Ísafold - 27.07.1912, Blaðsíða 2

Ísafold - 27.07.1912, Blaðsíða 2
186 I8AF0LD 27. Frv. til laqa. um kosningar til sjsluneýnda. Kosningar til sýslunefnda skulu vera leynilegar, og setur frv. nánari ákvæði um fyrirkomulag kosninganna. Flutningsm.: St. St. Eyf. og Ól. Briem. 28. Frv. til laga um árgjald af verzlun og viðskiýtum við útlönd. Þrjár fyrstu greinar frv. hljóðasvo: 1. gr. Hver sá, hvort heldur ein- stakir menn eða félög, hverju nafni sem nefnast, er kaupir og flytur til íslands vörur frá útlöndum, hvort heldur til verzlunar eða hvers konar annara nota, eða flytur til útlanda til sölu íslenzkar afurðir, lifandi eða dauð- ar, skal greiða gjald til landssjóðs, svo sem fyrir er mælt í lögum þessum. 2. gr. Áður en 2 mánuðir séu liðnir frá árslokum skal hver sá, er gjaldskyldur er samkv. 1. gr. laga þessara, hafa skilað lögreglustjóra þeim, er i hlut á, skýrslu samdri eftir fyrir- mynd, er stjórnarráðið lætur gera, um: 1. hverjar útlendar vörur hann hafi flutt til landsins næstliðið ár, hverrar tegundar, og hve mikið af hverri tegund; og sé hann kaupmaður, hve mikið hann hafi selt af þeim og áður fyrirliggj- andi útlendum vörum á árinu, og við hvaða verði; en sé hann ekki kaupmaður, þá hvert sé inn- kaupsverð vöru hans að viðbætt- um 10% af því, 2. hverjar innlendar afurðir hann hafi flutt úr landi á árinu, og við hverju verði keyptar, eða hafi útflytjandi sjálfur framleitt vöruna, það verð, er varan hefir seld verið og keypt á framleiðslu- stað. A skýrsluna skal hann votta við drengskap sinn, að hún sé rétt. Vanræki gjaldandi að skila skýrslu, getur lögreglustjóri þröngvað honum til þess með dagsektum alt að 20 kr., er hann getur ákveðið í bréfi til gjald- anda. 3. gr. Gjaldið skal greitt svo sem hér segir: 1. af verði útlendrar vöru þannig: a, af verði salts, steinoliu og alls konar vélaolíu, segldúks, neta- garns, færa, kaðla og strengja til skipa, atkerisfesta, atkera, als konar fiskibáta- og fiski- skipa-áhalda og véla, kalks, sements, þakhellna og þak- járns, hvers konar saums, svo og girðingaefnis úr járni 1/2%- b, af verði als konar kornvöru og timburs 1%. c, af verði kola il/2%- d, af verði allrar annarar vöru 2%. Undanþegið gjaldi þessu eru kaffibaunir og hvers konai sykur. 2. af verði innlendrar útfluttrar vöru: a, af verði lifandi penings og allra afurða af honum 2%. b, af verði sjávarafurða og allra annara ótaldra afurða i1/2%. Unninn innlendur ullarvarningur og hérlendis niðursoðin matvæli skal vera undanþegið gjaldinu. Flutningsm.: Jens Pálsson, Sig. Stef. og St. St. skólam. 2ý. Frv. til laga um sölu á eggjum eýtir pyngd. 1. gr. hljóðar svo: Allir, sem egg selja, hvort heldur framleiðendur eða kaupmenn, skulu selja eggin eftir þyngd, þannig að verðið sé miðað við þyngdina, nema kaupandi sjálfkrafa æski sölu eftir tölu. Flutningsm.: Jón Ólafsson. 30. Frv. til. laga um stoýnun pen- ingalotterís fyrir Island. Hér er um nokkra löggjafarnýjung að ræða, þótt áður hafi lotterísstofnun komið til orða á alþing. Þykir því rétt að prenta frumvarpið hér upp og er það á þessa leið: 1. gr. Ráðherra íslands veitist heimild til að gefa fyrv. landshöfðingja Magnúsi Stephensen, Stkr. af Dbg, Dbm. p. p., Sighvati bankastjóra Bjarnasyni R. af Dbg og herra Knud Skjold Philipsen í Kaupmannahöfn einkaleyfi til stofnunar íslensks pen- ingalotterís með skilyrðum þeim, sem nú skal greina: