Ísafold - 27.07.1912, Blaðsíða 1

Ísafold - 27.07.1912, Blaðsíða 1
Kemm ðt tvisvar 1 viku. VerD arg. (80 arkir minst) 4 kr. erlendis S ki. eba l'/i dollar; borgist f yrir miojan iúlt (erlendis fyrir fram). 1SAF0LD Dppsðgn (akrifleg) bundin viö arainðt, ei ðgiid nema komin lé til útgefanda fyiii 1. okt. og aaapandi skoldlani Yio blacio AfgroiOsla: AoatnntxtBti B, XXXIX. árg. Reykjavík 27. júlí 1912. 51. tölublað I. O. O. F. 93569 KB 13. 9. 7. 27. 9. G Alþýoufél.bðkaiafn Pðsthússtr. 14 kl. 5—8. Augnlækning ókeypis t Lækjarg. 2 mvd. 2—S Borgarstjðraskrifstofan opin virka daga 10—3 Bi'jarfógetaskrifstofan opin v. d. 10—2 og 4—7 Bæjargjaldkerinn Laugav. 11 kl. 12—B og B—7 Eyrna-,nef-og halslækn. ók. Pósth.str.HA fid.2—B Tslandsbanki opinn 10—2 '/• og 6'/»-7. K.P.TT.M. Lestrar- og; skrifstofa 8 árd.—10 sod. Alm. fundir fid. og sd. 8'/i síodegis. Landakotskirkja. öuöspj. 8 og 6 á helgum Laudakotsspltali f- sjúkravítj. 10»/«—12 og 4—B Landsbankinn 11-8'h, ð'/s-B'/i. Bankastj. vio 12-2 Landsbókasafn 12—8 og R—8. ÚtlAn 1—8 Landsbúnaoarf'élagsskrifstofan opin tra 12—2 Landsféhirflir 10—2 og B—6. Landsskjalasafnio hvern virkan dag 12—2 Landsiminn opinn daglangt [8—9] virka dnga, helga daga 10—12 og 4—7. Lækniní? ókeypis Þingh.str. 28 þd.og fsd. 12—1 NáitdruKripanafn opio I 'li—2'/i á snnnudögom Samábyrgð Islands 10—12 og 4—6. St.iórnarraosskrifstofurnar opnax 10—4 daglega Talsimi Heykjavlkiir (Pðsth. 8) opinn daglangt (8—10) virka daga; helga daga 10—9. TannlæÞning ókeypis Pósth.str. 14B md. 11—12 Vifilsstaoabæltf). Heimsóknartimi 12—1. Þjððmenjasafnio opio A hverjum degi 12—2. Ritstjórar ísafoldar verða fyrst um sinn venjulega til við- tals í skrifstofu ísafoldar á þessum tímum: Ólaýur Björnsson kl. n—12 árd. Sigurður Hjörleifsson kl. 2—} síðd. Stjórnarskiftin. Flestir landsbúa vissu þau tíðindi fyrir, nokkurn veginn áreiðanlega, að einhver heimastjórnar flokksmanna mundi taka við völdum á þessu þingi. Ráðherra Kristján Jónsson hafði hvorki traust þings né þjóðar, til þess að sitja að völdunum. Upp í ráðherra- stólinn hafði hann verið settur, til merkis um sigur þingsins 1911 á Birni fónssyni, sumpart til sárabóta, sum- part til þess að eyða bankamálunum fyrir hæstarétti. Flokklaus var hann að kalla, bæði í þinginu og hjá þjóð- inni. Til þess að halda sér á valda- stólinum, eins og högum hans var háttað, þurfti afburðamann, með miklu framkvæmda þreki og framkvæmda vilja. Hvorugu var Kr. J. gæddur. Mönnum var ekki ljóst að hann vildi svo sem neitt, eða gæti svo sem neinu afkastað, og þó hann væri var- inn og verndaður, þótti honum víst, í aðgerðaleysinu, heldur kalt uppi á jökultindi hefðarinnar. Að heimastjórnarmaður mundi taka við völdunum, varð enn þá augljósara, þegar Kr. J. hafði eflt flokk þeirra, svo sem hann gerði með skipun kon- ungkjörinna þingmanna. Og úr því það átti að vera heimastjórnarmaður, hver átti það þá svo sem annar að vera, en Hannes Hafstein? Hann hafði verið ráðherra áður í rúm 5 ár, og hvað sem um störf hans má segja þessi ár, hafði hann verið óvenjulega mikill framkvæmda- maður, hann hafði aldrei brugðist því trausti, sem fbkkur hans bar til hans, og hann er enn á bezta aldri að telja má. Auk þess er hann gæddur þeim eiginleikum, sem veita honum, að sumu leyti, yíirburði yfir hvern ein- stakan flokksbræðra sinna. Þess vegna er það eðlilegt að hann er aftur orðinn ráðherra, og að lítið varð úr því mikla ómaki, sem einn flokksbræðra hans hafði gert sér, til þess að bægja honum frá ráðherra embættinu. Hitt er eftirtektarverðara að hann tekur við völdum, sumpart studdur til þeirra, sumpart alveg mótspyrnu- laust, af mestum