Ísafold - 17.07.1912, Blaðsíða 2

Ísafold - 17.07.1912, Blaðsíða 2
- 174 I8AF0LD á vogaskálina. Það er enginn efi á því að þeir reyndu eftir megni engu síður en sjálfstæðismenn nefndarinnar að fá landið viðurkent sjálfstætt ríki. Eins og kunnugt er höfðu ekki ís- lenzku nefndarmennirnir sitt mál fram í öllum atriðum. Danir toguðu all- fast í sinn enda, sem vonlegt var. — Sambandslaga frumvarpið frá 1908 varð að margra áliti viðsjárverð samsteypa; en þrátt fyrir það bauð það oss ólikt betri kosti en vér höfðum nokkru sinni fyr haft um að velja hjá Dön- um. En hvernig sem á frumvarpið er litið þá hafði það og starf millilanda- nefndarinnar afarmikla þýðingu. Það má heita að síðan hafi heimastjórnar- menn bygt á sama grundvelli, baft sama takmark og sjálfstæðismenn: fullveldi landsins. Sjálfstæðisstefnan hafði unnið úrslitasigur. Allir flokkar og öll blöð fylgdu henni. Heimastj.- menn sögðu með fullum rétti á þing- inu 1909: »Það eina sem báðum kemur sam- an um er, að hvorir um sig vilja að ísland verði frjálst og sjálfstætt ríki — konungsriki, jafnrétthátt Danmörku og samhliða henni«. Skilnaður eða ríkjasamband. Úr því að ríkisstefnan var orðin sá grundvöllur sem allir bygðu á. voru að eins tvö úrræði hugsanleg: fullur skilnaður eða ríkjasamband við Dan- mörku. Ef flokkarnir hefðu skifzt um þessar stefnur var mikið og réttmætt deiluefni millli þeirra. En nú varð sú raunin á, að enginn setti skilnað á sína stefnuskrá. Allir vildu halda ríkjasambandi við Danmörku, allir stofna málefnasamband (realunion), en þrátt fyrir þetta samkomulag í aðal- atriðum héldust megnardeilur og flokka- drættir út úr því hversu þessu mál- efnasambandi, sem enginn vissi hvort fáanlegt væri, yrði háttað. Heima- stjórnarmenn miðuðu einkum við það, sem ekki væri vonlaust um að Danir gengju að, sjálfstæðismenn við hvað þeim virtist ákjósanlegast fyrir oss. Auðvitað höfðu deilur þessar þau á- hrif að íslendingar voru eftir sem áð- ur sundraðir og ósammála, þótt allir vildu i raun og veru hið sama í aðal- atriðunum og að engin von var um að málinu þokaði áleiðis meðan svo stóð. Óuppsegjanlegu málin vóru aðal-hneykslunarhellan. Danir af- tóku það með öllu, að hermál og ut- anríkismál væru uppsegjanleg, þrátt fyrir það þó allir íslendingar í milli- landanefndinni héldu því upprunalega fram. Heimastjórnarmenn féllust á að sætta sig við, að málin væru óupp- segjanleg, sjálfstæðismenn ekki, og töldu sjálfstæði landsins að engu orð- ið, ef horfið væri að þessu ráði. Eg er sannfærður um, að Danir voru ærið misvitrir, er þeir aftóku uppsögn þessara mála. Ef nokkur veg- ur var til þess að gera sambnndið traust og ánægjulegt báðum þjóðum, þá var það frelsið sem í uppsagnar- kostinum lá. Hér lá opinn vegur til að eyða allri tortrygni milli Dana og íslendinga. Uppsögnina mátti og binda ýmsum skilyrðum, sem Danir hefðu mátt una vel. Eg gæti bezt trúað, að þrátt fyrir alt mætti enn snúa þessu til vegar. Hitt er annað mál, að óuppsegjan- leikinn parj alls ekki að koma í báqa við Jull ríkisréttindi begqj'a landanna, ej önnur ákvceði samningsins eru Ijós. Að svo miklu leyti sem mér er kunnugt hafa öll