Ísafold - 17.07.1912, Blaðsíða 3

Ísafold - 17.07.1912, Blaðsíða 3
ISAFOLD 175 Kosn i ngarlögleysan í Vestur-lsafjarðarsýslu. Hún reyndist vera eina verulega missmíðin á siðustu kosningum til alþingis, enda kveður að henni svo um munar, og Virðist þurfa beint lúalega stigamensku til að taka hana gilda, þ. e. meiri hluta ofbeldi og tröðkun á öllu réttlæti. Sýslumaður Barðstrendinga, sem kept hafði um þingmensku þar og far- ið flatt eins og fyrri daginn gegn f. ráðherra Birni Jónssyni, gerði reynd- ar tilraun til að fá kosningu þar ónýtta, með því að senda til þings kæru út af einhverjum missmíðum á kjörseðla- skrinunum úr 3 hreppum, Rauða- sands, Barðastrandar og Flateyjar, en fór svo neyðarlega flatt á þvi„ að þing- deild sú, er þá kæru fekk til með- ferðar, kvað svo fjarri fara, að hún gæti nokkur hin minstu áhiif haft á kosn- ingarúrslitin, að þó að öll atkvæðin i þeim 3 hreppum væri gerð ógild, þá hefði B.J. samt meiri hl. atkv. Atkvæða- munurinn hefði verið svo geysimikill milli hans og sýslumanns. Enda dæmdi allur þingheimur þá kosningu gilda. Ekki nokkur einn flokksbróðir sýslu- manns dirfðist að greiða atkvæði gegn henni! Aðalandmælandi kosningarlögleys- unnar í Vestur-ísafjarðarsýslu var Björn Jónsson. Hann kvað kosningu þá vera svo meingallaða, að slíks mundu ekki dæmi finnast í allri þingsögu vorri. Fyrst og fremst hefði maður sá, sem kallaðist hafa verið kosinn þar, haft þá óhæfu í frammi, að segja sig ekki úr yfirkjörstjórn, er hann bauð sig fram til þings, heldur hefði setiðþarsem fastast og notað síðan atkvæði sitt í kjörstjórninni til að úrskurða sjálfum sér þingmensku, þótt bæði guð og menn vissu, að keppinautur hans, síra Kristinn Daníelsson, fyrv. þm. þess kjördæmis, hefði haft miklu fleiri atkvæði. Einfalt velsæmi kiefðist þess, að þingmannsefni sæti ekki í kjörstjórn, enda mundi þess fá dæmi, að þau gerðu það, t. d. kvaðst ræðumaður vilja benda á einn valinkunnan sæmd- armann hér á þingi, Jens prófast Páls- son, er verið hefði i yfirkjörstjórn síns kjördæmis í hverri kosningu eftir aðra hin síðustu árin, — að hann hefði óðara sagt sig úr henni, er hann bauð sig fram, og látið varamanninn taka við. Sjálfsagða réttarbót taldi ræðum. (B. J.) að lögbanna setu þingmannaefna í yfirkjórstjórn, úr því að reynslan sýndi, að þeir væri hvergi nærri allir því vel- sæmi gæddir, að segja sig úr henni jafn- skjótt sem þeir byði sig fram. Slíkt hið sama meðmælenda. Sömuleiðis ætti að gera þá stjórn- arskrárbreyting næst, að færa stað- festingarvald á kjöri þingmanna al- þingis til landsyfirréttar, undan óhjá- kvæmilegri flokkahutdrægni á þingi, auk þess að þá mætti útkljá slík mál fyrir þing. Aðferðin, sem þessi vestfirzki þm., Matthías Ólafsson, er hér væri kom- inn með þingmanns nafni, hefði notað og fengið framgengt, með fulltingi ann- ars mannsíyfirkjörstjórninni, sem væri leikmaður eins og hann, en með ein- dregnum andmælum löglærða mannsins þar, oddvitans, hefði verið sú, að gera ógilda fjölda seðla fyrir þá sök, að þeir hefði verið meira en einbrotnir, en það hafði sést, erhvolft var úr kjör- seðlaskrínunum, að mest var um slíka seðla einmitt úr þeim hreppi, er kunn- ugt var um, að keppinautur