Ísafold - 15.05.1913, Blaðsíða 2

Ísafold - 15.05.1913, Blaðsíða 2
152 I SAFOLD• Flensborgarskólinn. Honum var sagt upp 29. apríl. í vetur hafa 71 nemandi stundað þar nám í þrem deildum, 55 piltar og 16 stúlkur, úr /msum áttum; 28 voru úr Hafnarfirði. 6 úr Skaftafellssýslu, 5 úr Myrasysiu, 5 úr Snæfellsnessyslu, 5 úr Múiasýslum, 3 úr Borgarfjarðars., 3 úr Húnavatnss., 3 úr ísafjarðars., 2 úr Árnessýslu, 1 úr Þingeyjarsýslu, 2 úr Reykjavík. 25 tóku burtfarar- próf. Þeir voru : Aðaleink. Jón Heigason Hafnarfirði......... 5.71 Grímur Hákonarson Reykjav. 5.56 Rebekka Þiðriksdóttir Reykholtsd. 5.52 ísleifur Jónsson Mýrasýslu ....... 5.50 Kristín Óladóttir Miklholtshrepp 5.50 Stefán Jónsson Fróðárhreppi ... 5.50 Kristjana Davíðsdóttir Borgarfirði eystri ....................... 5.48 Jóhann Hjörleifsson Miklholtshr. 5.40 Magnús Bjarnason Hafnarfirði ... 5.40 Guðbrandur Hákonarson Rvík... 5.40 Guðm. Guðmundsson Hafnarfirði 5.40 Eyólfur Jóhannsson Barðastr.s.... 5.38 Magnús Guðmundsson Árnessýslu 5.38 Einar Kristjánsson Fróðárhreppi 5.24 Jón Kristgeirsson Borgarfirði.... 5.20 Guðm. Guðjónsson Reyðarfirði... 5.20 Magnús Helgason Hafnarfirði ... 5.13 Páll Jónsson Mýrasýslu............ 5.06 Björn GMason---------.... ....... 5.00 Guðbr. Benediktsson Barðastr.s. 4.88 Sigurjón S. Ármannsson ísafirði 4.82 Fjóla Benjamínsdóttii N. Þing.s. 4.87 Óskar Bjartmarsson Stykkishólmi 4.61 Guðm. V. Einarsson Gullbr.sýslu 4.61 Utanskólaprófdómendur voru: Þórð ur læknir Edilonsson og Lárus Bjarna- son skólastjóri. Heiinavist í skólanum höfðu 29 pilt- ar, og varö fæði, þjónusta, Ijós og hiti þeim 71 eyrir á dag; húsnæði fá þeir ókeypis. Má það ódýrt heita eins og lífsnauðsynjar eru dýrar. En forstaða heimavistarinnar var ágæt, framúrskar- andi ráðskona, dugandi ráðsmaður og matarnefnd, er höfðu á hendi stjórn hennar. Mun óvíða á landi hór jafn- ódýrt að leita sér mentunar eins og við gagnfræðaskólann í Flensborg fyrir þá, sem geta orðið heimavistar aðnjótandi. Kunnugur. Hafnargerðin. Breyting á henni. Á bæjarstjórnarfundi í gær var samþykt að gera skyldi aðal hafskipa- bryggjuna í hinni fyrirhuguðu Reykja- víkurhöfn úr steinsteypu. Það hleyp- ir kostnaðinum fram um 50,000 kr. frá því sem ráðgert var, en í það þótti bæjarstjórn eigi horfandi, þeg- ar tillit væri tekið til hins afarmikla gæðamunar. meðan Titanic var að sökkva í hafið. Til þess var samt stofnað. Þeim fagn- aðarauka var haldið á aðalæfingu á föstudagskvöldið, eins og honum hafði verið haldið á fyrri æfingum. En lög- reglustjóri fekk vitneskju um hann og bannaði að skemta Reykvíkingum með þeim hætti. Svo að laginu: jiHærra, minn guð, til þín« var slept. Endrauginn William Stead sýndi Stúdentafólagið næsta kvöld. Stúdentafélagið skemti Reykjavíkur- mönnum með fleiru þetta kvöld en því að sýna þeim þennan draug. Það hólt líka nokkurs konar stjórnmálasýn- ing. Þegar stjórnmál eru dregin fram á leiksvið í öðrum löndum, er undan- tekningarlaust kappkostað að gera flokkum jafn-hátt undir höfði. Það er líka einstaklega auðskilið. Hver flokk- ur er svo mannmargur, að hann getur sett leikhússtjórn á höfuðið, ef hann snýst á móti með illindum. Leikhús in eru kostnaðarsamari stofnanir en svo, að eigendur leiki sór að því að egna upp stóra hluta af' almenningi. í »gamanleik« Stúdentafólagsins er »bræðingurinn« svo nefndi hafður sem aðalefni. Tilgangi þeirra manna, sem bundust samtökum um að reyna að útrýma illindunum