Ísafold - 28.05.1913, Blaðsíða 2

Ísafold - 28.05.1913, Blaðsíða 2
' 168 IS AFOLD Islenzkir svanir. Eftir Edmond Selous. (Þýtt úr Saturday Review). Fegursti gimsteinninn í fuglalífi íslands — að minsta kosti núna, þeg- ar ofsóknir vísindanna eru komnar vel á veg með að útrýma erninum — eru án efa svanirnir — viltir svanir. Þeir eru fuglar, sem i öilu koma fram með slíkum yndisþokka og óafvitandi afburðum, að við það jafnast nálega ekkert í fuglarík- inu. Þeir eru svo nátengdir skáld- skap og fegurð, að þeirra hlýtur ávalt að gæta mikils, svo að hvað sem kann að verða sagt í gagnstæða átt, hljóta þeir ætíð að verða frábærlega yndislegir. Þess vegna er það, að þegar svanur sést — ef hann er ekki í alt of mikilli fjarlægð — þá er erfitt að varna því, að augað leiti til hans, hvað helzt sem maður vill skoða annað. Bráðum verður manni það, að bera alt sem maður sér í kringum sig saman við þennna fag- urhvíta depil, sem verður þannig eins og kjarni þess alls. Alt snýst um hann. Það er eins og lögmál allrar fegurðar og ástar í heiminum sé samandregið í hinu »svanmæra brjósti« fuglsins, er hann liggur á eggjum sínum. Svo þegar hann einn morgun er horfinn (hinn vísindalegi safnari1 hefir ef til vill »safnað« hon- um sjálfum eða eggjunum), þá er líka öll ánægja og fögnuður horfið með. Landið og vatnið er svo eyði- legt eins og ekkert hjarta slæi þar lengur. Efalaust er það, að stærð svanar- ins á nokkurn þátt í áhrifum þeim, sem hann þannig hefir. Önnur hjörtu slá alveg eins heitt alt í kring um okkur, en eigendur þeirra eru of litlir til þess að eftir þeim sé tekið, eða, ef tekið er eftir þeim, þá til þess að hafa áhrif. Þar sem þá vantar afburði, geta þeir ekki orðið sá sam- anburðardepill í útsýninu, er hugur- inn beinist að og ímyndunin snýst um. En maður hefir fengið ást á hinum stóra og tigulega hvita fugli, sem sést alstaðar að, jafn yndislegur og aðdáanlegur, hvort sem hann er kyr eða á hreyfingu. Þegar svo augað leitar árangurslaust á vatninu, þar sem hann synti, og ströndinni, þar sem hann sat, þá missa báðir þessir staðir unað sinn — eins og eftirlætisgesturinn hefði kvatt — og ef fuglinn kemur ekki aftur (en hvern- *) Ekki hinn »svonefndi« heldnr hinn eiginlegi safnari, ef til vill hinn mesti — áreiðanlega hinn grimmasti — óvinnr fnglalifsins, sem nú er til. flöf. hjá almenningi. Skógræktarmálið hlaut því að hvíla algerlega á herðum þessa eina svo kallaða skógfræðings, sem skipaður var í skógstjóraembættið, og undir honum komið hvort skógræktin yrði í framtíðinni landinu til nytsemd- ar og þjóðinni til sæmdar, eða ekki. því að hjá honum átti að vera sam- einað vit og þekking á öllu því, sem að skógræktinni lyti, og hann hlaut að eiga að vera hæfur til að glæða áhugann á skógræktinni og fræða menn um hana. Fyrsta sporiö í skógræktar- málinu hlaut því að vera, að auðga almenning að skógræktarþekkingu, og skapa honum áhuga á málinu, uppræta smám saman rótgróinn vana á illri meðferð skógarins, afla skógræktinni vinsælda o. fl. o. fl. Jafnframt skóg- ræktartilraununum mátti koma þessu til leiðar á marga vegu. Skógstjórinn átti að vera hæfur til að halda vek- jandi og fræðandi fyrirlestra um skóg- rækt, einnig til að gefa út leiðbein andi smárit handa skógeigendum og öðrum alþ/Sumönnum, um gróðursetn- ing trjáa og meöferö