Ísafold - 21.06.1913, Blaðsíða 1
Kemur út tvisvar
í viku. Verðárg.
4kr., erlendisö kr.
eða l£dollar;borg-
istfyrir miðjan júlí
erlencMs fyrirfram.
Lausasala 5 a. eint.
SAFOLD
Uppsögn (skrifl.)
bundin viðáramót,
erógild nemakom-
in sé til utgefanda
fyrir 1. oktbr. og
sé kaupandi skuld-
laus við blaðið.
ísafoldarprentsmiðja.
Ritstjóri : Olaf «r Björnsson.
Talsími 48.
XXXX. árg.
Reykjavík, laugardaginn 21. júní 1913.
50. tölublað
I O. O P. 94749.
Alþýðafél.bókasafn Templaras. 8 kl. 7-9.
AngnlœkninR ókeypis i Lækjarg. 2 mvd. 2—3
Borgarstjóraskrifstofan opin virka dasa 10—8
Bæjarfrtíretaskrifstofan opin v. d. 10—2 og 4—7
BœjarRjaldkerinn Laugav. 11 kl. 12—3 og 5—7
Eyrna- nef- halslækn. ók. Pósth.str. HA fld. 2-8
íslandsbanki opinn 10—2'/« og 5'/«—7.
K.P.U.M. Lestrar-og skrifstofa 8 Ard.—10 siðd.
Alm. fundir fid. og sd. 8'/« síöd.
Landakotskirkja. Guosþj. 9 og 6 á helgum.
Landakotsspítali f. sjúkravitj. 11—1.
Landsbankinn H-21/!, 51/!—6'/«. Bankastj. 12-2
Landsbókasafn 12—3 og 5-8. Útlán 1—8.
Landsbúnaoarfélagsskrifstofan opín frá 12—2
Landsféhiroir 10—2 og 5—6.
Landsskialasafnio hvern virkan dag kl. 12—2
Landsslminn opinn daglangt (8—9) virka daga
helga daga 10—12 og 4—7.
Læknrai? ókeypis >ingh.str.23 þd.og fsd. 12—1
Náttúrugripasafnit) opio l1/.—Sá^/s a nunnud.
SamAbyriio Islands 10—12 og 4—6.
Stjórn>irráosskrifstofurnar opnar 10—4 dagl.
Talsimi Heykjavikur Pósth.3 opinn daglangt
(8—10) virka daga helga daga 10—B.
Tannlækning ókeypis Pósth.str. 14B md. 11—12
Vifilstaoahælio. Heimsóki-artimi 12—1
I*jóomenjasafniö opio á hverjum degi 12—2.
Nýja Bió
sýnir í kvöld (lauoardag 14. júní)
og næstu kvöld:
Astarbardagi bræðranna.
Listmynd i 50 atriðum.
Ábætir:
Heklngosið. — 17. júiií 1913, þrjár
myndir.
Pantið bílæti í talsíma 344. Op-
inn hálf tíma á undan sýtvngum.
Pakjám
galv. allar lengdir, er lan<; ódýr-
ast í
Verzl. B. 71. Bjamason.
Erl. sfmfreenir.
Khöfn 20. iúní.
Frá Bafkan.
Óróinn á Bulka-'tMkága
heldur álVmu.
Ný stjórn \ Danmörku.
Zahle þjódþinfj>inadur
myndarhið nýja ráftuueyti.
ÞetU er nnnað sinni. ^em C Th.
Z-'h!e verður ytirráöhena. H.um
! ° ' I
1 '. . :'¦: V^;-;:. ¦¦¦¦::.¦¦¦;¦'¦'¦¦ \':/.- ¦'¦¦[ :...,,*.......,..... ./
*_
' :::\ ¦ •¦¦.¦¦}¦
I
¦
\ % • *
i
1^0 Pt Jfl^ .¦¦'"' ]
Sjálfsagðir í hið nýja ráðuneyti
munu þeir vera Edvard Brandes og
P. Munch, er voru í hinni fyrri
stjórn Zihle.
Berntsens-stjórnin, sem nú fer frá,
hefir setið við völd síðan 4. júlí
1910, leysti þá Zahle stjórnina af
hólmi.
Zahle hefir síðustu árin verið borg-
arstjóri í bænum Stege á Moen.