hluta þingsins — og mestum hluta þjóðarinnar má víst bæta við. Hugurinn hvarflar til árs- ins 1909 og næstu ára á eftir, alls þess hamslausa gauragangs og ofstopa, sem þá var hafinn i landinu og jafn- vel í erlendum blöðum, til þess að koma sjálfstæðisflokknum frá völdum. Væri ekki eðlilegt að nú væri reynt að launa það að nokkru? Guð og gæfan forði sjálfstæðismönnum frá því — og um fram alt — forði land- inu frá því. Og beztu vonir má líka gera sér um að svo muni verða. Ástæðan til þess er fyrst og fremst sú, að mikill meiri hluli þjóðarinnar er ráðinn í því að gera tilraun til þess að leiða sambandsmálið til lykta, ef þeir kostir eru fáanlegir, sem hún tel- ur sig mega við una til frambúðar og þótt margt og mikið hafi á milli bor- ið, treystir hún engum sona sinna betur til þess — engum jafnvel — eins og Hannesi Hafstein. ísafold telur það því skyldu allra góðra drengja í landinu að styðja hann til þess, í fuliu trausti þess, að hann þá verði heldur ekki of lítilþægur fyrir hönd þjóðar sinnar, því sátt og samlyndi við Dani má lika kaupa of dýru verði, þó nokkurs sé urn vert. En þetta starf getqr enginn ráð- herra int af hendi, néma friður sé i landinu, nema sem flestir hugir vinni að því í bróðerni. Mikið af því verki er enn þá óunnið. Það sæmdarstarf á þessi kynslóð að vinna fyrir niðja þessa lands. Óhætt er að fullyrða, að ráðherra Hannes Hafstein hefur þétta starf af nýju með heiium hug og bezta vilja til friðsamlegrar og bróðurlegrar sam- vinnu við þing og þjóð, að þessu á- byrgðarmikla verki. Hann hefir sagt um sjálfan sig, jafn- vel oftar en einu sinni, að hann væri gæfumaður, og er gott hverjum manni, er það getur sagt. Er þá óskandi að honum mætti auðnast gæfa til þess, að leiða þetta mál til lykta, sjálfum sér til sæmdar og þjóðinni til ham- ingju og blessunar. c^ifo ^ Nýr ráðherra. Ráðherraskiftin. Þau fóru fram fimtudaginn 25. þ. m. Lýsti Kristjdn Jónsson því úr ráð- herra stóli, að konungur hefði veitt sér lausn í náð frá ráðherraembættinu og gekk að því búnu til sætis síns i þingsalnum. Þá gekk Hannes Haýstein til ráð- herra stóls og las simskeyti frá kon- ungi um að haun skipaði H. H. í ráðherra embættið. Að því loknu flutti hinn nýi ráð- herra ræðu þá, sem prentuð er hér á eftir. Ræða ráðherra. Þegar eg, samkvæmt þessari skipan, tek aftur sæti í þessum stól, geri eg það í fullu trausti þess, að sá hugur hafi fylgt svari meiri hluta þingsins við eftirgrenslan fráfarandi ráðherra fyrir skemstu, að meiri hluti alþingis vilji styðja hið sama, sem hann veit og vissi, að er aðaláhugamál mitt nú, þ. e.: reyna eftir megni að vinna að þvi, er miðar til að efla ýrið í landinu, ekki aðgerðaleysisins og kyrstöðunnar frið, heldur frið til þróunar og starfa. Það eru ekki að eins skóglendurnar okkar, sem þurfa frið til þess að gróð- urinn verði ekki tómar kræklur. Þjóð- lífið þarfnast hans vissulega ekki síð- ur. Þjóðin hefir ekki efni á því, að önnur höndin rífi niður það, sem hin byggir. Horfurnar eru að ýmsu leyti iskyggi- legar, ef ekki breytist von bráðar til batnaðar. Fjárhagsástandið er því miður alt annað en gott. Eg á þar eigi að eins við fjárþörf og fjárþröng landssjóðsins, þó að hún sé mjög brýn og þarfnist bráðra bóta, heldur og sérstaklega við peninga- og lánstrausts- ástand landsins yfirleitt. Úr fjárþröng landsjóðs má bæta, að minsta kosti í bráðina, með nýjum lögum um aukn- ar tekjur honum til handa, og eg treysti þvi, að þó að skiftar hafi verið skoð- anir um, hverjar leiðir til þessa séu heppilegastar, þá muni takast að ná samkomulagi á þessu þingi um eitt- hvað það, er bæti úr bráðustu þörf, enda sést það þegar á