Ísafold - 08.01.1913, Síða 3

Ísafold - 08.01.1913, Síða 3
ÍSAFOLD 7 Hvað dvelur dóminn í gjaldkeramálinu? Þ. 20. september síðastliðið ár tók Sigurður sýslumaður Ólafsson í Kall- aðarnesi gjaldkeramálið til dóms. Síðan eru nú liðnir nær 4 mánuðir eða 16 vikur. En dómurinn ókominn enn. Samkvæmt tilsk. um dómgæzlu frá 3. júní 1796 eru 12 vikur settar sem ítrasti frestur fyrir dómar- ann til dómsuppkvaöningar í einka- málum, og það að eins þegar svo stend- ur á, að eitthvert mál er f r a m ú r- skarandi margbrotið. En um s a k a m á 1 er sagt í 33’ grein sömu tilskipunar, aö dóminn skuli upp kveða án nokkurrar tafar. Þrátt fyrir þessi fyrirmæli hefir dómarinn í gjaldkeramálinu haldið því nú í 16 vikur. Hví er þetta látiö viðgangast? Hví grípur stjórnarráðið eigi hór í taumana? Eða á gersamlega að svæfa öll lög um réttarfarið hór á landi? Hvað dvelur dóminn í gjaldkera- málinu? Tiro. Aths. ritstj. Út af þessari fyrir- spurn T i r o átti Isafold tal víð dóm- arann i gjaldkeramálinu, S i g u r ð Byslumann Ólafsson í Kallaðarnesi og spurði hann hvenær dómur þessi væri væntanlegur, en hann kvaðst ekki geta svarað því. Enn um fóðurforðabúr. í 72. tl.blaði ísafoldar í ár, er minst á grein mína Um JóSurforða- búr, sem stendur í Bánaðarritinu 26 árg. 4. hefti. Er farið mjög vinsam- legum og hlýjum orðum um grein- ina, og finn eg mér skylt að þakka fyrir það. Jafnframt vil eg þakka það, að ísafold gefur sér tíma til að minnast á heyásetningsmálið. Eg hefi áður minst á þetta mál í Bún- aðarritinu 1909 og 1911, en blöðin hafa hingað til lítið skift sér af því. Mér þykir þvi meira en lítið vænt um að ísafold tekur nú heyásetnings- málið til umræðu. Vil eg um leið geta þess, að mér finst bera á nokkr- um misskilningi á grein minni í ummælum blaðsins. Þar segir: »Höfundurinn vill binda með lögum rétt manna til ásetnings á sumarfóðrið á haustum, og að því er virðist vera þar nokkuð stórtæk- ur. Þykir vist sem langt sé að bíða eftir þeirri menningu, að hver bóndinn sjái það sjálfur, að fóður- birgðirnar eru undirstaðan undir búnaði hans og velmegun«. Ef að sá skilningur liggur í grein minni »Um fóðurforðabúr*, að e% vilji binda með löqum rétt manna til ásetninqs á sumarjóðrið á haustum, þá hefir mér tekist hrapallega illa að lýsa hugsun minni. Það er langt frá því að eg vilji skerða rétt manna til að setja á eins og hverjum finst ráðlegast. Það hefir stundum verið talað um, að rétt væri að eftirlits- mennirnir — ásetningsmennirnir — hefðu vald til að neyða bændur til að fylgja tillögum þeirra (eftirlits- mannannaj um ásetninginn. Slíka lagaþvingun hefi eg ávalt álitið ómannúðlega og óráðlega. Þrátt fyrir þetta er það rétt til getið, að eg álíti að langt muni vera að biða þess, að hver bóndi taki upp af eigin hvötum þá reglu, að setja ávalt gætilega á og jafnframt áiít eg að fóðurforðabúrin komi ekki að til- ætluðum notum, nema gætilegur á- setningur sé þeim samfara. En gætilega ásetninginn vil eg fá án laga- pvingunar. Bæði gætilegan ásetning og fóðurforðabúr vil eg fá með sam- tökum og samþyktum, sem alls ekki skerði rétt manna til að setja á eftir sínu höfði. En eg hefi enga von um að slík samtök og samþykt- ir komist á í náinni framtið, nema löggjajarvaldið og landstjórnin lilutist verulega til. Um þetta skal eg ekki