C. Th. Zalile
hinn nýi yfirrárJI^rra Dina.
hafði einnig stjórnarformensku 1909
•—1910. En er ófrétt, hvort hann
hugsar sér að vera í sambandi við
jafnaðarmenn eða eigi.
12. júní.
Allir munu á einu máli um það,
sem haldið var fram í síðustu Isafold,
að næsta alþingi beri að taka upp
fánamálið og samþykkja íslenzkan
fána, er löggiltur verði svo langt
sem vald þess nær. Hitt hefir Isa-
fold heyrt skiftar skoðanir um, hvort
eigi að halda gerð bláhvíta fán-
ans óbreyttri. Þó hyggjum vér, að
hann eigi, nii orðið, þau ítök í til-
finningum meiri hluta landsmanna
og honum eigi litlum, að miður mundi
því kunnað, að tekin yrði upp ný
gerð.
Eftir því sem frézt hefir mun
stjórnin vera sama sinnis og blöðin
og almenniugur, að lögleysa hafi
framin verið af Valsmanna hálfu og
foringi Valsins hlaupið á sig. Mun
stjórnin því að sjálfsögðu mótmæla
tiltækinu og gæta réttar vors í þessu
máli. Ef vér beygjum oss þegjandi
fyrir svoháttuðu framferði, er þar með
vegur ruddur aý oss sjálýum fyrir
enn alvarlegri valds-misbeiting, ef
svo byði við að horfa.
Að mótmœla 12. júní tiltæki Vals-
manna — það er bæði réttur vor og
skylda.
Að vinna að útbreiðslu bláhvíta
fánans, sem nú er þjoðernistákn vort
í hugum mikils meiri hluta lands-
manna, það er og ágætt þjóðræknis-
verk, sem atburðirnir 12. júní hafa
gert sitt til að hrinda fram á veg.
En eitt er ekki rétt. Og það er
að veitast að danska fánanum þar,
sem hann er á stöng dreginn að
vilja stangareiganda. — Það hafði
komið fyrir á 2 eða 3 stöðum um
daginn, að skorið v.r á línuna, sem
hélt uppi danska fánanum, svo að
hann féll niður. Það var mjög
miður, að þetta var gert og æði mis-
viturt, alls eigi bót mælandi og
einstakra manna verk, en eigi sprott-
ið af almenningsvilja. En við slíku
verður eigi spornað, þegar hugir
manna eru æstir, og eigi öðrum sök
á gefandi en einstakíingum.
Að öllu öðru leyti hefir mótmæl-
unum gegn Vals-tiltækinu verið haldið
•inni á braut, sem oss er til sæmdar
— braut einbeitni, festu, alvöru og
æsingaleysis!
Dönsk kona ritaði fyrir skemstu
um ísland í Khafnarblaðið eitt. Um-
mæli þessarar konu, frú AsiridStampe
um fánamálið voru um daginn tekin
upp í ísafold. Hún segir m. a.:
— Og er pað nokkur ýurða, að
sérstðk pjóð purfi að haýa sérstakan
ýána ... Vér Danir attum ógjarna
að vera mj'óg lítilsigldir. Vér hofum
lœrt pað a) Suður Jótlandi hver árang-
ur getur orðið aý pví, að meqa ekki
draga upp sinn eigin ýána.
Betur að Danir alment vildu rita
hjá sér þessi orð hinnar glöggskygnu
og góðgjörnu dönsku konul
Laganýmæli stjornarinnar.
Yfirlit.
Fi árlögin
[I s a f o 1 d mun í næstu blöðum
skýra frá innihaldi stjórnarfrumvarp-
anna, og byrjar í dag á fjárlögum og
fjaraukalögum].
Tekjur íslands er ætlast til
að verði kr. 3,706,460 árin 1914
°R T9T5 — 1857 þúsund rúm
1914 og 1849 þúsund rúm 1915.
Tekjuhækkunin frá síðustu fjárlög-
um, eins og þingið gekk frá þeim
riim 819,000 kr.
Af nýjum tekjugreinum er vorutoll-
urinn aðalatriðið: 250,000 kr. á ári.
Helztu hœkkanir i tekjum ern vita-
gjald 50,000 árlega (áður 30 þús.),
tóbakstollur 200,000 (áður 160 þús.),
kaffi og sykurtollur 410,000 (áður
380 þús.), símatekjur 155,000 fyrra
árið, 160,000 síðara (100 og 105 þús.