málefnasambönd milli ríkja verið með óuppsegjanlegum sammál- um. Svo var t. d. milli Noregs og Svíþjóðar. Þar var konungur, hermál og að mestu utanríkismál óuppsegjan- leg og auk þess. með þeim hætti að Svíar réðu mestu. Enginn hefir ve- fengt að bæði löndin Austurriki og Ungverjaland væru fullvalda ríki og þó eru hermál og utanríkismál óupp- segjanleg. Sú staðhæfing, að óupp- segjanleikinn, út af fyrir sig, fyrir- geri ríkisréttindunum, er algerlega stað- laus. Eg þykist viss um að óuppsegjan- legu málin séu engin frágaugssök fyrir oss íslendinga, þótt allir viidum vér kjósa uppsegjanleikann. En ef sá kostur er tekinn og Danir sjá ekki hvað þeim sjálfum er bezt og til mestrar sæmdar í þessu máli, verður meiri nauð- syn en ella, að önnur ákvæði samn- ingsins séu skýr og tvímælalaus. Skilnaður og óuppsegjanlegu málin. Þyí hefir verið haldið fram að ó- uppsegjanleg mál gjörðu svo skilnað allsendis ókleifan, ef sambandið gæfist illa. Sannleikurinn er sá, að þetta hefir enga þýðingu til eða frá. Þótt öll mál væru uppsegjanleg nema kon- ungssambandið þá er það eitt nóg til þess að hindra skilnað með einfaldri uppsögn. Skilnaður er aðallega tveim skilyrðum bundinn frá vorri hálfu: að þjóðin vilji skilnað og hafi fjármuna- legt bolmagn til þess að standa á eigin fótum. Hvorugt breytist við það hvort málin eru uppsegjanleg eða ekki. Danir geta hindrað hann á tvennan hátt: með þvi að beita vopnum og með því að ófrægja oss svo við aðrar þjóðir að þær neiti um sitt samþykki. Ekki getur óuppsegjanleikinn haft áhrif á þetta. Annars er raunin ólygnust. Mál- efnasambönd hafa ekki reynst mjög langæ og hafa endað með skilnaði, þrátt fyrir alla samninga. Misréttið i samnaálunum. Sú mótbára er sjálfsögð og réttmæt, að alt öðru máli skifti um t. d. Aust- urríki og Ungverjaland, þar sem bæði löndin hafa hnífjafnan rétt í sameigin- legu málunum og hvorugt getur kom- ist þverfet án hins. Við felum þar á mðti Dönum málin og fáum engu um þau ráðið nema fyrir góðvilja Dana. Það er satt að þér eigum vér mikið undir drengskap þeirra og hyggindum. En fyrir þetta sker verður tæpast synt nema með fullum skilnaði, eins og eg hefi bent á í Afturelding Vér getum ekki náð jafnrétti við Dani i fram- kvæmdinni í þessum málum, eins og á sér stað um Ungverja. Til þess er mismunurinn milli landanna of stór. Ef vér ætíum að fá fult jafnrétti við Dani í sammálum yrðum vér að hafa hnífjafnt vald og þeir á málum þess- um fyrir bæðilöndin. Abyrgðinayrðu þeir að bera, en vér gætum látið skellina lenda á þeim hvenær sem oss sýndist. Einhverja hlutdeild gætum vér að sjálfsögðu fengið í málum þessum, en hún yrði ætíð minnihlutans mátt- vana hlutdeild, sem tcepast getur verið mikils virði. Meðan Danir bera ábyrgð- ina fyrir oss, hljóta þeir að hafa tögl og hagldir. Ekki einu sinni einfalt konungs- samband getur greitt úr þessum vanda. Dönum mundi það áhugamál að konungur þeirri lenti hvorki í vanda né vansa út úr íslandsmálum. Þeir mundu því hafa góðar gætur á þeim og konungur fara að ráðcm stæiri þjóðarinnar, ef á milli bæri. Eg get ekki séð nokkurn færan veg til að ráða fram úr þessu, annan en skilnað. Þeir sem álíta