Ísafold - 20.07.1912, Blaðsíða 2

Ísafold - 20.07.1912, Blaðsíða 2
178 I8AF0LD == Koncert == á morgun þ. 21. júlí kl. 8*/2 síðdegis í Bárubúð. Koneertsangerinde frú Johanne Sæmundsen með aðstoð frú Valborg Einarsson og hr. P. Bernburg. Aðgöngumiðar á kr. 1.25 og 1.00 fást i ísafold í dag og á morgun í Bárubúð frá kl. 10—12 og 2—4 og einnig við innganginn. Sjá götuauglýsingar. Af öllum vörum, er flytjast til ís- lands frá útlöndum, hvort heldur verzl- unarvörum eða öðrum vörum, skal viðtakandi greiða gjald í landssjóð, 3 af hundraði af verðhæð vörunnar. Flutningsm.: L. H. B., P. J. og St. St. Eyf. j. Frumvarp til la%a um vatnsveitu fyrir Sauðárkrók. Þar er farið fram á að hreppsnefnd Sauðárkróks veitist einkaleyfi til þess að leggja vatnsveitu í pípum neðan- jarðar til Sauðárkróks og um kaup- staðinn. En þegar vatnsveitan er komin á, er gert ráð fyrir að hrepps- nefndin hafi ein rétt til þess að selja vatn í kaupstaðnum. Frumvarpið flytur Jósef Björnsson. 6. Frumvarp til la%a um sampykt um veiði í Drangey. Þar er farið fram á að sýslunefnd Skagafjarðarsýslu veitist heimild til að gera samþykt um veiði í Drangey. Skal sýslunefnd semja frumvarp til samþyktar, en kveðja síðan til fundar, alla þá, er atkvæði eiga um samþykt- ina. Fallist fundarmenn á frumvarpið óbreytt að efni með a/4 atkvæða, sendir sýslunefndin það stjórnarráðinu til staðfestingar og löggildingar. Nánari reglur síðan settar, ef breytingar eru gerðar á frumvarpinu. Flutningsmaður er Ólafur Briem. 7. Frumvarp til laga um breyting á lögum 18. sept. 188y um stojnun Landsbanka. Það hljóðar svo: í 9. gr. laga 18. sept. 1885 um stofnun Landsbanka falli niður orðið »Seyðisfirðif en i staðinn komi: »í Suðurmúlasýslu«. Flutningsm. er Jón Ólafsson, 8. Frumv. til laga um breyting á hajnarlögnm Jyrir Reykjavíkurkaupstað. Frumv. hljóðar svo: 6. gr. 2. máls- liðar i hafnarlögum fyrir Reykjavíkur- kaupstað orðist svo: í hafnarnefnd sitja 5 menn, borg- arstjóri, sem er formaður nefndarinn- ar, 2 bæjarfulltrúar og 2 utan bæjar- stjórnar, annar úr tölu kaupmanna, en hinn úr tölu sjómanna. Geta þeir ekki skorast undan endurkosn- ingu fyrri en þeir hafa setið i nefnd- inni 6 ár samfleytt. Stjórnarskráin og dilkar stjórnarskrár- jrumvarpsins. Ráðherra lagði fram stjórnarskrár- frumvarp síðasta þings til athugunar og jafnframt 3 lagafrumvörp, er stjórnin hafði samið áður, er hún bjóst við því að leggja stjórnarskrár- frumvarpið óbreytt fyrir þingið. Þessi 3 frumvörp lagði ráðherra og fram aðeins til athugunar. Öll þessi frum- vörp hefir herra Bjarni Jónsson látið prenta upp og gerst flutningsmaður þeirra á þinginu. Má þvi halda áfram tölunni og er þá hið 9. Frumvarp til stjórnarskipunar- laga um breyting á stjórnarskrá um hin sérstaklegu málejni Islands /. jan. 1874 og stjórnarskipunarlögum 3. okt. 1903. Frumv. samhljóða frumvarpi því, er samþykt var á alþingi 1911. 