a. Lotterí hvers árs skiftist í 2 flokka, sem eru hvor öðrum ó- háðir, og eru jafnmargir drættir í hvorum. Hlutataian má ekki vera meiri en 50,000 í hvorum flokki. í hvorum flokki mega ekki vera nema 6 drættir. b. Iðgjaldið til hvors flokks fyrir heilan hlut skal vera 150 frankar. Hlutina má selja bæði í heilu lagi og sundurskifta. c. í hvorum flokki lotterísins eiga vinningarnir að nema að minsta kosti 70% af iðgjöldunum sam- antöldum fyrir alla hlutina i flokknum. Fjárhæð vinninganna skal skifta niður eftir áætlun, sem er sam- þykt af ráðherra íslands, og skal þar einnig ákveðin hlutatalan, hvenær dregið skuli og reglur um auglýsingu um úrslit drátt- anna, hvenær vinningarnir verði greiddir af hendi, og um missi vinninga, sem ekki er vitjað í tæka tíð. Vinningarnir eru greiddir af hendi í þeirri mynt, sem ákveðin er í áætluninni. Vinningar, sem ekki er krafist borgunar á í tæka tið, renna að hálfu til einkaleyfishafanna og að hálfu til landssjóðs íslands. d. Drættirnir fara opinberlega fram í Kaupmannahöfn, og skal lotterí- inu stjórnað þaðan undir eftirliti nefndar, sem konungur skipar til þess; skulu í henni sitja 6 menn, 3 íslendingar og 3 Danir, og skulu að minsta kosti 2 af nefnd- armönnum vera löglærðir menn, sem hafa hæfilegleika til að eiga sæti í fjölskipuðum dómstóli. Nefndin leggur fullnaðarúrskurð á allan ágreining um lögmæti eða gildi dráttanna, hvort sem er tneðan dráttur fer fram, eða eftir að honum er lokið, enda hefir hún eftirlit með lotteríinu; kostn- aðinn af þessu ber lotteríið. e. Einkaleyfið til að reka lotteríið má veita um alt að því 40 ár frá 1. desember 1912 að telja; þó getur ráðherra Islands tekið leyfið aftur með eins árs fyrir- vara, þegar lotteríið hefir verið rekið í 15 ár frá 1. desember 1912 að telja, og löggjafarvaldi íslands þá þykir ástæða til að fyrirmuna, að íslenzkt lotterí sé lengur rekið. Einkaleyfishafarnir geta notað leyfið sjálfir og, að fengnu sam- þykki ráðherra, selt það á leigu, eða fengið það í hendur hluta- félagi, en þeir hafa fyrirgjört rétti sínum, ef þeir gegna ekki skyldu sinni með greiðslu gjalda þeirra, er þeir eiga að inna af hendi til landssjóðs samkvæmt leyfisbréf- inu, eða ef reglugjörð sú, sem samþykkt er fyrir lotteríið, er brotin af þeirra hendi. f. Einkaleyfishafarnir skulu greiða landssjóði íslands gjald, er nemi að minsta kosti 2% af iðgjöld- unum fyrir hluti þá, sem seljast í hvorum flokki, þó ekki minna en 138,000 franka á missiri. g. Til tryggingar fyrir fullnægingu skuldbindinga þeirra, sem á einka- leyfishöfum liggja, skal, áður en lotteríið megi taka til starfa, mynda tryggingarsjóð, er hafi að geyma örugg verðbréf, sem nemi helm- ingnum af sarnantaldri fjárhæð vinninganna í hverjum flokki. Tryggingarsjóðurinn skal geymd- ur í þjóðbankanum í Kaupmanna- höfn eða í Landsbanka íslands, kjósi ráðherra það heldur. Skerðist tryggingarsjóðurinn fyrir sakir áfallandi fjártjóns, eru leyfishafarnir skyldir, áður en næsti dráttur fer fram, annað- hvort að fylla upp í skarðið, svo að sjóðurinn nemi áskildri fjár- hæð, eða setja bankatryggingu fyrir því, sem á vantar, er ráð- herra íslands tekur gilda. Ráðherra íslands hefir eftirlit með og ábyrgist, að trygging sú, sem hér ræðir um, sé til. Þá skulu leyfishafar og, áður en lotteríið tekur til starfa, setja landssjóði íslands tryggingu, sem ráðherra tekur gilda, fyrir þvi, að