hans, síra Kr. D., hafði flesta fylgismenn (Súg- andafirði). En að láta margbrot varða ógilding kjörseðils væri skýlaus lög- leysa, svo sem sæist harla greinilega á því, að þó að sagt væri í 35. gr. kosningarlaganna, að þeir ættu að vera einbrotnir, þá væri sá galli, að seðill væri meira en einbrotinn, hvergi nefndur í upptalningunni í eftirfarandi greinum á kjörseðlagöllum þeim, er varða skyldu ónýtingu. Enda hefði ræðum. ekki heyrt getið um, að sá galli hefði nokkurn tíma verið látinn varða ógilding í nokkuru kjördæmi landsins frá upphafi þessara laga. Og sýndi það, að lagastafur þessi hefði jafnan verið skilinn svo, að hann væri að eins leiðbeining fyrir kjörstjórnir, að þær skyldu tjá það kjósendum, að n ó g væri að einbrjóta seðlana, með þvi að tilgangurinn væri sá einn, að láta nafn hins kosna þingmanns ekki sjást; þess vegna væri einbrot nóg, en margbrot vitaskuld ósaknæmt. Vér hefðum og frásrgn þeirra um það, er lögin sömdu, að hugsunin hefði verið sú ein, að búa sem bezt um kosningarleyndina. Þetta, aðleggjaseðilinneinusinni saman, gæti vel farið svo óhöndulega fyrir feim- num kjósanda, að í rauninni veitti hon- um ekki af að hafa bókbindara sér við hönd, ef vera skyldi öruggur um, að það yrði gert nákvæmlega rétt. Oddviti þessarar kjörstjórnar, sýslu- maður ísfirðinga, hefði og verið svo fjarri því að meta margnefnt brot ólöglegt, að hann hefði tekið það gilt áhorfslaust i þeim kjördæmum öðrum, er hann hefir undir höndum, ísafirði og Norðurísafjarðarsýslu. Ræðumaður kvaðst og muna það gjörla, að hér í Rvík hefði fyrst er kosið var eftir þessum lögum kjörstjórnaroddvitinn, sem þá var, og hvorki var meiri né minni maður en háyfirdómari landsins, tekið margan kjörseðil af kjósanda og margbrotið hann sjálfur, áður en hann stakk honum í kjörskrínuna. Þann veg hefði hann skilið lögin, þá ný- ílaupin af stokkum. Hér mundi eng- um réttsýnum manni blandast hugur um, hvernig lögin bæri að skilja, og cvaðst ræðumaður vilja hér segja frá dálitlu, er sér hefði borist til eyrna í gær og skýrði þetta mál allgreinilega. Hér greip aldursforseti, Júlíus Hav- steen, framm í fyrir ræðumanni, og bannaði honum að segja frá þessu, með því að það væri málinu »óvið- tomandi að segja sögur«, —gersam- ega skilningslaus á það, að einmitt )ess kyns dæmisögur’getur verið hvað mest í varið til að skýra umræðuefni, og vitandi ekkert um það, að hverju sagan laut. — Það vakti almenna undrun og víða flátur um land alt, er þessi uppgjafa- maður var skipaður í vor konung cjörinn þingmaður til 6 ára, og var )ó kyrt látið. Frammistaða hans í forsetastóli sameinaðs þings við þing- setninguna sannaði það á margan hátt, að sú undrun þjóðarinnar var ekki á- stæðulaus. Því síður virtist á honum sitja, að hefja starf sitt úr forsetastól með ástæðulausri ertni við mikilsvirt- an þingmann, nota forsetavaldið til að skeyta skapi sínu á andstæðingi sín- um og varna honum máls. En sér- staklega var þessi framkoma forset- ans ruddaleg fyrir það, að henni var beitt gegn þingmanni, sem honum var fullkunnugt um að kominn var upp i þingsalinn úr rúmi sínu eftir langa og hættulega legu. Ræðukafli sá, er þessi blessaður uppgjafa-amtmaður lagði bann