Ísafold - 24.08.1912, Blaðsíða 3

Ísafold - 24.08.1912, Blaðsíða 3
ISAFOLD 211 Gróu sjálfrar. Þetta orðtæki sýndi mér að nú mundi f>essi þingmaður ætla sér að vega oftar en um sinn í hinn sama knérunn, og er þó undar- legt af svo varkárum manni. Því að vel má hann vita, að honum meiri mönnum hefir það illa gefist. Þeir geipuðu mikið um ferðakostn- að minn, en alt var það rangt, er þeir sögðu. Þeir héldu því fram, að fæði og húsnæði ætti ekki að telja með. Slikt getur engum komið til hugar, enda er hér helzt til að jafna um ferðakostnað ráðherra, er þeirfara til Danmerkur. Hitt er einskis vert, sem þm. S. M. var að tala um, að þar um væri skýrari ákvæði; höfuð- atriðið er að hér stendur eins á, enda mundi alþingi eigi hafa gert ráð fyrir að sá kostnaður gæti numið alt að 4000 kr., ef það hefði lagt sama skilning í þetta sem þessir þm. Svo er og um allan heim, að menn reikna til ferðakostnaðar allar lífsnauðsynjar frá því þeir fara að heiman og þar til er þeir koma heim aftur. Og þá kem eg að athugasemdinni um kaffið, sem þm. Seyðf. var að reyna fyndni sina á. Hún stafar nú einmitt af því, hve rfkt stjórnin gekk eftir, að eigi væri taldar nema lífsnauðsynjar í reikningum mínum. Ætti hún því fremur skilið lof en last af þessum umvöndunum. Nii hafði eg eigi dreg- ið frá þeirri upphæð, sem eg hafði brúkað til fæðis, þá aura sem eg hafði varið til þess, sem segir í athuga- semdinni, en íét þess getið, til þess að stjórnin gæti dregið frá, ef hún vildi, eftir þvi sem við gætum gezkað á. Annars væri gott ef þm. vildi hjálpa stjórninni um eyðublöð handa viðskiftaráðunautnum, er hann gæti látið veitingahússþjóna skrifa á, hvers hann neytti og mætti þá úrskurða reikningana eftir því. — Þá hneyksl- aðist hann og á þjórfénu, og var þó ólíklegt um mann, sem verið heíir svo lengi erlendis. Má hann þvi vita, að til þess gengur þó ærið fé, er menn búa i veitingahúsum og borða hingað og þangað. Þykist eg vita að hann muni eigi ætlast til að viðskifta- ráðunauturinn komi fram sem hundur. Eg hygg að hin alkunna sparsemi hans valdi miklu um, er honum vex þetta svo mjög i augum. Þá vildi þm. Seyðf. ónýta fyrir mér samanburðinn á mér og öðrum starfs- mönnum landsins, er taka full laun og sitja á þingi, með þvi að þeir hefði aðra fyrir sig, eða gæti sjálfir gegnt starfi sínu, en það gæti við- skiftaráðunauturinn ekki, heldur legði niður starfið. Hann tók sér þessa sönnun létt, eins og fleiri. Hann bítur í skottið á sjálfum sér og fer í hring, sem kallast hringvitleysa eða circulus vitiosus. Er sú rökleiðsla i því fólgin, að byggja á því, sem á að sanna, og leiða út af því heila röð af ályktunum. Hann gefur sér fyrst að viðskiftaráðunauturinn leggi niður starfann, þegar hann er heima, og kemst svo auðvitað að þeirri niður- stöðu, sem hann langar til. En hon- um skauzt yfir að sanna, að eg gæti eigi gegnt starfi mínu ríér, enda er svo langt frá því, að eg er einmitt hér að gegna viðskiftaráðunautsstörf- um. Þeir hafa margtuggið það, að eg hafi verið í óleyfi hér 1911, en þá var eg einmitt í viðskiftaerindum hér, sem stjórnin viðurkendi réttmætt er- indi. Eg fór heim þá, af því að tveir Sviar, sem mikið börðust fyrir skipa- göngum