og stofna til sam- vinnu um sjálfstæðismál þjóðarinnar, er lýst svo, með mörgum háðulegum Eftirmæli. Ekkjan Helga Jónsdóttir andaðis 6. apríl 1912 að heimili sínu Krossum í Staðarsveit. Hún var fædd 28. nóv. 1816 í Miklaholtshreppi. Vor ið 1817 fluttust foreldrar hennar með hana að Fossi í Staðarsveit og dvaldi hún síðan alla æfi þar í sveitinni að undanteknum þrem árum, er hún bjó á Hofsstöðum í Miklaholtshreppi. Hjá foreldrum sínum var hún altaf þar til hún giftist, 37 ára gömul, Stefáni Jóns syni frá Borgarholti í Miklaholtshreppi og byrjaði búskap. Framanaf áttu þau hjón erfitt, því efnin voru mjög lítil, euda bætti það ekki um, að þau höfðu oft jarðaskifti. Samt voru þau komin í nokkur efni, þegar þau tóku Krossa vorið 1869. Þegar þau voru sest þar að, kom það verulega í ljós hverju bú- hygni og dugnaður geta komið til leiðar. Voru þau orðin vel efnuð, þeg- ar Helga misti mann sinn árið 1885. Sem ekkja bjó Helga næstu 26 árin eða til vors 1911 og var það myndar- búskapur hinn mesti. Jörðina keypti hún á síðustu búskaparárunum, en hafði áður gert henni margt til góða, reist steinsteypuhús og gert girð- ingar miklar o. s. frv. Auðnaðist henni að hafa hinn gamla siðinn og halda hjúum langvistum hjá sér. Vinnumað- ur hafði verið hjá henni 20 ár og ann- ar 30 ár, þegar hún hætti búskap. Komu þeir sór upp fó þar hjá henni svo þeir tíunduðu á við meðalbændur, alt að 10 hundruðum kvikfénaðar hver. Annars var hin síðari árin um fjögur hundruð í frfðu framfleytt á hverju jarðarhundraði þar á Krossum. Helga heitin var greind kona og guðrækin. Lót hún jafnan halda uppi húslestrum á heimili sínu og lét sér ant um reglu og siðprýði i hvívetna. í hjónabandinu eignaðist hún 4 börn. Voru þrjú þeirra dáin á undan henni, en ein dóttir er á lífi, Kristín að nafni. Er hún gift Ásmundi Jónssyni frá Lýsudal í Staðarsveit. Fengu þau hjón jörðina eftir Helgu og búa að verkum hennar. Snæfellingur. Leiðrétting. »Ekki er öll vitleysan eins«, yarð mér að orði þegar eg las i 34. tbl. Isafoldar, að eg hefði farið að heiman til að skoða eldgosið og fengið súrt í angnn, þvi að heiman hefi eg enn ekki farið til að skoða eldgosið, enda var þess ekki kostur, því frá mér sér hvergi til Heklu, svo þetta er alger missögn, sem mér er óskiljanlegt hvernig til er orðin. Staddur i Rvik 13. mai 1913. Guðm. Jónsson frá Hörgsholti. Aths. ísafold var flntt þessi fregn i sima af Eyrarbakka. Ritstj. orðum, að fyrir þeim hafi það eitt vakað að skara eld að sinni köku, fjár- munum, virðingarmerkjum og þar fram eftir götunum, og svo að »ávinna sér heiður og elsku dönsku mömmu«. Fyrir þessum samtökum bundust, eins og kunnugt er, fyrstir á blaði Björn Jónsson og Hannes Hafstein. í þeim samtökum voru allir þáverandi ritstjórar stjórnmálablaðanna í Reykja- vík, nema ritstjóri Þjóðviljans. Þar voru líka Björn Kristjánsson, Guðm. Björnsson, Jens Pálsson, Jón Þorláks- son, Sigurður Hjörleifsson, Sveinn Björnsson, Þorsteinn Erlingsson og undirritaður. Fyrir engum þessara manna vakti annað en eigingjarnar og óhreinar hvatir, eftir því sem »bræð- ingnum« er lýst í kafia úr »gaman- leiknum«, sem prentaður var í »Vísi« 6. þ. m. Andríki og glæsilega fyndni þessarar stjórnmála ádeilu »gamanleiksins« geta menn nokkuð markað af þv/, hvað Hannes Hafstein er látinn tala þar dauður og ósýnilegur, jafnframt því sem vandlega er eftir honum hermt. Hann tjáir sig vera, ásamt S. H., í grútarpotti í