Ísafold - 30.03.1912, Blaðsíða 1

Ísafold - 30.03.1912, Blaðsíða 1
Keœui út fevisvar i viku. Verð árg. (SO arkir minst) l kr. erlendia B ki. ciln 1'/» dollar; borgiat íyrir miðjtvi) júli (ei-Jendis fyrir fram). ÍSAFOLD Oppsðgn (akrifieg) bundin viR aramót, n óKlld nema komin té Ul útgefanda tytU 1. okt. ng aa»pandl aknldlaaa TlO MaRiO Afgreiðala: Aurtuntrreti 6. XXXIX. árg. Reykjavík 30. marz 1912 21. tölublað I. O. O. F. 93549 Alþýoufél.bókasafn Pósthússtr. 11 kl. 6-8. Augnlækning ókeypis í Lækjarg. !á mvd. 8—3 Borgarstjóraskrifstofan opin virka daga 10—3 Bæjarfógetaskrifstofan opin v. d. 10—2 og 4—7 Bæjargjaldkerinn Laugav. 11 kl. 12—8 og 6—7 Eyrna-,nef-og hálslækn. ók. Pósth.str.UA fid.2—3 íslandsbanki opinn 10—2»/» °S 6»/«—7. K.f.O.M. Lestrar- og skrifstofa 8 ard.—10 síld. Alm. fundir fid. og sd. 8»/» siCdegis. Landakotskirkja. Guosþj. 9 og 6 a helgum Landakotsspitali f. sjúkravitj. 10»/«—12 og 4—5 Landsbankinn 11-2»/», 5»/s-6»/«. Bankastj. vio 12-2 Landsbökasafn 12—8 og 5—8. Útlán 1—8 LandsbúnaOarfélagsskrifstofan opin tra 12—2 Landsféhiröir 10—2 og 5—6. LandsskjalasafniO hvern virkan dag 12—2 Landsiminn opinn daglangt [8—9] virka daga, helga daga 10—12 og 4—7. Lækning ókeypis Þingh.str. 28 þd. og fsd. 12—1 Náttúrugripasafn opio 1»/»—2»/« á sunnudögum StjóraarráOsskrifstofurnar opnar 10—4 daglega. Talslmi Beykjavikur (Pósth. 8) opinn daglangt (8—10) virka daga; helga daga 10—9. Tannlækning ókeypis Pósth.str. 14B md. 11—12 Vifilsstaoahælið. Heimsóknartimi 12—1. Þjóomenjasafniö opio á sd., þrd. og fmd. 12—2 ffiðurjöfnunarskráin 1912 fæst hjá bóksölum. Verð: 25 a. Bæjarshrá Heukjavíkur er ómissandi handbók fyrir hvern mann. Fæst hjá bóksölum. Verð kr. 1.50. Sigur sjálfstæðisstefnunnar. Eins og ísaf. hefir áður skýrt frá, flutti Guðm. Hannesson prófessor er- indi um það mál á stúdentafélagsfundi 15, marz síðastl. Hér fer á eftir ofur- lítið ágrip af því erindi, sem væntan- lega verður síðar prentað annarstaðar í heild sinni. Ræðum. gerði ráð fyrir, að sumum kynni að þykja kynlegt, að talað væri um siqur sjálfstæðisstefnunnar eftir síðustu kosningar, og þegar Danir væru að steyta hnefann framan í okkur. Samt sem áður hafi sjálfstæðisstefnan unnið glæsilegan sigur, en innlimunar- stefnan orðið landræk. Skilgreining ræðumanns á »innlim- un« og »sjálfstæði« var sem hér segir: »Innlimun tel eg það, ef landið er danskur ríkishluti. Danir hafa þá æðsta valdið yfir landinu, sjálfstjórn vor er oss veitt af þeim, án þess að vér hefðum réttarlega kröfu til henn- ar. Um önnur landsréttindi er þá ekki að tala en yfirráðin yfir sérmál- unum og þau undir umsjón og eftir- liti Dana. Sfáljstaði eða fullveldi er það, ef landið er utan danska ríkisins sem sérstakt, sjálfstætt ríki með æðsta valdi yfir öllum sínum málum. Þá er sjálf- stjórn vor viðurkenning á rétti vorum, sem ekki nær eingöngu til sérmál- anna, heldur allra vorra mála, einnig sameiginlegu málanna«. Þessa merkingu kvaðst ræðumaður ávalt hafa lagt í orðin; en annars hefði hún verið á reiki hjá ýmsum. Sumir t. d. kallað það eitt »innlimun«, ef sjálfstjórn í sérmálunum væri tekin af oss, og það »sjálfstæði«, ef vér réð- um þeim undir umsjón og eftirliti Dana. Meðan þessi rugiingur sé á merkingunni, sé nauðsynlegt að taka skýrt fram, við hvað sé átt. Ræðum. rakti því næst nokkuð sögu sjálfstæðishugsjónarinnar síðan 1903. Þá var takmarkið