fyrir hjá B. J., var hér um bil á þessa leið: Mér var sagt i gær, að þinglið það, er hann er einn i, þessi af sjálfum sér kjörni þingmaður Vesturísfirðinga (M. Ó.), hefði fastmælum bundið með sér, að taka hann gildan og demba honum inn á þing, hversu meingölluð sem kosning hans væri. Eg svaraði sögumanni þvi, að slíkum ósóma fengi eg mig ekki til að trúa um nokkurn þingmann, hvað þá heldur um heilan mikinn og voldugan þing- flokk, er fylla gerðu og prýða þings- ins mestu höfðingjar, þar á meðal landsins mestu stórvitringar í lögvísi. Nú kvaðst ræðumaður og heyrt hafa, að til stæði að gera þessum af sjálf- um sér á þing úrskurðaða garp (M. Ó.) enn hærri skil: þau, að hefja hann upp i hæðir, i hávirðulega lávarða- deild, og láta hann ljóma þar í dýrð þeirra að visu að eins jarðnesku upp- hæða á þessu og næstu þingum, ef lifir, svo sem skínandi vott bæði um sigurfrægð hávirðulegs heimastjórnar- liðs og dásamlega réttvísi þess. Málinu var að umræðu lokinni — en hún hafði staðið eigi skemur en 3 kl.stundir — skotið á frest og vísað til kjörnefndar, er í voru kosnir þeir Björn Jónsson, Jens Pálsson, Guðjón Guðlaugsson, Guðlaugur Guð- mundsson og Jón Magnússon. ----------- Kolamálið. Svo heitir bæklingui nýútkominn, er gefinn hefir verið út að tilhlutun milliþinganefndarinnar 19n. Er hann allmikið mál og röksamlegt. Bækl- ingurinn skiftist í þe:sa 4 kafla. 1. Þörj landssjóðs á tekjuauka. 2. Hvern- ig á að fá jéð? 3. Mótbárurnar gegn einkasölu á kolum. 4. Mótbárur annara ríkja. Fyrir þessu öllu er gjörð allítarleg grein frá sjónarmiði nefndarinnar. Bæklingur þessi mun verða sendur viðsvegar um land og gefst þjóðinni þá kostur á að íhuga þetta mikla og vandasama mál. Mótmæli stórveldanna gegn kola- einkasölunni munu verða þess vald- andi að málið kemur ekki til umræðu í þingsölunum í þetta sinn. Engu að siður er það skylda þjóðarinnar við sjálfa sig að íhuga vandlega rökin með og móti málinu. Ættu menn þvi að lesa bæklinginn vandlega. Meðal annars gerir nefndin ráð fyrir ýmsum breytingum á frumvarp- inu um kolaeinkasöluna og gerir hún grein fyrir þessum tillögum sínum á þessa leið: Samninginn þarf að bæta. Ekki gkal því neitað, aS samnings- uppkast nefndarinnar þurfi umbóta við. Nefndinni kom aldrei til hugar, að samn- ingurinn yrði í öllum atriðum eins og hún hafði frá honum gengið. Hún hafði ekki átt þess kost að tala við viðsem- janda; alt varð að gerast með brófa- skriftum og símskeytum. Hún gekk að því vísu, að þegar þingið færi að semja við manninn sjálfan, mundi mega kippa ýmsu í lag, sem alt of mikinn tfma hefði tekið fyrir hana að rekast í. Viðsemjandi lofaði að koma til viðtals um þingtímann. Leyfishafi og ótlend skip. Þegar hefir fengist leiðrótting á ein um agnúa, sem mörgum hefir þótt veru- legur. í 6. gr. samnings-uppkastslns stendur, að leyfishafi ráði verðlagi á kol- um, sem hann selur til útlendra skipa, en jafnt skuli það vera til allra slíkra skipa, er kol taka á sömu höfn og á sama verðlagstímabili. Síðan er nefndin skilaði af sór störfum sínum, hefir leyfis- hafi tjáð sig fúsan til þess að ganga að samningnum, þó að verðið á þessum kolum verði ákveðið fast, eins og á inn- lendum koium. En í ráði