Ísafold - 24.08.1912, Blaðsíða 2

Ísafold - 24.08.1912, Blaðsíða 2
210 ISAFOLD 14. Lög um stofnun peningalott- eríis íyrir ísland. ij. Lög um viðauka við lög um útflutningsgjald aí fiski, lýsi o. fl. 4. nóv. 1881. 16. Lög um vörutoll. 17. Lög um ritsíma og talsíma- kerfi íslands. 18. Lög um vatnsveitu á löggílt- um verzlunarstöðum. 19. Lög um breyting á lögum nr. 53, 10. nóv. 1905, um viðauka við lög 14. des. 1877 um ýmisleg atriði er snerta fiskveiðar á opnum skipum. 20. Lög um yfirsetukvennaskóla. 21. Lög um breyting á lögum nr. 34, z7/b oi um bólusetningar. 22. Lög um breyting á lögum 18. sept. 1885 nm stofnun Landsbanka. 23. Lög um þingfararkaup alþing- ismanna. 24. Lög um breyting á lögum 20. okt. 1905 um rithöfundarétt og prent- rétt. Fyrirspurnin um viðskiftaráðunautinn. (Framhald frá sfðasta bl.). Ræða ráðherra. Svar mitt verður stutt og lítið. Eg hef engan þátt tekið í neinum af þeim stjórnarathöfnum, sem hinn háttvirti fyrirspyrjandi gerði að umtals- og að- finningarefni og ber þar af leiðandi heldur enga ábyrgð á þeim, enda lít eg svo á sem aðaltilgangur fyrirspurn- arinnar sé sá, að koma þvi til vegar að þingið gefi stjórninni bendingu um hvernig hún framvegis eigi að hegða sér gagnvart viðskiftaráðunautnum og og hvert efiirlit hún eigi með honum að hafa og er mér ánægja að hlýða á hvert álit þingsins er í því efni. Sé svo að stjórnin hafi hingað til tekið mjúkum höndum á viðskiftaráðu- nautnum, þá hygg eg að því hafi ráð- ið kurteisi við þingið. Stjórnin mun hafa litið svo á að hér væri um per- sónulega styrkveitingu að ræða. Eg get ekki verið því samþykkur að stjórnin geti breytt erindisbréfi við- skiftaráðunautsins eins og fjárveiting- in til hans er orðuð í gildandi fjár- lögum, þar sem vitnað er til erindis- bréfsins frá 30. júlí 1909. Þar stend- ur að vísu, að viðskiftaráðunauturinn verði að sætta sig við þær breytingar, sem gerðar kunna að verða á erind- isbréfi hans. En þar með er ekki sagt að alþingi vildi sætta sig við, að erindisbréfinu væri breytt af stjórninni, eftir að þingið er búið að samþykkja, að störfum ráðunautsins skuli hagað samkvæmt erindisbréfinu. Annars vona eg að fyrirrennari minn, háttv. þ. m. Borgfirðinga, svari fyrirspurninni, þvi hann er þessu máli kunnugastur, þar sem um er að ræða hluti, sem skeðu í hans embættistíð og skal eg leyfa mér að afhenda hon- um öll skjöl þessa máli viðvikjandi, sem í vörzlum sjórnarinnar eru. Ræða Kristjáns Jónssonar. Hæstvirtur ráðherra tók það fram, að hann hefði engin afskifti haft af stjórnarathöfnum þeim, sem hér eru gerðar að umtals- og aðfinningarefni; fyrir mitt leyti skal eg þá taka það fram, að eg hafði ekki afskifti af við- skiftaráðunautnum fyr en eftir þing- lok 1911 og get þvi ekki svarað til þess, er áður hefir skeð í þessu máli. Eg skal leyfa mér að benda á á- kvæði gildandi fjárlaga hér að lútandi. Það hljóðar svo: »Til Bjarna Jónssonar frá Vogi til viðskiftaráðunautsstarfa samkvæmt er- indisbréfi frá 30. júlí 1909 10,000 kr., þar af 6000 laun hvort árið og alt að 4000 kr. hvort árið tíl ferða- kostnaðar eftir reikningi«. Um þessa fjárveitingu urðu miklar umræður á þingi 1911 og tók eg þá fram hvernig eg skildi þetta ákvæði. Eg skildi