Ísafold - 15.02.1913, Blaðsíða 3

Ísafold - 15.02.1913, Blaðsíða 3
ÍSAFOLD 51 stöðum í Mýrdal V.-Skaftafellssýslu. Lézt 16. des. Guðfinna K. Eiríksdóttir Halldórs- son, kona Sveins Halldórssonar bónda nál. Bertdale. P. O. i Foam Lake- bygð, áður í Kálfholti á Skeiðum. Hún var ættuð frá Hrossholti í Bisk- npstungum, 52 ára. Fluttist vestur 1887. Bjarni Stephenson bóndi í Elphin- stone, féll út úr eimlestarvagni 7. lan. og beið bana af. Kristjana Stepkansdóttir, kona Arna Sigurðssonar við Mozart Sask., 74 ára. Fluttist vestur 1892. Lézt 14. des. Kristín Brown, ekkja í Winnipeg, 55 ára. Varð bráðkvödd 14. jan. Hún var móðir Maríu, konu Lúð- Hks Möller á Hjalteyri. Vigdís Jónsdóttir, Eddlestone P. O. Sask., 72 ára. Dó úr slagi 15. jan. Hjúskapur. Óli* Coghill, er héðan fór vestur í fyrra (?) er ný- kvæntur Valgerði Helen Briem, dótt- ur jóhanns Briem á Grund við ís- lendingafljót. Veizluna sátu á 3. hundrað manna. Hæstiréttur visar iieim máli til yfirdómsins til nýrri og betri meðferðar. Nýlega hefir hæstiréttur kveðið upp dóm í máli P. M. Bjarnasonar & Co. á ísafirði og Péturs fónsson- ar & Sonar í Reykjavík (út af pját- urdósum). Vísar hæstiréttur málinu leim til nýrrar og betri meðferðar yfirdóms, með því að yfirdómurinn lafi ranglega neitað um frest til að sameina málið öðru máli um sama efni. Það var einmitt í öðru þessara mála, sem yfirdómurinn gleymdi fullnægingarklausunni, svo sá sem iá vann málið fyrir yfirdómi varð að áfrýja því til hæstaréttar til þess að honum gæti orðið nokkuð gagn að dóminum. Hálfleiðinlegt fyrir okkur íslend- inga að þurfa svo mjög á hæstarétti að halda til þess að fá rétta dóma. Og þó kostar það sakamálsrann sókn að bæjarfógetanum á ísafirði varð á að skrifa: Guði sé lof, að til er hæstiréttur. Skóhlífarnar * frá Lárusi G. Lúðvígssyni koma sér vel nú í bleytnnni Stæist úrval. Lægst verd í borginui. Á skemtuninni Goodtemplarahúsinu á morgun 16. febr.) kl. 8Ý2 s.d. verður skemt með: Flokksöng, Einsöng, Upplestrum, Leikfimi og Sjónleik. Aðgöngueyrir 50 aurar. Sjá götuauglýsingarnar. Leikfél. Reykjavíkur: Um háttatima 70 73 > 0 *< 0> s cr tn (T ST N r+- S p Síra Jón Bjarnason segir af sér. Við guðsþjónustu í Fyrsta lút. söfnuðinum, sunnudag 5. jan. síðastliðinn, lýsti dr. Jón Bjarnason yfir því, að hann segði af sér prests- skap vegna heilsubilunar. Hann hefir verið prestur Fyrsta lút. safnaðarins 28 ár. Guðrún Indriðadóttir kom til Winnipeg þ. 3. jan. Fjalla-Ey- vind á að leika fyrsta sinni þar vestra þessa dagana, væntanlega í kvöld eða á morgun (um miðjan febr. stendur í vestanbl.) Reykiavíknr-annáll. Bjarni Björnsson ætlar að halda skemtisamkomu á morgun kl. 6 í Bárubúð. Dánir. Bergsteinn Vigfússon bóndi, Njálsgötu 49 b, 86 ára. Dó 13. febr. Eldur í Botníu. Á leiðinni hingað milli Færeyja og Vestmanneyja kom upp eldur í Botníu. Upptökin þau, að kviknaði af sjálfu sér í steiuolíufötum. Tókst að slökkva eldinn á skömmum tíma. Gasniaður kom hingað á Botníu frá Carl Francke, væntanlega til þess að athuga gasstöðina og raða bót á því, að fyrir geti komið gas-ólag líkt þvf er 4tt hefir sór stað í vetur. Guðsþjónusta á morgun: í dómkirkjunni kl. 12 síra Bj. Jónss. (altarisganga). ---- kl. 5 síra Jóh. Þ. í fríkirkjunni kl. 12 síra Ól. Ólafss. Innbrotsþjófnaður. Um innbrot þau, er gerð voru í íshúsið og Fólags- bókbandið um daginn er nú uppvíst