10. Frumvarp til laga um ráð- herrastejnur. Af því stjórnarskrár frumvarpið ger- ir ráð fyrir 3 ráðherrum, eru hér sett- ar reglur um ráðherrastefnur, fundi þá er ráðherrarnir halda hver með öðrum. Forsætisráðherra stýrir, að sjálfsögðu, þeim fundum og skulu þar rædd öll lög áður en þau eru lögð fyrir konung til staðfestingar og sömuleiðis lagafrumvörp, áður en þau eru lögð fyrir alþingi. Auk þess skulu þar ræddar allar stjórnarráðstaf- anir, sem eigi verða taldar með sjálf- sögðum daglegum störfum stjórnar- ráðsins, áður en framkvæmdar eru. 11. Frumv. til laga um breytingar og viðauka við lög um kosningar til al- pingis 3. okt. 1903. Aðalefni frumvarpsins er breyting á kjördæmaskipun landsins við kosn- ingar til neðri deildar. Eftir þessu frumvarpi skiftist landið í 19 kjör- dæmi og eru þau þessi: 1. kjördæmi tekur yfir Reykjavík og kýs 2 alþingismenn. 2. kjördæmi tekur yfir Borgarfjarðar- sýslu og kýs 1 alþingismann. 3. kjördæmi tekur yfir Mýrasýslu og Snæfellsnes- og Hnappadalssýslur og kýs 2 alþingismenn. 4. kjördæmi tekur yfir Dalasýslu og Strandasýslu og kýs 1 alþingism. 5. kjördæmi tekur yfir Barðastrandar- sýslu og kýs 1 alþingismann. 6. kjördæmi tekur yfir Vestur-ísafj. sýslu og kýs 1 alþingismann. 7. kjördæmi tekur yfir Norður-ísafj. sýslu og kýs 1 alþingismann. 8. kjördæmi tekur yfir ísafj.kaupstað og kýs 1 alþingismann. 9. kjördæmi tekur yfir Húnavatns- sýslu og kýs 2 alþingismenn. 10. kjördæmi tekur yfir Skagafjarðar- sýslu og kýs 2 alþingismenn. 11. kjördæmi tekur yfir Eyjafjarðar- sýslu og kýs 2 alþingismenn. 12. kjördæmi tekur yfir Akureyrar- kaupstað og kýs 1 alþingismann. 13. kjördæmi tekur yfir Þingeyjarsýslu og kýs 2 alþingismenn. 14. kjördæmi tekur vfir N.-Múlasýslu og Seyðisfj.kaupst. og kýs 2 alþm. 15. kjördæmi tckur yfir Suður-Múla- sýslu og kýs 2 alþingismenn. 16. kjördæmi tekur yfir Skaftafells- sýslu og kýs 1 alþingismann. 17. kjördæmi tekur yfir Rangárvallas. og Vestm.eyjas. og kýs 2 alþ.m. 18. kjördæmi tekur yfir Árnessýslu og kýs 2 alþingismenn. 19. kjördæmi tekur yfir Kjósar- og Gullhringusýslu og Hafnarfjarðar- kaupstað og kýs 2 alþingismenn. 12. Frumv. til laga um hosning landspingmanna. Frumvarp þetta er í 22 greinum og er þar sagt fyrir um kosningu þeirra 10 manna, er kosnir skulu um land alt til efri deildar. Nefnir frum- varpið þá landsþingmenn. Eftir frum- varpinu á alt landið að vera 1 kjör- dæmi við kosninguna og eru í yfir- kjörstjórn 3 menn í Reykjavík skip- aðir af ráðherra. — Þessari yfirkjör- stjórn skulu afhentir listar með nöfn- um þingmannaefna 8 vikum fyrir kjördag og skal fylgja hverjum lista yfirlýsing, að minsta kosti 100 manna í landinu, um að þeir styðji kosning- una. Af þessum kjósendum skulu 15, að minsta kosti, vera úr fyrverandi Austuramti, Norðuramti og Vesturamti, hvoru um sig. Lögleysan í Vestur-ísafjarðarsýslu. Loks í gærkvöldi réð þingið til lykta þrætumálinu um kosninguna í Vestur-ísafjarðarsýslu. Umræður stóðu frá kl. 5—8V2 með töluverðu kappi. Með því að taka kosningu Matthiasar gilda töluðu þessir: Guðl. Guðmunds- son, Guðjón Guðlsugsson, Jón Ólafs- son og Lárus H. Bjarnason. En á móti því töluðu: Björn Jónsson, Jens Pálsson, Skúli Thoroddsen, Björn Kristjánsson og Bjarni Jónsson. Miklu betri reyndist málstaður þeirra þing- manna, er vildu ógilda kosninguna, enda munu flestir lögfræðingar hér, þeir er ekki eiga sæti á þingi, telja kosningu Matthíasar ógilda ®g njóta lögfræðingar þingsins þess, að þeir eiga ekki æðri dómstól yfir sér um þetta mál