Ísafold - 08.01.1913, Blaðsíða 2

Ísafold - 08.01.1913, Blaðsíða 2
6 ÍSAFOLD missir fiskiveiðaréttarins ; enda munu þeir ekki geta það vegna Færeyinga. Þeirra vegna yrðu þeir að líkindum að sjá um strandgæzluna um aldur og æfi — að minsta kosti meðan sambandið helzt milli Færeyja og Danmerkur. Fiskiveiðar við íslands strendur eru aðalnyt þessa lands. Þær gefa oss fé, halda fólki í landinu og laða fólk inn i landið. Því eru þær einn aðalfjársjóður íslands. Eitthvað yrði því að koma í aðra hönd, er öðrum væri afsöluð landhelgin, og það eitt- hvað mikið. En því fer fjarri að svo sé. Oss er að eins ætlað að afsala landhelginni / ofanálag á afsal ríkisréttar vors. Sumir hafa viljað gera litið úr þessu. Þetta væri ekki »praktiskt« mál. Danir veiddu ekki hér við land. Fiskiveiðar væru að breytast í þá átt, að þær færu fram utan land- helgi (með botnvörpum). Þessu er því að svara, að þótt botnvörpuveiðar, sem eiga að fara fram utan landhelgi, hafi farið mik- ið í vöxt hér í Reykjavík siðustu árin, þá fer því fjarri að nokkur vissa sé fyrir því, að svo verði hér við land framvegis. Margir af hygn- ustu fiskframleiðendum hér eru enn þeirrar skoðunar, að happa- drýgra verði að afla á þilskipum ef rétt sé á haldið; kostnaður minni, áhætta minni, og fiskurinn betri og verðmeiri af þilskipum en af botn- vörpungum. Og víðast hér á landi er nú veitt á þilskipum, bifvélabát- um og róðrabátum í landhelgi. Og ein tegund fiskveiða fer enn að mjög miklu leyti fram í land- helgi. Það eru sildveiðar. Færeyingar stunda nú mikið veið- ar á þilskipum og bátum hér við land. Þeir halda því áfram og auka þann útveg. Þeir eru ekki enn byr- jaðir á botnvörpuveiðum ; hafa reynt en hætt aftur. Og Danir geta hafið veiðar hér áður en varir. Og við það bætist, að við þetta afsai landhelginnar fengju útlending- ar, sem nota vildu 1 e p p a fyrir sig hér við fiskveiðar, 3 miljónir úr að velja í viðbót við þær 80,000, sem ísland byggja. Ríkisráðið. í uppkastinu var ekki talað um setu íslandsráðherra í rík- isráði; en í athugasemdum nefndar- innar við 6. grein uppkastsins er sagt að Island eitt skuli ráða því á hvern hátt sérmálin skuli borin upp fyrir konung. í athugasemdunum við nýja upp- kastið er gengið að því sem sjálf- sögðu, að samkomulag verði jafn- framt um að sérmálin skuli borin upp i ríkisráði. Þetta þykir mér einna furðulegast af öllu í þessu uppkasti, þessu, sem ráðherra telur »hið mesta sem unt sé að fá framgengt í Danmörku«. Að Danir skuli orða slíkt, — og af Dönum hlýtur það að vera orðað, en ekki af ráðherra •— og ætlast til þessa að sömu julltrúar pjóðarinnar, sem í einu hljóði, án jlokksgreinarálits jyrir ári síðan sampyktu að fella orðin »í ríkisráði« úr stjórnarskránni, muni nú ljá slíku fylgi sitt. Niðurl. Frá háskólanum Heimspekis-próf. Ágúst Bjarna- s o n byrjar um miðjan þenna mán- uð á fyrirlestrum fyrir almenning sálarfræðilegs efnis. Þeir eru einkum ætlaðir kennurum og kennaraefnum. Fyrirlestrana flytur hann í 1. kenslustofu háskólans á miðvikudagskvöldum kl. 7—8. Samgöngusamningarnir. í