Ísafold - 30.03.1912, Blaðsíða 3

Ísafold - 30.03.1912, Blaðsíða 3
ISAFOLD 78 Víxlahvarfið. Svofelda »leiðrétting« hefir hr. Hannes Hafsteiti sent Isajold með til mælum um að birta hana: Herra ritstjóri! I grein með fyrirsögn ♦Ranneókn gjaldkeramálsins* i 18. tölubl. ísafoldar 21. þ. m. er það hermt sem orð- rómur, að mér hafi & alþingi 1907, sem þáverandi ráðherra, verið kunnngt um mjög miklar misfellur i Landsbankanum, vant- andi vixla og ávisanir, sem gefið er í skyn, að gjaldkerinn muni hafa innheimt i sinn sjóð, og segir i greininni, að annaðhvort bankastjórnin upp á sitt eindæmi eðalands- stjórnin hafi þá »kæft þetta niður«. Eg lýsi þvi yfir, að þetta eru tilhæfu- laus, helber ósannindi, að þvi er mig snertir. Þessa leiðrétting mina má enginn skilja svo, að eg þar með vildi sagt hafa, að eg mundi hafa rokið upp til handa og fóta með sakamálskæru eða óskapagang, þó að mér hefði borist vitneskja um, að vixla- eða ávisanabirgðum bæri ekki saman við höfuðbók bankans. Slikt g e t u r orsak- ast af skakkri samtalning, af reiknings- skekkjum eða af misgáningi í bókfærslu burtsendra innheimtupiagga, en þarf ekki að eiga rót að rekja til neinna misfella af gjaldkerans hálfu, og er sjálfsagt að gjörð sé gangskör að því iunan banka að leita slikar villur uppi, eins og gjört mun hafa verið. Eg hefði þvi getað látið þessa mÍBSögn út af fyrir sig liggja mér i léttu rúmi, eins og svo margt annað, sem um mig hefir verið spjallað i blaði yðar. En þegar hún kemur jafnhliða meira og minna dularklæddum aðdróttunum um, að eg og heimastjórnarflokkurinn hafi haft sérstakar ástæður til þess að kæfa þetta niður, af því að maðurinu, er þér teljið valdan að fjárhvarfi úr bankanum, hafi verið einn af aðalfjárstuðningsmönnum flokksins, sem auðvitað er jafnósatt fyrir þvi, þótt búið sé að marg-endurtaka það í blaði yðar þessa dagana, þá álít eg skyldu mína, ekki að eins gagnvart sjálfum mér, heldur einu- ig gagnvart öðrum, sem hér eru ranglega hafðir fyrir svivirðilegri sök, að mótmæla lýginni, sem þvi miður er alt of mikið ot- að um þessar mundir. Reykjavik, 22. marz 1912. H. Hafstein. Aths.: H2Í1 almannarómurinn gert herra Hannesi Hafstein rangt til að þvi leyti, að honum hafi verið ókunnugt um víxla- og ávísanahvarfið í Landsbank- anum, þá má hann kenna það flokks- bræðrum sínum. Þegar ekki tókst lengur að halda því verðskjala-hvarfi leyndu, af því að rannsóknarnefndin frá 1909 skýrði frá því í skýrslu sinni, þá var það borið út um landið af heimastjórnarmönn- um, að hún hefði svo sem ekki upp- götvað neitt nýtt eða merkilegt í því efni — þetta hefði verið kunnugt fyrir löngu. Og það var látið fylgja sög- unni, að t. d. hefði mönnum verið kunnugt um þetta á alþingi 1907. Þá þóttí sá sigur nefndarinnar of mikill, að hafa fundið þessar misfell- ur. Þá reið á að gera sem mest úr því, að þarna hefði ekki neitt verið að finna, af því að um ekkert leynd- armál hefði verið að tefla. Nú er komið nokkuð annr.