í landinu. Með ógildingu kosningar Matthías- ar greiddu þessir 14 atkvæði: Bjarni Jónsson, Benedikt Sveinsson, Björn Jónsson, Björn Kristjánsson, Björn Þorláksson, Jens Pálsson, Jósef Björns- son, Jón Jónatansson, Ólafur Briem, Sigurður Sigurðsson, Skúli Thorodd- sen, Stefán Stefánsson skólameistari, Valtýr Guðmundsson og Þorleifur Jónsson. Kristján Jónsson, Magnús Andrés- son og Sigurður Stefánsson greiddu ekki atkvæði, en létu telja sig með meirihlutanum. Aug. Flygenring var fjarverandi, en 19 greiddu atkvæði með því að taka kosningu M. gilda, allir heimastjórn- armenn, með atfylgi þeirra Jóh. Jó- hannessonar og Sigurðar Eggerz. Ræður er því miður ekki hægt að flytja, vegna rúmleysis. Hér kemur þó ræða fíjörns Jónssonar, eins og hann hripaði hana rétt áður en hún var flutt: Það er svo sem ekki miklu við að bæta það sem vér félagar höfum sagt í nefndarálitinu, minninlutamenn. Fáir munu í því skilja, að meirihlut- inn skuli fá af sér að mannskemma sig á að halda fram slíkri hverjum manni bersýnilegri lögleysu. Er það metnaðurinn að fara ekki halloka fyrir minni hlutanum? Meiri hlutanum, heimastjórnarliðinu, er sama sem alt vald gefið, ekki beint á himni og jörðu, en þó á þessu þingi. Hann er Jafnnær, hvort sem hann fær þann liðsauka, sem þessi ólöglega kosni þm. (M. Ó.) veitir honum eða ekki. Og vér, minni hlutinn, slíkt hið sama, þó að okkur bættist þingmannsefni það, er vér vildum kosið hafa, eða ekki. Hann er mesti ágætismaður að vísu, einhver nýt- asti maður, er á þingi voru hefir setið. En jafnfjarri erum vér því að ráða nokkru á þessu þingi, þótt hann bætt- ist oss. Svo litlum minnihluta erum vér í. En það er oss kappsmál, að verjast ranglætinu. Eg fortók um daginn, að nokkur þingmaður feeri að dæma mann þing- hæfan, hversu meingölluð sem kosn- ing hans væri, hvað þá heldur að voldugur, mikils háttar, þingflokkur gerði sig sekan í þeirri óhæfu. Eg neyðist nú til að gara mér i hugar- lund, að þeir muni þó nokkrir vera, jafnvel meiri hlu-ti meirihlutans, en alls ekki hann allur, og að þessi meiri hluti meirihlutans hafi kjörið sér tvo eða fleiri sína vöskustu orustu- menn til að fóðra þá óhæfu. Meðal slíkra fóðrara — ekki veggfóðrara, heldur lögleysufóðrara, — hefi eg orðið vai við tvo þeirra mestu lögvitringa, þingmann Akureyrar og 2. þm. Sunn- mýlinga, sem að vísu er ólöglærður, en þó líklegast sannnefndur yfirlög- vitringur þingsins og auk þess nafn- togaður fyrir dæmafáa bónþægni sína að verja hvern málstað, sem eg vil ekki nefna hinn versta málstað, en hinn lélegasta, sem hugsast getur, og það með frábærri rökfimi. Það er ekki langt síðan er hann (J. Ó.) var beðinn að verja pilt, er samið hafði bók með mjög lélegu orðfæri, afleitri íslenzku, og hlaut ámæli fyrir, og að hann brá óðara við og mælti honum sterk- lega bót, og er þó virðulegur þm. Sm. (fón Ól.) einhver vor mesti ís- lenzkumaður og ann feðratungu vorri og hefir alla tíð unnað brennheitt. Þessi þingmannsnefna Vestur-Isfirð- inga, M. Ö., varði kosningu sína, hina ólöglegu, um daginn af miklum móði og tjáði sig með mörgum fögr- um orðum afarfjarri allri hlutdrægni. En um það er fengin greinileg vitn- eskja, að úr 2 suðurhreppum sýsl- unnar, er