Ísafold - 25.06.1913, Blaðsíða 3

Ísafold - 25.06.1913, Blaðsíða 3
I S A F 0 L D 201 Flutningsmagnið á þessari braut var drið 1910—11: Fólksflutningur, 115730 mannkm. á brautarkm. (sama sem þessi mannfjöldi færi einu sinni eftir brautinni endilangri). Vöru- flutningur 23580 tonnkm. á braut- arkm. (á sama hátt). Alls fóru með brautinni 52178 tonn fyrir utan póst flutning og farangur ferðamanna, og var hvert tonn flutt að meðaltali 3L2 km. eða nokkru skemmri leið en helming brautarinnar, sem eðli- legt er þar. Þar sem svona stendur á, er eðli- legt að miða vöruflutninga að eins við ibúatölu sveitanna við brautina. Kaupstaðabúarnir ferðast sjálfir með hrautinni, en flytja ekki beinlínis til ntuna af vörum ír.eð henni. Gerum ráð fyrir að ibúatala' sveitanna á Jaðri sé nú rúm 30000, eða nálega þrisvar sinnum meiri en íbúatala sveitanna við þessa braut hér. Þá ^tti að flytja með brautinni hér um /3 af 52178 tonnum, eða rúm 17000 tonn. Vegna hærri taxta og meiri fjarlægða og til þess að áætla var- lega, vil eg færa niður um x/3, gera ráð fyrir 11000 tonnum,_ sem fari fflilli Reykjavíkur og Arnessýslu (Þingvalla og Suðurlands), auk þess sem fer að eins styttri leiðir, milli Reykjavíkur og Mosfellssveitar og fflilli stöðva austanfjalls. Meðal- flutningslengdin fyrir vörur milli Arnessýslu og Reykjavíkur verður a- m. k. 90 km., og nemur þessi áætlaði flutningur því: \ HoooX9o=. . . 990000 tonnkm. Geri maður svo skemmri flutninga að eins............ 10000 tonnkm. fástvörufl.ingai alls 1000000 tonnkm. Með þeim flutningum, sem hér hafa verið áætlaðir, mun þurfa 1500 lestir á ári, og vil eg gera ráð fyrir að kostnaðurinn á hvern lestarkm. verði þá kominn upp í kr. 1,16. Þá verður 'áætlunin um rekstur braut- arinnar þannig: Tekjur: Kr. 26000X200 = 5000000 mannkm. 4 °/04 ...................... 200000 1000000 tonnkm. á °/20 ......... 200000 Tekjur af póstflutn. og talsima . 10000 Samtals 410000 G j ö 1 d: Kr. Rekstur og viðhald, 112X1500 Xl,16 = .................. 194880 Tekjuafgangur............. ■ ■ ■ 215120 Samtals 410000 Þessi tekjuafgangur samsvarar 6,i°/0 af stofnkostnaðinum, 3^/2 nailj. kr. Það er'þýðingarlaust að spá neinu um það, hvenær notkun brautarinn- ar verði orðin svona mikil. Það eitt er víst, að ef brautin verður lögð, þá verður notkunin einhvern- tíma svona mikil, og hún heldur líka áfram að vaxa, eftir að hún er orðin svona mikil. Að'hin áætlaða Uotkun sé engin fjarstæða, virðist tnér mega sjá af samanburði við um- ferðina um veginn nú. Ef fólk það, sem nú fer yfir Hellisheiði og Mos- fellsheiði, ferðaðist alt með járnbraut- tnni, fæst tala mannkilómetra sem hér segir :.'©'^i8fe^gi;S^Íi*5á Milli Rvikur og JÞing- Iftifli valla, 5582X25 =. 307010 mannkm. Milli Rvíkur og SuO-jjS urlands, 16169X100=1616900 mannkm. Séu 8kemmri ferðir báöum megin heiða ámtlaðar ...... 