Ísafold - 21.06.1913, Blaðsíða 2

Ísafold - 21.06.1913, Blaðsíða 2
196 ISAFOLD Tatnaður Stærst úrval í bænum, vandaður, ódýr. Karlm.föt frá 13,50—42,50. Vinnuföt og stakar buxur. Drengjaföt, allar stærðir, margar gerðir. Hvergi er betra að verzla en hjá Tf).Tf)orsfeitisson&Co., Tfusf.sfr. 14. Regnkápur ágætar frá 13,50—35,00, TJusturstr. 14. mÍ Jlesíi ættu helzt allir að kaupa í verzlun undirritaðs, þar fæst t. d. Lax i i pd. dós. á 60 au., Sardínur í x/4 dósum frá 28 aur., Ananas á 40 a. dósin. Kandíseraðir ávextir fjöldi teg. í stórum spóndósum á 65 au,, Konfektrúsínur ág. á 70 au. pd. Krakmöndlur, 2 teg. Karamellur á 1 eyrir, kosta annarstaðar 2 aura og í fám orðum sagt, alt sem menn þarfnast til þess að haía vel útbúið nesti. B. 7i. Bjarnason. Vín og öl fæst hvergi betra en í verzlun und- irritaðs. Ríflegur afsláttur í stærri kaupum. B. H. Bjarnason. Nýlunda í húsagerð. Steinsteypan ryður sér til rúms á styttri tíma en títt hefir verið um aðrar tilbreytingar hér á landi. Flest- ir sem nú efna sér til húsa, nota steinsteypu að minsta kosti í veggi og stafna húsanna, og eigi allfáir steypa einnig gólf og loft. Eigi all- fáar brýr hafa verið gerðar úr stein- steypu nú hin síðari árin, og það yfir ár, sem ekki geta heitið smá- sprænur. Þetta er vel farið. Grjótið og mölin eru það húsaefni, sem guð og náttúran hafa lagt íslandi til. Stein- límið þarf að vísu að kaupa frá öðr- um löndum, en það vegur hvergi nærri móti þeim, feikna peningum, sem út úr landinu fara, ef öll hús skyldi úr timbri einu gera. Og svo er endingin eða haldgæðin. Ef Ingólfur Arnarson, er hann settist að á Arnarhóli, hefði gert sér skýli úr sæmilega vandaðri steinsteypu, mundi það hús eða veggir þess standa enn í dag, og þar geta að líta merki- legan forngrip. Að meiri hætta stafi af steinsteypuhúsum, séu þau sæmi- lega gerð en af timburhúsum, þegar jarðskjálfta ber að höndum, segja fróðir menn í þeim sökum, að sé hugarburður einn. Nú er verið að gera viðaukatil- raun við steinsteypu-húsgerð hér i bæ. Þeir bræður Sturla og Friðrik Jónssynir eru að láta gera stórt og veglegt ibúðarhús úr steinsteypu á rústum húss þess, er eldur eyddi fyrir þeim siðastliðinn vetur. Ætla þeir bræður sér að hafa allar tröpp- stórhýsis þessa bæði utan húss og innan úr steinsteypu^ og auk þess tjá þeir sig staðráðna í að hafa einn- ig alt pak þess úr steinsteypu, og treysta þeir því, að hepnast muni að ganga svo frá þessu, að bæði verði haldgott og lekalaust. Um aðferð- ina verður eigi hér rætt. Þeir bræður stíga hér þarflegt spor i tilrauna og framfara áttina. Þegar þeir eru búnir að ríða á vaðið og kanna það, munu fleiri á eftir fara. Hepnist tilraunin vei, sem eigi er ástæða til að örvænta um, sparast landinu miklir peningar fyrir þak- járn. í sambandi við þetta verður manni ósjálfrátt að spyrja: Er sá mögu leiki útilokaður, að hér á lar.di kunni að vera til efni í steinlím ? Eða, hvað sem því liður, er það óhugsan- legt að hér á landi gæti steinlims- verksmiðja komist á fót og þrifist. /- Þ. 400 kr. imnningargjöf hefir mér borist handa Heilsu- hælinu til minningar um Gísla 111- ugasonar frá Gili í Svartárdal frá systrum