Ísafold - 01.02.1913, Side 3

Ísafold - 01.02.1913, Side 3
í S AFOLD 35 Indriði Reinholt. Vestur-íslendingurinn, sem nýkom- inn er hingað til bæjarins, og getið var í síðasta blaði, Mr. Indriði Rein- holt, er einn af merkustu íslending- um vestan hafs og óvenjulegra mik- ill framkvæmda- og dugnaðarmaður. Heimili hans er í bænum Red Deer í Canada. Einar Hjörleifsson segir frá Mr. I. R. í bók sinni Desturýör, ferðapistlum þeim, er hann reit um ferð sína i Canada árið 1907, og þykir oss rétt að prenta hér upp það, sem hann segir um framkvæmd- ir Mr. I. R. En pess skal getið, að ekki hefir gestur vor legið á liði sínu síðan E. H. hitti hann. Hefir hann síðustu áriu aðallega starfað að því, að byggja járnbrautir í fylkjun- um Saskatchewan og Alberta. Varla mun hann heldur ætla sér að verða iðjulaus þessa mánuði sem hann dvelur hér á Islandi. E. H. segir frá á þessa leið: Red Deer er á svipaðri stærð og Akureyri eða ísafjörður. íbúar eitt- hvað 2000. En mikið er Canada- bærinn veglegri. Götur reglulegar og gangstéttir víða um hann úr timbri. Og húsin mikil sum og falleg. Eg hélt af járnbrautarstöðinni í næsta gistihús og fekk mér þar morg- unverð. Eg spurði eftir eina íslend- ingnum þar í bænum, sem eg hafði spurnir af, Indriða Reinholt — hvort maðurinn þekti þann mann. Hann leit á mig stórum augum. — Já, eg þekki hann vel. Við þekkjum allir Mr. Reinholt. Eg fann, að honum fanst eitthvað líkt spurt, eins og ef gamall Reyk- víkingur væri spurður að því, hvort hann þekti rnann, sem héti Magnús Stephensen eða Björn Jónsson rit- stjóri. Og mig furðaði ekki á því, að menn þektu hann. þegar eg fekk vitneskju um það, er hann hafði að hafst þar. Indriði Reinholt er sonur Friðriks Reinholts, sem var í Reykhúsum, í Eyjafirði, áður en hann fluttist vest- ur um haf. Indriði kom til Vestur- heims 1876, 15 ára gamall. Til Red Deer kom hann vorið 1902. Efnalítill mun hann þá hafa verið. Mig minnir, að hann segði mér, að hann hefði haft 500 dollara úr að spila. En ekki hefi eg skrifað það í minnisblöð mín. sálminum og höfundi hans, kom honum til að fara með hann sem helgan dóm. Með margvíslegum ritstörfum sín- um hefir E. M. breytt út mikla þekk- ingu á íslenzkum bókmentum meðal Englendinga. Varð hann kunnur fyrir og starf hans vel metið af þeim. Um það leyti, er hann lét af bóka- varðarembættinu, hélt félag eitt í Lundúnum, er sinnir norrænum fræð- um (»Viking Club«), honum veizlu og gaf honum heiðursgjöf sem þakk- lætisvott fyrir starf hans. En þótt hann dveldist mestan hluta starfsæfi sinnarerleudis, gleymdi hanu ^kki íslandi. Alt af var áhug- inn jafn á þvi, sem beima var að gerast, og oft lagði hann orð í belg, er rætt var um stórmálin. Þegar askan féll yfir Austurland 1875, sýndi E. M. bezt ást slna á átthögunum og íslandi. Hann gekst Þá fyrir samskotum á Englandi til þess að bæta úr tjóninu. Og hið sama gerði hann, er harðindin gengu yfir þetta land 1882. í hvorttveggja stnnið var honum falin