fjölyrða hér. Eg er nú að lúka við eina grein ennþá um ásetningsmál- ið, sem eg vildi að kæmi fyrir al- menningssjónir á næsta ári. Þar hefi eg leitast við að skýra heyásetn- ingseftirlitið nokkuð rækilega. Vona eg að ísafold taki heyásetningsmálið til rækilegrar athugunar, þegar sú grein er öll komin fyrir sjónir manna. Olafsdal í nóvember 1912. T. Bjarnason. Frá útlöndum. Undirkonungi Indlands veitt bana- tilræði. H a r d i n g e, er verið hefir undirkonungur á Indlandi siðan 1910, var veitt banatilræði í síðastliðnum mánuði, er hann flutti aðsetur stjórn- ar sinnar til hinnar nýju höfuðborg- ar Delhi. Var kastað á hann sprengi- kúlu, er stóð á hátíðahaldi í borg- inni vegna þessa merkilega viðburð- ar. Sprakk kúlan þegar og varð nokkrum mönnum að bana. Har- dinge særðist mikið, en þó búist við að hann muni aftur ná fullri heilsu. Kona hans, er sat hjá honum slapp ómeidd. Felmtur í kvikmyndahúsi. Það bar til á þorláksmessudag síðastliðinn, 1 kvikmyndaleikhúsi í bænum M e n i n í Belgíu, að kviknaði í sýningartjöld- um. Húsið var úr steinsteypu og eldsvoðahætta afarlítil, en fólkið varð hamstola jafnskjótt og eldsins varð vart. 700 manns voru þarna saman komin. Fólkið henti sér af svölun- um yfir mannþyrpinguna á gólfinu í þessu ofboði og konur og börn voru troðin undir. Eldurinn var slöktur mjög skjótlega, enginn veitti því gaum, en allir ruddust til dyr- anna. í þessum ógangi biðu 12 manns bana, mest konur og börn, en 50 voru stórlega limlestir og sumum þeirra ekki hugað lif. Herkostnaðurinn á Balkansskaga. Svo teist til að herkostnaður ríkj- anna 5, er barist hafa á Balkanskaga, hafi orðið um 630 miljónir króna samtals. Þessu fé eru þau þá fá- tækari, en þá ekki talinn óbeini skaðinn við mannfall og limlesting- ar, né heldur atvinnumissir einstakl- inganna. Fegurst kona i heimi. Eins og nærri má geta er hún í Vesturheimi. Hún heitir Miss Elsie Scheel og er frá Brooklyn, en stundar nám við Cornell-háskóla. Einn aí háskóla- kennurunum í læknisfræði vtð þann skóla hefir kveðið þann dóm upp um hana, að fegurð hennar sé með öllu lýtalaus og líkir hann henni við Venus frá Milo. Hún er 25 ára gömul og því komin á gifting- araldurinn, stúlkan sú. Skipstrand. Danskt skip, er nét Volmer, sökk nálægt Englands- strönd á jóladag í ofsaroki, 15 menn druknuðu en 2 björguðust á bát. Sá bátur hraktist þó í hafi 3 sólar- hringa og voru mennirnir þrotnir að kröftum, er þeir fúndust. Frá Furðuströndum. V. Annie Besant og W. T. Stead. Guðspekingar (theosofar) nefnist fjöl- mennur flokkur manna, sem fást við andleg mál. Eiga þeir ítök í öllum álfum heims, jafnvel hór á íslandi. Forseti fólags þeirra er eusk kona og heitir hún Annie Besant. Hún hefir orð fyrir að vera einhver mælsk- asta kona í heimi. Ferðast hún um heiminn og alstaðar flykkist fólk til að hlusta á hana. Hér er ekki rúm til þess að skýra frá kenningum guðspekinga, ení sam- handi við eftirfarandi sogu, skal þess getið, að eitt af því sem þeir staðhæfa er það, að mannsandinn sé þeim hæfi- leikum gæddur, að geta skroppið úr líkamanum í svefni, svifið um geiminn og veitt þeim mönnum andlegan styrk, sem bágt eigi. En sagan er svona : Merkur maður einn brezkur, R o- bert Kingað nafni, sem fæst mikið við rannsókti dularfullra fyrirbrigða, hefir skýrt frá því nýlega í