Ísafold - 08.06.1912, Blaðsíða 3

Ísafold - 08.06.1912, Blaðsíða 3
ISAFOLD 141 Sumarið 1912. Handa sports- og ferðamönnum hefi eg nú miklar birgðir: Reiðjakkar, allar stærðir, nýtízku litir og snið. ReiOfataefni, þetta alþekta, laglega og sterka. Stormfót (norsk hermannaföt), áreiðan- legalang-hagkvæmustu ferðaföt, íborin, létt og þægileg. Buxur, hattar, húfur, legghlífar og baktöskur úr sama íbornu efni. Reiðpils og hjólapils ætti ekki að sauma úr öðru efni en því. * * * Handa hjólreiðamönnum: Sportpeysur, hv. og misl., sportsokkar, sporthattar, hjólahúfur, regnslög, sport8kyrtur, hjóla-regn-legghlífar Þær eru einnig mjög hentugar reið-legghlifar. * * * Flugnaslæða (myggslör) ómissandi á ferðalagi á sumrin, 0,50. * * * Oliuföt, margskonar gæði og teg- undir, ágæt á ferðalagi. SP°r,,öt' ■ön»u8tar,r °9 hanzkar Síhreint hálslín: flibbar, brjóst og línermar. Sparar þvott og sterkingu. E k k i úr cel- luloid eða pappír. Á 14 dögum sparaður flibbi. Brauns verzlun Hamborg. Sumarfataefni nýkomin í klæðaverzlun H. Andersen & Sðn Aðalstræti 16. eru qjaldjrjálsir meðlitnir. Auk þess er eftir lögunum heimilt félagsmönn- um að taka með sér aðkomumenn (utanbæjar), svo marga, að þvi er virð- ist, sem vill, að eins mega þessir að- komumenn ekki panta eða borga sjálf- ir áfenga drykki. Með því að aðgang- ur að félagsskap þessum virðist þannig að segja má með öllu óhindraður, sérstaklega fyrir utanbæjarmenn, þá virðast umræddar áfengisveitingar ekki geta helgast af féiagsskapnum, enda þótt þær gangi undir nafni félagsins, og virðist verða að líta svo á, að þær séu i rauninni reknar af kærðum Bendtsen, og til hagsmuna fyrir hann, og að hann því hafi gjörst sekur um ólöglegar veitingar áfengra drykkja*. Af þessu, sem hér er sagt, munu menn nokkuð geta áttað sig á því, hvernig klúbbum þessum var farið frá öndverðu. En veitingamennirnir lærðu það af þessum málaferlum, að koma lögum sinum í það horf, sem reynst hefir hættuminna fyrir þá, fengu sér til þess sniðugan lögfræðing. Siðan hefir lögreglustjóri ekki treyst sér til þess að hafa hendur í hári þeirra. En rétt er að geta þess, að ekki eru allir lögfræðingar hér á sama máli. Mik- ilsmetnir menn úr þeirra hóp, sem ísafold hefir átt tal við, halda því fram, að þessum klúbbum hefði valds- stjórnin átt að loka. Um þessa klúbba varð töluvert um- tal á siðasta fundi bæjarstjórnarinnar, í tilefni af því, að frú Margrét Zoéga hafði farið fram á það, að sér yrði leyft að hafa hljómleikasai opinn til kl. 12 á virkum kvöldum, og veita þar áfengi til þess tíma, og tekið það fram í erindi sínu, að i klúbbunum séu vínveitingar um hönd hafðar bæði dag og nótt, án nokkurs sérstaks gjalds í landssjóð eða bæjarsjóð. Hver bæjarfulltrúinn eftir annan tók til máls gegn klúbbunum, og enginn mælti þeim bót. Og eftir fundinn ritaði borgarstjóri bæjarfógeta og tilkynti honutn þessa frásögn M. Z. með þeim ummælum, að sé þetta rétt hermt, þá séu lagabrot framin daglega af forstöðumönnum hinna svonefndu klúbba. Skömmu eftir að þessi fuudur var haldinn, að kvöldi 22. maí síðastl., var