yfirráð sér- málanna. »Danski ríkishlutinn ísland átti að hafa sína heimastjórn í þeim, en öll önnur mál voru að sjálfsögðu dönsk og komu oss ekkert við«. Til þess að sýna, hvernig Heima- stjórnarmenn litu á málið þá, tilfærði hann þessi orð úr nefndaráliti Ed. um stjórnarskrármálið: »Vér getum ekki með réttu and- mælt því, að Danir hafi ejtirlit með lögyöj vorri og stjórnarráðsfójunum, að þær stofni ekki einingu ríkisins í hættu eða misbjóði jafnrétti ríkisborg- aranna«. Ríkisráðssetan var talin hættulaus, vegna þess að ráðherra hefði »sérstöðu« í rikisráðinu. Sérmál vor væru í raun og veru ekki undir danska ríkisráðið lögð. Vér réðum þeim eigi að siður. Þessu mótmæltu Landvarnarmenn einir. Samt var aðaltakmark þeirra hið sama og annarra. Þeir mótmæltu ekki ríkisráðssetunni af þvi að hún riði í bág við ríkisréttindi landsins, heldur að eins vegna þess, að sérmál vor kæmust með þeim hætti undir dönsk yfirráð, sérmálaráðherrann yrði með þessu blátt áfram danskur ráð- herra með ábyrgð fyrir rikisþinginu. Ræðum. sýndi með ýmsum tilvitn- unum úr Landvarnarblaðinu Ingólfi, að þann veg hefðu Landvarnarmenn á þeim tíma litið á málið. 1904 fer sjálfstæðiskröfunni að bregða fyrir. En hiin kemur ekki að fullu fram fyr en 1905 í Norðurl. i fyrirlestrum, sem blaðið flutti, eftir G. H. Hér syðra vakti þetta litla eftir- tekt í fyrstu. En altaf færast menn meira og meira í sjálfstæðisáttina. 1906 flytur Norðurl. mikið af riti G. H. »í afturelding*. Sunnanblöðin verða sammála smátt og smátt, Ing- ólfur, ísafold, Fjallkonan og Þjóðólfur. Andróðurinn kemur glöggast fram i Reykjavíkinni. Ritst. segir meðal ann- ars: »Það takmark, sem allir sannir ís- lendingar stefna að, er fullkomin sjálj- stjórn Islands í sérmálum pess. Það væri beinasti sjálfsmorðsvegur að tylla oss upp sem ríki með 80.000 íbúa«. Um kröfu stúdenta í Khöfn um sér- stakan ísl. þegnrétt er sagt: »Nú hafa landvarnarmenn fundið það út, að enda pótt Island 0? Danm'órk séu eitt riki, þá skuli þó vera sinn þegnréttur í hvoru landi*. Lögr. segir margt hlýlegt um sjálf- stæðishugsjónina, en samt verður ofan á að halda sér við sérmálin. Blaðið tekur það meðal annars fram, að »með orðunum frjálst sambandsland er ekki farið fram á skerðingu á ríkisheild- inni«, »og yfir öllum öðrum en sam- eiginlegum málum skuli landið hafa fult vald«. Þessi umbrot í hugum manna og reik á skoðunum, þrátt fyrir það, þó að mikið miði í sjálfstæðisáttina, kem- ur ljósast fram í Blaðamannaávarpinu. Það heggur nærri fullri sjálfstæðis- stefnu, en orðin svo óljós og það vantar á þau það smiðshögg, sem skýr hugsun gefur, enda misjöfn grein gerð þess í blöðunum, hvað í Ávarpinu væri fólgið. Þetta árið fóru þingmenn vorir í heimboð til Danmerkur. Bezti mæli- kvarðinn fyrir því, hve hátt allur þorri minnihlutans hugsaði, er grein Sktila Thoroddsens i »Politiken«. Þar er farið fram á þrjár kröfur og ann- að ekki, 1. að stöðulögunum sé breytt og í staðinn komi lög, sem báðir sam- þykki; 2. að nafn íslands sé tekið upp í titil konungs; 3. að sérmálin séu látin ihlutunarlaus af Dönum. Þessar kröfur mundu ekki þykja ægilegar nú. En 1906 fullnægðu þær flestum. 