Ísafold - 08.06.1912, Blaðsíða 2

Ísafold - 08.06.1912, Blaðsíða 2
140 ISAFOLD E Stórfengleg ® góðkaupa-útsala í Sápuhúsinu Austurstr. 17 og í Sápubúðinni Laugaveg 40. ma Alt vöru-upplagið verður selt með*mj<jg niðursettu verði. >□ □> Príma græn sápa á 14 og 15 aura pundið. Príma Marseillesápa ár27 aura puudið. Príma brúu krystalsápa á 17 og 19 a. pundið. Príma salmíaksápa á 27 aurajpuudið. Príma stangasápa á 15 og 17 aura pundið. MUNIÐ: 3 pund af sóda fyrir 10 aura. '□ ofanritað bréf frá hr. Jakobi Gunn- lögssyni til umsagnar. Ummæli þeirra Simmelhag & Holm, staðfesta fyllilega þörfina á því, að gerð sé gagngerð breyting á ullarmeð- ferðinni hér á landi, og vil eg í sam- bandi við það benda ullareigendum á greinar mínar um ull, í janúar- og febrúar- hefti Búnaðarritsins þ. á. Að ullarverkuninni fari aftur hér á landi, eins og bréf þetta ber með sér, get eg ekki dæmt um, en tel líklegt að orsökin til þessara umkvartana, komi til af því, að nokkur undanfarin ár, hafa sumir kaupmenn sent á er- lenda markaði mjög illa þvegna ull, og nokkurir meira að segja alveg óþvegna ull, og af því leiði hið slæma útlit með sölu á íslenzkri ull nú. Sigurgeir Einarsson. Greinar. Formáli. í greinum þeim, sem hér fara á eftir, er eins og í ýmsu, sem komið hefir eftir mig í »Lögrjettu« og ann- ars staðar, leitast við að stuðla svo- lítið að þvi, að vekja íslenzka hugsun og glæða íslenzka athugun. Eins og Baldvin Einarsson, Tómas Sæmunds- son, Jónas Hallgrímsson, Jón Sigurðs- son og ýmsir fleiri góðir íslendingar, held eg að ráðvandlega samdar rit- gerðir geti komið að miklu gagni og séu jafnvel nauðsynlegar, eins og enn stendur á. í hverri grein leitast eg við að koma að einhverri nýrri hugs- un eða athugun; stundum er þetta smávægilegt, en sumt mun síðar reynast ekki eins smávægilegt og ýmsum kann að finnast fyrst um sinn. Þó að eg hafi við og við verið að reka mig á, að mér hættir við að ætla ýmsum . lesendum meiri dóm- greind en Guð og uppeldið hafa gefið þeim, þá varð eg samt dálítið forviða, þegar eg komst að því, að menn hafa haldið að ritháttur sá, sem eg hefi á ýmsum greinum minum, standi í sambandi við einhverja óstöðvun í hugsun. Eghefi valið þá ritandi sem eg á við, meðfram af því, að eg hygg hana vel fallna til að ýta svolítið við lesandanum sem hættir of oft við að taka ekki eftir hvað hann er að lesa. Menn átta sig betur á rithætti mínum, ef eg nefni sum þau rit, sem eg helzt hefi reynt að læra af. Njáls sögu verð eg þar að nefna fyrst, og hygg eg að varla hafi lengra orð- ið komist í málsnild en þar er sum- staðar. Enginn lærir að rita vel, sem ekki leggur kapp á að lesa aftur og aftur beztu rit og beztu staði f beztu ritum. En vandinn er, að maðurinn verður sjálfur að geta fundið hvað bezt er; það er ekki nóg að aðrir segi honum það. Latína er það mál, sem eg met mest næst íslenzkunni, og þykir mér þar enginn orðsnjallari en Petronius Arbiter. Ekki hygg eg að eins vel megi læra að rita af ný- ju málunum eins og fornmálunum; en