helvíti, og djöfullinn kyndir þar undir þeim með kolum og steinolíu, sem hann hefir einokun á. Er það ekki kynlegt, að nokkur maður skuli geta talið þetta annað en Pistlar úr sveit. Berufirði 3. maí. Sviplegast af öllu á seinni tíma var að missa B j ö r n heit. J ó n s s o n. Maður átti stundum orðastað um hann sem ráðh. og ritstjóra. En margt er skrítið í heimi hór. Hann þurfti að deyja til þess að augu mótstöðumanna hans opnuðust fyrir því hver hann var, og þau hafa áreiðanlega gert það. Vona það skýrist enn betur. Aflabrögð. Afli enginn, en æti nóg í firðinum, og fugl stundum. Vólar- skúta skrapp tvisvar 1 marz út fyrir Papey, og fekk um 800. Síðan ekki meir. Einn bátnr á Fáskrúðsfirði hefir fengið 20 skpd. í 30 net inn við mar- bakka þar. Botnvörpungar afla vel við »Hvalbak«. Þar mokuðu þeir upp fiskinum j fyrra. Einnig landburður hór eystra á vélab. í fyrra um hvíta- snnnu. Betur að svo yrði enn. Búnaðarnámsskeið var haldið við Breiðdalsvík 1—4. þ. m. Formælandi þar, Bened. Blöndal ráðunautur. Fleiri hóldu fyrirlestra lærdómsríka, þar á meðal Ó. Thorlacius læknir. Samgöngumál. Öllum sem eg hefi talað við er mjög hlýtt til stofnunar nýja gufuskipafél. Hún er sjálfsögð. í einhverju verðum við að eignast sjálfstæði. Mikið má ef vel vill. Mik- ið má ef samtök eru almenn og góð. Þegar um daginn skrifuðu 7 menn sig hér fyrir 700 kr. í fól. nýja. Og safnast mun hátt á annað þús. kr. í Alftafjarðar hreppi, að sagt er. Tök- um höndum saman með dug og djörf- ung. Þingmenskufrainboð. Nú hafa boð ið sig fram til þings hér, G. Eggerz sýslumaður og Þórarinn Benediktsson bóndi og hreppstjóri í Gilsárteigi 1 Eyðaþinghá. Sýslumenn eru nógu margir á þingi, því ætti sýslumaður okkar að vera heima. Undrar það mig og aðra, að hann geti komist til þess að vera á þingi, því oft kvarta sýslumenn um annir miklar. Þórarinn er talinn mjög mætur mað- ur, og talið að hann hafi mikið fylgi. En þó er í blindan sjó að renna, að geta til, hvor hreppir hnossið. Kjós- endur hór hafa verið blindir — já steinblindir, meiri hluti þeirra fyrir öðrum en Heimastj. mönnum. Ekki má svo mikið sem annar þingmaðurinn hóðan vera úr Sjálfstæðisflokknum. En vera kann að ýmsir viðburðir seinni tímans, hafi nú núið skýið af augum þeirra. Tíminn leiðir það / ljós. Sveinn / Firði dró sig / hló vegna heilsulasleika. Hann hefðum við helzt viljað. Þingmálafund hólt sýslum. 2. ma/ á Djúpavogi. Þar andæfðu honum rösk- lega þeir Sigurður bróðir hans og mágur hans, Ólafur læknir og s/ra Jón Finns son. G. græskulaust, einstaklega skemtilegt og fallegt gaman ? Fleiri mála var minst en stjórnmál- anna. Annar aðaltilgangur »gamanleiks- ins« er sá, að minnast þeirra tilrauna, sem gerðar hafa verið hér á landi tíl þess að rannsaka, hvort samband við framliðna menn só fáanlegt. Þar með er tilefnið fengið til þess að koma með drauginn S t e a d . Eg hefi heyrt það haft eftir mönnum, að þetta só mein- laust. Einmitt það ! — Hvað mundu menn segja um þá auglýsing, að nú eigi að sýna drauginn Björn Jóns- s o n, eða drauginn Jón Sigurðs- son, eða drauginn Hallgr/m Pót- ursson? Mundi mönnum ekki þykja fyndnin falleg og glæsileg? Og ætli minning Steads eigi minni rétt á sér en minning íslendinga fyrir þá sök, að hann var Englendingur og allur siðað- ur heimur hefir hugsað um andlát hans með klökkum hug 1 Eg skal ekki fjölyrða frekar um þessa draugafyndni Stúdentafélagsins, læt mór armars nægja að benda á það, / hverjum félagsskap Stead er látinn koma þar fram. Miðillinn, sem legg- ur til kraftinn, til þess að hinir fram- liðnu menn geti birzt, heitir I s k ari ot. Það nafn hefir ekki verið bókfest á neinum öðrum en Júdasi, sem sveik Jesúm, svo að geta má nærri, hve á- Sigfús Blöndahl^1 Rödingsmarkt 57, Hamburg 11. Inn- & útflutningsvel'zlau.