framkomnum frumvörpum, að ýmsir háttvirtir þing- menn hafa hug á því, að ráða fram úr vandkvæðunum, og get eg þess með þakklæti. En því að eins þolir þjóðin auknar álögur, að hún geti neytt krafta sinna og notað auðsuppsprettur sínar. Hver- vetna blasa við nýir möguleikar, arð- vænar leiðir til sjós og lands. En afl- ið til að hagnýta þær er langt frá að vera nægilegt, þó að sízt sé fyrir það að synfa, að talsvert hefir verið á ork- að síðari árin. Peninga vantar, láns- traust. vantar, íslenzk verðbréf eru orð- in óseljanleg á dtlendum markaði, og samhygð með menningar- og fram- faraviðleitni þjóðarinnar sýnist þverr- andi. Hvers vegna? Eg er sannfærð- ur um, að það er ekki ofsagt, að ein af aðalástæðunum til þess sé stöðug sundrung, deilur og flokkadrættir í landinu inn á við, samfara óloknum deilumálum lit á við, sem veikja ör- yggistilfinninguna og vekja óhug, auk þess sem slíkt alveg ómótmælanlega dregur úr menningarstarfi þjóðarinnar og þar með heftir eitt aðalskilyrðið fyrir því, að geta fengið nægt veltu- fé, sem sé: menninguna, sem til þess þarf, að kunna að hagnýta sér það réttilega. Það er sannfæring mín, að eitt af því allra fyrsta, sem gera þarf til þess að ráða bót á þessum meinföngum, sé það, að fá sem fyrst viðunanlegan endi á deilumáli voru við bræðraþjóð vora, Dani, um samband landanna, sem svo lengi hefir dregið hugann frá öðrum opinberum málum, og á síðustu árum því miður orðið að elds- neyti i innanlandssundrung og bar- áttu; þess vegna virðist mér þetta þing ekki mega líða svo, að ekki sé eitthvað að hafst í þá áttina, að taka aftur upp samninga um sambandsmál- ið. En skilyrðið fyrir því, að þeir samningar geti orðið upp teknir með von um góðan árangur, er það, að vér sameinum kraftana allir, er ekki viljum skilnað eða skilnaðarígildi, svo að vér getum haft nýja tyggingu fyrir því, að málið fari ekki í mola í hönd- um vorum. Slíka trygging þarf eigi að eins gagnvart meðsemjendum vor- um, Dönum, sem ella mundu ófúsir til nýrra tilboða, heldur sérstaklega vegna sjálfra vor, svo að vér eigum það ekki á hættu, að sigla málinu til nýs skipbrots eftir á, er viðunanlegu samkomulagi væri náð; því þá væri ver farið en heima setið. — Þess vegna gleður það mig mjög, að svo margir háttvirtir þingmenn af báðum aðalstjórnmálaflokkum landsins ogutan flokka hafa lýst því yfir fyrir skemstu, að þeir, í þeim tilgangi að tryggja framgang nýrra samninga milli ís- lands og Danmerkur um samband landanna, vilji ganga í föst samtök um að vinna að því, að leiða sam- bandsmálið sem fyrst til sæmilegra lykta, eftir atvikum, með þeim breyt- ingum á frumvarpinu 1908, sem ætla megi að verði til þess, að sameina sem mestan þorra þjóðarinnar um málið, og jafnframt megi vænta sam- komulags um við Danmörk. Eg treysti því, að þessi samtök komist á og nái tilgangi sínum, að tryggja framgang þess máls, sem er eitt höfuðskilyrðið fyrir því, að tryggja friðinn ifín á við, sem aftur er skil- yrði fyrir heilbrigðum vexti, hagsæld og sjálfstæðri menningu þessa lands. Smjörsalan erlendis. Samkvæmt nýkomnu símskeyti, sem ísafold hefir verið sýnt, hefir stórkaup- maður Zöllner i Newcastle selt islenzkt smjör, sem hér segir: Frá Hróarslækjarrjómabúi 117 shill- ings 100 pd., frá Kálfárrjómabúi 115 sh. og frá Torfastaðarjómabúi 113 sh. Hannes Hafstein^hinn nýi rdðherra. Lögin um alþingiskosningar. Varla sýnist þetta þing mega hætta svo störfum sínum, að það geri ekki einhverja tilraun til þess að gera kosn- ingar lögin til alþingis greinilegri, auk þess sem full þörf er á því, að steypa þeim tveim lögum saman, sem til eru um þetta efni. Umræðurnar um kosninguna