Ísafold - 17.05.1913, Blaðsíða 3

Ísafold - 17.05.1913, Blaðsíða 3
ISAFO LD 157 Allra blaða bezt Allra frétta flest Allra lesin mest er ÍSAFOLD Kemur úc tvisvar í viku alt árið, 104 blóð alls. Allir, sem vilja fylgjast með í þjóðmálum, halda ísafold hvaða flokks sem eru. Kaupbætirinn betri sögur en nokkurt annað blað flytur. Kostar aðeins 4 kr. Lang- ódýrasta blað landsins. Ekkert heimiii lands- ins má sjálfs sín vegna vera án isafoldarl — Fyrirlestur um rannsókn dularf. fyrirbrigða flytur prófessor Haraldur Níelsson í Báruhúsinu sunnudag 18. maí, kl. 5 e. h. Aðgöngumiðar á 25 anra fást í bókverzlun ísafoldar laugardag kl. 4—8 og við innganginn. Tilefnið er árás flimieiksins á það mál. Eldgosin að fjjallabaki verða sýnd með litmyndum í kveld kl. 9 í Bárubúð auk fjölda annara úrvals-mynda. Aðgöngumiðar á 50 aura fást i bókverzlun ísafoldar og við inn- ganginn frá kl. 8—9 Skósmíðaverkstæðið í Aðalstræti 14 fæst til leigu nú þegar. Upplýsingar hjá H. Andersen & Söu, Aðalstræti 16. 2718 Allar rökseindir viðvíkjandi Lifebuoy sápunni styrkja málstað hennar. Ástæðurnar fyrir því, að þessu er þannig varið, stuðla mest og best að útsölu hennar. t*eir sem nota sápuna eru ánægðir með hana og Ijúka eindregnu lofs- orði á kosti hennar. Það er hrein og ómenguð sápa, sem hefur jafnframt í sjer fólgin öflug og þægileg sótthreinsunarefni, sem koma að góðu haldi í þvottinum eða ræstingunni. LIFEBUOY SOAP (LIFEBUOY SÁPAN) er meira en sápa, en kostar þ’o engu meira. Menn ættu að nota hana í sjúkdómum, bæði hjúkrunarkonur og sjúklingar ættu að nota hana. Einnig þeir sem hraustir eru, munu með ánægju nota Lifebuoy sápuna og halda heilsu sinni. Plrirbygging sjúkdómsins er betri en lækning bans. Nú hefir hr A. B. (Andrés Björns- son), sem mun telja sér málið skylt, ritað grein »Um heimspeki og eftir- hermur« í 19. ifiaði Ingólfs þ. á. Hann kallar grein mína »óviturlegar skammir út i loftið* og segir með al annars að hún sé »skrifuð aí svo mikilli bræði og svo utan og neðan við málefnið«, að það liggi við að hún sé ekki svara verð. Svona lízt honum þá á skoðanir sínar og félaga sinna þegar hann sér þær á prenti. Eða voru það spurningar tnínar sem honum féllu illa ? Maður sagði við mig, að erfitt væri að svara grein hr. A. B. »Hvers vegna?« »Jú«, svarar hann, »það er eins og að taka ofan í lopa«. Það er að visu satt. og eg nenni ekki að tæja allan lopann sundur, en á þessi atriði vil eg benda. Hr. A. B. er óánægður með það sem eg minnist á tekjurnar og at- vinnuna sem haía mætti af þvi að »nota eftirhermur til að smána aðra menn opinberlega«. Stúdentar hafi ekki að eins lagt í guðskistuna eitt- hvað af pví fé sem inn kom, heldur alt; enginn þeirra hafi fengið einn eyri fyrir starf sitt. Eg trúi því vel En eg hafði í grein minni að eins lýst skoðunum hr. A. B. og félaga hans á þessari atvinnu, en ekkert minst á það hvernig stúdentar verðu fénu. Og nú spyr eg: Er það ekki eins og eg sagði skoðun þeirra, að það »sé hart að meina mönnum að afla sér fjár á þennan hátt, eink- um ef þeir leggja eitthvað af því í guðskistuna ?