hans tveim í Manitoba, frú Guðrúnu Björnsson (Icelandic River P. O.) og frú Margréti Sigfússon (Oakview P. O.). Gísli var fæddur 9. des. 1890, sonur Illuga Jónasson- ar frá Gili og Ingibjargar Ólafsdótt- ur frá Auðólfsstöðum í Húnavatns- sýslu. Hann dó í Blaine Washing- ton 31. júlí 1910. _ G B■ Háskólinn. Embættisprófi í guðfræði lauk 16. þ. m. Sigurður Sigurðsson (ættað- ur úr Skaftafellssýslu) með annari betri aðaleinkunn', 84 stigum. Verkefni við skriflega prófið voru þessi: I. í gamlatestamentisfræðum: Lýs skoðunum spámannanna á sambandi Jahve við ísrael; hverj- ir þeirra komast þar hæst og að hverju leyti? II. í nýjatestamentisfræðum: Skýring á kaflanum Mark. 2, 18—28. III. í samstæðilegri guðfræði: í hvaða tilliti er Kristur fyrir- mynd vor og hversu á eftir- breytni vorri eftir honum að vera háttað? IV. í kirkju- og trúarlærdómssögu: Upphaf munkdómsins og út- breiðsla áfornaldartímabili kristn- innar. í verklegri guðfræði voru verkefnin: í prédikun: Mark. 10, 17—22. í barnaspurningum: Trúarþörf mannsins og fullnæging hennar. Lagaprófi lauk 16. þ. m. Eirík- ur Einarssou (frá Hæli) og hlaut II. betri aðaleinkunn (1 io1/^ stig). Læknaprófi lauk Árni B. P. Helgason (prests á Kvíabekk) í gær með I einkunn i72a/3. Eldarnir eystra. í morgun átti ísafold símtal við Ólaj í Þjórsártúni lsleijsson. Sagði hann, að báðir eldarnir, hinn Nýjar bækur: Ljósaskifti, ljóðabálkur um kristnitökuna áíslandi, eftir Guðmund Guðmundsson skáld. Verð 0.90. Friður á jörðu, eftir Guðmund Guðmundsson skáld. 2. útgáfa. Verð 0.75. Hví slær þú mig? Erindi Haralds Níelssonar prófessors um dularfull fyrirbrigði. Verð 0.40. Fást í bókverzlununum. nyrðri og syðri, hefðu tekið sig upp, er þeir hefðu niðri legið langa hríð nokkuð. Syðri eldarnir sáust einkum snemma í mánuðinum (kringum 6. júni). En nyrðri eldarnir haja látið tals- vert á sér bera síðustu daga. í fyrra- morgun var nærri eins mikla reyki þar að sjá, eins og í byfjun gosanna. Öskufall hefir ekki orðið vart við, en moldrok mjög mikið í miðri viku og var því af mörgum blandað saman við öskufall. Hvitárbakkaskólinn. Síðastliðinn vetur voru í skólanum 28 piltar og 16 stúlkur, úr 12 sýsl- um; þar af Vg úr Borgarfirði. Hér um bil jafnmargir voru í hvorii árs- deild, en þær eru tvær. Skólinn er tveggja vetra skóli, skólaárið frá veturnóttum til sumarmála. Meðgjöf 135 kr. fyrir pilta og 115 kr. fyrir stúlkur. Kennarar þrír. Látin er 2. þ m. Ingibjörg Arnadóttir Vídalin, kona Sigurðar bónda Jóns- sonar á Haukagili í Hvítársíðu. Um Garða sækja sira Hafsteinn Pétursson í Khöfn, síra Arni á Sauðárkróki (er nú í kosningaleiðangri þar syðra) og Astvaldur Gíslason. Prestsvígsla mun eiga að fara fram ann- an sunnudag í dómkirkjunni. Vígðir verða Jakob Ó. Lárusson og Tryggvi Þórhallsson. Synodus hefst á þriðjudag 24. þ. mán. með guðsþjónustu í kirkjunni kl. 12 á hádegi. Síra Jón Heigason prófessor prédikar. Fundir verða haldnir í heimspekis- sal háskólans. Erindi flytja á synodus m. a. síra Gísli Skúlason um aðstöðu frikirkju og þjóðkirkju hér á landi, Haraldur Níelsson prófessor um Kristsheitin í biflíunni, Knud Zimsen verkfr. um sögu sunnudagaskólanna, Sig. Síveit- sen