þeir greiði landssjóði skilvíslega áskilið gjald samkvæmt f-lið grein- ar þessarar, en ekki þarf trygg- ing sú að fara fram úr lágmarki missirisgjaldsins. h. Ráðherra íslands setur nánari á- kvæði um fyrirkomulag lotterís- ins. 2. gr. Fyrir hvern hluta, sem seldur er, skal auk iðgjaldsins greiða stimpilgjald, er nemi 2% af iðgjald- inu. 3. gr. Ráðherra íslands veitist heimild til að leyfa, að selja megi á íslandi alt að 2000 heila hluti í lott- eríi því, sem hér ræðir um, á þann hátt, sem hann kveður nánar á um. Hluti í þessu lotteríi má ekki selja i Danmörku, né í nýlendum Danmerk- ur. 4. gr. Meðan einkaleyfi það til lotterís, sem veitt er samkvæmt lög- um þessum, er í gildi, má ekki setja á stofn neitt peningalotteri fyrir ís- land. Um sama tímabil skai það og, að viðlögðum 200 til 2000 kr. sektum til landssjóðs, vera bannað að verzla með eða selja á íslandi hluti fyrir lotteri utan ríkis, eða hafa þar á hendi nokkur störf þar að lútandi. Með brot; gegn lögum þessum skal farið sem opinber lögreglumál. Eins og sjá má á frumvarpinu er agnið, sem beitt er, allálitlegt, nær 200 þús. kr. tekjuauki handa lands- sjóði á ári, gegn þvi að landið af- sali sér rétti til þess að setja upp peningalotterí, um tiltekið árabil og banni að selja hér hluti fyrir utan ríkis lotterí. Flutningsm. • L. H. B., Pétur Jóns- son, Valtýr Guðmundsson, Jón Ölafs- son. 31. Frv. til laga um varadómara í hinum konunglega íslenzka landsyfir- rétti. Aðalefni frv. er það að prófessorar í lagadeild háskóla íslands séu sjálf- kjörnir varadómarar - i landsyfirréttin- um, hvort heldur sæti losnar í rétt- inum, dómari forfallast um stund eða víkur sæti. 32. Frv. til laga um prestmötugjald til Grundarkirkju í Eyjafirði. Það hljóðar svo: 1. gr. Til viðhalds kirkjunni að Grund í Eyjafirði legst prestsmatan, 2 hndr. á landsvísu af þeirri jarðeign, Grundartorfu í Eyjafirði, þangað til sú sóknarskipun kemst á í héraðinu, að árlegar tekjur til hennar frá sókn- armönnum nema eigi minni upphæð en prestsmötugjaldinu. 2. gr. Prestunum til Grundarþinga og Akureyrar bætist sá tekjumissir, er leiðir af ákvæði þessara lag*, úr prestlaunasjóði. Flutningsm.: St. S. Eyf., Hannes Hafstein. Gistingin við Geysi. Því var hreyft hér í blaðinu í fyrra, hve bágborin og lítt viðunanleg gist- ingin við Geysi væri. Svisslending- urinn Stoll ritaði um það þá. Það spurðist svo í vor, að eitthvað væri þetta lagað nú; en eftir þeirri vitneskju, sem Isaýold hefir borist mun því eigi vera að heilsa — því fer miður. Til þessa er ilt að vita. Geysir er aðal-aðdráttarafl landsins gagnvart crl. ferðamönnum. — Þangað koma þeir flestir, sem á annað borð koma til að skoða landið og kynnast þvi. Er það þá í meira lagi leiðinlegt fyrir þjóðina, að par skuli sífelt efni til umkvartana, einmitt yfir þeim þjóð- lesti íslendinga, sem mest hefir verið úr gert erlendis og mikil stund verið lögð á að útrýma. En það er ópriýn- aðurinn. Það má vel vera að fólkið, sem fyrir gistingunni stendur, eigi erfitt aðstöðu og geti eigi haft hana betri. En það er eigi næg afsökun ýyrir landið. Hvenær fánin vér áfengisbann í Danmörku ? (f>ýtt úr Politiken) Á ársfundi hins danska bindindisfó- lagsskapar í Odense 1905, lót Claus Jo- hansen óðalsbóndi þau orð sér um munn fara, að innan 25 ára mundi hinni síð- ustu áfengiskrá í Danmörku verða lokað. Eg get ekki neitað því, að eg var