Ísafold - 08.01.1913, Blaðsíða 1

Ísafold - 08.01.1913, Blaðsíða 1
iiniiininniiiiimmmniiiur Kemur út tvisvar í viku. YerSárg. 4 kr., erlendis 5 kr. eSa l|-dollar; borg- isc fyrir œiSjan júlí erlendis fyrirfram. Lausasala 5 a. eint. imniiiniuiiiiinuuniimiiiiiiiniiiintni ISAFO LD Uppsögn (skrifl.) bandin viS áramót, er ógild nema kom- in sé til útgefanda fyrir 1. oktbr. og só kaupandi skuld- laus 'viS blaSiS. XXXX. árg. Reykjavík, miðvikudaginn 8. janúar 1913. 2. tölublað I. O. O. F. 941109. Alþýðufól.bókasafn Templaras. 3 kl. 7—9. Angnlækning ókeypis í Lækjarg. 2 mvd. 2—3 Borgarstjóraskrifstofan opin virka daga 10—3 Bæjarfógetaskrifstofan opin v.d. 10—2 og 4—7 Bæ}argjaldkerinn Laugav. 11 kl. 12—8 og 6—7 Eyrna-. nef- hálslækn. ók. Pósth.str.l4A fid.2—3 tslandsbanki opinn 10—21/* og 51/*—7. K.F.U.M. Leatrar- og akrifstofa 8 árd.—10 söd. Alra. fundir fid. og sd. 8 J/s sibdegis. Landakotskirkja. Gfuðsþj. 9 og 6 á helgum Landakotsspitali f.sjúkravitj. 10i/a—12 og 4—6 Landsbankinn 11-2‘/a, öVa-fi1^. Bankastj. 12-2 Landsbókasafn 12—8 og 6—8. Útlán 1—3 Landsbúnabarfélagsskrifstofan opin frá 12—2 Landsfébirbir 10—2 og 6—6. Landsskjalasafnib hvern virkan dag 19—2 Landsiminn opinn daglangt [8—0] virka dagt» hel&a daga 10—12 og 4—7. Læknrag ókeypis í»ingh.str.æ þd.og fsd.12—1 Náttúrugripasafn opib 1 i;a—2 »/■ sunnudögnm Samábyrgö Islands 10—12 og 4—6. Stjórnarrábsskrifstofurnar opnar 10—4 dagl Talsimi Reykjavikur (Pósth.3) opinn daglangt (8—10) virka daga; helga daga 10—9. Tannlækning ókeypis Pósth.str.l4B md.ll—12 Vlfifsstaöahælib. Heimsóknartimi 12—1. Pjóómenjasafnib opib þd., fmd. og sd. 12—2. Sambandsmálið. Um daginn var skýrt frá hinu nýja frumvarpi, er ráðherra hafði með sér úr utanförinni, hér í blaðinu. Því var jafnframt lýst, að Isaýold teldi svo mikla megingalla vera á þessum sambandskostum, að hún teldi þá með öllu óaðqenqikga jyrir Iskndinga, og úr því svo væri að koma að kofum Dana í máli þessu nú, teldi hún réttast að kggja allar samningatilraunir viö Dani alveg á á hilluna ýyrst um sinn. ísafold hefir og litið svo á, að frumvarp þetta hið nýja væri þann veg í pottinn búið, að eigi þyrfti ítarlega greinargjörð þess, til þess að sýna landsmönnum fram á hve óað- gengilegt það er fyrir oss, og að því mætti komast hjá verulegum um- ræðum um það. En með því að ýmsir góðir menn hafa óskað þess, að Isaýold flytti ítarlega skýringu á hinu nýja frum varpi, bornu saman við hin fyrri frumvörp í sambandsmálinu, birtum vér að þessu sinni inngangserindi það, er hr. yfirdómslögmaður Sveinn Björnsson flutti um þetta mál í Ssúdentaýélaginu og Sjálýstœðisýélaginu eigi alls fyrir löngu. Ætlum vér, að það megi nægileg undirstaða verða fyrir hvern mann, til þess að átta sig á þvi, að aldrei má pað fyrir koma, að vér lslendingar göngum að kostum likum peim, er nú teljast vant- ankga ýáanlegir, við Dani: Ræða Sveins Björnssonar flutt i Stúdentafélaginu og Sjálfstæðisfé- laginu í f. m. I. Umræðuefnið er hið nýja sam- bandslagauppkast, sem ráðherrann færði okkur nú er hann kom úr utanför sinni. Til glöggvunar skal eg leyfa mér, áður en eg fer frekar út í málið, að renna augunum augnablik yfir það, sem gerst hefir í sambandsmálinu síðustu árin undanfarið. Menn muna aðdragandann að upp- kastinu 1908. Nýr konungur kom til valda' í Danmörku. Hann vildi fá enda bnndinn á þrætuna milli Dana og íslendinga. Að hans frum- kvæði var þingmönnum boðið til Danmerkur, þeir buðu aftur dönsk- um þingmönnum til íslands, kon- ungur kom sjálfur, Þessi vinahót urðu inngangur að