skóga og kjarrs, og ennfremur átti hann að hvetja áhugasama menn til að kynna sér skóg- rækt og að starfa fyrir hana, stofna skógræktarféiög, leiðbeina æskul/ðnum í skógræktarstarfsemi hans, og margt fleira. Nóg var verkefnið. Þjóðin mátti þess vegna taka feginshendi móti skógstjóianum, að nóg var handa hon- um að starfa. Og þjóðin gat líka vænst þess að njóta þeirrar hamingju, sem skógræktin getur haft í för með sór, undir góðri og heilladrjúgri skóg- ræktarstjórn. En vonir manna hafa í þessu efni svo gersamlega brugöist, því að eins og áður er tekið fram hefir skógmálunum stórkostlega hrakað eftir að þau eru komin í hendur skógstjór- ans og 8tjórnarinnar hér. Það er eins ig getur hann það, ef honum hefir verið »safnað«), þá fyllist hugurinn dápurleika, sem eigi verður hrundið burtu. Auðvitað aðeins hugur, sem hefir orðið snortinn, þvi það er ekki hægt að búast við því, að hver með- almaður sé móttækilegur fyrir svo viðkvæm áhrif, og allra sízt meðal- »vísindalegur« fuglafræðingur, eða öllu heldur hamtroðari, sem ekki hugsar sér fuglinn í sambandi við annað en egg í skáp eða flokk í sýnikassa. Þegar svanurinn liggur á, ber enn meira á honum fyrir það, hve hreiðr- ið er hátt. Það er samansafn af mosa, grasi eða öðrum jurtagróðri, er myndar mórauða hrúgu. Ofan á kollinum á henni situr svo annað foreldrið, en hitt er iðulega svo sem tíu eða tólf skref í burtu á vatns- röndinni eða ánni, bæði meðan stendur á útunguninni og meðan ungarnir eru enn í hreiðrinu. Er það fögur mynd, sem þannig sést alt sumarið, því við þetta bætast ungarnir, er þá liggja á guðs grænni jörðinni. Hvorki þeir né foreldrarn- ir fara nokkurntíma í hreiðrið aftur, eftir að þeir hafa einu sinni yfirgefið það og farið út á vatnið. Þegar svanurinn (eg á hér við hina íslenzku tegund) hvílist þannig, án þess þó að sofa, heldur hann venjulega upprétt- um langa, yndislega hálsinum sínum og stækkar það auðvitað sjóndeildar- hring hans, þvi eins og gíraffinn í Afríku, enda þótt á smærra stigi, litur hann þannig eins og frá varð- turni, sem er einu til tveim fetum hærri fyrir hreiðið. Þetta er mjög eftirtektarverður þáttur, því hann gefur áhorfandum hugmynd um stök- ustu árvekni af hálfu fuglsins með- an fjarlægðin er ekki svo mikil, að hvíti hálsinn komist úr augsýn, og til þess má hún vera mikil. Sá sem einu sinni hefir fest auga á honum, enda þó ekki sé nema harla óljóst, finst eins og hann sé á sömu stundu kotninn í rafmagns samband við fugl- inn og finnur varðauga hans stöð- ugt hvila á sér, enda er auðvelt að sanna að svo sé í raun og veru. Þvi með allri sinni varúð er fuglinn van ur að byrgja höfuðið í fiðrinu á baki sér, þegar hann þykist orðinn óhult- ur og sýnist þá sem hann sofni. Áhorfandinn er þá búinn að liggja lengi flatur fram á olnboga sína hinu megin við hæðina, svo að einungis sjónaukinn og höfuðið ofan að aug- um hefir sést upp yfir hana. En rísi hann þá upp og gangi burtu, hefir hann ekki stigið tvö eða þrjú skref fyr en fuglinn hefir teygt upp höf- uðið aftur og er ef til vill staðinn upp í hreiðrinu. Alt háttalag fuglsins og með skógstjóranum hafi verið rótt- ur að þjóðinni steinn, í staðin fyrir brauð. Meðan skógmálunum er stjórnað af mönnum búsettum í Kaupmannahöfn líta þau út fyrir að verða þroskavæn- legur gróðurangi, sem eigi