einn af þeim, sem efaðist um þessa spá, því að kraftaverkum eiga menn ekki að venjast hór í landi. Og jafnvel þótt eg væri þá orðinn fólagsmaður, gat eg ómögulega hugsað mór, að hægt væri að fá bann á eðlilegan hátt, á svo stutt- um tíma. Mig undrar þá heldur ekki á því þótt þeir, sem fjær stóðu bind- índishreyfingunni en eg, brostu að þessu og litu svo á, að þeir sem í einfeldni hjarta síns iifðu í þessarri sælu trú, væru varla með öllum mjalla. Sjö ár eru liðið frá fyrnefndum degi, er P o 1 i t i k e n — er eg var fulltrúi fyrir á Odensefundinum — flutti út um landið hinn undarlega spádóm ClausJo- hansens. Sjö ár eru allmikill hluti af tuttugu og fimm, og þá ætti að vera hægt að fara nærri um hvort þessi stað- hæfing Claus Johansens só helber fjar- stæða eða ekki. Eg verð þá þegar að láta í ljós, að sannfæring mín er sú, að áfengisbann fyrlr 1930 só mögulegt, og mór liggur við að segja líklegt. Og þessa sannfær- ingu mína reisi eg ekki á óskum sjálfs mín og tilfinningum — úr þeim geri eg ekki mikið. Eg reisi hana á þekk- ingunni á því, sem gerist úti i heimin- um, á þekkingu á hugarfari dönsku þjóð- arinnar. Kraftaverka öldin er liðin, segja menn. En hinn stórfeldi viðgangur bannhug- sjónarinnar á siðari árum, nálgast hið undraverða. Sá viðgangur er svo mikill, að jafnvel hina áköfustu bannvini hefir ekki órað fyrir honum meiri. í Ameríku, þar sem kyrt híafði verið um málið í mörg ár, reis hreyfingin árið 1907 eins og bylgja, sem rann út yfir öll sambandsríkin. Nokkur ríki unnust fyrir áfengisbann og jafnvel aðal-mál- gögn ölgerðarmannanna könnuðust við að jafnókleyft væri að hefta bann hreyfinguna, eins og að ætla sór að sópa Húðsonsfljótinu fram með gólfsóp. Á Englandi lagði stjórnin 1909 fram lagafrumvarp þess efnis, að fækka skyldi áfengiskrám um þriðjung og gefa bæ- jum og hreppum sjálfstjórn um vínveit ingaleyfi. Frumvarpið var samþykt í neðri málstofunni, en felt í hinni efri. Sóma þess er tjón unnið, meðan svona stendur. Hér verður því að taka i taumana og ætti það að standa næst sýslunefnd Árnesinga, eða þá sjálfri landsstjórn- inni, að hlutast til um að viðunanleg gisting komist á við Geysi. Þingnefndir. Merking á kjöti. St. St. Eyf. íorm., P. J. skrifari, Sig. Sig. Sala úr Garðakirkjulandi. Valtýr Guðm. form., Björn Krist- jánss. skrifari, Jón Jónsson Rvík, M. Ólafss., Tr. Bjarnason. Skipun læknishéraða. Ben. Sveinss., Halld. Steinsson, Jón Ól., Jón Jónss. Reykvk., Einar Jónss. bóndi. Stjórnarskrárneýnd. Kristj. lónsson form., Guðl. Guðm. skrifari, L. H. B., Jón Ól., Sk. Th., Jón Jónss. Rvík, Guðl. Guðm. Styrktarsjóður barnakennara. V. Guðm. form., L. H. B. skrifari, Jón Magn. Skattamálin. í stað H. H. Jón ÓI. Vátrygging sjómanna. St. St. Eyf., Halld. Steinsson, M. Ól. Varadómari landsyfirréttar. Stgr. Jónss., Sig. Eggerz, E. Jónss. próf. -^=3K=r- Pingsályktunartillögu ber ráðherra fratn í neðri deild, er svo hljóðar: Neðri deild alþingis ályktar að kjósa 5 manna nefnd, til þess að athuga framkomin tilboð frá norsku stjórn- inni um samninga viðvíkjandi niður- færzlu á tolli á íslenzku kjöti og ís- lenzkum hestum í Noregi, gegn breyt- ingum á síldveiðalöggjöfinni hér á landi, Norðmönnum í vil. Síldarafli er nú afarmikill norður á Siglufirði. Allflestir botnvörpunga vorra eru farnir norður og seztir að síldarkrás- inni. Bindindismenn gengu þá í lið á móti lávörðunum og ófarir