576090 mannkm. fást 2600000 mannkm., eða sú umferð af fólki, «em braut- inni er ætlað ná i framtíðinni, er að eins tvöföld sú umferð, sem nú er um veginn. Vöruflutningar að járnbrautarsvæð- inu austanfjalls og frá því eru nú sem stendur þessir: Milli Reykjavíkur og Þing- valla .................... Milli Reykjavíkur og Suður- lands .................... Om 22000 sauðkindur á 60 kg. Innfluttar vörur til Eyrar- , bakka og Stokkseyrar .... ntfluttar vörur frá Eyrarbakka og Stokkseyri ............ Samtals 291 tonn 1600 — 1300 — 3100 — 500 — 6791tonn. Ef litið er til hinna afarmiklu ðnotuðu framleiðslu-möguleika á Suðurlandsundirlendinu virðist þá ekki ógætilegt að gera ráð fyrir að flntningarnir með brautinni geti kom- ist upp í 11000 tonn. Prestastefnan 1913. Synodus hófst í gær á hádegi með guðsþjónustu í dómkirkjunni. Síra Jón Helgason prófessor prédikaði. Hann hafði að texta Matt. 16. kap. 15.—18. vers og flutti síðan erindi um kjarnann í kristinni trú frá ný- guðfræðilegu sjónarmiði, auðheyran- lega af miklum sannfæringaikrafti og innri hita. Var ræða hans greinileg stefnuskrár-ræða ný guðfræðinga. Eftir guðsþjónustuna var gengið yfir í alþingishúsið og setti biskup siðan fund í heimspekissal háskólans. Voru þar saman komnir 25 prestar, 20 þeirra úr 4 prófastsdæmunum næst Reykjavík (Kjalarness-, Arness-, Rangárvalla- og Borgarfj.), 2 úr Húnavatnssýslu, 1 úr Skagafirði, 1 úr Snæfellsness- og 1 úr V.-Skafta- fellsprófastsdæmi. Fundarskrifarar nefndir til: Jón Helgason prófessor og Kristinn Daní- elsson prófastur. Biskup mintist fyrst þriggja látinna merkispresta síðasta árið, þeirra prófastanna Jóhanns L. Sveinbjarnarsonar, Jens Pálssonar og Kjartans Einarssonar. Tóku fundar- menn undir með því að standa upp. Því næst gat biskup annara helztu tíðinda um kirkjunnar mál. Nýtt frumvarp legði stjórnin fyrir alþingi um lán úr landssjóði til byggingar ibúðarhúsa á prestssetrum landsins, og væri aðalatriðið, að í stað lána-há- marksins, sem verið hefði 3000 kr. yrði hámarkið 5000 kr. og efýrleiðis skyldi húsin reisa nær einvörðungu úr steinsteypu. Beiddist biskup með- mæla prestastefnunnar með þessu frv. og fekk þau. Nýjar kirkjur kvað hann eigi hafa reistar verið aðrar en Akureyrarkirkju. Tillög prestsekknasjóðs hefðu þetta ár verið meir en venja er til, rúm 300 kr. frá 86 gefendum. Loks gat biskup þess, að þetta ár væri aldarafmæli biflíu-prentunar- afskifta brezka biflíufélagsins. Síðan tókust umræður um ýms áhugamál kirkjunnar, og mun nán- ara af því sagt í næsta blaði. Þingmálafandur Reykvíkinga. Hér fer á eftir fundarskýrslan eins og fundarstjórnin hefir frá henni gengið: »Þingmálafundur fyrir Reykjavíkur- kaupstað var haldinn í Barnaskóla- portinu þ. 21. júní kl. 9 síðd. Fundarstjóri var kosinn Magnús Einarsson dýralæknir og skrifarar fornmenjavörður Matth. Þórðarson og verzlunarstjóri Þórður Bjarnason. Fyrstur tók til máls alþingism. prófessor Lárus H. Bjarnason, og skýrði fyrir fundarmönnum hin ýmsu frumvörp, er stjórnin ætlar að leggja fyrir alþing, flutti hann langt og snjalt erindi, og að lokinni ræðu sinni lagði hann dagskrá fyrir fund- inn. Því næst tók til máls alþingis- maður Jón Jónsson um sambands- málið og bar fram svohljóðandi til- lögu: »Fundurinn telur