Ísafold - 27.11.1912, Blaðsíða 3

Ísafold - 27.11.1912, Blaðsíða 3
ISAFOLD var «gunnreifur«, eins og Sighvatur kveður að orði um Ólaf konung Haraldsson. Þetta fann þjóðin. Og sams konar strengur kvað við í hug hennar. Og hann átti líka þann mátt tungunnar, sem fá- um er gefinn. Stundum gat mál hans verið þýtt og yndislegt. En einkum á síðari æfiárum hans voru setningarnar ekki ósvipaðar ramlega og fagurlega hlöðnum virkisveggjum úr íslenzku blágrýti. I þeim vígjum var gott til sóknar og varnar. Þangað flykt- ust menn. Andstæðingar hans nefndu hann um eitt skeið »generalinn«. Þeir nefndu hann svo í skopí. En það var réttnefni. Hann var sjálfkjörinn fyrir- liði, yfirforingi, meðan heilsan entist. Og um það verða þeir áreiðanlega allir sammála, sem þektu hann nokkuð til muna, hvað hvatir hans voru hreinar í landsmálabaráttunni Hann var stór- kostlega óeigingjarn maður. Hann hafði óslökkvandi löngun til þess að verða þjóðinni að liði, einkum þeim, er örðugt áttu aðstöðu. Og honum hefði verið óbærilegt að hugsa til þess að standa annarstaðar en þeim megin, sem hann hugði réttlætið og sann- leikann vera — enda lagði hann það aldrei á sig. Var hefi eg orðið þess misskilnings sumstaðar úti um land hjá mönnum, sem ekkert þektu Björn Jónsson, að þeir hafa gert sér i hugarlund, að hann mundi vera harður maður og óþýður. Satt er það að vísu, að hann átti það til að vera nokkuð stuttur í spuna, þegar menn komu inn til hans og töfðu hann. Það var ekki eingöngu, að hánn ætti oft annríkt. Vinnan var hans aðal-ástríða. Eg hefi aldrei séð nokkurn mann vinna eins og hann. Með köflum hefi eg séð hann vinna af mesta kappi 16—17 stundir í sólarhringnum, dag eftir dag. Og eg hefi margoft séð hann, að mér fanst að nauðsynjalausu, sitja við vinnu svo sárþjáðan, að hann fekk naumlega af sér borið. Það var engin furða, þó að slíkur maður gæti orðið óþolinmóður, þegar hann hafði ekki frið fyrir mönnum, sem ekki áttu annað erindi en að slæpast. En annars var hann svo þýður í lund við vini sína, að afbrigðum sætti. Hugurinn var sífullur af ástríki til þeirra. Hann vissi ekki, hvernig hann átti að breiða sig út yfir þá. Þessarar hliðar á lund- erni hans nutu ekki eingöngu vinir hans. Hann gat ekkert aumt séð eða heyrt. Hjálpfýsi hans er þjóð- kunn. Og aldrei hefi eg þekt jafn-þakklátan mann, hvað lítið sem fyrir hann var gert — þótt ekki væri annað en að skrifa ísafoldargrein, sem honum gazt að. í ræðu þeirri, sem eg hefi tekið kaíia úr hér að framan, er sú fyrsta aðal-ósk hans þjóðinni til handa, að hún verði »hin ljóssæknasta þjóð í heimi«, að hún láti «opnar standa allar dyr, þær er vita móti austri og suðri, mót blessaðri sólinni í upprás henn- ar og hádegisstað«. Hann á við það, að vér veitum ótrauðlega inn nýjum hugsjónum frá umheiminum. Aldrei hefi eg þekt nokkurn roskinn mann, sem hægara hefir átt með að veita nýjum hugsjónum við- töku. Flestir höfum vér eitthvað af hleypidómum hjá sjálfum oss við að berjast í þvi efni. Það var eins og hann hefði alveg farið varhluta af þeirri hefndargjöf. Hjá honum stóðu allar dyr opnar móti austri og suðri, eins og hann komst að orði. Og fyrir það sætti hann stundum hvössustu árásunum, einsog líka var eðlilegt. Síðasta ósk hans í þessari ræðu er sú, að »vér værum orðin hin trúræknasta þjóð i heimi«. Sú ósk var ekkert fleipur eða uppgerð í hans munni. Eg efast um, að eg hafi nokkuru sinni