Ísafold - 16.03.1912, Blaðsíða 3

Ísafold - 16.03.1912, Blaðsíða 3
IS AFOLD 61 Embættisfærsla sýslumanna í ,,Lögréttu“. Getið var hér í blaðinn á dögun- um þess pokkalega vitnisburðar, sem Lögrétta, er framar öðrum blöðum hefir verið nefnd »málgagn embættis- mannanna«, lét sér sæma að gefa sýslumönnum þessa lands, — þess vitnisburðar sem sé, að »annað eins« og misfellur þær, sem gjaldkeri Lands- bankans hafi gert sig sekan um »komi oft jyrir« hjá þeim, sýslumönnunum, í reikningum þeirra. Þessi frásögn Lögréttu, er hiin kvaðst hafa frá manni i sjálfu stjórnarráðinu, og getið hefir verið til, að væri land,- ritarinn, vakti ekki litla eftirtekt. Sitt af hverju höfðu menn áður heyrt um sýslumennina sutna, bæði »reiknings- villur* og »vöntun«, en að svona mikið kvæði að því hafði vitanlega engan grunað! Auðvitað kom fjöl- tnörgum ekki til hugar að trúa þessu, og mestu stillingarmenn þessa bæjar stóðu undrandi og spurðu, hvort menn- irnir væru nú alveg gengnir af göflun- um — þ. e. a. s. mennirnir, sem að Lögr. standa. Hvort hneykslisaðfai ir þeirra, og landsstjórnarinnar í gjald- keramálinu, hefðu nú stigið þeim svo til höfuðsins, að þeir væru hamslaus- ir orðnir. Hvort þeir hefðu ekki leng- ur minstu hugmynd um, hvað þeir þeir væru að segja! Og von var, þó menn hugsuðu margt. Því að annað hvort er hér um meiri erkiflónsku að tefla, en annars eru dæmi til um blað og þá, sem að því standa, — eða um svo alvarlegt mál fyrir embættismenn og stjórnarrið, að ekki er furða, þótt menn verði sem þrumu lostnir á að heyra, að »annað eins« eigi sér stað — og sé látið eiga sér stað. Spurt var um það í ísafold, hvort sýslumenn gætu þagað við þessu, eða stjórnarráðið iátið það standa ómót- mælt. En engin mótmæli hafa komið úr þeirri átt. Að eins segir Lögr. i síðasta blaði, að þetta sé smarklaus útúrsnúningur«(!) »og getur engintu, segir hún, «sem rétt vill lesa, misskilið petta l LögréttU"! Og það er hveiju orði sannara, að það verður ekki mis- skilið, sem blaðið sagði — það var svo ljóst og beint fram sett. Það stendur pví ómótmælt enn jrá réttum hlutaðeigendum, sem blaðið Lög- rétta flutti 6. þ. m. og hajði eftir rnanni úr stjórnarráðinu (landritaran- um?), að »að annað eins og petta komi ojt Jyrir«, p. e. að á vanti hjá sýslu- mönnum, aj pvi, sem peir eigi að skila, á einu ári og á einni grein aj starji peirra, hátt upp í yooo kr.. — og á pann hátt, að vanti hjá peitn heilar sér- stakar Jjárhæðir (t. d. tollfúlgur eða því um líkt), aðrar séu tninkaðar að miklum mun, tölum sé breytt úr réttum i rangar og skakt sé lagt saman peim sjaljutn i hag! Hið sanna í þessu þarf að veiða uppvíst. Á landstjórninni hvílir skylda, að segja til um það, hvort hér er rétt hermt hjá blaðinu Lögr., skylda bæði gagnvart almenningi og ekki sízt gagn- vart þeim embættismönnum — sýslu- mönnunum —, sem þessi firn eru borin á. Stjórnarráðið verður að mót- mæla frás'ógn blaðsins, ej hún er ós'ónn. Hér verður p'ógn sarna sem sampykki. Og ef ósóminn er sannur, þá væri ekki úr