Ísafold - 27.07.1912, Blaðsíða 3

Ísafold - 27.07.1912, Blaðsíða 3
ISAFOLD 187 Frá Jóhannesi Jósefssyni. Hann er sjálfsagt sá íslendingur, sem flestir þekkja xát um heim. Hann fer land úr landi, til hverrar stórborg- arinnar á fætur annari og sýnir íþrótt- ir sínar við hinn bezta orðstír. Og Jóhannes lætur eigi liggja í láginni, að hann sé Islendingur, svo sem þó ber við um þá landa vora, sem áfram komast eriendis. Ummæli erlendra blaða um Jóhann- es eru einkar lofsamleg. Sjáljsvörn hans talin eins og eitthvert furðuverk. T. d. um hve mikils um verð íþrótt Jóhannesar þykir, setjum vér hér um- sögn tveggja blaða frá Vínarborg. Wiener Mittagszeitung (80/5) segir m. annars: Nýstárlegasti iiðurinn á sýninga- skránni var hr. Jóh. Jósepsson, er sýndi íslenzka glímu. — Jóhannes er ágætlega vaxinn, en svo grannur, að naumast órar nokkurn fyrir afli hans. Af ótrúlegri fimi skellir hann hverjum mótstöðumanninum á fætur öðrum eftir fáein tök. Glíman íslenzka er raunar framar öllu öðru sjálfsvarnar- list, ekki með öllu ósvipuð hinni kunnu Jiu-Jitsu glímu. Það er aðdá. unarvert af hve mikilli fimi og snerpu glímumaðurinn gerir mótstöðumenn- ina að máttvana brúðum. Annað blað hermir frá sýningu, er Jóhannes hélt fyrir lögreglumenn í Vínarborg og segir, að undrun manna hafi verið takmarkalaus. Blaðið segir, að Jóhannes hafi á stundarfjórðung lokið einum 20 glím- um, og sé ilt úr að skera hvað að- dáunarverðara hafi verið, hin fádæma fimi, eða viturleg beiting aflsins. Fyrst lagði Blámaður í Jóhannes og hugðist heldur en ekki standa mundu yfir höfuðsvörðum Jóhannesar. En kom fyrir ekki. Blámaðurinn lá flat- ur á svipstundu, svo sem greitt hefði honum verið rafmagnshögg. Hann reyndi aftur og aftur, gnístandi tönn- um og beljandi, en jafnan fór á sömu leið. Enn átti Jóhannes við náunga, sem vopnaður var heilli tylft af hnífum og sveðjum, en áður en nokkurn varði var Jóhannes búinn að taka öll vopn- in af honum. Annar náungi réðst á Jóhannes með skammbyssu. En Jó- hannes þaut að honum sem leiftur væri, og á næsta vetfangi var vopnið komið úr höndum hans. Einnig varð- ist hann frækilega árás aftan að og loks tókst honum að leggja mótstöðu- mann sinn, þótt sjálfur hefði hann hendur bundnar á bakinu. Blaðið end- ar á því að dæma íslenzku glímuna heimsins beztu og fegurstu. Þar fari saman fimi, afl og snarleikur, en hún sé laus við ruddaskapinn, er loði við aðrar tegundir glimu. Argjaldið af verzlun og viðskiftum við utlönd. Eftirmæli. Frumvarpið, sem fram er komið i efri deild með þessum titli og getið er um á öðrum stað hér í blaðinu, er að því leyti sammerkt frumvörp- unum utn vörugjald og um alment verzlunargjald á aðfluttum vörum, að það fer engar krókaleiðir, til þess að afla landssjóði tekna. Fjármálanefndin var að reyna til þess að komast þessa krókaleið, fá tekjur í landssjóðinn og þær töluvert drjúgar, án þess að íþyngja gjaldendunum með auknum álögum. En svo er að sjá sem hún hafi orðið óvinsæl fyrir þetta. Þjóð- in vill fá að borga gjöld sín til lands- sjóðsins, án þess verið sé að fara slíka útúrdúra og hún er húsbóndinn á heimilinu, eins og allir vita. En að því leyti er hér farin önnur leið en í frumvörpum þeim, sem nefnd voru, að