ð hljóð í strokkinn. Nú er eins og óhultast sé að hafa vitað sem minst. Og heimastjórnartnenn sögðu að minsta kosti pað satt, að bankamenn- irnir að endurskoðendum meðtöld- um, vissu um þessar misfellur, eins og skýrt er frá í siðustu ísafold. — Allir í bankanum virðast hafa eitt- hvað um þær vitað — nema gæzlu- stjórarnir, samkvæmt því sem þeir segja í »Athugasemdum og andsvör- um« sínum. Þeir virðast hafa verið óhnýsnari en svo, að þeir væru að forvitnast um annað eins. Vér látum ósagt, hver líkindi séu þess, að hr. H. H. hafi alla sina ráð- herratíð gengið þeirra misfellna dul- inn, sem bankastjóra, bankastarfsmönn- um og endurskoðendum var kunnugt um. En fremur furðar oss á því, að jafnvel ekki stjórnkjörni endurskoðand- inn, sem jafnframt var skrifstofustjóri í stjórnarráðinu, skyldi gera yfirmanni bankans, ráðherra, viðvart, ekki einu sinni ejtir að sú rannsókn hefir verið um garð gengin, sem H. H. talar sjálfur um — sú rannsókn, sem átti að leiða í ljós, hvort hér væri um skakka samtalning, eða reikningsskekkju eða bókfærslumisgáning að tefla — su rannsókn, sem sjálfsagt hefir þá leitt 1 ljós, að engu sliku yrði um kent, fyrst aldrei hefir verið" frá því skýrt — sú rannsókn, sem hefir þá hlotið að benda til þess, að annað- hvort hafi víxlunum verið týnt eða stolið. A hinu furðar oss ekki, að H. H. lýsir yfir því, að hann mundi ekki »hafa rokið upp til handa og fóta með sakamálskæru* útaf víxlum horfn- um úr bankanum. Sannast að segja hyggjum vér, að honum hafi verið óþarfi að taka það fram. Fáir munu þeir vera, sem ekki geri ráð fyrir, að hr. H. H. hafi átt sinn þátt í þeim miður vel viðeigandi tilraunum, sem gerðar hafa verið til þess að kæfa þetta nýja bankamál; þess vegna, og af margvislegri reynslu annarri, fer víst enginn að búast við því, að hann hefði farið að beita neinni harðneskju út af misfellum í bankanum, eins og bankinn var mönnurn skipaður í ráð herratíð hans. Annað mál kynni það að vera, að taka eitthvað ofan í lurg- inn á Landsbankanum eins og hann Strútsfjaðrir. Sendið 2 kr. i frímerkjum (d.)og vér sendum kostnaðarlaust ekta afríkanska strútsfjöður, nál. x/2 stika á lengd, breiða og bústna. Hefir verið notuð til sýnisaðeins. Fyns Varehus, Odense. er nú — ef H. H. er sammála aðal- málgagni flokks síns, Lögréttu I Aftur á móti furðar oss á því, að H. H. og ]. Ól. skuli nú vera að I vanþakka Halldóri Jónssyni fjárstuðn-, ing hans við heimastjórnarflokkinn. Það virðist þeim mun ver til fundið, sem auglýst hefir verið á síðasta ári, að H. j. sé i miðstjórn flokksins, og flokksforingjarnir telja enn flokknum samboðið, að hann sé í þeirri virðu- legu stöðu. Fleira teljum vér óþarft að athuga í »leiðréttingu« hr. H. H. Hún er auðsjáanlega rituð í hita og verður því að afsaka stóryrðin, sem ella væru óskiljanleg — út af ekki meira tilefni. íslendingar i Olympíuleikum Eftir því sem Isajold hefir leitað sér vitneskju um, verða íslenzku Olympíu-fararnir minsta kosti 7 tals- ins. Þessir 7, sem helzt er hafður augastaður á til fararinnar kváðu vera: Axel Kristjánsson frá Sauðárkrók, Guðm. Kr. Guðmundsson, Halldór Hansen stud. med., Hallgr. Benedikts- son kaupm., Jón Halldórsson banka- ritari, Magnús Tómasson