það svo þá, og skil það svo enn, að með því hafi viðskiftaráðu- nauturinn verið tekinn undan umsjón og eftirliti stjórnarinnar og sé hann að eins háður umsjón og eftirliti þings- ins. Það var vilji þingsins, að það eitt skyldi hafa eftirlit með honum. Stjórn- in getur heldur ekkí vikið víðskiftaráðu- nautnum frá starfi sínu og erindisbréf- inu er heldur ekki hægt að breyta, annars væri tilvitnunin til erindbréfsins frá 30. júlí 1909 í fjárlögunum heimska og skildi eg hæstvirtan ráðherra svo sem hann væri sömu skoðunar um þetta efni. Viðskiftaráðun. á samkvæmt fjárlögunum heimtingu á launum sin- um og ferðakostnaði eftir úrskurðuð- um reikninguru; eg lít svo á sem þingið 1911 haó lögfest erindisbréf- ið og öðru vísi getur þingið ekki litið á það mál, einmitt vegna þess hvernig þingið 1911 tók í málið. Eg hef hvorki leyft né bannað viðskifta- ráðunautnum pólitíska starfsemi hér á landi, þvi að til þess hafði eg enga heimild. Erindisbréf viðskiftaráðun. bannar honum alls ekki pólitíska starfsemi hér á landi og hún er beldur ekki bönn- uð i bréfi stjórnarráðs íslands til utan- rikisráðherra Dana frá 17. desember 1909. Þar er að eins átt við að hann megi ekki taka þátt í eða standa fyrir agitation um íslenzk stjórnmál i lít- löndum. Það kannast eg við að hon- sé bannað, og það hefir hann mér vitanlega ekki gert, að minsta kosti "ekki síðan um þinglok 1911. Eins og eg tók fram áðan er ekkert í er- indisbréfinu, sem bannar viðskiftaráðu- nautnum pólitíska starfsemi hér á landi, og þegar Bjarni Jónsson var skipaður viðskiftaráðunautur var hann alþingismaður, og honum var ekki sett neitt skilyrði um að leggja niður þingmensku, eða ,að hætta að fást við pólitík; og þegar fjárveitingin af þing- inu 1911 var stíluð beinlinis á nafn hans, var hann enn þingmaður og þó var honum ekkert skilyrði sett um að hætta við þingmensku eða aðra póli- tíska starfsemi. Fjárveitingin er alveg skilyrðislaus. Að visu hreyfði einn þingmaður því í sameinuðu þingi, til þess að fóðra ajkvæði sitt, að hann ætlaðist til að viðskiftaráðunauturinn fengist ekki við pólitik, en það ber ekki að skoða sem skilyrði — sízt frá þingsins hálfu; það var að eins and- varp frá særðu hjarta þingmannsins. Eg verð því að halda því fast fram, að stjórnin hafi ekki vanrækt skyldu sína, pótt hún hafi ekki bannað við- skiftaráðunautnum að fást við póli- tízka starfsemi hér á landi. Stjórnin hafði enga heimild til að skifta sér af þvi. Hefi eg þvi svarað fyrsta lið fyrirspurnarinnar út í æsar, svo að eigi verður á móti mælt. Hvað annan lið fyrirspurnarinnar snertir — um dvöl hans hér á landi, þá skal eg taka fram, að síðan í þing- lok 1911 minnist eg ekki að hann hafi dvalið hér á landi nema nokkurn títna í fyrrahaust og svo á þessu þingi. Þegar viðskiftaráðunauturinn kom heim í fyrrahaust skýrði hann mér frá, að hann væri i viðskiftaráðunautserind- um ; hann vildi koma á útflutnings- félagi meðal íslenzkra kaupmanna, og þurfti því við þá að tala og auk þess var mér kunnugt um, að hann hafði fleiri störf með höndum, lútandi að viðskiftaráðunautsstarfsemi. Eg sagði honum þá, að stjórnin vildi engan dóm á það leggja, hvort þetta væri lög- mætt erindi; viðskiftaráðunauturinn yrði