kynst jafn-trúhneigðum manni. Eg hefi að minsta kosti aldrei kynst karlmanni, sem borið hefir i sál sinni jafn-hjartanlega fagnaðar-lotningu fyrir himnesku valdi. Og trúarmagnið í sál hans var alveg óvenju- legt. Það kom reyndar fram í öllum efnum. Hann var æfinlega afdráttarlaust sannfærður um sinn mál- stað. Hann hafði hlotið að skirnargjöf náðargáfu sannfæringar-styrkleikans — þann hæfilejkann, sem framar öllu öðru gerir menn að framkvæmdarmönn- um. Og í trúarbragðaefnum var sannfæring hans alveg óbilandi — sannfæringin um annað líf, og sannfæringin um himneskan föður, sem væri að leiða mannkynið til óumræðilegrar dýrðar, þó að örðugt sé oft að átta sig á brautunum. En færri kreddur hefir naumast nokkur trúaður maður haft. Þess vegna bar hann lotningu fyrir öilum trúarbrögðum, ekki að eins hins kristna heims, heldur og allra annara manna. Hvar sem hann hélt að alvara og einlægni væri trúarlífinu samfara, þoldi hann ekki að neitt væri við mönnunum stjakað. Naumast gat neitt verið fjær hug hans en kenning- ar Hjálpræðishersins. En hann studdi herinn nærri því af ofurkappi, meðan þess var nokkur þörf. Trúarbrögð hans voru ekki trúarbrögð guðfræð- ingsins, heldur trú barnsins — efasemdaleysi barns- ins, trúnaðartraust barnsins, undirgefni barnsins, fögnuður barnsins. Enginn maður hefir ósjálfrátt jafn-oft eins og Björn Jónsson mint mig á þessi orð Krists: »Hver sem ekki tekur á mótí guðs riki eins og barn, mun alls eigi inn í það koma«. Eg hefi skilið það betur af sambúðinni við hann en flesta aðra menn, að það er barnslundin ein, sem er fjer um að veita hinum æðsta fögnuði viðtöku. Honum var yndi að guðsþjónustum. Um prédik- anir var hann vandfýsinn. Og þætti honum þær lélegar, hlustaði hann ekki á þær, þó að hann sæti í kirkjunni. En sálmasöngurinn gaf hug hans vængi. Hann var yfirleitt sálmavinur. Sá sálmurinn, sem honum virtist, um eitt skeið að minsta kosti, þykja einna vænst um, er eftir alþýðumann, nýlega látinn, norður í Svarfaðardal, nr. 276 i sálmabókinni: Eg fell i auðmýkt flatur niður á fótskör þina, drottinn minn. Það er nokkur bending um þann blæ, sem var á trúarlífi hans. Og sennilega hafa þeir, sem einkum festu sjónar á ádeilugreinum hans, ekki við þeim blæ búist. Eg veit, að aðrir vinir hans ætla að minnast hans hér í blaðinu. Þeir taka að minsta kosti fram eitthvað af því, sem sjálfsagt er að segja, en hér er látið ósagt. Og eg læt hér staðar numið. En ekki get eg bundist þess að láta þess getið, að i svipinn flnst mér þjóðin svipminni og Reykja- vík meiri kotbær eftir andlát Björns Jónssonar. Einar Hjörleifsson. B. J. og binöinöismáliö. Margt var það, eins og kunnugt er, sem B. J. lagði á gjörva hönd. Alt það, er á einhvern hátt gat miðað til framfara lans og þjóðar, vildi hann styðja og styrkja. Og hvergi var hann hálfur maður. Það var því eigi nema eðlilegt, að hann hafðt snemma augastað á bindindismálinu sem einhverju helzta framfaramáli þjóðarinnar, enda/ hafði Góð- templarreglan eigi starfað hér i Reykjavík fult miss- iri, er hann gerðist þar félagsmaður, en það var 13. desember 1885. Var það þó síður en ekki eftirsókn- arvert í þá daga að gerast templar, það var, eins og B. J. orðaði það síðar, »litið á annað eins tiltæki eins og beina ósvinnu og afkárahátt af heldri mönn- um að ganga í samneyti við ekki virðulegri mann- félagsstofnun en Góðtemplarreglan þótti þá vera. Henni voru