« Eða finst þeim þessi atvinna óleyfiieg nema allur ágóðinn renni í guðskistuna? Hr. A. B. finst eg vera undarleg- ur maður. Eg hafi mikið skrifað um eftirhermur og farið þar i smiðju til hans og annara, sem eitthvað kunnu fyrir sér í slíku; svo hafi eg gefið bók mína út og selt hana fyrir peninga, en vilji meina öðrum að afla fjár með því að nota gerfi ann- ara manna til að smána þá. Eg vissi ekki annað en eg væri vel að þeirri fræðslu kominn, sem hr. A. B. og ýmsir aðrir létu mér góðfúslega í té um eftirhermur sín ar. Eg birti þann fróðleik á prenti með þeirra leyfi. Hefir herra A. B. og félagar hans fengið leyfi til að nota gerfi og rödd þeirra manna er þeir hafa reynt að smána á leiksviðinu? Er enginn mupur á frjálsu og ófrjálsu? Er heimilt að nota hvern visindalega rannsakaðan hlut til að skaða aðra menn? Er enginn munur á því að herma eftir mönnum í vinahóp og sýna þá þar eðli þeirra samkvæmt eins og hr. A. B. og fleiri oft hafa gert, og svo hinu að nota rödd og gerfi og látbragð annara manna á leiksviðinu tii þess að gera þá að fíflum eða mannhundum í augum áhorfendanna. Þá minnist hr. A. B. á grein mína, »um akta-skrift«. Hann segir: »Er Það ekki undarlegt að hann (þ. e. G. F.) skuli mega »analysera« sálar- líf Jóns Ólafssonar og skrifa um það margar arkir í »akta-skrift?«« (grein rnín var 13 bls.). Nei, það er ekkert undarlegt. Jón Ólafsson hefir sjálfur lýst sálarlífi sínu þegar hann skrifaði »akta skriftina«, og gefið þá lýsingu út á prenti. Eg hefi tekið frásögn hans óbreytta. Eg þykist ekki hafa gert honum upp neinar hvatir sem ekki koma ber- lega fram í orðum sjálfs hans. Eg hefi ekki í grein piinni minst einu orði á æfi Jóns Ólafssonar fyr eða síðar en hann sat og skrifaði akta- skriftina og eg þykist ekki hafa dreg- ið neinar aðrar ályktanir af efninu e.n þær, sem rökrétt hugsun leiðir Þk Hafi eg gert það, mun eg telja mér vanvirðu að. Eina setningu í grein minni þykist hr. A. B. ekki skilj a, en hún mun vera auðskilin öðrum mönnum og hirði eg því eigi að skýra hana. Hr. A. B. á enn sem fyr eftir að sanna hinn umrædda eignarrétt sinn á öðrum mönnum, því litill styrkur ■verðnr honum það að Vitna til skop- mýnda og þess að Þýzkalandskeisari hafi nýlega leyjt að láta birta skop- myndir af sér. Ef hr. A. B. er eins fróður 0g hann þykist vera um »skoðanir flestra manna í öllum menningarlöndum heimsins*, þá ætti hann að benda á tiltekna erlenda flimleika, er sæmilegir þyki og fari þó jafnlangt i því að svívirða menn eins og gert var i flímleik þeirra fé- laga um daginn. En þótt honum tækist að benda á einhvern slíkan leik, væri eftir að athuga hvort leik- urinn væri réttmætur, því ekki er alt réttmætt sem haldið er vera það um skeið. Þvkir honum það hart að láta lögregluna banna sér að þjóna náttúru sinni, þá leiti hann réttar síns að lögum. En þeir sem ráðast inn á þann völl sem öðrum er heilagur og gera, eins og Kjallekingar forðum, orð á því »að þeir muni ganga þar örna sinna sem annarstaðar á mannfund- um á grasi« ættu ekki að furða sig á því þó einhverjir verði til að verja þeim völlinn og vísa þeim leið út í það Dritsker sem þeim hæfir. 18/5 1913. Guðrn. Finnbogason. Ósk heimsins. Svo heitir greiu sem nýlega birtist í brezka tímaritinu Nash’s Maga- z i n e um merkt alþjóðaþing, sem halda á bráðlega í San Francisco. Greinin er á þessa leið: Til stendur, að 1915 komi saman í San Francisco alþjóðaþing, sem starfa á að því að glæða meðal allra þjóða áhuga á þeim málum sem hafa að markmiði, nú og f r a m v eg i s, h a m- ingju hvers einstaklings í hvaða landi sem er. Stöðugur friður — friður með heiðri— er innilegasta ósk alls heimsins. Herkostnaðurinn er