þetta mis- rétti í sambandinu frágangssök, eiga að ráiast á sambandshugmyndina og vera skilnaðarmenn. Samkomulag sjálfsagt. Eins og öllum er kunnugt, slotaði ekki flokkadrættinum í landinu minstu vitund, þó allir yrðu sammála um grundvallaratriðið, rikisstefnuna. Þá tók við rifrildið um fyrirkomulag málefnasambandsins, sem var því heimskulegra, sem enginn vissi hvort það væri fáanlegt, og auk þess aðal deiluatriðið, óuppsegjanlegu málin, engan veginn sá þröskuldur, sem ekki mætti stíga yfir, eða víkja við. Á hinn bóginn var engin minsta von um neinn sigur í þessu máli, meðan Islendingar voru sundraðir. Af deil- unni gat naumast annað hlotist en ilt. Samkomulag milli flokkanna var því í raun og veru sjálfsögð skylda, ef báðir vildu á annað borð skilmála- laust fylgja ríkisstefnu og stofna mál- efnasamband. Tildrög bræðingsins. Það var fyrst í. vetur að nokkur tök voru á því, að fá menn úr báð- um flokkum til þess að tala saman í bróðerni um þ«ð, sem á milli bar. Eg átti nokkurn þátt í því að koma þeirri málaleitun af stað, en tók ann- ars engan þátt í henni. Eg ætlaðist til að þess yrði freistað að: 1. finna fyrirkomulag á málefnasam- bandi, sem báðir flokkar og Danir gætu unað við. Auðvitað á þann hátt, að réttindum vorum væri í enga tvísýnu teflt. 2. Semja stutta og skýra stefnuskrá, bygða á fullu sjálfstæði landsins, sem báðir flokkar og helzt allir íslendingar gætu fylgt, ef ekkert yrði úr samkomulagi milli vor og Dana. 3. fresta blaðadeilum una málið, til þess þing kæmi saman og gæti sagt sitt álit. Það átti auðvitað í heild sinni að ráða öllum atriðum samkomulagsins. Ef þessu yrði framgengt og þingið gæti síðan orðið á eitt sátt, voru allar horfur á því að eitt yrði af tvennu: Annaðhvort mundu Danir taka samkomulagsboðum þingsins, málinu var þá ráðið til lykta og réttindi vor viðurkend eða: deilan um sambandsmálið milli vor íslendinga, var fallin niður vegna þess, að allir fylgdu sömu stefnuskrá: fullu sjálfstæði landsins og rétti þess til að ráða öllum sínum málum. Einnig þetta var góður kostur og sigurvæn- legur. Bræðingurinn. Eg get ekki séð, að enn verði mik- ið um hann sagt, kosti hans eða lesti. Eg get ekki talið bráðabirgðaverk þeirra manna, sem áttu tal saman í vetur, nein málalok, ekki sizt fyrst mennirnir segja, að þeir muni fúsir til allra breytinga, er til bóta horfi. Mér sýnist fleira en eitt í tillögum þeirra varúðarvert. Nafnið: danska konungsríkið (det danske monarki) sýnist mér ekki geta komið til tals, hæpið mjög að Hafnarráðherrann svari kostnaði. En hvað sem þessu líður: Bræðingurinn er ógjörður enn. Hann verður að koma frá þinginu eða nýrri millilandanefnd, og það verður annað- hvort Dönum að kenna eða fávizku vorri, ef hann annaðhvort strandar eða reynist óaðgengilegur fyrir oss. Hvert stefnir. Það er vandalaust að sjá í þessu máli hvert scefnir. Fyrir 1905 gjörð- um vér oss enga ljósa grein fyrir þeim grundvallarmismun, sem er á milli ríkishluta og sjálfstæðs i íkis, milh innlimunar og sjálfstæðis. Á rúmu ári var þetta orðið jafnvel al- þýðu manna Ijóst. Eftir þrjú ár fylgdu öll blöð og allir flokkar sjálf- stæðisstefnu og þjóðin