íslenzka er eins og kunnugt er fornmál. í nýju málunum, eins og ítölsku, frönsku, ensku, þýzku og dönsku, er svo mikið af miðalda myglu, að það leynir sér ekki, og hefir nokkur áhrif á hugsun þess, sem ritar, hvað mikill snillingur sem hann er. Jafnvel Nietzsche, sem bezt hefir skilið og ritað það, sem að mörgu leyti er bezt af nýju málunum, hneykslar mig stundum eins og t. a. m. þegar hann skrifar »wohlgerathen- erer*. Slíkar hugleiðingar eru ekki eins þýðingarlitlar og mörgum mun virðast. Þær geta orðið til þess að menn læri betur að meta islenzkuna. Virtum vér íslendingar tungu vora og feðra vorra að maklegleikum, þá mundum vér leggja kapp á að hjálpa Norðmönnum fram úr þeim vand- ræðum, sem nú horfir til í þessu mikla framfaralandi, þar sem danskan, er varla getur talist norrænt mál nú orðið, á í höggi við hinar kúguðu, afskræmdu og örkumluðu leifar forn- tungunnar þar f landi. Það sem Norðmenn nefna ríkismál er ill danska; það sem þeir nefna landsmál er enn þá verri danska með talsverðu af norrænuhræringi saman við. Það stoðar ekki að íslendingar hjálpi ekki Norðmönnum til að sigrast á þeim misskilningi, að þetta landsmál þeirra sé norræna, eða geti nokkurn tíma orðið það sem norrænan var; og þegar sú heimska er unnin, mun líka hverfa sú fyrirlitning á íslenzkri tungu, sem nú á sér stað í Noregi, íslend- ingum og sjálfum Norðmönnum til mikils óhagnaðar. Þetta, sem nú var drepið á, er svo ríkt í huga mínum, að eg kemst ekki hjá að minnast á það, og verður líklega ekki í síðasta sinni. I. Skemtilegt getur verið uppi við jökla á íslandi stundum, eins og t. a. m. í Nauthaganum, sem svo er nefnd- ur; skemtilegt getur líka verið uppi á jöklunum, þó að eg kunni nú minna af því að segja ennþá. En komið hefi eg þó upp á Tindfjalla- jökul, og furðað mig á því, sem eg sá þar, og engir virðast hafa vitað um, baulusteinshnúk miklum, nýleg- um eldgígum og hrafntinnuhrygg, háum og bröttum, sem háskasamlegt er að klungrast utan í sumstaðar. Og svo er útsýnið yfir í Eyjafjallajökul og landið undir. Þar verður mér nú orðfall. En mikið var þeim i hug, sem nefndu Þórsmörk og Goðaland, eða Jónasi, þegar hann orti Gunnars- hólma, eins og eg sá bezt seinna um sumarið, neðan af völlunum þar ná- lægt. Er það fögrum draumi likast að horfa uppeftir í góðu veðri, og tign landsins og ljómi sögu Gunnars og Njáls samboðin. En í Nauthaganum, uppi við Arn- arfellsjökul, hefi eg séð hesta fljótasta að fylla sig. Þessi furðanlega gróð- ursæld í Nauthaganum kemur eigi að eins af jarðhita sem þar er, og jökul- leðjunni, heldur hjálpar líka til birtan úr jöklinum. Allir hafa tekið eftir því, að tún i Reykjavík spretta fyr en upp til sveita, og liggja þar til ýmsar orsakir, sem allir sjá. En ekki er langt síðan eg tók eftir þvi, að birtan af húsunum mun eiga drjúgan þátt í að fyr grær, hefir mér jafnvel virzt mega sjá mun á gróðri eftir þvi hvað húsin, að tún- unum og í, eru ljós á lit. Og það hefi eg séð, að aukist hefir til muna grasvöxtur krmgum hvítt