Ísafold - 07.12.1912, Síða 2
298
ÍS AFULD
komið upp með það heiti, en honum þótti svo gam-
an að því, að hann hafði það iðulega á vörum sér.
• Eigi má það gleymast, að jafnframt karlmensk-
unni átti hann viðkvæmt hjarta og var brjóstgóður
með afbrigðum; því að hann var tilfinningamaður
mikill. Eg held eg auðkenni hann bezt með því að
segja, að hann hafi verið bardagamaður með barns-
hjarta. Hann var fljótur til að hrífast, rétt eins og
barn, og þegar hugur hans hafði komist við af bág-
indum einhvers, varð hann að hjálpa; enda sást
hann þá aldrei fyrir og var fljótur í framkvæmdum.
Hjálpsemi hans við vini hans var alkunn, svo og
þegar einhver stórslys bar að höndum. En hún gerði
oftar vart við sig. Það er mér kunnugt t. d., að eitt
sinn gekst hann fyrir því á síðari árum, að safna
klæðnaði meðal nokkurra kvenna hér í bæ, er hann
taldi hjálpfúsar, til að skýla nekt 7 fáklæddra barna,
er send voru á sveit sína svo illa útbúin. En tím-
inn til framkvæmdanna var aðeins 1 l/2 kl.stund.
Og börnin fóru af stað vel fötuð og kát. Og þá er
mér ekki síður minnisstæð hjálpsemi hans við suma
drykkjumenn hér i bæ og viðleitni hans við að reisa
þá á fætur. Hann leit ekki á þá sem »vesalings
ræfla», eins og sumir andstæðingar bindismálsins titla
þá í hugsunar- og skilningsleysi. Hann vissi að
þeir voru oft beztu menn, en að þeir höfðu að eins
farið halloka fyrir þessari ástríðu. Og hann vissi,
að því bágara sem einhver á, því dýpra sem hann
er sokkinn í einhvers konar eymd, þvi meiri þörf
er á að bræður hans hjálpi honum.
Annars hafði hann fleiri einkenni barnslundar-
innar. Stundum var hann óþolinmóður eins og barn
og oft of trúgjarn og ógagnrýninn; og bezt lét honum
að fá ný og ný viðfangsefni, eins og börnunum.
Þá vil eg minnast á, hve trúhneigður hann
var. Trúræknin var honum meðfædd, og hafði móðir
hans snemma glætt þá gáfu. Þegar í æsku urðu Passíu-
sálmar Hallgríms Péturssonar honum hjartfólgnir,
enda hafði hann alla æfi hinar mestu mætur á þeim
og lét prenta þá hvað eftir annað. Hann var og
mjög handgenginn sálmabókinni, og nokkurir þeir
sálmar, sem honum þótti vænst um, eru sungnir víð
jarðarförina í dag. Hann var biblíuvinur all-mikill,
en mat fjallræðuna mest af öllu. Kenningar Jesú
áttu við skaplyndi hans: svo einfaldar, en þó djúp-
vitrar setningar um breytni manna, lausar við alt
trúar-kerfi. Kærleiksprédikun Henry Drummonds var
* honum að skapi. Enda var það hann, en enginn
presta vorra, sem þýddi hið fræga smárit Drum-
monds á íslenzku : Mestur í heimi. I þá daga mun
það naumast hafa þótt með nægilegum rétttrúnaðar-
blæ, þótt nú sé Drummond lofaður af öllum kirkju-
deildum.
Honum var svo að segja jafnvel við allar kirkju-
deildir. Sú sem bezt kendi mönnum hlýðni við skap-
arann og lotningu fyrir honum og gerði mennina
þróttmikla og miskunnsama, sú kirkjudeildin var bezt
í hans augum. Hann mat ýmsar siðvenjur katólsku
kirkjunnar mikils og bar yfirleitt hlýjan hug til hinnar
fornu móðurkirkju. Meðal annars fanst honum kirk-
jurnar katólsku svo vistlegar og siðurinn svo fagur,
að láta þær standa opnar daglega.
Hann var einkennilega Ijóselskur og ljóssækinn,
og hygg eg sú tilfinning hafi verið skyld trúrækni
hans. Æfinlega vildi hann hafa vel bjart í kringum
sig. Grluggarnir í húsi hans áttu um fram alt að vita
mót austri og suðri. Hann þoldi enga dökka veggi -
né dökk gluggatjöld; vildi helzt hafa það alt hvítt.