síðasta blaði ísafoldar birtust samningar þeir, í íslenzkri þýðingu, er ráðherra gerði við Sameinaða gufuskipafélagið, í utanför sinni. Síðasta þing var í töluverðum vandræðum með samgöngumálið. Thorefélagið hafði beiðst lausnar frá 10 ára samningnum og þingið taldi það þýðingarlaust að halda þeim samningi að því félagi lengur en'til þessara áramóta. Hinsvegar ekki við neinu góðu að búast um sam- göngusamninga. Farmgjöld voru orðin afskaplega há og því óvæn- legt áð gera samninga um þau og flestir þeir, er skip höfðu í för- um, höfðu nóg handa þeim að starfa. Hefði landið enga samgöngusamninga haft, hefðu farmgjöld og fargjöld hingað til lands og hér við land þegar verið hækkuð stórkostlega. Eina líknin sú, að Sameinaða gufu- skipafélagið var bundið samningi um lág farmgjöld og að sá samningur átti enn að gilda um 7 ára bil. Eftir því urðu önnur gnfuskipafélög að sníða fargjöld sín, þau máttu ekki vera hærri en hjá því. En þá var þó ekki séð fyrir neinum strandferðum. Þingið sá sér ekki annað fært en að heimila ráðherra 60 þús. kr. á næsta ári og fela honum að útvega fyrir það strand- ferðir, ef auðið væri. , Það kom reyndar til tals í þing- inu, að láta strandferðirnar falla nið- ur næsta ár. En öllum þorra þing- manna þóttu það mestu neyðarkostir, sem vonlegt var. Hefði ráðherra komið svo heim úr utanför sinni, að ekki hefði verið séð fyrir nein- um strandferðum, mundi hafa orðið allmikil óánægja út af því, og að sjálfsögðu tilraun gerð til þess, að gera þá óánægju að ópi. Viðskifta- lífið og atvinnureksturiun í landinu krefst samgangna, krefst strandferð- atina. Þær voru miklu fremur en millilandaferðirnar sniðnar eftir at- vinnurekstrinum. Þær höfðu gert hann á ýmsan hátt auðsóttari, stuðlað að því að skifta vinnuaflinu eftir þörfunum um aðalbjargræðis- tíma landsbúa. Missir þeirra hefði sennilega orðið mörgum þeirra til- finnanlegur hnekkir. Þess vegna líka töluvert til þess vinnandi að þær þyrftu ekki að leggjast niður. En nú, er samningarnir eru að öllu leyti orðnir kunnir, vaknar þó aftur spurningin um það, hvort ekki hefði verið betra að vera án strand- ferðanna næsta ár, en að ganga að þeim samningi, er ráðherra hefir gert við Sameinaða gufuskipaféíagið. En jafnframt göngum vér að því vísu, að ráðherra hafi gert það sem hægt var, til þess að leita fyrir sér um strandferðasamninga við önnur gufuskipafélög, og að betri samn- ingar en þetta hafi verið ófáanlegir hjá Sameinaða félaginu. En þótt vér gerum ráð fyrir þessu, væri víst ekki vanþörf á að alþjóð manna væri gert kunnugt um, hverra kosta ráðherra hefir leitað, til þess að fá aðgengilegri samninga. Vitanlega eru samningarnir um strandferðirnar þetta eina ár ekkert svipaðir að gæðum þeim samningi, sem Björn heitinn Jónsson gerði við Thorefélagið 1909 og mest og ómaklegast voru skammaðir af viss- um flokki manna hér í landinu. — Hefndin fyrir æsingarnar út af þeim bitnar sárt á öllu landinu. Landið leggur til 60 þúsund krónur, nú eins og þá, en það fær tvo strand- báta í stað þriggja, og farmgjöldin með þessum bátum hafa