sjálfur að ábyrgjast það gagnvart alþingi. En reyndar álít eg sjálfur að hann hafi haft lögmætt erindi hingað heim þá. Enda er mér kunnugt um, að hann hélt hér fund með kaup- mönnum og fór norður um land, er hann sigldi aftur og talaði við kaup- menn á viðkomustöðum skipsins. — Þá virtist mér það ekkert annað en eðlileg afleiðing af þvi, að viðskifta- ráðunautnum var ekki bönnuð þing- seta, — að honum væri heimilt að koma hingað til landsins til þess að sitja á alþingi. Ekki er mér heldur kunnugt um að viðskiftaráðunauturinn hafi önnur launuð störf á hendi en viðskiftaráðunautsstarfið. Eg hefi aldrei vitað þingmensku talda launað starf. Að vísu fá þingmenn fæðispeninga á meðan þeir sitja á þinginu, en það er að eins endurgjald fyrir kostnað, og önnur borguð störf veit eg ekki tií að viðskiftaráðunauturinn hafi á hendi. Hvað viðvíkur 3. lið fyrirspurnar- innar um ferðakostnaðarreikning við- skiftaráðunautsins, þá skal eg fyrst og fremst taka fram gagnvart háttv. fyrir- spyrjanda, að eg álít alls ekki að nein aimenn regla felist í stjórnarráðsbréf- inu frá marz 1910. Það bréf átti að eins við eitt einstakt tilfelli, og þó svo hefði verið, þá væri sú reglafall- in burtu nú, eftir þvi sem fjárveit- ingin til viðskiftaráðunautsins er orð- uð i gildandi fjárlögum. Eftir þeim á viðskiftaráðunauturinn heimtingu á ferðakostnaði eftir reikningi, sem að sjálfsögðu liggur nndir úrskurð stjórn- arráðsins. Eg minnist þess, að í febrú- armánuði, er fyrsti reikningurinn barst stjórninni, ákvað hún að ferðakostn- aðurinn á hverjum mánuði mætti ekki fara fram úr */12 af 4000 kr.; að við- skiftaráðunauturinn gæti sent reikn- ingana til ísl. srjórnarskrifstofunnar í Kaupmannahöfn, og ef ekkert fynd- ist sérstakt við þá að athuga, gæti hann fengið reikningana borgaða þar, en annars yrði að senda þá hingað heim til úrskurðar. Ennfremur var ákveðið, að Hamborg skyldi talinn aðalaðseturs- staður hans, eins og áður hafði verið, og skyldi miða ferðakostnaðarreikning- ana við það. Eg þykist nú hafa gjört grein fyrir öllum þeim atriðum, er felast í fyrir- spuminni. Ræða Bjarna Jónssonar. »Enginn hefir á spurningunni«, sagði kerlingin. Og sama hefir víst vakað fyrir hinum danska háskólakennara, þm. Seyðfirðinga, þá er hann taldi sér sæma, að bera upp þessa fyrir- spurn. En honum verður þó naum- ast kápan úr því klæðinu, því að meiri kröfur munu menn, að minsta kosti Seyðfirðingar, gera til hans um rétt- hermi, en til hverrar Gróu, sem geng- ur í pilsi eður brókum manna á meðal og segir fréttir. Þó eru hans fréttir engu áreiðanlegri. í fyrsta lid iyriispurnar sinnar segir hann frá því, að viðskiftaráðunaut Is- lands sé bannað að fást við politiska starfsemi með blaðamensku og þing- mensku og nefnir þar til erindisbréf dags. 30. júlí 1909. í 4. grein er- indisbréfsins stendur, hvað honum er bannað: »Verzlunarviðskifti má hann engin hafa hvorki fyrir sjálfan sig né í annara umboði, né neina aðra at- vinnu reka, er komi í bága við fram- angreint starf hans og skyldur i lands- ins þarfir«. — Margir munu vita að það er engin atvinna að borga prent- un og pappír í blað og vinna kaup- laust að því. Gera menn slíkt fyrir sakir áhuga síns á landshag og þjóðar, en