gjald er lagt, ekki aðeins á aðfluttar, heldur líka á útfluttar vörur. ísafold er svo frá skýrt að með þessu móti muni fást um 400 þús. króna árstekjur handa landssjóði, en það er sú fjárhæð, er milliþinganefndin taldi þörf á, til þess að koma fjárhag lands- ius í gott horf. Af þessum 400 þús. kr. telst svo til, að tæpar 200 þús. kr. fáist með gjaldi á aðflutta vöru og annað eins, eða vel það, með auknu útflutnings- gjaldi. Af því koma um 70 þús. kr. á landvöru, en 140 þús. kr. á sjávar- vöru. 1 vetur (27 marz.) lézt G u S m. bóndi Þórðarson í Voðmúlastaðahjáleigu í Austur-Landeyjum. Hann var fæddur 29. apríl 1843 í Stóru-Hildisey. For- eldrar hans voru merkishjónin Þórður Daníelsson og Margrét Jónsdóttir ljós- móðir. Hjá þeim ólst Guðmundur sál. upp, og dvaldist hjá þeim til þess er hann var 29 ára, Þá fluttist hann að Árkvörn í Fljótshlíð, og var þar í vinnu- mensku um 6 ára skeið. Á því tíma- bili kyntist hann Guðrúnu Sigurðardótt- ur frá Múiakoti, og gekk að eiga hana eftir að hann fluttist frá Árkvörn. Reistu þau bú í Voðmúlastaðahjáleigu, og þar dvaldist hann til dánardægurs. Þeim hjónum varð 9 barna auðið, og eru 8 þeirra á lífi, öll uppkomin, 2 gift og 3 heima með móður sinni. Frá áheyreDdapöllum. Yfirsetukvennalögin rædd í efri deild. Undraríkið. I Kína er margt öðru vísi en hér hjá oss — meira að segja alveg öfugt eftir vorum hugmyndum. Ef maður ætlar að lesa kfnverska bók, þá byrjar maður á öftustu síðunni, les neðan frá og upp eftir og frá hægri til viustri. Ekki er tekið ofan þegar heilsað er. Þegar menn hittast fyrst, spyrja þeir hvorn annau um fæðingarstað, foreldra, systkini o. þ. h. Það heimta kurteisis- venjurnar. Fái maður óþægilegar fróttir þegar maður átti einskis ills von, á maður að taka þeim brosandi, svo að samvistar- mennirnir fái ekki ástæðu til að kenna í brjóst um mann. Áf þessu læra Kín- verjar snemma, að þreyta ekki aðra með þunglyndi sínu. Nafnspjöld Kfnverja eru rauð og 20 cm. löng. Oft eru þau úr haglega út- skornum bambusreyr. Þegar reist er hús í Kína, er byrjað á þakinu og því haldið uppi með stoð- um. Síðan eru veggirnir gerðir. Kínverskum málverkum er vafið urn sívalt kefli, eins og landabrófum í skól- um vorum. Þau eru geymd í dýrum kistum og einungis tekin upp til að sýna þau vinum og kunningjum. Kín- verjum gæti aldiei komið til hugar bengja þau upp eius og sýnisvörur, nema þá þau sem eigandinn teldi ekki verðskulda annað en háð. Rússm'skur konsúll er Ólafur Johnson kaupmaður ný- lega orðinn. Þessar þjóðir hafa nú konsúla hjá oss: Norðmenn, Svíar, Þjóðverjar, Bretar, Frakkar, Belgir, Hollendingar, ítalir og Rússar. Eg var að hlusta á þegar lög þessi voru rædd. Þau virðast hafa góðan byr hjá þingmönnum, eins og þau komu frá stjórninni, með þvf litla, sem nefndin hafði aflagað þau. Auðsóð var reyndar að tveir eða svo af þingmönnum höfðu eitthvað að athuga við þau, sumar greinar þeirra að minsta kosti. En það var eins og þeim þætti ekki fyrirbafn- arinnar vert, að vera að eyða orðum að því. Að vfsu tók einn þingmanna til máls á móti uokkrum atriðum í frum- varpinu. Lög þessi eru búin til af land- lækni, til að bæta kjör yfirsetukvenna. En hvernig hefir honum svo tekist það? Á þá leið, að