum, að þeim leiki hugur á slík- um hefndum. Og það er lika skiljan- legt, að þeim þætti vel til fundið að hafa einveldi yfir báðum peningastofn- unum landsins. Afsetning bankastjór- anna væri ákjósanleg frá hvorutveggju því sjónarmiði. En áreiðanlega ættu þeir að láta Lögr. tala sem minst urn þær hug- renningar sínar og eftirlanganir. Þær vekja ekki bergmál hjá þjóð- inni. Þær vekja andstygð — og ekkert annað. Út urn landið. Þær berast nú frétt- irnar úr einni austursýslu landsins, að yfirvaldið þar hafi borið þá fregn ótæpt út um hóraðið, að hreint ekkert væri til í þessum misfellu-ákærum á Landsbankagjaldkerann, heldur væri þeð hótfyndni ein. Ekki væri til þessa takandi, í öllum kviksögu-þembingnum, ef eigi stæði svo á, að yfirvaldið bæri fyrir þessu sjálfan ráðherrann, — það er honum ekki óvandabundið — bréf frá honum, að því er tíðindam. Isafoldar segja. Þ a ð væri með öllu ótæk óvarkárni eða annað verra, ef satt er, að lands- stjórnin láti eftir sér hafa slíkar rangar staðhæfingar. Olympíu-leikarnir. Þessar fréttir get eg nú flutt Isa- Jold af hluttöku Islendinga í Olympíu- Ieikunum í sumar: 1. íslendingar fá að taka þátt i Olympíu-leikunum í Stokkhólmi 1912 sem sérstakur flokkur íþrótta- manna, með »Jálka*merkið á brjóst- inu sem skjaldarmerki þjóðarinnar, klæddir þeim fötum, sem bezt þeim líkar, og bezt fer þeirra eigin íþrótt. 2. Við nöfn íslendinga skal standa Island og ekkert annað. 3. Því miður geta þeir ekki feng- ið að nota neinn fána að þessu sinni. 4. íslenzka glíman verður sem sérstakur þáttur á dagskrá leikanna einhvern þann dag, er um semur síðar. Fyrir oss, sem þekkjum hið unga íþróttalif okkar heima á íslandi, má það ef til vill bíræfni kallnst og fífl- dirfska, að ætla sér að taka þátt í leikum og keppa á Ólympiu völlum, við beztu og mestu garpa allra þjóða. Aðrar þjóðir hafa ráð á, pekkingu og vit, til þess að ala upp iþróttamenn í sínu landi, og þær gera alt fyrir synina sína, gefa þeim tírna, hvetja þá, útvega þeim alt, sem þeir þurfa til þess að þeir geti orðið fremstir — frægastir og mestir á Olympíuvöllum — og leiðtogum þjóðanna finst það bein skylda að gera þjóðina hrausta, tápmikla — göfuga, ala snemma á drengjunum og blása í huga þeirra og sál: vertu hraustur maður. En vér íslendingar heyrum óminn einan af þessu og skellum við skolleyrunum. Bústólpar landsins standa agndofa, ef þeir sja iþróttaleiki, — og eigi er laust við, að iþróttavísir hins unga manns, er gerir sér far um að verða heilbrigður, sé fyrirlitinn og leiðtogar þjóðannnar gera ekkert til þess að glæða »heilbrigða sál i hraustum lik- ama«, minsta kosti er það svo litill hluti. að hann hefir nauða lítil áhrif. íslendingar voru i fornöld hraustasta þjóð Norðurlanda. Það geta þeir aftur orðið. En til þess þurfa allir að vera á eitt sáttir, samhuga og samtaka, vel vakandi yfir þeim íþróttavísi, sem til er ng er að blómgast. Hann getur dafnað og orðið viðtækari. Hvert mannsbarn á að verða íþróttamaður. Einkenni þessarrar kynslóðar — það á að vera barátta einstœðingsins til þess að auka sér hreysti, móðurinnar til þess að gera börnin sin hraust, og föðurins til að hjálpa, glæða og hvetja. Þetta er mark annara þjóða og eru það þær