öll ráðstöfun sarnskotafjárins og varði hann bæði Nú ætla eg að segja mönnum ágrip af því, sem hann hafði haft fyrir stafni þau 5 ár, sem liðin voru frá því er hann kotn til Red Deer og þar til er eg talaði við hann. Eg skrifaði það hjá mér jafnóðum og hann sagði mér það. Menn fá af því ágripi ofurlitla hugmund um líf islenzkra atorkumanna í Vesturheimi. Fyrsta sumarið tók Reinholt að sér að reisa pósthús bæjarins fyrir 10 þús. dollara. Um röðina á öðrum athöfnum hans þeim er hér fara á eftir, veit eg ekki, enda skiftir hún engu. Spítala hefir hann reist í bænum fyrir 15,000 dollara. Honum var komið upp eingöngu með frjálsum samskotum, til minningar um unga menn frá Red Deer, sem fallið höfðu í Búa ófriðnum. Og hann er nefnd- ur Memorial Hospital. Tvö bankahús, annað fyrir 9,000, hitt 20,000 dollara. Verzlunarhús fyrir 9,000 dollara. Kirkju fyrir Presbýteriana 9,000 dollara. Aðra kirkju fyrir biskupakirkju- menn x0,000 dollara. Barnaskóla bæjarins fyrir 45,000. Eg fór að hugsa um að sá barnaskóli mundi hafa þótt kostnaðarsamui á Akureyri eða ísafirði. Eg fór um hann allan. Hcnum hefði fráleitt verið komið upp hér á landi fyrir það verð, kr. 166,500, ef dollarinn er talinn kr. 3,70. Skurð hefir hann grafið fyrir sög- unarmylnufélag eitt, úr ánni Red Deer, sem bærinn dregur nafn af. Skurðurinn er 3 enskar mílur á lengd, 35 feta breiður að meðaltali, 3 —12 fet á dýpt, og steingarður í sambandi við hann, 1300 feta langur, 8 feta breiður og 4—10 feta hár. Þetta verk kostaði 11,000 dollara. Þá eru skurðir fyrir skolpræsi bæj- arins, rneira en 9,000 feta langir, um 19,000 dollara. Stýflu hefir hann, ásamt öðrum, gert í á til rafmagnsstöðvar, búið til foss. Hans hluti af því verki nam 600 dollurum. Prentstofu hefir hann reist fyrir 1600 dollara og kaffihús fyrir 2500 dollara. Búð og samkomuhús fyrir 5,000 dollara og hringhús fyrir járn- brautarvagna fyrir 5,000 dollara. Stræti hefir hann malarborið fyrir 5,000 dollara. Skóg hefir hann rutt fyrir aðra af 400 ekrum, hreinsað jarðveginn al- skiftin fénu til kornvörukaupa, er hafðar skyldu til gripafóðurs. Kom hann hingað sjálfur heim með gjaf- irnar á skipi bæði sinnin. í viður- kenningarskyni fyrir þessa íramkomu hans gerði dauska stjórnin hann ridd- ara af Dannebrog árið 1883. En líklega hefir E. M. aldrei orðið íslandi að meira liði, en þá er hann útvegaði Jóni Sigurðssyni fjársstyrk- inn hjá enskum efnamanni, er Danir j>vildu svelta hann frá þingmensk- unni«. Mér er kunnugt um það, að E. M. átti ýms merk bréf frá Jóni Sigurðssyni, sem að þessu lutu og enn eru óprentuð, og er óskandi, að hann hafi ekki glatað þeim. Gestrisinn var E. M. með afburð- um. Kom það ekki sízt fram við alla íslendinga, ertilCambridgekomu. Ollum var þeim tekið sem væru þeir einkavinir hans. Það var föst venja hans að sýna vinahót öllum stúdentum og Iræðimönnum af Norð- urlöndum, er til Catnbridge-háskólans komu. Hann átti og mikið í það, að vera gestrisinn og