fyrirlestri, að á tilraunafundi, sem hann var á nokkrum dögum eftir Titanic-slysið í vor, hafi Mr. Stead látið til sín heyra. Hann var spurður hvernig honum hafi liðið fyrst eftir að hann skildi við. Sagðist Stead hafa verið mjög utan við sig í fyrstu. »Eg þóttist sjá Mrs. Besant«, sagði hann, »líða fram hjá mér, og var hún önnum kafin við að hjálpa þeim sem bágt áttu. En þetta var sköutmu áður en eg fekk fulla með- vitund aftur. King bættiþví við, sem er merkilegast ] þessu sambandi, að hann hefði síðar fengið bróf frá Mrs. Besant, þar sem hún sagði svo frá: Nóttina sem skipið férst (Titanic), þutum vér, með hóp hjálparmanna, á staðinn þar sem slysið vildi til, og eg sú Stead. Hann leit út fyrir að vera svo utan við sig, að eg veit ekki hvort hann hefir þekt mig«. Verðlaunarit Nefnd sú (dr. B. M. Ólsen, dr. Jón Þorkeísson og Hannes Þorsteins- son), er dæmir um verðlaun úr sjóði fóns Sigurðssonar fyrir vísindalegar ritgerðir um sögu landsins, hefir ný- lega veitt þessi verðlaun tveim mönn- um, síra Jóni Jónssyni prófasti á Stafafelli og prófessor Einari Arnórs- syni. Verðlaunin sem hvor þeirra fær eru 750 krónur. Titillinn á ritgerð síra Jóns er: Herjerðir vlkinga á Norðnrlðndum. Sjálfsagt verður hún prentuð, líklega í Safni til sögu Islands. Ritgerð prófessorsins heitir: Rétt- arstaða Islands að Jornu og nýju. Má nærri geta, að mörgum þyki fróð- legt að sjá hana og góðra gjalda vert að íslenzkir fræðimenn riti um það efni, ef vel er gert, sem hér mun mega vænta. Ætlar Þjóðvina- félagið að gefa út ritgerð E. A. á þessu ári. Eins og kunnugt er, veitti alþingi 1909 2500 kr. styrk til þess að rita og geja át itarlegt rit um pjóð- réttarstoðu landsins. í febrúar 1910 fól þáverandi ráðherra, Björn Jóns- son, þeim dr. Jóni Þorkelssyni og prófessor Einari Arnórssyni að semja rit þetta, og mun hafa veiið í samn- ingum milli þeirra, að réttarsögu- prófessotinn ritaði ritgerðina, en dr. Jón yæri þar til samráða. Skyldi ritið samið á dönsku. Eins og eðli- legt var, varð nokkur dráttur á að höf. gæti skilað ritgerðinni og fekk hann frest til 1. apríl 1912. Um það leyti tjáði hann sig líka vera búinn með - hana og beiddust þeir félagar útborgunar á styrknum, en fengu það svar hjá þáverandi ráðherra, Kristjám Jónssyni, að hann teldi styrkinn fallinn niður. Þessi ráð- stöfun stjórnarinnar hefir þó, sem belur fór, ekki orðið til þeas, að af- stýra því að litgerðin kæmist á prent. Líklegt væri að alþingi veitti á næsta sumri eitthvert fé til þess að koma henni á einhverja erlenda tungu. Enn um sauðfjárböðun. Svar til Garðars Gislasonar. Nl. Eg hefi verið fram undir tvö ár á sauðfjárbúum í Skotlaudi og. kyntist þar fjárböðuuum af eigiu raun, auk þess sem eg talaði við marga menn, sem vit höfðu á þeim efnum, og vissi eg aldrei til að nokkrum manni dytti í hug að nota Coopers baðduft á haust- in eða veturria, eins og eðlilegt var, því að þá þurfti ekki að verjast flug- unni, og skaðlegu verkanirnar hefðu þá eins komið fram, þær að ullin losn- aði og gisnaði. Eg varð hvergi var við, að þar væri notað þetta Albyn Paste, sem kaup maðurinn talar um, og heyrði engan matin mæla með því, svo að það er varla mjög alment notað í fjalllendun- um á Skotlandi. Þar á móti var þar, sem eg hafði spurnir af, hvervetna að hausti og vetri notað