Og honum nægði ekki hvað gott lampaljóssem var;
auk þess vildi hann hafa sem mest af kertaljósum
hringinn í kring á stofuveggjunum heima hjá sér
— rétt eins og barn vill á jólum. Eitt af því, sem
hann gerði meðan hann var ráðherra, var að láta
mála þessa kirkju. Honum fanst hún of köld og
dimm áður, vanta um of einkenni ljóssins. Þess vegna
var það engin tilviljun, að hann valdi henni hvíta
litinn, þótt hann gerði það í samráði við aðra. Og
þessi kirkja hefir aldrei verið vistlegri en síðan.
Oftast nefndi hann guð skaparann, og lotning
hans fyrir skaparanum, mætti hans og vísdómi var
mikil. Fyrir guði var hann auðmjúkur sem barn.
Eitt sinn heyrðí eg hann í hóp nokkurra vina sinna
flytja bæn til guðs. Aldrei hefi eg heyrt bæn flutta
með meiri einlægni og af meira trúnaðartrausti. Það
var eftir nokkurra daga alvarlega áreynslustund og
hugur hans var hrærður. Hann bauðst sjálfur til að
flytja bænina. — Síðan eru liðin sjö ár, og einn vina
minna minti mig nú um daginn á, hvað eg hefði
sagt, er þeirri bænagerð var lokið. Eg get sagt frá
því hér. Mér varð að orði: »Mér finst eg aldrei
hafa lifað með trúræknu fólki^fyr en nú«.
Nú þegar hann er látinn, bregður honum fyrir
hugarsjón mína í mörgum myndum, en þeirri mynd-
inni gleymi eg líklega síðast. Þann Björn Jónsson
ætla eg að hitta hinumegin.
Annars hafði hann í trúarefnum orðið fyrir mest-
um áhrifum af ritum og kenningum sænska náttúru-
vísindamannsins og dulspekingsins Swedenborgs.
Sálarrannsóknir Tiiraunafélagsins hér studdi hann
af alefli, enda hafði hann af þeim hið mesta yndi, og
honum var það einkarljóst, hve dýrmæt þekking þar
er að fást. Síðustu ár æfinnar var hann jafnsann-
færður um tilveru æðri veraldar eins og um götumar
' hér í Reykjavík.
Hann hafði sínar takmarkanir, sína galla. Þeir
fylgja oft kostunum eins og skugginn ljósinu. Hann
yar svo mikill maður, að hann þolir vel, að það sé
nefnt. Sérstaklega hefði eg óskað að hann hefði haft
meiri gætni og rannsakandi gagnrýni, en minni bar-
dagahug. En enginn verður mikilmenni án þess að
vera einhliða að einhverju leyti. Hann var mjög
geðrikur, eins og flest mikilmenni. En enginn
gefur sér lundina sjálfur. Einn ágætur kostur í
lundarfari hans var sáttfýsin. Eigi var hann
hefnisamur né heiftrækinn við mótstöðumenn sína.
Það halda þeir einir, sem aldrei þektu hann vel.
Barnslundin er ekki langrækin. Af sáttfýsi hans gæti
eg sagt ýms dæmi, ef tíminn leyfði. Eitt sinn sendi
hann eftir mér, sem oftar, og bað mig að koma og
tala við sig. Það var nokkurum dögum eftir það er
hann var harðast leikinn í stjórnmálum. Þá var það
aðalumhugsunarefni hans, hvernig vér gætum breytt
eftir þessari kröfu Krists í fjallræðunni: »Elskið óvini
yðar«. “Við ræddum það mál langt fram á nótt. Hann
vildi fá botn í það. Hugurinn var alt af svo heill og
óskiftur. Síðast, er hann var kominn í ró og næði og með
öllu hættur að hugsa um stjórnmál, gat hann verið
glaður sem barn, og vildi þá helzt sættast við alla
sína mótstöðumenn. Hafði jafnvel á orði að fara og
hitta suma þeirra. Siðustu árin var heilsan biluð;
líkaminn var sem slitin vél.
En nú er hann horfinn, og má þjóðin öll sakna
hans. Því að hann hefir verið s a 11 í mannfélagi
voru — salt, sem aldrei dofnaði. Og að vera það,
taldi Jesús eitt aðalhlutverk lærisveina sinna.
Og nú skilur hann blaði sínu þann arf eftir, að
verða aldrei bragðlaust, dofnað salt.
Enskur rithöfundur hefir sagt, að í sorgarmyrkri
ástvinamissisins huggi guð oss með því, að hjálpa oss
til að horfa út um kærleiksgluggann. Þaðan blasi
hið liðna við, dagarnir sem vér lifðum með hinum
horfna ástvini. Og úr þeim glugga sjáist varla ann-
að en það, sem var elskulegt. Allur veikleiki og
ófullkomleiki sjáist þaðan í nýju ljósi. Og þaðan
uppgötvum vér enn fleira fagurt en vér höfðum veitt
athygli áður.