skemtilegur húsbóndi. Hann var gáfaður gleði- maður og einstaklega ræðinn, sí-fjör- gerlega, plægt og herfað spilduna og tínt úr rætur eftir herfingu. Fyrir það voru goldnir 15—16 dollarar á ekruna. Fyrir sjálfan sig hafði hann reist 12 íveruhús og selt þau flest. Land hafði hann keypt árinu áður en eg talaði við hann; þar af hafði hann lokið við að ryðja skóg og kjarri af 75 ekrum, og plægt 85 ekrur. Fjórum árum áður hafði hann líka keypt land, rutt af því skóginum og reist hús á því. Þegar eg kom til hans, var í smíð- um kirkja, sem hann hafði tekið að sér að koma upp. Hann hafði lokið við kjallarann, sem kostaði 5,000 dollara. En öll átti kirkjan að kosta 32,000 dollara. A annað hundrað manna hafði hann stundum haft í vinnu í einu. Hann átti 80 hesta, 12 sleða, 12 vagna, gasólínvél til þess að hræra sementssteypu, og annan útbúnað til hennar fyrir 1100 dollara. Eg geri ráð fyrir, að lesendur verði mér sammála um það, að eitt- hvað hafi sá maður um að hugsa, sem leysir þetta alt af hendi á 5 ár- um í canadiskri samkepni. Eg segi um sjálfan mig, að mér liggur við að sundla, þegar eg hugsa um þá vitsmuni og fyrirhyggju, sem til þess hlýtur að þurfa að geta gert þetta, Og byrja á slíku starfi hér um bil efnalaus. ReykjaYíknr-anpáll. Aðkomumenn. Halldór Vilhjálmsson skólastjóri á Hvanneyri ásamt frú sinni, Pétur Ólafsson konsúll frá Patreksfirði. Alþýðufræðsla. Á morgun flytnr Guðm. Finnbogasou dr. phil. enndi í Iðnaðar- manuahúsinu kl. 5. Erindið heitir : Hafa plönturnar sál. Guðsþjónustui' á morgun: í dómkirkjunni kl. 12 sira Bj. J. (sjóm.guðsþj. og altarisg.). kl. 5 sira Jóh. Þork. í fríkirkjunni kl. 12 sira Ól. Ól. Hjúskapur: Árni Árnason Gerðum i Garði og ym. Guðrún Þórðardóttir. Gift 30. jan. Lauritz Mikael Knudsen Njálsgötu 23 og Svanborg Jónsdóttir sama st. Jarðarför biskupsfrúarinnar fer fram næstkomandi mánudag 3. febr. og hefst húskveðjan i Laufási kl. ll'/2. ugur og söngelskur, enda söngmað- ur góður, meðan hann var á bezta skeiði. Haun hafði hina rnestu ást á ensku þjóðinni og fátt var honum ljúfara en að fræða menn um siðu og háttu Englendinga og bókmentir þeirra. Jafnan fór hann sjálfur með gesti sína um hinn merkilega enska há- skólabæ, til þess að sýna þeim söfnin og fegurstu stórhýsi háskólans, sem í raun og veru er ekki einn skóli, heldur margir, þótt allir myndi þeir eitt félag. Collegíin voru orðin þar 21 um aldamótin síðustu; þar af tvö fyrir kvenstúdenta eingöngu. E. M. var lilfinniugamaður mikill og geðríkur. Og með þvi að hann fylgdi jafnan fast fram sínum mál- stað, gat slegið i allharða brýnu milli hans og þeirra, er aðra skoð- un höfðu á málunum. Lesendum ísafoldar mun t. d. minnisstæð deila hans við Björn Jónsson og fleiri hér heima út af fyrirkomulagi Landsbank- ans. Mikið reyndi hann að fá mig til að líta á það mál eins og hann, er eg dvaldist með honum.' Það var honum hið mesta alvörumál, og Til lesenda ,Skírnis‘. Sleggjudómur Einars Arnórssonar um orðabók mína verður rækilega xrakinn i næsta hefti »Skírnis«. 