Ísafold - 03.08.1912, Blaðsíða 1

Ísafold - 03.08.1912, Blaðsíða 1
Kemm út tvisvHr l viku. Verö árK- (80 arkir minat) 4 kr. eriendib 6 ki, eöa 1 */• dollar; borjfist tyrir miöian iúli (erlendi* fyrir frami. ISAFOLD nppsösrn (8krifleg) bnndin viö Aramót, ar óffild nema komm sé til útgefanda fyiir 1. olrt. og aaapandi sknldlans vif* blaöiö AfTreibsia: Anstnr«tr(eti 8. XXXIX. árg. Reykjavík 3. ágúst 1912. 53. tðlublað Verzlun í Skagafirði til sölu. Þar eð eg hefi afráðið að taka við stöðu, er mér hefir boðist erlendis, hætti eg verzlunum mínum í Hofsós og Sauðárkrók, og eru því húseignir mínar í báðum þessum stöðum ásamt fiskhúsi í Selvík og fleiri stöðum á Skaganum til sölu, sem og verzlunaráhöld, bátar og bryggjur. Sláturhús eru á Sauðárkrók og Hofsós. Öll húsin eru í ágætu standi. Nánari upplýsingar gefnar þeim er þess óska. Sauðárkrók i. maí 1912. L. Popp. Unglingaskólinn á Sauðárkróki. Skólaárið frá 1. nóv. til 1. maí. — Kenslustundir á dag 4—5. Kenslu- greinar: islenzka (skrifleg og munnleg), náttúrujrœði (einkum heilsufræði og eðlisfræði), landafrœði, sa%a (einkum saga íslands), stcerðfraði, sönqur, teiknun, leikfitni. — Aukagreinar fyrir þá er æskja þess: danska og enska. Umsóknir sendist fyrir 15. október n. k. til skólastjórans Jóns Þ. Björns- sonar á Veðramóti, er gefur nánari upplýsingar. Sauðárkróki 20. júlí 1912. Unglingaskólanefndin. Sigíing. I. O. O. F. 93569 KB 13. 9. 8. 31. 9. G Alþýöufól.bókasafn Póathúsflt.r. 14 kl. ft—R. AuKnlœkniní? ókeypis i Lækjare:. 2 mvd. 2—8 Borgarstjóraskrifstofan opin virka daga 10—8 Ð'ejarfógetaskrifstofan opin v. d. 10—2 og 4—7 Bæjargjfildkerinn Laugav. 11 kl. 12—8 og 6—7 Eyrna-,nef-og hálslækn. ók. Pósth.str.l4A fid.2—8 filandsbanki opinn 10—2»/s og 6*/s—7. K.P.U.M. Lest^ar- og skrifstofa 8 Ard.—10 söd. Alm. fundir fii. oe sd. 8 »/* aíödegis. Landakotskirkja. Giuösþj. P og 8 & helgum Landakotsspltali f- sjúkravitj. 10l/a—12 og 4—5 Landsbankinn 11-2^/a, Bankastj. viö 12-2 Landsbókasafn 12—8 og 5—8. Útlán 1—8 Landsbúnaöarfélagsskrifstofan opin trá 12—2 Landsféhiröir 10—2 og 5—6. Landsskjalasafniö hvern virkan dag l2—2 Landsiminn opinn daglangt [8—9] virka daga, helga daga 10—12 og 4—7. Lækning ókeypis f»ingh.str. 23 þd. og fsd. 12—1 NAttúrugripasafn opiö l »/*—24/a á sunnudögum SamAbyrgð Islands 10—12 og 4—6. 8tjórnarrAösskrif8tofurnar opnar 10—4 daglega Talsími Reykjavíkur (Pósth. 8) opinn daglangt (8—10) virka daga; helga daga 10—9. Tannlækning ókeypis Pósth.str. 14B md. 11—12 Vifilsstaöahæliö. Heimsóknartími 12—1. Þjóðmenjasafnib opiö á hverjum degi 12—2. Ritstjórar Isafoldar verða fyrst um sinn venjulega til við- tals í skrifstofu ísafoldar á þessum tímum: Ólafur Björnsson kl. n—12 drd. Sigurður Hjörleifsson kl. 2—j siðd. Á hvern bendir Ingólfur? Ingólfur er að vonzkast út af þvi, að ísafold tók fram í næst-síðasta blaði þann í meira lagi bersýnilega sannleika, að í því horfi, sem sam- bandsmál vort er nú, treysti þjóðin Hannesi Hafstein bezt til þess að leiða það til lykta. ísafold er ekki í neinum vafa um það — eftir svo vandlega eftirgrensl- un, sem nokkur kostur hefir verið á — að mikill meiri hluti þjóðarinnar vill gera tilraun til þess að leiða sam- bandsmálið til lykta. Ekki með þeim hætti, sem Heimastjórnarmenn hafa viljað. Engin líkindi eru til þess, að með því fáist nægilegt fylgi þessarar þjóðar. Ekki heldur með þeim hætti, sem Sjálfstæðismenn hafa farið fram á, með því að engin von er um ann- að en að slík málaleitun strandi í Dan- mörku. Heldur með nýjum hætti, nýrri stefnu í málinu. Og nú langar oss til að spyrja Ing- ólf í allri vinsemd