| U mboðsverzlun. Slmsk. Bliindahl. — Hamburg. U. M. F. „Iðunn“. Fundur: föstud.^ 16. maí kl. 8x/2 í Báruhús- inu. Yms áríðandi mál t. d. sund-| kensla, skógræktardagur o. fl. Fjöl- mennið. Stjórnin. Tapast hefir peningabudda með peningum í frá Bergstaðastíg 11 nið- f ur á Laugaveg. Skilist gegn fundar- launum til Jóns Maqnússonar, Hoits- götu 16. Reykjavik Theater. Fritz Boesens Theaterselskab opförer Fredag Aften kl 8*/2 pr. Den mystíske Arv. Lystspil af Emma Gad. ’ fik Ilnsqvarnas L'epot v. H. Kothen- boig fra Polarforskeren Hr. Hapt. Einar Mikkelsen. Oen lyder saalodes: Den i Juni Maaned 1909 til »Alabama Ekspeditionen* lererede »Husqvarna Haand- symaskino* staar desvœire i Gronland, ellers antager jeg, at det kunde have interessoret Dem at se, hvorledos den havdo holdt ud til de tre Aars Brug. Vi brugto den nœston alle; vi syede T&j, Telte og Sejldug paa den, flere Oange cndog igennem 4 eller 6 Tykkelser af dette sidste, uden at Maskinen led noget som helst derved. Paa andre Ekspeditioner, hvor jeg har deltaget, har vi ogsoa haft Symaskiner, meD ingen har — snavidt jeg skemner — været saa let haandterlig, saa stærk og saa nem at holde i Orden som den fra Dem modtagne • Husqvarna Maskino«, der har sparet os meget Arbejde og mange Ærgrelser. Jeg kan ikke sige tilstrækkelig rosondo Ord om den, men ovenstaaende taler vist for sig seiv. Einsr Mikkelsen. H. Rothenborg, Kjnbenhavn K. Tlf. 5735. Jarðarför okkar elskulegu móður, Ses- selju Þórðardóttur, fer fram laugardaginn 17. þ m. kl. II f. h, frá heimili hennar, Asi við Laugaveg. Börn hinnar látnu. ReykjaYíknr-annáll. Aflabrðgð. Botnvörpnngar hafa verið að koma inn síðustu daga með mikið góðan afia, Bragi með 80,000, Jón forseti með 70,000. í morgun: Baldur með 110,000, Marz með 70,000. Dánir. Sesselja Þórðardóttir húsfr. Ási við Laugav., 51 árs. Dó 7. mai. Hjúskapur: Jón Kristjánsson nuddlæknir og ym. Emelía Sighvatsdóttir (bankastj.). Gift 10. mai. Skipafregn: Hólar fórn i strandferð i gærmorgun með fjölda farþega og Skálholt í morgnn, sömuleiðis mann- margt mjög. Páll Snæfeilingasýslnm. fór vestnr aftur, Halldór Stefánsson héraðsl. sömuleiðis, Sigurgeir Einarsson ullarmats- maður í hrmgferð o. fl. o. fl. F I o r a kom i morgun. Fult farþega. Meðal þeirra: kaupm. Braun og Jón Lax- dal, Bjarni Björnsson leikari, Guðm. Gnð- langsson o. fl. o. fl. Út af árásunum i flimleik Stúdentafé- lagsins á rannsókn dularfulira fyrirbrigða ætlar prófessor Haraldur Nielsson að flytia fyrirlestur í Báruhúð á sunnudaginn kem- ur kl. 5 e. m. Mishermi er það, efdr því sem Isajold hefir frétt, að frú Sigríður Gisladótttr, kona Stefáns prests Stephensen sé látin. Innilegustu þakkir færum vér hér með öllum þeim hinum mörgu nær og fjær, sem sýndu oss hluttekningu við fráfall vors elskulega ástvinar, Guðmundar Guðmunds- sonar bénda á Auðnum, og heiðruðu minn- ingu hans með nærveru sinni við útförina eða á annan hátt. Anna Pálsdóttir. Björg Guðmundsdóttir. Kristinn Briem. Hér með tilkynnist vinum og vandamönn- um að min elskulega dóttir, Valborg Nielsen, andaðist II. mai að