tjald, sem stóð nokkrar vikur í nátthaga. Mér þykir ekki ólíklegt, að athuganir eins og þessar gætu einhvern tíma komið að notum, og eins sólarhitinn mikli, sem getur verið undir Eyjafjöllum. Mætti rækta þar ýmislegt, sem ekki getur þrifist annarsstaðar á íslandi. Eins og margir sjá, er ótrúlega mikið undir því komið, að mönnum fari fram í að rækta landið, og sú framför verður ekki svo um munar, ef menn læra ekki að hugsa meira og betur i þeim efnum en verið hefir. En af jurtafæðu verða menn þolnari og miklu siður drykkfeldir, og væri reynandi fyrir drykkjumenn, sem vilja venja sig af, að gerast »grasbítir« um tima, og líka fyrir þá, sem »gigt«veikir eru. Það má eta brauð (úr ósviknu mjöli helzt), grauta og kartöflur. En nóg viðbit verður að hafa og gott. Helgi Pjeturss Samsön g hélt söngfélagið 17. júni í Báruhús- inn í gærkvöldi. Húsið troðfult, eins og vant er, og fengu þó færri aðgang en vildu. Félagið hefir nú náð föst- um tökum á söngvinum bæjarins, sem það ekki fljótt mun tapa. Söngskrá- in var ekki jafn-aðlaðandi sem fyr í vetur, enda er rétt að tæma ekki of fljótt birgðirnar af þvi bezta, sem til er og hæft fyrir karlmannaraddir. Þær eru ekki svo miklar. Þó voru ýms skemtileg ný lög,svo sem »Das Königs- lied« eftir Marschner, lofdýrðaróður til Bakkusar konungs, sem svo litilli lýð- hylli á að fagna á þessu landi. En hvað um það, — lagið var hressandi, kröftugt, og hljómaði vel og var vel tekið. Önnur lög, sem vöktu athygli voru »Serenad« eftir Frieberg, »Brúð- arförin í Harðangri* og Kriegers »Ab- schied* eftir Baldamus. Eitt íslenzkt þjóðlag var og með, »Stássmey sat í sorgum«, raddsett af Sigfúsi; einkennilegt lag og fallegt, þótt ekki nyti það sín fyllilega. Þau eru ekki einlægt svo auðveld fyrir jafnvel beztu söngvara, þessi gömlu lög, sem menn í skammdeginu hafa samið og raulað í rúmi sínu. En ekki fellur tréð við fyrstu höggin, sum hafa líka hepnast vel og er gaman að reyna við sem flest. 3 stk. góð Víólsápa fyrir. . . . 25 au. 3 — — Xeroformsápa fyrir . . 25 — 3 — — Möndlusápa fyrir . . . 25 — Ágætt lútarduft fyrir að eins , . 17 — Ágætir kemiskir sápuspænir . . . 32 — Prima blegsódi frá 7 - Ágætir fægiburstar 17 - Ágætar 25 au. Xeroformsápur fyr- ir að eins 18 — Ágætar 25 au. Viólsápur fyrir aðeins 18 — »Bourucin« Tandpasta 22 — 25 patent tauklemmnr fyrir . . . 32 — 3 stk. »Vera«-Víólsápa fyrir . . 14 — 3 öskjur fægiduft fyrir .... 12 — 3 dósir ofnsverta fyrir 21 — 3 góðir naglaburstar fyrir . . . 25 - Laferís og salmiakpastillur askjan . 6 — »Amycos« Toiletsápa að eins . . 