fyrir hönd- um að þróast og dafna, og verða risa vaxinn skjólgaröur vorgróðrinum ís lenzka, en eftir að hann er fenginn oss í hendur hór heima, veslast hann upp og visnar með ári hverju, og það af handvömm einni. Að svona hefir farið er ekki málefninu að kenna, held- ur hinu, hversu hiapallega því hefir verið stjórnaö. Hér þarf því að taka duglega í taumana og ráða bót á því, sem aflaga fer, og sjá málinu borgið. Stjórnin hér tekur við skógmálunum með 22.000 kr. fjárveiting á fjárhags- tímabili, en svo hefir verið laklega á haldið hjá skógstjóranum, sem fekk þetta fó til umráða, að skógræktar styrkurinn er kominn niður í 16.000 kr. Ef nokkur dáð hefði verið í skóg- stjórninni, var sjálfsagt ekki einungis að halda við hinum upphaflega styrk heldur að auka hann að miklum mun, því að skógræktarmálið sjálft hefir í rauninni alt af verið vinsælt hjá þjóð- inni frá upphafi. Þegar skógræktin hófst hlaut fyrst um sinn töluvert fé að fara f gróður- setningartilraunir; ýmist þurfti að byggja eða rífa niður, ekkert var við að styðjast. Enginn gat komiö og sagt: þessa trjátegund á að ala upp, en ekki hina o. s. frv. Allir rendu blint í sjóinn < fyrstu. En svo þegar útlit er fyrir að komist verði yfir örð- ugustu torfæruna í trjáræktartilraun- unum, er kipt í taumana og fjárstyrk- urinn minkaður. Aðrar þjóðir, sem hafa skógrækt með höndum keppast við að styrkja ber að minsta kosti vott um það, að hann er þess vitandi, sem fram fer, og búast má við að hann leiti strax út á vatnið. Hið fyrsta sem svanurinn gerir eftir að hafa ungað út eggjunum, er að »setja ungana ofan«, ef svo mætti að orði kveða, og telja íslend- ingar að hann geri það þegar ung- arnir eru búnir að vera fjóra daga í hreiðrinu. Meðan unginn er að komast í kynni við þetta framtíðar- svið sitt, er hann undir gæzlu beggja foreldranna, og þó ekki svo mjög sem ætla mætti, og aldrei veita þeir honum neina verklega hjálp, hversu mjög sem hann kann að virðast hafa þörf fyrir hana. Sé bakkinn, sem hreiðrið er á, siéttur og lágur eða með líðandi halla ofan að vatnsrönd- inni, þá er náttúrlega alt mjög auð- velt. En þó að hann sé brött brekka eða klettur, eins og stundum á sér stað, eru samt foreldrarnir ekki að gera sér neinn krók til þess að finna hægari vör. Alt sem að þeirra áliti er nauðsynlegt, er að annað þeirra fari á undan ungunum fram á kletta- brúnina. Þegar það hefir gert það, fer það kanske til baka, sezt ein- hversstaðar nálægt hreiðrinu, en læt- ur ungana baslast áfram sem bezt þeir geta í hlýðni við hitt foreldrið, sem syndir rétt framundan strönd- inni, horfir til unganna og kallar þýðlega »húpp, húpp*. Egbýstvið að sá fuglinn sé kvenfuglinn, og það er merkilegt, að ungarnir, sem þann- ig koma i fyrsta skifti í námunda við vatnið og þó ekki alveg að vatns- röndinni, skuli ekki snúa aftur með foreldrinu sem fylgdi þeim þangað, eins og ætla mætti að þeir mundu gera, en skuli í þess stað fara að leitast við að komast út á það til fuglsins, sem biður þar og kallar, því svo virðist sem þetta, en ekki arfgeng löngun eftir vatninu, sé hvöt- in. Hvor þessara tveggja sem það nú er, þá er hún sterk, því nú tek- ur við erfitt og þreytandi brölt ýfir kletta og stórgrýti, er veldur mörg- um byltum og sumum svo alvar- legum, að ætla mætti að slys væru ekki óþekt, enda