er, að eitt- hvað verði það hærra til útlendra skipa en til íslendinga. Rosslyn Hartley kol og ensk kol. Sanngjarnt virðist líka að taka til greina mótbáru gegn því, að Rosslyn Hartley kol skuli vera einu »almennu kolin«, einu kolin, sem leyfishafi er skyldur til að hafa nægar birgðir af pantanalaust. Þau kol eru vitaskuld valin, af því að þau hafa reynst hent- ugust í þá ofna, sem hór eru alment notaðir. En botnvörpuútgerðin notar ensk kol; og það verður ekki talið sann- gjarnt nó hentugt, að útgerðarmenn geti þvf að eins fengið þau, að þeir hafi til- kynt fyrir 1. júlf ár hvert, hve mikið þeir ætli af þeim að kaupa. Trygging þess verður að vera alveg jafnmikil og fyrirstaða þess alveg jafn-lítil, að ávalt sóu nægar birgðir af þeim kolum, eins og hins, að þau kol vanti ekki, sem menn nota til þess að hita hús sín. Yór göugum að því vísu, að samningn- um megi fá breytt í þessa átt. Lágmark kolaverðsins. Þá hefir það verið fundið að samnlngi nefndarinnar, að lágmark kolaverðsius só fast ákveðið, svo að vór höfum ekkert gagn af því, ef kol falla í verði á samn- ingstímanum. Að sönnu eru litlar líkur til þess, að svo fari. Ekki er sennilegt, að þau Spitzbergen-kol, sem mest hefir verið talað um, síðan er hreyfing komst á þetta kolamál, muni hafa áhrif á verðið, eftir því sem fullyrt er af mönnum, sem skyn bera á málið. En óhugsandi er það samt ekki, að kolin kunni að verða ódýrari en þau hafa ódýrust verið, eða flutningskostnaður minni en hann hefir verið minstur. Fyrir því virðist oss, að þessa mótbáru ætti að taka tll greina. Verðið ætti að færast alla leið niður á við, að tiltölu við markaðsverð, eins- og það færist alla leið upp. Það virðist ekki nema sanngjörn krafa af hálfu ís- lendinga. Og sóu líkurnar í augum leyfishafa litlar eða engar til þess, að verðið lækki frá því sem það hefir verið lægst, þá ætti honum ekki heldur að vera kappsmál að halda ákveðnu lág- marki í samningnum. Kolasala á liöfninni, Ennfremur virðist og sanngjarnt að taka til greina þá aðfinslu, að kolin sóu seld jafn dýr, hvort sem þau hafi verið flutt á land, eða kaupandi taki við þeim beint úr flutningsskipi eða »húlk« á höfninni. Reyndar hafa kaupmenn ekki æfinlega gert mun á þessu að undan- förnu, svo að það situr að minsta kosti illa á þeim að gera háreysti út af þessu efni. En saungjarnt væri að fara fram á verðmun, eftir því, hvar við kolunum er tekið. Enda taka þeir einir kol hér úti á höfninni, sem m i k i ð kaupa af þeim, og fyrir því ekki nema eðlilegt, að þeir komist að nokkuð betri kjörum — þó að svo hafi reyndar ekki verið hingað til um kolakaupin, að minsta kosti ekki nema stundum, eftir því sem áreiðanleg vitneskja hefir fengist um frá kolakaupmönnum sjálfum. Nýir verzlnnarstaðir. Sömuleiðis er það ekki óskynsamlega athugað af andstæðingum einkasölunnar, að nýir verzlunarstaðir geti risið hór upp, þeir er þarfnist allmikilla kola, t. d. til botnvörpuútgerðar, og að menn yrðu annaðhvort að hafa kostnað við að koma kolunum á þá staði, eða að öðrum kosti flytja sig burt þaðan. Fremur er það að sönnu ólíklegt, að til þess komi. En óhugsandi er það ekki, jafn-miklar og breytingarnar gerast hór á landi f ýms- um