milli íslands og Svíþjóðar, skrifuðu mér, að helzt mundi fram ganga, ef eg færi heim og leitaði undirtekta kaupmanna hér. Þessir menn voru Ragnar Lundborg, ritstjóri i Karlskrona, íslendingum að góðu kunnur, og Reutersvard, sá er hingað kom sem verzlunarerindreki Svía. Eg átti þá tal við fjölda manna um mál- ið og fór þá umhverfis landið í þess- um erindum. Hafði eg þá með mér skrifleg svör frá hérumbil 60 kaup- mönnum, og hafa þau siðan legið til athugunar hjá utanríkisráðherra Svía. Var það eigi mín sök, að eigi hefir enn þá orðið neitt úr þeim skipa- göngum, en þetta er ljóst dæmi þess, að viðskiftaráðunauturinn getur gegnt starfi sinu, þótt hann sé hér, eða öllu heldur getur ekki unnið sitt verk nema hann sé hér. Þess vegna var það ástæðulaus gauragangur, er sum blöð og sumir mótstöðumenn minir höfðu þá, enda gerður til að vera kosningabrella. En nú er öllum kunnugt, hvernig í þessu lá, nema spyrjandanum. Hann hefir lesið upp ársgamlar blaðaárásir í von um að finna höggstað á mér, þótt hann geti nú engan fundið. Fyrv. ráðherra sagði rétt, að hann lagði fyrir mig að útvega skýrslur um fiskmarkað í Argentina. í Noregi fengust engar skýrslur um það, því að þeir vissu að eg mundi vilja fá þeitn keppinaut. En þeir halda sem mest leyndu, hvernig þeir verka fisk- inn. Sneri eg mér því til ræðis- manns Argentinu og fekk hjá honum skýrslu um hve mikið þangað flytst og hvaðan. Auk þess lofaði hann að senda mér síðar skýrslu um verkun- ina o. fl., en hann þurfti um það að skrifa til stjórnarinnar í Argentina. Bíð eg enn þess svars. Annað lagði stjórnin fyrir mig að grenslast eftir, hvort skipagöngur muudi mega stofna milli Liverpool og Reykjavíkur. Þá er eg kom aftur frá Noregi til Dan- merkur á útmánuðum, ætlaði eg þang- að. En þá kom hið mikla kolaverk- fall í Englandi og þótti mér sem þá mundi erfitt að leiða hug Englend- inga að viðskiftum við svo smátt land og óþekt sem ísland. Fór eg því heim hingað til þess að vita um und- irtektir manna hér undir það mál. Sá eg mér til gleði, þegar eg kom heim, að ýmsir framtakssamir dugn- aðarmenn hér voru farnir að hyggja á framkvæmdir i því máli. Og gangi það ekki fram, þá er það eigi þeirra og eigi mín sök. En hér er dæmi þess, að viðskiftaráðun. getur haft nóg að starfa, þótt hann sé heima tíma og tíma. Má það og vera öllum ljóst, því að viðskifti vor við önnur lönd hafa þó annan endann hér heima. Og þótt erindisbréfið geri ráð fyrir að viðskiftaráðun. sé að jafnaði erlend- is, þá skilur hver heilvita maður að hann má koma í viðskiftaerindum hingað, ef þörf krefur. Alt er þetta því hártoganir, sem þeir flytja. Þá gerðu þeir voðalegan hvell út úr því, að skýrslur frá mér væru ódagsettar. En þeir hafa ekki gáð að þvi, vísindamennirnir, að skýrsl- urnar eru allar með minni eigin hendi og yfir skrifað: Skýrsla Bjarna Jóns- sonar frá Vogi, þennan og þennan mánuð. Eða halda þeir að eiginhand- ar nafn sé ekki jafngilt yfir sem und- ir. Vera má að eg hafi gleymt ár- tali á síðustu skýrsíu minni, sem eg afhenti sjálfur skrifstofustjóranum, en varla tekst þeim að sanna, að þar af standi þessu landi eða sjálfum þeim neinn voði. Þá hafa þeir talað mikið um, hve