áður), viðlagasjóðstekjur 192,535 kr.
fyrra árið, 187,535 síðara árið (69,500
og 67,500 áður). Það eru leigur af
bankavaxtabréfum og væntanlega út-
dregin bréf, sem þenna tekjuauka
gera.
Gjöldin eru í stjórnarfrv. áætl-
uð kr. 3,630,883,85, en var í frv.
1911 eins og þing gekk frá því
túmar 3 milj. og 300 þús.
Mesta gjaldabyrðin er greiðslur
af lánum landsjóðs, sem fyrra árið
(1914) verður nærri 280,000 kr., en
síðara árið nál. 222 þúb. eða nærri
ll% hluti allra tekna landsins.
Til alpinqis er gert ráð fyrir 5 þús.kr.
meira en áður eða 65 þús. kr., ýmis-
legra útgjalda nál. 10 þús. meira. Við
Holdsveikraspítalann bætt við rám-
um 3 þús., Geðveikrahælið á Kleppi
1300 kr., Heilsuhælið 7 þús.
Til póstmála er veitt rúmum 21
þús. kr. meira árlega en áður, bætt
við póstafgreiðslumönnum, aukið
skrifstofufé o. s. frv. Við þá grein
er bætt þessari pörfu aths.: »Póst-
húsið sé opið 10 stundir samfleytt
hvern virkan dag og 4 stundir hvern
helgan dag«. — Til póstmála eiga að
fara alls 130 þús. kr. árlega.
Til vegamála er ætlað fyrra árið
rúm 180 þús. kr. (líkt og i síðustu
fjárlögum) og 102 þús. síðara árið
(i3 3þús. nim 1913), kaup landsverk-
fræðings hækkað upp í 4000 kr.
Flutningabrautum er ætlað, sem hér
segir: Borgarfjarðarbraut 15000 f.
ár, 5000 síðara, Reykjadalsbraut
15000 f. ár, Húnvetningabraut 15000
kr. hvort árið, Skagfirðingabr. 10000
hvort árið. Til brúar á Eyjafjarðará
ætlaðar 70000 kr. fyrra árið.
Til guýuskipaýerða er tekinn upp
gamli styrkurinn 60000 kr. Til
mótorbáta ætlað yfirleitt heldur minna
en í siðustu fjárlögum.
Til hraðskeyta- og talsimasambands
er ætlað 117000 kr. hvort árið og
er það miklu minna en á síðasta
fjárhagstímabili, var nál. 210000 kr.
1912, en 103000 1913. í stjórnar-
frumv. ekki gert ráð fyrir neinum
nýjum símalínum.
Til vitamála er ætlað nál. 53000
kr. 1914 og nál. 44000 1915. Nýir
vitar ráðgerðir eru: 1914, Svörtu-
loftaviti og breyting á Öndverðar-
Banda-hræðurnir á Balkanskaga!
Svona er bandalaginu milli Balkanþjóðanna lýst í enskum blöðum.
Sigursælu þjóðirnar þrjár, Búlgarar, Grikkir og Serbar eru nú biinar
að »strika yfir stóru orðin« í byrjun ófriðarins, um að nú væri um kross-
ferð að tefla til að frelsa hin?. kristnu bræður sína undan oki »hálfmán-
ans«, þ. e. Tyrkja!
Hugsjónirnar eru horfnar! Undanfarið hafa þrimenningarnir setið
um herfangið eins og gammar, líkt og sýnt er á myndinni.
nesvita, sem kosta á hvorttveggja
18000 kr., nýtt hiis um Langanes-
vita (2500) og hús um Reykjanes-
vita, en 1915: Ingólfshöfðaviti, sem
kosta á 16000 kr.
Kirkfu- og kenslumál. Til and-
legrar stéttar eru ætlaðar 67500 kr.
fyrra árið og 66000 kr. síðara árið.
(1912: 59 þús., 1913: 57,5 þús.).
Prestlaunasjóður fær nú 10000 kr.
meira á ári en áður (50 þús. í stað 40).
Til háskólans ætlað rúm 68000
f. árið, og rúm 62000 síðara árið.
Er það talsverð hækkun, því að þetta
fjárhagstímabil hefir háskólinn að
eins haft nim 50000 árl. Námsstyrkur
er hækkaður um rám 3 þús., bóka-
kaupastyrkur stórhækkaður, þóknun
handa frönskukennara (720 kr. árl.)
tekin upp og laun dyravarðar hækkuð.