brot framið gegn aðflutningsbanns- lögunum og tollsvik um leið af veit- ingamanni annars klúbbsins, H. Niel- sen, og það á merkilega ófyrirleitinn hátt. Fjórar gallónur af portvíni, tvær gallónur af whisky og 300 vindla lét hann flytja upp á aðalbryggju bæ- jarins á 12. tímanum, um albjarta vor- nóttina, áður en umferð er lokið á götunum. Maðurinn, sem flutti þetta, er dyravörður í barnaskóla bæjarins. Hann var stöðvaður af næturverði kaupmanna, og því næst setti lög- reglumaður Þorvaldur Björnsson hann í varðhald um nóttina. Síðan kom það upp, eins og getið hefir verið um hér í blaðinu, að 1. vélarstjóri á Ceres hafði látið þetta af hendi. Hann var sektaður um 300 krónur, en Niel- sen um 200 kr., auk þess sem hann varð að greiða þrefaldan toll og vör- urnar gerðar upptækar. Stjórnarráðið hefir krafist þess, að flutningsmaður fái áminning, með því að honum var eigi refsað. Ekki er því að leyna, að ríkur grun- ur liggur á því, að þessum klúbbum hafi áður verið fluttar vörur ólöglega. Meðal annars er whiskyflaska geymd í húsi hér í bænum, sem styrkir þann grun. Maður kom með hana um miðja nótt úr öðrum klúbbnum, sagð- ist hafa keypt hana af veitingamann- inum þar fyrir 5 kr. Þessi whisky- tegund er alls ekki til sölu hér á landi, að því er fullyrt er. Veitingamaður- inn mun hafa gert þá grein þessa, að skipstjóri á skipi hér á höfninni hafi gefið honum flöskuna. En hafði hann greitt toll af henni? Og mátti hann selja hana út úr klúbbnum ? Almenningsálitið hér í bænum er afarandvígt þessum klúbbum, svo að fráleitt þyrfti annað en ötula fram- göngu tii að reisa háa öldu út af þvi máli. Bezt væri, að valdstjórnin sæi sér fært að skerast í málið, og að ekki þyrfti að koma til neinna æsinga. Frá landstjórninni mun væntanlegt frumvarp til laga, sem lagt verður fyrir þingið í sumar. Og með þeim lögum á að reyna að hnekkja þessu meini. En bæjarbúar eru óþolinmóðir, sem von er. Þeir sjá það, að mikið tjón má enn vinna, áður þau lög verða samþykt og staðfest og koma að haldi. Og þeir hugsa, að ef til vill takist að smeygja því lagabeizli fram af sér, eins og þeim, sem menn hafa nú. Almenningur krefst þess, að þess- um klúbbum sé lokað. Stjórnarráðið og lögreglustjóri ætti að taka það til alvarlegrar íhugunar, hvort það er ó- kleift. En hvað sem því líður, skilj- um vér það ekki, að hjá því verði komist, að hefja gagngerða rannsókn á atferlinu í klúbbunum. Vér gerum ekki ráð fyrir þvi, að klúbbarnir fari að hefjast handa fyrir dómstólunum gegn ísafold fyrir þetta, sem nú hefir verið sagt. En auðvitað er það á þeirra valdi. Vera má, að það væri ekki sem verst til fundið frá sjónarmiði þeirra bæjarbúa, sem vilja losna við þessar stofnanir. Og það er áreiðanlega allur þorri bæjarins. Þá yrði kostur þess að láta þá menn bera vitni í málinu, sem klúbb- ana hafa sótt. Og kæmist á annað borð hreyfing á málið, þá mundi líka komast hreyfing á bæjarbúa. En eins og áður hefir verið tekið fram, færi langbezt á því, að sú hreyfing kæmi frá valdstjórn vorri. Aths. Eftir að grein þessi var rit- uð hefir bæjarstjórnin, svo