kjör yfirsetukvenna í strjál- bygðum sveitum eru töluvert lakari eftir þessum lögum. En þarna á lítilmagn- inn í hlut, kvenfólkið, sem verður að sætta sig við alt, sem karlmennirnir gera. Eg só ekki betur en allar yfir- setukonur ættu að fá sömu mentun. Þær sem búsettar eru á útkjálkum lands- ins, þar sem tæpast er hægt að ná í lækni, þurfa enn þá fremur að vera færar um starf sitt en þær, sem ætíð starfa undir haiidarjaðri á lækni og geta því látið vitja hans, hvað lítið sem út af ber. Líf þeirra kvenna, sem búa úti á yztu annnesjum, er engu sfður mikils virði en þeirra, sem eru í bæjun- um. Og aunað ætti jafnframt að heimta af yfirsetukonunni: Hún ætti að kunna hjúkrunarfræði. Lærðar hjúkrunarkonur eru að eins í bæjunum, en þelrra er alstaðar þörf, þar sem sjúkdómar eru, en þeir eru um alt land. Ef yfirsetukonur væru jafnframt hjúkrunarkonur, mundu þær hafa töluvert að starfa, einnig í strjálbygðu sveitunum og ættu þá að vera svo launaðar, að þær gætu lifað af því, með þeim launum sem þær fengju fyrir hjúkrunar- og yfirsetustörfin, frá þeim sem þær stunduðu. Með þeim lögum, sem nú lítur út fyrir að verði samþykt, eru líkindi til þess að lökustu yfirsetukonurnar veldust þangað, sem þörfin væri mest á þeim góðum, þangað sem erfiðast væri að ná í lækni, eða að alls engin yfirsetukona fengist í strjálbygðari hóruðin. Nú skap- ast óðum ný úrræði fyrir konur, þær fá störf við þær atvinnugreinar, sem engum hefði til hugar komið fyrir svo sem 20 árum, að kona nokkurn tíma mundi starfa við; 60 krónu laun eru því einu sinni ekki uppbót fyrir það ófrelsi, að verða að vera ætíð búsettur á tilteknum bæ í sveitunum, geta ekki leitað sér atvinnu annarstaðar, þó enga só þar að fá. Brynhildur. í vetur (12. jan.) andaðist að Norð- urkoti í Yogum merkiskonan G u ð r ú n Gísladóttir, ekkja Nikulásar Jóns- sonar (dáinn 28. nóv. 1891). Guðrún sál. var dóttir Gísla Eyólfssonar og Solveigar Snorradóttur á Kröggólfssöðum í Ölfesi, fædd 29. apríl 1823. Hún giftist 21. febr. 1849 Nikulási, sem þá var ekkjumaður, og bjuggu þau hjón allan búskap sinn í Norðurkotl. Þau eignuðust 12 börn, dóu 6 þeirra í æsku og 2 uppkomin, en 4 eru á lífi: Jón bóndi í Norðurkoti, Magnús lausamaður í Hafnarfirði, Guðbjörg gift kona í Hvammi og Ásta ógift f Hafnarfirði. Guðrún sál. var mesta merkis- og sóma- kona, sannefndur kvenskörungur; stjórn- söm á heimili sínu og hin framkvæmd- arsamasta í sínum verkahring, sem um langan tíma var ærið stór, því að Norð- urkotsheimilið var um tugi ára eitt hið stærsta í hreppnum. Þurfti því aðgæt- ið auga og stjórnsama hönd til þess að sjá um öll húsmóðurstörfin og halda reglu á hinu maunmarga, stóra heimili. Öllu þessu var Guðrún sál. vel vaxin; var umhyggjan og umsjónin snildarleg, höndin sívinnandi. Drottinn blessaði starfsemi og ráðdeild þeirra hjóna með miklum efnum, eftir því sem hór gerist á landi voru. Gestrisin voru þau hjón bæði og góð heim að sækja og gestum óspart veitt. Margur fátækur átti at hvarfs að leita hjá hinni framliðnu, Hún hafði ótakmarkað vald yfir föngum heimilisins og skar aldrei við neglur sór það sem hún lót af mörkum. — Hin framliðna var fyrirmannleg í sjón, djarf- mannleg í framgöngu, kurteis og vel