og bróðerni: Á hvern vill blaðið benda, fremur en Hannes Hafstein, til þess að gera tilraunina til hinna nýju málaleitana við Dani? Bendir blaðið á Skúla Thoroddsen til þess verks, eða Benedikt Sveins- son, eða Bjarna Jónsson, eða núver- andi bandamann og foringja þeirra þremenninganna, Lárus H. Bjarnason? Oss virðist, að Ingólfur ætti að svara þessari spurningu einlæglega og vonzkulaust, ekki eingöngu Isafold til fróðleiks og athugunar, heldur og allri þjóðinni til leiðbeiningar. Lotterímálið. Til samanburðar við tilboð það um einkaleyfi til stofnunar peningalotteris fyrir landið, sem alþingi hefir til með- ferðar, þykir rétt að benda á, að svo er ákveðið um peningalotterí danska rík- isins, að það greiði í ríkissjóð l/i0 af öllu þvi fé, sem hlutir eru keyptir fyrir í lotteriinu. Af hverjum hundr- að krónum, sem varið er til þessara hluta kaupa, fær ríkið tíu krónur. Þetta er 5 sinnum meira en gert er ráð fyrir í tilboðinu til alþingis. Til stjórnarkostnaðar og umboðsmanna ver danska lotteríið 6 °/0 af innborg- uðu fé. Litur þá út fyrir að vinn- ingarnir í þessu lotteríi nemi alt að 84 °/0 af iðgjöldunum. Hvorttveggja þetta virðist þurfa að athuga vandlega við þessa lagasmíð, tekjur landsins af lotteríinu og hundraðstölu vinning- anna af iðgjöldunum. Rétt er þó að geta þess, að annað danskt lotteri, Almindelig dansk Vare- og Industrilotteri, ver að eins 6 5 °/0 af innborguðu fé til hagsmuna fyrir þá, er greiða iðgjöld til þess, en 8 °/0 til stjórnarkostnaðar og til umboðsmanna. Danir hafa miklar tekjur af lott- eríum sinum, hátt á aðra miljón kr. árstekjur af peningalotteríinu og sömu- leiðis mikið fé af hinu lotteríinu, sem áður var nefnt. Styður það drjúgum að þessum tekjum Dana, af þessari atvinnugrein, að bæði Svíar og Norð- menn hafa bannað lotterístofnun í löndum sínum, en frá þessum þjóð- um hrýtur þó margur skildingurinn til Dana fyrir lotteríseðla. Maraþonhlaupið. Við Olympíuleika er hið svonefnda Maraponhlaup talið aðal-viðburðurinn. Það stendur af því forn frægð frá tímum Grikkja hinna gömlu og er nafnið dregið af Maraþonsvöllum á Grikklandi, þar sem fram fór hin nafnkunna Maraþonorusta árið 490 f. Kr. og var að fornu fari hlaupið kringum þá velli. Að verða sigurvegari í Maraþon- hlaupinu þykir mestur heiður, sem hlotnast geti nokkurum Olympíufara. Skeiðið sem runnið er eru 40 rast- ir og 200 stikur eða rúm 5*/, milu, en til Þingvalla eru 49 rastir réttar og að Kolviðarhól rúmar 30 rastir og mega menn kunnugir hér um slóðir þá greina vegarlengdina. • Maraþonhlaupið fór að þessu sinni fram i Stokkhólmi h. 14. júlí. Til stóð i upphafi, að nærri 100 manns, »allra þjóða kvikindi«, reyndu sig í Maraþonhlaupi, svo sem hér greinir: 12 Svíar, 1 Ástralíumaður, 8 Kanadabúar, 2 Danir, 10 Frakkar, 11 Bandaríkjamenn, 2 Grikkir, 3 ítal- ir, 8 Japanar, 2 Finnar, 2 Serbar, 12 Bretar, 4 Suður-Afrikumenn, 3 Aust- urríkismenn, 3 Austurríkis-Tscheckar, 2 Ungverjar, 1 Chilebúi, 5 Norð- menn, 2 Portúgalsmenn og 3 Rússar. En þegar á átti að herða heltust 28 úr lestinni, svo að alls urðu þeir 70, sem reyndu sig. Um 100,000 manns voru áhorf- endur á Stadion, er Maraþonhlaupið hófst. Myndin sýnir skeiðið. Stadion er neðst hægra megin. Þar er haldið af stað og hlaupið fram hjá járnbrautarstöðvunum Jarfva, Tureberg, Norrviken að Sollentuna, og þá snúið við og hlaupið aftur inn á Stadion. Hlutskarpastur kapphlaupamanna varð Suður-Afrikubúinn K. Mc. Arthur. Rann hann Maraþonskeiðið á 2 klst., 36, mín., 54,8 sek., en annar varð samlandi hans C. W. Gitsham (2 klst. 37 mín., 52 sek.) og þriðji Banda- ríkjamaður