langlífari en elzti eftirlauna hermaðurinn. Eftirlauninfalla úr sögunni með honum, en hernaður- inn skapar í blóðinu þá sýkingu, sem gerir meira tjón en hinn grinimasti hermaður. Sá maður, sem er of veiklaður til hernaöar, heldur kyrru fyrir heima og eykur þar kyn sitt. Hermaðurinn, sem vegna sára og sjúkdóma hefir orðið ófær til frekari herþjónustu, fer heim til þess að hjálpa hinum, sem var of veiklaður til þess að taka nokkurn tíma þátt í henni. Báðir greiða þeir svo fyrir Því að kvillar þeirra berist áfram niður eftir krókabrautum tímans. Sú þjóðin, sem sigrar, bíður á þenna hátt AS eins einn flokkur er sigursæli í hernaöi: Sá her er Lucifer Kölski og bandalýður hans : Ógæfa, Skortur, Hatur, Ótti, Sjúkdómur og Dauðí. Kraftur hverrar þjóöar er nú á tímum ekki kominnn undir því, hversu herská hún er, heldur hinu, hve mikinn styrk húu veitir öðrum þjóðum. Það eru hæfi- leikar til framleiðslu en eigi tortíming ar, sem metnir eru. Nú á tímum eru þjóðir sjálfstæðar. Hver um sig upp- fyllir ákveðinn framleiðslu-tilgang. Stöðug velmegun allra þjóða er komin undir stöðugum friði. Og hamingja, heilbrigði og velmegun eiustaklingsins krefst þess að hernaður leggist niður. Uppfundningar, framleiðsla, jöfnuður, starfsemi, sparsemi, heilbrigði og gleði. — Þetta er það sem endurleysir heim- inn. Alþjóðaþingið mun verða ímynd al- þjóða-róttvísi og heilbrigörar skynsemi. Ekkert ríður frekar i bág við heil- brigða skynsemi heldur en stórar sveitir vopnaðra manna. Framleiðsluaflið er notað til þess að viðhalda þeim og endurnýja þær svo að þær geti tor- tímt þvf sem vinnan framleiðir og það sem mannshjartanu er kært. Það eru að eins eigingjarnar hvatir, sem við- halda herbúnaði. Nú er svo komið, að til er oröin alheims-ósk og alþjóðaþing- ið mun gefa henni þaun kraft, að hún beri árangur. Þing þetta mun ekki leitast við að bæta bresti heimsins öðruvfsi en með þvf að ieiða athygli að þeim. Þannig mun það gefa hvetri þjóð kost, á að kippa þvf í lag, sem aflaga fer hjá henni, án þess hún þurfi fyrir það að Unglingur óskast til snúttinga nú þegar við klæðaverzl. H. Anderseu & Sön, Aðalstræti 16. niðurlægja sig. Engin þjóð er um það fær, að bjóða alþjóða-áliti byrginn. Sórhver þjóð þarfnast velvildar annara þjóða blátt áfram fyrir það, að velmeg- un þjóðarinnar krefst vinsamlegra verzlunarviðskifta við aðrar þjóðir. T. d. eru viðskifti Englands og Þýzka- lauds svo samgróin, að ef Þýzkaland vildi setja her á land á Bretlandi og taka Englandsbanka hernámi, þá mundi það gera hvern einasta banka í Berlín gjaldþrota. Að gera öðrum tjón er að gera sjálf- um sór það. Það land, sem vinnuraö tortímingu annars lands, stígur með þvf fyrsta sporið til sjálfs sín glötunar. Sú þjóð, sem syndgar, skal sannarlega deyja. Þetta er það, sem alþjóða- þingið mun leggja áherzlu á. Það er hugarfar almennings sem stjórnar oss. Eins og engum einstakling tekst að framkvæma fyrirtæki, sem er þvertofan í vilja almennings, svo getur heldur ekki nein þjóð vouast eftir að ná fram- manna allra annara þjoða. Veöráttu. Norðnnátt sem stendur, sólarlaust og kalt. í mo:gun 2 stiga frost á ísafirði og snjór á Seyðisfirði. Launn frá embætti hefir Gísli Isleijsson sýslum. feng- ið 23. f. mán. án eftiriauna. Iriðjón jensson héraðslæknir hefir og fengið iausn eftirlaunalaust frá 1. júlí að telja. tlann sezt að á Akur- eyri sem tannlæknir. Prestur