lítill árangur sæist af starfi mínu. Menn geta naumast búist við að einn maður gjörbreyti á svipstundu við- skiftum Islands við fimm þjóðlönd. Vita og allir skynsamir menn, að á- rangur af slíku starfi sézt sumur seint, sumur aldrei, þótt hann sé góður. Fyrir rúmu ári hélt eg hér í bæ tvo fyrirlestra um stefnu mína og árang- ur og lét prenta og gaf þinginu. En núverandi þm. Seiðf. gleymdi eg og hefði þó vel tímt að gefa honum 10 aura viiði. En einn árangurinn af starfi minu hefði þeir þó átt að þekkja, nfl. mála- leitun norsku stjórnarinnar urri toll- 'samninga. Því að hún er bein af- leiðing af minni för. Það hefði þm. Sf. átt að sjá, ef hann hefði ekki vagl á auga, þegar eitthvað gott þarf að sjá við mig eða mitt starf. Nei, hér liggja ekki reikningar mínir á bak við, ekki skýrslur mínar held- ur. Þeir komu báðir upp um sig, þm. Sf. og 2. þm. SM. Þeir sögðu báðir að eg hefði stofnað blað til þess að komast krókaleið að því, sem bann- að hefði verið, nfl. að vasast í pólitik og hefði eg svo látið erlend blöð taka eftir mínu blaði ummæli um sam- band lslands og Danmerkur, sem þeim geðjast ekki að. Hvorttveggja er jafn- ósatt. Mér hefir aldrei verið bannað neitt af því, sem eg hefi sagt eða viljað segja um þetta efni. Mér var bann- að að hafa undirróður qeqn Dðnum. — En það var ástæðulaust, af því að eg hafði aldrei gert það og aldrei dottið í hug að gera það. En orsökin var sú, að einhverjir höfðu lapið róg i utanríkisráðgjafa Dana. Þeim rógi hratt eg, er eg gaf út orðréttan fyrir- lestur þann, sem rekistefnan var sprott- in af. Síðan hafa Danir steinþagað um það mál, og hreyfa því nú engir nema illa islenzkar hermikrákur. Hér var aldrei um annað að ræða en það, að eg hlýddi erindisbréfi mínu oggaf réttar skýrslur um ísland og þess mál- efni. Munu hetjur þessar aldrei megna að banna mér eða öðrum að segja satt frá, hvað samþykt hefir verið á alþ. Annað gerði eg aldrei en að segja rétt frá stefnu íslendinga, og gerði það svo hæversklega, að mér þykir sjálfum nóg um (Guðl. Guðm.: þessu trúi eg). Þm. hefði verið nær að lesa eitthvað um þetta heldur en (Guðl. Guðm.: að taka í uefið) vel botnað. — En þm. Sf. og SM. vilja ekki láta segja satt frá málavöxtum, allra sizt vilja þeir láta þess getið, að ísiend- ingar telji sig hafa nokkurn rétt. Jafnósatt var tal þeirra uni króka- leiðir. Blaðið stofnaði eg til þess að ná tali manna um ýms merk mál og mér til stuðnings í starfi mínu. Auk þess til varnar mannorði minu gegn óslitnum rógi þessara og þvílikra manna, sem engan frið hafa fyrir öfund, af því að þeir halda að eg sé matvinn- ungur þessi ár. — Þetta styður get- gátu mína um það, af hverjum rót- um fyrirspurnin sé runnin. Mun eg eiga það eftir ólifað að færa fullar sönnur á þetta. En hversu innfjálgur er vilji þeirra félaga til þess að spara landsfé, má bezt sjá af því, að þeir eyða heilum degi af dýrmætum tíma þingsins í slíkt ódæmaþvarg, sem sprottið er af illvilja til einstaks manns. Auk þeirra manna, sem blaðið flyt- ur hér ræður eftir, töluðu þeir Lárus H. Bjarnasonjón Ólafsson (iannaðsinn) Skúli Thoroddsen og Sigurður Sig- urðsson, auk fyrirspyrjanda og yrði of langt mál að flytja þær ræður og var þó