tók slingurs- laust í sama streng við kosningarnar. Aður en tíu árin eru liðin, verður sennilega sjálfstæði vort viðurkent af Dönum, eða íslendingar halda allir samhuga sína leið, hvað sem Dönum líður. Og það er ekki víst að sú leiðin yrði lökust! ísaf. væntir þess, að geta bríðlega gert nokkur þau atriði að umræðuefni, sem hér er á drepið i grein herra G. H., einkum þau er að þvi lúta, sem gerst hefir með 08S á siðustu timum. -----i>K---- Stjórnarfrumvörp lögð fram. í gær voru stjórnarfrumvörpin lögð fyrir þingið. Hlaut efri deildin 8 þeirra, en neðri deildin hin 7. Skyldi efri deild fyrst fjalla um útrýming fjárkláða, siglingalög, vátrygging skipa og báta, eftirlit með þilskipum, vá- trygging fyrir sjómenn, stofnun yfir- setukvennaskóla, yfirsetukvennalög og bólusetningar. Hin frumvörpin hlaut neðri deild og eru helzt þeirra þau, er að fjár- málum lúta og samin voru af milli- þinganefndinni í vetur. -------------------- Hvað gerir bæjarstjórn^orgarstjóri til að prýða bæinn? [Eftirfarandi línur hefir frk. Thora Friðriksson beðið ísafold fyrir]. Frægur rithöfundur hefir sagt: »Heimurinn er nokkurskonar bók, sem vér einungis höfum lesið í fyrstu siðuna, meðan vér ekki höfum séð annað en okkar eigið land«. Því meir sem vér lesum í þessari bók, því betur lærum vér að sjá hvað er ábótavant heima fyrir og hvað má lagfæra ef góður er viljinn og áhug- inn nokkur. Eitt af því sem þarf umbótar við hér í þessum bæ er hreinlatið. Þegar eg kom heim frá útlöndum í vor fanst mér mikið til um hvað Reykjavík var óhrein, enda kom eg beint frá Hollandi. En i hollenzk- um borgum og þorpum lætur hver einstaklingur sér ant um, að hús og stræti séu fáguð og hrein. A hverj- um laugardagsmorgni standa vinnu- konurnar sveittar við að sópa og þvo, ekki einungis stéttirnar fyrir framan húsin, heldur einnig brúlögð strætin þar fyrir neðan. Eg býst við að hreinlætið hjá íbú- um þessara borga sé svo samgróið eðli þeirra, að bæjarstjórnir og borgar- stjórar þurfi ekki að hafa mikil af- skifti af að hreinsa til kringum híbýli þeirra, en einungis hugsa um að prýða borgirnar og glæða fegurðartilfinningu bæjarbúa. En hvernig er það hér hjá oss? Einstaklingurinn hugsar lítið um að leggja fram hjálp til að hreinsa og prýða bæinn og bæjarstjórn og borg- arstjóri sýnast ekki hugsa mikið um það heldur. Vér eigum einungis einn einasta umgirtan völl í miðjum bænum. í staðinn fyrir að hlúa að honum og gróðursetja tré og blóm eins og siður er til í útlöndum, ei hann gjörður að flagi, með því að leyfa fólki og börnum að ganga á grasinu, jafnvel aka barnavögnum á því og fara á hjólum. En þó tekur út yfir í dag, þar sem túgir karlmanna á stórum sjóstígvélum eru þar að greiða sundur skítug net. Heilar hrúgur af salti fylgja með, og allir vita hvernig grasið muni verða undan þeim, enda sýnir skemdin sig undir eins eftir einungis klukkutíma veru þar. Það litla gras sem eftir var á hon- um er kolsvart og niðurtroðið og megna ólykt leggur upp af öllu sam- an. Þetta er leyft að gjöra um há- sumarið, rétt fyrir utan þinghúsið dag inn áður en þingið kemur saman I! Mér hefir verið sagt, að miljónafé- lagið muni eiga