hann átti heima i og bróðir hans var undirkjörstjóri, var varla nokkur seðill nema einbrotinn, hafði að þeirra beinu undirlagi verið hafðar mjög glöggar gætur á, að sem réttast yrði frá þeim gengið. En úr Súg- andafirði, mesta fylgishrepp keppinautar hans, Kr. D., var nærri hver seðill margbrotinn. Þessu tóku allir eftir sem við voru, er kjörskrínunum var upp lokið, og hefi eg talað við einn þessa sjónarvott, mikið kunnan mann, skýr- an og merkan. — Sýnir þetta með- al annars, hver óhæfa er að hafa þing- mannsefni i yfirkjörstjórn. Það varð einum gamansömum þing- manni að orði, er hann hlýddi á ræðu M. Ó. um daginn, að með karlmensku hefði hann haft sér út kjörbréf, með því sama sem að brenna allmörg kjör- bréf fyririr keppinaut sínum, úr Súg- andafirði. Nú ætlaði hann að æpa sig inn á þing; hann þótti tala meður mikilli ákefð, mjög hátt. Sigri hrósandi fara þeir sjálfsagt af þessum fundi, virðulegir andstæðingar. En mundu þeir aldrei mega segja: Vinnum vér slíkan sigur annan, er úti um oss. Svo illa ætla eg mælast muni fyrir þeim sigri. Ásmundur Guðmundsson, prófasts Helgasonar, kandídat í guð- fræði, er ráðinn prestur tveggja ís- lenzkra safnaða í Saskatchewan í Cana- da — til þriggja ára. Jakob Óskar Lárusson er prestur þessara safnaða sem stendur, en um- samið þjónustu tímabil hans útrunnið. Hjálpræðisherinn. Majór Westergaard flutti á mánu- daginn í dómkirkjunni erindi um starf Hjálpræðishersins, er sótt var af rúmu hálfu fjórða hundraði manns og þótti fróðlegt. Westergaard heldur sam- komur i Hafnarfirði á sunnudag og mánudag, en síðan er ferðinn heitið kringum land. Haraldur Sigurðsson frá Kallaðarnesi. Hann var drenghnokki, fjögra eða fimm ára, þegar eg heyrði hann leika á hljóðfæri i fyrsta skifti — orgel- skrifli ofurlitið. Faðir hans varð að halda á honum og stíga fyrir hann, því að hann náði hvergi nærri til fóta- fjalanna. Bók stoðaði ekki að fá hon- um; hann þekti enga nótu á bók. En ýms lög lék hann með fjórum rödd- um, og fór rétt með þau; hann hafði heyrt þau til föður síns og lært þau af honam. Eg lá rúmfastur, þegar þetta var. »Citar« var i rúminu hjá mér; það var eina hljóðfærið, sem eg gat skemt mér við, eins og þá stóð á. Nú fór eg að gera mér það til gamans að taka í þenna og þenna streng og biðja Harald að segja til um tóninn. Brást það aldrei að hann segði rétt um. Þá fór eg að færa mig npp á skaftið og spyrja um tóntegundir. Fór þá enn á sömu leið. Furðaði mig mjög á þessu, því að eg vissi að hann hafði ekkert lært i söngfræði. Hann þekti ekki einu sinni a frá b í stafrófinu. En svo stóð á þessu, að faðir hans hafði einhverju sinni af rælni farið að segja honum um C-dúr og A-moll. Frekari tilsagnar þurfti hann ekki um það efni; hitt vissi hann þá af sjálf- um sér. Hann þekti alla tóna og vissi hvað þeir hétu, muninn á dúr og moll var vandalaust fyrir hann að heyra og þá var ekki langur vegur til hins, að geta greint í hverjum dúr eða hverjum moll þau og þau lög væru. Svo óskeikult söngeyra, sem hans er, hefi eg aldrei þekt; enda mjögfá- tíð allstaðar. Eg veit það að vísu, að ýmsum tekst að ceja eyrað svo, að það geti greint með áreiðanlegri vissu alla tóna, en hitt er mjög sjaldgæft, að