þótt þau séu lík- lega sjaldgæf. Ungarnir klifra upp á björgin og yfir þau, og náttúrlega detta þeir jafnt ofan af þeim hvort sem þau eru há eða lág, án þess að þeir hafi nokkra hugmynd um að velja heldur þau lægri eða að kom- ast hjá því að detta, eins og þeir oft gætu. Á þenna hátt fá þeir oft byltur, sem ætla mætti að væru i frekara lagi óþægilegar og stundum koma þeir niður á bakið og liggja þannig eina til tvær sekúndur spark- andi upp í loftið. Hvort móðirin hana sem mest þær geta, enda fara þá þeir menn með stjórn skógmálanna, sem þær mega treysta. Þær telja skógræktina eina af nytsömustu fyrir- tækjunum, sem til er stofnaö, og lífs skilyrði landi og lýð, en hór á landi virðist hið gagnstæða ætla að eiga sér stað, og það mál gert svo illa þokkað, að þjóðin telji sér vansæmd í að gefa því nokkurn gaum. Framkvæmdirnar í skógræktarmálinu hafa líka gengiö í öfuga átt við það, sem á sér stað hjá öðrum þjóðum, eða svo virðist minsta kosti eftir ávöxtunum að dæma. Hór er áður tekið fram hvað fjárveitingin til skógræktar hefir lækkað í höndum skógstjórans, og af því hefir leitt að starfsmönnum við skógræktina hefir ekki fjölgað — heldur fækkað — í seinni tíð framyfir það sem gert var ráð fyrir í fyrstu. Fræðandi skógrækt- arrit hefir skógstjórinn ekki gefiö út, eins og æskilegt hefði veriö, og maður skyldi ætla að ekki skorti hann þekk- Inguna til þess. En sem dæmi þess hve skógstjórinn er óheill skógræktinni, hreitir hann ónotum 1 eina ritið, sem birt hefir verið < því skyni að greiöa fyrir henni, og mun það síðar athug- að. — En aftur á móti hafa menn stundum fengið óspart atyrðingar og álas hjá skógstjoranum fyrir það, hvern- ig með skógana hefir verið farið, en leiðbeiningar i:m hvernig með þá ákuli fara hafa jafnan verið af skornum skamti. Engum skógræktarfélögum hefir skógstjórinn komið á fót út um sveitirnar, sem nauösynlegt hefði verið, og enda sjálfsagt, að hann hefði þó gert það < öllum þeim sveitum, þar sem nokkur skógur var, —- félögum, sem hefðu það fyrir markmið að friða skóga, sem mögulegt væri, og riekta nýjan skóg, koma upp trjágörðum kringum bæina o. s. frv. Hór er þv< ber kvíðboga fyrir þeim meðan á öllu þessu stendur, er liklegt að (eins og blöðin segja) aldrei fáist vitneskja um. Hún er jafn yndis- leg, fögur og róleg eins og hún var þegar ungarnir komu ofan að strönd- inni, áður en þessi þrautaför byrj- aði. Hún bíður róleg og heldur áfram að segja blíðlega »húpp, húpp«, eins og eðlilegt er, ef hún er að kalla þá með því. Hún kallar með sömu angurblíðunni og fyr og án frekari áherzlu. Síðasta fall unganna í þessu ófimlega basli þeirra er í vatnið, þar sem þeir lenda með busli miklu. Og á allri æfi þeirra er það líklega eina ósnotra hreyfingin, sem þeir gera á vatninu — nema þá að það endurtakist. Á þessu má sjá það, að þegar svanurinn gerir sér hreiður þar sem bakkinn er sléttur og grasgróinn ofan að vatnsrönd, svo að hægt er fyrir ungana að ganga eða að minsta kosti að hoppa út í vatnið, þá þarf ekki að álykta af því, að hann geri það vegna þessara kosta, sem eru alls ekki sjaldgæfir. Það er heldur ekki einungis að ungarnir verði að fara skemstu leið þegar þeir fara fyrst út í vatnið, hversu óþægilegur sem staðurinn er, og þó að annar betri kunni að vera í nánd. Þeir verða oft að lenda með foreldrum