mest af netunum og verður manni þá ósjálfrátt að spyrja hvernig standi á því, að þessu félagi haldist uppi að óprýða með öllu móti Austurvöll og nágrenni ? Á skúrum þessa félags liggja skitugir pokaræflar til þerris, dag eftir dag, eða þá fiskur, sem leggur af ódaun um allan mið- bæinn, og ekki er þrifnaðurinn mikill í kringum skúrana og íportinu. Þetta er svo miklu eftirtektarverðara, sem formaður þessa félags hér, hr. Thor Jensen, mun sjálfsagt mega teljast með mestu smekkmönnum þessa bæjarfé- lags, og hefir hann mikinn áhuga á að prýða í kringum sitt eigið hús. Það er slæmt, að einstaklingarnir hugsi ekki um að prýða bæinn, en það er enn þá verra þegar bæjarstjórn og borgarstjóri ganga á undan með svo vondu dæmi, sem meðferðin á Austurvelli er. Það er svo mikill skrælingjaháttur, að ómögulegt er að una við það, og veit eg að allir sem hafa nokkra fegurðartilflnningu muni vera á minu máli. Reykjavík 12. júlí 1912. Thora Friðriksson. A t h s.: ísajold hafði áður en greinin frá frk. Th. F. barst, spurst fyrir um það á skrifstofu borgarstjóra, hverju sætti, að leyft hefði verið að breiða hin tjörugu net á Austurvöll og fekk það svar, að eigi hefði annað verið leyft, en að bæta par pur síldar- net. Að banna börnum að vera á vell- inum eins og frk. Th F. talar um, virðist oss rangt, meðan enginn ann- ar leikvöllur er til fyrir þau. Ritstj. Forsetaefni Bandaríkja. Þrjú verða þau, eins og kunnugt er; tvö af hendi lýðveldismanna, Roosevelt og Taft og eitt af hendi sérveldismanna: Voodrow Wilson. Wil- son er sagnfræðingur og doktor í þeim vísindum. Síðustu ár hefir hann verið landstjóri í New Jersey og þótt Voodrow Wilson. koma þar röggsamlega fram, hvergi smeikur við að elda grátt silfur við auðmanna hringana, né að róta upp í embættismannaspillingunni. Wilson er maður nokkuð á sextugs- aldri. Hann er úr frjálslyndari fylk- ingararmi sérveldismanna og á til- nefning sína að þakka fulltingi Bryans. Það þykja á því allmiklar horfur, að hann muni hlutskarpastur verða við forsetakosninguna, klofningurinn í lýðveldismönnum verði þeim að falli. Þjóða-þáttaka í Olympiu- lcikum. Þessar þjóðir taka þátt í Olympíuleikunum í Stokkhólmi. Talan aftan við sýnir hversu margir eru af hverri Ástralía þjóð. 23 Bandaríkin 244 Belgia 43 Grikkland 34 Canada 34 Holland 47 Chile 13 ítalia 137 Danmörk 770 Japan 2 ísland 2—J—6 8 Luxemburg 24 Frakkland 260 Noregur 200 Portúgal 9 Tyrkland 2 Rússland 216 Þýzkaland 179 Finnland VA OO ►H Austurríki IÚ8 Sviss I Suður-Afríka 22 Serbía 3 Ungarn 240 Stóra-Bretl. 318 Svíþjóð 746 Alls eru þáttakendur um 4000, þar af í glímu 269. Alm. íþróttir 827. Heið ursmerki. Klemens Jónsson landritari hefir af Þýzkalandskeisara verið gerður riddari krónuorðunnar þýzku 2. flokks. Frá Olympiuförunum. íslendingar áttu að glíma fyrsta sinni þ. 7. júlí um kvöldið. Símskeyti hefir formanni íþrótta- sambands íslands borist um það, að Hallgr. Benediktsson hafi í glímunum unnið siljurbikar, sem heitið hafi verið fyrir fegursta glimu. Tveir íslenzku Olympiufaranna hafa tekið þátt í öðru en glímum. Það eru þeir Jón Halldórsson og Sigurjón Pétursson. Jón hefir tekið þátt í