skipun milliríkja- nefndarinnar, sem samdi uppkastið 1908. Eg vil leyfa mér að benda á eitt atriði, áður en eg held lengra, það er það, að a 11 i r íslendingarnir í nefnd þessari byrjuðu nefndarstarfið á þvf að lýsa yfir því við Dani, að allir samingar yrðu að grundvallast á því, að Island vœri að lögum frjálst og sjálýstætt ríki. Um þetta voru allir fulltrúar íslands sammála þá. Eg get þessa sérstaklega vegna þeirra radda, sem gert hafa vart við sig meðal vor í seinni tið, um að vér vcerum að lögum pað, sem stöðu- lögin vilja láta okkur vera, »óaðskilj- anlegur hluti Danaveldis<i og því beri að lita á petta er dæma eigi um boð, sem oss koma frá Dönum. Mér finst þetta óneitanlega dálítið hjáróma. Uppkastið kom árið 1908 og var hafnað af miklum meiri hluta þjóð- arinnar. Aðalinnihald þess var þetta: 1. Ríkiskröfunni slept og ísland í stað þess gert að >frjálsu og sjálf- stæðu landi, sem eigi verði af hendi látið<. 2. Átta mál skyldu sameiginleg mál; önnur mál en þau sérmál. Af sameiginlegu málunum voru þrjú óuppsegjankg, en það voru þessi: a) Konungsmata og önnur útgjöld til konungsættarinnar. b) Utanríkismál, þó þannig að enginn þjóðarsamningur sem sérstak- kga varðaði ísland skyldi gilda fyrir ísland nema rétt íslenzk stjórnar- völd ættu þátt í honum. c) Hervarnir á sjó og landi. Fimm sameiginlegu málanna voru uppsegjankg að liðnum 37 árum. Þau voru þessi: a) Gazla fiskiveiðanna. b) Fœðingjaréttur. c) Peningasláttan. , d) Hœstiréttur-, þó mátti setja hér æðsta dómstól ef breyting yrði gerð á allri dómaskipuninni. e) Ferzlunarýlaggið. Danir einir áttu að fara með vald- ið í sameiginlegu málunum þangað til rikisping og alpingi gerðu þar á breytingu. Það, sem varð uppkasti þessu að íalli hjá þjóðinni, var aðallega það tvent, að Island var ekki viðurkent ríki, heldur gert að hluta hins sam- safnaða danska ríkis; og að tvö mál, utanríkismál og hermál, skyldu vera óuppsegjanleg um aldur og æfi, án þess að vér fengjum hlutdeild i með- ferð þeirra. Svo kom »bræðingurinn« svo- nefndi á síðastliðnum vetri. Til- drög hans má telja erindi Guðmund- ar prófessors Hannessonar í Stúdenta- félaginu, sem birtist í ísafold og grein Einars Hjörleifssonar í ísafold um sama leyti. Hvorttveggja vék að því, að nú virtist sjálfstæðisbar- áttunni það komið, að báðir eða allir stjórnmálaflokkar væru komnir talsvert nærri hver öðrum i skoðun- um á sambandsmálinu. Þeir virtust á eitt mál sáttir um að ríkisMýunni yrði að halda fast fram gagnvart Dönum. Upp úr þessu töluðu sig sarnan nokkrir menn af báðum eða öllum flokkum. Árangurinn af því varð »bræðingurinn<. En upp af honum spruttu aftur samkomulagstillögur þingmanna á síðasta þingi, sem birt- ar voru í ísafold þ. 18 f. m. ásamt nýja uppkastinu. »Bræðings«samkomulagið átti að grundvallast á því, að gengið væri það framar en uppkastið 1908 gerði, að 1. ísland yrði viðurkent riki, i orði og á borði, og 2. Að vér fengjum hlutdeild í meðferð sameiginlegu málanna. Gegn því að Heimastjórnarmenn vildu halda fram þessum kröfum, vildu Sjálfstæðismenn til samkomu- lags sleppa óuppsegjanleikakröfunni. Þetta var svo ætlast til að ráð- herrann fengi Dani til að ganga að. Eins og kunnugt er fengust Dan- ir eigi til þess. I stað þess kom ráðherra með þetta nýja uppkast. Um leið og það var birt, lýsti ráð- herra því yfir að það væri ekki til- boð frá Dönum, heldur mundu þeir eý til vill ganga að því, ef alþingi samþykti fyrst; en vildu þó engan vegin binda sig fyrirfram til að fara svo langt. II. Látum oss nú, með þetta fyrir