1907, Þingvallafundarárið og kon- ungskomuárið, er teningunum kastað að tullu um þjóðræðismenn. Að visu ritar Sig. Stefánsson í ársbyrjun i ísa- fold, að »aldrei verði þjóðarsjálfstæði voru borgið, íyr en síðustu úrslit allra sérmála eru i vorum höndum«, en skömmu síðar er hann horfinn frá sérmálatakmarkinu og krefst þess, að sambandslögin »tryggi jafnrétti við Dani í sameiginlegum málum, en ein- ræði vort í sérmálunum«. Einar Benediktsson telur það tilætlun Land- varnarmanna, að Island standi undir »dansk Overhöjhed« í grein í Poli- tiken, en fekk ekki undirtektir hér heima. Nii halda 5 stærri blöðin fram rikishugsjóninni: Norðurland, Ingólf- ur, ísafold, Fjallkonan og Þjóðólfur. Stefnan sést glögt í Þingvallafundar- ályktuninni, eða enn betur í »Frjálsu sambandslandi« eftir Einar Hjörleifs- son. Lögr. segir iest hlýlega i garð sjálfstæðishugsjónarinnar, þó að Þing- vallafundurinn væri lastaður, sennilega af flokksástæðum. Hver þingmála- fundur af öðrum samþykti sjálfstæðis- tillögur, og sjálfur kóngurinn lenti í sjálfstæðisöldunni og talaði um »bæði ríkin« á Kolviðarhóli. Aðeins eitt blað á landinu stóð eins og klettur úr hafinu. Það var Reykja- vík. Hiin segir: »Verksvið vort er hin íslenzku sérmál og ekki annað«, og flytur langan og beiskorðan rit- dóm um »í afturelding*. Þó er það auðfundið, að undir niðri og þrátt fyrir öll stóru orðin er ritstj. stefnu ritsins hlyntur. »Ef um takmarkið er að ræða, hygg eg að enginn ágrein- ingur sé« — en hann hyggur það svo langt undan landi, að það sé þýð- ingarlaust að svo stöddu. Arið 1908 falla síðustu vígi sér- málastefnunnar. Þá er deilt þrotlaust um frumvarp millilandanefndarinnar og í þeirri deilu er fullum sjálfstæðis- kröfum haldið mjög stranglega uppi af öllum blöðum Sjálfstæðisflokksins. En öll blöð Heimastjórnarmanna verja, áður árinu lýkur, frumvarpið á þeim grundvelli, að það geri landið að sjálf- stæðu ríki. Sjálfstæða ríkið, með rétt- arlegu jafnrétti við Dani, er orðin þeirrar framtíðar hugsjón í stað yfir- ráðanna i sérmálunum. Reykjavíkin hélt fast við sína fyrri stefnu fyrsta ársfjórðunginn og segir t. d. í marz um landvarnarmenn: »011 þeirra mikla agitation um sjálfstæði og sérstakt ríki er enn sem komið er staðlaus þvættingur — tilraun til að steypa þjóð vorri út i hreina og beina æfintýrapólitík«. Fyrst þegar milli- landafrv. kom til sögunnar telur ritstj., að »fuilveldið verði auðsóttara á sín- um tíma«, ef það verði samþykt, en rétt á eftir telur hann fullveldi fengið með frv. og brátt eru »heimastjórn- armenn hinir sönnu sjálfstæðismenn að dómi ritstjórans«. Hvernig sem á Uppkastið er litið, þá verður það tæplega vefengt, að síð- au hefir ekkert Heimastjórnarblað horf- ið frá kröfunni um fullan ríkisrétt. Ekkert þeirra lætur sér nægja yfirráð sérmálanna undir eftirliti Dana. Ræðum. tilfærði sem dæmi orð minnihluta sambandslaganefndarinnar á þingi 1909: »Það eina, sem báðum hlutum nefndarinnar kemur saman um, er að hvorir um sig vilja, að ísland verði frjálst og sjálfstætt ríki . . . konungs- ríki jafnrétthátt Danmörku og jafn- hliða henni«. Eg kalla, að þetta sé mikið, ótrú- lega mikið samkomulag. Stjórnmála- takmark allra íslendinga, að minsta kosti beggja þingflokka, er orðið hið sama: fult sjálfstæði landsins. Deilan er ekki lengur um þetta, heldur hve mikið vér af eigin full- veldi eigum að fela Dönum af málum vorum, og hve lengi, að réttarlega óskertu æðsta valdi voru yfir öllum vorum málum. Þetta er mikilsvert atriði, en tæplega svo, að það réttlæti tvískiftingu um þetta mál, sem ætíð hlýtur að styðja Dani