síðustu samninga- kosti í sambandsmálinu óaðgengilega og ætlast eftir atvikum ekki til þess, að leitað verði undirtekta Dana um það mál í bráð«. Tillagan samþykt með öllum þorra atkvæða móti tveimur. F&namálið. Tillaga frá ritstjóra Ólafi Björnssyni svohljóðandi: »Fundurinn skorar á þingmenn bæjarins að stuðla að því, að íslenzkur fáni verði löggiltur þegar á næsta þingi«, var samþykt með öllum þorra at- kvæða mót tveimur. Stjórnarskrármálið. Um það mál tók til máls alþingism. Jón Ólafsson, a: Portland Gementfabriken “N0RDEN“ Aalborg er viðurkend fyrir sína góðu vöru, og fræg orðin fyrir þann óviðjafnanlega styrkleika, sem cementið hefir. Nægar birgðir og upplýsingar hjá umboðsmanni verk- smiðjunnar. Ji. Bemdihtsson. Taísími 284 og 8. Heijkjauík. :□ bankaassistent A. J. Johnson, alþing- ismaður Björn Kristjánsson banka- stjóri, Lárus H. Bjarnason alþm.. Svohljóðandi tillaga frá alþingis- manni Jóni Ólafssyni var samþykt með öllum þorra atkvæða gegn 10. »Fundurinn telur rétt, eftir því sem sambandsmálið horfir nú við, að samþykt verði á alþingi frumvarp til þeirra breytinga á stjórnarskránni, er ætla má að þorri kjósenda fylgi«. Bankamál. Tillaga frá ritstjóra Ólafi Björnssyni svohljóðandi: »Fundurinn skorar á alþingi að gera sitt itrasta til þess að efla pen- ingastofnun þjóðarinnar, Landsbank- ann, á allan hátt«. Samþykt með öllum greiddum at- kvæðum. Launamálið. í þvi máli bar banka- assistent A. J. Johnson fram svo- hljóðandi tillögu í þrem liðum: »Fundurinn skorar á þingmenn sína a. að vera á móti allri launahækkun til embættismanna, hvort hún kemur fram í frumvörpum eða í fjárlögum, b. að vera á móti stofnun nýrra embætta, c. að vera á móti *bitlingum« eða styrkveitingum til þeirra manna, sem ekkert sýnilegt vinna í þarfir þjóðarinnar ár frá ári, eða þá að eins það, sem enga nauðsyn ber til að vinna að svo stöddu«. A-liður tillögunnar var samþyktur með miklum atkvæðamun og báðir síðari liðirnir með öllum þorra at- kvæða. Borgarstjórakosning. Tillaga frá 8 kjósendum um breyting á i. gr. laga um bæjarstjórn Reykjavikur frá 22. nóv. 1907 þannig að í stað þess að »bæjarstjórn kjósi borgarstjóra« komi: »Borgarstjóri skal kosinn af öllum atkvæðisbærum kjósendum kaupstaðarins, sem kosningarrétt hafa til bæjarstjórnar*. Samþ. með öllum þorra atkvæða. Eimskipamálið. Tillaga frá cand. jur. Gísla Sveinssyni: »Fundurinn væntir þess, að alþing láti Eimskipafélagi íslands allan þann styrk í té, er það megnar«. Samþ. í einu hljóði. Stjórnarfar. Þessar tillögur frá cand. jur. Gísla Sveinssyni voru samþyktar með öllum greiddum at- kvæðum : 1. Fundurinn treystir þingmönnum bæjarins til þess að stuðla að því, að landsstjórnin reki réttar- ís- lendinga út af tiltektum varð- skipsins 12. þ. m. 2. Fundurinn telur sjálfsagt, að al- þing hafi hönd í bagga með um- sjón á fjárreiðu og ávöxtun opin- berra sjóða í landinu. Fundi slitið. Magnús Einarsson. Matth. Þórðarson. Þórður Bjarnason«. | Steinfjrímur Stefánsson, bókavörður síðast í Washington, er látinn, f. 1860, stúdent 1881. Hvenær lát