orðið. Það eru tveir menn, er þau hafa gert í félagi. Hafði annar þeirra dag- inn sama og innbrotið var framið í Fólagsbókbandið sóð forstjóra þess vera að telja út peninga og sóð hann láta talsvert af peningum aftur f skáp — þá peninga ætlaði hann að hirða um nóttina, en þá hafði forstj. bókbands- ins tekið þá heim með sór. Hafa þeir fólagar nú játað á sig innbrotið. Hjúskapur: Bjarni Pótursson Laugá- veg 33 A og ym. María Guðmunds- dóttir. Gift 8. febr. ^hipafregn: B o t n í a kom hing- að aðfaranótt fimtudags. Hafði hrept versta veður. Meðal farþega: Kofoed Hansen skóg- ræktarstjóri (úr ferð til Spánar), Guð- mundur Thorsteinsson listmálari, Bjarni Chr. Eyólfason kaupm. — Nokkrir Eng- lendingar. Vedrátta frá 9. til IS. febr. Sd. Md. Þd. Mvd. V.ey. 2,1 2,5 6,6 5,6 Rv. — 1,0 0,0 5,o 3,5 íf. — L2 — 0,9 6,2 i,7 Ak. - 6,5 — 2,5 4,o 1,6 Gr. — 6,0 — 3,o 2,5 1,0 Sf. 0,8 2,9 1,1 Þh. 3,9 8,6 2,7 Fd. Fsd. Ld. V.ey. 2,0 5,5 o,5 Rv. 2,0 5,5 L5 íf. o,3 4,8 0,2 Ak. 2,0 S,5 3,o Gr. 2,0 2,8 — 0,8 Sf. 4-5 2,8 9,3 Þh. 9,° 0,8 6,8 V.ey. = Vestmanncyjar. Rv. = Reykjavík. ís. = Ísaíjörður. Ak. = Akureyri. Gr. = Grímsstaðir. Sf. = Seyðisfjörður. Þh. = Þórshöfn áFære. ---------------«■£>-:•<[♦ . ísland erlendis. Sambandsmálið. Tíðindam. Ber- lings hér í Reykjavík ritar til blaðs- ins 16. jan. um Sambandsmálið og segir þar, að sú sé vafalaust almenn skoðun hér á landi, að hið nýja frumvarp muni eigi fá fylgi hér hjá oss. Þar með fylgir orðrétt þýðing af inngangsummælum Ísajoldar í sama blaði og birt var ræða Sveins Björns- sonar, og ennfremur þýðir tíðinda- maðurinn síðasta kaflann í þeirri ræðu: um að hætta að semja við Dani. — Loks minnist tíðindam. á ummæli Lögréttu um sambandsmálið. Eiríkur Magnússon. Um hann rit- ar Sigfús Blöndal í Berling. í lýs- ingu frá heimili þeirra hjóna segir m. a.: A heimili þeirra var ætíð fult gesta: Ættingjar og vinir frá íslandi, danskir, norskir og sænskir rithöfundar, á stundum Frakkar og Þjóðverjar, útlægir Gyðingar frá Rú- meníu og ungverskar frelsishetjur frá því herrans ári 1848 — rauðir jafn- aðarmenn, samverkamenn Ruskins og Morris, íþróttamenn, tónskáld, land- könnuðir, lærðir Hindúar, íhaldssamir klerkar, — og allir áttu sammerkt i því, að dást að og þykja vænt um hinn ástúðlega og gáfaða húsbónda. Jaröarför Eiríks Magnússonar fór fram í Cambridge miðvikudag 29. jan. við mikla viðhöfn. — Af ís- eftir Franz Adam Beijerlein ieikið í Iðnaðarmannahúsinu sunnu- dag 16. febr. kl. 8. Kolaverð hjá okkur ©r kr 5,00 fyrir skippund heimflutt til kaupenda í bænvim. B.F. Timbur- og kolaverzlunin REYKJÁYIK. lendingum voru þar viðstödd, auk vandamanna, Einar Benediktssön skáld og frú hans Blaðið »Cambridge Daily New» kallar Eirík einn af mætustu mönn- um í Cambridge. Mjög lofleg eftir- mæli hefir hann og hlotið í heims- blaðinu mikla »The Times«. Sambandsmálið og danska ráðuneytið. — Ráðuneyti Klaus Berntsens sætir miklum árásum af hálfu hægrimanna í Danmörku, bæði vegna grundvallarlagabreytinga þeirra er það hefir beizt fyrir og eins hins, að þeim (hægrim.) þykir það eigi sinna nóg landvarnarmálum. Ýmislegt hefir því verið reynt hægrimanna hálfu til að steypa ráðu- neytinu, en komið fyrir ekki. Nú flytja dönsk blöð þá fregn, að einn af foringjum hægri manna í lands- þinginu hafi átt að segja, að ef Klaus Berntsen eigi Jélli á öðru — pá skyldi hann