valin að jafnaði háðuleg lítilsvirðingar- orð í hóp fyrirmanna bæjarins, karla og kvenna, og talin alt að því bein mannorðsskerðing, að vera við hana riðinn að nauðsynjalausu. En nauðsynjalaust var það kallað öllum þeim, er voru ekki sjálflr yfir- komnir drykkjumenn«. En svo mikið áhugaefni var B. J. þá þegar bind- indismálið og svo mikið áhyggjuefni áfengisnautn landa hans og fjáreyðsla í áfengi, að hann hikaði ekki við að gerast liðsmaður Gróðtemplarreglunnar og bindindismálsins, hvað sem hver sagði. Og eígi þótti honum hlýða að ganga í Regluna einn síns liðs. Hann fekk í lið með sér þrjá ágætismenn, er allir gengu inn með honum sama kvöldið: aldavin sinn Biörn Jensson, kennara við mentaskólann, Hallgrím Melsteð landsbókavörð og Þórhall Bjarnarson biskup, þá forstöðumann prestaskólans. Eins og nærri má geta, sat B. J. ekki. auðum höndum í Oóðtemplarreglunni, slíkur áhugamaður sem hann var um alt það, er hann tók sér fyrir hendur. Hann sótti hvern fund i stúku sinni, Verðandi, tók jafnan þátt í umræðum og störfum með áhuga og fjöri og gerðist brátt einn af beztu liðsmönnum hennar og bindindismálsins. Ritstjórn blaðs stórstúk- unnar, Isl. Good-Templars, hafði hann á hendi árin 1891—93, en tvö næstu árin gaf hann sjálfur út bindindisblað, Heimilisblaðið. Jafnframt þessu varð hann hinn öflugasti talsmaður bindindismálsins í ísa- fold, og hafði þar auðvitað miklu meiri áhrif á þjóð- ina, þar sem Isafold var og er lesin um alt land, en blað Gr.-T.-reglunnar nálega eingöngu meðal bindindis- manna. Þegar að því var komið, að bindindismenn fóru að hugsa um algert aðflutningsbann á áfengi til landsins, var B. J. einn af helztu hvatamönnum þeirrar hugsjónar, og sjálfur gerðist hann flutnings- maður bannlaganna á alþingi 1909 og framsögumað- ur málsins. Hélt hann þá hverja ræðuna annari snjallari og snarpari. Má fullyrða, að það hafi frem- ur verið honum að þakka en nokkrum öðrum manni einum, að lögin komust klaklaust gegnuum þingið, þrátt fyrir megnan andróður sumra þingmanna, sem reru að því öllum árum, að hefta framgang laganna, en tómlæti og einurðarleysi annara. En ekki var sopið kálið, þótt í ausuna væri komið. Eftir var að fá lögin staðfest í Kaupmanna- höfn og var það ekki áhlaupaverk. Illa létu áfeng- issalar og áfengisvinir hér en hálfu ver þar. Þar voru gerð samtök um að fá lögunum synjað stað- festingar. En með fádæma þreki og staðfestu tókst B. J., þrátt fyrir allar tálmanir, að fá lögin staðfest. Mikið hafði hann fyrir bindindismálið unnið bæði fyr og síðar, margt orðið ritað og talað, marga krón- una greitt og mikið á sig lagt, en þetta þrekvirki vann hann mest í bindindismálinu, er hann fekk aðflutningsbannslögin staðfest, enda er það sann- færing mín, að því hefði enginn annar íslendingur fengið framgengt, eins og á stóð. Þetta kannast og framkvæmdarnefnd stórstúk- unnar við í ski'autrituðu viðhafnarávarpi, er hún færði B. J. 23. sept. 1909, sem vott virðingar og þakklætis fyrir vel unnið starf í bindindismálinu, er hann hafði fengið bannlögin staðfest. Þar segir svo meðal annars: »Vér eigum yðar drengilegu fram- göngu sem framsögumanni málsins á alþingi og sem ráðherra Islands meira að þakka sigurinn en nokkrum einum manni öðrum«. Margt þarft verk vann B. J. um dagana, margt góðverkið liggur eftir hann. En fjölda margir Iíta svo á, að þarfasta verkið, sem hann hafl unnið og mesta góðverkið en jafnframt afreksverkið, sem eftir hann liggi, sé það, er hann leiddi aðflutningsbanns- málið til lykta. Með því eina verki þykir hann hafa reist sér þann bautastein, sem aldrei máist, hlotið það þakklæti og virðingu þjóðarinnar, sem aldrei firnist. 