sem getið er annarsstaðar í blaðinu, skipað nefnd til að reyna að vinna bug á klúbba- meininu. Reynist sú nefnd ötul — munu bæjarbúar kunna henni miklar þakkir. Ritstj. Manualát. Hinn 18. maí síðastliðinn andaðist í sjúkrahúsinu á Ákureyri cand phil. Olajur Jóhannesson. Hann var fædd- ur á Gili við Sauðárkrók þann 23. nóv. 1885, og voru foreldrar hans Jóhannes sál. Ólafsson sýslumaður og frú hans Margrét Guðmundsdóttir, sem enn er á lifi. Hann útskrifaðist úr latínuskólan- um 1904. Vorið eftir tók hann heim- spekispróf við háskólann í Khöfn, en eftir það varð hann veikur og fekk aldrei heilsuna aftur til fulls. Þann 31. maí lézt á Akureyri frú Raqnheiður Möller, kona Friðriks Möll- ers póstafgreiðslumanns. Frá skólunum. Þessir 30 nemendur útskrifuðust úr gagnfræðaskólanum á Akureyri á þessu vori. Páll Jónsson, Húnavatnssýslu 97 stig Hulda Á. Stefánsd. Akureyri 94 — Jón Árnason, S.-Þingeyjarsýslu 85 — Árni Bergsson, Eyjafjarðars. 82 — Björn Sigurbjörnss., Akureyri 82 — Lúðv. Á. Þorgrímss., Gullbr.s. 82 — St. Jónina Dúadóttir, Akureyri 80 — Arnfinna Björnsd., Akureyri 79 — Gestur S. Magnúss., Dalasýslu 78 — Jóhanna Magnúsd., Akureyri 77 — E. Briem Einarsson, Borgarfj.s. 74 — Steinþór Jóhannss., Eyjafj.s. 74 — Jón Friðriksson, N.-Múlasýslu 71 — Egill Jónsson, S.-Múlasýslu 69 — Sig. Levi Pálsson, Húnavatnss. 67 — Gestur Guðjónsson, Eyfjarðars. 66 — Hallgr. Finsen Traustas., Skfjs. 65 — Þorvaldur Árnason, ísafirði 64 — Kjartan Ólafsson, Eyjafjarðars. 63 — Elisabet Jónína Eiríksd., Hvs. 61 — Guðm. Pálsson, Eyjafjarðars. 61 — J. Steinunn Sigurðad., Skfjs. 61 — SigurðurStefánsson,Seyðisfirði 61 — Stanley Guðmundsson, Eyjafjs. 61 — Aðalgeir Guðvarðsson, Eyjafjs. 60 — ÁsgeirBlöndalBjarnas.,Eyjafjs. 57 — Bergsteinn Sigurðss.,V.-Skaft.s. 37 — Jón Kjartansson, V.-Skaftaf.s. 56 — LárusBlöndalBjarnas., Eyjafj.s. 56 — Pétur V. Einarsson, Akureyri 55 — Mótorbátur ferst. Héðan úr bænum fór mótorbátur á stað á veiðar þ. 29. maí síðastl. Síðan hefir eigi annað til hans spurst en að rekið hafa partar úr honum vestur á Mýrum, bæði í Vogi og á Ökrum. Þykir líklegast, að báturinn hafi far- ist í ofsaveðrinu aðfaranótt 31. maí. Aðalfundur íþróttasambands íslands verður haldinn í B á r u b ú ð á morgun, 9. þ. m. kl. 11 f. hád. en ekki kl. 4. Reykjavík 8. júní 19x2. Stjórnin. Fjórir menn voru á bátnum: Guð- mundur Diðriksson (formaður), átti heima á Hverfisgötu 47, 39 ára, fyrir- taks sjósóknari. Einkasonur hans Hjört- ur, 15 ára. Ari Arason tómthúsmað- ur Grjótagötu 14 B, 49 ára, og Bjarni Jónsson frá Laxárnesi í Kjós, á þrí- tugsaldri. Gullbruðkaup. í 30 ár höfðu þau verið í hjónabandi Kolbeinn Eyólfsson í Kollafirði og Kristín Guðmundsdóttir nú þann 31. maí. Kolbeinn er 71 árs, Kristín 77 ára. Hann ern vel og hress og hún furðu ern, hefir þó verið talsvert heilsu- veilli um dagana en hann. Hjón þessi eru mörgum að góðu kunn, merk og mæt bæði. Hann mesti hagleiksmaður og mikið viðriðinn ýms sveitarstörf um dagana, svo sem hrepp- stjórn, sáttamál og kirkjuleg störf m. fl., og yfirleitt mjög vel úr hendi farið. Hún