eigi til gróða. Enginn innlendur maður mun þora að kalla þingsetuna atvinnu, en vera má að þessi kennari við háskóla Dana gerist þingmaður hér til þess að leita sér atvinnu i sumarleyfinu. — Þingmenskan og blaðið koma ekki í bága við stöðuna, heldur þvert á móti. Þetta var nú fyrsta Gróu-fréttin. Sá næsti fróðleikur, sem háskóla- kennarinn flytur, er sá, að stjórnar- ráðið hafi ritað utanríkisráðuneyti Dana bréf um blaðamensku og þingsetu viðskiftaráðunautsins, dags. 17. des. 1909. Hvað er ná um þetta? Hinn 10. nóvember 1909 skrifaði Scavenius utanríkisráðherra Dana ís- lenzku stjórninni bréf um viðskifta- ráðunautinn. Er það prentað í bækl- ingi mínum, »Skilur haf hjarta og vör«, á bls. 52—53. Segir þar meðaí annars: »Ráðuneytið leyfir sér í þessu sambandi að leiða athygli hins kon- unglega ráðuneytis að því, að í mörg- um, bæði norskum og dönskum blöð- um, hafa birzt samtöl við Bjarna Jóns- son, þar sem sagt er að hann hafi haft þau orð um sambandið milli Dan- merkur og íslands, sem illa sýnast eiga við stöðu hans, að vera opinber fulltrúi íslands«. Hinn 17. des. sama ár svarar Björn Jónsson, þáverandi ráðherra og segir í því bréfi: »Svo sem greinilega má sjá af erindisbréf- inu, liggur stjórnmálastarfsemi alveg fyrir utan verksvið viðskiftaráðunauts- ins . . . .« Hvorugt á við þingsetu eða ritstjórn, heldur eingöngu við starfsemi viðskiftaráðunautarins er- lendis. En vilji menn efast um að þetta sé rétt, þá er hér skýring ráð- herrans sjálfs d bréfinu: »Eg held eg hafi skrifað þér síðast, hvernig eg skil loforðið um að sneiða hjá politik í utanríkisblöðum: sjálfsagt að mega skýra frá því, sem á milli ber við Dani, objectivt en ekki agitatoriskt..« (í bréfi til mín dags. i Rvík ™j2. 1910). Vona eg að hér með sé full- sannað, að hinn danski háskólakenn- ari vitni hér bandvitlaust til þessa bréfs. Gróa gamla aftur á ferðinni. Þá talar sami háskólakennari Dana í sögu íslands um skilyrði, sem síð- asta þing hafi sett fyrir fjárveitingu til viðskiftaráðunauts. Þessi fjárveit- ing er 31. liður 16. gr. og hljóðar svo: »Til Bjarna Jónssonar frá Vogi til viðskiftaráðunautsstarfa, samkvcemt er- indisbréfi frá 30. júlí 1909 alt að 10,000—10,000 kr. Þar af 6,000 kr. laun hvort árið, og alt að 4,000 kr. hvort árið til ferðakostnaðar eftir reikningi* (Alþt. 1911, A. 1539). Hver mundi nú sjá hér skilyrði annar en hinn lærði þm. Seyðf. Hinu munu fáir samsinna honum í, að það sé fjárlagaskilyrði, þótt einn einstakur þm, geri sérstaklega grein fyrir at- kvæði sínu. Enn er gamla konan á ferðinni, í þriðja sinn í fyrsta lið fyrirspurnar- innar. Og annað er ekki í þeim lið. Þá segir sami vísindamaður að eg dvelji mánuðum saman hér á landi við önnur launuð störf og taki þó full laun. Ef »önnur launuð störf« á að eiga við eitthvað annað en þing- setuna, þá eru ummæli hans fullkom- in ósannindi. En ef hann talar hér um þingsetuna, þá furðar mig að hann skyldi ekki reka sig á annan mann fyr en mig, þann er tekur full lauu, þótt hann sitji á þingi. Eða hve mik- ið mun háskóli Dana draga af em- bættislaunum þm. Seyðf. meðan hann hirðir þingfé sitt hér? Hve mikið mundi vera dregið af launum dóm- stjóra, bæjarfógeta, bankastjóra, skóla- stjóra og annara