efnum. Undir þennan leka mætti setja með því, að leyfishafi yrði skyldur til þess að flytja kol á nýja staði, þegar þörfin á því væri sönnuð með þeim hætti, að eitthvert tiltekið lágmark kola- magns yrði notað þar. ■ oco ■ Greinar. VII. Það var einu sinni seint í fyrravet- ur, sem mér heyrðist eitthvert undar- legt marrandi hljóð, að eg hygg líkt því sem sumir hafa þótst heyra stund- um þegar norðurljós eru. Jafnframt skaut því upp í meðvitund minni, að einhversstaðar á öðrum himinhnetti væri með vélum, sem óþektar væru hér á jörðu, verið að reyna að koma á sambandi við mennina. Ef til vill væri réttara að segja: skaut því inn í meðvitund mína; mér fanst svo greini- lega að þessar undarlegu og ótrúlegu hugsanir kæmu utan að, en risi ekki af minni eigin viðleitni. Að hugsanir annara geta einstöku sinnum smeygt sér inn í huga minn svo að eg get »lesið« þær, veit eg, held eg mér sé óhætt að segja með vissu. Eg hef mikið um þetta efni hugsað, og ekki sízt síðan eg las fyrir nokkrum árum, að Goethe hélt að hann hefði stundum getað fengið aðra til að hugsa sumar hans hugsanir, þó að hann þegði alveg yfir þeim. Nú hefir mér að vísu fyrir löngu fundist það mjögheimskulegt, sem menn hafa stundum verið að stinga upp á, að mannkynið ætti að reyna til að gera Marsbúum vart við sig með einhverju því sem stjörnufræðingar á Mars gætu athugað. Eins og Marsbúar, væru þeir nokkrir, mundu ekki fyrir löngu hafa vitað að á jörðinni er mannabygð. Og eins og þeir mundu ekki fyr reyna til að komast í samband við jarðarbúa, en þeir við þá. Og þegar menn hugleiða svolítið Marconitækin, sem bygð eru á uppgötvun Heinrichs Hertz á magnöldum þeim sem við hann eru kendar, og ekki þarf að lýsa hér, enda gera það margir betur en eg, þá virðist, að minsta kosti eftir á, ekki erfitt að hugsa sér hvers- kyns sambandstilraunir það mundu vera, sem Marsbúar gerðu, og heldur ekki að þeir mundu ætlast til, að það væri mannshöfuð sem á jörðunni tæki við skeytunum, í stað einhverskonar Marconitækja, sem einnig hér á jörðu mundulíklega þykja fremur steinaldarleg eftir t. a. m. 500 ár. Þetta sem eg hef drepið á stuttlega, hugsaði eg mér nú ekki undir eins og eg þóttist verða var við þessi skeyti frá »öðrum heimi« eða réttara sagt, annari jörðu. Hugsun mín lá fram eftir vetrinum eins og í lamasessi og hvíldi sig. En seinna, þegar eg fór aftur að hugsa af alvöru, þá fór eg að virða þetta fyrir mér og í því ljósi sem þá brá upp, ýmislegt af því, sem eg hafði geymt í huga mínum frá því um haustið og veturinn. Eitt af því var þetta. Jeg sat einn í herbergi. Þóttist eg þá sjá yfir út- hafið, eyðilegt og endalaust ólgandi. Og yfir hafinu leið fram sveimur af einhverju lýsandi og blikandi; var það glæsileg sjón; getur vel verið að eg hefði kallað þetta stjörnur, hefði mér ekki, með undarlegum hætti, komið í hug að þetta mundu vera einhvers- konar flugvélar; síðan sá eg þessar »stjörnur« líða eða hrapa niður á hafið, og þykist eg ekki vita hvort af slysi var eða ásettu ráði. Löngu seinna var eg að lesa í opin- berunarbókinni, það er að segja opin- berunarbók þeirri, sem kend er við Jóhannes; opinberunarbækurnar eru annars margar; ein slík bók er Ilions- kviða, innanum