sú gáfa sé mönnum meðfædd. Eg veit um Frederik Rung í Danmörku; aðra hefi eg ekki heyrt til nefnda þar. Kallaðarnes var kirkjustaður í þann tíð, er Haraldur var barn að aldri. Var það þá stundum, er sungnir voru sálmar í kirkjugarðinum, að hann veitti því eftirtekt, hve söngmennirni lækk- uðu sig mikið með hverju versi. Kom hann þá hlaupandi með þau stórtíð- indi, að nú væri þeir komnir niður um hálftón, .... nú um heilan o. s. frv. Stundum reyndi hann að semja lög. »Nú ætla eg að semja lagc, sagði hann — og byrjaði. Hve mikið hann • mundi gera úr þeim söngsmíðum nú, læt eg ósagt; en hitt er víst, að sjald- an varð honum skotaskuld úr því að finna hljóma við lögin. Eyrað var næmt og sagði til. Margar sögur mætti segja um Har- ald frá þeim árum. Slíku er haldið á lofti um ýms mikilmenni sönglist- arinnar. Og því má þá ekki vikja að þessu þó að islenzkur sveitadrengur eigi í hlut? Nú er barnið unglingur. Haraldur hefir stundað nám við sönglistaskól- ann i Kaupmannahöfn, og hefir lokið því. Nú er hann hér kominn og efnir til samsöngs á mánudagskvöldið kem- ur. Það er nú varla við þvi að bú- ast að unglingurinn sé orðinn afburða- snillingur. Þess má ekki vænta, að hann sé búinn að ná þeim þroska og þeirri lífsreynslu, sem þarf til þess að komast alla leið »upp á sigurhæðir«, en hitt þykist eg mega fullyrða, að hann sé furðanlega langt á veg kom- inn. Og er ekki nokkurs um vert fyrir jafnungan mann, að geta þó gert sér nokkrar vonir um að komast síðar meir alla leið, — inn á land feg- urðarinnar — draumaland skáldskap- arins og sönglistarinnar, ef guð og gæfan er með honum. . Þegar Chopin fór frá Póllandi, al- farinn, héldu honum veizlu vinir hans og gáfu honum að skilnaði bikar mik- inn, fyltan pólskri mold og létu þessi orð fylgja gjöfinni: »Mundu Pólland, mundu vini þína, sem eru státnir af slíkum landa, sem þú ert. Vér vænt- um mikils af þér, óskir vorar fylgja þér«. Það er í ráði, að Haraldur fari til Þýzkalands í haust,til framhaldsnáms. Eg býst ekki við að eg gefi honum bikar, eða aðrar gjafir, en hitt vildi eg að kveðjurnar yrðu líkar þeirii, sem að ofan er sagt frá. — Haraldur er sá lánsmaður að eiga foreldra, sem hafa bæði vilja og tök á að hlynna að gáf- um hans. Þess meir væntum vér af honum sjálfum. Hér kulnar svo marg- ur neisti, hér verður svo lítið úr mörg- um gáfumanni, að þeir sem fá að njóta sín, verða að reynast tveggja makar, — margra makar. Þeir verða að bæta landinu missi hinna I Sigjús Einarsson. Hljómleikar Haralds Sigurössonar frá Kallaðarnesi í Bárubúð mánudaginn 22. júlí kl. 9. Sjá nánar götuauglýsingar. Frestun stjórnarskrárinnar. Ræða ráðherra um það mál í neðri deild á fimtudag hljóðaði svo: Eg skal leyfa mér að ávarpa háttv. deild nokkrum orðum um mál það, er valdið hefir því að þing var rofið síðast og þetta þing kvatt saman, sem só stjórnarskrárfrumvarp síðasta þings. Landstjóriliin hefir látið prenta þetta stjórnarskrárfrumvarp og bvta því út meðal þingmanna, eins og það var sam- þykt á síðasta þingi. Ennfremur hefir hún til leiðbeinjngar og hægðarauka í sambandi við þetta frumvarp látið semja uppkast að þrem öðrum frumvörpum, sem nauðsynleg yrðu, ef þetta frum- varp kynni að