sumt í því þess vert, frá ein- hverri hlið skoðað. Málinu lauk með þvi að bornar voru upp rökstuddar dagskrár. Aðra þeirra flutti Sigurður Sigurðs- son og er hún á þessa Ieið: í því trausti að landsstjórnin sjái svo um að viðskiftaráðunauturinn dvelji hér á landi, það sem eftir * er og ræki þau störf, er hún felur honum og eigi koma í bága við erindisbréf hans, tekur deildin fyrir næsta mál á dagskrá. Hina fluttu þeir Valtýr Guðmundss. Jón Ólafsson og L. H. Bjarnason. Hun hljóðar svo: I því trausti að landstjórnin gæti þess, að viðskiftaráðunauturinn ræki starf sitt samkvæmt erindisbréfi sínu, fáist ekki við annarleg störf, og að stjórnin athugi ferðakostnað- arreikninga hans, tekur deildin fyr- ir næsta mál á dagsskrá. Þessi siðari dagskrá var samþykt með 14 atkvæðum gegn 7 og var hin þarmeð fallin. „Kronos U Lántaka handa Landsbankannm. Þeir Björn Kristjánsson og Jón Ólafsson báru fram svo hljóðandi fyrirspurn til ráðherra: Mundi ráðherra eigi vera fús á að nota það, sem ónotað er (500.000 kr.) af lánsheimild þeirri, sem veitt var árið ^909, tii að taka lán fyrir lands- sjóðs hönd til kaupa á veðdeildarbréf- um Landsbankans. Ráðherra svaraði fyrirspurninni i dag. Kvaðst vera fús til þess að taka lán- ið, ef það fengist með aðgengilegum kjörum, en á því taldi hann nokkra óvissu. Sagðist mundi, ef til kæmi, bera lánskjörin undir stjórn bankans og vera i samráðum við hana um lántökuna. Deildin lauk málinu með svohljóð- andi rökstuddri dagskrá: I fullu trausti til þess, að ráðherr- ann geri sitt itrasta til þess að taka lán fyrir landssjóðs hönd samskv. lög- um 9. júlí 1909, með sem aðgengi- legustum kjörum, til kaupa á veð- deildarbréfum Landsbankans, og vænt- ir þess, að landssjóður, þegar efna- hagur hans leyfir, verji þeim ca. 98 þiis. krónum, sem enn er óvarið af 1. lántöku, til kaupa á veðdeildarbréf- um Landsbankans, tekur deildin fyrir næsta mál á dagskrá. Frestun stjornarskrármálsíns. Bæjarf. Guðl. Guðmundrson gerði þessa grein fyrir vilja þjóðarinnar um frestun stjórnarskrármálsins að þessu sinni: Eg tók það fram í upphafi, að ekki væri ástæða til að halda langa ræðu um þetta mál. Það hefir verið sagt af hálfu minsta hlutans, að aðalverk þingsins væri að leiða stjórnarskrár- málið til lykta. Sennilega meint með því að samþykkja frumvarpið óbreytt. Háttv. þm. Dalamanna skýrði þetta þó nokkuð á annan veg, því að hann talaði um að binda enda á málið, þó líklega ekki um alla eilífð. Hér er blandað saman tilefni og tilgangi þess, sem skeður. Tilefnið til þess að þessu þingi er stefnt saman er auðvitað það, að samþykt var stjórn- skrárbreyting á siðasta þingi, en þar með er ekki sagt að tilgangur þessa þings sé sá einn að samþykkja frv. síðasta þings óbreytt. En auðvitað er sjálfsagt að það mál sé tekið til meðferðar. Það var vitnað til þess, að vilji þjóðarinnar væri eindreginn i þessu máli. En það er ekki rétt. Eftir þvi sem mér telst til eru 25 kjördæmi i landinu. Frá 5 þeirra hefi eg ekki séð fundargerðir, nefni- lega Vestur-Skaftafellssyslu, Rangár- vallasýslu, Borgarfjarðarsýslu, ísafjarð- arkaupstað og Norður-Þingeyjarsýslu. Úr hinum kjördæmunum er mér kunn- ugt um 47 þingmálafundi. í $ af þeim var samþykt að skora á alþingi að fylgja fram frv. síðasta þings ó- breyttu. Þau voru Gullbringu- og Kjósarsýsla, Dalasýslu og Norður-ísa- fjarðarsýsla. í 3 kjördæmum voru skiftar skoðanir um það. Á sumum fundum vildu menn fresta þessu máli eða breyta því. Það voru Skaga- fjarðarsýsla, Austur-Skaftafellssýsla og Barðastrandarsýsla. í 14 kjördæmum var í flestum samþykt að fresta mál- er ódýrasti ljósg'iafl nútímans! 