verzlm. og Sigurjón Pétursson. Þetta eru alt knálegir og vaskir menn og hinir snyrtimannlegustu í allri framgöngu. Mundi þjóð vorri að því sæmd, að þeir væru af vorri hendi við Olympíuleikana. Sex þeirra er ætlað að sýna glím- una íslenzku, en hinn 7. (fón Hall- dórsson) mun taka þátt í kapphlaup- um — hann er meslur hraðhlaupa- maður hér um slóðir. Sumir kváðu svo stórhuga að vilja senda 10 manns til Stokkhólms og væri það auðvitað skemtilegast, en betra er að gera 7 verulega vel úr garði en 10 miður vel. Landsstjórnin hefir veitt 2500 kr. styrk til Olympíufararinnar, en vita- skuld hrekkur það hvergi nærri til og stendur til að leita styrks hjá Reykvík- ingum með glímusýningum o. fl. Eitt íþróttafélagið hér: íþróttafélag Reykjavíkur heíir sýnt af sér þá rausn að senda íþróttasambandi íslands 50 kr. gjöf — til að standast ýmsan ó- hjákvæmilegan kostnað við undirbún- ing Olympíufarar. Ættu fleiru að fara eftir. Olympíufarar munu leggja á stað héðan um miðjan júní og hverfa heim aftur í öndverðum ágús“mánuði. Olympíuleikarnir standa frá 29. júní til 22. júlí. Snjóflóð í Mjóaíirði. Fyrst í þessum mánuði kom snjó- flóð mikið úr fjöllunum norðan við Mjóafjörð eystra. Skriðan reif með sér 40 símastaura alls — lenti svo i firðinum, gerði bylgju afskaplega á firðinum, sem fór yfir hann, yfir á hvalveiðastöðina Asknes. Skip, sem lá þar við bryggju, skemdi hana all- mjög. Svo stóð og gufuketill mik- ill talsvert fyrir ofan flæðarmál, mörg þúsund pund að þyngd. Hann sog- aði bylgjan með sér út á fjörð — afturkastinu. Lá við að manntjón yrði. Maður einn var á náðhúsi uppi á malarkambinum. Sjórinn fylti klef- ann og lá við, að maðurinn drukn- aði. Snjóflóðið á Seyðisfirði 3. marz, sem getið hefir verið hér í blaði'nu áður, náði yfir alveg sama svæðið og snjóflóðið mikla, fyrir 27 árum. ReyKjavikur-annáll. Aðkomumenn: Björn Sigfússon umboðsm. frá Kornsá, Gluðjón Gfuðlaugsson alþm., Olgeir Friðgeirsson verzlstj. frá Vopnafirði. síra Pétur Helgi Hjálmarsson, Aðalsteinn Kristjánsson og Sigurbj. Sigfússon frá Húsa- vík. Alþýðufrædsla A morgun flytur mag. art. Sig. Guðmundison frá Mjóadal erindi um norsku stórskáldin Welhaven (1807—1873) og Wergeland (1780-1848.) Eftirhermur Bjarna Björnssonar. Troðfull- ur, að heita mátti, var salurinu. i Bárubúð i gærkveldi. Bj. Bj. lék þar eftirhermulist sfna af mikilli fimi, og vakti hlátur mikinn og gleði manna. Bjarni söng einnig gaman- visur nýjar, græskulausar og fór vel með. Auk þess dansaði einhver ónefndur negra- dans (Stepp), sem þykir skemtun góð viða erlendis, en er svo að segja óþekt hér, enda fólk talsvert »framandi« fyrir honnm. — Loks lék Ghiðm. Eiriksson nokkur lög á har- monínm, mikið snoturlega. Dánir: Elín Jónsdóttir e. Bergstöðum, 70 ára. Dó 20. marz. G-uðný Bjarnadóttir Óðinsgötu 10, 59 ára. Dó 23 marz. Sigr. Þorkelsdóttir prestsekkja Vg. 28, 77 ára. Dó 28. marz. Guðsþjónusta. Á morgun (pálmasunnu- dag) i dómkirkjunni: kl. 12 síra Jóh. Þ., kl. 5 sira Bj. J. Á Skírdag kl. 12 sira Bj. J. (Altarisganga). Engin siðdegismessa. Langafrjádag kl. 12 síra Jóh. Þ., kl. 