vegi, að stjórnarráðið bæði hamingjuna að hjálpa sér, og almena- ingur bæði þess, að þjóðin losnaði við — slíkt stjórnarráð, og þó ekki væri nema einhverja af þessum dyggu em- bættismönnum! Sér á parti væri ef til vill ekki þarf- laust, að landritarinn mótmælti þeim getgátum manna, að hann væri »stjórn- arráðsmaður« sá, sem ber þessa frétt í Lögréttu. Það er ekki óeðlilegt þótt mörgum þykji, sem að honum berist böndin, ef blaðið þá ekki fer með bull eitt út í loftið, án þess að hafa nokkurn sögumann úr stjórnar- ráðinu fyrir sér. Um þessa reikninga sýslumanna geta naumast aðrir vitað í stjórnarráðinu en hann, og 3. skrif- stofa (þvi að Kr. J. ráðh. veit fráleitt um þetta hvorki til né frá). Skrifstofu- stjórinn á þeirri skrifstofu, hr. Indriði Einarsson, er enginn vinur Lögr. og ekki líklegur til að hafa borið henni þessa fregn. Allir vita, að aðstoðar- tnennirnir hafa ekki gert það og ekki heldur skrifarinn. Því þykir ýmsum, sem vart muni öðrum til að dreifa en landritaranum, Kl. ]■, sem menn þykj- ast vita, að standi að öðru leyti ekki allfjarri Lögréttu. Vill hann fá orðið? Comes. -----4----- Af skipstrandinii við Skeiðarársand,( sem getið var > síðasta blaði hafa tsajold nú komið greinilegri fregnir. Um morguninn 20. febr. sást skip rétt undan landi frá prestsetrinu Sandfelli, en eigi varð greint hvort strandað væri eða ei. Presturinn á Sandfelli séra Jón N. Jó- hannessen hélt þá niður á fjörurnar með öðrum manni. Er það 7 tíma reið. Er nær dró ströndinni sá prest- ur, að um strand var að tefla og hafði skipið brotið vestan Skeiðarár-óss á mjög slæmum stað. Prestur og fylgd- armaður hans brutust þá yfir ána. En í henni voru sandbleytur svo miklar, að þeir urðu að hanga i tagli hest- anna og láta þá draga sig. í miðri ánni rákust þeir á 4 skipbrotsmanna á sandrifi, og voru á austurleið, en kom- ust eigi lengra. Sneru þeir nú við. Prestur sendi svo fylgdarmanninn eftir hestum og mannhjálp, en bjó um sig og skipbrotsmenn undir segli þar á sandinum og höfðust þeir þar við um nóttina. Næsta dag var svo haldið til bygða. Dvöldust skipbrotsmenn 11 daga á bæjunum Sandfelii og Svínafelli og íéldu þá til Rvíkur. Hingað komu jeir svo allir (26) á þiiðjudag — og með þeim 13 fylgdarmenn, auk séra Jóns á Sandfelli, sem fór með þeim til þess að hjúkra þeim skipbrotsmanna, er meiðst höfðu. Héðan fóru skip- brotsmenn svo á Sterling núna í vik- unni. Leiðrétting: Það er eigi rátt, að akip- brotsmenn af Corsaire hafi vaðið Skaftár- Ó8, heldur fóru þeir á bát; —- ósinn svo mikill, að eigi verður yfrum farið öðru vísi en á bát. 2. Arsjj. Apríl.... 4 vikur 28 dg. Maí .... 4 — 28 — Júni .... 4 — 28 — B-vika . 1 vika 7 — Gamla. Nýja. Gainla. Nýja. Jan. 1. Nýársdgr. Júli 3. Júlí 1. — 2. Jan. 1. -3.-2. — 30. — 28. - 29. - 28. Júli 31. Ág. 1. Ág. 1. - 2. Jan. 30. Fehr. 1. .... .... - 31. - 2. — 27. — 28. Febr. 1. — 3. Ág. 28. Sept. 1. — 2tí. — 28. — 29. — 30. — 2. — 3. Febr.27. Marz 1. — 31. — 4. - 28. — 2. Sept. 1. - 5. Marz 1. — 3. — 24. - 28. — 26. — 28. Sept. 25. — 26. C-vika 1. Marz 27. A-vika 1. - 2. — 28. — 2. - 27. — 3. — 29. — 3. — 28. — 4. — 30. — 4. — 29. — 5. —'1 31. — 5. — 30. — tí. Apr. 1. — tí. Okt. 1. — 7. -2.