verða samþykt. En ekk- ert af þessum frv. og eigi heldur stjórn- arskrárfrunavarpið, er þó lagt fram sem stjórnarfrv. heidur aðeins til athugunar þingmönnum. Verði því málið ekki tek- ið upp af þingmanna hálfu kemur ekk- ert stjskr.frv. fram. Þessu víkur svo við, að h. h. konungurinn hefir eigi viljað ijá samþykki sitt til þess, að frv. eins og það liggur fyrir frá síðasta þingi verði lagt fyrir þingið af hálfu stjórn- arinnar. Það Bem því olli var úrfelling ákvæð- isins um setu íslandsráðherra í ríkisráði Dana. Að vísu hafði eg átt tal um þetta við hinn látna konung vorn Frið- rik h. 8. í fyrravor og hafði eg þá von um, að hann mundi samþ. frumvarpið óbreytt, en með vissu fororði, því for- orði, að úrfelling ríkisráðsákvæðisins hefði ekki þá afleiðingu, að lög og mik- ilsvarðandi stjórnarráðstafanir, er ísland varða, yrði ekki borin upp í ríkisráði Dana, en að í þessu efni yrði fylgt sömu reglu eftir sem áður. En nú er hann látinn, og þetta var jafnvel einungis von mfn, en ekki vissa. Nú lót hinn n/i konungur vor í ljósi við mig, að hann gæti ekki fallist á úrfellingu rík- isráðsákvæðisins úr stjórnarskránni, nema því að eins, að samtímis væri gerð skip- un á hinu ríkisróttarlega sambandi milli íslands og Danmerkur með sam- hljóða ákvæðum hins íslenzka alþingis og hins danska ríkisþings. fingnefndir. Tekjufrumvörpum þeim, er milli- þinganefndin hafði samið, en stjórnin lagði fyrir þingið, um einkasölu á steinolíu, verðtoll á vefnaðarvöru og skófatnaði og útflntningsgjald á síldar- lýsi og tilbúnum ábu-rði, vísaði n. d. til sömu nefndar og kaus í hana 7 menn. í henni eru þessir: Hannes Hafstein, Pétur Jónsson, L. H. Bjarna- son, Eggert Pálsson, Björn Kristjáns- son, Valtýr Guðmundsson og Bjarni Jónsson. Formaður nefndarinnar er H. H., en skrifari L. H. B. Frumvarpinu um hagfræðisskýrslur um innflutning á tóbaki vísaði n. d. til 5 manna nefndar. Nefndarm. eru Guðl. Guðmundsson, Halldór Steinsen, Stefán Stefánsson Eyf.,.Þor- leifur Jónsson og Jóh. Jóhannesson. Form. nefndarinnar er Jóh. Jóh. og skrifari Guðl. Guðm. Frumvarpi um útrýming fjárkláða vísaði e. d. til 5 manna nefndar (Guðjón Guðlaugsson, Þórarinn Jóns- son,JósefBjörnsson, Sigurður Eggerz, Stefán Stefánsson). Form. St. St., skrifari J. B. Stjórnarfrumvörpunum 3 er lúta að heilbrigðismálum, um bólusetning- ar, stofnun yfirsetukvennaskóla í Reykjavík og yfirsetukvennalög visaði e. d. til 5 manna nefndar (Sigurður Stefánsson, Björn Þorláksson, Steingr. Jónsson, Guðjón Guðlaugsson, Þórar- inn Jónsson). Form. Sig. Stef. skrifari Bj. Þ. Frumvörpunum um öryggi skipa og báta, eftirlit með þilskipum, breyt- ingu á lögum um vátryggingu sjó- manna og siglingalögum vísaði e. d. til 5 manna nefndar (Eir. Br., Sig. Stef., Aug. Flygenr., Sig. Eggerz, Jens Pálsson). Form. Aug. Elyg., skrifari E. Br. Frumvarpinu um breyting á sam- komudegi þingsins var vísað til 2. umr. án nefndarskipunar. Frumvörpunum um ritsima- og tal- símakerfið og um kaup Vestmanna- eyjasímans var vísað af n. d. til 5 manna nefndar (Einar Jónsson Rang., Jóh. Jóh., H. Steinsen, Jón Magn., Stefán Stefánss. Eyf.). Form. Jóh. Jóh., skrifari J. Magn.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.