máli farin. Hún hafði það við sig, að menn gátu ekki annað en borið virðingu fyrir henni. Hún var trúuð, vinföst, hreinskilin og tryggur vinur vina sinna; hjá henni fór saman höfðingslund og hjartagæzka. Blessuð só minning henn- ar. Á. Þ. Reykjavikur-annáll. Aðkomumenn: Björgvin Vigfússon sýsln- maður Rangæinga, Haraldur Sigurðsson tannlæknir frá Khöfn, i kynnisför hjá bróð- ur sinum Birni bankastjóra. Dánir: Margrét Ólafsdóttir, ekkja, Vestur- götu 26 A, 71 árs. Dó 19. júlí. Fasteignasala. Ólöf Ólafsdóttir selur Sigurði Ólafssyni rakara húseignina nr. 18 A við Hverfisgötu fyrir 6500 br. Dags. 5. apr. 1912, þingl 14. maí 1912. Ólafur Stefánsson keyrslumaður i Rvik selur Jóni Hermannssyni úrsmið i Rvik */, húseignina nr. 2 B við Hverfisgötu. Dags 15. ág. 1911, þingl. 6. júni 1912. Páll Jónsson járnsm. Rvik selur Páli Magnússyni járnsm. Rvik húseignina nr. 5 við Skólavörðustig i Rvik með geymslu- skúr og lóð. Dags. 27. jan. 1912, þingl. 27. júni 1912. Pétur Þorvarðsson Njálsgötu 43 B selur Birni Sigurðssyni Smiðjustig 7 hálft húsið 43 B við Njálsgötu, fyrir 2700 kr. Dags. 4. marz 1912, þingl. 7. marz 1912. Rich. N. Braun kaupm. selur Hjálmtý Sigurðssyni kanpm. lóðareign sina alla úr Melkotstúni, 3600 Q álnir að stærð, fyrir 12,000 kr. Dags. 11. júni 1912, þingl. 20. júni 1912, Sighvatur Brynjólfsson i Rvik selur Jóh. kaupm. Jóhannessyni húseign nr. 7 við Smiðjustig, fyrir 9000 kr. Dags. 16, febr. 1912, þingl. 25. aprij 1912. Sigurður Guðmundsson bóndi á Selalæk i Rangárvallasýsln selur Gisla Þorbjarnar- syni búfræðing húsið nr. 27 B við Njáls- götu i Rvik. Dags. 20. jan. 1912, þingl. 14. marz 1912. Sveinn Jónsson Bókhlöðustig 10 i Rvlk selur Matthiasi Þórðarsyni forngripaverði ióðarblett, 1867 Q álnir að stærð, fyrir 933 kr. 50 aura. Dags. 18. júní '12, þingl. 27. júni 1912. Sveinbjörg Ólafsdóttir selur Karli Guð- mundi Ólafssyni i Rvik húseignina »Ny- borg« í Kaplaskjóli i Rvik, fyrir 1500 kr. Dags. 17. maí 1912, þingl. 23. mai 1912. Sigurður Sigurðsson járnsm. i Rvik selur Jónatan kaupm. Þorsteinssyni s. st. ‘/2 hús- eignina »Leynimýri«, fyrir 6500 kr. Dags. 14. des. 1911, þingl. 21. marz 1912. Tómas Tómasson selur */, húseignina nr. 23 við Hverfisgötu, fyrir 7500 kr. Dags. 1. apr. 1912, þingl. 11. apr. 1912. Verzlunin »Godthaab« (Co. Th. Jensen) selur h/f. P. I. Thorsteinsson, & Co. lóð fyrir sunnan Frikirkjuna, fyrir 9080 06 kr. Dags. 21. marz 1912, þingl. 28. marz 1912. Vigfús Sigurðsson á Brekku á Álftanesi •selur kaupm. Jóh. Jóhannessyni bæ sinn »Lund« i Rvik, fyrir 2500 kr. Dags. 22. marz 1912, þingl. 11. apr. 1912. Þorvarður Þorvarðsson prentsmiðjustjóri selur Jóh. Jóhannessyni kaupm. húseign nr. 8 i Aðalstræti, fyrir 52,000 kr. Dags. 15. april 1912, þingl. 18. april 1912. Grosser Kurfiirst, þýzka skemtiskipið fór héðan aðfaranótt föstudags. Fimtudags kvöldið var margt bæjarmanna boðið á skipsfjöl. í miðdegisveizlu, er skipstjóri 'oO P-i 03 !