G. Strobino (2 klst. 38 mín. 42,4 sek.). Fyrstur Norðurálfu- manna varð Svíi einn, Jacobsson (2 klst., 43 mín. og 24 sek.) og varð hann hinn sjötti i röðinni. Þegar Arthur kom inn á Stadion, gullu við fagnaðaróp sem aldrei ætl- aði að linna frá 100,000 börkum. Var hann krýndur lárviðarsveig og borinn á gullstól með fram áhorfenda- sætunum. — Vér teljum býsna hart riðið upp að Kolviðarhól á 2 x/2 klst. — og er það þó eigi nema s/4 af Maraþonhlaupi. Vér mundum telja mestu fantareið að ríða 40 rastir á 2 J/2 klst., og naum- ast hægt að gera það. En svona eru íþróttamenn nútím- ans búnir að temja líkama sinn, að þeir fara miklu hfaðara yfir landið á sínum tveim jafnfljótu, — en vér komumst ríðandi góðum hesti mestu fantareið. -------------------- Gjaldkeramálið. Töluvert umtal er út af því hér i bænum og má búast við því að svo verði áfram, unz það er til lykta leitt. Umtalsefnið er um þessar mundir sérstaklega úrskurður landstjórnarinnar, sem kveðinn var upp rétt áður en ráðherraskiftin uiðu. Samkvæmt þeim úrskurði er sakamál höfðað gegn gjald- keranum, en látið sitja við þá ráðstöf- un stjórnarinnar, sem gerð var í vor, að gjaldkerinn skyldi enn halda áfram að vera gjaldkeri bankans, honum að- eins vikið frá um stundarsakir, með hálfum launum og hann þar á meðal látinn halda helmíngnum af mistaln- ingarfé gjaldkerans, sem er töluverður hluti launanna. Því e haldið fram, að úr því stjórn- arráMð hafi talið gjaldkerann verð- skulda það, að sakamál væri höfðað gegn honum, þá beri henni líka að telja hann óhæfan til þess að vera áfram gjaldkeri bankans. Sakamál sé ekki höfðað, að undangenginni rann- sókn, nema miklar líkur séu fyrir sekt mannsins og sá maður geti ekki hald- ið áfram að vera í þjónustu lands- stjórnarinnar, sem hún sjálf kasti grunsemd á, með svo alvarlegri ráð- stöfun. Það tvent geti ekki, eða megi ekki, saman fara, að landsstjórnin fyr- irskipi að borga manni laun, en varpi þó slíkum grun yfir hann. Með þessu óvirði sjálf landsstjórnin þá ráðstöfun, sem hún hafi gert, jafnframt því sem hún geri peningastofnun landsins með þessu lítinn sóma og hafi réttmæt laun af þeim manni, er einn vinnur gjaldkerastarfið í bankanum og ber fyrir honum ábyrgð gjörða sinna. Mörgum finst þetta vera óhæfileg hlífð við gjaldkerann. Ýmsir telja að með þessu sé landsstjórnin að verð- launa starfsemi gjaldkerans í bankan- um og fara um þetta öðrum harðari orðum. Óneitanlega er þetta umtal ekki að ástæðulausu. Flestir eiga víst fremur örðugt með að samþíða hana réttar- vitund sinni og það eins fyrir það, þó hún sé gerð með undirskrift og á ábyrgð æðsta dómara landsins. Bráðabirgða rannsókn gat leitt það í ljós að gjaldkerinn væri sýkn saka, eins og hitt að hann hefði gert sig brotlegan um saknæmt athæfi. Hvort af þessu hafi verið, virðist stjórnin hafa sagt með úrskurði sínum. Þó heldur hún áfram að telja manninn í sveit embættismanna sinna. Líklega telur stjórnin sig hafa góðar og gildar ástæður til þess að fara svo að, sem hún hefir gert. Séu þær ástæður frambærilegar, ætti stjórnin ekki að láta þær liggja í láginni. Hún ætti fyrst og fremst að gera það vegna sjálfrar sin, áður en óánægjan grefur of djúft um sig. En hún ætti eink- um að gera það vegna alþýðu manna, er telur réttlætististilfinning sinni mis- boðið, en það er hverju þjóðfélagi hættulegt. Foldin er hjúpuð í fannaskart, föl eins og lík að sjá, og kveldmyrkrið grúfir sig kalt og svart, sem kistulok yfir ná. — — Alt lýtur stormsins sterku hönd, frá ströndum að sjónbaugsins ystu rónd. Við hafdjúpsins brún risa hrikaleg ský, er hendast um loftið með