15 - Sápuhúsið Áustnrstræti 17. Talsími 155. En aðalliðurinn á söngskránni er enn ónefndur. Það var franskt lag eftir Berlioz: Absence. Þetta lag er hreinasta gull og borgar sig að fara á samsönginn vegna þess eins, enda naut það sín ágætlega hjá flokknum með jrú Valborgu Einarsson í einsöngn- um. Lagið er með alt öðru sniði en þessi venjulegu norrænu kórlög og var því mikið nýnæmi. Það er í rómantisku formi með blæ sem bráðn- ar svo undarlega vel saman við franska textann. Annars er þetta alveg ný meðferð á laginu; það er upphaflega samið sem einsöngur með venjulegu piano-undirspili, en Sigfús hefir lagað það fyrir karlmannaraddir og eflaust skapað því nýja framtíð á þann hátt, ef það er ekki látið glatast. Að öllu samanlögðu másegja, að þessi samsöng- ur tækist vel og mátti vel heyra, að bassarnir nutu sín nú betur en fyr í 3 stk. Floriana báöinjfspálver fyrir 25 au. 3 — Florians eggjapálver fyrir . 25 — Nýjar kryddvörur fyrir aö eins 4 og 8 — Vanille bökunarduft . . . . 4 og 8 — 3 dósir skósverta (fyrir Box calf) . 25 — Falieg skrautkerti.................10 — 1 stk. öallaápa aÖ eine .... 15 — 1 — Rakarasápa aö eins ... 15 — 1 — Silfursápa aö eins .... 15 — Ágætt Holl. Cacao pr. '/< pd. . . 30 — 1 flaska Brilliantine (i háriö) . . 23 — Stór dós af fægipálveri fyrir aÖ eins 12 — Stórir og góöir svampar .... 5 — Sterkir hárkambar.....................25 — 1 ágætur fatabursti...................30 — 1 stk. af 50 aura frostsápu fyrir að eins.............................25 — »Cocosnöd«-sápa fyrir aö eins . 15 — Sápubúöin vetur, er þeir voru meira innibyrgðir á söngpallinum. H. J. ------------------ Innbrotsþjófnaður. í fyrri nótt var brotist inn i úrverzl- un Helga Hannessonar og stolið það- an 126 úrum. Það komst upp þegar í gærmorgun, hver valdur var að. Það er Þjóðvetji einn Hátner að nafni og hefir hann verið við skraddaraiðn undanfarið. Páll lögregluþjónn komst að því, að Hátner þessi hefði farið einna síð- astur heim úr öðrum klúbbnum ífyrrakv., grunaði hann,- fór heim til hans og fann þá 12 úr undir kodda hans. Skömmu síðar kom Hátner heim og fann þá Páll lögreglþj. 112 úri vösum hans. Afgangar af eftirtöldum sápum verða seldir fyrir hálfvirði: I ÍOOO öskjur Jólasápa, hver með 3 stk., fyrir 25 au., 1000 öskjur Granduft fín Víóletsápa fyrir 25 au. hver, Fín Toiletsápa með glasloki fyrir 25 aura, 1000 ös^jur „Gleðileg Jól“, með 3 stk. hver, á 50 aura hver askja. „Sápu-myndir og „Jólasápa" 7 aura hver. Egta 20 aura „Radium Lanólín sápa“ verður seld fyrir 10 a. 25 aura „Sterling sápa“ verður seld fyrir 15 aura. Stifelsi 28 aura pundið, áður 31 eyri. Notið nú þetta góða tiiboð. Útsalan stcndur að eins í nokkra daga. Feiknin öll af burstum, kömbum, hðfuðvötnum, ilmvðtnum BYðmpum, handsápum, hárpunti, tannburstum o. fl. verður selt langt undir verði. Laugaveg 40. Talsimi 131. Drykkju-klúbbarnir. Þeir hafa jafnan þótt ískyggilegir, síðan er þeir komust á laggirnar hér í bæ. Og ekki fer virðing þ^irra vaxandi — svo að sem gætilegast sé talað. í stuttu máli er það af þeim að segja, eftir því sem alment mun á þá litið, að hver maður getur gerst félagi þar, sá er þess óskar, og setið þar að drykkju nótt og dag, virka daga og helga. Gesti geta menn líka tekið með sér þangað. Löglegu veit- ingahúsi bæjarins, sem greiðir mikið fé fyrir leyfi sitt, og stendur undir eftirliti valdstjórnarinnar, er lokað á ákveðinni stund á kvöldin. En i klúbbunum er drukkið fram á morgna; og