Ísafold - 05.07.1913, Side 1

Ísafold - 05.07.1913, Side 1
 Kemur út tvisvar í viku. Verð árg. 4 kr., eriendis 5 kr. eða 1-Jdollar; borg- ist fyrir miðjan ]úli erleiidis fyrirfram. Lausasala 5 a. pint. XXXX. árg. Reykjavík, laugardaginn 5. júlí 1913. Uppsögn (skrifl.) | bundin við áramót, | erógild nema kom | in sé til útgefanda | fyrir 1. oktbr. og I só kaupandi skuld- I laus við blaðið. | =g'.............. ■ 54. tölublað I. O. O F. 94749. Alþýöafól.bókasaf'n Templaras. 8 kl. 7—9. Angnlækninc: ókeypis i Lækjarg. 2 mvd. 2—3 BorgHrstjóraskrifstofan opin virka daca 10—3 Bæjarfógetaskrifstofan opin v. d. 10—2 og 4—7 Bæjargjaldkerinn Laugav. 11 kl. 12—8 og 6—7 Eyrna- nef- hálslækn. ók. Pósth.str. 14A fid. 2—8 íslandsbanki opinn 10—2V* og 51/*—7. K.F.U.M. Lestrar-og skrifstofa 8 árd.—10 siðd. Alm. fundir fid. og sd. 81/* siöd. Landakotskirkja. Quósþj. 9 og 6 á helgum. Landakotsfpitali f. sjúkravitj. 11—1. Landsbankinn 11-21/*, 51/*—61/!. Bankastj. 12-2 Landsbókasafn 12—B og 5—8. Útlán 1—8. Landsbúnaðarfólagsskrifstofan opin frá 12 2 Landsfóhirbir 10—2 og 5—6. Landsskjalasafnið hvern virkan dag kl. 12—2 Landssín*inn opinn daglangt (8—9) virka daga helgaMaga 10—12 og 4—7. Lækning ókeypis Þingb.str. 28 þd.ogfsd. 12—1 Náttúrugripasafnib opib l1/*—21/* á sunnud. Samábyrgb Islands 10—12 og 4—6. Stjórnarráósskrifstofurnar opnar 10—4 dagl. Talsimi Reykjavikur Pósth.3 opinn daglangt (8—10) virka daga helga daga 10—9. Tannlækning ókeypis Pósth.str. 14B md. 11—12 Vifílstaðahælib. Heimsóknartimi 12—1 Þjóbmenjasafnið opib á hverjum degi 12—2. Nýja Bló V esalingarnir. (Hinir ógæfusömu). Mesta aðsóknarleikrit heimsins. 3. þáttar: Cosette, fósturdóttir gal- eiðuþrælsins. Síðasta skifti sunnudag 6. júli kl. 6, 7, 8 og 9. y Mánudag 7. júli og næstn kvöld kl. 8Vj og 9*/, verður sýndar siðasti þáttur: Galeiðuþrællinn á tímum stjórnarbylt- ingarinnar. Verð aðgöngnmiða sama og áður. Nýjar bækur: Ljósaskifti, ljóðabálkur um kristnitökuna áíslandi, eftir Guðmund Guðmundsson skáld. Verð 0.90. Friður á jörðu, eftir Guðmund Guðmundsson skáld. 2. útgáfa. Verð 0.75. Hví slær þú mig? Erindi Haralds Ntelssonar prófessors um dularful! fyrirbrigði. Verð 0.40. Fást í bókverzlununum. Erl. simfregnir. Khöfn 4. júlí. Frá nýja ófriðnum. Mannskæðar orustur. Búlgrarar fara halloka. Tyrkir ei u búnir að fresta því að efna friðarskilmál- ana. Rúmenir hervæðast. Nú fer að kárna gaman, auðsjáan- lega. Kemur þá Búlgörum í koll landgræðgi þeirra, ef þeir bíða lægra hlut fyrir bandamönnum sínum. Stórveldin virðast nú sitja hjá og horfa á, því að eigi getur þeirra að neinu í símfregnum. Danska ráðuneytið uýja. Efsta röð (frá vinstri): P. Munch her; og flotamálaráðherra. Hassinq- Jörgensen, verzlunar- og atvinnumálaráðherra. Edvard Brandes, fjármála- og utanríkisráðherra. í miðju: Zahle, yfirráðherra. Neðsta röð: Keiser- Nielsen, kirkju- og kenslumálaráðherra. Ove Rode, innanríkisráðherra og Rr. Pedersen-Sandby landbúnaðarráðherra. Frá alþingi. Enginn fáni. Frá því var skýrt í síðasta blaði, að nokkrar reykvískar konur hefðu sent alþingi að gjöf veifu til að draga á stöng sem funda-. merki, bláa að lit með orðinu Alpingi í hvitum stöfum. A einkafundi þingmanna í fyrradag var út af þessu tekin sú ákvörðun að draga enga veifu á stöng, hvorki dannebrog né kvenna-gjöfina. Flokkaskifting. Bœndaflokkurinn er nú hlaupinn af stokkunum og eru í honum |þessir þingmenn: Einar Jónsson þingm. Rangæinga, Guðjón Guðlaugsson, Hákon Kristófersson(?), Jón Jónatansson, fósef Björnsson, Ólafur Briem, Pétur Jónsson, Sig- urður