þjóðir, sem lengst eru komn- ar í menningu og dugnaði — og mesta kappsmál hverrar þjóðar er nú þetta að standa sig vel á Olympíu- völlum. Þangað er hugsað — um þá er dreymt. Þeir eru miðstöð huga íþróttamannsins frá morgni til kvelds. A Olympíuvelli sækja nú á þessu ári 32 þjóðir, og íslendingar verða þar líklega eigi fleiri en 6 að tölu; »smár Jenginn er betri en stór enginn«. Það verður líklega enginn fenginn heldur, því miður, en það er skylda allra að reyna. Og við það að reyna lærir maður, og það er aðalverk þeirra, sem verða sendir, að fara og læra, til þess að geta kent, þá er heim kem- ur aftur. Þá er von um, að einhvern- tima verði borinn sigur úr býtum, ef við kunnum vel og erum vel brynj- aðir. En það er skylda allra, að gera það, sem þeir geta, og eg ber trjiust til sendimanna er verða sendir nú — en þjóðin má eigi gera sér mikl- ar vonir, því allir eru svo illa brynj- aðir. Það er að eins íslenzka glím- an okkar, sem við geturr. verið hreiknir af, og hún á það skilið, »fagra íþróttin«, að verða með á dag- skrá á Ölymíuvöllum og allir eiga að hjálpa til þess. Eg skal geta þess, að það hefir ver- ið afar-erfitt að fá leyfi til þess að koma þannig fram, sem áður er um getið, af ýmsum misskilningi og þráa hinnar dönsku Ólympíunefndar, en þetta hefir tekist með hjálp dr. Val- týs Guðmundssonar og skrifstofustjóra islenzku skrifstofunnar, Jóns Krabbe, er hjálpuðu góðíúslega og fengu snúið hugsunum dönskú nefndar- innar svo, að hún viðurkennir Islend- inga nú sem þjóð, en það gerði hún ekki áður. Þau bréf, er gengið hafa milli mín og hinnar dönsku nefndar, birti eg ekki að þessu sinni. Getur verið að þau komi síðar, en ekki fyrst um sinn. Með von um að þessari fregn verði tekið með fögnuði á meðal íþrótta- manna og þeirra vina, í von um að hópurinn verði þrefalt stærri 1916! París. íslandi alt. Sigurjón Pétursson. Bókafregn. Sunnanfari er nú farinn að koroa út aftur undir ritstjórn þeirra feðga dr. Jóns Þorkelssonar og Guð- brands Jónssonar. Fyrsta blaðið ný- komið með 3 myndum af minnisvarða Jóns Sigurðsaouar auk myndar af Þórs- mörk. Blaðið ríður vel úr hlaði. í því er nytt kvæði eftir Guðm. Guðmunds- son, er Framsýn heitir, annað kvæði þýtt úr F a u s t. Þá er frumsamin saga: Bölvaður. Greiu um minnis- vaiða Magnúsar Stephensen konferens- ráðs 0. fl. — Verð árgangsins er kr. 2.50. --........- Rannsóknar-bannið. Eitt af því sem mestu umtali hefir valdið af atferli stjórnarinnar síðustu mánuðina er bréf það, sem hún ritaði Landsbankastjórunum 16. jan. síðastl. Nokkrum sinnum hefir verið á það minst á mannfundutn og í blöðunum. Ingólfur kom með alt aðalefni þess 7. þ. m. Hér fer það á eftir orðrétt: Stjórnarráðinu hejir verið jlutt sú Jregn aj skilríkum manni, sem hejir ver- ið staðjest Jrá ýmsum hliðum, að banka- stjóri Bj^rn Kristjánsson haji nú í nokk- ur kveld tekið gjaldkerabœkur Lands- bankans og Jlutt pær heim í steinhúsið á hinni gómlu Hólslóð við Vesturgötu, og sæti par að rannsókn bókanna ásamt 3 nafngreindum, óviðriðnum mönnum. Þi að stjórnarráðið eigi vilji leggja trúnað á pennan orðróm, par sem burt- færsla- bókanna úr Landsbankahúsinu beint er ólógleg, og par sem greind rann- sókn bókanna væri alveg