augum, athuga nýja uppkastið. »Bræðingnum« var ætlað að fara lengra en uppkastið 1908 fór. Á því vel við að bera nýja uppkastið fyrst saman við hann. Mér getur eigi dulist að nýja upp- kastið felur í sér talsverðan afslátt af vorri hendi frá »bræðingnum«. Ríki8viðurkenningin, sem í bræð- ingnum« átti að felast, virðist mér gerð að engu með nýja uppkastinu. í fyrstu grein er ísland að vísu kallað sfrjálst og sjálfstætt ríki<; en svo er líka búið. Þess virðist mjög vandlega gætt, að þetta verði að eins »orðin tóm«. Hvergi í efni uppkastsins látin koma fram nein ríkiseinkenni. Og þess vandlega gætt að nema burt úr sbræðingn- um« öll önnur orðatiltæki, sem feli í sér nokkra bendingu í þá átt, að hér sé í rauninni um að ræða við- urkenningu íslands sem ríkis. T. d. skal eg taka, að byrjun x. greinar »bræðingsins< er orðuð svo: »ísland er frjálst og sjálfstætt riki, í sambandi við hið danska riki o. s. frv«. Þessu er breytt þannig, að í nýja uppkastið er sett: »ísland er frjálst og sjálfstætt ríki, í sambandi við Danmörku o. s. frv. Þá er bætt við 1. gr. eins og hún varð í þing- mannasamkomulaginu þessum orð- um: »Það myndar þannig ásamt Danmörku ríkjasamband, veldi Dana- konungs<. Slík viðbót hafði komið til orða í bræðingnum sem afsláttar- tillaga; en þar stóð: >bœði ríkin mynda þannig o. s. frv.<. í þessu sambandi er ekki ófróð- legt að taka eftir því hvernig dönsk blöð nýkomin hingað líla á »ríkis- viðurkenningu< þessa. I grein i »Riget«, sem er aðalmál- gagn stjórnarflokksins danska, segir Knud Berlin þ. 29. nóv., að hér sé um að ræða »stöðu íslands innan hins samsafnaða danska ríkist. Hann ræður það af fregnum, sem borist hafi af samniogiín ráSherra við dönsku stjórnmálamennina, að ís- lendingar séu nú farnir að sjá, »að eigi megi fara svo langt í kröfun- um um sjálfstæða stöðu íslands inn- an ríkisheildarinnar, að hreyft sé við stöðu íslands sem hluta hins sam- saýnaða danska rikis<. »Berlingur<, aðalmálgagn htegri- manna segir i grein þ. 27. nóv., að verið sé að ræða um »stöðu íslands í rikinu og sambandið við Dan- mörku<. »Politiken« aðalmálgagn róttcekra vinstrimanna segir í grein 28. nóv.: » . . . frá sjónarmiði rikisheildarinnar var einnig álitið, að óuppsegjanleg- ur fæðingarréttur væri óheppilegur«. Allir flokkar í Danmörku virðast þannig vilja taka af öll tvímæli við oss í þessu efni. Hlutdeild’in í sameiginlegu málunum 2. liður 3. greinar »bræðingsins« hljóðarsvo: »Utanríkismálefni. Eng- inn þjóðarsamningur, er lýtur að ís- lenzkum máleýnum, skal þó gilda fyrir ísland nema rétt stjórnarvöld íslenzk samþykki*. í nýja uppkast- inu segir: »Utanríkismálefni, þó þannig, að engin þjóðarsamninga- ákvceði sem að eins snerta ísland o. s. frv.«. Munurinn virðist hér mjög mikill. Eg fæ eigi betur séð, en að samkvæmt nýja uppkastinu þurfi Danir aldrei að leita samþykkis ís- lendinga til neins þjóðarsamnings, hversu miklu sem samningurinn varðar ísland. Því þeim hlýtur að vera í lófa lagið, að gæta þess að ekkert ákvceði sé í slíkum samningi, sem varði ísland eingöngu. Ef ákvæðið t. d. varðar líka Færeyinga eða Grænlendinga, þá kemur oss það ekki við. Og er þetta rýrara en ástand það, sem nú er, þar sem íslendingar hafa nú að lögum heim- ild til að gera sumu samninga og það er löghelguð venja að jafnan sé leitað samþykkis íslenzkra stórnar- valda, áður en gerðir séu þjóðar- samningar, sem varða ísland sér- staklega. í 3. lið 3. greinar »bræðingsins« er ákveðið, að íslendingar séu undan- þegnir varnarskyldu og að eigi megi reisa hér