0. R. Samúðarskeyti hafa ekkju Björns Jónssonar borist úr ýmsum áttum út af láti hans m. a. frá Hannesi Hafstein ráSherra er símar: eg votta yður og börnum ySar einlæga hluttekningu út af láti manns ySar; frá Ragnari Lundborg ritstjóra (med varm medkánsla i den djupa sorg); frá Thor E. Tnlinius stórkaupmanni, Einari Jónssyni myndhöggvaraj Myklestad kláSalækni o. fl., auk innanlandsskeyta. Ð. ]. og íslenzkan. Eg sá Björn Jónsson i síðasta sinn fáum dögum áður en hann lézt. Hann sagðist þá ætla að fá eina tíu menn í félag með sér til eflingar íslenzkri tungu. Það átti að vera málhreinsunarfélag. Þetta var hon- um mjög ríkt í skapi og var bjart yfir honum af áhuganum. íslenzkan var honufn hjartans mál til síðustu • stunda, og það sem hann hefir fyrir hana gert verður seint ofþakkað. Um hálfan fjórða tug ára stýrði hann víðlesnasta blaði landsins og reit mest i það sjálfur, en hvort sem voru hans greinar eða annara, hafði hann jafnan vakandi auga á með- ferð málsins. En af öllum þeim öflum, er ráða örlögum tungunnar, eru blöðin máttugust, hvort heldur er til góðs eða ills. Þau koma víðar við en nokkrar bækur. Allar öldur þjóðlífsins falla þar í farveg. Nýjungar, innlendar og erlendar, fá þar fyrst sinn búning. En lengi býr að fyrstu gerð. Þar stóð Björn Jónsson á verði og skar hugmyndunum skörulegan íslenzkan búning. Enginn kann tölu þeirra orða sem hann hefir mótað og komið í veltu, en það er trú min, að þegar farið verður að leita að upptökum ýmsra þeirra orða, sem nú eru á hvers manns vörum og engan grunar annað en að séu gömul í málinu, þá verði þau rakin til hans, þvi hann var hvorttveggja í senn: snjall í því að mynda ný orð svo að hverjum manni virtust þau gamlir kunningjar, og fundvís á þau forn orð er yngja mátti upp. Bjórn Jónsson var hverjum manni sannfærðari um það, að íslenzkan þyrfti ekki að sníkja á ónnur mál til að vinna hvert það verk í þjónustu andans, er henni væri fyrir sett. Og hann sýndí trú sína í verkunum og fylgdi því máli harð- fengilega, enda vissi hann það bezt af eigin reynd hve eftirlát íslenzkan er þeim, sem elskar hana og með hana kann að fara. Eins og kunnugt er, átti Björn Jónsson afar- mikinn og góðan þátt í dönsku og islenzku orðabók- inni sem Jónas Jónasson er talinn aðalhöfundur að, og hefir naumast annað þarfara verk verið unnið íslenzkunni í seinni tíð, en sú bók, þó að hún að vonum standi til bóta. Það var ætlun Björns Jóns- sonar, ef honum hefði orðið lengra lifs auðið, að verja kröftum sinum til þess að gera nýja útgáfu af þeirri orðabók sem fullkomnasta. Vann hann að því þær stundir sem hann mátti hið síðasta árið, og tók þá meðal annars upp það snjallræði, að halda fundi • með þeim iðnaðarmönnum, er hann vissi málfróðasta og orðhagasta, til þess að safna nófnum á hvers konar verkfærum þeirra, smíðisgripum og handtök- um, og mynda ný orð um það er ekki átti sér önn- ur heiti en útlend bögumæli. Voru þeir fundir hinir ánægjulegustu, því þeir sýndu, að nóg er hér enn af orðhögum alþýðumönnum, hve nær sem þeir finna slíkan foringja sem Björn Jónsson var. Ætlaði hann T i

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.