starfsmanna landsins sem á þingi sitja? Seilst hefir hann hér um hurð til lokunnar, blessaður. Þriðji liðurinn lýsir þó einna bezt vísindanákvæmni spyrjandans. Hon- um þykir þar ósvinna að eg telji til ferðakostnaðar húsnæði og fæði. Hvað mundi hann vilja telja til ferðakostn- aðar? Hyggur hann að alþingi hafi ætlað alt að 4000 kr. til fargjalda eingöngu? En hann vitnar hér og i bréf frá stjórnarráðinu. Má það heita furða, hversu víðlesinn hann hefir ver- ið orðinn þá þegar, er hann bar fram fyrirspurnina. Én hvernig á nú bréf- ið við ? Það er viðvíkjandi ferðareikn- ingi fyrir ferð frá Hamborg til París- ar. Eftir erindisbréfinu var eg eigi skyldur til að fara út dr þeim fimm löndum, sem þar eru nefnd, (Norður- lönd, England og Þýzkaland) fyrir þær 10,000 kr. sem mér voru þá ætl- aðar til launa og alls kostnaðar. Þeg- ar ráðherra því símaði mér að fara til Parísar, með eins dags fyrirvara, setti hann i simskeytið þessi orð: »om- kostninger refunderes«. Samkvæmt þessu sendi eg svo reikning. Bréf það frá 9. marz 1910, sem spyrjand- inn vitnar til, er um þann reikning og annan samskonar ferðareikning. Allir aðrir menn en þm. Seyðf. sjá það, að þetta brT kemur alls ekki við þeim ferðakostnaðarreikningum, sem eg gef nú samkvæmt fjárlögun- um 1911, þar sem skift er sundur upphæðinni í kaup og ferðakostnað. Ekki er hætt við að þessi sagnfræð- ingur verði ónákvæmur, þegar um vandamál er að ræða, úr því honum hefir orðið svo mikil leit að fjárlög- unum frá 1911 að hann hehr auðsjá- anlege ekki fundið þau. Þá er á hitt að líta, hvers vegna hann bar fram þessa fyrirspurn og í hverju skyni. Af ættjarðarást stafar þessi árás hans ekki, því að hann gerði grein fyrir þvi í ræðu hér á dögunum, að hann bæri fram tillög- nna í hefndarskyni fyrir það, að eg hafði bent á þau alkunnu sannindi, að hann er danskur embættismaður. En reiðin er þó ekki næg skýring á fyr- irspurn hans, því að maðurinn er geð- spakur og ekki ógreindur að eðlisfari og mundi þvi hafa gefið rúm reið- inni. Hér mun vera annað í efni. — Bréf þau sem fyr var getið, frá dönsku stjórninni og önnur fleiri sýna með sannindum að stjórn Daua hefir haft auga á viðskiftaráðunautinum. Hefir hún að líkindum óttast, að hér væri byrjun til annars meira. Mér urðu þær undirtektir til gleði, því að minn sómi óx við það og meira var tekið eftir viðskiftaráðunaut íslands en ella mundi. Jók það á, að dönsk blöð lögðust mjög á móti mér og málstað ís- lands. En þar í áttu mikinn þátt hin- ir íslenzku sjálfboðaliðar, sem fylla dönsk blöð með rógi um menn og málefni heima á íslandi. Undanfarin ár hafa þeir vaðið uppi í mörgum blöðum þar, Telegrafen, Nationaítid- ende, Politiken o. fl. Þykir mér sennilegt að þm. Seyðf., kennarinn í sögu Islands og bókmentum við há- skóla Dana, viti um faðerni á mörg- um af þessum greinum. En til dæm- is um, hvernig þiu krókódílatár eru, sem þessir leiguliðar danskra blaða- manna gráta yfir ættjörð sinni, skal eg nefna, að nýlega stóð i Politiken grein um það, að bæjarfógetanum væri ekki trúandi til að fara með mál, ef skólabróðir hans ætti í hlut, og að mál hefði engan framgang, ef vinir Hannesar Hafsteins væri við þau riðn- ir. Höfundum þessum hefir jafnan