-7. Okt. 2. Okt. 1. Apr. 3. APr- I- .... .... - 29. - 28. — 30. — 28. Okt. 30. — 31. Nóv. 1. Maí 1. Mai 1. 2. Nóv. 1. — 3. - 28. — 28. .... Mai 29. Júni 1. — 30. — 2. — 26. - 28. Nóv. 27. Des. 1. — 31. — 3. — 28. — 2. Júní 1. — 4. — 29. — 3. \ .... - 30. — 4. — 25. — 28. Dee. 1. — 5. Júni 26. B-vika 1. — 27. - 2. — 28. — 3. — 24. — 28. Des. 25. D-vika 1. — 29. — 4. - 26. — 2. — 30. — 5. — 27. — 3. Júli 1. — 6. — 28. - 4. - 2. - 7. — 29. — 5. Hlanpársdagur. - 30. — 6. — 31. — 7. )■ Arsjj. Júlí.......4 vikur 28 dg. Ágúst ... 4 — 28 —- Sept.......4 — 28 — C-vika . 1 vika 7 — 91 Nýtt tímatal. Hjá ýmsum mestu menningarþjóð- unum hefir nú að undanförnu allmik- ið verið rætt um breytingar á tíma- talinu — að koma því í hagfeldara horf, en nú þykir vera. Aðalbreytingartillögurnar eru þessar: Allir mánuðir ársins verði jafnir: 4 vikur — 28 dagar. Á eftir hverjum 3 mánuðum kemur aukavika; þær verða fjórar á ári og má nefna þær A, B, C og D viku. Hlaupársdagur hefir ekkert viku- dagsheiti, né mánaðardags. Hann kem- ur milli mánaðanna júní og júlí. Vikudaga ber ávalt upp á sama mánaðardag, t. d. sunnudagur ætíð 1., 8., 15. og 22. hverá* mánaðar o. s. frv. Páskar verða ætíð 8. apríl, hvíta- sunna 1. júní og jóladagur sunnudag í D-vikunni. Hér fylgir samanburður núverandi tímatals og hins fyrirhugaða — alt árið, en felt úr það, sem auðsætt er, hverjum breytingum veldur: 4. Arsjj. Október . . 4 vikur 28 dg. Nóvember .4 — 28 — Desember .4 — 28 — D-vika . 1 vika 7 — 9i 9i 52 vikur — dg. 365 Eftir þessu nýja tímatali verður varla talið í mánuðum, vegna aukavikanna, sem koma inn í milli og raska mán- aða skipuninni. Hagfeldast í viðskifta- lífinu að telja í vikum og ársfjórðung- um — þegar ekki er um ár að ræða. En væri þá ekki öllu bezt að skifta árinu í fimtir (c:fimm hluti)? — Það er sem sé óviðfeldið, sem á sér stað í viðskiftalifinu víða hvar (reiknings- viðskiftum) að fella aftan af árinu og telja það ^éodagaístað 365, og eins að telja 30 daga jafnt í öllum mán- uðum, þar sem annars vegar eru þó taldir misjafnlega margir dagar í mán- uðunum. Hér eru kostirnir auðsæir þeir: að allir mánuðir eru jafnir; að alla vikudaga ber jafnan upp á sömu mánaðardaga, og að mánaðaskipunin knýr ekki til að skella aftan af árinu. Við fimtarskifting ársins koma öll kurl til grafar. 5 er lægsta tala sem dagafjölda ársins (365) verður deilt með; verða þá 73 dagar í hverri fimt. Árið skiftist í fimtir þannig: 1. fimt: Nýjársdagur til 16. marz. 2. — 17. marz til 26. maí. 3. — 27. maí til 8. ágúst. 4. — 9. ágúst til 18. október. 