skozka baðlyfið, sakir hinna miklu kosta, er eg tók fram í grein minni: Að það drepur lús og kláðamaur, eykur ullarvöxtinn stórum og ver því að vatn gangi í ullina. Þessi síðastnefndi kostur er ómetanlegur, þar sem féð gengur úti í rigningum og slydduveðrum eins og á íslandi. Eg stend við það, sem eg hefi sagt um áhrif Coopersbaðduftsins á ullina, enda ekki að fara í neinar grafgötur um það, hvaða áhrif það hefir á hana. G. G. óskar eftir því, að einhverir fjárræktarmenn vilji skýra frá reynslu sinni í þessu efni, og vill svo vel til, að eg get bent honum á vottorð frá íslenzkum fjárræktarmönnum í sfðasta hefti »Freys« (uóv. 1912). Þar skýrir Sigurjón Kristjánsson í Kraumshólum < Borgarhreppi frá því, að hann hafi baðað ur Coopers baðdufti tvo síðast liðna vetur. Fyrri veturinn baðaði hann um mánaðamót góu og einmán- aðar og kveðst ekki hafa orðið annars var, en kindurnar hefði ágæt þrif. í fyrra vetur baðaði hann á jólaföstu, og varð þá annað uppi á teningnum. Hann segir frá því á þessa leið: »Þegar kom fram á þorra í vetur, varð eg var við talsverðan ullarslæðing á gólfunum í fjárhúsunum, og þótti það kynlegt. Skoðaði eg þá kindurn- ar nákvæmlega, en hvergi fann eg lús á þeim, eða önnur óþrif, e n u 1 1 i n var meira eða minna Iaus á þeim öll um. Salómon Sigurðsson, bóndi í Stang- arholti, hefir notað þetta bað síðast- liðna þrjá vetur. Tvo fyrri veturna tók hann ekki eftir þessu, en í vetur er útkoman hjá honum ekki betri en hjá mér; ullarslæðingurinn meiri. Af hverju stafar þetta? Mór hefir dottið í hug, hvort arse- uikið, sem er í duftinu, gæti ekki átt sinn þátt í þessu, en vitanlega stað- hæfi eg ekkert um það. Hefir enginn orðið var við þetta nema við tveir? Gott ef Freyr gæti gefið upplýsing- ar um þetta. Sigurjón Kristjánsson. Kraumshólum«. Hér hefir þá kaupmaðurinn óbeðið fengið vottorð um reynslu tveggja manna, um ullarlosið, sem eignað er baðlyfinu, og eg get bætt við fleiri dæmum í sömu átt: Tveir fjárflestu og athugulustu bændurnir í Gnúpverja og Hrunamannahreppum hafa venju fremur tekið eftir miklum ullarslæð- ingi í fjárhúsum, síðan þeir fóru að nota Coopers baðduftið, og halda að það stafi af þv(. Þetta kemur heim við reynslu margra annara bænda hér sunnanlands hin síðustu árin, er kvárt að hafa um, að ullin væri stutt, gisin og létt, og að illa gengi pr henni við þvott. Tel eg hægt, áður langt um líður, að leggja fram vottorð skilríkra manna um að hér só rétt með farið. Sama er reynslan erlendis eins og eg hefi þegar drepið á, og skal bæta því við, að merkir fjárræktarmenn í Skotlandi hafa sagt mór, að Coopers baðlyfið væri ekki notandi í köldum löndum: Kosturinn væri sá, að það dræpi flugnaegg, en ef það ætti að eyða kláðamaur, þyrfti það að vera einum fjórða sterkara, og yrði þá jafn- framt hættulegt fyrir féð. Hór til get eg nefnt M r. J o h n M i t c h a 1 1, ágætan og alknnnan f jár- ræktarmann, sem vinnur verðlaun á ílestum fénaðarsýningum í Skotlandi; J o h n C a y, er verið hefir fjárrækt- armaður allan sinn aldur viðsvegar um lönd, t. d. 7 ár í Suður Afriku, og nú orðinn ráðsmaður á stóru fjárbúi í Ástralíu. Furðaði hann á því, að ís- lendingar skyldi ekki vera lengra á veg komnir en svo, að þeir vissu ekki hvað fénu hagaði, heldur notuðu bað- duft, sem væri óhæft í islenzkri