5 sira B. J. í frikirkjunni messar séra. Ól. Ól. kl. 12 alla dagana. Harpan. lúðraflokkur sá er Hallgr. Þor. Steinsson stýrir, ætlar að skemta bæjarbú- um á Austurvelli á morgun — upp úr sið- degismessunni. Tælifærið á einnig að nota til þess að leita samskota handa beimilum jeirra, er fórust á Geir. Kassar tveir verða á almannafæri til þess að leggja i gjafir i jessu skyni. Ætti fólk að minnast þess, að safnast þegar saman kemur, þótt eigi fari rnikið fyrir skerf einstaklingsins. Kvenfélagið Hringurinn er i óðaonn að æfa leik, sem til stendnr að sýndur verði upp úr páskunum. Það er danskt leikrit Tvillinger (Tvlburarnir) og hefir verið leikið við mestu aðsókn í Alþýðuleikhús- inu i Khöfn. Eins og fyr á ágóðinn af ieiknum að renna til þess að styrkja fá- tæka berklasjúklinga. Leikfélagið leikur Ræningjana i siðasta sinni annað kvöid. Það er nú að æfa hinn nafnkunna brezka leik Sherlock Holmes og mun standa til að leika hann 2. páskadag, fyrsta sinni. Er hann gamalknnnur gestur á leiksviðinu hér. Aðalhlutverkið, Sheriook Holmes, leikur Bjarni Björnsson. en Andrés Björnsson bófaforingjann, sem Árni Eiriks- son lék áður. Mannskaðasamskotin. Söngfélagið 17. júni 8öng á fimtudag i Bárubúð og lét allan ágóða samsöngsins renna til mannskaðasam- skotanna. Mun það hafa numið alls undir 400 kr. — Þess má geta öðrum til eftir- breytni, að kona ónefnd borgaði 30 kr. fyrir 3 aðgöngumiða að þessum samsöng. Sýni aðrír líka rausn af sér. Til stendur að söngfélagið fari til Hafn- arfjarðar á skirdag og syngi þar — einnig til ágóða fyrir mannskaðasamskotin. Sjálfstæðisfélagsfundi þeim, sem halda átti i kv'óld til að ræða um kolaeinkasöln- málið er frestað — þangað til nefndarálit peningamálanefndarinnar er komið út, en það kvað verða í öndverðum aprilmánuði. Nýungar í meir en 1000 föt Þar sem eg hefi dvalið er- lendis, hefir mér hepnast að komast að óvenjulega hag- feldum innkaupum á: »■ Alfatnaðl, drengja og fullorðinna frá 3.50—52.00. Vorfrðkkum eftir nýjustu tízku. Begnkápum, waterproof, ágætt snið. Hálslíni, hvítu og misl. Manchetskyrtur Nærfötum, handa stórum og smáum, í miklu úrvali. Brauns verzlun „Hamborg“, Aðalstræti 9. Hefiiðu heyrt það fyr? Dýrt símskeyti. Hróaldur Ámundason sendi, nýkominn til Tasmauiu úr suðnrheimskautsferðalagiuu, bróður sínum, er heima á í nágrenni við Kristjaniu, 3000 orða símskeyti, sem kost- aði 8400 kr., som sé 2 kr. 80 a. hvert orð. Eigi er kunnugt, hvað kostaði ferðasaga hans, er hann símaði blaðinu Daily Chronicle i Lundúnum. Mannkynsflokkarnir. Hvítir menn ern taldir vera um 840 milj. Gnlir (mongólar)............ 500 — Blámenn......................130 — Malajar......................50 — Indianar..................... 30 — Mannkyn alt 1550 milj, Trúarbragðaflokkar. Kristnir menn.........um 560 milj. Rómversk-kaþólskir 260 milj. Mótmælendatráar . 190 — Grísk-kaþólskir . . 110 — Gyðingar...................10 milj. Múhameðstrúar............... 200 — Buddhatrúar................. 450 — Hindúar..................... 200 - Heiðingjar...................130 - 1550 milj. Auglýsingaformáli, eftir Ö.