Sigurðsson, Stefán frá Fagra- skógi, Tryggvi Bjarnason, Þórarinn Jónsson og Þorleifur Jónsson. Tvö mál eru alveg undanskilin flokks- böndum, eftir því sem heyrst hefir: sambandsmálið og ráðherra stuðningur. Fjárlögin. — Kosningfjárlaganefnd- ar. Fjárlögin komu til x. umræðu í gær. Ráðherra talaði nokkur orð alment um frv. stjórnarinnar. Lárus H. Bjarnason, einnig nokkur orð, harmaði lotteríleysið þ. e., að lotterí- lögin skyldu óstaðfest, með því að landssjóð munaði svo mikið um þann tekjumissi, 400,000 kr., eftir því, sem honum taldist til. Þá fann hann og að því, að eigi skyldi fé hafa verið veitt til viðskiftaráðunauta. — Ráðherra svarnði engu um lotterí- ið, en hina fjárveitinguna kvað hann mundu geta komið til athugunar fyrir fjárlaganefnd í annari mynd en nú. Þá var kosin Jjárlaganeýnd. Komu þar fram 3 listar, einn frá Bænda- flokknum, anuar frá Sambandsflokkn- um og hinn þriðji frá Heimastjórnar og Sjálfstæðisflokkuum o. fl. í sam- einingu. Er hægt að segja með nokkurn veginn vissu, hverir atkvæði greiddu með hverjum lista og setjum vér nöfnin hér, af því þau gefa all- góða hugmynd um flokkaskiftinguna. Bændaflokkslistinn (C.) hlaut 7 atkvæði og munu það verið hafa Einar frá Geldingalæk, Ól. Briern, Pétur, Sig. Sig., Stef. Stef., Tryggvi og Þorleifur. Sambandsflokkslistinn (B.) 6 atkv.: Hannes Hafstein, Jóh. Jóh., Jón Magn., Kristján Jónsson, Magnús Kristjánsson og Matthías Ól. Listi »hinna sameinuðu* (A.) hlaut 12 at- kv. og munu verið hafa: Benedikt Sveinsson, Bjarni Jónsson, Björn Kr., Eggert Pálsson, Guðm. Eggerz, Halldór Steinsson, Jón sagnfr., Jón Ól., Kristinn Daníelsson, Lárus H. B., Skúli og Valtýr. § Fjárlaganefnd|varð svo skipuð, að hinir sameinuðu komu að 3, Lárusi, Eggert P. og Skúla. Bændaflokkur- inn 2, Pétri og Sig. Sig. og Sam- bandsfl. 2, Jóhannesi og Kristjáni Jónssyni, hinum síðarr með hlutkesti milli hans og Valtýs, er var 4. mað- ur á lista hinna sameinuðu. Formaður fjárlaganefndar er L. H. B., en Pétur skrifari — og framsögu- maður. Fjáraukalög 1912—1913. Fyrsta umræða í gær. Ráðherra og L. H. B. töluðu um nokkur atriði þeirra, en síðan var þeim visaðtil fjárlaganefndar. Þingnefndir. í gær var heill hóp- ur af stjórnarfrumvörpum á dagskrá beggja deilda og öll sett i nefnd. í neðri deild voru auk fjárlaga og fjáraukalaga 1912—1913 (sjá áður) landsreikningasamþykt og fjáraukalög 1910 og 1911. í nefnd til þess að athuga þau frumvörp, reikningslaga- nefnd, voru kosnir: Guðm. Eggerz, Stefán Stefánsson og Magnús Krist- jánsson. í efri deild voru 7 stjórnarfrum- vörp fyrir: x. Siglingalagabálkurinn mikli,sem var og á ferðinni í fyrra. Nefnd: Eiríkur Br. (form.), Sig. Eggerz (skrif- ari) og Sig. Stefánsson. 2. Frumvarp um ábyrgðarýélög. Nefnd: Július Havsteen (forrn.), Steingr. (skrifari), Guðj. Guðlaugsson. 3. Frv. um talsíma og ritsíma. Nefnd: Björn Þorl. (form.), Jósef (skrifari) og Þórarinn. 4. Frv. um vatnsveitingar. Nefnd: Jón Jónatansson (form.), Þórarinn (skrifari), Eiríkur, Jósef og Steingr. 5. Frv. um breytingar á bæjar- stjórnarkosningum. Nefnd: Guðjón (form.), Sig. Eggerz (skrif.) og Guð- mundur Björnsson. 6. Frv. um hagstoju, þ. e. sér- staka skrifstofu til þess að sjá um hagfræðisskýrslur o. s. frv. Nefnd: Sig. Stef. (form.), Guðm. Bj. (skrif.) og Steingr. 