heimili sinu, Pósthús- stæti 15. Jarðarförin fer fram frá frikirkj- unni þriðjudaginn 20. mai. Húskveðjan byrjar að heimili hinnar látnu kl. II*/, f. h. Þórunn Níelsen. Við undirrituð vottum hér með okkar innilegasta og bezta þnkk- læti öllum þeim, sem í einu eða öðru réttu okkur hjálparhönd, er egr Bjarni Gíslason, síðastliðið sumar, á miðjum slætti, lagðist rúmfastur, sem leiddi til þess, að eg varð að flytj.ist á sjúkrahús og liggja þar fram á vet- ur. Þeir, sem þá sýndu okkur hlut- tekningu og margvislega aðstoð, voru bæði skyldir og vandaliusir, nágrann- arnir og margir fleiri. Hér áttu svo margir hlut að máli, að við sjáum okkur ekki fæit nð telji þá upp — enda óþarft. Þeir hnfa ekki ætlast til, að nöfn þeirra yrðu auglýst. — Hins vegar biðjum við hann, sem er kærleikurinn sjálfur, og sem gefið hefir mannkærleikaboðorðið, að geyma nöfn þeirra. Lambhústúni í Biskupstungum, , 2i. apríl 1913. Aqusta Jónsdóttir. fíjarni Gíslason. reiSanlegum og einlægum honum muni ætlað að vera. En þeir framliðnu menn, sem með Stead koma, eru B a r r a - bas, manndráparinn nafnkendi, og Bar-J esús, töframaðurinn og fals- spámaðurinn, sem Páll postuli nefndi »djöfuls son«, og taldi fullan allra vóla og hvers kyns illræöis, óvin alls rétt- lætis, sem rangsneri réttum vegum drottins. Og þriðji förunautur Steads hjá miðlinum er maðurinn, sem tjáði sig kominn beint úr kvalastaðnum, eins og áður er vikið að. Eg held ekki, að frekari útlistunar þurfi á því, með hve mikilli prúð- mensku, nærgætni og ástúð teknar eru til greina tilfinningar þeirra manna, sem telja það efni heilagt, sem þar er tekið til meðferðar. Smáræði þykir mönnum það sjálf- sagt, hjá öðru sögulegra, að / þessum fallega leik er verið að vafsast í hempu og með prestakraga — búningi, sem annars er eingöngu ætlaður helgum at- höfnum. Og eg get ekki að þv/ gert, að eg hálf-hlakka til að sjá hann skreyta sig í hempunui sinni aftur, þann velæruverðuga herra, sem var svo bóngóður að lána búninginn af sór. Ekki mun það heldur þykja mikl- um t/ðindum sæta, að snúið var út úr helgisiðum presta-handbókarinnar, og sálminum : »Hve gott og fagurt og inndælt er«, og að orðum Krists og öðrum frægustu ritningarstöðum var stráð innan um anuað góðgæti, meira og minna afbökuðum og afskræmdum. Hitt kann að þykja sögulegra, að svo hátt var beitt upp í klámvindinn í orðum og athöfnum, sem mennirnir þorðu fyrir lögreglunni. Ingibjörg Ólafsson, sú er gaf út vand- lætingaritlinginn í fyrra, er sj'nd með- al annara. Samson Eyjólfsson (Sámur) er látinn fala blíðu hennar á leiksvið- inu, og hún lætur hana / tó, ef hann vilji skrifa um siðferðismál / »"Svip- uuni«, fer í þeim erindum upp í her- bergi hans, en syngur áður berorðan lauslætissöng. Kossarnir byrja þegar í dyrunum. Onnur hjú eru sýud í rúminu. Og sá leikur varð einu sinni svo snyrti- legur, að miklum fjölda áhorfenda skild- ist svo, sem þeim væri ætlað að sjá, að nú væri athöfn / byrjun, sem skyn- lausar skepnur einar Játa fara fram / annara augsýn. Báðir þeir leikendur, sem / rúminu voru, eru prestsynir, annar guðfræðinemandi við háskólann, hinn stúdentsefni í húsi biskupsins. — Eg skal ekkert um það segja, hvort til þessa skilniugs hefir / raun og veru verið stofnað, eða skemtunaraukinn hef- ir orðið svona fimlegur að piltunum ó- viljandi. Og sumir höfðu ekki eftir þessari prúðmannlegu hreyfingu tekið.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.