5. — 19. okt. til D-vikuloka (D 7). (Að tiokkru leyti ejtir Eimr. XVIII, 1.) Hörður. Reykjavikur-annáll. Bíðið dálítið! Ef þér víljið eignast reglulega falleg og góð föt til páska og sum- ars, þá festið ekki pautanir yðar fyr en Botnia og Moskow eru komin, þvt að með þeim kemur stórt og fallegt úrval af nýtízkufataefnum í klæðaverzlun H. Andersen & Sön, — Aðalstræti 16. — Stórt fiskverkunarpláss með pakkhúsi og bryggju m. m. á ágætum stað hér í bænum fæst til kaups. Menn snúi sér til TTJagnúsar Sigurðssonar úfirdómslögmatms, JJðalsfræfi 18. Við breytinguna á dagafjölda hvers máuaðar þoka allir dagar ársins um I—4 daga bil — fá ný mánaðardaga- heiti eða ný sæti í röðinni, nema dagarnir i.—28. maí; þeim er órask- að. Sá, sem nú á fæðingardag t. d. 30. marz, ætti eftir nýja tímatalinu fæð- ingardaginn A 4 (d: miðvikudaginn í A-viku). 30. nóvember verður 4. des- ember o. s. frv. — sjá samanburðar- töfluna. Ársfjórðungarnir verða þannig sam- settir: 1. Jlrsjj. Nýársd. (ekki talinn með jan.) 1 Janúar ... 4 vikur 28 dg. Febrúar . . 4 — 28 — Marz.... 4 — 28 — A-vika . 1 vika 7 — ------— 91 samlega — er sízt áatæða til, að amast við því, að þau séu gerð að umtalsefni, þótt í BÖlum háskólans só. Vonandi verður þetta síðasta sinni | að stjórn háskólans s/nir af sér aðra eins hótfyndni. Útboð. Efnahagur Dana. Afiabrögð ganga enn ærið treglega og er um að kenna bæði litlum fiskigöngum og eigi síður gæftaleysi. Aðkomumenn siðustu viku: Eggert Keg- inbaldsson, Kleifum, sira Jón Jóhannepson frá Sandfelli, Þórður Pálsson læknir 0. fl. Eftirhermur. í kvöld efnir Bjarni Björns- son leikari til kvoldskemtunar i Iðnaðar- mannahúsinn og býður bæjarbúnm upp á fátiða skemtun. Hann ætlar m. a. að herma eftir ýmsum leikurum innlendum og er- lendum i ákveðnum hlutverkum. Bjarni gerir margt af því ljómandi vel. T. d. hermir hann eftir Jens B. Waage í John Storm, Helga Helgasyni i Pjalla-Eyvindi, Arna Eirikssyni i Ræningjunum. — Auk Bjarna sýnir annað fólk list sina í söng og hljóðfæraleik. Guðsþjónusta á morgun i dómkirkjunni: Kl. 12 síra Jóhann Þorkelsson. - 5 — Bjarni Jónsson. í Frikirkjunni kl. 12 sira Ól. 01. Föstuprédikun á miðvikudag kl. tí: sira Bjarni Jónsson. 1 Hjúskapur. Jón Ólafsson lm. og ym. Jóhanna Jónsdóttir, Grettisgötu 35. Gift 9. marz. Sigurjón Jónsson Grettisgötu 54 og ym. Ingiriður Jóhannsdóttir. Gift 4. marz. Skipafregn. Sterling fór ekki fyr en á fimtudag, gat eigi tekið flutning allan á miðvikudag. Fari tóku sér, auk þeirra sem getið var i siðasta blaði m. a.: til útlanda frú Guðlaug Magnúsdóttir kona Bjarna frá Vogi. Friðrik Jónsson kaupmaður. Til Austfjarða: Hallgrimur Jónasson verzl- unarmaður með frú sinni. Til Vestmann- eyja sira Oddgeir Guðmundsson og Sigfús Bergmann kaupm. frá Hafnarfirði. Botnia fór degi á eftir áætlun frá Leith, mun væntanlega koma hingað á þriðjudag. Vesta fór frá Akureyri snemma í morg- un. Stúdentafélagsfundur mikilsverður var haldinn í Hótel Reykjavik i gærkveldi. Hóf þar máls Guðm. prófessor Hannesson, nm: Sigur sjálfstœðisstefnunnar. Bar þar mjög á góma stjórnmálastefnu siðustu ára. M. a. töluðu þar, auk frummælanda: Jón Jensson, Matth. Þórðarson, Einar Hjörleifs- son, Einar Arnórsson, Andrés Björnsson, Jakob Möller, Arni Pálsson o. fl. Heimastjórnarforingjana vantaði á