efri málstofunnar hafa rutt veginn fyrir gagngerðum breyt- ingum í áfengislöggjöfinni. I flestum nýlendum Breta er á strærri eða minni svæðum lögtekið aðflutningsbann. Á Nýja Sjálandi — sem skarar svo fram úr í þjóðmála endurbótum—fór fram, vet- urinn sem leið, þjóðaratkvæði um þjóð- bann á áfeugi. Bannið fekk meiri hluta atkvæða, en ekki þann sem heimtaður var (þrjá fimtu atkvæða), til þess að hægt væri að koma hugmyndinni fram. í Finnlandi hefir þingið, síðan 1907, þrisvar sinnum samþykt bannlög, en blátt bann Rússsakeisara stendur því í vegi, að vilji þjóðarinnar verði að lögum. í verkfallinu mikla í Sviþjóð 1909 var bann nærri alstaðar lagt á með stjórnarúrskurði. Var það gert fyrir forgöngu vinnulýðs samtakanna og bind- indismanna. Sú reynsla sem menn fengu þenna mánuð, sem verkfallið stóð, varð stefnunni um varanlegt bann til mikils Btuðnings. T. d. fekk þá bindindishreyf- ingin á fáum vikum 30,000 manna liðs auka. Og þegar þjóðaratkvæði fór fram 1910, voru greidd 1,850,000 atkvæði með, en einungis 16,000 á móti þjóð- banni, þegar í stað. Menn búast við því að geta gert bannmálið að aðalmáli kosninganna árið 1914. Sem stendur situr nefnd, skipuð af stjórninni, á rök- stólum, og á hún að vera búin að íhuga fyiir kosningarnar hvernig ríkið og sveit- irnar eiga að fá uppbót fyrir áfengis- skattinn (50 miljónir kr.), þegar bannið kemst á. í Noregi búa nú 64,5 af hverju hundraði landslýðsins við algert áfengisbann, og brennivínssölu- og veit- ingakrám hefir verið fækkað niður í 181 í bæjunum og 6 í sveitunum (í Dan- mörku eru þær 11,603 og 5,224) — öl og v/nverzlunin er mjög takmörkuð og ófengisneyzlan hefir, síðan bindindishreyf- ingin hófst, minkað úr 8,5 niður í 2,5 mæli á mann. Bæði 1 Noregi, Svíþjóð og Finnlandi hafa jafnaðarmenn áfengis- bann á sinni stefnuskrá og vinstri-flokk- arnir eru vinveittir hugmyndinni. Á íslandi hófst löggjöfin á móti vín- verzluninni 1888; árið 1900 var sam- þykt bann gegn tilbúningi áfengis og er þjóðaratkvæði hafði með meiri hluta æskt algjörs banns, samþykti alþingi 1. maí 1909 aðflutningsbann (frá 1. jan. 1912) og bann gegn sölu og veitingum (frá 1. jan. 1915). Færeyingar herjuðu ser út 1907 — eftir 35 ára mótspyrnu ríkisþingsins — rótt til þess að láta sveitirnar ákveða tölu vínsölu- og veitingastaða. Frá 1. jan. 1908 bannfærðu Færeyingar með 1541 atkv. gegn 64 alla verzlun og veit- ingar á áfengi. Neyzlan hefir á árunum Erl. sínifreguir. ---- Khöfn 2«/7 ’12. Ný stjórn < Tyrklandl. lAhmed Muktar Pasha er orðinn stór- vezir í Tyrklandi. Ungtyrkjar útilok- aðir. Megnir ýlokkadrættir. Hinn nýi stjórnarformaður Tyrkja er gamall maður, stendur á áttræðu (f. 1832). Hann er hershöfðingi og hefir mikið komið við sögu Tyrklands sið- ustu mannsaldra. í ófriðnum við Rússa 1877 var hann yfirhershöfðingi Tyrkja. Síðan var hann landsljóri í Epirus og Þessalíu, en 1884 umboðs- maður Tyrkja i Egpytalandi. -----t---- W. T. Stead. Svo segir í Skírni 3. hefti 1912, sem mér barst í dag, að bók eftir W. T. Stead, sem heiti »Ef Kristur kæmi til Chicago*, hafi komið út 1903. Þetta er misritun, því bókin kom út 1894, fyrst amer- íska útgáfan og skömmu síðar hin brezka; um hana sagði Mr. Stead, að hún hefði verið skrifuð í Chicago, prentuð í Edinborg og gefin út í Lundúnum; sagði hann þetta væri »typi- cal of the unity of the English-spea- king world«. Svo var mikil