=3 S=J 03 P-H cö 'oO 03 'oO 03 p—( iii -* ÍH s a :0 a a o a % a ÍH •M ® > •v 5h o rO Sh c8 o ÍH 0$ ►o •s 5h 3 5h ® cd S •fl 3 u s > £ © fl CS > ðc o 0B fl © cð Þh fl o S u M >> © ® a o ^ > ÍH fl fl -H x -H o 8 S8 i 5N °? Sh M H# «5 5- O M . _ 5h iD s o '>> A - ss •O tí 'S Ð a s © eS M h us 5h 9 5h fl M •M fl *© a cS w fl •H *s •8 ■N bc fl +s S> o M ac *o Qh 'oO fl-H O ðc 1 ° © 5h C3 fl bts ••H +s *oS 5h •M g 03 p • 1 < 5=~h 4* 08 cö Cö M ö •H U2 cö o o « O ■ 10 o © ■n a s +s 5h :0 > x fl 5h 'O bc o ÍO •* rH £ M a Ct) O fl -M 'pH > -fl fl •H X © > a a P«H P—* 5h 5h C3 C3 w w 10 b- eo 10 lÓ H N • J " »o ” l7 b* Sh 10 Tji eo . h h o o > fl Sh M 5h M *C8 fl n 1 s .a .3 Oh a © © Á +S +s Aj CS M M © 5h 6C O •»h a © 5- ^ fl fl ■H fH a Þ *o PQ 1895. 50 ára aímæli alþingis. Verzl. Ediuborg stofuud. Eikarmálningar- verkfæri eru nýkomin til verzl. B. H. Bjarnason. Fundin peningabudda með pen- ingum og fleiru í. Afgr. vísar á. Tapast hafa í gær 15 krónur í seðlum (10+5). Skilist í ísafold. Fundarlaun._____________ Lítiö hús til sölu með góðum borgunarskilmálum. Semjið sem fyrst við Jóhann P. Guðmundsson Vatns- stíg 10 B.______________ Tækifæriskaup á hörlérefts götubúningi hjá Krastjönu Markúsd. Laugaveg 11. Lítill ágóði, fljót skil, 1912 veldurþvíegennertil. Innilegt hjartans þakklæti vottum við öll- um þeim, sem sýndu okkur á ýmsan hátt hluttekningu við andlát og jarðarför húsfrú Þórunnar Bjarnadóttur. Keflavik 18. julí 1912. Gnðrún Ólafsson. Óiafur J. A. Ólafsson. Arnbjörn Ólafsson. Jarðarför mannsins míns sál. Helga úrsmiðs Hannessonar fer fram .miðvikudaginn 31. þ. m. frá heimili okkar Óðinsgötu 13. Hús- kveðjan byrjar kl. II f. h. Arnleif Kristjánsdóttir. <3nn(iaupin í € óinBorg auRa gleði) mitiRa sorg. gerði eitthvað 30—40 bæjarmanna, mælti skipstjóri fyrir minni íslands, en landritari þakkaði. Siðar um kvöldið söng söngflokk- ur undir stjórn Sigf. Einarssonar, en þar á eftir skemtu menn sér við dans og sam- drykkju fram undir miðnætti. Guðsþjónusta: i dómkirkjunni á morgun: kl. 12 síra Jóh. Þorkelsson. — 5 síra Jón Helgason prófessor. (Síra Bjarni Jónsson fjarverandi; kemur aftur á þriðjudaginn 30.). í frikirkjunni kl. 12 Ól. Ól. Ljósaskifti Guðm. skáld fór með kvæða- flokk sinn með þvi nafni i Bárubúð siðast liðið laugardagskvöld. Áheyrendur mikils til of fáir — er svo góður réttur, ljúffeng- ur og vel gerður var framborinn. Samkvæmt áskorun ætlar G. G. að lofa fólki að heyra kvæðaflokkinn i húsi K. F. U. M. Þangað ætti engan kvæðavin að vanta. Lúðrahljómleika óvenjugóða fengu bæjar- búar að heyra miðvikudagskvöldið á Austurvelli hjá hljóðfærasveit þýzka skemti- skipsins Grosser Kurfiirst. Flokkurinn lék frá kl. 9—11 siðdegis, en múgur og marg- menni hlýddi á. Skipafregn. Baldur, annar botnvörpung- ur Thorsteinssonsbræðra, fór til Englands á miðvikudag. Gunnar Egilsson cand. tók sér far ásamt frú sinni snöggva ferð til Eng- lands og Frakklands. Ask fór norður og austur um land i gær kveldi. Meðal farþega voru: Axel Tulinius f. sýslum. og Jón Laxdal kaupm. Skemtiför hefir Lúðrafélag Rvíkur fyrir- hugað á morgun upp I Hvalfjörð, ef veður leyfir og nógu margir gefa sig fram — og leigt til hennar Mjölni Thorefélagsins. Söngfél. 17. júni ætlaði, svo sem áður hefir verið skýrt frá hér i blaðinu, kring um land i sumar, eða minsta kosti norður til Akureyrar. En af ýmsum ástæðum verð- ur eigi úr þeirri för að þessu sinni, heldur frestað til næsta sumars.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.