líka hækk- að nokkuð frá þvi sem þá var sam- ið um. Lægsta flutningsgjald hefir t. d. hækkað um helming, upp í 1 kr. úr 50 aurum, og hálft flutnings- gjald að eins reiknað, cf sent .er til næsta viðkomustaðar skipsins, í stað 3. viðkomustaðar, sem áður var. Flutningsgjald á sumum vörum hefir lika hækkað. Umskipunargjald hefir verið lagt á vörurnar, sem strand- bátarnir flytja. Miklu meira kveður þó að hækkuninni á fargjöldum hafna á milli hér við land. Fargjald héð an frá Reykjavík til Akureyrar á 1. farrými er 40 kr. með Hólum og 30 kr. með Skálholti í stað 25 kr. áður og hækkun milli annara staða svipuð þessu. Verði bátarnir not- aðir til fólksflutninga líkt og áður, munar þetta stórfé á einu sumri. Viðkomustaðir þessara tveggja báta eru færri en áður var bg ferðir þó ekki fleiri. Sú fækkun viðkomustað- anna verður eflaust ýmsum mönnum til óþæginda, enda mikið úr þeim ókosti gert af ýmsum. Til þess að ræða það með rökum þyrfti að ræða flutningsþörfina á hverjum þeim við- komustað, er feldur hefir verið burtu, en til þess er ekkert rúm að þessu sinni. Að eins skal á það bent, að flóabátarnir ættu allviða að bæta úr brýnustu nauðsyn á samgöngufær- unum. Um íslenzkar skipshafnir ekkert talað, kælirúm í bátunum eng- in. Og svo eru Hamborgarferðirn- ar með öllu dottnar úr sögunni, til ómetanlegs tjóns fyrir íslenzka verzl- un. Flutningsgjald á vörum frá Þýzkalandi er við þetta orðið 25% hærra en það var meðan Thore- samningurinn gilti og íslenzk verzl- un bundin við þetta aftur á sama danska klafann, eins og áður var. Hinsvegar eru Skálholt og Hólar nokkuð stærri skip en Austri og Vestri. En þrátt fyrir alla þá miklu ókosti, sem ómótmælanlega eru á samningi þessum, samanborið við samninginn við Thorefélagið árið 1909, þrátt fyrir það að ferðir Austra og Vestra hér við land munu hafa borið sig sæmilega síðastliðið ár, með mun lægri flutningsgjöldum, hefði þó víst verið óráðlegt að hafna tilboði Sam- einaða félagsins um strandferðirnar þetta ár, úr því ekkert annað betra var fáanlegt, ef það hefði ekki jafn- framt heimtað breytingu á samningn- um frá 1909, þeim, sem innanríkis- ráðherrann danski og þáverandi ís- landsráðherra gerðu við það þá, til 10 ára og 7 ár voru eftir af í byrj- un þessa árs. Það er þessi viðbætir við þann samning, er gerir þessa samninga óaðgengilega. Sú ein breyting virtist mega verða á þeim samningi, eftir atvikum, að félaginu væri trygð borgun, jafnhá þeim kolatolli, er það greiðir hér við land, á eftirfarandi árum, ef nokkurn samning þurfti um það að gera. Það er kunnugt, að um það leyti, sem ráðherra kom til Danmerkur, hafði félagið í hótunum um það við nann, að segja upp samningnum, vegna ákvæðanna í vörutollslögum þingsins um kolatoll. Með því að fullnægja því, sem hér var sagt, ef það fór þar með lög um það, að það ætti heimtingu á að þessi kola- tollur bitnaði ekki á því, virðist sem landinu hefði engin hætta stafað af þeim hótunum að öðru leyti, sem engin þörf hafi verið á því að ívilna því meira og tilboð þess um strand- ferðirnar ekki kaupandi hærra