hin skylduræknasta kona í alla staði eins og hann, einkar heim- ilisrækin og síiðjandi. Hjá þeim hjónum hefir margur maðurinn þegið góðan beina og getur vart meira þrifaheimili í sveit en þar, nær því hvar sem litið er. Hefir þeim yfirleitt liðið mjög vel í Kolla- firði í 49 ár, — jörðin er eign séra Eiríks Briem, — og verið glöð í anda og orðum, en hljóð og döpur hefi eg að eins séð þau og heyrt við sonar- missinn 20. jan. 1909, En þau eiga góðan fósturson og góðar dætur og barnabörn mörg. Blessi þau drottinn á efri árunum og gefi þeim þau sem fegurst og friðsælust. M. Þ. Reykjavikur-annáll. Aflabrögð: Snorri goði kom i morgun að vestan með rúm 100.000. — A. G. verið að koma inn ú ísafjörð þessa dagana með fnllfermi. — Eggert Olafsson frá Patreks- firði nýkominn inn þangað með 120.000 fiskjar. Sögð hin mestn nppgrip af fiski fyrir vestan, en fisknrinn ekki vsenn. Áfengissalan i klúbbunum. Á siðasta bæjarstjórnarfnndi var kosin þriggja manna nefnd til að íhnga söln áfengis i svo nefnd- um klnbbnm hér i bænum og eftir atviknm koma fram með tillögnr til að hefta hana. í nefndina vorn kosnir: Sveinn Björnsson, Knnd Zimsen og Þorvarðnr Þorvarðsson. Bíð. Kvikmyndaleikhúsin ern nú óðum að búa Big nndir hina miklu samkepni, sem til stendnr i snmar. Kvikmyndaleikhúsið i Bröttugötu er að taka algernm stakkaskift- nm, og er sagt, að hinn nýi eigandi húss- ins, hr. Jóhann Jóhannesson kanpm. hafi varið 7—8000 kr. til þesB að skinna npp á Íiað og skreyta. — Nýja leikhúsið í Hótel sland er og nú langt komið og mun eigi vilja vera eftirbátnr bins gamla. Búistvið, að tekið verði til i leikhúsunnm háðnm nm miðjan mánnðinn. Dánlr: Jóhanna Hjálmarsdóttir, ógift, frá Vestmannaeyjnm, 26 ára. Dó 81, maí i Landakotsspitala. Þórnnn Gnðný Rnnólfsdóttir, dó i Vifils- staðahælinn 5. júni, 18 ára. Ingimundur Gnðmnndsson (frá Bergstöð- nm), bóndi i Eskihlið, dó 6. júni, 35 ára. Fritz Boesen kemur á Botniu með leik- flokk sinn. Leikið hefir hann á Aknreyri við góðan orðstir, að þvi er Akureyrarbl. segist frá. Er nú á ísafirði að leika þar. Fyrsta leikritið, sem sýnt verður, er gaman- leiknr ágætnr eftir háðskáldið danska Gnstav Wied. Guðsþjónusta á morgnn: í dómkirkjunni kl. 12 sira Bj. Jónsson (Altarisganga), kl. 5 sira Jóh. Þorkelsson, í frikirkjunni kl. 12 sira Ól. Óiafsson. Hafnargerðin. Bæjarstjórnin hefir sam- þykt að greiða Gabriel Smith hafnarverk- fræðingi i Kristjaniu 10,000 kr. sem fulln- aðarborgun fyrir uppdrætti og áætlanir um hafnargerðina i Reykjavik. Hjónaefni: Böðvar Kristjánsson cand. mag., kennari við mentaskólann og jnngfr. Gnðrún Thorsteinsson, dóttir Th. Thorsteins- sons kanpm. Hjúskapur: Egill Villads Sandholt prentari og ym. Þórhildnr Eiriksdóttir Kárastig. Gift 1. júni. Á skrifstofu ísafoldar liggur bréf frá Winnipeg til Mrs. Marin Gísladóttir, sem á að eiga heima hér í bæ, og hefir ritstj. verið beðinn að halda því til skila. Er konan því vinsaml. beðin að gefa sig fram. Þakkarávarp. Hjartanlega þökkum við okkar kæru sveitungum fyrir alla hjálpfýsi þá og örlæti, er þeir hafa jafnan sýnt