fund- ínn. Söngfélagið 17. júni söng fyrir bæjarbúa af svölnm Hótel Reykjavikur á sunnudag- inn var. Á Austurvelli safnaðist saman fjöldi fólks, á að gizka 1000—1200 manns. Söngur hljómar naumast betur nokkurs- staðar annarsstaðar i hænum — úti. Á morgun ætlar söngfélagið að syngja i Vífilsstaðahæli. Það herma nýjustu landshagsskýrslur að þar i landi, Danmörku, hafi fyrir 2— 3 árum meðalárstekjur fulltíða manna (þ. e. 18 ára og þaðan aí eldri) að fráskildum giftum konum numið 915 kr. og meðaleigur 4,111 kr. Khafnarbúar voru tekjumestir, 1285 kr. á mann fulltíða; í öðrum bæjum 978 kr. og til sveita 744 kr. Skattskyldar eru ekki lægri árstekj- ur í Khöfn en 800 kr., en 700 kr. í öðrum bæjum og 600 kr. til sveita. Skattskyldar tekjur námu (1909) alls 73é milj. kr. og eigur skattþegna sam- tals 4367 milj. kr. Samanlagðar tekjur þeirra 729,000 landsbúa, er námu eigi skattskyldri fjárhæð, eru taldar hafa verið 318 milj. kr. og eigur þeirra 373 milj. kr. Þá verða samanlagðar tekjur fulltíða manna þar í landi 1055 milj. kr. og eigur þeirra 4750 milj. Meira en 2000 kr. í árstekjur hafði ekki nema lítið brot af öllum lands- lýð, eða að eins é1/^ af hundr. (6 Va°/o)- Og ekki meira en 1 af hdr. (i°/0)eða 11,400 manns hafði meira en éooo kr. i árstekjur. En þessar rúmar 11 þús. manna áttu nær 3/5 hluta (38%) allra j fjármuna í landinu. Meira en 20,000 kr. árstekjur höfðu ! 1S jé. Og meira en 100,000 kr. | höfðu 119, eða 173,000 að meðaltali, ! og áttu alls Ýth rnilj. hver til upp- jafnaðar. Milli 300,000 og 400,000 kr. í árs- tekjur höfðu é, og 3 milli 400,000 og 500,000 kr. hver, en 2 meira en */a milj. hver, — i árstekjurl Miljónarmæringar eru í Danmörku ekki færri en 217, og eigur þeirra samanlagðar 590 miljónir í krónum. Það er */8 hluti allra fjármuna í land- inu. Af þessum 217 áttu 25 minst 5 milj. hver. Meira en 100,000 kr. fjáreign hver áttu 5000 manns. Ófrjálslyndi. Stúdentafundur sá, sem getið er um á öðrum stað í blaðinu, átti að vera í háskólanumí fyrri viku. Hafði háskólarektor B. M. Ó. gefið leyfi til þess, að fundurinn yrði þar haldinn. En er hann sá, hvert fundarefnið var, lagði bann fyrir það blátt bann, að fund- urinn yrði haldinn í salakynnum háskól- ans. Hefir menn furðað mjög á þessu staka ófrjálslyndi háskólarektorsins, ekki sízt þá, er á stúdentafundinum voru og heyrðu hve hógvært umræður fóru fram og lausar við hvers konar æsingar og flokkaríg. Þá dul má háskólarektorinn eigi ætla sér, að hann fái haldið íslenzk- um stjórnmálum utan við hugsanasvið stúdenta háskólans og kennara. Og séu þau rædd af alvöru og rök- Hefirðu heyrt það fyr? — Þessi eru 7 hin mestu riki í heimi: 1. Að víðáttu: Bretaveldi 550,000 ferm. = 30milj. ferh.rastir Rússaveldi 400,000 — 28 —----------- Kina . . 200,000 — 11 —----------- Bandarikin 175,000 — 10 — — — Brasilía 150,000 — 8*/.—---------- Frakkav. 120,000 — tíVj—---------- Tyrkjaveldi 50,000 — 8 —-------- 2. Eftir fólkgfjölda: Bretaveldi...................... 