pó liggja á ajskijtum slnum aj Islandi — sambandsmálinu. Hver þau afskifti eru, sem svo mjög hafa reitt íhaldsmennina dönsku til reiði, er ennþá ímyrkrunum hulið. Um alþýðuöönglög Sigfúsar Einarssonar ritar Angui Hammerich prófessor mjög loflega grein í Na- tionaltidende. Hann minnist þar og á tvísönginn, og skorar á íslend- inga að viðhalda honum, svo merki- legur sé hann og einkennilegur, að eigi megi gleymast. Ýms erlend tíðindi og greinar bíða næsta blaðs vegna þrengsla. Eignin Ráðagerði við Holtsgötu hér í bænum, með öllum húsum og lóð, fæst til kaups og afnota á næstkomandi vori, 14. maí. Upplýsingar gefur Halldór Þörðarson. bókbindari. Lítið hús til sölu. Afgreiðsla blaðsins vísar á. í sambandi við vígslu Hafn- arfjarðarbryggju á morgun — geta menn fengið keyptau mat og annað á Hótel Hafnarfjörður, Reykjavíkur- veg 2. Tals. 24. 3 herbergi, eldhús oggeymsla óskast frá 14. mai. Ritstj. vísar á. Stúlka óskast 14. maí á fáment imili. Ritstj. vísar á. Lítið hús óskast keypt, verður borgað með peningum samstundis ef um semur. Broderí-sali. Duglegur maður eða kona óskast til að selja prívat-fólki 1. flokks broderí vörur, áteiknaða kjóla, Ijós- dúka, lín o. s. frv. Hagur 10 kr. dagl. Nauðsynlegt kapítal: 15 kr. Skrifa þarf á dönsku. Tilboð merkt: »A. B. 566«, sendist til Wolffs Box, Köbenhavn, á 8—10 daga fresti. Verzlunaratvinna. Reglusamur, skyldurækinn og rögg- samur verzlunarmaður, getur fengið góða, fasta atvinnu við trausta verzl- un hér í bænum, frá 1. maí næstk. Umsóknir með upplýsingum, með- mælum og launakröfu, auðkent: »Progress«, sendist ritstjórn þessa blaðs fyrir 15. marz næstk. cfiiBliufyrirfesfur i cKqíqI sunnudag 16. febr. kl. 6x/2 síðdegis. Efni: Merkilegur og lardótnsríkur spádómur. Skýring Gabriels engils á Dan. 8. kap. Er þessi spá- dómur um vora tíma. Myndir sýndar fyrirlestrinum til skýringar. Allir velkomnir. O. J. Olsen. Líkkistur, Lítið á birgðir mínar áður en þér kaupið annarsstaðar. Teppi lánuð ókeypis í kirkjuna. Eyv. Árnason, . trésmíðaverksmiðja, Laufásveg 2. Sölubúð til leigu. * I Hafnarfirði er nýleg, björt og rúmgóð sölubúð til leigu með tækifærisskilmál- um. Fæst leigð frá 1. marz eða með litlum fyrirvara eftir þann tíma. Ritstjóri vísar á Jarðarför Rósu dóttur okkar fer fram miðvikudaginn 19. þ. mán. og byrjar með húskveðju á heimiii okkar, Mjóstræti 2, kl. II1/, f. hád. Ingibjörg Kaprasíusdóttir. Jón Ásmundsson. Jarðarför husfrú Vilheimine Bartels fer fram þriðjudagínn 18. febr. kl: 11 ‘/„ frá heimili hennar, Hverfisgötu 55. H. J. Bartels. Aðalfundur. Fiskiveiðahlutaféiag- ið sFram# heldur aðalfund fimtu- daginn 27. febrúar næstkomandi í Klúbbhúsinu við Lækjartorg, kl. 12 á hádegi. D a g s k r á: 1. Stjórn félagsins skýrir frá hag félagsins og framkvæmdum á hinu liðna starfsári. 2. Lagður fram til úrskurðar endur- urskoðaður reikningur fyrir hið umliðna ár með athugasemdum endurskoðenda. 3. Kosnir skriflega 5 menn í stjórn félagsins og tveir til vara (for- maður sérstaklega) svo og ákveðið hver stjórnenda skuli í forföllum formanns gegna störfum hans. 4. Kosnir 2 menn til að endurskoða reikninga félagsins fyrir hiðyfir- standandi ár, og einn maður til vara. 5. Umræður og atkvæðagreiðsla um önnur mál, sem upp hafa verið borin löglega. Reykjavík, 29. jan. 1913. Félagsstjórnin.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.