70 kerta Kronos-ljós kostar um tímann 8/10 úr eyrl. En 60 kerta Kolagas-ljós kostar um tímann 1 eyri. i þarf engar vöruleiðslur, engan mælir. ósar ekki. Brennur rólega og þeflaust. hefirhlotíð lof fjölda hérlendra manna. Leitið upplýsinga í blikksmíðavinnustofu J. B. Péturssonar. Borgarinnar stærsta úrval og lægst verð á Hengi- Borð- Vegg- og Nátt- Lömpum Kinnig Brennara, Kveiki, Lampaglðs, Ljósdreyfara í flestallar tegundir lampa: í Blikksmíðavinnustofu %3. c3. <&fefurssonar. inu, en í hinum að breyta frv. Sam- þykt hefir því verið á 34 fundum að fresta eða breyta stjórnarskrárfrum- varpinu (24 að fresta, 10 að breyta). A 4 fundum hefir engin samþykt verið gerð. Og að eins 9 fundir hafa samþykt að skora á þingið að samþykkja frumvarpið óbreytt. Mik- ill meiri hluti þingmálafundanna er því með því, að breyta eða fresta frv. Það er þvi augljóst að vilji bjóðarinn- er ekki sá að samþykkja frv. óbreytt. Af þessu má sjá i hve lausu lofti fullyrðingar háttv. þ. m. Dalamanna eru bygðar. Á mótorbát frá Gautaborg til íslands. Hr. Carl Trolle, fyrrum kapteinn í sjóliði Dana, sem nú er forstjóri Hansa-ábyrgðarfélagsins í Danmörku, kom 22. þ. m. á litlum mótorbát til Vestmanneyja frá Gautaborg í Svíþjóð eftir 10 daga ferð þaðan. Báturinn heitir Hexa, er smíðaður i sumar í Svíþjóð og er í honum steinolíugang- vél, sem auglýst hefir verið hér áður i blaðinu og nefnd er Hexamotor. Á vélar þessar hefir verið lokið lofs orði i útlendum blöðum, enda hefir þessi vél reynzt mjög vel á fyrstu ferðinni hingað til lands. Bátinn hafa þeir látið smíða aðalumboðsmenn Fritz Egnells hér á landi, sem aug- lýsa þennan Hexa-motor. Capt. Trolle gerir ráð fyrir að koma með bát þennan hingað til Rvíkur i dag eða á morgun, og gefst þá mönn- um kostur á að sjá bát og vél eftir nýjustu tízku, Báturinn kvað vera smiðaður samkvæmt reglum Bureau Veritas. Þetta er að sögn minsti bátur, er siglt hefir svo langa leið um Atlants- haf. Hrepti hann storma í 'aafi, en varðist þó vel sjó. Siðari fregn segir að báturinn hafi i morgun komið til Hafnarfjarðar. um er hann þektu. Þó einkum af aldr- aðri móður og systkinum, sem urðu einnig að sjá á bak bróður hans, Páli, er fórst með mótormát í Vestmanna- eyjum síðastliðinn vetur, og var efnis- maður mesti og drengur góður, sem öll þau systkini. Móðir þeirra systkina er Þórunn Bjarnadóttir, er lengi bjó í Hrísnesi í Skaftártungu. Þetta sorglega slys œtti ekki að draga úr því, að sundkensla sú, sem farið hefir fram hór í sveitinni 2 nœstliðin vor, verði styrkt svo af óllum hugsandl mönnum, að hún geti borið góðan á- rangur. Sund ætti hver einasti ungling- ur í landinu að læra. Þingslit. Ákveðið er að alþingi verði shtið á mánudaginn kl. ii1/^ f. h. Pistlar úr sveitinni. V.