orðið tíðrætt um viðskiftaráðunautinn, enda eru allar líkur til að fyrirspyr- jandinn hafi nú viljað njósna um hann og hafi hugsað sér gott til glóðarinn- ar, að ráða nú niðurlögum þessa ó- fétis viðskiftaráðunauts og taka fyrir trúrra þjóna verðlaun, er hann kæmi í heimalandið, sem hann nefndi svo í ræðu um daginn. Mun hann vænta sér þeirra, þótt hann sé eigi annað en sjálfboðaliði. JRæða Jóns Ólafssonar: Mér hefir satt að segja aldrei þótt skemtilegt að vera við executionir og ætlaði eg mér því helzt ekki að taka þátt í umræðunum. En nokkur orð, sem eg hefi heyrt hér falla, knýja mig til að segja nokkur orð. Háttv. þm. Borgfirðinga sagði, að erindisbréf ráðunautsins væri lögsett með fjárlögunum, og þess vegna væri ekki auðið fyrir stjórnina að breyta þvi. Það getur verið rétt; en er það þá ekki skyída stjórnarinnar að sjá um, að erindisbréfinu sé fylgt í öllum at- riðum ? Meðal annars varðar það heim- köllun og afsetningu ef það er brotið. Nú er það upplýst af háttv. þingm. Borgf. að ráðunauturinn hafi komið hingað til Iandsins og dvalið hér lang- vistum, án leyfis stjórnarinnar. Háttv. viðskiftaráðunauturinn sagði sjálfur að heimili sitt ætti að vera i Hamborg (Bjarni Jónsson: Það hefi eg aldrei sagt). Ju, hann sagði það þegar hann var að afsaka að hann hefði reiknað ferðakostnað til Kristjaniu. (Bjarni Jónsson: Eg hefi aldrei afsakað það). Þingmaðurinn getur komið með sínar athugasemdir á eftir. En svo mikið veit eg, að til Hamborgar hefir hann ekki komið langa lengi. — Það var að heyra á ræðu háttv. þingm. Borg- firðinga, að hann hefði verið svo mik- ið í burtu og annar gegnt ráðherra- embættinu i hans stað, að hann vissi ekki hvort reikningar viðskiftaráðu- nautsins væru úrskurðaðir og borgaðir. Eg vildi óska að þeir væru það ekki. En ef þeir hafa verið borgaðir, hlýtur það að vera á einhvers ábyrgð. Það getur engum dulist, að það var rétt sem háttv. fyrirspyrjandinn sagði, að ferðakostnaður ráðunautsins er gifur- legur. 1500 kr. kostar ferð hans frá Kaupmannahöfn til Kristjriníu og til baka aftur. Sú ferð kostar í raun og veru 48 kr. á gufuskipi, en 52 kr., ef farið er á járnbraut. Fyrir þjórfé, það er líklega það sem hann drekkur fyrir, reiknar hann sér 730 kr. á ári, eða 2 kr. á dag. Þetta er þvi ein- kennilegra þar sem fyrirliggur úrskurð- ur um, að ferðakostnað skuli ekki greiða þegar hann dvelur til langframa á einhverjum stað, enda er það eðli- legt, þvi að engin ástæða er til að ætla, að hann eti meira þegar hann er i Kristjaníu eða Kaupmannahöfn en þegar hann er í Hamborg. Yfir- leitt eru þessir ferðakostnaðarreikning- ar eitthvað það blygðunarlausasta sem eg hefi heyrt að komið hafi fram gagnvart landssjóði og nokkrum öðr- um sjóði, og er þá mikið sagt. Háttv. ráðunauturinn sagði og það er ef til vill satt, að sér hefði verið bannað að fara með pólitík í útlendum blöð- um, en alls ekki í innlendum blöð- um. En hvað geiir hann þegar hon- um er bannað þetta? Þárýkurhann til og stofnar blað og lætur vini sína þýða í sænsk og norsk blöð það, sem hann má ekki segja sjálfur erlendis. Það eru því einungis krókaleiðir til þess að gera það, sem hann má ekki gera. Eitt af því sem ráðunauturinn, sendiherrann svo