verði en þegar var ljóst um. Fjögur atriði í þessum viðbótar- samningi spilla til muna hinum fyrri samningi og eru þó misjafnlega mik- ils verð. • Fyrst er aukagjaldið fyrir ferðir hingað til lands, ef farið er kringum land, aukagjaldið sem á að greiða, ef farið er lengra en til Akureyrar, hvort sem farið er austan eða vest- an um land. Sú breyting getur út af fyrir sig ekki talist mjög tilfinnan- leg fyrir oss, en munar hins vegar félagið meiru, af því; hún kemur líka niður á útlendingum, er ferðast hér við land Miklu tilfinnanlegra er það fyrir oss, að farþegjagjald á skipunum á að hækka milli hafna hér innanlands. Hve miklu það nemur á næstu 7 árum, getur víst enginn sagt eða getið sér nákvæmlega til um, og það því fremur sem vænta má að fargjöld hækki einnig hjá öðrum félögum við þetta. Ákvæði viðbótarsamningsins um að aukaafsláttinn af 300 kr. farm- gjaldi til sama viðtakanda sé ekki skylt að veita, nema vörurnar sé á einu farbréfi, verða víst ekki vin- sæl. Fyrst og fremst sýnast þau miðlungi sanngjörn, en auk þess verður áleitnin við íslenzka verzlunar- umboðsmenn og hjálpsemin við út- lenda umboðsmenn alt of bersýnileg. Þá er þó eftir að minnast á lak- asta og hættulegasta ákvæði viðbót- arsamningsins, um hækkun á farm- gjaldi milli , íslands og Leith. í samningnum lítur þetta mjög mein- leysislega út, er orðað svo, að flutn- ingsgjöld þessi breytist þannig, að þau verði hér um bil 10% lægri en flutningsgjöldin milli íslands og Kaupmannahafnar. Af þessu geta ókunnugir’ ekki séð hverjum breyt- ing þessí sé til hagsmuna. Til þess að komast að þessu þarf að bera saman nýja farmgjaldstaxtann við farmgjaldstaxtann 1908, en sé það gert, kemur í ljós, að hér er hvergi að ræða um lækkun á farmgjaldi, en aftur um töluverða hækkun á því á mörgum þýðingarmiklum vörum, er vér þurfum mest á að halda og kaupum mest af. Farmgjöldin frá Leith hækka um svo marga shillings á smálest, er hér segir: , Á matvælum og fóðurvörum 21/2. A járnvörum (járn og stál í stöngum og plötum, bárujárn, járnkeðjur, járn- pípur, járnvír og gaddavír), sápu, sóda, smjörlíki, sírópi, baðlýfjum, ostum, svínslærum og sykri 5 sh. Á skips- brauði í tunnum og smábrauði í kössum 10 sh., og á köðlum og færum 15 sh. Á innlendum útfluttum vörum hækkar farmgjald á söltuðum sauðar- gærum og á tólg um 2x/2 shillings á smálest. Örðugt er að gjöra fullkomlega sanngjarna áætlun um, hve miklu þessi farmgjaldshækkun muni nema á næstu 7 árum. Verzlunin við Skotland hefir aukist til muna á und- anfarandi árum og líkur til að sú aukning hefði haldið áfram, ef ekki væru reistar gegn henni óeðlilegar skorður. Hins vegar ekki við ann- að að miða en síðustu verzlunar- skýrslur, og koma þar. þó naumast öll kurl til grafar. En sé eftir þeim farið, kemur þessi farmgjaldshækkun á um 4300 smálesta vöruþunga og er um ij pús. kr. á ári. Þessar strandferðir á komandi sumri kosta þá landið, auk alls annars, rúmlega 100,000 kr., sem borgast á næstu 7 árum, þó ekki renni alt það fé til Sameinaða gufuskipafélagsins. Þetta eru of dýrar strandferðir, þegar