stórum. Ef Danir væru fúsir á að semja við oss um jafnréttissamband, þá ætti það ekki að vera ofætlun ísl. þingflokkum að koma sér saman um kröfur vorar. Réttara væri, ef til vill, að krefjast þess af þeim sem sjálfsagðrar skyldu, og nota ekki lengur þetta mál til þess að keppa um völdin, er svo mjög hefir saman dregið, og annars vegar víst, að samkomulag milli íslendinga er óhjákvæmilegt skilyrði fyrir því, að Danir láti nokkuð af hendi rakna. Að endingu veik ræðum að því, með stuttu sögulegu yfirliti, að þó að sjálfstæðisstefnan hafi risið úr dái síð- ustu árin og orðið einvöld i landinu, þá sé hún ekki ný uppfunding, held- ur hin forna islenzka stefna. En síð- an 190J—06 hafi hiin magnast meira en nokkru sinni áður, og ekkert lík- legra en sigur hennar á siðustu árum sé sigur að fullu og öllu, sem skifti tímabilum í stjórnmálasögu landsins. Aths.; Isajold mun innan skamms gera þetta erindi G. H. að umtalsefni. Ritstj. --------1-------- Maruiskaðasamskotin. Þessum samsk. hefir Isafold tekið við: Grisli GnÖmunds- son bókb. 5,00, 2+7 50,00, N. N. 10,00, Sigr. Sigorðard, Vg. 46 2,50, Sig. Ingi- mundarson Vg. 26 2,50, Ludv.Bruun Skjald- breiö 15,00, L'hombreparti 2,00, Ónefndar 5,00, A. Andrésson SuOurg. 10 20,00, N. N. 2,00, A. W. E. 20,00, GL Þ. P. 2,00 *ffísur <3shnóinga. Þegar sólin vertnir um sumardag, pegar syngja Juglar í mó oq lyngi, pe^ar Jossarnir dynja frjálsan brag, pegar Jreyðir hafið sitt aldna lag, — pá finst hverjum óspikum Islendingi, sem létt sé aj öllum lúa' og harmi. Þá andar svo hjartfólginn, hressandi blar yfir dal, yfir grund, yfir sval-köld sund og í hjarta hvers drengs og í drósar barmi. Þegar stormar aða o% stynur mar, pegar storðin reyrist i klaka-bingi, pegar skálmar um himininn skýfa-Jar, pegar skrautritar qaddur a rúðurnar — pá finst hverfum óspiltum Islendingi, sem treyst sé á krajtinn i unqum armi. Þá líður Jrá kólgunni karlmensku-blar yfir dal, yfir grund, yfir sval-köld sund, og l hjarta hvers drengs og í drðsar barmi. Þeqar kreppir að pér, mín unga pfóð! peqar örlö% veitast að njgraðingi — pegar sagt er: »láttu pitt líj og blóð, eða lagðu rostann, pú veika pjóðl* — pá finst hverfum óspiltum Islendingi, sem prútni aðar aj helgum harmil Þá streymir Jrá landnámstlð lýðveldisprd yfir dal, yfir grund, yfir sval-köld sund, og í hfarta hvers dren^s og í drósar barmi. B. Þ. Gröndal. Erl. símfregnir. Kolaverkfallinu lóttir af. ------ Kh. 29/, '12. Frumvarpið um lágmark á verkkaupi samþykt og orðið að lögum. Þar segir, að menn, kvaddir til gerð- ar, skuli ákveða lágmarkið í einstökum héruðum. At- kvæðagreiðslu námuverk- manna verður væntanlega lokið á mið vikudag 3. apríl. Horiist vel um sættir. Konom synjað kosningarréttar í Bretlandi. / neðri málstoju parlamentisins hefir trumvarpið um að veita konum kosn- ingarrétt verið Jelt. Nýr rannsóknardðmari í gjaldkeramálinu. Þau tiðindi gerðust á fimtudaginn, að hinn reglulegi dómari, Jón bæjar- fógeti Magmisson var samkv. beiðni leystur frá dómarastörfum í gjaldkera- málinu. Mun hann hafa talið sig hafa alt of miklar annir til þess að hafa svo yfirgripsmikla og tímafreka rann- sókn með höndum. Dómari var skipaður i hans stað af stjórnarráðinu Magnús Guðmundsson, cand. juris, aðstoðarmaður i stjórnar- ráðinu, og tók hann þegar við störf- um rannsóknardómara. Rannsóknar- dómara til aðstoðar við forvaxtaút- reikning