og samanvið, önnur heitir Edda, og í biblíunni eru opin- berunarbækur Esekiels og Daniels. En í opinberun Jóhannesar standa þessi orð (9. kafli): »Og fimti eng- ilinn básúnaði, og eg sá stjörnu, er fallið hafði af himni ofan á jörðina, og henni var fenginn lykillinn að brunni undir djúpsins«. Þetta er undarleg lýsing; stjarna sem hrapar ofan á jörðina og er þá auðsjáanlega alt í einu orðin að manni eða einhverri slikri veru, sem fer og lýkur upp stað sem er nefndur brunn- ur undirdjúpanna. En alt verður þetta skiljanlegt hafi það sem Jóhannes sá, verið blikandi flugvél, sem í hans aug- um var eins og stjarna; Jóhannes sér flugvélina lenda, og sá sem flugvél- inni stýrði er það, sem lýkur upp »brunni undirdjúpanna*. Og úr þess um brunni köma »engisprettur« sem eru ekki síður ólíkar engisprettum en »stjarnan« stjörnu. »Engispretturnar« voru að ásýndum »svipaðar hestum, búnum til bardaga, og á höfðum þeirra voru eins og kórónur, líkar gulli, og ásjónur þeirra sem ásjónur manna. Og þær höfðu hár sem hár kvenna, og tennur þeirra voru eins og ljónstennur. Og þær höfðu brynjur eins og járnbrynjur, og vængjaþytur- inn frá þeim var eins og vagnagnýr, er margir hestar bruna fram til bar- daga. Óg þær hafa hala likan sporð- drekum«. Þegar eg las þetta kom mér i hug »gandreiðin« sem Hildi- glúmur sér fyrir Njálsbrennu og er eldshringur utan um; líka komu mér i hug japönsku vængjavélarnar fyrir einn mann, sem Herbert Wells lýsir i framtíðarsögu sinni, striðið í loftinu. En það er getgáta mín, að bæði »engi- spretturnar« og gandreiðin sé flugvél- ar sem birtst hafi í fjarsýn, en raun- ar verið á ferð á öðrum himinhnölt- um, þar sem slíkt er lengra komið en á þessari jörð. Halinn á »engi- sprettunum er stýrið, »stélið« á flug- vélinni, eða vélflugunni. Og vel hugs- anlegt er að þessar flugvélar hafi þar á staðnum verið nefndar sama nafni og engisprettur, sem eru .fleyg skor- kvikindi. — Þessa getgátu mína byggi eg á mjög mörgu og margvíslegu, sem ekki er tekið fram i þessari grein, og virðist mér hún æ því sennilegri sem eg hugsa betur málið. Ekki kemur mér á óvart, þó að margir muni telja það markleysu sem eg er að fara með. Menn eru svo vanir að álíta ýmislegt sannleik, sem er heimska, að þeir hafa skemt á því skynsemi sína, og halda oft að það sé heimska sem er sannleikur, eins og saga visindanna og heimspekinnar sýnir svo vel og hryggilega og saga trúarbragðanna ennþá betur og enn- þá hryggilegar. Annað er það, að sé þessi getgáta rétt í aðalatriðinu, þá er hér að ræða um uppgötvun sem meira mun af leiða en flestum öðrum. En það má heita alþjóðatrú, að á íslandi geti ekkikomiðuppnýjar hugsanir, og marg- iríslendingar hafa þar sjálfir kúgast látið, eins og varla er að furða, því að hér hefir illa viðrað fyrir þá sem helzt geta hugsað nýjar hugsanir, þó að margan slíkan hafi þjóðin eignast og útlægan gert, á ýsman hátt. 15. júlí 1912. Helgi Pjeturss. Reykjavikur-annáll. Aðkomumenn: Arnbjðrn Ólafsson, Kvík, Arne Lönnbeck blaflamaður frá Stokkbólmi (ætlar aðferðast til Þingvalla og Q-eysis) o.fl. Dánir: Ingibjörg Þorsteinsdóttir Lindar- götu 6, 63 ára. Dó 15. júli. Hermann Stoll, binn svissneski landkönn- uður, fór