400 milj. Kina........................... 300 — Rússaveldi.......................130 — Frakkaveldi.......................90 — Bandarikin........................85 — Þýzkaland.........................70 — Japan ...........................tíO — — Jarðstjarnan Júpiter, sem er i mifJ- ið meðal jarðstjarnanna 7, er vorum hnetti fylgja, er svo stór, að endast mundi i 1300 jarðarhnetti, slika sem vorn, og er þó ör- lítill i samanburði við sólina. Hún er meira en 1000 sinnum stærri en Júpiter. — Hálförvasa kotkarl úr nágrenninu við Hóla i Hjaltadal hitti þar úti fyrir skóla- meútarann, sem þá var Gunnar Pálsson, síðar prest og prófast í Hjarðarholti í Dölum (1791) hróður Bjarna landlæknis Pálssouar. Karlinn kvað: Eg er að róla raunamóður, Réttan varla finn þó stig. Meistari Hóla, Gunnar góður! Gefðu karlinum upp i sig. Gunnar kvað: Teygðu út ranatittinn þinn, Taktu við, hana, sjáðu\ Bregðu að grana beinskafiinn, Brúkaðu vana-tilfcerin. ----*K----- Þeir sem vilja taka að sér að byggja íbúðarhús úr steinsteypu iéXi4 álnir, á húslóðinni nr. 2 við Reykjavíkur- veg í Hafnarfirði upp á «akkorð«, geri svo vel og sendi tilboð sín til undir- ritaðs, sem lætur í té teikningar, út- boðsskilmála og aðrar nauðsynlegar upplýsingar fyrir lok þessa mánaðar. Hafnarfirði 13. marz 1912. Sig. Kristjánsson sýsluskrifari. Innilegt þakklæti til allra þeirra. sem sýndu hluttekningu við andlát og jarðarför Ólafar Unnur dóttur minnar. Sérstaklega nefni eg Sigriði Björnsdóttir, sem annaðist hinu látnu á þriðja ár með umhyggju og nærgætni. Laugaveg 53 B. Samúel Ólafsson. Jarðarför síra Eyólfs Kolbeins er ákveðin miðvikudag 20. marz frá heimili hans Mel- stað. Dugleg stúlka getur fengið vist frá 14. maí á barnlausu heim- ili, annaðhvort allan daginn eða hálf- an. Hátt kaup. Upplýsingar á skrif- stofu blaðsins. Lítið hús eða bær óskast til leigu 14. maí næstk. Afgr. vísar á. Allsk. blómsturfræ fæst hjá Maríu Hansen, Lækjargötu 12 A. Lérettasaum getur stúlka feng- ið að læra nú þegar. Upplýsingar gefur Þuríður Sigurðardóttir, Austur- stræti 6. Ágætt herbergi er til leigu fyrir einhleypan á Grettisgötu é, frá 14. maí. Birkibeinar er nafn á mánaðarriti, sem Bjarni Jónsson frá Vogi gefurút í Reykjavík. Ef þér þekkið eigi það blað af eigin sjón þá bjóðumst vér til þess að senda yður sýnishorn af því ókeypis. Það kostar yður hvorki mikla fyrirhöfn né útgjöld. Sendið oss nafn yðar og heimilisfang á bréfspjaldi. Birkibeinar eru ætíð efnisríkir, vel skrifaðir og eigulegir í alla staði. Þeir flytja oft myndir og kosta aðeins 2 krónur um árið. Utanáskrift: Birkibeinar, Reykjavík. V erzlunarbúð á góðum stað 1 bænum er til leigu frá 14. maí. Ennfremur nokkrar íbúðir. Ritstj. vísar á. Stúlka óskast í vist nú þegar til 14. maí. Upplýsingar í Miðstræti 8 B niðri. Tvær áreiðanlegar stúlk- ur geta fengið vist frá 14. maí n. k. Frú Ragna Fredriksen, Miðstræti 5. Leikfél. Kegkjavíkur Ræningjarnir eftir Schiller verða leiknir sunnudag 17. þ. m. i Iðnaðarmannahúsinu kl. 8 síðdegis.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.