o. fl. eru þeir Þorst. Þor- steinsson cand. polit. og Georg Ólafs- son cand. polit. Hinn nýi rannsókn- ardómari mun, að þvi er Isajold hefir haft fregnir af, gefa sig allan við rann- sókninni, svo að vænta má, að henni miði rösklega áfram. Innieign Landsbankans hjá Landmandsbankanum. Fyrir því voru færð skýr rök i ísajold, ié. tbl, að fé það, 800,000 kr.; sem Landsbankinn átti inni hjá Landmandsbankanum um nýárið, hejði eigi verið unt að lána út hér á landi og einnig af öðrum ástæðum réttust meðferð þess, að látaliggja á vöxtum í Landmandsbankanum. Þetta er vefengt af miklum móði, en minni getu, í málgagni þvi, sem nii virðist til þess ætlað fyrst og fremst, að ríða niður bankastjóra Landsbankans, hvað sem það kostar. Greinarhöf. Lögr. nefnir sig X. Hann fer fullum fetum með tölur, sem enginn getur um vitað, nema starfsmenn Landsbankans, sem þar voru um nýár, t. d., hvað mikið hafi verið í sjóði i bankanum þá. Ein- hver þeirra hlýtur því að standa bak við greinina. Þeim, sem til þekkja, þykir harla ótriilegt, að nokkurþeirra starfsmanna, sem nú eru í bankanum, hafi átt hlut í grein þessari, þessari nýjustu ofsókn á hendur Landsbanka- stjórunum. Og þá þykir mönnum eigi önnur virlausn líklegri en að það sé enginn annar en Landsbankagjald- kerinn, Halldór Jónsson, sem ritað hafi þessa grein eða standi að minsta kosti mjög náið að henni. Og ætlum vér þá lesendunum sjálf- um að dæma um hversu viðkunnan- legt og viðeigandi það sé, að sakborn- ingur skuh, meðan sakamálsrannsókn stenduryfirgegn;honum,veraviðofsókn- arstörf riðinn á hendur bankastjórun- um Landsbankans — og hversu mikið muni mega byggja á þeim staðhæf- ingum, sem undan þeim rifjum eru runnar og til miska mega verða banka- stjórunum. Enda rekur hver fjarstæðan og vit- leysan aðra í þessum vandræðalega of- sóknarvef. T. d. er höf. að fárast mjög um og kallar fjarstæðu vera, að bankinn þurfi að hafa 100,000 kr. fyrirliggj- andi í Landmandsbankanum til inn- lausnar Landsbankaseðlum um nýárið En hver er reynslan? Arið 1910 voru í janúarmán. inn- leystir Landbankaseðlar i Landmands- bankanum fyrir 99000 og árið 1911 í janúarmán. 77000. Það virðist þvi fjarri því að vera ófyrirsynju, er Landsbankinn áætlar um nýársleytið nál. 100,000 kr. í þessu skyni, — ekki sízt þar sem sjá verð- ur fyrir að til sé fé um nýár til inn- lausnar seðlum eigi að eins fyrsta mán- uð ársins — heldur Jyrstu mánuðina. Ætti að einhverju að finna í þessu efni væri það, að áætlun Landsbanka- stjóranna væri oj Idg. Þá eru akkreditivliain 135,000 kr, alls, sem ísafold taldi að liggja hefði þurft fé fyrir í Laudmattdsbankanum um nýár. Greinarhöf. segir þar um, að eigi hefði þurft að liggja fé f sjóði um nýár fyrir akkreditivlánum, sem borga hefði átt út í febrúar eða marz — og er eigi annað að sjá, en hann viti, að það hafi átt að gera þá, — en fyr ekki. En þarna fer hann rangt með, hvort sem vísvitandi er gert eður ei; þvi að .þessi akkreditivlán voru greidd að Jullu }. og 9. fan., og sýnir það, að bankastjórarnir hafa rétt Jyrir sér, en greinarhöf. rangt — í þessu atriði sem öðrum. Lögr. höf. heldur þvi geyst fram, að 300,000 kr. í Landmandsb. hefðu verið nægilegar »til þess að innleysa bankavaxtabréf, greiða vexti af veð- deildarbréfum og vexti af bankaskulda- bréfum* — ef baett hefði verið við

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.