Við þennan glugga standið þið nú, ástvinirnir.
Og þar vil eg standa í ykkar hóp. Nú minnist þú,
förunauturinn hans tryggi, margs frá langri samleið.
Merkilega vel lét guð úr öllu rætast fyrir ykkur,
þótt nokkuð erfiðlega horfðist á i fyrstu. Dugnaði
raanns þíns munt þú sízt gleyma. Og minningin um
æfikvöld hans verður þér hugljúf. Þá var hann sem
kominn heim úr stórhríð, og hversu feginn varð hann
hlýju þinni og umönnun ástvina sinna. Þú varst
honum aftur á æfikvöldi hans sem æskunnar brúður.
Og þið börnin hans hafið hér góðum föður á
bak að sjá. Hvað hann hefir gert mikið fyrir ykkur
öll! Sama velvildarþelið bar hann til ykkar téngda-
barnanna og ekki hafði hann útlendinginn út undan.
Umkringdur ástvinum sínum lézt hann í friði og vafa-
laust með þakklátum hug, þótt tungan væri fjötruð.
Mestalt líf hans var bardagi — en nú er bardaginn
á enda, og hljótt orðið kringum hann. Nú kveðjum
við hann með þakklæti.
V i ð stöndum við kærleiksgluggann. — Þaðan
hvarflar hugur okkar á eftir honum inn á ókunna
landið, land fagnaðar og sælu. Eg hugsa mér hann
þar grátglaðan í nýjum og gömlum vinahóp. Hversu
mun hið barnslega hjarta fagna dýrðinni. Og nýr
þróttur mun brátt vakna til nýrra starfsemda. Eg
hygg hann óski sér einkis fremur en: »meira að starfa
guðs um geim«. En ekki mun hann gleyma ástvin-
um sínum og fósturjörð. Oft mun hugurinn svífa
hingað. Og ekki mun hann harma það, þótt hann
yrði fyrir ýmsu aðkasti hér í lífi.
Alt mótlæti dregur trúaðan mann nær guði. —
Honum þótti vænt um sálminn sem sunginn var áð-
an. Upphefð hans varð honum kross. En nú hefir
guð sýnt honum sólstigans braut. Og nú skilur hann
enn betur en áður, hve satt þetta er:
Hver og ein hörmung min
hefur mig, guð, til þin,
hærra, minn guð, til þin,
hærra til þin.
Og í þeirri játning er fólginn lofsöngurinn fyrir
alt: bæði blítt og strítt. Amen.
Jaröarför Björns Jónssonar.
Hún fór fram i gær.
Það mun eigi of mælt, að hún hafi verið hin
fjölmennasta jarðarför á þessu landi og einhver hin
mikilfenglegasta þess kyns athöfn vor á meðal. Er
það ágizkun þeirra, er viðstaddir voru við kirkjuna,
að þar muni hafa verið saman komin um 3000 manns,
en vitaskuld komst eigi helmingur alls þess fólks inn
— kirkjan var langt of lítil við svona sérstakt tæki-
færi. —
Því fór þess vegna fjarri, að líkt því allir þeir
Reykvíkingar, sem vildu, fengju færi á að heyra það,
sem sagt var við likbörur Björns Jónssonar. Þeirra
vegna og annarra landsmanna, utanbæjar, ætlarísa-
fold sér að flytja ræðurnar frá jarðarförinni, og flyt-
ur þegar í dag ræðu síra Haralds Níelssonar pró-
fessors — vegna þess, að handritið að hans ræðu
náðist nógu tímanlega til þess að birta nú — en
væntir þess að geta flutt hinar ræðurnar í næsta eða
næstu blöðum.
Húskveðjan hófst á heimili hins látna hálfri
stundu fyrir hádegi. Fyrst söng söngféfagið 17. júni
sálminn: Sál mín bið ]>u, bíð og stríð þú, eftir síra
Helga Hálfdanarson, einn af mestu uppáhaldssálmum
B. J.
Þvi næst flutti síra Magnús Helgason kennara-
skólastjóri einkar hugðnæma húskveðju, sem væntan-
lega birtist í næsta blaði. Eti að henni lokinni söng
17. júní sálminn: Ó, blessuð stund.
Þá var kistan hafin út, hvítmáluð, en alveg
skrautlaus. Innan í henni var járnkista og utan um
hana vafið íslenzka fánanum.
’ Gamlir samverkamenn B. J. úr ísafoldarprent-
smiðju báru kistuna frá húsinu niður á Fríkirkjuveg,
þar sem likvagninn stóð.