sínum á sama ógestrisna staðnum, en það leiðir af sér sömu hrakfar- irnar og fyr þegar þeir á ný fara í vatnið. En þeir berjast í gegnum það alt saman, því nú örvar það þá upp að sjá foreldrin fljóta hlið við hlið fram undan næsta tanganum. Þau horfa í áttina til þeirra og frá báðum heyrist við og við hið þýða, laðandi »húpp, húpp«. Þetta eru stirðar ferðir fyrir fjögra daga gamla angal Þegar þeir eru komnir til foreldranna, troða þeir sér þétt upp að móðurinni og leitast við að komast updir hana eins og þeir eru vanir, en vatnið varnar þeim þess á mjög svo undarlegan hátt, að þeim finst. Þeim er það ekki enn fullkomlega ljóst að þeir eru komnir úr hreiðr- inu. Móðirin beygir höfuðið niðui á báðar hliðar og snertir þá hvorn um sig með nefinu. Án þess að hreyfa sig annað, snýst hún hægt i hringjum á vatninu. Það er kyrð, sem verður enn þá kyrrari fyrir hreyfinguna. Sama er einnig um hina mjúku hreyfingu karlfuglsins, sem líður áfram með gára, eins og kjölfar, á eftir sér. Öllu þessu má safnarinn safna á íslandi. Öllu þessu og miklu meira — meiru en auga hefir séð eða fært hefir verið í letur — fórnar hann fyrir dutlunga, þegar hann eyðir lífs- augljóst að þjóðin hefir algerlega farið á mis við það, sem góður skógræktar- stjóri getur komið til leiöar. Flestum vitðist Kka uppsigað við skógræktarstjóraun. Ef eitthvað er minst á hann < sambandi við starf hans, snýst það alt um um einhverjar vit- leysur og fjarstæður, sem eftir honum eru hafðar. Enda segir hann sjálfur frá, og er það eflaust mest að marka, að »það sem hefir verið prentaö af annara hálfu« (en hans sjálfs), »hefir meBt verið vitlausar heiftarfullar árásir á skógræktarstjórnina«. Hann segir l<ka margt til, »sem getur gert það mál illa þokkað«. Skógstjórinn mun hafa þarna alveg rétt fyrir sér. Þetta mál — skógræktin — er farin að verða svo illa þokkuð hjá almenningi, að eg hefi t. d. ekki talað við einn einasta mánn, sem lagt hefir skógstjórannm liðsyrði fyrir framkvæmdir hans < þarf- ir skógmálanna, euda ber minkandi fjárveiting til skógræktarinnar þess ljósan vott, hve menn eru yfirleitt orönir fráhverfir henni og vondaufir um árangur. Er auðsætt hve mikil bölvun það er fyrir framgang málsins, þegar skógstjórinn, eini maðurinn, sem á að hafa vit og þekkingu á skóg- ræktarframkvæmdunum, kynnir sig svo hjá þjóöinni, að hún trúir honum ekki fyrir nægilegu fé til skógræktarinnar, og hann sjálfur verður að viðurkenna að málið sé oröið »illa þokkað« — skógræktarmáliðý^Íféfíf honum var af þjóðinni trúað fyrir að leiða til sigurs, — er ekki aS búast við að mikill árang- ur verði af skógræktarstarfinu. Samkvæmt skógræktarlögunum er skógstjóra heimilt að taka alt að 10 dagsláttur af skógi hjá skógeigendum og láta giröa. Þetta hefir verið gert á stöku stað. Með þessu á aS koma < veg fyrir að skógurinn verði upp- magni því, sem falið er í egginu, því aðíslenzkastjórnin vill ekki vernda börn íslands, hirðir ekkert um hið fegursta lif í landi sínu, svo að fyrir þá sök hnignar því ár frá ári. ReykjaYlknr-annálI. Aðkomumenn. Síra Einar Thorlacins frú Saurbæ. Erindi flutti dr. Helgi PjetursB i Búru- húð ú sunnudag nm lífið ú öðrum jarð- stjörnum. Framhald þess býst doktorinn við að flytja mjög brúðlega. Erindi Haralds Nielssonar prófessoTs, er hann hélt í Búrubúð fyrra