eftirspurn eftir bók- inni að pöntuð voru 70000 eintök af henni í Ameriku áður en lokið var prentun í Chicago. En hætta varð Mr. Stead við að láta fylgja henni svörtu skrána (the Black List) af því Americau News Company og Union News Company, sem höfðu einka- söluréttindi (»monopol«) á öllum járn- brautarstöðvum í Bandaríkjunum, neit- uðu að selja bókina, ef hún fylgdi. í maí 1894, skrifaði Mr. Stead langan ritdóm um bókina í tímarit sitt Review of Reviews; skýrði hann þar frá við hvað hann ætti með bókar- titlinum »If Christ came«. Orso. Eftirlit með síldveiðum nyrðra. Nefndin í neðri deild, sem skipuð var til þess að íhuga þingsályktunartillöguna, um aukið eftirlit úr landi með síldveiðun- um nyrðra, sem borin var fram í báðum deildum, ræður deildinni til þess að samþykkja hana og má þá væntanlega búast við, að svo verði gert. 1906—11 minkað úr 4,23 niður í 1,54 mæli (1.) og lögin hafa samkvæmt opinber- um skýrslum til lögþiugsins og stjórnar- innar, orðið að beztu notum. Bindindis- menn vonast eftir bráðu aðflutnings- banni. í Danmörku sjálfri hefir á síð- ustu árum vaxið upp sjálfráður bann- hugur, með áhuga sem nær langt út yfir takmörk bindindisfólaganna. Við 158 sveita-atkvæðagreiðslur, sem fram hafa farið síðan 1907, hafa fallið 39,535 atkvæði móti og 9,350 með áfengisleyfi, í 139 sveitum hafa leyfisfjendur, en í 19 leyfissinnar orðið ofan á. Atkvæðagreiðslur sveitarfólaga hafa nú náð svo mikilli hefð hjá þjóðinni að þær munu halda áfram, jafnvel eftir að rík- isþingið hefir reynt að kæfa þær með því að samþykkja vínveitingarlög án sveitaratkvæðagreiðslu. í Hollandi, Belgíu og Svisslandi h6fir verið lagt lögbann við malurtar-kryddlegi (absinth), í Þýzkalandi hefir % miljón kjósenda skorað á rlkisþingið, að gefa sveitarfélögum sjálfstjórn um áfengisleyfi, í franska þinginu hefir absinthbannið verið rætt, og fækkun á veitingakrám sömuleiðis, á þingi Rúmena og í dúm- unni rússnesku hafa verið rædd mjög róttæk bindindisfrumvörp. í raun og veru er það svo, að öll lönd — einkum á slðustu árum — hafa risið upp til þess að eyða drykkjuskapn- um. Draumur frumkvöðla bindindis- hreyfingarinnar — það sem þeir sáu eins og fjarlægar hillingar — hann er nú að rætast á meðal vor daglega. Miljónir manna á miijónir ofan eru að sannfærast um, að frakkneski vísinda- maðurinn, dr. Legrain, hefir rótt fyrir sér, er hann segir að drykkjuskapurinn só hrun siðferðis, skynsemi og velmegunar þjóðanna — að Gladstone hafði rótt að mæla, er hann sagði að drykkjuskapuriun væri til meiri bölvunar fyrir mannkynið en styrjaldir, drepsóttir og hungursneyð samtaldar — að Rikard Cobden sagði það satt, að áfengismálið lægi við rætur allra félagslegra og siðferðislegra menningar- tilrauna — að Matti Helenius, segir með sanni, aðbjartari og gæfudrýgri framtíð fyrir mannkynið só óhugsandi í sam- bandi við drykkjuskap — að Rosebery iávarður var sannspár er hann Bagði, að drykkjuskapurinn muni leggja undir sig þjóðfólagið, ef þjóðfólagið vinnur ekki bug á drykkjuskapnum. Nú er það að gerast að þjóðirn- a r eru að buga drykkjuskapinn. Bann- fáninn er hafinn yfir mikinn hluta heims. Og bæði vinir hans og óvinir breyta hyggilega, ef þeir gera ráð fyrir að hann verði dreginn á stöng yfir Danmörku, og ekki er ólíklegt að það gerist fyrir 1930. Larsen-Ledet (ritstjóri).

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.