óviðeigandi og enda óheiðarleg gagnvart landssijórninni eftir að hún hefir komið sér sarnan við stjórn landsbankans um endurskoðun bókanna á vissan hátt, og með kjörnum tnönnum aj beggja hálju — hefir stjórn- arrdðinu alt cið einu pótt rétt, að skýra stjórn Landsbankans Jrá pessum orð- rómi, svo að yður gefist Jæri á að hrinda honum og drepa honum niður. Kristján Jónsson. Jón Hermannsson. Til stjórnar Landsbankans. Það var um þetta bréf, að yfiidóms- lögmanni Gisla iSveinssyni fórust svo orð á borgarafundinum 29. f. m., að væri það ekki fullvíst, að þetta bréf væri komið beina leið frá stjórn lands- ins, þá mundi manni verða á að sverja fyrir, að slíkt skrif gæti komið frá þeim stöðum. Fyrst hleypur stjórnin eftir kvik- sögum einhverra manna, sem hún vill ekki nefna, notar sögur þeirra sem tilefni til þess að gefa bankastjórun- um harðorða áminning. Og ekki eru sögur þessar áreiðanlegri en svo, að engin bók bankans hefir enn komið inn í þetta hús, sem talað er um í stjórnarbréfinu. í öðru lagi á það að vera ólöglegt að fara með bækurnar burt úr bank- anum til rannsókna. Vér getum ekki hugsað oss, að hér sé átt við annað en 7. gr. í endur- skoðaðri reglugjörð bankans. Hún er svo: »Láta skal öll áríðandi skjöl og bækur inn i eldtrygga og traustlæsta skápa bankans, þegar störfum er lok- ið hvern dag«. Allir sjá, að hér hlýtur að vera átt við þær bækur, sem verið er að nota daglega. Hitt virðist gagnstætt heil- brigðri skynsemi, að með þessu sé verið að banna bankastjórunura að taka heim með sér til rannsóknar í bili gamlar bækur, sem ekki er verið að nota í bankanum, ef þeir geta ekki komið þeirri rannsókn við öðruvísi en í þeim stundum, sem þeim eru ætl- aðar til að matast og hvíla sig. Að sjálfsögðu eru bækurnar þá á ábyrgð bankastjóranna. Ingólfur ber við eldhættunni, og engu öðru. Eins' og hvergi séu til eldtryggir skápar nema í bankahúsinu I Bankahúsið hefir ekki verið nein fyrirmynd í því efni, fyr en eftir að núverandi banka- stjórar tóku við. Þeir hafa látið gera aleldtryggan skjalaklefa með járnhurð í bankanum. Þangað til voru gamlar bækur bankans geymdar í klefa með tréhurð fyrir. En alveg fer um þverbak hjá stjórn- inni, þegar hún fer að halda því fram, að »rannsókn bókanna væri alveg óvið- eigandi og enda óheiðarleg gagnvart landsstjórninni, eftir að hún hefir komið sér saman við stjórn Landsbankans um endurskoðun bókanna á vissan hátt«. Fyrst er nú þetta samkomulag um rannsóknina. Því er svo háttað, að bankastjórarnir kæra fyrir mörg atriði. Þeir Já ekki, nema fáein þeirra rann- sökuð. Þeir krefjast þess, að gjald- keranum sé vikið frá. Því er ekki sint. Þeir sjá, hvert slíkt atferli stefnir hjá stjórninni. Og að hinu leytinu vita þeir, að það er bein óhæfa, að gjaldkerinn skuli látinn vera í bank- anum. Þeim ríður á að gera stjórn- inni þetta svo bersýnilegt, að hún geti ekki á þvi vilst, sem allra-fyrst, helzt áður en stjórnin kveður upp nokkurn úrskurð. Annar bankastjór- inn leggur á sig stórkostlegt erfiði, til þess að afla stjórninni þessarar vitneskju. Og þetta á að vera alveg óviðeig- andi og jafnvel óheiðarlegt gagnvart iandstjórninni! Ingólfur er að reyna að koma inn þeim skilningi, að þetta