alt er athugað, mikils til of dýrar. Því fé sern vér nú gefum erlend- um félögum hefði verið betur varið tii þess að smíða fyrir það strand- ferðabát handa landinu sjálfu, eða til stuðnings innlendri skipaútgerð. Erl. sfmfregnir. Khöfn 7. jan. 1913. Friðarfunclinum frestað um óákveðinn tíma. Eng- inn árangur af honum. Stórveldamiðlun væntan- leg. Frá friðarfundinum Sáttatilboð Tyrkja. Ensk blöð frá 30. f. m. skýra frá friðarkostum þeim, er Tyrkir buðu á Lundúnafundinum daginn áður. Þeir voru á þessa leið: Tyrkir haldi Adrianopel og landinu kriugum borgina, án þess að drottinvald þeirra yfir því só skert á nokkurn hátt. Makedonía só gerS að sjálf- stjórnarríki, en soldán Tyrkja só þar yfirlónsherra. Salonikí verði gerð að höfuðborg Makedoníu, en tyrkneska stjórnin hafi þar þó æðstu yfirstjórn-. Til landsstjórnar í Makedoníu verði settur prins mótmælenda trúar, frá hlutlausu ríki. Bandaríkin á Balkan kjósi hann, en soldáninn samþykki. A 1 b a n í a fái líka sjálfstjórn, en standi þó undir nánari yfirstjórn soldáns en Makedonía. Yfir hana só settur prins af ætt Ottomana og só hann settur til þess starfa til 6 ára. Tyrkir fái aftur yfirráð yfir öllum eyjum í Ægeahafi, er þeir hafa áður ráðið yfir. Um yfirráðin á eyjunni Krít só ekk- ert rætt, en umræður um þau farr fram síðar milli stórveldanna og Tyrkjaveldis. Daneff, æðsti fulltrúi Búlgaríu, lýsti því þegar yfir, að þessir friðar- kostir væru með öllu óaðgengilegir og tóku fulltrúar allra hinna ríkjanna undir það. Svo er að sjá, sem hugur manna í Norðurálfunni sé yfirleitt fremur með Bandamönnum en Tyrkjum, Jafnvel þýzk blöð gjöra gys aðfrið- arkostum þeirra. Um eyjarnar í Ægeahafi segir svo í blaðinu Daily News & Leader, að þar búi yfir 1 miljón grískra krist- inna manna og er það talin óhæfa að gefa Tyrkjum kost á að hefna sín á þeim og refsa þeim fyrir upp- reistina gegn valdi Tyrkja. í Miklagarði hafa blöðin flutt þær fréttir, að Tyrkjasoldán hafi lýst yfir því við gæðinga sína, að hann ritaði aldrei undir samninga um það að láta Adríanopel af hendi, þar sem grafir forfeðra hans væru, heldur kysi hann að missa veldisstól sinn. Eins og sjá má af símskeyti á öðrum stað hér i blaðinu, er friðar- fundi Balkanríkjanna nú lokið, án þess árangur yrði nokkur af sátta- umleitaninni. Alt sýnist þá undir því komið hvort stórveldin hafa næga samhygð til þess, að neyða Tyrki til þess að unna Balkanþjóðunum sæmilegra friðarkosta. Verði ekki sú reyndin á, má bú- ast við að ófriðurinn og blóðsút- hellingarnar hefjist bráðlega af nýju. —--------------------------- Líkfundurinn. Lík það, er fanst hér í bænum á laugardagsmorguninn reyndist vera afstúlkuum tvítugt, Jónínu Jóns- d ó 11 u r, heimilisfastri á Bergstaða- stræti 29. Síðast spurðist til henn- ar föstndagskvöld milli 8—y. Þá heimsótti húu móður sína, er býr í Suðurgötu 12, og kvaðst þá ætla í Bíó. En á laugardaginn fanst bréf frá henni, þar sem hún tjáir- móður sinni fyrirætlun sina, með því að hún geti eigi unað því að lifa.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.