fyrir skömmu í sumarferðalag sitt upp i óbygðir i landkönnunarerindum. Ætl- aði hann að vera 2 mánuði í þvi ferðalagi, aleinn eins og hans er venja, en kom hingað aftur í bili fyrir nokkurum dögum vegna óveðurs ; gat ekkert aðhafst fyrir rigningum og súrviðri. En hann ætlar eigi að gefast upp, heldur halda á stað aftur eftir nokkra daga og vita hvort eigi hætist um veður. Ferðinni heitið m. a. kringum Langjökul og siðar austnr á bóginn að Vatnajökli. Hljómleíka efnir hinn ungi islenzki lista- maður Haraldur Sigurðsson frá Kallaðar- nesi til nú um helgina i Bárubúð. Þar mun kostur á að heyra leikið á planó af BÓrstakri snild. Skipafregn. Sterling kom hingað i fyrra- kvöld. Fjöldi farþega, einkum erl. ferða- menn. Meðal íslenzkra farþega voru: frú Augusta Thomsen, Júllus Stefánss. disponent, jungf. Soffía Thorsteinsson, jungfr. Hólm- fríður Jónsdóttir (frá Múla), Haraldur Sig- urðsson pianóleikari frá Kallaðarnesi, Hjálm- týr Sigurðsson kaupm., stúdentarnir: Gunnar Sigurðsson (frá Selalæk), Helgi Guðmunds- son og Samúel Thorsteinsson. Ennfremur Ólafur Magnússon ljósmyndari, Gfsli Gnð- mundsson (eigandi gosdrykkjaverksm. Sani- tas), Gregersen, danskur stúdent og fri- merkjakaupm. 0. fl. Flora kom i gær. Meðal farþega: sira Einar Jónsson alþm., Sveinn Björnsson yfir- dómslögm., Þorvaldur Jónsson læknir frá Isafirði, Guðm. Bergsson bóksali 0. fl. Botnía fór utan i fyrradag. Fari tóku sér til útlanda m. a. Gísli Brynjólfsson læknir frá Khöfn, Jón Kristjánsson prófessor með sinni frú. Til Vestmanneyja: Halldór Gunnlaugsson læknir, ásamt frú sinni. Taurullurnar þægilegu, tvær stærðir, eru komnar aftur til verzlunar undirritaðs. Verðið er að vanda hið lægsta í borginní B. H. Bjarnason. Almennur kvennafundur verður haldinn i Bárubúð föstudaginn 19. júlí kl. 9 e. h. Fundarefni: Stjórnarskrármálið o.fl. Konurl Pjölmermiðl Kvenréttindafél. islands i Reykjavik. Öllum þeim, er sýndu okkur hluttekningu við jarðarför móður okkar, Margrétar Páls- dóttur, vottum við kærar þakkir. Ágústa Magnusdóttir. Jórunn Magnúsdóttir. Kristin Magnúsdóttir. Magnús Magnússon. Húsmæðraskóli á ísafirði. 1. október—31. jan. verður haldið 4 mánaða námssKeið fyrir ungar stúlk- ur í hússtjórn. Borgun fyrir kenslu fæði og þvott er 25 kr. á mánuði. Nánari upplýsingar hjá undirritaðri, er tekur á móti umsóknum til 1. sept. næstkomandi. ísafirði 11. júli 1912. Fyrir hönd kvenfél. Ósk. Camilla Torfason. Bambusstangir til silungsveiða eru aftur komnar til verzl. B. H. Bjarnason. 4 eða 5 herbergja íbúð óskast til leigu sem fyrst. Ritstj. vísar á. Majór Westergaard stjórnar vakningasamkomu í kvöld kl. 8»/t. Aðgangur ókeypis. Ung stúlka, sem vill læra hjúkr- un, getur fengið pláss i Heilsuhælinu á Vifilsstöðum frá 1. september._ Hnakkur með tösku hefir týnst af hesti, sem tapaðist frá Bald- urshaga siðasta sunnudagskvöld, en fanst nálægt Elliðavatni. Finnandi beðinn að skila gegn fundarlaunum til Einars Hjörleifssonar, Ránargötu 29, Reykjavik, ___________________ Málaravörur ýmis konar, þar á meðal fernisolían góða pt. á 0,85. Terpentinolía pt. á 0,90, kom með »Kong Helge« til verzl. B, H. Bjarnason.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.