rannsóknar- bann hafi að eins átt við þann tíma, sem rannsóknarmennirnir Gísli Sveins- son og Þorsteinn Þorsteinsson voru við sitt starf; »seinna, þegar hin fyr umgetna rannsókn væri búin, ,máttu bankastjórarnir vitanlega rannsaka alt, sem þeir vildu«, segir blaðið. Hefir almenningi nokkuru sinni verið boðin meiri vitleysa en þetta? Og þetta er vörnin í sjálfu ráðherrablaðinu I Hvaða mótgjörð gat 'það verið land- stjórninni, að rannsakað væri, hvort haft hefði verið af bankanum 1909 og 1910, meðan hún var að láta rann- saka, hvort það hefði verið gert 3 mán- aða tíma 19 n — ef rannsóknin var leyfileg síðar og reið ekkert bág við það, sem stjórnin var að láta gera? Hvaða mótgjörð gat það verið land- stjórninni, að fá vitneskjuna sem Jyrst? Nei. Þetta stjórnarbréf er alveg óverjandi. Og það er sjálfsagt eins dæmi. Vér hyggjum, að það hafi aldrei komið fyrir í nokkuru landi, að nokk- ur stjórn hafi lýst yfir því, að það væri óheiðarlegt gagnvart sér, að banka- stjórar við þjóðbanka landsins rann- sökuðu, hvort haft hefði verið fé af bankanum. Og sannast að segja er oss óskilj- anlegt, hvernig Kristján Jónsson getur látið jafn-furðulega vitleysu frá sér fara. Kolaverkfallið erl. Rangt er það, sem hingað var flutt í gær, að kolaverkfallinu sé lokið. ísafold hefir átt kost á að sjá einka- skeyti, sem hingað hefir borist (til P. J. Th. & Co.) um, að allir samning- ar hafi strandað, ekkert útlit Jyrir að sættir komist á milli vinnuveitenda og verkmanna. Stjórnin kvað ætla sér að kotna á ákveðnu lágmarki á verkkaupi með lögum. Erl. símfregnir. --- Kh. 15/3 12. Bæjarstjórnarkosningar í Khöfn. JaJnaðarmenn haja hlotið 21 sæti, Hægrimenn 16, Gerbótamenn 4 og heimatrúboðsmenn 1 sæti. Við síðustu bæjarstjórnarkosningar í Kaupmannahöfn (1909), hlutu jafn- aðarmenn 20, hægrimenn 16, gerbóta- menn 5 og heimatrúboðsmenn 1 sæti. Banatilræði við ítalakonung. Stjórnleysingjar haja gert morðtilraun við Italakonung, prjú skammbyssuskot 1 Viktor Emanúel ftalfukonungur. riðu aj, en mistu konungs. Fylgdarmað- ur hans særðist. Aths. Þau blöð hér á landi, sem í leyfisleysi taka upp hin erlendu sím- skeyti, munu eftirleiðis látin sæta ábyrgð fyrir, — lögum samkvæmt. Fjártjón mikið hafa kaupfélögin nyrðra beðið af viðskiftum við kaupmann einn i Es- bjerg í Danmörku, sem Larsen heitir; — mun nánara skýrt frá því í næsta blaði. Rvíkurhérað. Umsóknarfrestur um Reykjavíkur- læknishérað var runninn út í gær. Um það sækir hinn setti héraðslæknir Jón Hj. Sigurðsson. Ennfremur Davíð Sch. Thorsteinsson á ísafirði, Þórður J. Thoroddsen og Kristinn Björnsson læknir á Vesturhafseyjum. Misprentast hafði meinlega i næst-slðasta blaði: Afn&m flokkasamkepni i stað flota- samkepni i fyrirsögn 2. greinar á 1. bls. — í 8,ima blaði átti fyrirsögn fyrir grein Guðm. R. Ólafssonar að hljóða: Lofaðu einn svo, að þú lastir eigi annan, og aftan við nafn hans að standa: úr Grindavíli. I ræðn 0. G. Eyjólfssonar sem sagt er frá i 14. tbl. hefir misprentast í einni setn- ingn: »eða« í stað: en. Það er þessi setning: Maður, sem hefir nokknr efni nndir hönd- nm, eda er að öðrn leyti illa stæðnr — þar á að standa: en er 0. s. frv.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.