hans hefir borið að er ófrétt, en í Heimskringlu þ. 22. maí eru minningarljóð um hann eftir Þ. Þ. Þ. Steingríms vérður rækilegar minst síðar. ReykjaYíkur-amiálI. Aðkomumenn: Þessir prestar eru nú staddir hér á prestastefnunni: Árni Björns- son (Sauðárkrók), Árni Þorsteínsson (Kálfa- tjörn), Brynjólfur Jónsson (Ólafsvöll- um), Brynjólfur Magnússon (Stað í Grindavík), Einar Pálsson (Reykholti), Einar Thoriacius (Saurhæ), Gisli Jónsson (Mosfelli), Gisli Kjartansson (Sandfelli), Gisli Skúlason (Stóra-Hrauni), Guðmund- ur Olafsson (Olafsvik), Jóhann Briem (Mel- stað), Jón Sveinsson' (Akranesi), Kjartan Helgason (Hruna), Kristinn Danielsson (Utskálum), Ólafur Einnsson (Kálfholti), Ólafur Magnússon (Arnarbæli), Sigurður Jóhannesson (Tjörn á Vatnsnesi), Skúli Skúlason (Odda) og Valdimar Briem vigslu- hiskup. Einar Benediktsson f. sýslum. er hingað kominn kynnisför, fór 4 hotnvörpung frá Englandi og tók land í Ólafsvik, þaðan landveg i Borgarnes og siðan á Ingólfi suður. Skemtiskipið brezka Ermine kom i gær- kveldi. Það er 1700 smá). og hefir með- ferðis 104 farþega. Þeir eru að fara út og suður, austur og vestur í dag. • Skipafregn. Sterling fór héðan 20. þ. mán. Meðal farþega: Jul. Schou steinh., .)ensen Bjærg kaupm, Chr. Evensen (frá Hafnarf.), Selig umboðssali frá Hamborg, Aspelund vélmeistari, jungfrúrnar: Unnur Ólafsdóttir og Járngerður Eiriksdóttir, frú Guðrún Sigurðardóttir frá Seli. Ennfr. nokkrir Englendlngar og Þjóðverjar. Ceres kemur í fyrramálið. Meðal far- þega: Pétur Jónsson söngvari, Jón Norð- mann pianóspilari og jungfrú Katrln systir hans, Pétur Thoroddsen læknir o. s. frv. Söngfél. 17. júni söng úti í Tjarnarhólma á sunnudagskvöld, eins og til stóð. Dálitil gola var, og heyrðist þvi söngurinn miklu ver en skyldi og truflaði nautn áheyrenda er hin veikari lög voru sungin. Aftur hljómuðu sterk lög vei, ekki sízt Fána- lagið í nýrri mynd, eftir Sigfus Einars- son. Islenzki fáninu blakti i hólmanum meðan á söngnum stóð. Torfi í Ólafsdal er hér á ferð þessa dagana, ásamt konu sinni. Hann befir verið mikið veikur i augum í vetur, en er nú betri. Eftirmæli. Hór í bænum lózt 22. marz síðast liðiun, Ingimundur Jakobs- s o n, áður bóndi í Miðfirði. Ingimundur var fæddur á Múla í Biskupstungum 15. júní 1835. For- eldrar hans voru slra Jakob Finnboga- son og Sigríður Egilsdóttir. Af lif- andi systkinum hans eru: síra Þor valdur próf. í Sauðlauksdal, Finnbogi bóndi á Fögrubrekku í Hrútafirði Jg húsfrú Jakobína á Lundi í Þverárhlíð. Stjúpsystir hans er frú Sigríður Jónas- dóttir, ekkja síra Þorvalds Bjarnarson- ar frá Melstað. Ársgamall fluttist Ingim. með foreldrum sínum frá Múla að Melum í Melasveit og ólst þar upp hjá þeim, til 18 ára alduis. Á uppvaxtarárum sínum fekk hann talsverða mentun og mun hafa verið byrjaður á að lesa undir skóla, en ekki varð framhald á því. Mun hug- ur hans þegar í æsku hafa hneigzt að verklegum störfum, einkum sjómensku. Frá Melum fluttist hann til síra Guð- mundar Yigfússonar á Borg á Mýrum og kvæntist nokkru síðar dóttur hans Solveigu. Með