á Sandfelli í Öræfum var síra Gisli Kjartansson skipaður 10. þ. mán., frá fardögum 1912 að telja. Fríkirkjusöfnuðurinn í Hafnaifirði. Þ. 8. maí fekk síra Ólafur Ólafsson staðfestingu ráðherra sem forstöðumaður utan- þjóðkirkjusafnaðarins í Hafnarfirði, Garða- og Bessastaða-hreppum. Hafnargerðin. Fullnaðar samningur um hafnar- gerðina milli bæjarstjómar Rvíkur og Monbergs, eru undirritaðir i dag af borgarstjóra fyrir hönd bæjar- stjórnar og Petersen verkfr. fyrir hönd Monbergs. Petersen siglir á Sterling í kvöld. 17. maí frelsisdagur Norðmanna er hátíð- legur haldinn meðal Norðmanna í dag, um land alt. ReykjaYiknr-aniiáll. Brunabótavirðingar samþyktar á slðasta bæjarstjórnarrundi: Húseign Skólavst. 41, kr. 2548,00. Hús- eign Sigr. Sigfússon við Hverf. kr. 16358,00 Smiðahús Lindarg. 8 D kr. 2100,00. Skúr við Klapparstíg 2 kr. 1380,00. Húsið Skólavst. 24 kr. 2799,00. Húsið Skólavst. 24 A kr. 2742,00. Hús Olafs Kristjáns- sonar Ránargötu kr. 7521,00. Húsið Grettisgötu 55 B kr. 2057,00. Dánir: Yalborg Nielsen ym. Pósthús- stræti 15, 16 ára. Dó 11. maí. Guðsþjónusta á mornun: í dómkirkjunni kl. 12 síra Jób. Þork. ---- - 5 - Bj. J. - frikirkjunni — 12 — Ól. Ól. Hjúskapur: Sigurjón Magnússon Vatns- stig 7 B og ym. Margrét Magnúsdóttir s. st. Gift 11. maí. Gnðmundur Kristjánsson Laugaveg 72 og ym. Sigríður Vilhjálmsdóttir s. st. Gift 15. mai. Gisli Gíslason verkm. og ym. Guðlaug Magnúsdóttir frá Innri-Njarðvík. Gift 15. maí. Berent Magnússon Laugaveg 30 og ym. Kristin Þorsteinsdóttir s. st. Gift 16. mai. íbúðarhús fyrir fátækiinga. Á siðasta bæjarstjórnarfundi var samþy^t að fela bæjarverkfræðingnura í samráði við fá- tækranefnd að gjöra uppdrátt af stein- steypn-íbúðarhúsi fyrir 20—30 fátækra fjöískyldur og áætluu um bve mikið slik bygging mundi kosta, Ingólfsstræti á nú að framlengja yfir i Hverfisgötu og hefir bæjarstjórn samþykt að kaupa lóðarræmu undir strætið milli Bankastr. og Hverfisg. ytir lóðína nr. 7 við Bankastræti. Leikhúsið. Af ýmsum ástæðnm varð eigi úr því í gærkveldi, að leikinn yrði Den mystiske A r v, heldur var því frestað til sunnudagskvölds. Á þriðjudag stendur svo til að leika Oliwer Tvist, alþýðuleikrit, sniðið eftir hinni heimsfrægu skáldsögu Dickens. Ökeypis lækningar háskólans. Bæjar- stjórn hefir nú samþykt að veita 300 kr. árlegan styrk til húsnæðis fyrir ókeypis lækning.ir háskólans, frá 1. jan. 1914. Skipafregn. Vesta kom 1 fyrrakveld. Meðal farþega Gisli Isleifsson f. sýslnm. með fjölskyldu sinni, alkominn til Rvikur. Kristján Blöndal kaupm. frá Sauðárkróki. Páll Stefánsson verzlnnaragent. F1 ó r a fór héðan i morgun kl. 8. Meðal farþega: Guðjón Sigurðsson úrsm. — snögga ferð til Noregs og Danmerkur. Slökkvitólahúsið gamla í Templarasnndi á að rífa fyrir 1. júli næstkomandi, sam- kvæmt ákvörðun bæjarstjórnar. Vöruhúsið á horninu á Austurstræti og Pósthússtræti hefir verið um hrið illa skjöldótt, málað að nokkru leyti, en ómál- að að mestu. Nú hefir byggingarnefnd skorist i leik og heimtað húsið málað í heild sinni. Örfirisey vildu þeir fá leigða Magnús Blöndahi, Kristján Torfason og Þórarinn B. Guðmundsson til 30 ára, en þeirri um- sókn synjaði hæjarstjórnin með samhljóða atkvæðum á fimtndag. engu síður ósigur en hin, sem yfirunn- in var. förum og velmegun án þess hún breyti samkvæmt beztu hugmyndum beztu

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.