þar er ekkert eftirlit; og fyrir þess- ar veitingar, sem hafa reynst, að sögn, mikill gróðavegur veitingamönnunum, er ekkert gjald greitt. Aðsóknin að þessum veitingahúsum er ískyggilega mikil. Skilorðum ná- grönnum þeirra ofbjóða þau ógrynni, sem þangað er flutt inn af fullum á- fengisflöskum, en út aftur af þeim tómum. Og þá ekki síður, hvernig ástatt er um menn stundum, þegar þeir koma þaðan út. Sögurnar, sem sagðar eru af athæf- inu inni i þessum drykkjuskálum, kunna að vera ýktar. En víst er um það, að við þær hefir slegið óhug á marga bæjarbúa. Ein hin meinlausari er sú, að nú fyrir nokkurum kvöld- um hafi einn dauðadrukkinn maður verið mjög nærri þvi í öðrum klúbbn- um að vera skorinn á háls af dauða- drukknum félögum sínum. Annars ekki eingöngu sagt af ofdrykkju þar og drykkjulátum, heldur öðrum spill- ingar-tegundum, engu síður viðsjár- verðum. Svo að það er engin furða, þó að þeir séu margir, sem ekki lizt á blik- una. Klúbbarnir eru tveir, þeir er mest orð fer af. Menn gera nokkurn mun þeirra. í öðrum eru barsmíðar sagðar tíðar, og cnnur ólæti. í hinum er allt rólegra. En sé ,það satt, sem sagt er, að þar sé áhættuspil tíðkað með kúlum, þá er það skiljanlegt, að mönnum sé óljóst, hvor þessara stofn- ana sé í raun og veru viðsjárverðari. Ekki er því að leyna, að talað er í bænum um fleiri staði, þar sem ekki sé ókleift að fá sér i staupinu án leyfis laganna. En mest er um þessa klúbba talað sem stendur. Annar þessara klúbba nefnist »Klúbb* ur borgaranna í Reykjavíkc, og var stofnaður í september 1910. Stofn- andi hans var norskur maður, Emil Strand, sem enn er veitingamaður þar. Mál var höfðað gegn honum og öðrum stjórnendum klúbbsins i fyrra fyrir ólöglegar áfengisveitingar. Úr- slitin urðu þau i yfirrétti, að menn- irnir voru sýknaðir, að Strand undan- teknum, sem fekk 100 kr. sekt og allan málskostnað. Yfirdómur leit svo á, sem sannað væri, að áfengisveit- ingarnar væru í raun og veru reknar af Strand og til hagsmuna fyrir hann. Hinn klúbburinn var stofnaður 6. marz 1911, og nefndist »Skemtiklúbb- ur Reykjavíkur*. Veitingamaðurinn, sem þar var upphaflega, Anders Peter Bendtsen, danskur maður, hefir nú látið af því starfi, en við tekið annar danskur maður, Hartvig Nielsen. Gegn stjórn þessa klúbbs var sömu- leiðis höfðað mál í fyrra, en veitinga- maðurinn einn, Bendtsen, sektaður um 250 kr. auk málskostnaðar. í ástæðum undirdómsins segir svo meðal annars; »Innan og utanbæjarmeðlimir eru teknir inn með kúlukosningu, en eftir uppástungu eins meðlims, og að fengnu samþykki allrar stjórnarinnar, má taka aðkomumenn inn í klúbbinn sem mánaðarmeðlimi gegn 2 króna gjaldi um mánuðinn. Þessum reglum um inntöku i félagið virðist samt aldrei hafa verið fylgt. A fyrsta fundi stjórn- ar félagsins var kærðum, Bendtsen, veitt leyfi til að taka alt að 75 meðlimum í félagið; kúlukosning virðist aldrei hafa fram farið. Allir dáta«• og ojji- cerar af varðskipinu »Islands Falk«

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.