7. Frv. um sjódóma og réttarýar í sjómálum. Nefnd: Sig. Eggerz (form.), Guðm. Bj. (skrif.) og Eirikur Briem. Allar nefndir í efri deild voru kosnar í einu. hljóði, svo er sam- komulagið gott þar í deild. Fánamálið. Frumvarp“um islenzk- an fánaghafa* þeir borið' fram þing- menn Reykvikinga og Guðm. Eggerz. Það hljóðar svo: Q H »Hér á landi skal vera löggildur íslenzkur sérfáni. Sameinað alþingi ræður gerð fánans«. Frumvarpið er stutt, en hefði þó verið bæði lagbetra og styttra með því að skella fyrsta atkvæðið framan af orðinu sérfáni, því það er óþarft. Við þetta frumv. er þegar komin breytingartill. frá Bjarna — Bened. — Skúla. Þeir vilja orða 1. gr.: ísland skal hafa sérstakan fána, og bæta við 2 greinum. Hin fyrri ákveður að gerð fánans skuli vera sú, sem nú er not- uð, en 3. gr. að með lögum þessum séu úr gildi numin öll þau ákvæði i íslenzkum lögum, er heimila isl. skipum að nota annan fána. Samgöngunjálanefnd. Þeir Krist- itxn Danielsson, Björn Kr., Valtýr, Matth. Ól. og Stefán Eyfirðinga flytja þingsályktunartillögu svo látandi: Neðri deild alþingis ályktar að skipa 5 manna nefnd til þess að ihuga samgöngumál á sjó og að koma fram nteð tillögur um þnu. Landsbnnkimi. Þingsályktunartil- laga er komin fram honum viðvíkj- andi frá sömu mönnum og flytja samgöngumálatillögutia. Hún hljóð- ar svo: Neðri deild alþingis ályktar að skipa 3 manna nefnd. 1. Til þess að athuga, á hvern hátt haganlegast mundi að efla hag Landsbankans, og koma fram með tillögur þar að lút- andi. 2. Til þess að íhuga fyrir- komulag veðdeildar Landsbankans, og koma fram með tillögur um, á hvern hátt hún verði styrkt, eða hvort til- tækilegra sé að stofna sérstakan veð- banka. Notkun botnvörpusekta. Tvö frum- vörp eru komin fram um notkun sektafjárins, annað frá B. Kr., sira Kristni, Matth. Ol. og Skúla um að féð renni til Fiskiveiðasjóðs íslands, hitt frá síra Sig. Stefánssyni um, að 2/3 hlutar skuli lagt i sérstakan sjóð, 'Landhelgissjóð íslands, ogskuli lands- sjóður ennfr. leggja þessurn sjóði 5 þús. kr. árlega. A sínum tíma, þeg- ar alþingi telur hentugt, skal sjóðn- um varið til eflingar landhelgisvörn- um Islands fyrir ólöglegum veiðum. Nýtt læknishérað. Þingmenn Gullbr. og Kjósarsýslu flytja frumv. um að gera Þingvalla-, Kjósar-, Kjalarness- og Hvalfjarðarhrepp út fyrir Hrafnabjörg að sérstöku læknis- héraði, er nefnist Kjósarhérað. Nýtt stjórnarskrárfrumvarp. Þri- menningarnir Bjarni, Benedikt, Skúli eru þegar komnir fram með frv. til breytinga á stjórnarskránnni. Við fljótlegan yfirlestur virtist oss þessar breytingar helztar: Ríkisráðs- ákvæðið felt burtu. Ekki gert ráð fyrir landritaraembættinu. Konung- kjörnir þingmenn teknir af. Kosn- ingarréttur veittur öllum, konum og körlum, sem náð hafa lögaldri er kosning fei fram, eru fædd hér á landi eða hafa átt hér lögheimili 5 síðustu ár og búið eitt ár í kjördæm- inu. Tala þingmanna gerð 36. 1 efri deild 12, kosnir eins og þjóð- kjörnu efrideildarmennirnir nú. Kjör- timabilið 4 ár. Skilnaður ríkis og kirkju heimilaður með eitxföldum lögum. Sambandslög milli íslands og Danmerkur skal jafnan bera undir þjóðaratkvæði, eftir að alþiugi hefir samþykt. Það stendur til bóta þetta frumv. að ýmsu leyti, svo sem vikið mun að síðar hér í blaðinu. Eldurinn og afréttur Land- manna. Enn sem komið er, verður eigi sagt um, hvort Land- menn geta rekið á afrétt sinn vegna eldgangsins að fjallabaki. Meðan ekki er útséð um, að gosin séu dvín- uð, niun'varla hættaridi á að senda féð inn eftir. Fullorðna féð munu þeir þó ætla sér að reka, ef kostur er. En lömbunum eru þeir stað- ráðnir i að koma fyrir. Gnúpverja- hrepps-menn hafa txú nýlega á al- mennum hreppsfundi heitið Land- mannahreppi ókeypis afrétti fyrir 1000 lörob. Drengilega af sér vikið.

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.