kastala, gera vígirtar hafn- ir né skipa hér setulið án heimildar í íslenzkum lögum. Hér bætir nýja uppkastið því við, að þetta alt megi þó gera ef verja þurfi landið gegn yfirvofandi herhlaupi úr öðrum rikj- um. Hvað er yfirvofandi herhlaup ? Og hver á að dæma um hvenær það sé fyrir hendi? Danir. Þeir geta samkvæmt þessu í rauninni skyldað oss til herþjónustu, sett kastala, víggirt hafnir og sett setu- lið hér áður en oss varir. Haýnarráðherrann átti eftir »bræð- ingnum« að eiga rétt til setu í rík- isráði Dana, Hér er honum gert að skyldu að sitja í ríkisráði Dana. Mér virðist að af því leiði beint að hann hljóti að bera ábyrgð fyrir ríkispinginu. Honum er jafnframt ætlað að bera ábyrgð fyrir alþingi, Auk þess sem eg tel það með öllu óhæfu að íslenzkur ráðherra beri ábyrgð fyrir ríkisþingi Dana, þá finst mér maðurinn verða í þeirri klemmu, milli þinga tveggja landa, að hann geti ekki hreyft sig. Nýja uppkastið bætir því við um þenna ráðherra að hann skuli hafa umboð til að koma fram í ríkisráð- inu fyrir hönd annara íslenzra ráð- herra, í fjarveru þeirra. Slíkt al- ment, samningsbundið umboð er auðvitað ótakmarkað. Og eigi verð- ur séð af orðalaginu að það nái eingöngu til sameiginlegu málanna, heldur virðist það og eiga við um sér- málin. Enda hlýtur svo að vera þar sem íslenzku ráðherrarnir hér eru eingöngu strmálaráðherrar og umboð til að koma fram fyrir þeirra hond verður því sama sem: í sér- málum. Þegar uú þess er gætt að hinir íslenzku ráðherrarnir (þ. e. þeir sem eru búsettir hér á íslandi) eru að jaýnaði fjarverandi, þá er auðsætt, að í þessu felst mjög ískyggilegur flutningur á valdi því, sem nú er hér í landinu, til Kaup- mannahafnar. Fleira gæti eg bent á, sem eg tel tilslakanir frá »bræðingnum«. En eg læt hér staðar numið að sinni. Auk þessara tilslakana frá »bræð- ingnum« felur nýja uppkastið í sér mjög miklar tilslakanir frá uppkast- inu 1908. Skal eg þar nefna þrjú atriði. Fæöingjarétturinn átti að vera sameiginlegt mál samkvæmt upp- kastinu 1908, pó svo, að löggjafar- vald hvors landsins gat veitt fæð- ingjarétt fyrir bæði löndin. Þetta mál var uppsegjanlegt. Eftir nýja uppkastinu á mál þetta að vera óuppsegiankgt og rikisping Dana á eitt að geta veitt fæðingja- rétt á íslandi. Það virðist alveg ósamrýmanlegt hugmyndinni um sjálfstætt ríki að geta ekki sjálft veitt slík borgara- réttindi sem fæðingjarétt, heldur skuli þau réttindi veitt hér á landi af löggjafarþingi annars ríkis. Menn hafa viljað segja, að þetta hefði litla praktiska þýðingu með því að svo fátt væri í vorum lögum bundið við fæðingjarétt. Auk þess sem þessi ástæða- eigi breytir því, sem eg áður sagði um ósamrýman- leik þessa fyrirkomulags við ríkis- hugmyndina, þá skal þess þó getið, að t. d. embcettisgengi og framýœrslu- skylda er bundið við fæðingjarétt. Landhelgin. Samkvæmt uppkast- inu 1908 áttu Danir að hafa jafnan rétt við oss til fiskiveiða í landhelgi við ísland á meðan eigi væri sagt upp gæzlu fiskiveiðanna. Nú er sú breyting gerð, að Fœr- eyingar skuli um aldur og cefi hafa rétt til fiskiveiða í landhelgi við Is- land og sömuleiðis Danir, nema þeir segi sjálfir upp gæzlu fiskiveiðanna. Þótt íslendingar segi Dönum upp gæzlunni, þá missi Danir ekki við það rétt til fiskiveiða í landhelgi (sjá 5. sbr. 9. gr. nýja uppk.). í þessu virðist falið algert afsal lanahelginnar í hendur Færeyingum og Dönum. Því varla munu Danir fara að segja upp strandgæzlunni, ef þeir vita, að þeirri uppsögn fylgir

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.