docent um kristindómskenslu og Þórhallur biskup um biflíurann- sóknir. Landlæknir tekur þátt i umræðum um hjónabandslöggjöfina. Dan?ka ráðlierrastefnan og Islandsráðlierra! ísafold flutti þá fregn eftir ráð- herra, meðan hann dvaldist norður á Akureyri, að frásögn danskra blaða um komu hans á danska ráðherra- stefnu væri röng. En með því að sumir hér í bæn- um hafa til þessa verið »trúarlitlir« á þetta, fann ísafold ráðherra að máli í fyrradag og spurði hann um hið sanna í þessu. Gaf hann oss ský- lausa yfirlýsingu um, að ékki vœri hinn minsti Jiugujótur Jyrir Jréttinni í d'ónskum bl'óðum og hejði hann aldrei á ráðherrastejnu komið í Khöjn. ReykjaYíknr-annáll. Dánir. Oddný Finnsdóttir, kenslu- kona frá Kjörseyri í Strandas/slu, 41 árs. Dó 14, júní. Eftirhermur og gamanvísur ætlar Bjarni Björnsson að fara með annað kvöld í Bárubúð. Guðsþjónusta á morgun: í dómkirkjunni kl. 12 sira Jóh. Þorkelss. --------- kl. 6 síra Bj. Jónsson. í frikirkjunni kl. 12 sr. Ól. Ól. (ferming). Hafnargerðar-slysið 11. júní. Út af því samþykti bæjarstjórnin á síðasta fundi svolátandi tillögu: »Bæjarstjórnin skorar á borgarstjóra að mælast til þess við bæjarfógeta, og ef á þarf að halda við stjórnarráð- ið, að þegar í stað só hafin róttar-rann- sókn út af slysi því, er varð við hafnargerðina að morgni þess 11. þ. m.C Hjúskapur. Helgi Guðmundur Þor- láksson, Skólavörðustíg 4 B og ym. Vilborg Árnadóttir. Gift 13. júní. Hljómleika efndu þeirbræður Eggert og Þórarinn Guðmundssynir til í gær- kveldi og þótti sem fyrri ágæt skemtun. Jón Rósenkranz læknir og háskóla- ritari fór utan á Botníu um daginn að leita sór lækninga á sjúkdómi þeim (liðagigt), er þjáð hefir hann mjög síð- ustu ár. Hann ætlaði sór að koma aftur í ágúst næstk. Nýtt pósthús eða viðbót við gamla pósthúsið vill stjórnin láta reisa á horninu á Pósthús- og Austurstræti (sbr. sk/rslu um fjáraukalögin). Bögn- valdur hefir gert uppdrátt af því. L húsið að verða 28 álnir á lengd með fram Pósthússtr., en 34 al. meðfram Austurstr. og breidd 20 al. Það á að kosta með 1/singar- og hitunarfærum, vatnsveitu o. s. frv. 65 þús. kr. Ráðherra H, Hafsteln kom heim úr utanför sinui á Skálholti si'ðastl. miðvikudag. Kom upp til landsins á Flóru, staðnæmdist á Akureyri, hólt þingmálafundi með kjósendum sínum í Eyjafirði og tók svo Skálholt á Akureyri. Signrðnr Jónsson hóraðslæknir frá Færeyjum kom hingað á Flóru síðast ásamt konu og 2 börnum, Er Sigurður í kynnisför, fór austur á Eyrarbakka núna í vikunni að heim- sækja ættingja sína. Skærur í bæjarstjórninni. Fyrir skömmu sendi Oddur Gíslason yfirdómslögm. bæjarstjórn kæru út af því, að borgarstjóri hefði falið öðrum en sór 'að flyíja mál fyrir bæinn, en til þess taldi 0. G. sig eiga rétt frá fornu fari. í kæru þessari ber 0. G. ennfremur upp á borgarstjóra aðrar sakir, er svo eru lagaðar, að borgarstjóri fór þegar í meiðyrðamál við O. G. Þetta mál kom fyrir bæjarstjórn á fimtudaginn. Vildi borgarstjóri láta bæjarstjórn vísa kæru Odds frá »að svo stöddu« og bar upp um það rök- studda dagskrá. En er hún var feld með 6 : 4 atkv., — gekk borgarstjóri rakleitt af fundi. Síðar á fundinum samþykti bæjarstjórn svolátandi tillögu frá Pótri Guðmundssyni: Bæjarstjórnin lítur svo á, að það, að öðrum en yfirdómslögmanni Oddi Gísla- syni hefir verið faiið að flytja 2 mál fyrir bæinn fyrir yfirrótti, beri á engan hátt að skilja sem vantraust á herra Oddi Gíslasyni! Umræður voru all-harðar. Málflyt- jandi af hálfu 0. G. var Lárus H. Bjarnason. Söngfélagið 17. júní. Ef gott verður veður annað kvöld, 22. júní, stendur til, að Söngfól. 