kallaði, sagði, var það, að það væri ekki meira að hann hefði laun sín, þó að hann sæti á þingi, en aðrir embættismenn. Hann gætir ekki að því, að samkv. stjómar- skránni eru allir embættismenn skyldir til að sjá um rekstur embættis síns á sinn kostnað meðan þeir sitja á þingi. Hvað gerir hann? Hefirhann fengið nokkurn mann í sinn stað? Nei, hann vanrækir embættið. — Eitt af því sem honum er gert að skyldu og hann hefir brotið, er það, að hann á að auglýsa, i hverju landi, hvar hann er og hvað hann dvelji þar lengi. Eg skal segja honum hérna dálitla sögu, sem eg hefi eftireinum góðum flokks- bróður hans. Eg get gjarna nefnt hann. Það var Olafur Eyjólfsson. í fyrra dvaldi hann í Hamborg og þurfti að snúa sér til viðskiftaráðunautsins, til þess að fá einhverjar upplýsingar fyrir þýzkt firma. Hann símaði til Khafnar og spurði hvar viðskiftaráðu- nauturinn mundi niður kominn, en enginn vissi. Hann símaði til ráð- herrans, og hann hafði ekki hugmynd um það. Þá símaðihanntilísl.stj.deildar- innar i Kaupmannahöfn er enginn vissi. Helzt var haldið, að hann væri einhversstaðar á Þýzkalandi. En svo þegnr Ólafur er að stiga á skip og ætlar að fara frá Hamborg, þá rekst hann alt í einu á viðskiftaráðunautinn. Hann spurði hvar hann hefði haldið síg. »0, eg hefi verið hérna í Ham- borg núna lengi«. (Bjarni Jónsson: Hvenær á þetta að hafa verið?) í fyrra. Eg skal ekkert segja um það hvort sagan er sönn. Eins og eg gat um, hefi eg hana eftir alkunnum flokksbróður viðskiftaráðunautsins Og sem er kunnur að því að gera sér far um að vera sannorður og réttorð- ur maður. — En hvað sem þessu líður, virðist mér ferðakostnaðurinn ægilegur. Hvar sem hann situr á hnettinum reiknar hann sér ferðakostn- að. Alt sem hann etur og drekkur og skemtir sér fyrir, það er alt ferða- kostnaður. Eg fæ ekki skilið að þótt hámark ferðakostnaðarins sé sett 4000 kr., þá sé ráðunauturinn skyldur til að eta það alt saman upp. Eg held frekar að hámarkið sé sett svona hátt til þess að standast þann kostnað sem leiddi af því ef ráðunauturinn þyrfti að bregða sér til Kína til þess að grenslast eftir markaði fyrir islenzka hesta. (Bjarni Jónsson: Eða til Alaska). Já, til þess að útvega þar markað fyrir grásleppu. Niðurlagsræða Bjarna Jónssonar. Eg get eigi skilist við þetta mál án þess að taka saman helztu atriðin í þvargi þeirra þm. Seyðf. og 2. þm. Sunnmýlinga. Þm. Norðurísf. mælti það með réttu að ræða fyrirspyrjandans hefði verið samin af kala til niín. Og eg sann- færðist enn betur um það, er hann tók svo til orða, að eg ætti ekki að vera að «vasast í politik«. Þá datt mér i hug saga frá þeim tímum, er Valtýskan var í blóma og þessi þm. var voldugur á þingi. Þá sótti fá- tækur vísindamaður um styrk til al- þingis, en núverandi þm. Seyðfirðinga fekk þvi afstýrt að honum væri veitt- ur styrkurinn. Þessi maður heitir Helgi Jónsson. Asgeir Torfason spurði þingmanninn, hvers vegna hann hefði farið þessu fram. Þá svaraði þm., að manninum hefði verið þetta mátulegt, »því að hann var að vaiast i politik, sem honum kom ekkert við«. (Valtýr Guðmundsson: Þetta er nú víst Gróusaga). Nei, svo er eigi, enda mun það eigi lagt undir dóm

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.