okkur, en sem bezt kom fram á síðastliðnu ári þegar kjör okkar voru sem erfið- ust. Urðu margir, nær og fjær í sveit- inni, til að gefa okkur peninga og peningavirði. Við nefnum hér engin sérstök nöfn, en biðjum drottin af náð sinni að launa öllum velgerða- mönnum okkar. Ósgröf í Landmannahreppi j.maí 19x2 Astríður Magnúsdóttir, Ólafur Ólajsson. Ingvar Kolbeinn ívarsson bakari frá Akra- nesi og ym. Ingibjörg Gísladóttir, Framnes- veg 4. Gift 2. júnf. Hljómleikar: Það er i kvöld, sem jnngfr. Herdis Matthiasdóttir syngnr i Bárubúð. Á söngskránni eru ljómandi falleg lög, hæði til söngs og pianóleiks. Lssstofa handa börnum. Lestrarfélag kvenna i Rvik hefir sótt nm 200 kr. fram- lag úr hæjarsjóði til þess að koma á lagg- irnar lesstofu handa skólahörnum. Þvi er- indi hefir verið visað til fjárhagsnefndar til íbugunar við samning fjárhagsáætlunar i hanst. Landritari er á eftirlitsferð norður i landi um þessar mundir. Hans er von heim aft- ur þ. 15. júni. Eggert Briem gegnir land- ritara-og ráðherrastörfnm á meðan. Sem stendnr er þvi Eggert Briem: ráðherra, landritari, skrifstofnstjóri, yfirdómari og hankaendnrskoðari! Skipafregn: Austri kom úr hringferð i gærmorgun með fjölda farþega. Mjölnir fór frá Leith þ. 5. júni. Kemur jrá Hamborg. Sterling fór frá Leith' i morgun. Kem- ur væntanlega aðfaranótt miðvikndags. Salernahreinsun. Árni Einarsson heil- brigðisfulltrúi hefir af bæjarstjórn verið skipaðnr til þess að hafa eftirlit með sal- ernahreinsnn hér i hæ og fær hann 300 kr. fyrir. Slýið i Tjörninni. Það var blásteinsvatn, en ekki blásýra, sem látið hefir verið í Tjörnina til þess að eyða slýinu. Viðurkenning. Bæjarstjórnin ákvað á sið- asta fundi að greiða Gnðmundi Þorkelssyni i Pálshúsum 300 kr. i viðurkenningarskyni fyrir störf hans i þarfir bæjarfélagsins. Slægjur I Úrfirisey. Uppboð verður haldið á slægjum í Örfirisey á skrifstofu bæjarfógeta mið- vikudaginn 12. þ. m. kl. 12 á hád. Bæjarfógetinn í Reykjavík. 2 herbergi, samanliggjandi, til leigu um þingtímann, í Túngötu 2. stúlka óskast til aðstoðar á heim- ili í sjúkdómsforföllum vinnukonu alt að hdljsmánaðartima. Ritstj. vísar á. í Bárubúð er «elt: Kaffi, Kleinur, Citron, Vindlar og niargt fleira. Þakkarskeyti hafa horgarstjóra borist frá ekkjndrotningunni og hinum nýja konnngi fyrir samúðarskeyti bæjarstjórnarinnar út af konnngsandlátinu og konnngaskiftnnnm. Þarfahús á nú loks að fara að reisa fleiri hér i hæ en verið hefir og hefði sannarlega átt fyr að vera. Hefir hæjarstjórn nú veitt 300 kr. til að láta gera þarfahús við bæ- jarhryggjnna. Toilet-pappír kominu attur í bókverzlun ísafoldar. Uppboð. Fimtudaginn 20. þ. m. verður opin- bert uppboð haldið að Ási við Hafn- arfjörð og verða þar seldir ýmsir bús- hlutir, nálægt 30 sauðkindur, 1 vagn- hestur o. fl. Uppboðið byrjar kl. 4 e. m. og verða söluskilmálar birtir á uppboðsstaðnum á undan uppboðinu. Óttarsstöðum 8. júni 1912. Guðjóu Sigurðsson. Bæjarshrá Heijkjamkur er ómissandi handbók fyrir hvern mann. Fæst hjá bóksölum. Verð kr. 1.50.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.