31. jan, 1913. Jón Ólajsson. Sjófatnaðurinn orðlagöi er nú kominn aftur, og er að vanda beztur og ódýrastur í verzlun B. H. Bjarnason. IH# Fundur í Bárubúð uppi ■ sunnud. 2. febr. kl. 10 árd. 30-40 menn geta fengið stöðuga vinnu. Upplýsingar gefur forkeS! Clausen. í miðbærttim er stoja til leigu frá 1. apr., hentug fyrir skrifstofu. Finnið Pétur Gunnarsson hótelstj. til merkis um ákafa hans í þessu get eg þess, að þá er hann í »heitri málkepni hafði eigi getað sannfært mig«, ritaði hann mér langa ritgerð til Edinborgar, er eg var nýfarinn frá honum og beið þar skips. Og enn þótti honum sárt, er eg kom til hans 1910, að eg skyldi vera jafn »forhertur« og áður. Þeir B. J. höfðu eitt sinn verið mestu mátar, en orðið óvinir út af bankadeilumálinu. Um nýársleytið 1911 kom B. J. til Lundúna. Þaðan skrifaði hann Eiríki bréf og kvað sig langa til að heimsækja hann, »til þess að slétta yfir fornan fjandskap, enendurnýjaenn eldri vináttu«. Eirík- ur sendi honunt jafnskjótt svolátandi símskeyti: »Vertu velkominn, hvort heldur er á nóttu eða degi«. Sýnir þetta atvik vel sáttfýsislund beggja. B. J. heimsótti hann og má af sím- skeytinu marka, hvernig viðtökurnar munu hafa verið. Eftir það skrifuð- ust þeir á, eins og áður. E. M. var allra manna iðnastur bréfritari og ritaði einkar fagra hönd. Er eigi all-lítill fróðleikur fólginn í bréfum hans. Þau voru stundum heilar ritgerðir. nýkomin, sérlega vönduð og haldgóð, — þau beztu er fást. Sjómenn 1 Lítið á þau, áður en þér gerið kaup annarsstaðar. Guðm. Olsen. Alþýðufræðsla Stúdentafélagsins: Guðmundur Finnbogason flytur erindi: Hafa plönturnar sál? sunnud. 2. febr. kl. 5 í Iðnó. Hæg og góð vist á fámennu heimili er laus 14. maí fyrir góða og duglega stúlku. Afgr. vísar á. Kappglímunni um »Reykjavíkurskjöldinn Armann* verður, af ófyrirsjáanlegum ástæðum, frestáð til 1. apríl n. k. Reykjavik, 31. jan. 1913. Þau hjónin eignuðust 2 börn, er bæði dóu á 1. ári. En bróðurson Eiríks ólu þau upp og mentuðu, — Magnús Magnússon, sem nú er bú- settur í Vesturheimi. Ýmsir ættingjar þeirra dvöldust og hjá þeim langdvölum; nú síðast um mörg ár Sigriður Sigurðardóttir, prófasts Gunnarssonar í Stykkishólmi. Eiríkur var fremur lágur maður vexti, en þrekinn og karlmannlegur, og einkar hvatlegur í spori. Hárið var Ijóst og mjúkt, ennið hátt og hvelft og yfirbragðið alt hið gáfu- mannlegasta. Lundin var ör og heit, en drenglyndið einstakt. Þegar hann var 75 ára, sendu ýmsir Reykvíkingar honum skraut- ritað ávarp og fylgdi þar með kvæði eftir Þorstein Erlingsson. Niðurlags- línurnar í því etu svona: Frá þér har yfir æginn geislastaf sem æska’ og dugur langa vegn kenna, og þeim er horfið leiðarljós í Ifaf, er logar þínir hætta’ að verma’ oghrenna. — Nú eru þeir logar sloknaðir, en bjart er yfir minningunum í huga okkar vina hans. Har. Nielsson. Stdórnin.

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.