17. júní syngi nokkur lög úti í Tjarnarhólma. Umboðsmemi óskast til a.ð selja okkar alþektu ljósmynda- stækkanir, skrautgripi og minnisdiska með ljósm^mdum. Agæt umboðslaun. Biðjið um skilyrði og myndaverðskrá, sem send er ókeypis. Chr. Andersen Forstörrelsesanstalt, Aalborg. Danmark. Mun það verða augl/st með fregnmið- um og hlaupaseðlum síðari hluta dags ef úr verður. Þingmálafund hafa þingmenn Reyk- víkinga boðað í kvöld kl. 9 í Barna- skólagarðinum. Til almennings frá Hjálpræðishernum. STJÓRNARRAÐ ÍSLANDS. Reykjavík, 8. mai 1913. Eftir móttöku bréfs yðar, dags. 26. f. m. hefir stjórnarráðið veitt yður leyfi til þess að selja á götunum hér í bænum og í öðrum kaupstöðum og kauptúnum landsins laugardag og sunnudag 2. og 3. ágúst lítið merki, blóm eða skjaldarmerki, fyrir io aura, þannig að ágóðanum af söl- unni sé varið til þess að koma upp samkomuhúsi hér i bænum handa Hjálpræðishernum. Þetta tilkynnist yður hér með. H. Hafsteih. Eggert Briem, Til forstjóra Hjálpræðishersins herra N. Edelbo. Reykjavík Oss er ánægja að prenta hér með leyfi hins virðulega ritstjóra, bréf stjórnarráðsins um heimild ráðherr- ans til þess að selja 2. og 3. ágúst þ. á. lítið 10 aura blóm til ágóða fyrir byggingu nýrra höfuðstöðva með gistihæli o. s. frv. í Reykjavík. Vér erum þegar farnir að búa oss undir og ráðgast um þau dagsverk. Vér vonum að oss takist, með góð- um undirbúningi og ráðstöfunum að komast svo langt, að þess verði ekki langt að bíða, að vér verðum færir um að rifa gamla, úrelta kastalann °g byggja í hans stað annan nýjan, stærri og hentugri, og rúmbetri til að hýsa bæði ferðamennog sjómenn, o. s. frv. En vér verðum að fá aðstoðar- menn víðsvegar, jafnvel í hinum af- skektustu .kaupstöðum og sveitum. Nokkrir félagar vorir eru þegar farnir að starfa að því, að reyna að komast í samband við menn svo víða sem þess er kostur, einkum til þess að hjálpa til að selja blómið hina nefndu daga. En vér purjum jieiri! Þess vegna snúum vér oss til allra þeirra, s'em meta starf vort nokkurs, með innileg tilmæli um að aðstoða oss við söluna 2. og 3. ágúst, eða þá annan daginn. Þeir, sem vilja rétta oss hjálpar- hönd, eru vinsamlega beðnir að láta vita af því sem fyrst á bréfspjaldi til undirritaðs, með árituðu greini- legu nafni og heimili. Minnist sjúklinga, fátæklinga og aumingja. Það er æðsta skylda Hjálpræðishersins og mesta gleði að annast þá og líkna þeim, hvar sem þeir verða á vegi hans. Er það til of mikils ætlað, er vér mælumst til, að menn takist á hend- ur létt verk, 1 eða 2 daga þeirra vegna ? Ætlið þér ekki að selja blómið 2. og 3. ágúst? F. h. Hjálpræðishersins. N. Edelbo stabskapteinn Rvík.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.