Til mentaskólans ætlað rúm 37000
kr. árlega í stað riirpra 35000 áður.
Hækkun fólgin í aukinni tímakenslu.
Til gagnfrœðaskólans á. Akureyri eiga að
ganga rúm 17000 (1000 kr. hækk-
un), til kennaraskólans 600 kr. hækk-
un, úr 12600 upp í 13200 kr. Til
stýrimannaskólans 8200 kr. — nokk-
ur hækkun, er stafar af kennarafjölg-
un o. s. frv. Nýr liður í þessari
grein er: Yfirsetukvennaskóli sam-
kvæmt lögum 22. okt. 1912, og
fara til hans 4000 kr. Til annarar
kenslu, þ. e. kvennaskóla, barnaskóla,
o. s. frv. eru ætlaðar 117,000 kr. og
er 6000 kr. meira en áður.
Til landsbókasafnsins er fjárveit-
ingin hækkuð úr 16,3 þiis. upp í
18,6 þús. Gert ráð fyrir 800 kr.
til aðstoðar á lestrarsal og 1300 kr.
meira til bókbands. Til landsskjala-
safns engin teljandi hækkun. Til
pfóðmenfasafns ætlað rúmum 2000
meira fyrra árið en áður og heldur
meira síðara árið. Fyrra árið er ráð-
gert að nota 2000 kr. til verndunar
hins forna alþingisstaðar á Þingvöll-
um.
A »bitlingum« svo nefndum litlar
breytingar. Til stórstiikunnar að
eins ætlaður styrkur fyrra árið. Alls
er kirkju- og kenslumálum ætlaðar
kr. 159,240, í stað 162,740 í síðustu
fjárlögum (alt fjárhagstimabilið).
Þá koma næst verkleg fyrirtaki.
Við bændaskólana á Hólum og
Hvanneyri litlar breytingar, helzt þær,
að ieggja skuli síma að Hvanneyri,
er kostar 1200 kr. Annars kosta
þeir landið rúm 4000 kr. hvor.
Skógræktarfjárveiting er hækkuð um
2000 kr. — Annars er aðalbreyting-
in á þessari grein sú, að ffárveiting-
unni til viðskiftaráðunauts er slept með
ðllu og auk þess slept ýmsu því, er
síðasta þing veitti og að eins var~
ætlað fyrir eitt fjárhagstimabil. En
þessi grein er vön að hækka stórum
á þinginu. Alls er nú ætlað til
verklegra fyrirtækja (alt fjárhagstíma-
bilið) kr. 343,570 í stað kr. 438,394
í síðustu fjárlögum.
Af viðlagasjóðstekjuafgangi, er telst
vera kr. 75,586, er gert ráð fyrir að
veita alt að 10,000 kr. til girðinga,
alt að 5000 kr. til jarðræktar og
húsabóta handa þurrabúðarmönnum,
til sýslufélaga (til landsímalagningar)
alt að 15000 kr., til stofnunar smjör-
búa alt að 5000 kr. Er þá eftir
40,000 kr., sem engin hætta er á,
að þingið eigi erfitt með að úthluta.
Fjáraukalög.
Stærsta fjárveitingin, sem fram á
er farið í fjáraukalögum er 65 pús.
kr. til að reisa viðbótarbygging við
pósthúsið í Rvík. Telur stjórnin
íuisnæðisþrengslin óbærileg orðin
fyrir póstafgreiðsluna og landssímann
i hinu gamla pósthúsi og viðbótina
því óhjákvæmilega.
Til Reykjadalsbrautar er farið fram
á 10000 kr. þetta ár, til að kaupa
Röntgens-áhöld handa læknadeild há-
skólans 5000 kr. og 3000 kr. til
sömu áhalda í Vífilsstaðahæli, til
Courmonts háskólakennara, viður-
kenning fyrir starf hans 1440 kr.,
til leikfimishúss á Hvanneyri rúm
3000 kr., til Sigurgeirs Einarssonar
(ferðastyrkur til að kynnast ullarþurk-
un á Þýzkalandi) 1000 kr., kostnað-
ur við' för þingmanna í vetur hing-
að til Rvíkur að ræða nýja uppkastið
654 kr. 80 au., til endurgreiðslu á
vörugjaldi af kolum handa Sam. fé-
laginu alt að 5000 kr. (að þessu at-
riði verður nánara vikið síðar) o. s.
frv., o. s. frv.