hlaupum, en borið lægra hlut fyrir þaulæfðum Ame- ríkumönnum. Segir um það í pistli til ritstj. ísafoldar skrifuðum í Stokk- hólmi 7. júlí: »Jón Halldórsson hljóp í gær og gerði það mjög vel, en varð að lúta fyrir Ameríkumönnum, sem unnu í öllum flokkunum. En þótt Jón ynni eigi var framkoma hans oss til sóma. Hitinn var óskaplegur, 39 stig á Celsius*. Sigurjón Pétursson hefir staðið sig ágætlega í grísk-rómverskri glímu. Stóð uppi eins og getið var í siðasta blaði, er fallnir voru 41 af 30 glímu- mönnum alls. Hingað hefir borist um það einkaskeyti, að hann hafi fallið skömmu síðar, en þrátt fyrir það, má frammistaða hans ágæt heita, — eftir eigi meiri tamningu en hann hefir átt kost á. Það hefir hingað spurst nú, að for- maður dönsku Olympiunefndarinnar hefir í Stokkhólmi komið mjög svo lciðinlega fram gagnvart íslendingum og m. a. hagað sér svo, að þeir gátu eigi vegna réttmæts þjóðernismetnað- ar, komið fram daginn, sem Olym- piuleikarnir voru hafnir og allar þjóðir sýndu sig í flokkum. Eins og áður hefir verið getið hér í blaðinu, var það fastmælum bundið, að íslendingar skyldu fá að koma fratn sem sérstök þjóð með sérstöku merki, að sinu leyti eins og Finnar. Bjugg- ust þeir eigi við öðru en þar við stæði. En þetta fór á annan veg. Um það ritar einn Olympíufara ritstj. ísaf. á þessa lcið, dags. Stokkhólmi 6. júlí: »Þegar hingað til Stokkhólms kom, var olympiska nefndin hér hin bezta og lét búa sérstakt nafnskildi fyrir okkur og ákvað að við skyldum ganga sem sérstök þjóð næst á eftir Dönum með okkar merki í skyrtunum, — en í gær þegar á að fara að raða upp, kom fram stórdaninn Frits Hansen, sem er forrn. dönsku nefndarinnar, og krafðist þess að vér gengjum í mið- jum danska flokknum, og mættum við þar hafa okkar skildi, en auðvitað gátum við ekki sætt okkur við þetta og neituðum að koma fram. Frits Hansen hefir frá upphafi unnið alt hvað hann hefir getað á móti okkur, og var nú á síðustu stundu svo í- smeyginn, að aftra þvi, að við kæm- um fram við hina hátíðlegu athöfn 6. júli, þegar leikarnir voru opnaðir«. Það er vel farið að sendimenn vor- ir létu eigi bjóða sér þetta og munu allir góðir íslendingar kunna þeim þökk fyrir. En fyr má nú vera smámunasemin og skammsýnin, að haga sér svo sem hér hefir gert hinn danski afskifta- maður olympisku Ieikanna. Annað eða meira hefir honum eigi unnist á, en að meina íslendingum að sýna sig fyrsta daginn. Næsta dag, sem sé, stóð til, að þeir sýndu glímuna og kæmu þá fram sem sjáljstœð pjóð undir sérstóku merki. Enn stóð til, að þeir íslendingarnir riti í sænsk blöð um það, hvað valdið hafi fjarveru þcirra fyrsta daginn, og skýri það, að þeir hafi átt rétt á sér- stakri þátttöku í leikunum. Starfsmenn þingsins. Halldór Daníelsson yfirdómari er ráð- mn skrifstofustjóri þingsins, en utan þingskrifarar þeir Einar Hjörleifsson skáld, Einar Þorkelsson og Guðm. Magnússon skáld. Sektaður botuvörpungur. Heimdallur tók í fyrradag botnvörpung að ólöglegum veiðum við Garðskaga. Hann heitir Hercules, frá Hull nr. 771. Var hann sektaður um 1400 kr. og afli og veiðarfæri gerð upptæk.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.