síra Guðm. fluttist Ingimundur að Melstað í Miðfirði og bjó fyrir norðan þar til hann nú fyrir nokkrum árum fluttist til Póturs son- ar síns í Reykjavík og dó hjá honum. Konu sína, Solveigu, misti hann eftir 15 ára sambúð. Þau eiguuðust 4 börn. Af þeim er 1 á lífi, Guðmundur, er ungur fluttist til Ameríku. Þann 6. október 1876 kvæntist hann í ann að sinn, Sigríði Sigfúsdóttur, prests Jónssonai' frá Undirfelli í Vatnsdal, sem nú liiir mann sinn; þau eignuð- ust 3 sonu, 1. þeirra dó í æsku, hinir eru Pótur trésm. í Reykjavík og Ás- geir verzlunarmaður, nú í Ameríku. Ingimundur sál. var mjög vel ge:- inn maður til sálar og líkama, fjör- og gleðimaður, góðum gáfum gæddur, þeim samfara töluverð mentun. Hann var hagleiksmaður og uHi leið afar hjálpfús, enda lagði hann margt á gerva hönd. Auk hinna venjulegu heimilisverka sem húsbóndastöðunni tilheyrðu, hlóð- ust snemma á hann ýms trúnaðarstörf, t. d. að taka var hann hreppstjóri og hreppsnefndaroddviti í mörg ár, með- hjálpari og forsöngvari við sömu kirk- juna var hann um 20 ár, við verzl- unarstörf var ’nann meira og minna á hverju ári á Borðeyri, rúm 20 ár. Þegar verzlun hófst á Hvammstanga var hann þar við verzlunarstörf öðru hverju þar til hann fluttist til Reykja- víkur. Við lækningar fekst hann talsvert, einkum sáralækningar og ljósmóður- störf; tókst honum það sórlega vel og var það eitt meðal annars, sem aflaði honum mikilla vinsælda, jafnt hjá kon- um sem kórlum. Gestrisinn var hann og gott á hans heimili að koma, hann var ávalt hinn sJcemtilegasti í samræðum og hafði jafnan spaugsyrði á reiðum höndum í vina sinna hóp. Með byssu kunni hann manna bezt að fara, og stundaði mikið selveiði á Miðfirði, meðan hann dvaldist þar nyrðra. Banamein Ingim. sál. var krabbamein; mun hann fyrst hafa fundið til þess fyrir 20 árum, þótt hann léti ekki á því bera. Síðastliðinn vetur mátti heita að hann væri við rúmið og í því þar til hann dó. Veiki sína bar hann með hinni mestu rósemi og æðraðist aldrei, enda naut hann hinnar beztu aðhjúkrunar í alla staði af hendi konu sinnar, sonar og tengdadóttur. Hann fann vel, að dagur var að kvöldi kominn og það bezta fyrir sig væri hvíldin. Minning hans mun aldrei fyrnast, hvorki hjá hans nánustu ást- vinum, nó öðrum þeim, sem náin kynni höfðu haft af honum og verið sam- verkamenn hans, því liprari og sam- vinnuþýðari mann er tæpast hægt að hugsa sór. Þeir menn, sem int hafa af hendi langt og vel unnið æfistarf, eiga það fyllilega skilið að þess só getið að þeim látnum. S. Jóh. Nýjar bækur: Ljósaskifti, ljóðabálkur um kristnitökuna áíslandi, eftir Guðmund Guðmundsson skáld. Verð 0.90. Friður á jörðu, eftir Guðmund Guðmundsson skáld. 2. útgáfa. Verð 0.75. Hví slær þú mig? Erindi Haralds Níelssonar prófessors um dularfull fyrirbrigði. Verð 0.40. Fást í bókverzlununum. Þeir kaupendur ISAFOLDAR hér í bænum, sem skift hafa um heim- ili, eru beðnir að láta þess getið, sem- allra fyrst, í afgreiðslu blaðsins, svo þeir fái blaðið með skilum.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.