orustugný; pau sakja sem kappar er keppast i móð, með karlmenskudug fyrir land sitt og pjóð i bardaga lífsins. Með brennandi prá, pau berast a skjótar um viðernin há, unz lúta pau stynjandi stormguðsins hendi, er strýkir pau sundur með reiðinnar vendi, og lygina hrekur, og letina skekur, og viljann vekur hjá veikri pjóð, unz ris hún af langvinnu móki í móð, með magnprungnu kappi á eljunnar slóð. Stormurinn lifil Hans sterka hönd, styrkir og hressir mannsins önd, eflir í huganum orku og dug, andanum lyftir á harra flug, — annað en lognið er letina elur, °g lygina sjálfs síns valdi felur, og asna gerir úr anda manns, og ungfrú að keltubarni hans. Nú stillir og hagir um stundarbið, unz stormurinn aftur tekur við, og hamstola byltist í heiftpungri braði, svo hvitfyssa bárur og stynja af mœði; par aða sem flýjandi uppreistarher, og apa sem barn er sig dauðanum ver, og sadauðar hetjur með svefnpungar brár, er sofið ei gátu um púsundmörg ár, úr hafinu hefjast, og hefndar krefjast, á morðsjúka storminum sterkum og köldum, er stytti peim lífeð í sjáyarins öldum. *Þú djöfulll - ein kveðr með dimmum róm - er deyddir mig ungan sem vorsins blóm, og sviftir mig brúði er brann af prd, og brosti svo oft minum vanga hjd, hví viku mig svifta varð og ró, i votri og kaldri gröf i sjóU En stormurinn veit ei hvað varðin er. Hann vill bara hamast og skernta sir, og risandi öldum, með rjúkandi földurn, að ströndmum köldum, með styrjar-gný hann peytir, svo brotna par björgunum í. Hátt upp i björgunum hugdjarfur sveinn, horfir i dimmunni pögull og einn. Það er eins og stórviðris óróaflug í áugunum dökkum og hlýjum, og svipurinn lýsandi hreindjörfum hug, er hjúpaður sorgprungnum skýjum. Hann langar svo myrkursins leiðindum frá i Ijósið og hlýindin suðrinu hjá, að gófga par andann á askunnar vori, með arnfleygum vilja og mannlegu pori háskýjum hugsjóna á. Irá björgunum Ijómandi Ijósgeisla ber, svo lýsir -af skínandi rósum, og álfanna draumfagri dansandi her, sér dreifir á fónnunum Ijósum. I fagnandi hóp peirra fölleit og ein, sú fegursta dansar svo göfug og hrein; pað leiftrar af gulli á brjóstunum björtu, og blómsveigur titrar í hárinu svörtu. Fegurri finst ekki nein. Og dansinn hún stigur í líðandi leik, svo létt eftir öldunnar slagi, er ymur við klettanna íshöfuð bleik, með afiprungnu fossbúans lagi. Hún heiilar og laðar í hrifandi dans að hjarta sér sveininn í álfanna fans, og vefur hann fastar og fastar i arminn, unz finnur hann hjarta sitt slá upp við barminn. Hún krýnir hann vonanna kranz. Hann finnur sem yl leggja augunum frá, úr ókyrru hugarins djúpi, og svipur hans lifnar með Ijóshýra brá, svo léttir af skýjanna hjúpi. Hannmælir: »Mér bcerist í brjósti sú prá, að berast til suðursins norðrinu frá og reisa par freeknleikans framsóknar merki í fögru og pjóðlegu islenzku verki. Viltu par verða mér hjá?« Það hrynja af brám hennar brennandi í blíðum og pögulum straumi, [tár hún strýkur hans mjúka og hrafnsvarta og heillandi innir í draumi. [hár, *Eg á hér í tröllslegum björgunum bú og börn, sem eg annast í karleik og trú. Því get eg ei fylgt pér í lukkunnar landi, en Jeiða pig mun par minn sorgmœddi andi. Farðul hann fylgir pér nú«. Nú scerokið lcegir og siglingin hefst til sólskinsins ylhýru landa. Frá siglunni breiðir sig bláfáninn efst, með blaktandi vcengina panda. En sveinninn hann horfir með harrn- prungnar brár á hverfandi fjöllin tneð silfurhvitt hár. I huganum með sinni hugsjóna brúði, er hét honum fylgi l suðursins skrúði. — Hljóð renna tregapung tár. J1. Jíamar.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.