veðr- áttu og hefði skaðleg áhrif á ullina. Sagði hann, að í Coopers baðlyfi væri arsenic, brennisteinn og dálítið af málmi (»mixed with arsenic, sulphur and little metal«). Enn fremur vil eg nefua A 1 e x a n d e r G a w, gamlan fjárrækt- armaun. Sagði hann mér hið sama, að Coopers baðlyf væri óhæft til notk- unar í köldu loftslagi. Ennfremur skal eg tilgreina ummæli D. Wo o ds, úr bæklingi hans um fjár- böðun. Hann segist stranglega vilja ráða mönnnm til að útvega sér skozka baðið, og þé muni aldrei iðra þess (and they will never regret so doing). Síðast en ekki sízt, skal eg benda mönnum á ráðlegging eins manns enn, sem herra umboðssalinn ber vafalaust mikið traust til, því að það er enginn annar en sjálfur Garðar G í s 1 a - s o n. Hann segir sem sé, að þegar Coopers baðlyf só notað á beitarfó á haustin eða veturna, sé »gott að láta ögn af velbráðinni feiti saman við bað- löginn, svo sem hrossafeiti eða lýsi, sem leggur sig á ullina og ver hana fyrir vætu« (sjá Handbók bænda bls. 64). Líklega hefir þessi lýsis- eða hrossafeitÍ8-tilraun verið gerð á sauð- fjárbúinu í Skjaldborg, og hver sem árangurinn kann að hafa orðið, þá sýn- ir þetta ljóslega að eitthvað hefir G. G, þótt skorta á gæði Coopers baðlyfs, úr því að grípa þurfti til þessa sóða- lega samsulls, þegar baðlyfið var hing- að komið. Svo kostar það þó líklega eitthvað, að láta þessa feiti í baðið, og ekki er það alveg fyrirhafnarlaust, og held eg satt að segja miklu hyggilegra að kaupa heldur þau baðlyf, sem ekkl þarf að blanda með grút eða hrossa- floti, heldur eru tilbúin á vísindalegan hátt. — Garðar Gíslason gerir lítið úr þekk- ingu minni á baðlyfjum, en lætur þó svo litið að geta þess í auglýsing í ísafold, að baðlyf sitt hafi alla þá kosti, sem eg segi að baðlyf eigi að hafa. Er það dálítið undarlegt, að hann skuli sjá sór hag í því, að vitna í ummæli mín, ef þau eru bygð á jafnlítilli þekk- ingu eins og hann gefur í skyn. Hvers vegna notar hann ekki fremur hina miklu þekkingu sjálfs sín til meðmæla með baðlyfinu 1 Það sannar hvorki til né frá um kost eða löst skozka baðlyfsins, þó að Garð- ar Gíslason þekki það ekki. Það er engu að síður heimsfrægt baðlyf og notað víða um heim, eins og eg get sýnt og sannað með vottorðum, hve- nær sem er. Eg, ætla svo ekki að fjölyrða meira um þessa umboðssala roku G. G. að þessu sinni, með því að eg býst við hann gefi mér færi á að svara ítarleg- ar síðar. Jón Ólafsson frá Vestra Geldingaholti. ReykjaYlkur-annálI. Dánir. Margrót Bjarnadóttir ekkja,. á Stýrimannastíg 2 (77 ára). Dó 3. jan. Jónína Jónsdóttir stúlka, á Berg- staðastræti 29 (21 árs). Dó 4. jan. Ólafur Pétursson steinsmiður, Vest- urgötu 54 (40 ára). Dó 5. jan. Fisksala. A p r í 1 seldi afla sinn í Englandi í fyrradag íyrir 733 pd. sterl. Hjónaofni: Guðjón Jónsson Lauga- veg 20 B og Sigríður Bjarnadóitir ur Vesturskaftafellssýslu. Skemtunum fyrir fátæk börn hefir Verzlunarmannafólag Reykjavíkur geng- ist fyrir núna um jólin — eins og þess er veuja. Sunnudag 5. þ. mán. efndi það til skemtunar með borðhaldi og dans í Hótel Reykjavík, fyrir á þriðja hundrað börn. Mikil unun að sjá hve ánægður þessi mikli barnahóp- ur var, sem ella á engum sórlegum lífs- ins gæðum að fagna, — að fá gnægtir

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.