sunnudag kem- ur út ú prenti nm eða eftir helgina. Fiskverðið ætlar að verða óvenjugott þetta úr. Hér mun nú gefið fyrir skpd. 80-85 kr. Friðrik Sveinsson frú Winnipeg, mjög kunnnr Yestur-íslendingur, kom hingað ú Ceres um daginn. Dvelst hér í bæ til 4, júni, fer þú norður ú land sjóleiðina — kemur landveg að norðan aftur og fer héðan 2. úgúst. Hjónaefni: Jón Isleifsson verkfr. og ym. Jóhanna Púlmadóttir (frú Höfða). íþróttasýningin ú íþróttavellinum ú sunnu- daginn þótti takast mætavel og skemtun hin bezta. Björn Jakobsson kennari hefir stjórnað leikfimisflokknum i vetur. Leikhúsið. A sunnndag var leikinn E n ForbryderogAlle mulige Roll- er. Þótti vel leikið. Verður endurtekið annað kvöld. Dómur i næsta blaði. Söngfélagið 17. júní syngur kringum næstu helgi, dagur enn óikveðinn. Skopleikaerindi flutti Andrés Björnsson i Bárubúð ú sunnudag fyrir 400 manns. TJmræður skyldu takast ú eftir. En i stólinn steig hr. Gisli Sveinsson einn auk fundarstj. Bjarna frú Vogi er mótmælt hafði Gh Sv., sem gert hafði úrús ú kenningarfrelsi húskóla vors. Skipafregn. C e r e s fór úleiðis til K,- hafnar i gær. Meðal farþega: Jóhann Jóhannesson kaupm., jungfr. Ástriður Hafstein og Sigríður Thorsteinsson, miss. M. Mc-Intyre, skozk stúlka, er hér hefir dvalið l1/s úr. Til Vestmanneyja: Pétur Thorsteinsson og Jón Laxdal kaupm. með frú sinni. Þorgrímur Guðmundssen tungumúlakenn- ari er nýlega kominn úr vertíðarróðri sinum. Um tugi úra hefir Þorgr. róið ú hverju vori suður með sió og þakk- ar hann — ekki sizt þvi — viðhaldi æsku sinnar. Aflatregt segir Þorgr. verið hafa þessa vertíð. ------------------------- rættur, og sýna hvað þar getur vaxið, sem friðað er og rétt er höggið, en nú hefir þessum reitum, að sögn þeirra manna, sem kunnugir eru, sama sem ekkert verið sint, Ktið eða ekkert griajað < þeim < þv< skyni að rækta skóginn og útlit fyrir, að giröingarnar gangi úr sér, og verði ónýtar, áður en tilganginum er náð, Hinir lögskipuðu skógverðir hafa Kka verið látnir vinna saman utan við umdæmi s<n og langt frá afgirtu skógunum. Með þessu ráðlagi er ekki við þv< að búast að áhugi vakni hjá skógeigend- um sjálfum, þegar þeir sjá, alS afgirta skóginum er enginn sómi sýndur. Þó nú að þessir reitir kæmu að til- ætluðum notum, gætir þess lítið < skógi, sem er mörg hundruð dagsláttur að stærð þótt friðaðar séu að eins 10 dag- sláttur, ef hitt alt sem ógirt er, liggur undir skemdum, og verður fyrir sömu illu meðferöinni eftir sem áður, enda allmiklar líkur til að svo verði, þv< þó að skógur sé gishögginn eftir vissum reglum á ógirtu svæði, er það þýðing- arlaust ef sauðfé er beitt < hann eftir sem áður. Þá er tekið fram < lögunum, að þar sem skógur eða kjarr liggur undir »stórskemdum eða auðn« eigi að gera »frekari ráðstafanir«, en hverjar þær eru veit enginn. En nú er þess að gæta, að hver einasti skógur og skóg- arkjarr á landinu, sem ógirt er, liggur meira og minna undir stór- skemdum, og er eyðingunni undirorp- ið; er þvi augljóst að strax þurfi »frekari ráðstafanir« til að koma í veg fyrir eyðinguna, og sýnir sig þá, að að gagnslftið er að girða og friða að eins 10 dagsláttur < hverjum stað, þeg- ar svo þar við bætist að ekkert er hirt um þær á eftir. Þvf hefir verið haldið fram, að ef

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.