Þá hélt líkfylgdin á stað. Fyrst gekk horna-
flokkur, er lék sorgarlög. Þá mikil sveit (4—500)
Goodtemplarar undir mörgum fánum, og embættis-
menn Reglunnar með einkenni sín, þá líkvagninn og
líkfylgdin. Svo var mannfjöldinn mikill, að röðin
hafði verið óslitin frá heimilinu (syðst við Fríkirkju-
veg) niður að kirkju.
Við kirkjudyrnar tóku 8 gamlir vinir B. J. kist-
una og báru inn í kirkjuna. Kirkjan var fagurlega
skreytt svörtum sorgarblæjum og ljósum; höfðu Odd-
fellowar látið gera það.
í kirkjunni lék fyrst Brynjólfur Þorláksson org-
anisti inngöngulag, en þvi næst söng 17. júní í kór-
dyrum: Hœrra, minn guð, til þin, sama lagið og sagt
er að sungið hafi verið á Titanic við slysið mikla.
Þá flutti Haraldur Nielsson ræðu þá, er prentuð
er í ísafold í dag. Eftir þá ræðu gekk dómkirkju-
presturinn annar, síra Bjarni Jónsson, í kórdyr og
flutti mjög snotra ræðu, sem ísafold væntir að geta
síðar flutt lesendum sínum.
Að loknu máli síra Bjarna söng 17. júnl minn-
ingarljóð þau eftir Guðm. Guðmundsson skáld, er birt
voru í ísafold 27. nóv. Þau eru með hinu alkunna
lagi: Frelsisbæn Pólverja.
Þá báru Oddfellowar kistuna út úr kirkjunni
undir útgöngulagi (sorgarlagi Chopins) leiknu á orgel
og fiðlu. Við kirkjudyrnar tóku þingmenn (forseti
sameinaðs þings, forseti neðri deildar o. s. frv.) við
kirstunni og báru hana að dyrum alþingishússins og
var hún þar látin á likvagninn.
Hélt svo líkfylgdin suður í kirkjugarð með lúðra-
hljómi í broddi, en Goodtemplarar þar á eftir í skrúð-
fylkingu.
Við kirkjugarðshliðið tóku nokkurir helztu Good-
templarar, með stórtemplar í broddi við kistunni og
báru hana siðasta spölinn — að gröfinni.
Var kistan lögð þar á borð, er lágu yfir gröf-
ina, en sjálf var gröfin múruð innan.
Við gröfina flutti síra Ólafur Olafsson nokkur
kveðjuorð frá Goodtemplurum um leið og hann lagði
blómsveig frá Stórstúkunni á kistuna. Þau kveðju-
orð býst Isafold og við að geta birt.
Loks voru sungin hin venjulegu grafkvæði og
var þá jarðarfarar-athöfninni lokið; hafði hún staðið
3 l/t klukkustund.
Fór jarðarförin öll mjög hátíðlega fram, en eink-
um var gert orð á því, hversu skipuleg skrúðfylking
Templara var. — Allmikill troðningur varð við kirkju-
dyrnar, af því hve fátt af fólki kirkjan gat rúmað,
og átti lögreglan fult í fangi með að halda þar reglu.
Fjöldinn allur af blómsveigum var lagður á
kistu B. J., m. a. frá konungi, alþingi, ráðherra ís-
lands, stjórnarráði íslands, danska ráðuneytinu, bæjar-
stjórn Rvíkur, Bókmentafélaginu, Þjóðvinafélaginu,
Stórstúku íslands, auk margra einstaklinga. — Til
Heilsuhælisins hafa gefnar verið margar gjafir í
minningu B. J., m. a. frá Búnaðarfélagi Islands, Odd-
fellowareglunni, Prentarafélaginu, Bóksalafélaginu,
Miðstjóm Sambandsflokksins, Umdæmisstúkunni,
stúkunni Verðandi o. fl. Nokkra minningargjafir
voru og gefnar í Blómsveigasjóð Þorbjargar Sveins-
dóttur (til líknar fátækum sængurkonum).
í líkfylgdinni voru menn af öllum stéttum, ekki
sízt alþýðumenn, og eíns og áður getur fjölmargir
Goodtemplarar. Auk þess fjölmentu og Oddfellowar.
Af landsstjórnar hálfu var þar landritari. Enn má
nefna biskupinn, borgarstjóra, bæjarfógeta, Kristján
Jónsson dómstjóra, forseta Þjóðvínafélagsins, forseta
sameinaðs þings, forseta neðri deildar, flesta þing-
menn hér í bæ, forseta Búnaðarfélagsins, stórtemplar,
flesta blaðamenn, konsúla útlendra ríkja: Norðmanna,
Svía, Frakka,' Belgja, Rússa o. fl.
Af Akranesi komu urn 30 manns, og fleira var
þar og af aðkomumönnum víðsvegar að.