í Vest- ur-ísafjarðarsýslu gera það að brýnni nauðsyn, að sett séu skýrari ákvæði um ýmislegt, en þar er, og úrslitin á þinginu þá ekki síður. Úrslitin voru þau, að þeim mann- inum var hafnað af þinginu, sem öll- um vitanlega hafði fengið meiri hluta atkvæða og það þrátt fyrir áskorun meiri hluta kjósenda kjördæmisins um að taka kosningu hans gilda. Honum var ekki að eins hafnað, heldur neit- aði meiri hluti þingsins að láta fara fram endurkosningu, og tók þann mann- inn gildan, sem færri hafði atkvæðin. Mjög mikið af sanngirni virðist ekki vera í þessu, hvað sem lögunum lið- ur. Og hvernig er með þenna laga- skilning þingsins. Mönnum er minnisstæð deilan um 35. gr. kosningarlaganna, og skilning þann, sem flestir — en þó ekki allir — lögfræðingar þingsins héldu fram um hana. Það dregur æði mikið úr virðingunni fyrir þessum skilningi, að hann kom þessum mönnum vel í það skiftið og aðrir lögfræðingar,utan þings- ins, lita á þetta alt öðrum augum en þeir. En auk þess kom það í ljós við umræðurnar, að lögfræðingar deildar- innar litu alls ekki sömu augum á ýms mikilsvarðandi atriði kosningar- laganna. Sérstaklega var eftirtektar- vert, að meirihluti lögfræðinganna virtist telja það sjáfsagt, að undirkjör- stjórnir leiðbeindu kjósendum um brot á kjörseðlum o. fl. við kosningar- athöfnina, en einn lögfræðingurinn (L. H. B.) hélt því fram, að undirkjörstjórn væri þetta með öllu óheimilt. Nii var það sannanlegt og ómótmælt, að þar sem M. Ó. hafði aðalkjörfylgi sitt, þar hafði undirkjörstjórn leiðbeint kjós- endum við kosninguna og með því ráðið þvi að færri seðlar ónýttust. Af þessu leiddi prófessorinn þá ein- kennilegu, en liklega hálögfræðislegu, ályktun, að taka skyldi gilda kosningu M. Ó. Töluvert flokksbragð virðist vera að ályktuninni, en fyrir því gæti prófess- orinn haft rétt fyrir sér í aðalatriðinu, um að undirkjörstjórnum sé þetta óheimilt að lögum og engin heimild er til þess gefin í kosningarlögunum að veita þessa bendingu, enda áreið- anlegt að undirkjörstjórn getur mis- beitt þar valdi sínu til stórhnekkis fyrir frambjóðanda, ef hún er honum andvig. Hér ræðir um mjög þýðingarmikið atriði og þó sjálfsagt sé örðugt að gera kosningarlögin svo ljós og ótví- ræð að harðsnúinn meirihluti geti ekki fundið átyllu til þess að beita rang- læti við úrskurð um kosningakæru, þá er hitt þó jafnáreiðanlegt, að hægt er að gera lögin til muna ljósari og ótvíræðari en þau eru. Þingmannafrumvörp. (Framhald). Við þau bætist óðum, og er þessi að telja síðan ísafold kom síðast út: 2j. Frv. til laqa um tollqeymslu: Það hljóðar svo: Kaupmönnum og veitingamönnum, er hafa áfenga drykki í tollgeymslu, veitist leyfi til að hafa í tollgeymslu til 31. des. 1913 það af nefndum vörutegundum, er eigi er tekið tir tollgeymslu fyrir 1. jan. 1913. Að- flutningsgjaldið af vörunni greiði hlut- aðeigendur um leið og hún er tekin úr tollgeymslu. Flutningsm.: Guðl. Guðmundsson og L. H. B. 26. Frv. til laga um brkyting á lög- um, um vátryqgim; fyrir sjómenn frd 30. júlí 1909. Eftir frv. er skylt að vátryggja líf hérlendra sjómanna, er stunda hski- veiðar viku eða lengur, á vélabátum eða róðrarbátum, tvírónum eða stærri. Hver sjómaður á bátum þessum á að vera skyldur til að greiða í vá- tryggingarsjóð, gjald, er nemi I2aur- um fyrir hverja viku, sem hann er ráðinn í skiprúm. Á þá vátrygging- arsjóður að greiða 100 kr. á ári í 4 ár til eftirlátinna vandamanna, ef sjó- maður druknar, eða deyr af slysför- um, sem orsakast af atvinnurekstrin- um á útveginum. Flutningsm.: Sig. Sig., Halldór Steinsson og Skúli Thoroddsen.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.