-SkaftafeUssýslu (Síðu) 6. ágúst 1912. Hóðan fátt að segja. Slátturinn gengur vel sem af er, flestir byrjuðu hann frá 8—12 f. m.; leit þá vel út um grasvöxt, en síðan hefir lítið sprott- ið (og er það þó óvenjuíegt hér) vegna þess að veðráttan hefir verið óvenjulega þurkasöm og köld, oft mikið frost á nóttum og stundum snjóað til fjalla. Gras er þvf tæplega í meðallagi, en not- ast sérlega vel, þar sem alt þornar strax þegar það er losað. Menn eru því alment búnir að ná inn meiri og betri heyjum um þetta leyti en venju- legt er. Þann 22. f. m. vildi það slys til, að í Skaftárósi druknaði ungur efnismaður Kjartan Pálsson frá þykkvabæ, hann var við silungsveiði með öðr- um manni til, sem einnig var hætt kominn við það að reyna að bjarga hin- um; — kunni nokkuð að synda, sem hjálpaðl honum til að komast lífs af. Kjartans heitius er sárt saknað af öll- Rey kj aví kur-ann áll. Dánir. Jósef Jósefason Sjávarborg í Rvik. 71 árs. Dó 21. ágúst. Þórdís Gnðlögsdóttir (séra GnOl. önð- mundssonar Stað, Steingrf.) 20 ara. Dó 13. ágúst á Vifilstaðahælinn. Halldór Ó. Hólm, 34 ára. Dó 12. ágást a Vífilsataðahælinu. íslendingasundið — 500 stika snndið um snndbikar íslands — hefst a morgun kl. 4 við Snndskálann. Það er altaf eitthvað við það, að sjá menn þreyta snnd, og ma þvi ætla að bæjarbAar setji sig ekki úr færi nm að sja þenna veigamesta kappleik ársins. Þa verðnr þar og 100 stika kappsnnd drengja innan 18 ára. Auk þess er líklegt að allmargir aðrir syndi þarna mönnum til skemtnna, eins og vant er- Messað i dómkirkjunni a morgnn kl. 12 séra Bjarni Jónsson. Engin siðdegismetsa. í fríkirkjnnni kl. 12 séra Ól. Ól. Unitaramessa. Séra Kögnvaldar Péturs- son frá Winnipeg flytur á morgnn messu i Frikirkjunni kl. 5 siðdegis. Ólafur Björnsson ritstjóri er á ferð nppi i Borgarfirði þessa daga. Væntanlegur heim i næstu viku. Skipaferðir. Botnía fór héðan til út- landa þ. 21. þ. m. Mjög margir farþegar, m. a. Bogi magister Melsted, Pinnur pró- fessor Jónsson, Har. Krabbe prófessor, franski prófessorinn, 01 Johnsen yfirk. i Árósnm, frú Olafsson (kaupm.), frú Hosberg, frú Kristin Mainholt, ungfrdrnar Guðrún og Ingileif Zoega, Sigriðnr Jónasson, Sænnn Bjamadóttir og Kristin Jónsdóttir, Þórðnr Stefansson, Þórður Þorgrimsson stnd. 0. m. fl. Fjöldi útlendinga. Sterling fór til útlanda 1 fyrradag. Pjöldi farþega. Far tókn sér meðal annara: Prú Agústa Thomsen, Ásmundur Gestsson kennari, jungfr. Gnðrun Ófeigsdóttir, Krist- jan kaupm. Torfason, jungfr. Hrefna Lárus- dóttir (Lúðvigssonar), Jón Norðmann og jungfr. Katrin Norðmann (jnngfr. Hrefna til Hamborgar, en systkinin Norðmann til Berlin), Mrs. Leith, jungfr. Ragna Gunnars- dóttir, Sveinn Björnsson yfirdómslögmaður, Tómas F. Hallgrimsson bankaaðstoðarm., frú Þóra Gíslason, jungfr. Þyrl Benedikts- dóttir (Þórarinssonar). Svo og itúdentarn* ir: Ásgeir Gunnlaugsson Már, Helgi öuð- mnndsson, Einar Jónsson, Kjartan Jensen, Samúel Thorsteinsson, Yilhelm Jakobsson 0. fl. 0. fl. -^?isí- Tapast hefir milli Hafnarfjarð- ar og Rvíkur reipabaggi merktur: Guðmundur Jónsson Skrauthólum. Finnandi beðinn að skila eða láta vita i Edinborgarpakkhúsið i Rvik.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.