Þ. Enginn laðar þig, lagsi minn, lygum með eða raupi. En komirðu ekki, asninn þinn, ertu af góðu kaupi. Anitiuannastfg 4. Tals. 240. Brynjólfur Björnsson, tannlæknir. Próf frá tannlækuaskólanum í Khöfn. Viðtalstírui kl. 10—2 virka daga, (Á öðrum timnm eftir ástæðum). NB. Síðari viðtalstímanum, sem ver- ið hefir (4—6) er slept vegna vaxandi anna við tannatiibúning, bæði handa innanbæjarmönnum og aðkomufólki (sérstakl. á vissum tímum t. d. vor og haust). Fjórðungsþing ungmennafélaganna í Sunnlendingaigórðuugi verður sett þriðjudaginn 2. apríl n. k. kl. 12 á h. i Bárubúð. Stjórnin. Leikféí. Heijkjavikur Ræningjarnir eftir Schiller verða leiknir sunnudag 31. þ. m. Iðnaðarmannahúsinu kl. 8 síðdegis, / síðasta sinn. Alþyðufræðsla Stndentaíélagsins Sig. Guðmundsson magister. flytur erindi um Welhaven og Wergeland í íðnaðarmannahúsiuu sunnudaginn 31. þ.m, kl. 5 síðd. lnngangur kostar 10 aura. Egg, íslenzk Og rjómabússmjör fæst í matarverzlun cTómasar dónssonar. hefir til sölu nu þessa daga afaródýra koltjöru. Hangikjöt tólg fæst í matarverzlun cTómasar dónssonar. 2 áreiðanlegar stúlkur geta fengið vist frá 14. maí n. k. Frú Ragna Frederiksen, Miðstræti 5. Armband fundið. Vitja má á Njálsgötu 43. Þakkarávarp. Síðan maður- inn minn, Steingrímur Steingrímsson, varð fyrir því mikla og sorglega slysi, að missa annan fótinn úti á botn- vörpuskipi því, sem hann var ráðinn á í vetur, þá hafa ýmsir góðir menn sýnt mér hina mestu velgerninga. — Skipstjórinn, Hrómundur Jósefsson færði mér 250 kr. að gjöffrá honum, skipshöfninni og útgerðarmanni Elíasi Stefánssyni. Guðmundur Magnússon skipstjóri í Hafnarfirði færði mér 25 krónur og gerði mér kost á fleirum velgerðum. Helgi Guðmundsson,Njáls- götu 13, færði mér 10 kr. Öllum þessum góðu og göfuglyndu mönnum votta eg í nafni mínu og mannsins míns innilegasta þakklæti mitt. Reykjavík 30. marz 1912. Katrín Guðmundsdóttir. 2 herbergi, ásamt eldhúsi, góðri geymslu og þvottahúsi til leigu frá 14. maí. Færeyingar drukna. Fyrir skömmu druknuðu 6 Færey- ingar á bát úti fyrir Landeyjum. Það bar til með þessum hætti: Fyrir nokkru strandaði færeysk skúta við Landeyjar og komust skipverjar af. En nú bar að aðra færeyska skútu og þektu skip- verjar skútuna, sem strönduð var. Vildu þeir þá hafa nánari fregnir af, hvernig strandinu viki við og gerðu út 6 menn á bát. En báturinn og mennirnir lentu í hinu mikla brimi, sem »voldug reisir Rán við Eyja- sanda*. Botnvörpuugarnir hafa aflað eins og hér segir: Snorri Sturluson til 26/8 ... 50 þús. Freyr til aVs...............26 — Snotri goði til 18/g........70 — Skallagrímur til 18/8.......70 — Baldur (Th. & P. Th.) til aV8 45 - íslendingur til 16/8........20 — Leiguskip (Elías St.) til 18/g .10 — I Leiguskip (Elías St.) til u/8 16 - : Marz til 9/»................- | A. G. (leiguskip) til 2a/s ... 44 - j jón forseti til w/g.........40 - j Skúli fógeti til 17/g.......33 - j GarðarlandnemúH.ZoégaJtil11/^ - j Leiguskip (H. Zoéga) .... 31 - Bragi (Th. & P. Th.) til 30 - (Eftir Ægi).

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.